Skýrsla um gagnasöfnun Framtíðin Fulltrúar fyrirtækjanna spurðu hvort allir þurfi að læra frumkvöðlun og nýsköpun og hvort við þurfum ekki lengur á „venjulegum starfsmanni“ að halda. Þeir bentu líka á að nýsköpun er ekki nauðsynleg forsenda árangurs í fyrirtækjarekstri og hægt er að bera þetta saman við skilgreiningarnar framar í þessari skýrslu sem voru byggðar meira á nýsköpun. Samfélagsstraumar snúast um að áherslan er ekki á varanlegt ævistarf. Því þarf menntun að aðlaga sig þessari þörf með því að einblína á frumkvöðlun og nýsköpun á ákveðinn hátt og með því að styðja nemendur til að þroska með sér áhuga á þessum greinum á tvennan hátt: með því að nemendur taki fullan þátt í langtímaverkefnum, og með þátttöku frumkvöðla í starfsemi menntastofnana.
Með kennurunum Frumkvöðlun og nýsköpun í skólastofunni Margir kennaranna sem rætt var við sjá sig gagnvart nemendum frekar sem miðlara og aðstoðarmenn (facilitators) en kennara. Þeir leggja áherslu á að skapa rétt námsumhverfi sem eflir námið. Kennarar ræða frekar um nálganir en nýsköpunarleiðir, -verkfæri. Kennararnir ræða fjölbreytni og benda á að nemar koma með mismunandi bakgrunn og tilföng og sjá ekki nýsköpunar- eða frumkvöðlahegðun í sama ljósi. Þannig gæti einhver sem ekki virðist vera efni í frumkvöðul samt gegnt lykilhlutverki í rekstrarþróun vegna frumkvöðlalegs viðhorfs. Þörf er á umræðu. Kennarar meina að virk þátttaka í hlutverkaleik og tilvikagreiningu (case analysis) gegni lykilhlutverki í að þróa sköpun og frumkvöðlaviðhorf. Nemendur sýna meiri áhuga þegar kennarar fjalla um raunveruleg tilfelli í kennslunni. Nú er stefnt að slíku í útfærslu í faginu en svo er litið á það sem almennan grunnþátt fyrir framtíðarmenntun (ekki bara í frumkvöðlun) næstu 5-10 ára. Háskólakennarar eru fagmenn sem leitast við að koma á framfæri við nemendur sína viðhorfi vandamálalausna og mannlegri, eðlislægri færni (soft skills). Þeir voru sammála um að þegar nemendum er veitt meira sjálfstæði í námi og vali á innihaldi þess ætti að leyfa meira að læra af mistökum (trial and error) til að hvetja þá til að reyna. En svo er mögulegt að meira sjálfræði nemenda í námi minnki hvöt þeirra. Nemendur þarfnast ýtinga og hvatninga og er það oft tilfellið þegar námsefnið er innan ákveðins ramma. Einnig þarf að rækta og innræta nemendunum sjálfsöryggi, fróðleiksfýsn og sjálfsþroska til að kveikja frumkvöðlaáhuga en líka til að þeir aðlagist betur í síbreytilegu markaðslandslagi. Starfsgreinakennarar kalla á frekari starfsmiðað nám.
IO1. Skýrsla um gagnasöfnun 23