VEGVÍSIR - SKAPANDI VANDAMÁLASAUSNIR FYRIR FRUMKVÖÐLUN
2. KAFLI – Aðferðafræði vandamálalausna sem tengjast frumkvöðlun Hvernig gæti sköpun hjálpað frumkvöðli? ÞRÓUNARSKREF FRUMKVÖÐULS15 Upprennandi frumkvöðull mun fara í gegnum NOKKUR STIG í þróun sprotafyrirtækis.
DRAUMASTIG
SÝNARSTIG
KYNNINGARSTIG
HUGMYNDIN FER Á MARKAÐ
VIÐSKIPTAÞRÓUNARSTIG
STJÓRNUNARSTIG
DRAUMASTIG Fyrsta þróunarstig frumkvöðulsins er draumastigið. Verðandi frumkvöðull á sér fyrst í stað draum um eigið fyrirtæki sem framleiðir eitthvað sem hann hefur áhuga á. Draumurinn er í fyrstu nokkuð þokukenndur varðandi lokamarkmið. Draumurinn er mikilvægt stig í skapandi hugsun og getur varað í nokkrar vikur, nokkur ár eða jafnvel alla ævina. Heimurinn er fullur af dreymendum en málið er svo að breyta draumi í veruleika. Þegar draumurinn hefur náð tökum þá er mikilvægt að breyta honum í sýn. SÝNARSTIG Sýnin er hugmynd um hvað eitthvað verður í framtíðinni. Þegar frumkvöðullinn skráir framtíðarsýn sína mun hann segja hvað fyrirtækið á að verða. Sem sagt, hún segir hvar við viljum vera og hvað við viljum verða í framtíðinni. Því skýrari og nákvæmari sem sýnin er orðuð því skarpari verður frumkvöðullinn í framkvæmd og hvötum til að sjá hana rætast. Sýnin skal vera einföld og ekki lengri en þrjár, fjórar línur. „Fyrir 2022 vil ég eiga fyrirtæki sem leggur til upplýsinga- og samskiptaþjónustu (ICT) og þróun fyrir farsímaöpp handa ferðamála- og heilbrigðisiðnaði.“ Þetta er dæmi um hvernig sýnin hljómað. Hún ætti að vera augljós hverjum sem sér hana og fyrir frumkvöðulinn að koma henni á framfæri. KYNNINGARSTIG Þegar frumkvöðullinn ert tengdur og helgaður sýninni þarf hann að einbeita sér að kynningunni. Kynning framsetur verkefni með upphafi og ábyrgð á þjónustu eða framleiðslu. 15
VET4Start-Up, Creative Problem Solving Methodology for Start-uppers, VET4Start-Up project partnership 2016