Heildarlausnir fyrir fagfólk

Page 1


HEILDARLAUSNIR

SÉRFRÆÐINGAR YKKAR Í TIMBRURVERSLUN BREIDD

BÖÐVAR AÐALSTEINSSON boa@byko.is 821-4124

GUÐMUNDUR HANNESSON gudmundurh@byko.is 821-4195

SVEINN TEITUR SVANÞÓRSSON venni@byko.is 821-4127

DANÍEL MÁR MAGNÚSSON danielm@byko.is 821-4025

GRÉTAR FREYR GRÉTARSSON gretarfg@byko.is 821-4148

VIKTOR LEÓ GÍSLASON viktorl@byko.is 821-4129

TIMBURVERSLUN BYKO

– FYRSTA VALIÐ FYRIR FAGFÓLK

OG EINSTAKLINGA!

Hjá Timbursölu BYKO færðu alla grófa byggingavöru á einum stað – timbur, stál, steinull, gips, múrefni, festingar og margt fleira. Við veitum faglega og persónulega þjónustu og hjálpum þér að finna réttu efnin fyrir verkefnið þitt.

Okkar sérfræðingar eru með þér alla leið!

Sölumenn Timbursölu BYKO sérhæfa sig í ráðgjöf fyrir húsbyggingar og endurbætur sama hversu verkefnið er stórt eða smátt í sniðum. Góð ráðgjöf skiptir miklu máli til að lækka kostnað og fá besta mögulega efnið í verkefnið þitt.

Gæði, þjónusta og sanngjarnt verð Við leggjum áherslu á að nýta okkar eigin framleiðslu á timbri og fylgjum ströngustu gæðastöðlum á öllum okkar vörum til að uppfylla þínar þarfir.

Hvort sem þú ert fagaðili í byggingariðnaði eða að ráðast í þitt eigið verkefni, þá er Timbursala BYKO staðurinn fyrir þig! Komdu í heimsókn – við tökum vel á móti þér. Timbursala BYKO staðurinn fyrir þig! Komdu í heimsókn –við tökum vel á móti þér.

FERMACELL

FERMACELL® trefjagipsplata er fjölnota byggingarplata sem sparar pláss við uppsetningu, fæst í mörgum stærðum og þykktum með hvoru tveggja köntuðum brúnum og spartlkanti.

Platan er ein með öllu. Hana má nota bæði í veggi og á gólf, hún minnkar spartlsvinnu á verkstað og býður upp á aukinn sveigjanleika í hönnun. Verkið vinnst fljótt og vel og byggingareglugerðir eru uppfylltar og gott betur en það.

GLAVA GLERULL

FYRIR STÁLSTOÐIR, TIMBURSTOÐIR OG ÞÖK

GLAVA einangrun er afar umhverfisvæn vara sem framleidd er úr endurunnu gleri og hreinni orku í Noregi. Glava ullin er mest notaða einangrunarull í Noregi.

Flutningsrúmmál er 40% af raunrúmmáli. Ullin er léttari og meðfærilegri en hefðbundin steinull.

Með betri hitaeinangrun en hefðbundin steinull.

Varmaleiðni GLAVA er 0,034 W/mk á móti 0,037 W/mk fyrir steinull (lægra gildi betra).

Gjörbreytt vara miðað við gömlu glerullina. Enginn kláðavandi og jafnvel minna ryk en steinull.

ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR ERU Á BYKO.IS

LAMMI STEINAR

LAMMI KUBBAR – STERK LAUSN FYRIR VANDAÐAR BYGGINGAR

Lammi kubbarnir eru hágæða forsteyptir steypukubbar sem henta jafnt fyrir íbúðarhúsnæði sem atvinnuhúsnæði. Þeir eru framleiddir af Lammi Concrete (www.lammi.fi), sem er leiðandi á sviði steypulausna fyrir byggingariðnaðinn.

Kubbarnir eru gerðir úr sérlega sterkri steypu sem tryggir mikið burðarþol og langa endingu. Kubbarnir henta vel sem útveggir, innveggir og sökkulveggir. Kubbarnir eru auðveldir í uppsetningu og raðast vel fyrir flutning á verkstað sem sparar framkvæmdakostnað og flýtir fyrir byggingarferlinu.

Lammi kubbarnir fást í mismunandi stærðum, formum og áferðum, þannig að auðvelt er að aðlaga þá að þörfum hvers verkefnis fyrir sig.

Lammi Concrete leggur ríka áherslu á sjálfbæra framleiðslu, og kubbarnir eru framleiddir með umhverfisvænum aðferðum sem styðja við sjálfbæra þróun byggingariðnaðarins. Kubbarnir eru með einstakt einangrunarglidi eða allt frá 0.25 W/m²K niður í 0.11 W/m²K

YTONG MILLIVEGGJASTEINN

FRAMLEIDDUR ÚR HITA- OG ÞRÝSTIHERTRI FRAUÐSTEYPU (AUTOCLAVED AERATED CONCRETE).

Helstu kostir eru:

• Myglusveppur sest ekki í efnið.

• Auðvelt og fljótlegt að hlaða og vinna.

• Hátt hljóðeinangrunargildi og eldþol (A1).

• Hægt er að nota hefðbundar skrúfur og múrbolta í veggina.

• Búinn til úr náttúrulegum efnum; sandi, vatni, kalksteini, sementi og álpúðri.

WEBER MÚREFNI

Weber 110 er flotefni til að jafna gólf. Weber 110 tryggir nákvæma og jafna yfirborðsjöfnun, sem sparar tíma og eykur árangur í öllum verkefnum. Með sterkri og endingargóðri efnasamsetningu er Weber 110 áreiðanlegt flot sem uppfyllir miklar kröfur. Weber 110 er notendavænt efni og uppfyllir væntingar um mikla nákvæmni í samræmi við kröfur fagfólks. Með Weber 110 getur þú lokið verkefnum hraðar og með meiri nákvæmni, sem sparar bæði tíma og peninga.

• Lagþykkt: 4-40mm

• Styrkleikaflokkur: C20 (EN 13813)

• Þrýstiþol eftir 28 daga: 26 N/mm² (MPa) (EN 13892-2)

• Aðeins til notkunar innanhúss

• Göngufært eftir 2-4 tíma (vinnsluhitastig +10-25°C)

• Hörðnunartími: 1-4 vikur

BYKO GLUGGAR

SÖLUSTJÓRI ÞORSTEINN LÁRUSSON steini@byko.is 515-4000

ÁGÚST SCHEVING agust@byko.is 515-4000

ÞORVARÐUR ÁRNI ÞORVARÐSSON thorvardur@byko.is 515-4000

JÓN KARLSSON jk@byko.is 515-4000

BYKO GLUGGAR

GLUGGAR OG HURÐIR SÉRHANNAÐAR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

Í áratugi höfum við sérhæft okkur í framleiðslu glugga og hurða sem standast krefjandi íslenskar aðstæður.

Með mikilli reynslu og sérþekkingu hefur BYKO þróað glugga sem uppfylla ströngustu gæðakröfur á markaðnum.

Við leggjum metnað í stöðuga nýsköpun og vöruþróun, sem tryggir að gluggar okkar og hurðir sameini styrk, endingu og fyrsta flokks hönnun.

SÖLUSTJÓRI ÞORSTEINN LÁRUSSON steini@byko.is 515-4000

EINAR RAGNARSSON einarr@byko.is 515-4000

ÁLGLUGGAR

Álgluggar þurfa lítið viðhald og hafa reynst vel fyrir íslenskar aðstæður. Álið er hentugt fyrir stærri gluggaverkefni hvort heldur það sé fyrir íbúðarhús, skrifstofur og iðnaðarhúsnæði.

Opnunar- og hurðabúnaður í áli er fjölbreyttur, þar á meðal hand- og sjálfvirkar rennihurðir, hringhurðir, fingrafaraopnun og ýmsar aðrar sérlausnir

EKKERT VERKEFNI ER OF STÓRT

EÐA LÍTIÐ FYRIR OKKUR

BYKO hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, þar á meðal Bláa Lóninu, Leifsstöð, Smáralind, Skógarböð á Akureyri og Sjóböðunum á Húsavík. Lausnir eru í boði fyrir smærri og stærri verkefni eftir þörfum hvers viðskiptavinar.

GÆÐAVÖRUR OG UMHVERFISKRÖFUR

BYKO starfar náið með Reynaers Aluminum, sem hefur sérhæft sig í þróun álglugga- og hurðalausna í yfir 50 ár. Framleiðsla og vörur okkar geta uppfyllt staðla eins og LEED og BREEAM.

AÐRAR TÆKNILAUSNIR

BYKO býður einnig upp á vandaðar reyklúgur, fellihurðir, loftskiptikerfi og aðrar sérhæfðar vörur.

Allar okkar lausnir eru hannaðar fyrir íslenskt veðurfar og CE merktar.

ANDRI SIGÞÓRSSON andris@byko.is 515-4000

ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR ERU Á BYKO.IS

PVC GLUGGAR

Everluxx Classic PVC gluggarnir eru dönsk hágæðaframleiðsla úr gluggaefni frá Rehau (Nordic Design Plus).

Nordic Plus er sérstaklega hannað fyrir Norðurlöndin og hefur útopnandi fög, tvöfalda þéttingu og háeinangrandi gler.

Gluggakarmurinn er 120 mm á dýpt og hefur útlit hefðbundins tréglugga. Efnið í karminum er úr RAU-FIPRO® PVC-efni sem gefur þessum gluggum mikinn styrk og fallegt útlit.

Gluggarnir eru CE merktir og standast 1100 Pa slagregnspróf

LINOLIE ALDAMÓTAGLUGGAR

BYKO býður upp á vandaða glugga sem líkjast hinum sígildu aldamótagluggum í eldri húsum á Íslandi.

Þessir gluggar koma frá framleiðandanum

Linolie í Danmörku og hafa verið settir í mörg falleg hús hérlendis, bæði nýbyggingar og endurgerð gamalla húsa.

Gluggarnir eru CE merktir með slagregnspróf upp á 1100 Pa.

STÁLHURÐIR

Við bjóðum upp á stálhurðir og glugga frá Doordec. Hurðir og gluggar eru fáanlegir með eða án eldvarnarkröfu.

EIGINLEIKAR OG

VALMÖGULEIKAR:

Fjölbreytt úrval glergerða, m.a. einangrunargler, eldvarnargler og öryggisgler.

Útfærslur í mismunandi litum og stærðum.

Á lager eru til stálhurðir 1000 x 2180mm í RAL 7037.

VERKEFNI:

Stálgluggar og hurðir frá Doordec eru meðal annars í Hörpu tónlistarhúsi, höfuðstöðvum Alvogen, Fosshóteli Höfðatorgi og í fjölda fjölbýlishúsa.

SÖLUSTJÓRI ÞORSTEINN LÁRUSSON steini@byko.is 515-4000

EINAR RAGNARSSON einarr@byko.is 515-4000

ANDRI SIGÞÓRSSON andris@byko.is 515-4000

BÍLSKÚRSHURÐIR

BYKO býður upp á endingargóðar bílskúrshurðir úr galvanhúðuðu stáli sem hafa fyrir löngu sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari.

Þykk einangrun, vandaður umbúnaður og traustur frágangur tryggja góða endingu með litlu viðhaldi og hægt er að panta þær í öllum litum og einnig með viðaráferð.

REYKLOSUN / REYKLÚGUR

BYKO býður hágæða reyklosunarkerfi frá Ventisol sem tryggja öryggi almennings og slökkviliðs með því að losa reyk og hita á áhrifaríkan hátt.

SÖLUSTJÓRI GERMAN A. CASTILLO VILLALOBOS german@byko.is 515-4000

FULLBÚIN HEILSÁRSHÚS

TILBÚIN FYRIR ÞIG

Í BYKO finnur þú fullbúin heilsárshús í mörgum stærðum og útfærslum, hönnuð til að mæta þínum þörfum. Húsin koma fullkláruð, bæði að utan og innan, með innbyggðu eldhúsi og baðherbergi.

Þú getur valið úr mismunandi stærðum og útfærslum, en öll húsin eru afhent án húsgagna og uppfylla allar kröfur íslenskrar byggingarreglugerðar. Það eina sem þú þarft að gera er að velja stærð, klæðningu og gólfefni.

Afhendingartími: 18 til 22 vikur frá staðfestum framleiðsluteikningum.

SIGURJÓN ÞÓRHALLSSON sjonni@byko.is 515-4000

Ljósmynd
M. Flóvent

TIMBUREININGAR

Timbureiningar frá BYKO eru smíðaðar úr vönduðu burðarviður eða samlímdu efni. Forsmíðaðar einingar frá BYKO eru hannaðar til að mæta fjölbreyttum kröfum verkkaupa og eru notaðar jafnt innan- sem utanhúss. Timbureiningarnar geta þjónað hlutverki burðarvirkis eða léttari veggja í byggingum.

Hver eining er byggð upp á timburramma sem er hannaður til að veita nauðsynlegan burðarstyrk og uppbygging þeirra fer eftir tilgangi og kröfum verkefnisins. Forsmíðaðar einingar eru fáanlegar á mismunandi stigum, allt frá einföldum timburgrindum til fullbúinna eininga með krossvið, dúk, lagnagrind, rafmagnslögnum o.fl. – allt eftir þörfum og óskum verkkaupa.

RAMMAHÚS

Rammahús BYKO eru hönnuð með tilliti til íslenskra aðstæðna og í samræmi við íslenska byggingarreglugerð. Hönnuður þeirra er Magnús H. Ólafsson arkitekt, FAÍ, hjá Markstofu ehf., sem er mjög reyndur hönnuður á sviði verksmiðjuframleiddra húsa.

Forsniðnar grindur Rammahúsa eru framleiddar hjá BYKO LAT í Lettlandi. Allt efni sem BYKO LAT notar við framleiðslu í húsagrindur Rammahúsa er gæðavottað samkvæmt íslenskum og evrópskum stöðlum.

Rammahús BYKO eru byggð upp úr forsniðnu efni sem sett er saman á verkstað, þar sem allar festingar eru sýnilegar.

ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR ERU Á BYKO.IS

SÖLUSTJÓRI GERMAN A. CASTILLO VILLALOBOS german@byko.is 515-4000

CLT HÚS

BYKO býður upp á CLT einingahús, hönnuð af Andersen & Sigurðsson arkitektum.

Húsin eru hagkvæm, fljótleg í uppsetningu og vistvæn.

Húsin eru úr krosslímdum timbureiningum sem koma tilsniðnar og tilbúnar til uppsetningar á verkstaðnum.

Viðskiptavinir geta sérsniðið innra skipulag í samstarfi við arkitekt, þar á meðal stærð og fjölda svefnherbergja og baðherbergja.

Eftir uppsetningu eru útveggir einangraðir að utan og klæddir með klæðningu að eigin vali, en innveggir og loft geta verið sýnileg eða klædd með gipsplötum eða öðru efni.

Krosslímt timbur er sterkt byggingarefni með hátt burðarþol og er sérstaklega hentugt á jarðskjálftasvæðum. CLT hefur einnig betra einangrunargildi en steinsteypa, sem hjálpar til við að draga úr kuldabrúm og viðhalda stöðugu hitastigi innandyra. Þetta gerir CLT einingahús að ákjósanlegu vali fyrir þá sem leita að umhverfisvænni og skilvirkari byggingarlausn.

SIGURJÓN ÞÓRHALLSSON sjonni@byko.is 515-4000

FORSNIÐNAR TIMBUR-

GRINDUR

Húsgrindur sem koma tilsniðnar með festingapakka. Hægt að kaupa með eða án glugga og hurðar. Í stærri húsunum er hægt að hnika til hurðagatinu til að koma fyrir tvöfaldri hurð.

Við seljum þrjár mismunandi tegundir:

• 15m²

• 15m² einhalla

• 9m²

ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR ERU Á BYKO.IS

STÁLGRINDARHÚS

HAGKVÆM OG TRAUST LAUSN FYRIR STÓR OG SMÁ VERKEFNI

Í samvinnu við stálgrindabirgja BYKO bjóðum við fjölbreyttar lausnir fyrir allar gerðir stálgrindarhúsa. Stálgrindarhús hafa ótvíræða kosti umfram margar aðrar byggingar. Minni efniskostnaður, styttri byggingartími og lægri viðhaldskostnaður – sem gerir þau bæði hagkvæm og endingargóð.

BYKO býður upp á stálgrindur í öllum stærðum og gerðum ásamt öllu tilheyrandi efni til að byggja stálgrindarhús. Hvort sem þú ert að hugsa um vélaskemmu, verkstæði, skrifstofueða verslunarhúsnæði, þá byrjarðu hjá BYKO. Við vinnum með þér að því að láta hugmyndina verða að veruleika.

Með áratuga reynslu í sölu stálbygginga er BYKO traustur samstarfsaðili í þínu verkefni.

ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR ERU Á BYKO.IS

HALLDÓR ÞÓR W. KRISTINSSON halldorthor@byko.is 515-4000

HALLGRÍMUR EGGERTSSON hallgrimur@byko.is 515-4000

STÖÐLUÐ STÁLGRINDARHÚS

HAGKVÆM OG TRAUST LAUSN

FYRIR STÓR OG SMÁ VERKEFNI

BYKO selur stöðluð stálgrindarhús í 4 stærðum:

80m², 150m², 250m² og 350m².

Afhendingartími frá því að húsið er pantað er um það bil 10-12 vikur.

Kostir húsanna eru ótvíræðir: teikningar eru tilbúnar sem styttir byggingartíma um 4-6 vikur, verðið er lægra en á sambærilegum húsum og þau uppfylla álagskröfur hvar sem er á landinu. Húsin hafa risið um allt land og staðist alla íslenska veðráttu sem á þau hefur gengið.

BALEX

YLEININGAR

Í MEIRA EN 20 ÁR HEFUR

BALEX METAL BOÐIÐ UPP Á HÁGÆÐA VÖRUR FYRIR

BYGGINGARIÐNAÐINN UM ALLA EVRÓPU.

Yleiningar eða samlokueiningar eru í síauknum mæli notaðar sem vegg-og þakklæðningar á ýmsar gerðir bygginga. Fyrir utan lágt verð á hvern fermetra, miðað við hefðbundnar klæðningar, er margfalt fljótlegra að klæða húsið með samlokueiningum. Yleiningar þurfa lítið sem ekkert viðhald, eru auðveldar að þrífa og standast auðveldlega útlitssamanburð við hefðbundnar klæðningar.

HALLDÓR ÞÓR W. KRISTINSSON halldorthor@byko.is 515-4000

LÍMTRÉSHÚS

Límtrésgrindahús eru sígildur kostur fyrir íslenskar aðstæður. Límtréshús skora hátt á lífsferilsgreiningu og eldvarnarúttektum og eru með einföldustu byggingargerðum í uppsetningu. Þau eru hlýleg og stílhrein og eru auðveld í aðlögun fyrir nýjan tilgang. Ef þú ert með hugmynd um að byggja fjós, vöruhús, skrifstofu- eða verslunarhúsnæði þá byrjarðu hjá BYKO og við vinnum saman að því að láta hugmyndina verða að veruleika.

HALLGRÍMUR EGGERTSSON hallgrimur@byko.is 515-4000

STACBOND KLÆÐNINGAR

KLÆÐNING SEM SAMEINAR FEGURÐ, FÁGUN OG LANGAN ENDINGARTÍMA Í UTANHÚSSKLÆÐNINGUM.

Þær eru fáanlegar í fjórum lagerlitum: RAL 9010, 7016, 7037 og 9005 með mattri áferð.

Auk þess býður litakerfi STACBOND upp á fjölmarga liti sem hægt er að sérpanta, þar á meðal mynstraðar áferðir og alla RAL liti.

Staðlaðar plötustærðir eru 1500x3000x4 mm, með möguleika á sérpöntun allt að 6 metra lengd.

Plöturnar eru með tveggja laga húðun og kjarna úr endurunnu efni, sem gerir þær bæði umhverfisvænar og endingargóðar.

Þær eru einnig eldtefjandi samkvæmt BS1 staðli, með möguleika á A2 óbrennanlegu efni eftir sérpöntun.

Plöturnar eru auðveldar í vinnslu, hægt er að fræsa, forma og falda brúnir eftir þörfum.

Auk platnanna er boðið upp á flasningaefni í samsvarandi litum til að tryggja heildstæðan og fallegan frágang.

ÁSGEIR KRISTJÁN ÓLAFSSON asgeir@byko.is 515-4000

VIÐAR MAGNÚSSON vidar@byko.is 515-4000

SWISSPEARL KLÆÐNINGAR

SWISSPEARL klæðningar eru sementsbundnar trefjasementsplötur sem henta vel sem utanhúsklæðning, hvort sem þær eru notaðar einar og sér eða í bland með áli og timbri. Þessar plötur hafa sannað gildi sitt með yfir 12 ára reynslu á Íslandi. BYKO býður upp á öll nauðsynleg verkfæri til uppsetningar og veitir leiðbeiningar til að tryggja rétta uppsetningu.

Plöturnar eru fáanlegar í nokkrum stærðum, þar á meðal 1192x2500x8 mm og 1192x3050x8 mm, með möguleika á 1250 mm breidd. Fyrir sértæk verkefni er einnig hægt að sérpanta plötur, sniðnar og boraðar eftir þörfum í samráði við sölumann.

Byko er með fjóra lagerliti og svo er hægt að sérpanta mikinn fjölda lita og áferða.

Með SWISSPEARL klæðningum færðu endingargóða og fjölhæfa lausn sem uppfyllir kröfur um gæði og útlit fyrir utanhússklæðningar.

BEMO KLÆÐNINGAR

BEMO klæðningar eru forformaðar álklæðningar. Þær eru til í 3 m plötum á lager í svörtum möttum lit en munu fást í fjórum lagerlitum dökkgráum, ljósgráum, hvítum ásamt svarta litnum nú í vor 2025.

Plöturnar eru þægilegar í uppsetningu og mynda heildstæða fallega veggjaklæðningu.

GARANTELL GEYMSLULAUSNIR

Sérsniðnar geymslulausnir frá Garantell

Við aðstoðum þig við að finna þá lausn sem hentar fyrir þitt verk, hvort sem þú vilt geymslur úr vírneti eða stáli þá getum við fundið rétta lausn fyrir þig.

Geymslulausnir frá Garantell samanstanda af vírnetsgrindum eða stálplötum sem koma tilsniðnar eftir máli sem eru einfaldar er að setja saman á staðnum ásamt hurð og læsingu. Hægt er að velja um skandinavíska skrá, evrópska skrá eða lausn fyrir hengilás.

Hafðu samband við okkur og kannaðu hvort þetta sé lausn sem hentar þínu verki

RAGNARSSON einarr@byko.is 515-4000

CEWOOD

NÁTTÚRULEGAR OG ENDINGARGÓÐAR HLJÓÐEINANGRANDI

TREFJAPLÖTUR

CEWOOD trefjaplöturnar sameina náttúrulegt útlit, frábæra hljóðeinangrun og mikla endingu. Þær eru tilvaldar fyrir loft og veggi á heimilum, skrifstofum, íþróttahúsum og öðrum rýmum þar sem hljóðvist skiptir máli. Með einstakri áferð og fjölbreyttu litavali bjóða CEWOOD plöturnar upp á nútímalega og vistvæna hönnunarlausn sem er bæði falleg og umhverfisvæn.

HELSTU KOSTIR:

• Frábær hljóðeinangrun

• Náttúrulegt efni – umhverfisvæn lausn

• Stílhreint og fjölbreytt útlit

• Auðveld uppsetning og viðhald Skapaðu hlýlegt og notalegt rými með CEWOOD plötunum.

ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR Á SÍÐU BIRGJA

KOTUMAKI BRENND

KLÆÐNING

Brennda timbrið okkar er handunnið skv. fornri japanskri aðferð sem kallast Shou Sugi Ban. Síðan tekur við mismunandi eftirvinnsla, allt eftir því hvort og þá hversu mikið timbrið á að burstast. Framleiðandinn ber síðan náttúruvæna olíu á efnið og eftir uppsetningu á að bera eina umferð til viðbótar. Eftir það fær timbrið náttúrulega veðrun en þarfnast ekki frekari meðhöndlunar og mun ekki fúna.

Kotumaki er fjölskyldufyrirtæki í Lettlandi sem sameinar forna japanska brennsluhefð og nútíma handverk. Þeir sérhæfa sig í framleiðslu á endingargóðum viðarþiljum sem taka á sig einstaka fegurð með tímanum.

Innblásin af Wabi-Sabi heimspekinni, bjóðum við upp á viðarþiljur sem eldast fallega, samlagast náttúrunni og sýna fegurð einfaldleikans.

ÁSGEIR KRISTJÁN ÓLAFSSON asgeir@byko.is 515-4000

ALSANIT SKÁPALAUSNIR

BYKO býður búningsskápa frá Alsanit í Póllandi. Alsanit framleiðir einnig sturtuog salernisskilrúm, munaskápa o.fl.

Eiginleikar:

• Skápar úr HPL-efni, málmi með HPL eða glerhurðum

• Möguleiki á ýmsum litum og samsetningum

• Útfærslur með númeraspjöldum og læsingum

Verkefni:

Búningsskápar frá Alsanit eru meðal annars í Sporthúsinu og Mjölni.

VIÐAR MAGNÚSSON vidar@byko.is 515-4000

FORSTEYPTAR SVALIR

FORSTEYPTAR EININGAR ERU TILBÚNAR TIL UPPSETNINGAR, SEM STYTTIR BYGGINGARTÍMA VERULEGA.

Framleiddar við bestu aðstæður með mikilli nákvæmni tryggja endingu og góðan frágang.

Minni vinna á staðnum dregur úr hættu á slysum og flækjustigi framkvæmdar.

Lægri kostnaður vegna styttri byggingartíma og færri handtaka sem draga úr töfum á framkvæmdum.

Sérsniðnar að hverju verkefni fyrir sig.

Tímasparnaður, gæði og öryggi – það er ástæða þess að verktakar velja forsteyptar svalir og stiga!

FORSTEYPT BAÐHERBERGI

Forsteypt baðherbergi eru framtíðin þegar kemur að skilvirkni, gæðum og hagkvæmni í byggingaframkvæmdum.

Af hverju að velja forsteypt baðherbergi?

• Tímasparnaður – Baðherbergin eru fullbúin í verksmiðju og einföld í uppsetningu á byggingarstað.

• Hágæða frágangur – Framleidd við bestu aðstæður undir ströngu gæðaog eftirlitskerfi.

• Aukið öryggi – Minni vinna á byggingarstað dregur úr áhættu og flækjustigi.

• Hagkvæmni – Fast verð, engar tafir og nákvæm smíði.

• Sérsniðin lausn – Baðherbergin eru hönnuð eftir þörfum hvers verkefnis, hvort sem um er að ræða hótel, fjölbýlishús, sjúkrahús, hjúkrunarheimili eða skrifstofuhúsnæði.

Viltu spara tíma og kostnað án þess að fórna gæðum? Hafðu samband og fáðu ráðgjöf um hvernig forsteypt baðherbergi geta hjálpað þinni framkvæmd.

serlausnir@byko.is

ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR Á SÍÐU BIRGJA

HABILA FELLIVEGGIR

Við bjóðum upp á vandaða felliveggi frá Habila í Danmörku. Veggirnir eru fáanlegir í mismunandi útfærslum hvað varðar útlit, hljóðeinangrun og brunavarnir.

Eiginleikar:

• CE-merktir felliveggir

• Sérsniðnar lausnir eftir þörfum verkefna

• Stærðir og efnisval miðað við umhverfi

Verkefni:

Felliveggir frá Habila eru notaðir í Hörpu tónlistarhúsi, Háskólanum í Reykjavík og nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis . Í Hörpu eru tveir hæstu felliveggir landsins, rúmlega sjö metrar á hæð.

www.habila.dk

TRIPLAN GLERVEGGIR

BYKO býður upp á fjölbreyttar glerveggjalausnir frá TRIPLAN. Í boði eru bæði einfaldar og tvöfaldar kerfislausnir.

Eiginleikar:

• Möguleiki á bæði glerhurðum og timburhurðum

• Útfærslur með hljóðdeyfingu allt að 50 dB

• Lausnir sem uppfylla strangar eldvarnarkröfur

www.triplan.dk

EINAR

FREKARI UPPLÝSINGAR ERU Á BYKO.IS

PARKET

BYKO hefur í mörg ár verið leiðandi fyrirtæki í sölu á parketi og bjóðum upp á mikið úrval af harðparketi, vinylparketi og viðarparketi. Í viðbót við mikið úrval bjóðum við upp á sérpantanir.

Harðparketið er frá þýsku framleiðendunum Kronoflooring og Egger sem leggja mikla áherslu á gæði og endingu, og eru með 10 til 30 ára ábyrgð frá framleiðanda. Harðparketið fæst í þykktum 8-14 mm og er með umhverfismerkið Bláa engilinn og hentar því vel í umhverfisvottaðar byggingar.

Viðarparketið er frá Scheucher og Lamett. Scheucher er hágæða viðarparket frá Austurríki. Scheucher er selt í yfir 30 löndum um allan heim. Lamett býður upp á 3 laga viðarparket á frábæru verði, þar sem efsta lagið er 3 mm eik.

JKE DESIGN INNRÉTTINGAR

GÆÐI OG GÓÐ HÖNNUN

JKE er danskt vörumerki sem býður upp á einstaklega breiða línu af innréttingum í hæsta gæðaflokki. Innréttingar frá JKE hafa verið mjög vinsælar, allt frá því þær komu fyrst á markaðinn 1970. JKE er með dreifiaðila í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og nú hjá BYKO á Íslandi.

Boðið er upp á lausnir sem gera vinnuna auðveldari og skemmtilegri þar sem þægindi eru í fyrirrúmi, t.d. búrskápar, stórir tækjaskápar, hornskúffur og fleira

Hægt er að fá innréttingar í mörgum mismunandi viðartegundum og sprautulökkuðum í hvaða lit sem er.

Möguleikar í hönnun og útfærslu eru nær endalausir og fagmenn okkar teikna upp bestu mögulegu lausnina fyrir þitt rými.

Allar okkar innréttingar frá JKE uppfylla kröfur umhverfisvottunar og eru nú leyfilegar í Svansvottaðum byggingum.

FLÍSAR

VIÐ BJÓÐUM UPP Á MIKIÐ ÚRVAL AF GÆÐAFLÍSUM FRÁ ÍTÖLSKUM OG SPÆNSKUM FRAMLEIÐENDUM.

BYKO er með nokkrar gerðir flísa á lager sem henta vel í stærri verkefni eins og fjölbýlishús, verslanir og stofnanir. Einnig eru miklir möguleikar á ýmsum stærðum og gerðum í sérpöntunum.

Við bjóðum upp á flísar frá þekktum framleiðendum eins og Villeroy & Boch, Gruppo Romani, Sintesi, Ceramica Euro, Graniti Fiandre, Pamesa, Vitacer og fleiri.

HERHOLZ

FALLEGAR INNIHURÐIR

Herholz innihurðir eru þýsk gæðaframleiðsla sem hægt er að fá í mörgum litum, gerðum og stærðum, allt eftir þínum þörfum.

Herholz hurðirnar skara fram úr hvað varðar gæði, tækni og hönnun, ásamt því að bjóða marga möguleika í sérpöntunum.

Við bjóðum upp á hefðbundnar innihurðir, glerhurðir, rennihurðir og öryggishurðir með hljóðvist allt upp í 47 dB og brunaþol upp í EICS 90

BERGSTEINN ÞORSTEINSSON bergsteinnth@byko.is 515-4000

HEILDARLAUSNIR FYRIR

ÞITT VERK

Í Lagnaverslun BYKO þjónustum við alla fagmenn sem tengjast pípulögnum. Hjá okkur færðu flest það efni sem tengist iðnaðinum og leggjum við mikinn metnað í að veita persónulega þjónustu og hágæða lagnaefni.

Viðskiptavinir Lagnaverslunar eru fyrst og fremst píparar og fagaðilar sem tengjast pípulögnum, þar er seld öll lagnavara eins og rör, fittings, dælur, rotþrær, ofnar og hreinlætistæki, svo eitthvað sé nefnt. Sölumenn Lagnaverslunar leggja sig fram um að svara þeim spurningum sem viðskiptavinir hafa varðandi lagnaefni og finna bestu lausnir fyrir hvern og einn.

Lagnaverslunin þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu og styður við aðrar verslanir BYKO í sambandi við sölu og ráðgjöf.

LAGNAVERSLUN BYKO

ÁRNI KVARAN arnibk@byko.is 515-4000

GROHE

VÍÐIR ATLI ÓLAFSSON vidir@byko.is 515-4000

HÖNNUN, GÆÐI OG GLÆSILEIKI

BYKO og GROHE hafa átt farsælt samstarf allar götur síðan 1972. Á þessum tíma hefur safnast upp mikil þekking og reynsla sem sífellt er verið að miðla áfram.

GROHE hefur fyrir löngu sannað sig á hörðum samkeppnismarkaði fyrir gæði, hönnun og glæsileika sem er hluti af aðgreiningu GROHE sem hefur hlotið yfir 465 hönnunarverðlaun frá árinu 2003.

GROHE er með 10 ára verksmiðjuábyrgð á öllum innbyggðum vörum, t.d. á Rapid SL vatnskössum og Rapido SmartBox fyrir innbyggðar sturtur.

GROHE býður upp á afar breiða vörulínu, allt frá einföldum gerðum upp til hátískuhönnunar.

GUÐJÓN GRÉTAR DANÍELSSON gudjongd@byko.is 515-4000

BRUGMAN OFNAR

Brugman ofnar eru nýjung í vöruúrvali BYKO, en framleiðendur þessara ofna eru þekktir fyrir nýsköpun í hitatækni.

Ofnarnir frá Brugman eru framleiddir í Hollandi og hannaðir með það að markmiði að auka skilvirkni í hitun ásamt því að líta vel út og henta í mismunandi rými.

Brugman ofnarnir eru framleiddir samkvæmt ströngustu kröfum og stöðlum, eru úr hágæða stáli og húðaðir með endingargóðri varnarfilmu.

Framleiðandinn ábyrgist endingu ofnanna í allt að 10 ár.

ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR ERU Á BYKO.IS

ÓSKAR ÖRN KJERÚLF ÞÓRODDSSON oskar@byko.is 515-4000

HREINLÆTISOG BLÖNDUNARTÆKI

ELDHÚS OG BAÐHERBERGI

Við bjóðum fjölbreytt úrval hreinlætis- og blöndunartækja sniðin að þörfum viðskiptavina, veitum ráðgjöf og setjum saman pakka eftir þínum þörfum.

Gustavsberg

Gustavsberg hefur framleitt postulín í yfir 190 ár og eiga þeir stóran þátt í því hvernig norrænt útlit hreinlætistækja, hugvit og hönnun eru auðþekkjanleg í dag.

Villeroy & Boch

Villeroy & Boch er eitt þekktasta vörumerkið í heimi með djúpar rætur í evrópskri menningu. Hefðir, gæði og frumleg hönnun einkenna merkið sem gefur mikla möguleika við hönnun útlits innandyra.

Duravit

Duravit er þýskur framleiðandi með hágæða hreinlætistæki úr keramik. Stílhrein og falleg hönnun frá árinu 1817.

Damixa

Damixa er danskur framleiðandi sem hefur framleitt vandaða og stílhreina vöru allt frá árinu 1932. Alþjóðlega viðurkennt vörumerki sem er þekkt fyrir nýsköpun, hönnun, framsækandi gæði og umhverfisvæna vitund.

STEYPUMÓT

HÜNNEBECK OG FARESIN STEYPUMÓT

• Kranamót, handflekamót, sökkulmót, loftamót og súlumót eru í boði til leigu og sölu

• Mikið úrval aukahluta til leigu og sölu

• Verð á m² er breytilegt og fer eftir samsetningu

• Faresin steypumót passa við aðrar mótagerðir

BYKO LEIGA

PÉTUR JÓNSSON petur@byko.is 515-4020

FRIGERIO HJÓLAPALLAR

• Léttir og meðfærilegir

• Auðveldir í uppsetningu, mikill vinnuhraði næst við uppsetningu og niðurtekningu

• Tvær breiddir í boði; einfaldir og tvöfaldir

• Hægt er að ná allt að 15,5 m hæð með breiðari gerðinni

• Pallarnir eru til sölu og leigu

• Ef viðskiptavinur á pall úr kerfinu er hægt að leigja viðbót ef á þarf að halda

KÁRI

GUÐLAUGSSON karig@byko.is 515-4020

BYKO LEIGA

VINNUPALLAR

VILLALTA VINNUPALLAR

• Útbreiddasta vinnupallakerfi landsins

• Léttir, meðfærilegir og auðveldir í uppsetningu

PÉTUR JÓNSSON petur@byko.is 515-4020

• Samræmist evrópskum reglugerðum og tryggir stöðuga og trausta vinnuaðstöðu

• Sterkbyggð og vönduð framleiðsla tryggir langan endingartíma og hagkvæmni

• Vara sem hefur margsannað gildi sitt við íslenskar aðstæður

KÁRI

GUÐLAUGSSON karig@byko.is 515-4020

BYKO LEIGA

SINOBOOM OG BRAVI VINNULYFTUR

• Fjölbreytt úrval: vinnulyftur, skæralyftur, spjótlyftur, Z-lyftur og armlyftur – allar rafknúnar

• Uppfylla öryggis- og sveigjanleikakröfur í þröngum rýmum

Bravi vinnulyftur (4,5 m) henta sem hjólapallur eða í stað hefðbundinna vinnulyfta

• Skæralyftur (5,8–18,1 m), armlyftur (allt að 10,3 m), spjótlyftur 4WD (allt að 22 m) og Z-lyftur 2WD (allt að 16 m) henta bæði inni og úti

GIRÐINGAR

FYRIR VINNUSTAÐI

• Vinnustaðagirðingar til sölu og leigu

• Algeng stærð er 3,5 m á lengd og 2 m á hæð og röraþykkt 1,1 mm

• Allar girðingarnar okkar eru heitgalvaniseraðar og eru með heilsoðin samskeyti

• Hentar fyrir vinnusvæði en einnig til annarra nota eins og fyrir viðburði og slíkt

• Hægt er að sérpanta girðingar hjá okkur með þínu vörumerki

• Leigan býður upp á sterkari tegund en gengur og gerist á markaðnum

GUÐBJÖRN WILLIAM PERRY gudbjornwp@byko.is 515-4020

BYKO LEIGA

LIFTROLLER

• Ný lausn á markaði til að leysa flutningsáskoranir inn á byggingarsvæðum

• Tækin frá Liftroller eru notuð við byggingarframkvæmdir fyrir hraðari, auðveldari og öruggari flutning á efni inn í byggingarnar og til að fjarlægja úrgang

• Samanstendur af færanlegum íhlutum sem eru settir saman til að mynda færiband með rúllum utan frá og inn í bygginguna

• Úrval aukahluta til að auðvelda áframhaldandi flutning á efninu inni í bygginguna

• Sparar tíma, minnkar kostnað og stuðlar að öruggara vinnuumhverfi

KÁRI GUÐLAUGSSON karig@byko.is 515-4020

BYKO LEIGA

BOSCH VERKFÆRI

PÉTUR JÓNSSON petur@byko.is 515-4020

• Eitt mesta úrval landsins af Bláum BOSCH verkfærum á Selhellu ásamt viðurkenndu BOSCH verkstæði

• Leiðandi framleiðandi í rafmagnsverkfærum, mælitækjum og fylgihlutum

• BOSCH vörur undirgangast víðtækar prófanir með vatni, ryki, höggum og titringi til að tryggja að þær haldist áreiðanlegar og nákvæmar á byggingastað og við mismunandi aðstæður

• BOSCH Pro Partner þjónustusamningur við verktaka - ef tækið bilar, lánum við þér tæki að kostnaðarlausu á meðan á viðgerð stendur

KÁRI

GUÐLAUGSSON karig@byko.is 515-4020

BYKO LEIGA

UPLIFTER GLERLYFTA

• Glerlyfta sem tekur allt að 250 kg gler og önnur sem tekur 625 kg Öruggur flutningur á gleri og samsetning glersins með einum starfsmanni er möguleg með glerlyftunni

• Auðvelt í notkun og stuðlar að bættu öryggi á verkstað

• Ljúktu verkefnum hraðar og með meiri nákvæmni með Uplifter

BYKO LEIGA

REKSTRARSTJÓRI TIMBURVERSLUNAR RENZO PASSARO renzo@byko.is 515-4130

SÖLUSTJÓRI GRÓFVÖRU STEFÁN VALSSON stebbi@byko.is 821-4117

BYKO-BOXIÐ

ÞITT BYKO Á VERKSTAÐ!

Sparaðu tíma og auktu skilvirkni á verkstað!

Helstu kostir BYKO-BOXINS:

• Tímasparnaður – Engar óþarfa ferðir í vörukaup

• Sjálfsafgreiðsla & aðgangsstýring – Öruggur og einfaldur aðgangur

• Sérsniðið að hverju verkefni – Réttu efnin á réttum tíma

• Þjónusta & áfylling – Við sjáum um birgðirnar fyrir þig

Tryggðu þér BYKO Boxið og byrjaðu að spara tíma og peninga strax!

Hafðu samband við söluráðgjafa BYKO fyrir nánari upplýsingar! NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR

KOMDU Í HEIMSÓKN Á SKEMMUVEGINN!

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.