MB - FRÉTTIR Í MAÍ 2015

Page 1

Maí 2015

MB - FRÉTTIR Menntaskóli Borgarfjarðar Innritun fyrir haustönn 2015 Innritun eldri nemenda verður til 10. júní Innritun eldri nemenda (fæddir 1998 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla er hafin og lýkur föstudaginn 10. júní. Sjá nánar www.menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 10. júní

Brautskráning MB 5. júní 2015 Brautskráning MB verður 5. júní nk. Athöfnin hefst kl. 11.

Ný stjórn NMB Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2015 -16 fóru fram nýverið. Nýju stjórnina skipa þau Egill Þórsson formaður, Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri, Ágúst Vilberg Jóhannsson skemmtanastjóri og Haukur Birgisson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema.

MB fréttir

Vorönn 2015 Kæru lesendur, hér er vorannar fréttapistill Menntaskóla Borgarfjarðar sem inniheldur það helsta sem drifið hefur á daga okkar ásamt svipmyndum úr starfi skólans. Þann 5. júní nk. verða 24 nemendur brautskráðir frá skólanum við hátíðlega athöfn. Við eigum eftir að sakna allra þeirra sem eru að ljúka námi hér við skólann þetta vorið, því að hver og einn nemandi setur sinn lit á skólastarfið. Í haust bjóðum við nýja nemendur velkomna. Við í MB vonum að við öll fáum gott og sólríkt sumar og að þeir sem snúa aftur til náms í haust komi tvíelfdir til baka og klárir í slaginn. Skólameistari

1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.