20. desember 2012 10. tölublað 1. árgangur
Gleðilega hátíð
Fallega jólaskeiðin frá Ernu Jólaskeiðin 2012 er hönnuð af Sóleyju Þórisdóttur. Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri.
Verð: 18.500.- stgr.
ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.is
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla.
www.4h.is Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355
Þú færð jólagjöf hestamannsins hjá okkur Þessa fallegu mynd úr Skallagrímsgarði í Borgaranesi tók Óskar Birgisson í vikunni. Þar eins og annarsstaðar á landinu bláa búa menn sig undir ljóssins hátíð og lýsa upp umhverfi sitt með ýmsum hætti. Ritstjórn Vesturlands óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og við þökkum fyrir samfylgdina á árinu, fyrsta starfsári blaðsins.
Vertu vinur okkar á Facebook, það borgar sig
Ögurhvarfi 2, Kópavogi s. 565 5151
Hafðu það notalegt um jólin! Smiðjuvegi 2 · Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is
Opið frá kl 10-19 alla virka daga fram að jólum
– Arineldstæði á jólatilboði! –
og laugardaga kl. 11-16 Löggiltir dýnuframleiðendur – Starfandi í 60 ár
2
20. desember 2012
Borgarbyggð:
Ólafsvík:
Jafnvægi í rekstri Endurbætur á –fasteignagjöld og leik- sundlaug uppá skólagjöld óbreytt 2013 130 milljónir
F
járhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir því að rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi á árinu. Álagningaprósenta fasteignaskatts og lóðaleigu verður óbreytt, leikskólagjöld verða sömuleiðis óbreytt en aðrar gjaldskrár hækka í samræmi við verðlagsbreytingar. Áfram verður unnið
að því að bæta þjónustu við íbúa og má þar nefna innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð, þjónustu við aldraða, styttingu á sumarlokun leikskóla og meiri stuðningur og stóraukið samstarf við íþróttahreyfinguna. Auknu fjármagni verður varið til viðhalds eigna og áætlað er að verja um 100 milljónum í framkvæmdir og
fjárfestingar. Þá gerir áætlun ráð fyrir því að skuldir verði lækkaðar um tæpar 70 milljónir. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2013 sem samþykkt var við síðari umræðu þann 13. desember s.l. Jafnframt var samþykkt langtímaáætlun til ársins 2016.
Borgarnes:
Jólaútvarp Óðals 20 ára Á rlegt jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals og Grunnskólans í Borgarnesi var sent út frá Óðali 10. – 17. desember frá kl. 10:00 – 23:00. Eins og undanfarin ár var fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrir hádegi var þáttum yngri nemenda skólans útvarpað en eftir hádegisfréttir voru unglingarnir með sína þætti í beinni útsendingu. Undirbúningur handritagerðar fór fram í
grunnskólanum þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslenskutímunum síðastliðin ár. Ýmis fyrirtæki og stofnanir styrkja útvarpið með því að auglýsa í útvarpinu. Unglingarnir sjá um að semja og lesa inn auglýsingarnar sem ávallt eru frumlegar og skemmtilegar. Á föstudagskvöldið var lokahóf þar sem unglingarnir sem tóku þátt í jólaútvarpinu í ár áttu góða stund saman.
S
amkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætun Snæfellsbæjar verður ráðist í endurbætur á sundlauginni í Ólafsvík á næsta ári. Um er að ræða fyrri áfanga endurbótanna sem lýtur að endurnýjun lagna, fjölgun heitra potta og nýtt útisvæði samkvæmt teikningum sem kynntar hafa verið fyrir bæjarbúum. Samkvæmt bókun J-listans í bæjarstjórn hefur nú ákveðið að hrinda þessum framkvæmdum af stað ,,þrátt fyrir að óhjákvæmlega
sitji þá önnur brýn viðhaldsverkefni og framkvæmdir á hakanum enn um sinn og sjálfsagt ekki allir sáttir við þessa forgangsröðun verkefna og hvort nú sé rétti tímapunkturinn til að fara í svo kostnaðasama sundlaugarframkvæmd í okkar kalda bæjarfélagi. En vonandi heppnast þessi framkvæmd vel og kostnaðaáætlunin standist þannig að endurbæturnar verði bæjarbúum til yndis og ánægjuauka” segir í bókun J-listans.
Boðið var upp á jólamat og veitt voru verðlaun fyrir besta útvarpsefnið. Uppistandarinn Beggi blindi kom fram og fór með gamanmál. Í ár er jólaútvarp Óðals 20 ár og tilefni tímamótanna var sérstök afmælisútsending helgina 16. og 17. desember en þá komu margir góðir gestir í heimsókn sem hafa tekið þátt í útsendingum jólaútvarpsins í gegnum tíðina. Myndir og texti: Óskar Birgisson
35 útskrifaðir frá Bifröst S
íðastliðinn laugardag voru nemendur útskrifaðir úr tveimur hópum í Símenntun Háskólans á Bifröst við hátíðlega athöfn. Um var að ræða hópa í Mætti kvenna í fjarnámi og Sterkari stjórnsýslu. Konurnar í Mætti kvenna voru 26 og koma þær víðsvegar af landinu, má þar nefna Mývatnssveit, Akureyri, Borgarbyggð, Grindavík, Grundarfirði, Selfossi, Vík og af höfuðborgarsvæðinu. Þær hafa í 11 vikur stundað fjarnám og lært fjölmargt um rekstur .
Sterkari stjórnsýslu hópurinn samanstendur af 9 þátttakendum frá 5 sveitarfélögum; Borgarbyggð, Blönduósbæ, Höfn í Hornafirði, Rangárþingi Eystra og Eyjafjarðarsveit. Því miður kvarnaðist svolítið úr hópnum af ýmsum ástæðum en þeir sem nú útskrifast hafa staðist ýmsar áskoranir og lagt hart að sér við vinnslu fjölmargra verkefna sem vonandi koma til með að nýtast þeim í starfi sem og gagnast sveitarfélögunum sem þau starfa hjá og þar með samfélaginu öllu.
Þú finnur okkur á netinu:
www.vesturlandblad.is
4
20. desember 2012
Jólahugvekja
„Gjöfin sem gleður“ “Ég mun sjálfur búa hjá þeim”, er eitt af fyrirheitum Guðs. “ Hann bjó með okkur fullur náðar og sannleika og við sáum dýrð hans”. Þetta er vitnisburður kristins manns. Þetta er boðskapur heilagra jóla. Kjarni trúarinnar. Jólin nálgast, Kristur er að koma. Við hefjum undirbúninginn á aðventunni og það er okkur kærkomið að lýsa upp hugskot okkar og heimili í mesta skammdeginu. Hús eru þrifin og skreytt og ilmur af bakstri berst um loftið. Komu jólanna fylgir einn mesti kertaljósatími ársins, án þess að við gerum okkur
grein fyrir því að hvert þeirra fjögurra aðventuljósa sem við tendrum ber með sér bæn sem boðar: Líf mitt er fólgið í því að lýsa, ekki sjálfum mér heldur öðrum. - Boðskapur sem ber með sér þá hugsjón að gefa öðrum ljós og yl og gefanda þess sanna lífsfyllingu. Þessi boðskapur er nauðsynlegur hverju því samfélagi sem vill auka hamingju í heiminum. Þess vegna þurfum við að þekkja hann. En við þurfum ekki síður að þekkja þann sem færði okkur þann boðskap, barnið sem fæddist
forðum daga í fjárhúskofa og lagður var í jötu. Gegnum fátæklega umgjörðina berst til okkur ljómi vonar sem skín út úr andlitið þess sem þar liggur. Þess vegna á sú litla jólasaga rúm í hjörtum okkar, um móðurina ungu, sem bar barnið sitt fram þessa nótt til þess að við mættum eignast hlutdeild í lífi þess. Gjöfin sem gleður er sú sem tekur okkur allt lífið að opna. Hún varð til á þeim degi sem Jesús fæddist í Betlehem. Sú gjöf veitist okkur, vafin inn í reifar sem okkur er ætlað að taka utan af, ekki bara í eitt skiptii, heldur á hverjum ein-
asta degi. Í hvert sinn sem við vöknum upp á nýjum degi fáum við að taka örlítið meira utan af þeirri gjöf sem Guð gaf okkur. Verum minnug þess um leið og við gleðjumst saman og opnum pakkana sem bíða okkar undir jólatrénu. Barnið í jötunni er frelsari þinn. Hjálpin sjálf. Guð er sjálfur kominn til að vitja þín. Guð gefi þér frið og fögnuð um jólin. Í Jesú nafni. Sr. Anna Eiríksdóttir Sóknarprestur Dalaprestakalli
Sr. Anna Eiríksdóttir.
Nýr bæjarstjóri á Akranesi:
Er forfallinn aðdáandi norrænna Rannsóknarlögreglu- glæpabókmennta og sjónvarpsþátta BÆKUR 2012
maður verður til
E
rlendur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður er einhver vinsælasta skáldasagnapersóna samtímans í íslenskum bókmenntum og hefur hann leyst fjölda mála í glæpasögum skapara síns Arnaldar Indriðasonar. Í nýjustu bók Arnaldar, Reykjavíkurnætur, förum við hins vegar aftur til ársins 1974. Það er snilldarbragð hjá Arnaldi að stökkva svona aftur í tímann með Erlend. Í síðustu bók á undan, Einvíginu, fylgdumst við með lærimeistara hans Marion Briem þar sem Erlendur kom við sögu í lokasetningunni. Með þessu fær Arnaldur tækifæri til að lengja líftíma söguhetju sinnar verulega, skapa hana enn betur og dýpka. Við þekkjum til dæmis úr fyrri bókum um rannsóknarlögreglumanninn Erlend að hann það andar verulega köldu á milli hans og fyrrverandi konu hans. Í þessari bók fær maður þegar í stað nokkurn skilning á því hvers vegna það samband fór eins og það fór, til þess var stofnað á veikum grunni. Ótal tækifæri á borð við þetta skapast með því að fara með söguhetjuna aftur í tímann. Sem fyrr segir gerist bókin árið 1974 og Erlendur er nýbyrjaður í umferðarlögreglunni. Ekki er ætlunin að fjalla um söguþráðinn í smáatriðum, en útigangsmaður finnst drukknaður. Erlendur fær áhuga á málinu og tekst að tengja það við hvarf konu og að sjálfsögðu leysir hann mál
beggja og ljóst að rannsóknarlögreglumaður fæðist þar með. Bókin er ágætlega skrifuð eins og jafnan er um bækur Arnaldar, en spennandi verður hún eiginlega aldrei. Málið sjálft býður ekki upp á það og atburðarrásin silast rólega áfram. Innilegur áhugi Erlendar á útigangsmanninum er heldur ekki mjög sannfærandi. En hvað um það, það er ágætlega byggt undir helstu persónur í bókinni og sagan líður prýðilega áfram í rólegheitunum. Líklegt má telja að Arnaldur verði á svipuðum slóðum í tíma í næstu bók og bókum og við fáum að fylgjast með fyrstu skrefum Erlendar sem alvöru rannsóknarlögreglumanns og að við fáum að sjá hann þroskast og mótast sem slíkan og einnig sem manneskju. Sem fyrr segir er Reykjavíkurnætur ekki mjög spennandi bók þótt prýðileg sé, en gildi hennar er fyrst og fremst fólgið í sköpunarsögu Erlendar Sveinssonar sem rannsóknarlögreglumanns. Haukur Holm
R
egína Ásvaldsdóttir er nýr bæjarstjóri á Akranesi en Árni Múli Jónasson sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu. Vesturland hafði samband við nýja bæjarstjórann og spurði hana spjörunum úr. -Regína var fyrst spurð að því hvenær hún taki við nýja starfinu. ,,Ég tek við starfinu í kringum 10 janúar . Síðan reikna ég með því að vera flutt til Akraness um mánaðamótin janúar og febrúar en við erum búin að taka mjög fallegt raðhús á leigu á góðum stað.” -Hefurðu einhver tengsl við bæinn? ,,Tengslin eru fyrst og fremst i gegnum góða vinnufélaga sem koma af Skaganum. Einnig er hefð fyrir samstarfi á milli Reykjavíkurborgar, þar sem ég vann í mörg ár og Akraneskaupstaðar meðal annars í gegnum Faxaflóahafnir og Orkuveituna. Það gerði það að verkum að ég fylgdist betur með því sem var að gerast á Akranesi en mörgum öðrum sveitarfélögum.” -Hvert er núverandi starf þitt og hvaða menntun hefur þú? ,,Ég er félagsráðgjafi að mennt með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu úr viðskipta- og hagfræðideild við háskólann í Aberdeen í Skotlandi. Í meistaranáminu lagði ég áherslu á breytingastjórnun og nýsköpun en að öðru leyti snerist námið um hagfræði, stjórnun og rekstur. Ég er framkvæmdastjóri Festu sem er miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Það eru sex fyrirtæki sem settu miðstöðina á stofn en hún er staðsett í Háskólanum í Reykjavík og er í nánum tengslum við starfsemina þar. Ég er líka stundakennari, bæði við viðskiptadeildina á Bifröst og í Háskóla Íslands en ég mun draga verulega úr því í nýja starfinu. -Er nýi bæjarstjórinn fjölskyldumanneskja? ,,Já, ég er gift Birgi Pálssyni deildarstjóra hjá Advania. Við eigum samtals þrjár dætur, allar uppkomnar og fluttar að heiman. Erna María er elst, hún starfar við tekjustýringu hjá Wow air, Ýr er næst, fatahönnuður og yngst
Regína Ásvaldsdóttir.
er Auður Kolbrá laganemi við Háskóla Íslands.” -Hvernig sérðu fyrir þér Akranes í dag og fram að næstu kosningum? Ég er að sjálfsögðu enn að setja mig inn í hlutina en samkvæmt því sem ég sé þá finnst mér bænum hafa tekist vel að komast í gegnum þá fjárhagserfiðleika sem sveitarfélög landsins þurftu að glíma við í kjölfar hrunsins. Sveitarfélögin eru þó ekki alveg komin fyrir vind ef svo má segja og því þarf að gæta aðhalds áfram. Samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun er reiknað með sérstöku átaki í viðhaldi gatna og auknum fjármunum til atvinnumála á næsta ári. Annars verð ég að kynnast bænum betur og
einstökum málaflokkum áður en ég mynda mér skoðun á því hver brýnustu viðfangsefnin eru. -Hver eru áhugamálin? ,,Ég geri mjög margt í frítímanum en ekki mikið af neinu. Ég hef afskaplega gaman af fjallgöngum og allri útivist, hjóla, syndi og hef farið á skíði um hverja páska undanfarin ár. Ég hef líka stundað menninguna og á núna árskort í Sinfóníuna og í Þjóðleikhúsið. Horfi mikið á kvikmyndir og er forfallinn aðdáandi norrænna glæpabókmennta og sjónvarpsþátta. Svo er maðurinn minn alltaf að reyna að fá mig í golf og ég á golfsett en það vantar aðeins upp á áhugann þar.”
Vesturland
10. TBL. 1. ÁRGANGUR 2012 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: vesturlandblad@gmail. com ,holmfridur@vedurehf.is. Blaðamenn: Sigurður Þ. Ragnarsson, Óskar Birgisson. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 4.000 eintök. Dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreift í 4.000 eintökum í allar íbúðir á Akranesi, dreifbýli á Akranesi og í Borgarnesi. Blaðið liggur einnig frammi á helstu þéttbýlisstöðum á V e s t u r l a n d i
VESTURLAND KEMUR ÚT EINU SINNI Í MÁNUÐI OG ER DREIFT VÍT T OG BREIT T UM VESTURLAND
6
20. desember 2012
Yfirheyrslan, Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins
,,Mikilvægast að jafna búsetukjörin við höfuðborgarsvæðið“ Uppáhaldsmatur: Léttreyktur lambahryggur eða grillað úrbeinað læri og nýr fiskur.
Með hvaða liði heldur þú í íþróttum (íslenskt og erlent lið)? Tindastóll og Liverpool.
Uppáhaldsdrykkur: Ísköld léttmjólk.
Hvaða bók/bækur ertu að lesa þessa dagana?
Hvar býrð þú? Á Sauðárkróki
Uppáhaldstónlist? Alæta á tónlist. Hefðbundið rokk og popp hlusta ég þó mest á.
Hvar ertu alinn upp ? Á Sauðárkróki
Helstu kostir: Hreinskilinn og stundvís.
Hver er besta bók sem þú hefur lesið? Þessa dagana eru það bara þingmál. Get ekki nefnt eina sérstaka en er að lesa Skagfirskar skemmtisögur II
Foreldrar: Sveinn Friðvinsson og Ingibjörg Jósafatsdóttir
En gallar: Örugglega margir en er of hreinskilinn á köflum, það getur skapað vandræði.
Fjölskylda: Eiginkonan er Elva Björk Guðmundsdóttir. Synir okkar eru Arnar Þór, Frímann Viktor, Sveinn Rúnar, Róbert Smári og Ingi Sigþór.
Ertu rómantískur? Get varla talist það, því miður. Vildi gjarnan hafa meira af því í mér.
Fullt nafn: Gunnar Bragi Sveinsson Fæðingardagur og ár: 9. júní 1968 Fæðingarstaður: Sauðárkrókur
Starf og menntun: Alþingismaður, stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Nam félagsfræði við HÍ Áhugamál: Þjóðmál, íþróttir, stangveiði. Gæludýr: Kötturinn Snælda sem heldur að hún sé varðhundur. Urrar ef einhver nálgast húsið.
Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við makann? Fer með henni í helgarferð erlendis.
Hefurðu farið í leikhús á árinu eða tónleika? Já, á nokkra tónleika. Hefurðu farið til útlanda á árinu: Já, vegna þingstarfanna. Uppáhaldsstaður á landinu: Þeir eru margir enda er landið okkar einstaklega fallegt.
Hvenær/hvernig líður þér best? Best líður mér heima eða á bakka fallegs vatns eða ár að renna fyrir silung.
Hvaða staður í útlöndum er í mestu uppáhaldi hjá þér? Hversvegna? Enginn sérstakur í uppáhaldi. Kann þó afar vel við London og Kaupmannahöfn vegna fjölskrúðugs mannlífs.
Hvað gerir þú þegar þú ert argur eða ekki í góðu skapi? Ég er mjög sjaldan í vondu skapi en ef það gerist þá reyni ég að finna mér eitthvað gagnlegt að gera til að dreifa huganum.
Hvaða verkefni eru brýnust í NVkjördæmi að þínu mati? Jafna búsetukjör íbúanna við höfuðborgarsvæðið, fjölga atvinnutækifærum, bæta samgöngur og efla menntastofnanir svo eitthvað sé nefnt.
Fjölskyldan samankomin í sumar.
Ertu fylgjandi ESB aðild Íslendinga? Nei.
Rökræða, lýðræði, ósamstaða, samráðsleysi, vantraust.
Eru Íslendingar á leið uppúr kreppunni? Nei, enn langt í það vegna aðgerðaleysis stjórnvalda, það er þó kraftur í Íslendingum svo það ætti ekki neitt að standa í vegi fyrir betri tíð eftir kosningar ef hér kemst á vinnusöm stjórn.
Ef þú yrðir kjörinn forsætisráðherra, hver yrðu þín fyrstu verk? Mín fyrstu verk snéru að því að auka traust milli stjórnvalda og þjóðar og auka bjartsýni hennar með því að hrinda í framkvæmd þjóðarverkefni um aukinn hagvöxt og útrýmingu atvinnuleysis.
Lýstu yfirstandandi þingi í 5 orðum:
Uppáhaldsuppskrift: Jólaterta, algerlega ómissandi á jólunum þessi. 5 egg 1 ½ bolli sykur, egg og sykur þeytt vel saman. 1 ½ teskeið lyftiduft 1 bolli saxað suðusúkkulaði 1 bolli hakkaðar heslihnetur ½ bolli kornflex ½ bolli múslí eða granola Hrært saman og sett í tvö hringlaga form og bakað í 20 mín við 180°c.
Óskum viðskiptavinum p til sjávar j og g sveita prentun.is
Gleðilegra Jóla Þ öökk kk viðskiptin iðð kipti kipptii á á i Þökkum árinu
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ / Furuvellir 3 • 600 Akureyri Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is Tvíburarnir, Róbert og Ingi.
Karamellukrem: 2 matskeiðar sýróp 2 desilítrar rjómi 125 gr. sykur vanilludropar 50 gr. smjör. Smjörið er sett síðast. Sýróp, rjómi og sykur er hitað í potti. Þegar karamellan er orðin hæfilega þykk er smjöri bætt útí. Þeyttur rjómi er settur á milli botnanna og karamellukreminu hellt yfir.
Borg lĂśgmannsstofa ehf. MarĂa MagnĂşsdĂłttir HĂŠraĂ°sdĂłmslĂśgmaĂ°ur og lĂśggiltur fasteignasali Bjarnarbraut 8, Borgarnesi 4Ă“NJ t NBSJB!NBSJB JT
Ăslensk hĂśnnun . Ăslensk framleiĂ°sla
„Ég vel Ăslenskt...“ - JĂłi Fel
FRĂ?R FLUTNINGUR Hvert ĂĄ land sem er* * Flytjandi flytur vĂśruna
å Þå stÜð sem nÌst er viðskiptavini
Komdu à sýningarsali okkar og fåðu faglega Þjónustu
og rĂĄĂ°gjĂśf innanhĂşssarkitekta viĂ° val ĂĄ BrĂşnĂĄs innrĂŠttingum www.brunas.is
Ă rmĂşli 17a . 108 ReykjavĂk . sĂmi: 588 9933 | MiĂ°ĂĄs 9 . 700 EgilsstaĂ°ir . sĂmi: 470 1600
8
20. desember 2012
Sjö af systrunum 12 í Karmelklaustrinu. Systir Agnes, viðmælandi blaðsins er lengst til vinstri. Sú í gráa búningnum er á reynslutíma.
Jólahald í klaustri Heimsókn til Karmelsystra í Hafnarfirði:
Þ
ann 19. mars 1984 komu 16 nunnur til Íslands frá Póllandi og komu sér fyrir í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði sem verið hafði nunnulaust síðan árið áður. Þær nunnur sem áður bjuggu þar yfirgáfu það sökum heilsubrest og hás aldurs og fluttu til Hollands. Sá hópur hafði verið í klaustrinu frá árinu 1946. Okkur á fríblaðinu Vesturlandi lék forvitni á að vita um jólahald þeirra 12 nunna sem nú búa í klaustrinu þar af er ein þeirra á reynslutíma. Fyrir svörum verður systir Agnes, líffræðingur. Hún fékk köllun frá Guði um að verða nunna og hefur verið það í meira en 30 ár. Foreldrar hennar voru frá Póllandi en eru bæði látin og á hún eina systur og einn bróður. Hátíðin hefst á aðfangadag „Þetta er mjög merkilegur tími og mikil hátíð kristinna manna. Þarna gerðist Guð maður til að vera með okkur. Og þess vegna fylgir þessum tíma mikill undirbúningur til að fagna og taka á móti Jesú og auðvitað skreytum við til hafa jólalegt hjá okkur“ segir systir Agnes um jólahaldið og bætir við að þær byrji hátíðina á aðfangadag eins og fólk gerir á Íslandi“. Hún segir hápunktinn vera sjálfa miðnæturmessuna á aðfangadagskvöld kl. hálf tólf sem nær yfir miðnætti aðfaranótt jóladags. „Annars byrjar hátíðin hjá okkur með aftansöng kl. 17:00. Síðan að henni lokinni förum við í jólaskreyttan matsalinn þar sem jólaguðspjallið er lesið og svo borðum við einhvern
góðan fisk. Í Póllandi er þetta þetta ákveðin tegund af fiski sem er ekki til hér á landi og því veljum við í staðinn góðan íslenskan fisk. Á borðið er lagt fyrir 13, því það er pólskur siður að leggja alltaf einum disk fleira en þeir sem eru í matnum. Það er til að vera tilbúinn ef einhver einstaklingur sem ekki, af einhverjum ástæðum, fær hvergi inni til að borða jólamat“ segir systir Agnes. Auk fisksins er það einnig pólsk hefð að vera með 12 mismunandi smárétti sem þær smakka líka á. ,,Þarf ekki svo mikið af peningum til að gleðja” -En fá nunnurnar jólagjafir? „Já við fáum jólagjafir. Það er þannig að á aðventunni útbúum við kassa þar sem nunnurnar koma með óskir um hvað þær vilji í jólagjöf. Oftast eru þetta hlutir eins og sokkar, pensill og jafnvel sælgæti“ segir systir Agnes og hlær og bætir við: „Það þarf ekki svo mikið af peningum til að gleðja“ Karmelreglan er svokölluð íhugunarregla, þar sem líf nunnanna gengur út á að íhuga og biðja. Þær eru lokaðar bak við rimla en það er til að skapa vissa fjarlægð til að íhuga eins og Kristur gerði forðum. Hann fór oft á afvikinn stað, stundum upp á fjall bara til íhuga. Hugmyndin með rimlunum er að skapa fjarlægð líkt og Jesú gerði. „Við íhugum og biðjum fyrir Íslendingum og landinu og síðan er það ein af frumskyldum okkar að biðja fyrir öðrum og fyrir aðra og getur fólk óskað eftir sérstakri tilbeiðslu og það
Við sendum bréf, svo hringja sumir ættingjar í okkur og svo auðveldar tölvutæknin samskipti því það kostar svo lítið að nota t.d. Skype forritið til að hafa samband.
Óskum um fyrirbænir hefur fjölgað -Hefur það aukist eftir hrunið að fólk t.d. í fjárhagsvanda, komi og óski eftir að þið tilbeiðsluí? „Já það jókst, einkum fyrst eftir hrun en fólk kemur daglega með óskir um tilbeiðslu. Og bænarefnin eru margvísleg. T.d. kom kona hingað fyrir skömmu því maðurinn hennar hafði misst vinnuna og hann var eina fyrirvinnan og konan hafði mjög miklar áhyggjur af framtíð fjölskyldunnar. Hún kom hingað og bað um að við myndum biðja fyrir fjölskyldunni og að maðurinn hennar fengi aftur vinnu.“
-Hafið þið samband við fjölskyldur ykkar um jólin? Já það gerum við. Við sendum bréf, svo hringja sumir ættingjar í okkur og svo auðveldar tölvutæknin samskipti því það kostar svo lítið að nota t.d. Skype forritið til að hafa samband. Nunnurnar eru vel menntaðar, flestar háskólamenntaðar og í hópnum er m.a. finna stærðfræðing, lögfræðing, kennara og síðan eru sumar menntaðar í söng, listsköpun o.fl. -En hvað varð til þess að líffræðingur sem var nýútskrifaður vildi verða nunna? Þetta er köllun. Ég fékk einhverja köllun. Ég sá ekki Guð beinlínis fyrir framan mig en ég er 100% viss að það var einhver að kalla á mig. Mér fannst eins og það væri sagt við mig hvort ég
vildi verða nunna og þjóna Guði. Og ég hugsaði og hugsaði og fann að það var eitthvað sem togaði. Og á endanum gerðist ég nunna.
-En hvernig gengur dæmigerður dagur fyrir sig í klaustrinu? Systir Agnes lýsir honum: „Dagurinn byrjar þannig að við vöknum fyrir klukkan 6 á morgnana og mætum í kapelluna klukkan 6 og förum með tíðarbæn. Að henni lokinni tekur við íhugunarbæn í eina klukkustund. Þarna íhugum við allt milli himins og jarðar, um Guð og margt fleira. Klukkan hálf átta er aftur tíðarbæn og síðan stutt hlé. Síðan klukkan 8 er messa í svona 40 mínútur og er morgunmatur. Síðan kl. 9 lesum við í eina klst. eitthvað um andleg málefni. Klukkan 10 þá er komið að þvi að læra, læra tungumálið og þess háttar og síðan þarf að gefa hænsnunum.
Klukkan 12 er kaffisopi. Þá svokölluð rósakransbæn og klukkan korter í eitt er komið að tíðarbæn og að henni lokinni hefst vinna. Allskonar vinna, handavinna og það sem þarf að laga o.s.frv. Klukkan 14 borðum við, og það er alltaf súpa og brauð á þessum tíma svo förum við aftur að vinna. Þegar klukkan er korter í fimm er aftansöngur og tíðarbæn og kvöldmaturinn er kl. 17. Strax að honum loknum kl. 17:20 er klukkustundarlöng íhugnarbæn síðan þarf að vaska upp eftir matinn og síðan er samverustund þar sem við spjöllum saman og höfum gaman. Að því loknu er komið aftur að tíðarbæn og síðan reynum við að vera farnar að sofa kl. 23“.
Fjölskyldan var á móti ákvörðuninni -Voru foreldrar þínir sáttir við þessa ákvörðun? Nei þau voru mjög á móti þessu, og skildu ekkert í því hvað hefði eiginlega komið fyrir mig. Að vilja ekki eignast mann og börn eins og venjulegt fólk. En mér varð ekki snúið. Þau sættu sig orðið við þetta þegar á leið, þegar þau sáu að ég var ánægð og hamingjusöm og ekkert horfin. -Komu þau til Íslands að heimsækja þig? Já þau náðu að gera það en eru nú látin, systir mín kom til mín fyrir fjórum árum og bróðir minn og hans kona og börn komu í sumar en nú er orðið miklu auðveldara fyrir þau að komast því nú er beint flug til Póllands.
er mikið um að fólk sendi okkur óskir um að biðja fyrir hinum og þessum og jafnvel heilu fjölskyldunum.
9
20. desember 2012
Það er greinilegt að systur Agnesi líður vel. Hún geislar af gleði, brosir breitt og er hláturmild. „Það er alveg yndislegt að vera á Íslandi. Þetta er mitt land og hér verð ég til æviloka“ segir hún og brosir. Nunnurnar eru miklir dýravinir. Þannig eru þær með tvo hunda í klaustrinu sem gæludýr, Irish Setter hunda. Síðan eru þær með um 70 hænsni og selja m.a. egg í klaustrinu. Nú er jólatíminn mörgum erfiður, sumir hafa misst ástvini á árinu, aðrir eru mjög blankir. Við þessu segir systir Agnes: „Við erum alltaf til staðar til að hjálpa og ef einhver leitar eftir andlegri hjálp erum við alltaf opnar“. Karmelsysturnar eru með bás í jólaþorpinu og þeim finnst það gaman. „Fyrir örfáum árum var reglum breytt þannig að nú getur priorinan (æðsta nunna) gefið bæjarleyfi ef ástæða er talin til en fram að því máttu nunnurnar ekkert fara út fyrir klaustrið og klausturgarðinum nema til að fara til læknis. „Ef við þurfum að fara í búð eða okkur vantar eitthvað þá megum við sækja um bæjarleyfi þannig að þetta er orðið aðeins frjálsara en það var“ segir systir Agnes um leið og hún óskar öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla. Blaðamaður hefði getið talað mun lengur við systur Agnesi, sem er svo sæl og hamingjusöm að sjá og það leynir sér ekki að jólin eiga nú hug hennar og allra nunnanna í klaustrinu í Hafnarfirði sem byrjað var að byggja 1929. Viðtal: Sigurður Þ Ragnarsson Myndir:Þórir Snær
Systurnar selja vörur sínar í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.
Viðtalið var tekið í gengum rimla í klaustrinu.
10
20. desember 2012
Þekkir þú fólkið?
U
pplýsingar hafa borist um að myndin sem birtist í síðasta blaði af óþekktu stúlkunni úr myndasafni Einars Ingimundarsonar sé af Stefaníu Ármannsdóttur (1932-2011). Stefanía bjó alla tíð á Akureyri en faðir hennar var Ármann Dalmannsson, skógarvörður, sem var fæddur í Fíflholtum á Mýrum. Þegar Stefanía var ung stúlka dvaldi hún í Borgarnesi a.m.k. eitt sumar, hjá Ingimundi Einarssyni og Margréti konu hans. Vann hún m.a. við garðrækt í Skallagrímsgarði. Þetta hefur sennilega verið í kring um 1950.
Einnig komu upplýsingar um að óþekkti sveitabærinn sem myndin birtist af í sama blaði sé Reykir í Mosfellssveit. Ekki var rétt með farið í síðasta blaði að Guðjón Ingimundarson Svanshóli hafi verið ráðsmaður á Hvanneyri. Hann mun hafa verið ráðsmaður í Reykholti. Upplýsingar óskast um þessa óþekktu sjómenn. Myndin er varðveitt í albúmi frá Jóni Guðmundssyni Hundastapa.
Þ
essar myndir eru úr safni Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar. Óskað er eftir aðstoð lesenda við að bera
kennsl á fólkið á myndunum. Upplýsingar sendist á netfangið: skjalasafn@ safnahus.is eða í síma 430-7500
?
Reykir í Mosfellssveit.
Stefanía Ármannsdóttir.
Eitt kort 35 vötn 6.900 kr
Óþekktir sjómenn. 00000
Frábær jólagjöf!
w w w. v e i d i k o r t i d . i s
Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is
Næsta Vesturland kemur út 30. janúar. Auglýsingasími: 578 1190
12
Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár
20. desember 2012
Þekkir þú fólkið?
M
yndirnar hér á síðunni eru úr safni Ljósmynda safns Akraness sem er s tærsta ljósmyndasafn landsins. Við munum b irta myndir í h verju blaði frá safninu af f ólki sem ekki hafa verið borin kennsl á. Von okkar er sú að lesendur aðstoði við að nafngreina fólkið á myndunum og komi þeim upplýsingum á fram færi við safnið.
Nöfnum á fólkinu má koma á framfæri með ýmsum ætti. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið ljosmynda h safn@akranes.is. Hægt er að senda bréf með utanáskriftinni: Ljósmyndasafn Akraness , Dalbraut 1 , 300 Akranes Eða hringja í síma: 433 1203
24096 - óþekktur ljósmyndari – mynd af torfbæ tekin árið 1957
Verkalýðsfélag Akraness
13310 - Rafn Sigurðsson – Mynd tekin um borð í Sigrúnu AK drengir óþekktir
17349 - Helgi Daníelsson – Mynd af jólasvein á skemmtun – líklega hjá Barnaskóla Akraness
32497 – óþekktur ljósmyndari – Myndin kemur frá Guðjóni Bjarnasyni í Bæjarstæði
Alþjóðleg viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í framleiðslu í rúmum og springdýnum.
ÍSLENSK HÖNNUN Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir óskum viðskiptavina. Við ráðleggjum fólki að hafa tvær dýnur í öllum hjónarúmum og tengja dýnurnar saman með rennilásum. Mismunandi stífleika er hægt að velja allt eftir þyngd þeirra sem á
dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Mikið úrval af öllum tegundum rúma. H upplýsingar.
OPNUNARTÍMI: VIRKA FRÁ 8–18, LAUGARDAGA FRÁ 10–16 OG SUNNUDAGA FRÁ 13–16 OPIÐDAGA ALLA VIRKA D OG Á LAUGARDÖGUM
RB RÚM
DALSHRAUN 8
220 HAFNARFIRÐI
WWW.RBRUM.IS
SÍMI 555 0397
14
20. desember 2012
BÆKUR 2012 Hafdís Jóna Þórarinsdóttir, 13 ára, skrifar: Steinskrípin Höfundur: Gunnar Theodór Eggertsson Útgefandi: Vaka-Helgafell
Þ
Nýjar íslenskar skáldsögur
F
yrir þessi jól er mikið framboð af frumsömdum skáldsögum. Allir essi saga er um strák sem heitir Bergur, hann vaknaði einn daginn úti í sveit hjá ömmu Meinfyndin sinni og afa eftir að hafa verið að tína Íslendingablokk hundasúrur, en það hafði allt breyst, jörðin var öll úr steini. Íslendingablokk er ný skáldsaga eftir Pétur Hann kynntist stelpu sem heitir Gunnarsson en nokkur Hlín og hún fæddist í þessum steinár eru síðan Pétur sendi gerða heimi, þau ferðast saman til frá sér skáldverk. Í bókinni er sagt frá Reykjavíkur og lenda í fullt af ævíbúum í blokk í Reykjavík og þar leyintýrum og hættulegum Hafdís Jóna Þórarinsdóttir nast ýmsir kynlegir kvistir. skrípum þegar þau reyna Stíllinn er meinfyndinn eins og að bjarga heiminum. Þetta Péturs er von og vísa og víst er að er framhaldssaga af bókinni margir þekkja týpurnar sem hér Steindýrin, reyndar fannst mér þessi vera betri, en ég stökkva ljóslifandi fram af síðunum. vil helst ekki segja meira frá bókinni og skemma Einar Már í fyrir ykkur því hún er svo essinu sínu bráðskemmtileg og allir Knudsenarnir eru allt ættu að lesa hana! í öllu í Tangavík. Einar Mér fannst þetta vera Már Guðmundsson er í snilldarlega skrifuð bók essinu sínu í frásögnum fyrir bæði stráka og sínum af fjölskyldunni sem hefur átt stelpur! Það er mjög auðsína góðu og Vm. vondu tíma í meira en velt að skilja bókinaVeiðikortið og 2013 fór í sölu á skrifstofu Vm í desember. sjá nánar á heimasíðu aldir. lýsingarnar á hlutunum Félagsmönnum býðst kortið á sama verði og í fyrra, eðatvær á 3.000 kr. Með einstökum húmor sínum segir eru frábærar. Þetta er hann sögur af mistækum afleggjurum mjög spennandi og skemmtileg V m - F é l a g V é l s bók t j ó r a sem o g m á l m t æ k n i m a n na - Stó r hö fð a 2 5 - 1 1 0 Rey k j av í k 5 7 5 9 8 0 0 - ættarinnar w w w. v m . i s og bregður ljósi á samfélag í maður sekkur algjörsjávarþorpi við ysta haf. Vonandi fáum við fleiri sögur af Knudsenunum áður lega í! en langt um líður.
„stóru“ höfundarnir eru með í slagnum fyrir þessi jól ásamt nýjum höfundum.
Hér verður stiklað á stóru í skáldsagnaflóðinu.
Lygileg fjölskyldusaga Kristín Eiríksdóttir sendir í ár frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld. Titillinn er nafn aðalpersónu verksins Jennu Hvítfeld sem getur allt: hún er vísindamaður, geimfari, fyrirsæta og fimleikastjarna eð eigin sögn og er best í þessu öllu. Í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist og lygin er sjúkdómur sem gengur í erfðir innan þessarar fjölskyldu. Forfeðurnir voru einnig skreytnir í meira lagi og því lærir sem lifir.
Veiðikortið 2013
Lausavísur Finnboga Kristóferssonar
F
innbogi Kristóferson var fæddur 20. apríl 1849, dáinn 17. ágúst 1909. Hann fæddist á Stóra-Fjalli í Borgarhreppi og var vinnumaður þar og lausamaður, en einnig á ýmsum bæjum í Borgarhreppi, lengst í Galtarholti. Hann var góður silfursmiður en einnig þekktur hagyrðingur,og urðu ýmsar vísur hans landsfleygar. Bræðurnir Gunnar og Erlendur Jónssynir frá Ölvaldsstöðum söfnuðu vísum Finnboga, og er handrit af vísnasafni þeirra varðveit í Héraðsskjalasafninu í Borgarnesi. Hér birtast tvær þeirra. Finnbogi falaði mann til vinnumennsku og hitti hann við beitarhús á fyrsta sumardag, og orðaði vistarbeiðnina á þessa leið. Hún er einnig góð mynd af veðurfari.
Stjórn og starfsfólk VM óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða
desember 2012
tímarit vm
5
Nú er svalt, jeg býst við byl, Bana er allt í skolti. Er það falt, þú fáist til, að fara að Galtarholti? Finnbogi og séra Einar Friðgeirsson á Borg voru samferða úr Borgarnesi. Er þeir skildu við vegamótin vestur að Borg segir séra Einar: Bogi í Nesið bregður sér, bráð er vínsins girndin. Ef að víf á vegi hans er, verður tvöföld syndin. Finnbogi svarar: Mér í hjarta svíður sorg, svikinna æskuvona, en þér á móti brosir Borg, börnin fimm og kona.
AĂ° sjĂĄ verĂ°mĂŚti ... ‌ Ăžar sem aĂ°rir sjĂĄ Ăžau ekki er einn dĂ˝rmĂŚtasti hĂŚfileiki sem fĂłlk bĂ˝r yfir. Okkar hlutverk er aĂ° auĂ°velda Ăžeim sem hafa Ăžennan hĂŚfileika aĂ° Ăžroska og framkvĂŚma hugmyndir sĂnar, samfĂŠlaginu Ăśllu til hagsbĂłta.
AĂ° sjĂĄ verĂ°mĂŚti‌ Ăžar sem aĂ°rir sjĂĄ Ăžau ekki er einn dĂ˝rmĂŚtasti hĂŚfileiki sem fĂłlk bĂ˝r yfir. Okkar hlutverk er aĂ° auĂ°velda Ăžeim sem hafa Ăžennan hĂŚfileika aĂ° Ăžroska og framkvĂŚma hugmyndir sĂnar, samfĂŠlaginu Ăśllu til hagsbĂłta.
MatĂs er Ăśflugt ĂžekkingarfyrirtĂŚki sem sinnir fjĂślbreyttu rannsĂłkna-, ĂžjĂłnustu- og nĂ˝skĂśpunarstarfi. www.matis.is
MatĂs er Ăśflugt ĂžekkingarfyrirtĂŚki sem sinnir fjĂślbreyttu rannsĂłkna-, ĂžjĂłnustu- og nĂ˝skĂśpunarstarfi Ă matvĂŚla- og lĂftĂŚkniiĂ°naĂ°i. www.matis.is
AĂ° sjĂĄ verĂ°mĂŚti ... ‌ Ăžar sem aĂ°rir sjĂĄ Ăžau ekki er einn dĂ˝rmĂŚtasti hĂŚfileiki sem fĂłlk bĂ˝r yfir. Okkar hlutverk er aĂ° auĂ°velda Ăžeim sem hafa Ăžennan hĂŚfileika aĂ° Ăžroska og framkvĂŚma hugmyndir sĂnar, samfĂŠlaginu Ăśllu til hagsbĂłta.
MatĂs er Ăśflugt ĂžekkingarfyrirtĂŚki sem sinnir fjĂślbreyttu rannsĂłkna-, ĂžjĂłnustu- og nĂ˝skĂśpunarstarfi. www.matis.is
PS5002 BjĂśrgunargalli fyrir Ăslenskar aĂ°stĂŚĂ°ur n Ăžurrgalli meĂ° innbyggĂ°u floti, upphĂfingarlĂnu, fĂŠlagalĂnu, ljĂłsi og flautu n Ă ratuga reynsla og ĂĄreiĂ°anleg ĂžjĂłnusta
Viking BjĂśrgunarBĂşnaĂ°ur ehf ishella 7 . iS-221 HafnarfjĂśrĂ°ur . iceland Tel.: +354-544-2270 . Fax: +354-544-2271 e-mail: viking-is@viking-life.com . www.Viking-life.com
B_Island_W234xH175_PS5002_marts2012.indd 1
27/03/12 13.13