![](https://static.isu.pub/fe/default-story-images/news.jpg?width=720&quality=85%2C50)
2 minute read
Hverngi gæti sköpun hjálpað frumkvöðli?
2. KAFLI – Aðferðafræði vandamálalausna sem tengjast frumkvöðlun
Hvernig gæti sköpun hjálpað frumkvöðli?
Advertisement
ÞRÓUNARSKREF FRUMKVÖÐULS15
Upprennandi frumkvöðull mun fara í gegnum NOKKUR STIG í þróun sprotafyrirtækis.
DRAUMASTIG SÝNARSTIG KYNNINGARSTIG
HUGMYNDIN FER Á MARKAÐ
VIÐSKIPTAÞRÓUNARSTIG STJÓRNUNARSTIG
DRAUMASTIG
Fyrsta þróunarstig frumkvöðulsins er draumastigið. Verðandi frumkvöðull á sér fyrst í stað draum um eigið fyrirtæki sem framleiðir eitthvað sem hann hefur áhuga á. Draumurinn er í fyrstu nokkuð þokukenndur varðandi lokamarkmið. Draumurinn er mikilvægt stig í skapandi hugsun og getur varað í nokkrar vikur, nokkur ár eða jafnvel alla ævina. Heimurinn er fullur af dreymendum en málið er svo að breyta draumi í veruleika. Þegar draumurinn hefur náð tökum þá er mikilvægt að breyta honum í sýn.
SÝNARSTIG
Sýnin er hugmynd um hvað eitthvað verður í framtíðinni. Þegar frumkvöðullinn skráir framtíðarsýn sína mun hann segja hvað fyrirtækið á að verða. Sem sagt, hún segir hvar við viljum vera og hvað við viljum verða í framtíðinni. Því skýrari og nákvæmari sem sýnin er orðuð því skarpari verður frumkvöðullinn í framkvæmd og hvötum til að sjá hana rætast. Sýnin skal vera einföld og ekki lengri en þrjár, fjórar línur. „Fyrir 2022 vil ég eiga fyrirtæki sem leggur til upplýsinga- og samskiptaþjónustu (ICT) og þróun fyrir farsímaöpp handa ferðamála- og heilbrigðisiðnaði.“ Þetta er dæmi um hvernig sýnin hljómað. Hún ætti að vera augljós hverjum sem sér hana og fyrir frumkvöðulinn að koma henni á framfæri.
KYNNINGARSTIG
Þegar frumkvöðullinn ert tengdur og helgaður sýninni þarf hann að einbeita sér að kynningunni. Kynning framsetur verkefni með upphafi og ábyrgð á þjónustu eða framleiðslu.
15 VET4Start-Up, Creative Problem Solving Methodology for Start-uppers, VET4Start-Up project partnership 2016
Á kynningarstiginu þróar frumkvöðullinn áform með vissum vegvísum og verkefnum til að koma kynningunni af stað.
STJÓRNUNARSTIG
Þegar kynningin verður að áformi þarf frumkvöðullinn að finna og safna saman fjölbreyttum tilfellum og rannsóknum, til að framkvæma kynninguna. Þetta er mjög mikilvæur tími í þróun sérhvers sprotafyrirtækis því það er byrjun verkefnisins sem tryggir hvort frumkvöðullinn nái árangri í að koma fyrirtæki á framfæri og stýra því til vaxtar og velgengni.
VIÐSKIPTAÞRÓUNARSTIG
Þegar fyrirtækið fer að vaxa og ná fótfestu má frumkvöðullinn ekki slaka á heldur þarf hann að þróa fyrirtækið í takti við þrýsting markaðar og samkeppni. Því þarf frumkvöðullin að vera skapandi í aðlögun á fyrirtækinu samkvæmt stöðugum breytingum á þörfum markaðsins. Mikilvægt er fyrir frumkvöðulinn að skilja hin mismunandi stig vegferðarinnar og að stýra milli stiga án meiriháttar áfalla eða truflana.
HUGMYNDIN FER Á MARKAÐ
Áskorun hvers frumkvöðuls er að framkvæma hugmynd sem getur orðið að vöru, þjónustu eða kerfi handa fólki, stofnunum og fyrirtækjum sem þarfnast vörunnar, þjónustunnar eða kerfisins og sem eru reiðubúin til að borga fyrir slíkt. Eftirfarandi vegvísir er ekki höggvinn í stein en ætti að vera sem sveigjanlegt vegakort sem hjálpar frumkvöðlum að fara með hugmynd á markað og stofna fyrirtæki.