MB fréttir desember 2013

Page 1

MB FRÉTTIR MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR - DESEMBER 2013

Fréttir Kæru lesendur, við í Menntaskóla Borgarfjarðar höfum ákveðið að gefa út fréttir af skólastarfinu. Okkur langar til að tengja skólann betur við héraðið með því að auka upplýsingagjöf um það sem er að gerast hjá okkur. Stefna okkar er að gefa út fréttir MB a.m.k. einu sinni á önn. Skólastarfið á haustönn hefur gengið mjög vel. Um 160 nemendur stunda nú nám við skólann. Nemendur hafa verið duglegir á lokasprettinum á haustönn og skilað góðum verkefnum. Með þessu fréttabréfi sendum við ykkur svipmyndir úr starfi skólans á haustönn 2013. Skólinn óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Framhaldsdeild í Búðardal Í byrjun haustannar gerðu MB og Dalabyggð með sér samkomulag um að hefja rekstur dreifnámsdeildar í Búðardal. Átta nemendur hafa stundað nám við deildina á haustönn.

Ævintýri fuglanna Nemendur í náttúrufræði fóru á sýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsi Borgarfjarðar.

Haustdagar

Eldri nemendur buðu nýnema velkomna að venju á svokölluðum haustdögum. Ýmislegt skemmtilegt var gert til að stuðla að góðum kynnum nýnema og eldri nemenda. Að þessu sinni var farið í ferð til Reykjavíkur þar sem farið var í ratleiki og „paintball.“

Góðir gestir Skólinn fékk ýmsa góða gesti á haustönn. Hefð er fyrir því að bjóða þingmönnum og sveitarstjórnarfulltrúum í heimsókn inn í áfanga um stjórnmálafræði.

Jákvæð samskipti MB er heilsueflandi skóli og áherslur skólaárið 2013-2014 eru á geðrækt. Af því tilefni fékk skólinn Ásþór Ragnarsson sálfræðing til að flytja fyrirlestur fyrir starfsmenn og nemendur um jákvæð samskipti.

Ungur rithöfundur í heimsókn Halldór Armand Ásgeirsson er ungur rithöfundur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum. Halldór leit við í MB á dögunum .


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.