CDTMOOC Fræðileg gagnasöfnun

Page 25

Skýrsla um gagnasöfnun Þróun eigin færni Að koma sér út úr þægindarammanum er grunnkrafa fyrir kennarana sjálfa til að viðhalda þekkingu sinni og styrkja hana í starfi. Kennurum er ætlað að vera sjálfstæðir í nýsköpunar- og frumkvöðlanámi sínu og eru stöðugt að leita leiða til að mynda samband við fyrirtæki. Einnig er mikilvægt fyrir kennara og nemendur að sækja innblástur úr ýmsum áttum (ráðstefnur, netið, viðburðir, menningarlegt og listrænt efni og svo auðvitað útgefið efni) því að samhengið getur haft mikil áhrif á viðhorf til nýsköpunar og nýrra áskorana. Almennt séð þarf að gefa gaum sýninni á þarfirnar svo að kennarar nýti sér nýbreytni í námsumhverfinu samkvæmt raunverulegum þörfum varðandi framtíðarstörf og frumkvöðlun. Sumir viðmælenda nefndu einnig þróun kennsluaðferða sinna í samstarfi við aðra kennara og rannsóknaraðila til að ræða markmið námsleiðanna, innihald, verkefnavinnu o.þ.h.

Framtíðin Viðmælendur bentu á að framtíðin sé óviss og ekki sé nein uppskrift að kennslu. Því leitast þeir við að „kveikja á rofa nemendanna“ þannig að þeir byrji að spyrja og finni sjálfir svörin. Kennarar viðurkenna að þeir þurfi að auka samstarf við frumkvöðla til að skilja betur þeirra sýn á viðskiptalífið.

Með nemendunum Sjálfskynjun á eigin frumkvöðlunaráhuga er mismunandi og á viðhorf til nýsköpunar og er þetta háð reynslu og mögulega þroskastigi hjá svo ungu fólki. Báðir þættir mótast mjög af sjálfsörygginu sem nemandinn hefur tamið sér hingað til.

Lært að vinna

Í umræðum varð nemendunum tíðrætt um kröfur vinnumarkaðarins. Þeim á til að finnast að bil sé á milli færni sem starfsumhverfi setur og færni og þekkingar sem fæst með námi, og bentu þeir á nám og starf sé mjög aðskilið. Þeim var í mun að leysa þennan mismun og nefndu fjölda leiða til þess. Þessir nemendur virtust hafa góða hugmynd um mögulegar nýsköpunarleiðir. Nemendurnir bentu á að þeir þurfi að læra alls konar færni, alveg frá grunnfærni. Til að gera þetta geta þeir nýtt sér ýmis úrræði: sjálfboðastarf, starfsráðningar, netið… Þá langar mikið að sjá í námi

IO1. Skýrsla um gagnasöfnun 24


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.