Rekstur og skipulag fræðslumála

Page 1

– Rekstur og skipulag fræðslumála – Samantekt niðurstaðna frá íbúafundi um hagræðingarmál sem haldinn var í Hjálmakletti mánudaginn 30. mars 2015

Borgarnesi, 20. apríl 2015 Tekið saman af Ásthildi Magnúsdóttur og Kristjáni Gíslasyni


Samantekt á helstu áherslum frá hverju borði: Rekstur og skipulag fræðslumála Starfsstöðvar  Sameina skóla á Hvanneyri. Færa grunnskólann í leikskólahúsið; 1.4. bekkur í leikskólann og selja grunnskólahúsið.  Skoða Krikaskólaleiðina – sameina grunn- og leikskóla. Rekstur og húsnæði.  Reka tvo skóla; 1 í dreifbýli og 1 í Borgarnesi og efla tómstundaakstur.  Nýjan leikskóla á Kleppjárnsreykjum.  Krikaskólalausn á Hvanneyri, jafnvel leikskóla og dvalarheimili.  Leggja áherslu á lögbundna þjónustu og verja starfsstöðvar Grunnskóla Borgarfjarðar.  Halda dreifbýlisskólunum, snýst um skikkanlegar fjarlægðir. Stjórnun skóla  Skoða stjórnunarþáttinn í leik-, grunn- og tónlistarskóla.  Hagræðing í yfirstjórn, aðallega leikskóla.  Sameina stjórnun leikskóla.  Spara yfirstjórn. Samstarf skóla  Sameina efri bekki grunnskóla í MB.  Skoða mögulegt samstarf og samvinnu skólastofnana í Borgarbyggð.  Nýta menntaskólann betur, taka inn elstu þrjá bekki í grunnskólunum, myndi líka nýta betur mötuneyti. Húsnæðismál skóla  Fresta umbótum og uppbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi.  Sameina húsnæði tónlistar- og grunnskólans.  Skoða að samnýta húsnæði, starfsfólk, flæði milli skólastiga.  Betri nýting húsnæðis, Varmaland, Safnahús, MB (10.bk).  Fara yfir nýtingu fasteigna skóla. Mötuneyti  Innkaup í mötuneyti (sameina í Borgarbyggð öll mötuneyti innan allra kjarna).  Ath sameiningarmál á mötuneytum.  Skoða mötuneytismál, hagræða þar og skoða útkeyrslu. Fresta viðbyggingu í Grunnskólanum í Borgarnesi.  Skoða mötuneytismál – samnýta og skoða sameiginleg innkaup.  Samnýting mötuneyta. Þau eru 5 í Borgarnesi og 3 á Hvanneyri.  Sameinast um rekstur mötuneyta á Hvanneyri.  Hagræðing og sameining í mötuneytum, sameiginleg innkaup.

1


 

Sameiginleg innkaup fyrir mötuneyti og rekstrarvöru. Ekki sameina mötuneyti. Hagræðing í mötuneytum. o Vigta matarafganga o Samnýta mötuneyti o Sameiginleg innkaup o Minnka matarskammta og bjóða ábót o Útboð á sameiginlegum mötuneytum

Skólaakstur  Fara yfir samgöngur með hagsmuni skólanna í huga.  Skoða skólaakstur innanbæjar, skoða nýtingu ferða.  Endurskoða allan skólaakstur, þarf að sækja öll börn heim að dyrum?  Endurskoða skólaakstur í þéttbýli. Strætó?  Kanna hagræðingu í skólaakstri innanbæjar (athuga nýtingu) Gjaldskrár  Tómstundaakstur (þeir greiða sem njóta?).  Skoða vel gjaldskrá v/ólögbundinna verkefna.  Ath greiðslur fyrir fræðslumál fullorðinna og tómstundir, skera frekar niður þar en hjá börnum.  Gjaldtaka í innanbæjarakstri og tómstundaakstri.  Gjaldtaka í þjónustu sem ekki er lögbundin. Sérfræðiþjónusta  Endurskoða skipulag sérfræðiþjónustu.  Fasta sérfræðiþjónustu í sveitarfélaginu, en ekki í verktakaþjónustu. Ýmislegt  Tryggja gæði skólastarfs í sveitarfélaginu.  Þjónustan sem fyrir hendi er er forsenda þess að fólk kemur og velur sér búsetu hér.  Endum á sparnaðartillögum í fræðslumálum.  Standa vörð um menningu dreifbýlis.  Mikilvægt að hlúa að fræðslumálaflokknum. Nauðsynleg grunnstoð samfélaganna. Þarf að reikna hluti vel út áður en ákvörðun er tekin, t.d. um sameiningu eða hagræðingu m.t.t. fórnarkostnaðar samfélaganna.  Leita allra leiða til að skerða ekki grunnþjónustu.  Markaðssetja háskólana betur og Menntaskóla Borgarfjarðar. Laða að fleiri nemendur og kennara með lögheimili í Borgarbyggð.  Grænfánastefna allsstaðar, skólar, leikskólar, opinberar byggingar.  Sameining á GBF var átak á sínum tíma og núverandi aðhald er erfitt í þeim málum.  Ekki spara í kennsluháttum heldur auka.  Góð grunnþjónusta er forsenda samfélagsins í heild sinni.

2


    

Sameinast Hvalfjarðarsveit og Skorradal – samnýta tekjur og deila vel. Hafa umræðuna um sveitarfélagið á jákvæðum nótum. Hafa góða heimasíðu til að nýtt fólk hafi aðgang að upplýsingum. Skilvirkni í heimasíðu og tölvumálum – nýta betur ókeypis miðla. Hagræða í öllum rekstri. Sameiginleg innkaup á rekstrarvörum.

3


Punktar sem komu fram hjá þátttakendum: Rekstur og skipulag fræðslumála Starfsstöðvar og stjórnun skóla 

Elstu börn í Hnoðrabóli verði flutt að Kleppjárnsreykjum í skólahúsnæði sem er þar nú þegar, þannig verði aðlögun milli leik– og grunnskóla. Ekki verði íbúðir tepptar undir leikskóla.

Yngstu börn verði áfram á Grímsstöðum.

Mikilvægt að viðhalda starfsstöðvum grunnskóla Borgarfjarðar til að styrkja dreifðar byggðir og efla fjölbreytileika í skólastarfi, þessar stöðvar styðja aðra starfsemi t.d. háskólastarf, trekkja að íbúa sem vilja búa í annars konar samfélögum en í stærsta þéttbýlinu.

Standa vörð um allar starfsstöðvar.

Ekki kemur til greina að loka minni starfsstöð (skóla). Ef spara þarf á að skera niður þar sem ekki eru lögbundin verkefni. Standa þarf við gefin heit við sameiningu hreppanna.

Sameina Hnoðraból /Hvanneyri – húsnæði, menntun, vinnuaðstaða.

Sameina Hvanneyraskóla og Klepp.

Að allar starfsstöðvar GBF fái að halda sér.

Selja grunnskólahúsið á Hvanneyri og samnýta leikskóla + 1. og 2. bekkur (þarf að byggja smá við).

Varmalandsdeild – selja Húsó, endurbæta barnaskóla (vera í einu húsi).

Fækka starfsstöðvum í Grunnskóla Borgarfjarðar.

Sameina grunn– og leikskóla á Hvanneyri – skólaakstur skoða.

Kanna vel hver raunverulegur sparnaður verður við það að loka t.d. einni deild. Þá er tekið inn í myndina hvort sá fórnarkostnaður sé þess virði fyrir samfélagið – skoða dóminóáhrifin.

Kanna að fækka starfsstöðvum hjá Grunnskóla Borgarfjarðar.

Kenna á fleiri stöðum í Borgarnesi.

Sameina húsnæði tónlistar– og grunnskólans og jafnvel kenna tónlistarnám á grunnskólatíma því þá þarf ekki að borga yfirvinnu.

Selja húsnæði tónlistarskólans og færa þjónustuna aftur inn í skólana.

Sameina leikskóla í Borgarnesi og spara þar í yfirstjórn.

Sameina yfirstjórn leikskólanna í Borgarnesi.

Byggja nýjan leikskóla í Reykholtsdal á Kleppjárnsreykjum.

4


Sameina skóla og leikskóla á Hvanneyri.

Sameinaðir leik og grunnskóli á Hvanneyri – eitt húsnæði.

Meiri samvinna á milli GB og GBF.

Elstu bekkir í GB í MB og bíða með viðbyggingu.

Halda öllum deildum í Grunnskóla Borgarfjarðar – sameina leik- og grunnskóla á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum, sameina mötuneytin og samnýta starfsmenn.

Legg til að skoða Krikaskólaleið á Hvanneyri – Að færa 1.-4. bekk inn í leikskólann og þar með væri hægt að selja húsnæði.

Er möguleiki að sameina árganga í skólum þar sem eru fáir nemendur?

Sameina yfirstjórn leikskólanna t.d. Andabær og Hnoðraból – Klettaborg og Ugluklettur.

Skoða yfirstjórnir leikskóla – er hægt að hafa sama leikskólastjóra yfir t.d. Uglukletti og Klettaborg, Andabæ og Hnoðrabóli?

Ég tel grunnskólana í þeirri mynd sem þeir eru í dag mikilvæga fyrir samfélagið á hverjum stað. Og ekki síður ef litið er til áframhaldandi uppbyggingar.

Skoða sameiningu leik– og grunnskóla.

Efla samstarf grunn– og menntaskóla.

Skóli fyrir alla íbúa sveitarfélagsins í skikkanlegri fjarlægð frá heimili.

Endurskipulagning GBF – Leggja niður Varmaland og Hvanneyri og flytja börn að Kleppjárnsreykjum – Bifrastarbörn í Borgarnes – Fækkar starfsstöðvum og ýtir undir faglegt starf og aukna þjónustu við grunnskólabörn t.d. stuðning og sérkennslu – Nýtir betur fjárfestingu og nýbyggingar í Borgarnesi. Eykur viðkynningu og tengsl dreifbýlis – hægt að selja eignir.

Það eiga að vera tveir grunnskólar í héraðinu – það mun spara peninga og bæta þjónustuna.

Skólarnir á sínum stað – auka samstarf við nærsamfélagið – auka sérfræðiþjónustu.

Leikskóli Hnoðraból tengdur v. Kleppjárnsreyki, samstarf.

Sveitarfélagið ætti skv. mínu mati að reka einn stóran skóla í dreifbýlinu og síðan í Borgarnesi – og síðan að vera með tómstundarútu sem sinni börnum og foreldrum eftir skóla. Með þessu væri hægt að spara peninga en halda uppi góðri þjónustu.

Tónlistarskólinn – hafa hann inni í skólunum, spara rekstur sérhúsnæðis.

Gera barnaskólann á Varmalandi upp þannig að öll starfsemi rúmist þar. Selja Húsó undir atvinnustarfsemi.

5


Athuga kostnað við að keyra alla nemendur Grunnskólans í Borgarnesi í Brekkubæjarskóla á Akranesi, bera saman aksturstíma, sparnað við mötuneyti og fleira.

Nýta skólahúsnæði sem sveitarfélagið á undir skólastarfsemi – færa bekki úr Grunnskólanum í Borgarnesi í Hjálmaklett – mötuneytin.

Skoða að nýta húsnæði Safnahúss fyrir unglingadeild GB og fresta þannig viðbyggingu og endurbótum sem bráðliggur ekki á, Starfsemi Safnahúss rýmist vel á Hvanneyri.

Standa vörð um skólana í þeirri mynd sem þeir eru. Þeir eru ein af grunnstoðum þess að laða fólk til sveitarfélagsins og auka þar með veltu sveitarfélagsins.

Sameining grunnskóla og leikskóla, sameining mötuneyta og samþáttun starfa á svæðinu.

Ekki sameina grunnskóla - stuðla að fjölbreytileika í skólamálum í héraði, nýta dreifbýlið, markaðssetja ákveðin svæði eftir sérstöðu sinni.

Mögulega opna á val milli skóladeilda og stiga, nýta starfsemi fyrirtækja á öðrum svæðum í sveitarfélaginu til kennslu. Samnýta milli skóladeilda á svæðinu leik/grunn/mennta/háskóla t.d. akstur og mötuneyti o.þ.h.

Byggja nýjan leikskóla á Kleppjárnsreykjum, tveggja deilda. – Góð staðsetning styrkir skólaumhverfið – gott námsumhverfi/nýtt hús, betri skóli og aðbúnaður fyrir starfsmenn – auðveldar umhverfi – færra starfsfólk.

Sameina leik- og grunnskóla á Hvanneyri sbr. Krikaskóla, og styrkja þá stöðu minni staðar.

LBHÍ þarf á nokkrum fyrstu bekkjum að halda í grunnskóla á Hvanneyri til að laða að hæft starfsfólk og nemendur með fjölskyldur.

Vil halda skólamálum í óbreyttri mynd – fjárhagslega hagkvæmt að halda úti starfsemi. Fólk flytur frekar í byggðarlagið.

Standa vörð um grunnþjónustuna og ekki skera niður deildir.

Sameining skóla í héraðinu öllu – sameining á yfirstjórn skóla.

Sameina rekstur grunnskóla og tónlistarskóla. Möguleikar á samnýtingu húsnæðis og aðstöðu auk þess að starfsfólk gæti að einhverju leiti nýst á báðum stöðum.

Hafa 5 ára börnin á Kleppjárnsreykjum í grunnskóla í eitt ár.

Væri hægt að sameina yfirstjórn leikskóla í Borgarnesi undir eina stjórn líkt og gert var þegar GBF var settur undir sina stjórn?

6


Sameina rekstur leikskóla í Borgarnesi, samnýta stjórn, leiðbeinendur líkra stofnana.

Samstarf 

Aukið samstarf heimilis og skóla, þannig er hægt að ná betri árangri í skólastarfi.

Leita leiða til að sami starfsmaður geti unnið á fleiri en einni starfsstöð og að nemendur geti nýtt sér þjónustu á fleiri en eini starfsstöð.

Virkja íbúa í skólastarf og kennslu í sjálfboðavinnu.

Meiri samvinna milli skóla, með því að styrkja þá fáum við fleiri til aðkoma í sveitarfélagið.

Betri nýtingu á húsnæði MB – hugsanlega fyrir 8. 9. og 10. bekk grunnskóla.

Nýta betur Hjálmaklett til að létta á skólanum í Borgarnesi.

Tengja grunnskólana í héraðinu betur saman með því að samnýta kennara, skipulag valgreina.

Húsnæðismál skóla 

Frestað verði framkvæmdum við Grunnskóla Borgarness þar til efnahagur batnar.

Hætta við byggingu skólamötuneytis.

Tryggja sem besta nýtingu þeirra mannvirkja sem þegar eru til í sveitarfélaginu og nýtast til fræðsluengdrar starfsemi.

Endurskoða nýtingu á Húsó (á Varmalandi).

Seinka stækkun á grunnskóla.

Fresta endurbótum á Grunnskólanum í Borgarnesi, ekki skynsamlegt að á sama tíma og þarf að skera niður að byggt sé upp annarsstaðar.

Selja hluta af húsnæði á Varmalandi og nýta húsnæðið betur – starfsemin rúmast í minna húsnæði.

Mötuneyti 

Náð sé hagkvæmni í rekstri grunnskóla í Borgarnesi s.s. með því að hafa eitt mötuneyti nemenda og kennara.

Kaupa mat frá LBHÍ fyrir leik– og grunnskóla – það sparar eitthvað.

Samnýta mötuneyti bæði í dreifbýli og þéttbýli.

Innkaup – mötuneyti.

Varðandi mötuneyti og innkaup.

7


Skoða mötuneyti vs grunnskóli / leikskóli – meira hagræði.

Líklegt verður að teljast að hægt sé að ná hagræðingu með einu mötuneyti í Borgarnesi sem þjónustar grunn- og leikskóla ásamt öðrum sveitarfélagsstofnunum.

Samnýta mötuneyti í sveitarfélaginu.

Sameina mötuneyti í leik– og grunnskólum.

Nesti í stað skólamáltíða.

Mötuneyti kennara í grunnskólanum, er ekki hægt að sleppa því?

Skoða með sparnað í mötuneytum, í Bgn eru fimm, á Hvanneyri tvö + eitt í LBHÍ, Kleppi eitt og Hnoðrabóli eitt.

Skólaakstur 

Skólaakstur – nauðsynlegt að skipuleggja vel í öllu sveitarfélaginu – mætti nota fyrir alla íbúa – strætó.

Tómstundaakstur annað form – foreldraakstur.

Sem stystur skólaakstur.

Leggja af akstur vegna tómstunda barna úr dreifbýlinu í Borgarnes.

Leggja niður skólaakstur innan Borgarness.

Ólögbundinn akstur svo sem vegna tómstunda barna má spara.

Hætta með skólaakstur sem ekki er lögbundinn.

Nýta bíla sveitarfélagins betur, er grundvöllur fyrir því að tómstundarbíllinn taki bíl á rekstrarleigu t.d. eða kaupa bíl.

Hætta með skólaakstur innanbæjar sem er boðið út held ég og semja við t.d. strætó.

Rekstur og skipulag fræðslumála – skólaakstur innanbæjar, er hægt að minnka hann?

Gott væri að sameina skólaakstur innanbæjar og tómstundaakstur og jafnvel nýta skólaaksturinn sem strætóferðir bæði innan héraðs og í Borgarnesi. Þarf ekki að vera mikill viðbótarkostnaður en opnar æ fleiri leiðir í tekjuöflun og er viðbót við þjónustuna.

Leggja niður skólaakstur í Borgarnesi ásamt tómstundaakstri.

Leggja niður skólaakstur í Borgarnesi.

Ath með skólaakstur.

Hætta skólaakstri innanbæjar fyrir 10 ára og eldri.

Skoða það að sleppa skólaakstri í Borgarnesi.

8


Skólaakstur innanbæjar.

Skólaakstur innanbæjar – fækka ferðum.

Skólaakstur innanbæjar – ekki góð nýting í Borgarnesi.

Skólaakstur í Borgarnesi.

Akstur á heimreið.

Endurskoða t.d. skólaakstur bæði í dreifbýli og þéttbýli.

Skólaakstur innanbæjar.

Hagræða í skólaakstri – fækka bílum, sérstaklega í þéttbýli.

Minnka skólaakstur í Borgarnesi.

Gera sameiginleg innkaup t.d. til mötuneyta sveitarfélagsins og leita betri tilboða – sparar pening, kemur ekki tilfinningalega við neinn.

Borgarbyggð rekur 6 mötuneyti í Borgarnesi ef hótelið er talið með. Má ekki nýta þau og aka mat á milli?

Sameina & samnýta öll mötuneyti í Borgarnesi – reka eitt mötuneyti fyrir allar stofnanir.

Mötuneyti skóla – möguleiki á hagræðingu.

Hagræðing í mötuneytisrekstri.

Ath mötuneytismál.

Mötuneyti – hagræða – fækka/samnýta mötuneyti.

Sameina mötuneyti leik– og grunnskóla á Hvanneyri.

Það má athuga með samkeyrslu á mötuneytum eða útboð.

Skoða mötuneytismál (t.d. mötuneyti fyrir fullorðna).

Er hægt að samnýta starfsfólk t.d. leik og grunnskóla v/kennslu, v/mötuneytis.

Samnýting mötuneyta og hagræðing í þeim efnum t.d. með samvinnu við innkaup.

Sameining á mötuneytum skólastofnana, t.d. tvö mötuneyti á Hvanneyri og fleiri í Borgarnesi.

Athuga með sparnað í mötuneytum grunn– og leikskóla.

Skoða hvort spara megi í mötuneytum.

Gjaldskrár 

Ég er tilbúinn til að greiða fyrir tómstundaakstur – sama gæti gilt um þá sem nýta skólaakstur í þéttbýli.

Skorradalshreppur greiði raunkostnað v. Þjónustusamnings.

9


Sérfræðiþjónusta 

Hlúa að sérfræðiþjónustu.

Sérfræðiþjónusta verði ekki skert.

Skoða starfsemi námsversins Kletts, hvort starfsemin væri betur komin innan skólanna.

Fara yfir sérfræðiþjónustuna, skoða verktöku, hvað megi nýta betur.

Mikilvægt að byggja upp sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins – hafa sérfræðinga í föstu starfi, ekki í verktöku, Hafa samstarf milli skóla, sérkennari getur farið á milli skóla – snemmtæk íhlutun skilar samfélaginu sterkari einstaklingum.

Ýmsir samningar 

Fara yfir og meta Hjallastefnusamninginn í Bifröst.

Ýmislegt 

Styðja við litlu skólana.

Móta heildarframtíðarsýn í skóla – og fræðslumálum (fjöldi + staðsetning skóla) – Hvað getum við haft margar starfsstöðvar/skóla í Borgarbyggð – reikna það út – hvað viljum við hafa margar starfsstöðvar, hvar getum við sparað?

Móta heildarframtíðarsýn í skóla – og fræðslumálum (innviði skólastarfs) – lögbundin þjónusta: ekki hægt að spara – ólögbundin þjónusta: viljum við spara, hvar þá?

Að haldið sé vel á gæðamálum við kennslu þannig ða nemendum líði áfram vel og njóti starfsins – skólapúlsinn 100%.

Selja eignir til að loka skuldagatinu og vinna saman í framtíðarverkefnum til uppbyggingar í Borgarbyggð.

Halda grunnskólum/grunnþjónustu í sveitarfélaginu, nota samstöðu allra íbúa í sveitarfélaginu til að vinna að uppbyggingu.

Að horft sé til rekstrar með uppbyggilegu tilliti til samfélagsins.

Tala fallega um nágrannaskólana, ekki rakka niður skóla.

Fyrir síðustu kosningar sögðust allir flokkar ætla að standa vörð um fræðslumál og sagt var: Öll grunnþjónusta sveitarfélagsins er komin að þolmörkum í niðurskurði og ég tek undir það!

Stytta skólaárið ef hægt er – minni skólaakstur.

Stytta grunnskólann um eitt ár með því að kenna meira í fyrstu bekkjunum.

10


Ósáttur við að það sé byrjað á fræðslumálum af öllum málaflokkum því þar vantar allsstaðar pening... búið að skera jafnvel of mikið niður, áttum að enda á því í haust ef þörf væri á.

Efla og fá fleira fólk í sveitarfélagið – ekki byrja á fræðslumálum, þar á að enda.

Ekki má draga úr þjónustu við börnin á skólatíma í skólanum.

Auka sjálfsnám barna utan um þema sem ..... áhugamál þeirra.

Borga foreldrum fyrir að vera heima með börnin til 18 mán.

Gangbrautavarsla í umsjá eldri nemenda/eldri borgara.

Ekki er hægt að byggja upp öflugt atvinnulíf í sveitunum án skóla.

Sparnaður í fræðslumálum er best ræddur innan skólanna. Ef skólastofnunum fækkar hrynja byggðirnar. Ef þessi þjónusta er ekki til staðar fækkar fólki.

Markaðssetja háskólana og menntaskólann og það sem gott er gert.

Ekki skera niður grunnþjónustu.

Að grunnstoðirnar byggi upp þannig að samfélagið blómstri og það verði spennandi búsetuvalkostur.

Sameiginleg innkaup.

Er rökrétt að hagræða í fræðslumálum?

Leggja áherslu í háskólunum um meiri staðbundna kennslu en ekki fjarnám.

Mér finnst það óraunhæft að ætla að skera niður í fræðslumálum sem snýr að börnum. Það mætti heldur skera niður í fræðslu– og tómstundamálum fullorðinna.

Grænfánastefnan – fara betur með fjármuni – betri nýting – öll menntastig.

Það má alls ekki taka grunnþjónustu í burtu (grunnskóla) frá þéttbýliskjörnum því við viljum frekar byggja upp staðina og laða til okkar fleira fjölskyldufólk.

Ekki að skera niður í fræðslumálum en selja eignir í staðinn.

Góðir grunnskólar grundvöllur góðs samfélags – halda þeim við.

Góðir skólar leggja grunn að góðu samfélagi, betra eru hægfara breytingar en risa skref, því hagræðing hefur áhrif á fólk.

Hafa markvissa stefnu.

Halda í grunnstoðirnar – efla kynningu á flottu skólunum okkar, íþrótta- og tómstundaskólanum.

Standa vörð um velferð íbúa.

Móta metnaðarfulla stefnu í menntamálum með áherslu á samfélagslega nýsköpun með tengsl við atvinnulífið – leikskóli – grunnskóli – menntaskóli – háskóli.

11


Er hægt að kenna meira inn í háskólunum.

Hagræðing í innkaupum hjá skólastofnunum – magninnkaup, pappír, blek, sama til allra, aukinn afsláttur á innkaup, bitnar ekki á börnunum.

Gera langtímaáætlanir.

Gera breytingar á heimasíðukerfi/netþjónustu skólanna/Borgarbyggðar og minnka kostnað við það, laga til í því.

Samnýta innkaup leik- og grunnskóla – gerð séu magninnkaup, rekstrarinnkaup og matvara.

Lögbundin þjónusta gangi fyrir.

Gera það að markmiði að rekstrarkostnaður fyrir utan laun hjá öllu því sem fellur undir fræðslumál verði á pari við það sem það var árið 2013 miðað við fast verðlag.

Draga verulega úr útgjöldum til Óðals, félagsheimilis, jafnvel leggja starfsemina niður ef þarf.

Hvað með leikskólabörn undir 2 ára?

Skoða sparnað á því sem ekki er skylt.

Draga úr yfirbyggingu – selja húsnæði – verja starfsemi.

Samfélagssáttmáli til framtíðar.

Ath Tónlistarskóla f. fullorðna – Kostnaður gr. fyrir börn.

Starfsfólk skóla – kennari – stuðningur – skólaliði.

Fækka kennsludögum yngsta stigs um einn og hafa tómstunda/frístund fimm daga vikunnar.

Bjóða upp á nám tengt ferðamálafræðum í sveitarfélaginu – ört vaxandi atvinnugrein – skortur á menntuðu starfsfólki skv. fréttum – styrkir menntastofnanir sem eru í héraðinu.

Mér finnst mikilvægt að gætt sé jafnræðis þegar skoðaðar eru leiðir til niðurskurðar. Legg því til að leiðir til niðurskurðar verði skoðaðar jafnt í öllum deildum/stöðum.

Fara í aðgerðir sem stuðla að því að fjölga fólki í sveitarfélaginu – ekki skera niður með því að loka skólum – sameina starfsfólk og mötuneyti (stjórnendur leikskóla) .

Ath hverjir eru kostir og gallar stærri og minni eininga í skólum.

Mikilvægast að standa vörð um grunnþjónustuna og grunnstoðirnar.

Ekki ráðast á skólana fyrr en allt annað reynt.

12


Skoða fyrst hvað er í gangi sem ekki telst lögbundin þjónusta og hvort hægt er að skoða aukna gjaldtöku á þeirri þjónustu.

Samnýta starfsfólk – sérgreinakennara.

Grunnskólarnir okkar eiga að vera þannig að þeir dragi að nýja íbúa. Mikilvægt að bjóða upp á mismunandi búsetukosti fyrir þá íbúa sem við ætlum að tæla í sveitarfélagið.

Jákvæð hugsun –new deal – gefa aftur, endurraða innan kerfis – ekki leggja niður.

Auka samstarf milli allra grunnskólanna á svæðinu varðandi kennslu og nýtingu húsnæðis – eins stjórnun.

Skoða það að fækka „stjórum“ t.d. í leikskólum/tónlistarskólum – getur haft fjárhagslegan ávinning – hefur lítil áhrif á samfélag.

Meira sjálfstæði eininga – þá nýtur frumkvæði sín – meiri ábyrgð.

Endurskipulagning skólaaksturs þ.e. fækka bílum og endurskoða ferðir – það minnkar kostnað í heild.

Gæta verður meðalhófs í þeim leiðum sem til skoðunar verða og ganga ekki lengra en þörf er á. Horfa á Borgarbyggð sem eina heild og finna leiðir til hagræðingar bæði í dreif– og þéttbýli t.d. með skoðun á stjórnun í öllum skólastofnunum.

Skiptir miklu máli að sátt sé um það sem gert er – það síðasta sem sveitarfélag má við er vondur andi. Láta þann niðuskurð sem farið í leggjast jafnt á allt svæðið.

Hagræða í ólögbundinni þjónustu – færa vinnu tómstundaskólans í Grunnskólann í Borgarnesi.

Hætta tímabundið við Tómstundaskólann.

Bera saman kostnað við að hafa börn hjá dagforeldrum frekar en að taka þau fyrr inn í leikskóla.

Efla þarf grunnþjónustu í uppsveitum sökum mikillar uppbyggingar.

Fólksfjölgun hefur verið í uppsveitum, þar verður grunnþjónustan að vera til staðar svo sveitarfélagið sé aðlaðandi kostur fyrir barnafólk.

Tala við nemendur – ekki bara starfsfólk – Unglingar hafa skoðanir sem geta aukið hagræðingu.

Vantar skýra stefnu.

Leikskóli alla í sama rekstrarumhverfi – Hnoðraból nýtt húsnæði – Við viljum fá fólk í sveitarfélagið.

13


Aðstaða grunnskóla á Hvanneyri er einstök fyrir útikennslu sem hinar grunnskólaeiningar geta nýtt sér – Ramsar svæði (Náttúruverndarsvæði) – Það er ekki skapandi tími fyrir börn 2x40 mín á dag.

Er grunnskólinn í Borgarbyggð dýrari hér en annarsstaðar? Ef ekki þá á að spara í öðrum þáttum en fræðslumálum.

Leggja niður þessar tunnur á hvern bæ og hætta keyrslu, byggja upp betri og færri grenndarstöðvar. Íbúar hafa ekki kvartað yfir að fara með sorpið.

14


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.