TAKTURINN Félagsblað Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík
2. tölublað - 3. árgangur
1
Ritstjóraávarp Ágætu laganemar, Þá er komið að útgáfu síðara tölublaðs Taktsins, ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt. Við val á efni í blaðið lögðum við áherslu á að hafa það bæði á léttu nótunum og fræðandi, ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Jafnframt eru kosningar á næsta leyti og fannst okkur því tilvalið að kynna starfsemi Lögréttu betur og hvað felst í því að gegna slíkum störfum. Ég vil hvetja alla til þess að gefa kost á sér í komandi kosningum enda er það bæði gefandi og skapandi að taka þátt í félagsstörfum. Ég vil þá sérstaklega hvetja fólk til þess að gefa kost á sér í ritnefnd Taktsins og halda honum lifandi, en líkt og fram kom í ávarpi mínu í fyrra tölublaði tel ég útgáfu þessa tímarits mjög mikilvæga viðbót við starf Lögréttu.
Efnisyfirlit Gangaspjall . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Ástin í lagadeildinni . . . . . . . . . . . . 6 Skiptinám. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Þorbjörn Þórðarson. . . . . . . . . . . . 10 Nýárshátíð . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Gangaspjall . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Að opna Lögmannsstofu. . . . . . . . 17 Málflutningskeppni. . . . . . . . . . . . 19 Kynning á embættum. . . . . . . . . . 20 Ráðning lögfræðinga/laganema. . . . 22
Að lokum vil ég koma því á framfæri að það var mér sönn ánægja að fá að stýra þessu riti og klárlega reynsla sem ég mun búa að alla ævi. Ég vil einnig þakka Adelu, Bjarka, Evu og Eygló Sif fyrir samstarfið enda topp eintök þar á ferð sem gerðu útgáfu blaðsins að veruleika. Njótið vel og takk fyrir okkur, Sandra Steinarsdóttir, ritstjóri. Útgefandi: Lögrétta Prentun: Litla Prent Sérstakar þakkir: Rafn Erlingsson og allir þeir sem komu að gerð blaðsins með einum eða öðrum hætti Upplag: 200 eintök Umbrot og hönnun: Rafn Erlingsson
Ritnefnd Taktsins
2
vinstri: AdelaEygló Lubina, Sif Sigfúsdóttir, Frá vinstri: EvaFrá Oliversdóttir, Sif Eygló Sigfúsdóttir, Sandra Sandra Steinarsdóttir, ritstjóri, Bjarki Þórsson Steinarsdóttir, ritstjóri, Adela Lubina, Bjarki Þórsson og Eva Oliversdóttir.
Stéttarfélag allra lögfræðinga Það getur skipt gríðarlegu máli að njóta stuðnings öflugs hagsmunafélags. Stéttarfélag lögfræðinga stendur vörð um réttindi, kjör og menntun félagsmanna. Aðild að SL veitir aðgang að orlofssjóði, sjúkrasjóði, styrktarsjóði, starfþróunarsetri og starfsmenntunarsjóði. Kynntu þér félagið og sæktu um aðild á bhm.is/sl.
Stéttarfélag lögfræðinga | Borgartúni 6 | Reykjavík | Sími 581 2720 | www.bhm.is/sl
3
Gangaspjallið Takturinn fann sér nokkra hressa laganema og -kennara og ákvað að tékka á stöðunni.
Bergþóra Friðriksdóttir, 2. ár
Guðríður Harpa Ásgeirsdóttir, 3. ár
Kristófer Fannar Guðmundsson, 2. ár
Í hvaða menntaskóla varstu? FVA, Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi
Tókstu þér frí eftir menntaskóla eða fórstu beint í HR? Ég kláraði MK á þremur og hálfu ári eða jólin 2009. Frá janúar 2010 til júní 2010 bjó ég í Kaupmannahöfn með vinkonu minni. Við unnum frá 6 á morgnana til hádegis alla virka daga og nýttum svo restina af deginum á kaffihúsum og í búðum. Afar ljúft líf.
Í hvaða menntaskóla varstu? Verzlunarskóla Íslands.
Tókstu þér frí eftir menntaskóla eða fórstu beint í HR? Vann í hálft ár Ertu að vinna með náminu? Nei. Hvað er draumastarfið eftir útskrift? Hef heyrt að skilanefndirnar séu að borga vel, það væri ekki slæmt að komast í eina þannig. En annars þykir mér samkeppnisrétturinn frekar spennandi. Ef þú ættir að velja einhvern kennara til að djamma með, hver yrði fyrir valinu? Hulda refsiréttarkennari er frekar hress, held ég myndi velja hana. Te&kaffi eða Málið? Te&kaffi er mun betra. Vandræðanlegt móment? Ekkert sem ég man. Síðasta flík sem þú keyptir þér? Það munu vera Jeffrey Campbell Cuffed skór. Skemmtilegasti viðburður Lögréttu? Nýárshátíðin var hrikalega hress! Bjór eða sterkt? Elska bjór og elska sterkt, fer eftir skapi. Uppáhalds veitingastaður? Galito á skaganum, en Grillmarkaðurinn í Reykjavík. Hvernig bíl áttu? Gráa dúllu Micru.
Ertu að vinna með náminu? Já ég er að vinna með náminu. Skúra í einn klukkutíma á dag, fimm sinnum í viku, sem er að mínu mati mjög góð vinna með skóla. Ég tek svo einstaka sinnum að mér verkefni hjá Apex lögfræðiþjónustu. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Ég er frávik sem horfi varla á neina sjónvarpsþætti. Er vanalega sofnuð áður en 2 mínútur eru liðnar af þættinum. Fyrirmynd þín í lífinu? Stóra systir mín er mín helsta fyrirmynd. Hermi vanalega eftir öllu sem hún gerir og er hún mjög líklega ástæða þess að ég fór í lögfræði til að byrja með. Skemmtilegast viðburður Lögréttu? Mér fannst Ný Árshátíðin mjög vel heppnuð og skemmtileg í alla staði. En ætli ég verði ekki að segja málfundirnir svo að Magga vinkonu mín verði ekki brjáluð. Hversu oft í viku ferðu á æfingu? Ég fór 5-6 sinnum í viku en nú er ég að safna kúlu svo að meðgöngujóga þrisvar sinnum í viku verður að duga fram að sumri. Te&kaffi eða Málið? Te&kaffi, ekki spurning. Það er einhver menningarlegur bragur yfir því.
4
Uppáhalds skemmtistaður? Góð party finnst mér nú skemmtilegri en bærinn, en vanalega verður Vegamót fyrir valinu.
Tókstu þér frí eftir menntaskóla eða fórstu beint í HR? Fór beinustu leið í þetta hágæða laganám hér í HR. Ertu að vinna með náminu? Nei, alveg laus við það. Hvað er draumastarfið eftir útskrift? Að komast að hjá Lögmannsstofu Þóru Hallgrímsdóttur sem verður vonandi stofnuð í náinni framtíð. Ps. treysti að þú munir eftir þessum orðum mínum Þóra. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Að sjálfsögðu, Suits. Game of Thrones er líka í miklu uppáhaldi. Annars er ég voða lítill sjónvarpsog þáttamaður. Hvað ætlaru að gera í sumar? Þó nokkuð líklegt að ég verði í afleysingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum eða á Selfossi. Fyrirmynd þín í lífinu? Amma gamla fær þann heiður. Uppáhalds skemmtistaður? Ég enda einhvern veginn alltaf á Danska barnum. Annars hefur maður stundum verið dreginn inná þennan B5 stað sem er víst alltaf voða vinsæll. Eitthvað sem fáir vita um þig? Ég spila á gítar, sem er þó aðallega tekinn upp þegar ég er búinn að fá mér allavega í aðra tána, ef ekki báðar.
Ástin í lagadeildinni Laganemar HR þykja fyrsta flokks makaefni enda vel gefið fólk sem sérhvert mannsbarn dreymir um að eyða ævinni með. Er því engin tilviljun að þeir eigi það til að para sig saman. Við spurðum nokkur pör sem kynntust í lagadeildinni spurninga um sambandið og forvitnuðumst um hvort laganemaástin sé jafn fullkomin og hún hljómar.
Anton Birkir og Eygló Sif Hvernig kynntust þið? Í miðstjórnarpartýi síðasta sumar. Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? Í hálft ár Hvernig er að vera í sama námi? Kostir: Anton getur notað bækurnar hennar Eyglóar. Á móti er Anton oftar í tímum sem fær Eygló til að vera duglegri að mæta niðrí skóla og læra. Svo er auðvitað þægilegt að geta rætt námið og leitað ráða hjá hvor öðru. Ókostir: Ekki margir fyrir okkur, en kannski fleiri fyrir fólkið sem þarf að umgangast lagaparið. Hvort ykkar er betri námsmaður? Við erum ekki sammála og bendum á hvort annað. (Forsetalistinn talar samt sínu máli, kveðja Eygló)
Aldís Geirdal og Gunnar Ingi Hvernig kynntust þið? Við kynntumst í skólanum, eyddum ófáum stundum saman í MBL húsinu gamla góða og deildum sameiginlegum áhuga okkar á matseld. Við vorum líka dyggir viðskipta vinir Te&Kaffi þar sem kókoskaffilatte var drukkið í óhófi, Te&Kaffi „sponsoraði” klárlega okkar fyrstu kynni! Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? 3 ár Hvernig er að vera í sama námi? Kostir: Það er fínt að vera í sama námi, við getum rætt alla hluti og hent hugmyndum okkar á milli og skiljum vel álagið sem fylgir laganáminu.Ókostir: Ætli það sé ekki bein áhrif þess að vera alltaf að henda hugmyndum okkar á milli. Það er svolítið mikið af lögfræði í lífinu, full mikið stundum. Og ekki var það nú betra þegar við sátum bæði í stjórn þá var nú lítið annað rætt á heimilinu en lögfræðin og Lögrétta! Hvort ykkar er betri námsmaður? Aldís er betri að læra en Gunnar er betri í því að þykjast læra. Gunnar krefst þess að þetta verði túlkað sem jafntefli.
Anna Björg og Hlynur Hvernig kynntust þið? Við kynntumst vorið 2010 þegar við fórum í framboð í Skemmtinefnd Lögréttu gegn hvort öðru. Í kjölfarið byrjuðum við að tala saman og áhuginn vaknaði. Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? U.þ.b. tvö og hálft ár. Hvernig er að vera í sama námi? Kostir: Álagstímar í námi eru þeir sömu og þar af leiðandi höfum við skilning á því sem að hinn aðilinn er að ganga í gegnum, t.d. erfið verkefni eða strembin prófatímabil. Við eigum sameiginlega vinahópa og samtvinnað félagslíf. Svo er voðalega þægilegt að geta farið saman í hádegismat eða kaffipásur, sérstaklega þegar það er mikið að gera og stærstum hluta dagsins er eytt í Nauthólsvíkinni. Ókostir: Okkur hættir til að hellast út í rökræður um réttarheimildalega stöðu eðli máls eða endurmat Hæstaréttar á munnlegri sönnunarfærslu. Það gerist líklega sjaldan hjá „venjulegum“ pörum. Hvort ykkar er betri námsmaður? Anna Björg var bráðgert barn og hefur þar af leiðandi vinninginn.
5
T heódóra Sigurðardóttir skiptinemi í madrid: Skólalóðin var eins og klippt út út amerískri bíómynd með allskonar campusum og cafeteríum.
Rugl að fara ekki í skiptinám Afhverju ákvaðst þú að fara í skiptinám? Skiptinám er kjörið tækifæri til þess að ferðast og skoða heiminn án þess að eyða handlegg. Það er öðruvísi að búa á einhverjum stað og maður kynnist landinu og menningu þess á annan hátt en þegar maður ferðast í styttri tíma. Það er eiginlega rugl að fara ekki í skiptinám! Afhverju valdir þú þennan stað? Það kom eiginlega aldrei neinn annar staður til greina en Spánn. Ég hef alltaf heillast af Spáni og landið er æðislegt í alla staði. Tungumálið er ótrúlega flott, menningin söguleg og fjölbreytt og svo er næturlífið eins fjörugt og það gerist. Ekki skemmdi heldur fyrir tilhugsunin um 20 gráður og sól. Spánverjar eru taldir vera afskaplega rólegir og yfirvegaðar týpur og virðast aldrei vera í neinu stressi en mér fannst það virka sem spennandi og nauðsynleg tillbreyting á okkar daglega stressaða umhverfi. Kom reyndar síðan í ljós að mér fannst það frekar pirrandi hvað þeir voru lengi að öllu ;) Hvernig var allt ferlið varðandi að komast út? Skiptiskólinn lætur þig fá allar þær upplýsingar sem þörf er á en bæði Gullý á alþjóðaskriftofunni í HR og fólkið sem starfar á alþjóðaskrifstofunni úti sáu til þess að maður var vel undirbúin fyrir skiptinámið. Manni leið alltaf eins og maður væri öruggur. Það eina sem maður þurfti í raun að pæla í sjálfur var að finna íbúð en ég held að það hafi reddast hjá öllum án mikilla vandræða. Hvernig var skólinn úti? Skólinn úti kallast Carlos III og er frekar fínn skóli á spænskan mælikvarða. Lóðin sjálf samanstendur af um 20 byggingum og til að byrja með var ekki létt að rata. Skólalóðin var eins og klippt út út amerískri bíómynd með allskonar campusum og cafeteríum. Aðstaðan var samt voða svipuð og hérna heima, notast var við glærur og töflu í kennslu. Aðgangur að kennurum var samt öðruvísi en hér en þeir svara aldrei tölvupóstum og aldrei spurningum í tímum. Veit ekki enn hvernig maður á að fara að ef maður vill spyrja að einhverju. Hvar bjóstu á meðan? Ég bjó í íbúð í miðbæ Madrídar með vini mínum frá Íslandi og systur minni sem kom í 2 mánuði og var í starfsnámi á sjúkrahúsi í Madríd. Flestir skiptinemarnir leigðu íbúð í miðbænum
6
en einnig var í boði að leigja herbergi á campus í skólanum. Þeir sem leigðu herbergi hjá skólanum lentu þó oft í því að þurfa að fara fyrr eða bíða til morguns þegar við vorum úti á lífinu til þess að taka almenningssamgöngur heim. Mæli ekki með því að búa á campusnum ef maður ætlar til Madríd. Það er smá erfitt að fá leigða íbúð í Madríd í svona stuttan tíma en þar er allt hægt. Við vorum búin að panta gistingu á hosteli fyrstu þrjár næturnar okkar og notuðum tímann til þess að skoða íbúðir. Á þriðja deginum fundum við æðislega íbúð alveg í hjarta borgarinnar en við vorum þó ansi heppin með hana enda vorum við farin að vera mjög stressuð og farin að íhuga að taka aðrar hrikalegar sem við höfðum séð sama dag. Við fundum allar íbúðirnar sem við skoðuðum á netinu og mitt eina ráð fyrir þannig íbúðarleit er, athugið myndirnar ljúga yfirleitt alltaf. Var námið erfitt? Ég er kannski ekki góður kandídat til þess að tala um námið sjálft þar sem að áfangarnir í lögfræði voru allir kenndir á spænsku og því tók ég áfanga á hagfræðisviði. Mér fannst þetta mjög flókið og illskiljanlegt en kannski ekki nema von enda allir áfangarnir 4-árs áfangar og því búist við að maður hafði einhvern grunn. Ég vissi að þetta yrði strembið áður en ég lagði í hann en lét ekki segjast enda var ég einfaldlega búin að ákveða að ég ætlaði til Madrídar. Sé ekkert eftir því en ég gerði þetta ef til vill full flókið fyrir mig. Hvað var það besta við Madrid? Madríd er stórkostleg borg og það er eiginlega ekkert eitt best við hana. Það var æðislegt að vakna og fara út að fá sér yndislegt kaffi á hverfis-kaffihúsinu og skoða mannlífið. Það besta við Madríd er bara að rölta um, jafnvel týnast, og finna eitthvað nýtt og spennandi í kjölfarið enda endalaust hægt að uppgötva. Skemmir heldur ekkert fyrir að flottustu fatabúðir Evrópu voru allar í göngufjarlægð. Madríd samanstendur af nokkrum mismunandi hverfum en hvert og eitt þeirra hefur sinn sjarma. Í uppáhaldi er hið svokallað Malasana-hverfi en þar iðar allt af mannlífi enda mikið um lítil kaffíhús og listasýningar. Chueca-hverfið er einnig í miklu uppáhaldi en það er hverfi samkynhneigðra og alltaf eitthvað um að vera þar. Ertu með einhver ráð til þeirra sem eru að hugleiða skiptinám? Ég segi bara eins og Nike, just do it!
Ó mar Berg Rúnarsson skiptinemi í tilburg:
Ekki ólíkt lagadeild HR Afhverju ákvaðst þú að fara í skiptinám? Hmmm ástæðurnar eru nokkrar, en líklega var það helst að mig langaði að breyta um umhverfi. HR er frábær skóli en ég var orðinn svona aðeins „leiður“ á sömu daglegu rútínunni. Að fara í skiptinám erlendis, breyta um umhverfi og kynnast öðru fólki var því tilvalið fyrir mig. Afhverju valdir þú þennan stað? Holland varð fyrir valinu af nokkrum ástæðum, m.a. er löglegt að nota kannabis hérna og kaupa vændisþjónustu (djók!!). Háskólinn sem ég stunda nám við, Universiteit van Tilburg (UvT), virtist einfaldlega vera nokkuð góður skv. alþjóðlegum stöðlum auk þess sem allt námið fer fram á ensku (ég er þó að reyna að læra smá hollensku). Svo í rauninni leit allt annað bara vel út, öll aðstaða virtist vera góð og það er bæði auðvelt og tiltölulega ódýrt að ferðast frá Hollandi til nærliggjandi landa, sem var heillandi. Svo má ekki gleyma að ERASMUS-styrkurinn var afar hentugur, en hann er veittur til þess að stunda skiptinám i Evrópulöndum. Hvernig var allt ferlið varðandi að komast út? Umsóknarferlið var í raun nokkuð ljúft og svo lengi sem maður gætir þess að virða alla tímafresti að þá er maður góður. Þetta er að vísu smá skriffinska, það þarf að safna saman einhverjum pappírum, fá hitt og þetta stimplað og vottað og senda skjölin erlendis en það gekk allt vel. Svo voru alþjóðasviðin bæði í HR og UvT alltaf til taks ef eitthvað var óljóst. Hvað TOEFL enskukunnáttuprófið varðar að þá þurfti ég ekki að taka það, en lagadeild UvT fór þó fram á að ég lýsti því yfir að enskukunnátta mín væri a.m.k. jafngild því sem þarf til að standast TOEFL. Annars ætti enginn að láta umsóknarferlið aftra sér frá því að fara í skiptinám, þetta er allt klárlega þess virði! Hvernig er skólinn úti? Aðstaðan hérna er æðisleg!! Skólinn, þ.e. öll starfsemi hans í heild, er staðsettur um hálfan km frá heimilinu mínu þannig að það tekur mig enga stund að hjóla þangað eða rölta. Öll aðstaða er síðan mjög góð, hvort sem það er bókasafnið, hópavinnuherbergi fyrir nemendur, kennslustofurnar, matsölustaðir skólans o.s.frv. Það sem er samt best er „Tilburg University Sport Center“, en það er íþróttaaðstaða háskólans sem er staðsett einungis um sirka 100 m frá heimilinu mínu. Aðstaðan þar er fyrsta flokks og hægt að stunda m.a. tennis, fimleika, blak, fótbolta, spinning, lyftingar, sund, skvass, klifur, fara í gufubað og svo miklu miklu meira, algjör snilld (og ódýrt, árskort kostar um 17,000 ISK). Fátt er betra en að fara í gufubað á kvöldin með einn ískaldann! Svo er félagslífið við háskólann í raun sér kapítuli út af fyrir sig, það er ekki hægt að láta sér leiðast hérna, partý 2-3 í viku, tónleikar, skíðaferðir, reglulegir „kvöldverðir“ með samnemendum og endalaust af öðrum skipulögðum viðburðum! Hvar býrðu? Stutt frá háskólasvæðinu eru eins konar stúdentagarðar og þar bý ég. Háskólinn mældi með þessu húsnæði, leiðbenti mér varðandi umsóknarferlið og ég einfaldlega fór eftir þeim tilmælum. Á minni hæð í byggingunni búa 16 aðrir krakkar og við erum öll með okkar eigið herbergi en höfum sameiginlegt eldhús, sturtur, baðherbergi, stofu o.s.frv. Einhverjum gæti þótt það fullmikið að hafa 16 meðleigjendur en ég get ekki sagt annað en að ég elska það. Vinir minir, þ.e. meðleigjendurnir, koma frá öllum heimshornum, s.s. Japan, Frakklandi, Kína, Tékklandi, Ítalíu, Suður-Kóreu, Búlgaríu, Skotlandi, Englandi, Póllandi o.s.frv. Við erum 5 strákar og 12 stelpur. Staðsetningin á stúdentagörðunum er síðan mjög góð, stutt í háskólann og alla nauðsynlega þjónustu og það tekur um 10 mín að hjóla í miðbæinn.
Er námið erfitt? Námið hérna við lagadeild Tilburg University er að mínu mati mjög gott og í raun ekki ólíkt því sem ég var vanur frá lagadeild HR, þ.e. verkefnavinna yfir önnina, ritgerðir, hópavinna og lokapróf. Það sem er samt skemmtilegast er að við lagadeildina hérna kenna margir sérfræðingar sem standa mjög framarlega á sínum sérsviðum og reyna að miðla af reynslu sinni til nemenda. T.d. á síðustu haustönn tók ég námskeið í „Alþjóðlegum refsirétti fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi“ og kennaranir höfðu m.a. reynslu af því að starfa fyrir Alþjóðlega Sakamálamadómstólinn, sem er staðsettur hérna í Hollandi. Það sama var uppi á teningnum í öðrum námskeiðum sem ég tók. Ef ég á að vera hreinskilinn, þá er ég ekki að eyða mikla tíma í námið hérna, a.m.k. ekki eins miklum og heima við HR. Ástæðan er þó ekki sú að námið sé ekki krefjandi, heldur frekar að ég vel að eyða tíma mínum í annað. Ég reyni samt að skila öllum verkefnum og svo læri ég vel undir lokaprófin og það virkaði vel á síðustu haustönn og vonandi virkar það vel núna á vorönninni. Það er einfaldlega of margt að skoða, sjá og upplifa í stað þess að hanga alltaf inni á bókasafninu með lagaskruddurnar. Hvað er það besta við Tilburg? Tilburg er mjög „stúdentavæn“ borg finnst mér. Það er mikið af börum og krám í miðbænum sem við krakkarnir sækjum mikið, en auk þess er borgin sjálf mjög „græn“, mikið af almenningsgörðum og „grænum svæðum“ þar sem hægt er að stunda útihlaup og aðra hreyfingu, eða bara slaka á þegar veðrið er gott. Borgin sjálf er ekki mjög stór, en fyrir vikið er auðvelt að ferðast á milli staða en ég fer allra minna ferða á reiðhjóli eða gangandi. Svo er Tilburg staðsett á hentugum stað, það tekur ekki langan tíma að fara til Amsterdam, Brussel eða Parísar. Ertu með einhver ráð til þeirra sem eru að hugleiða skiptinám? Tjaaa í raun bara að ef áhugi er fyrir hendi að kýla á þetta. Þetta er að mínu mati einstakt tækifæri til þess að flytja til annars lands, kynnast einhverju öðru, stunda nám við góðan háskóla og fá síðan allt námið metið til eininga. Eina heilræðið sem ég gef er að fara í skiptinam í heilt ár, sem er það sem ég geri. Nánast allir skiptinemar sem ég þekki óska þess að þeir hafi stundað skiptinámið í tvær annir í staðinn fyrir eina. Ég er buinn að vera hér í Hollandi síðan í ágúst og verð fram í júní nk. Að þessu stöddu get ég ekki sagt að mig langi heim!!
7
8
L ena Mjöll Markúsdóttir skiptinemi í hamburg:
Ómetanleg lífsreynsla Alþjóðaskrifstofan í skólanum var afar sýnileg og hjálpaði okkur með allt milli himins og jarðar og var öll þjónusta í skólanum til fyrirmyndar. Við fengum öll skápa og frítt samgöngukort fyrir allan tímann sem við vorum í skólanum sem var mikil búbót. Hvar bjóstu á meðan? Það voru aðeins nokkur herbergi í boði á heimavist og gilti þar reglan ,,fyrstur kemur - fyrstur fær”. Þeir sem ekki fengu herbergi þurftu að finna húsnæði sjálfir og var ég ein þeirra. Alþjóðaskrifstofan var þó dugleg að senda okkur gagnlegar ábendingar. Þar sem það er skylda fyrir þýsku krakkana að fara í skiptinám á þriðja ári leigðu þeir margir út sínar íbúðir á meðan til skiptinemanna. Ég fékk reyndar íbúð í gegnum eins konar leigulista. Ég endaði í ágætis stúdíóíbúð á sama verði og heimavistirnar en á mun betri stað í borginni. Var námið erfitt? Skiptinemarnir voru í sér kúrsum á ensku og vorum við því ekki í tímum með þýsku krökkunum. Námið var aðallega krefjandi á þann hátt að skyldumæting var í alla tíma og gat maður fallið í kúrsinum eftir eina eða tvær fjarvistir (misjafnt eftir einingafjölda). Engin verkefni voru yfir önnina heldur var námsmat 100% lokapróf, ritgerð eða fyrirlestur. Kúrsarnir voru allir 2 eða 4 ECTS einingar og vorum við því í nokkuð mörgum fögum í einu. Önnin skiptist upp í tvær lotur og þannig var prófavika í október og aftur í desember. Flestir kúrsarnir voru í auðveldari kantinum (ef miðað er við HR) og frekar erfitt að falla í þeim en þeir voru þó afar misjafnir.
Af hverju ákvaðst þú að fara í skiptinám? Mig langaði aðallega í smávegis tilbreytingu, ég var nýbúin að klára BA námið og vildi stíga aðeins út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt. Af hverju valdir þú þennan stað? Þar sem ég er hálf þýsk og bjó í Berlín fyrstu ár lífs míns langaði mig svolítið að fara aftur til Þýskalands. Þegar ég fór að skoða skólana sem í boði voru sá ég að Bucerius Law School í Hamborg er mjög virtur lagaskóli og skiptinámið einblíndi á ,,International and Comparative Business Law” sem heillaði mig mjög mikið. Hvernig var allt ferlið varðandi að komast út? Ég sótti um námið og Erasmus styrkinn með hjálp alþjóðaskrifstofunnar í HR og byrjaði ferlið u.þ.b. hálfu ári áður, eða snemma á vorönn 2012. Námið úti var á ensku og gerði skólinn kröfu um ákveðna einkunn á TOEFL prófinu sem ég tók hérna heima um vorið. Það var mjög mikil aðsókn í prófið og þurfti maður að panta pláss í það með góðum fyrirvara, auk þess sem þau eru ekki haldin mjög oft. Ég undirbjó mig aðeins undir prófið nokkrum dögum áður en að ég fór í það og fann m.a. æfingapróf á netinu sem hjálpuðu mjög mikið.
Hvað var það besta við Hamburg? Hamborg er ótrúlega þægileg borg. Hún er nógu stór til að kallast stórborg en þó ekki svo stór að maður missi alla yfirsýn. Undir lokin var maður farin að þekkja helstu hverfi eins og lófann á sér. Borgin er mikil verslunarborg og mikið er gert úr höfninni og öllu sem tengist verslun. Borgin er auk þess mjög falleg, vel hirt og þar er mjög lítið af túristum. Síðast en ekki síst verður að nefna að djammið í Hamborg er með því brjálaðasta sem ég hef séð og mæli ég með að fólk geri sér ferð þangað sérstaklega til að upplifa það! Klassísk kvöld enduðu með steiktum fisk og weissbier á Fish-market sem opnar klukkan 5 á sunnudagsmorgnum. Ertu með einhver ráð til þeirra sem eru að hugleiða skiptinám? Just do it! Ég hélt fyrst að ég myndi missa af öllu hérna heima ef ég færi út en ég get lofað því að það er alls ekki svo! Þetta er ómetanleg lífsreynsla og ég lærði ótrúlega mikið á því að fara.
Hvernig var skólinn úti? Bucerius Law School er mjög lítill skóli, en í honum eru um 500 nemendur og þar af um 100 skiptinemar. Hann er eingöngu lagaskóli og er fyrsti einkarekni lagaskólinn í Þýskalandi. Hann er eins og áður sagði mjög virtur skóli og situr alltaf efst eða mjög ofarlega á listum yfir bestu lagadeildir landsins. Skólinn er gríðarlega vel staðsettur í miðbæ Hamborgar og eru t.d. ráðhústorgið, helstu verlsunargötur og óperuhúsið í göngufjarlægð (hljómar þetta nokkuð eins og ég sé að lýsa staðsetningu hótels fyrir Úrval Útsýn?!). Hann er í mjög fallegri byggingu og stendur upp við almenningsgarð. Á skólalóðinni er m.a. að finna kaffihús, bókasafn á þremur hæðum og ,,napping room”. Einnig er lítil heilsurækt í skólanum sem kostaði sama og ekkert fyrir önnina.
9
ítarlegt viðtal við þorbjörn þórðarsson:
...þú ert í raun alltaf í vinnunni
Grein eftir Guðmund Hauk Guðmundsson og Halldór Hallgrímsson Gröndal Myndir: Valgarður Gíslason, birt með leyfi ÞÞ
10
Fullt Nafn: Þorbjörn Þórðarsson Fæðingardagur: 3.febrúar 1983 Hjúskaparstaða: Í sambúð Uppeldishverfi: Þróttarahverfið / Langholtshverfið Uppáhalds lið í enska: Liverpool Uppáhalds bíómynd: My left foot Uppáhalds hæstaréttardómur: Hrd. 129/2001, því niðurstaðan stenst ekki skoðun.
Hvar hófst skólagangan? Skólagangan hófst í Langholtsskóla og þaðan yfir í Verzlunarskólann. Ég held að hluta til hafi það verið vegna þess að félagarnir fóru þangað en einnig spennandi skóli. Þar eignaðist ég marga af mínum bestu vinum. Ég ætlaði upprunalega alltaf í MR en það breyttist þegar ég var að klára 10.bekk og ég sé ekkert eftir því. Hvernig var það svo að þú fórst að vinna í fjölmiðlum? Hvar hófst ferillinn? Þegar ég var á öðru ári í lagadeildinni í HÍ þá var ég ekki að finna mig og tók því hlé. Þá fór ég í hæfnispróf hjá Morgunblaðinu og var einn af fimm sem var ráðinn. Þegar ég var á Mogganum þá dreif ég mig áfram að klára lögfræðina og lauk BA prófi frá HÍ. Þegar ég starfaði hjá Mogganum þá kom hrunið og þar sem ég var á viðskiptaritstjórn blaðsins fékk ég það hlutskipti að fjalla um þau mál hjá blaðinu. Eðli málsins samkvæmt voru þetta mjög stór mál. Um svipað leyti og Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri blaðsins, var mér boðið að koma yfir á Stöð 2. Við hættum fjórir á blaðinu og í mínu tilviki var það ekkert vegna Davíðs, ég fékk bara atvinnutilboð. Auðvitað vissi maður að hjá blaði sem var ritstýrt af svona stórum og umdeildum manni, að þá kannski yrðu efnistökin alltaf felld undir skuggann á honum en það réði þeirri ákvörðun ekki að ég færði mig yfir á Stöð2. Næsta haust er ég búinn að vinna þar í fjögur ár og líkar mjög vel við. Hvernig er dagur í lífi fjölmiðlamannsins? Ég mæti rétt fyrir 09:00 og síðan byrjar morgunfundur fréttamanna stuttu síðar. Þar förum við yfir mál dagsins og vaktstjórinn fer í raun hringinn og ræðir hvað er efst á baugi og fréttamennirnir fara yfir þau mál sem þeir vilja fjalla um. Oft hefur kvöldið áður farið í það að kanna eitthvað eða fá hugmyndir. Starf fréttamannsins er þannig vaxið að þú ert í raun alltaf í vinnunni í þeim skilningi að þú ert alltaf að fá hugmyndir eða ert með það á bakvið eyrað að þú ert að fara á vakt. Þá fylgist maður eðli málsins samkvæmt mjög vel með öðrum miðlum og bestu hugmyndirnar vakna oft við að skoða aðra fjölmiða, eða þú færð símtal frá heimildarmanni. Ég er þannig að ég mæti alltaf með mín mál og geri það sem ég vil gera, og það eru aðallega mál tengd viðskiptum og stjórnmálum. Þú veitir lagalegu hlið málanna oft mikla athygli, er það vísvitandi út af menntun eða útaf áhuga þínum? Áhugi minn á lögfræði skiptir miklu máli og ég pæli mikið í lögfræði og er að útskrifast með master frá HÍ núna í júní. Ég velti upp þessari lagalegu hlið mála þar sem hún skiptir oft miklu máli. Fólk er oft að rífast um keisarans skegg, eitthvað sem er tímasóun. Oft skiptir máli hvort að lagaregla var brotin og hvernig hlutnirnir eru ræðst oft af því hver lagaleg hlið málsins er. Þessi lagalega hlið málsins skiptir eiginlega alltaf máli. Það er samt ákveðin list að setja hana fram á mannamáli og maður verður að hafa það á bakvið eyrað þegar maður er að setja fram fréttina, og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir almenning í landinu sem er að horfa á fréttirnar. Ég tel að það hafi vantað vandaða umfjöllun um lögfræðileg álitaefni, sakamál og fleira í íslenskum fjölmiðlum. Það verður að vera góð blanda af fólki með ólíka menntun og bakgrunn
á fréttastofu. Það hjálpar til að hafa fólk með ólíka þekkingu því bæði þarf rétt hugtakanotkun að vera í fréttum en einnig þarf að draga fram hliðar á málum sem ólöglærðir koma ekki alltaf auga á. Telur þú að eignarhald þekktra athafnamanna á fjölmiðlum hafi í dag áhrif á fjölmiðlaumfjöllun og efnistök? Ef þú átt við eignarhald Jóns Ásgeirs á 365 miðlum þá tel ég að það hafi ekki skipt neinu máli. Við erum ekkert að velta fyrir okkur hver á 365 miðla. Við erum ekkert í neinu sambandi við hann og veltum lítið fyrir okkur hvort hann eða einhver annar eigi fyrirtækið sem við vinnum hjá. Finnst þér þú sem fjölmiðlamaður hafa vald til að beina umfjöllun í ákveðnar áttir? Vald fjölmiðla felst í dagskrávaldi. Það er oft notað hugtakið „fjórða valdið“ og er þá verið að tala um áhrifavaldið, og vissulega getur dagskrárvald verið áhrifavald. Valdið felst í að koma máli á dagskrá, en ekki að koma skoðunum á framfæri. Slíkt myndi leiða til þess að blaða og fréttamenn yrðu ófaglegir. Þeir þurfa að gæta hlutlægni í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar geta varpað kastljósinu á einhverjar meinsemdir í samfélaginu og gert það á aðgengilegan hátt og þannig breytt samfélaginu. Við sjáum það bara strax í umfjöllun um kynferðisbrot, og hvað þau eru ofarlega á baugi í samfélaginu núna. Í raun og veru eru fjölmiðlar ótrúlega áhugaverður starfsvettvangur fyrir þá sem vilja starfa í þjóðfélagsmálum. Við sjáum það vestanhafs að ráðgjafar í fyrrverandi ríkisstjórnum starfa í dag sem fréttamenn í fremstu röð. Fjölmiðlar hafa því ótvírætt vald en þeir verða að passa sig hvernig þeir fara með það vald, því það er vandmeðfarið. Áherslan í dag virðist vera að skúbba fyrstur. Telur þú að hraði nútímans komi niður á gæðum fréttaumfjöllunar? Ég tel að í nokkrum tilvikum þá komi krafan um hraða niður á gæðum. Það er mun eftirsóttara að mínu viti að gera færri og vandaðri fréttir en margar og stuttar fréttir. Ástæðan er sú að gæði trompa magn. Það er mikilvægt með öllum þessum nýju samfélagsmiðlum, eins og Twitter og Facebook, að menn týni sér ekki í hraðanum og einbeiti sér að því að standa vörð um grunngildi blaðamennskunar. Allir þessir miðlar hafa sína kosti og ókosti og menn þurfa að hafa það á bakvið eyrað. Ég tel að í grunninn standi fréttastofurnar og dagblöðin ennþá vörð um þessi klassísku vinnubrögð í fjölmiðlum, þessir stóru miðlar að minnsta kosti. Ég hef starfað hjá báðum þessum miðlum og get staðfest það að þar eru vönduð vinnubrögð viðhöfð. Það er líka mikilvægt að blaða- og fréttamenn líkt og ég sjálfur, séum meðvitaðir um það að hugsa ekki alltaf um skúbbin, heldur að hafa það að leiðarljósi að við höfum bara skyldum að gegna gagnvart a) áhorfendum og lesendum og b) sannleikanum. Ef við höldum þessi grunngildi í heiðri þá skiptir ekki alltaf máli að vera með skúbb, því skúbbin skila sér sjálfkrafa þegar þú ert með netið úti. Þegar þú ert með Orvis-stöngina í hylnum og kastar og kastar. Hvert er hlutverk fjölmiðla í tengslum við opinbera málsmeðferð í sakamáli? Ég skrifaði grein um þetta á Vísi.is í fyrra, um samskipti fjölmiðla og réttarkerfisins og ég hef alltaf sagt það að það eru gagnkvæmir hagsmunir þarna á milli. Fjölmiðlar þurfa að fjalla á vandaðan hátt um dómsmál, til þess að réttar upplýsingar skili sér og dómstólar þurfa að aðstoða fjölmiðla að ná þessu markmiði. Þessir aðilar þurfa að hafa skilning og eiga í góðu sambandi því það er dómstólum í hag að umfjöllun í fjölmiðlum um dómsniðurstöður sé vönduð. Ég tel að það séu ýmsir meinbaugir á núverandi fyrirkomulagi. Í stórum sakamálum t.d. Níumenningamálinu hefði mátt vera forgangur fyrir fjölmiðla, eða einhver sæti líkt og þekktist í stórum málum erlendis. Bara með það í huga að þeir sem eru úti í samfélaginu fái réttar upplýsingar. Það eru svona ýmis tæknileg mál sem ég rek í minni grein, og ég held að þetta muni batna til muna þegar upplýsingafulltrúar verði ráðnir til dómstólanna. Þeir geta verið eftir atvikum einhvers konar brú til að tryggja vandaða umfjöllun.
11
Hvernig er samband ykkar við lögmenn? Mitt samband við lögmenn er mjög gott. Ég þekki nokkra persónulega, ekki bara lögmennina sem eru í fjölskyldunni minni. Lögmenn eru misgóðir í samskiptum við fjölmiðla en það er alltaf að batna. Það hefur verið einhver misskilningur í lögmannastéttinni að það sé eftirsóknarvert markmið að halda fjarlægð við fjölmiðla, og ég get alveg haft skiling á því, vegna þess að það á að reka mál fyrir dómstólum en ekki í fjölmiðlum. Ég tel samt að það sé bæði lögmanni og skjólstæðingi hans í hag að svara spurningum blaða og fréttamanna og ef spurningarnar lúta að sakarefninu þá geta þeir einfaldlega sagt að það verði útkljáð fyrir dómstólum. Einnig þegar atriði sem lúta að trúnaði milli skjólstæðings og lögmanns eru annars vegar. Það skilja það allir. Að vera liðlegur og hjálplegur er alltaf lögmanni og skjólstæðingi hans til framdráttar frekar en hitt. Auðvitað hafa einstaka lögmenn orðið uppivöðslusamir í fjölmiðlum og jafnvel hegðað sér með hætti sem er gagnrýniverður, ég ætla ekki að leggja dóm á það. Ég finn engu að síður að það er aukinn skilningur á því að svara spurningum. Þetta snýst auðvitað um traust, og hvaða fréttamaður hringir í þig. Ef viðmælandinn treystir þér ekki, þá er hann tregari til svars, en almennt tel ég að það sé mikilvægt fyrir lögmenn að vera móttækilegir gagnvart því að svara spurningum blaða- og fréttamanna. Er umfjöllun í fjölmiðlum um sakamál kannski viðbótarrefsing í reynd? Fjölmiðlar hafa sínar siðareglur. Við höfum siðareglur á 365 miðlum þar sem meginreglan er sú að það er aldrei nafnbirting fyrr en það er búið að gefa út ákæru. Það er undantekning á þeirri meginreglu ef mál er sérstaklega þannig vaxið eða hefur grundvallarþýðingu fyrir samfélagið eða umfjöllun um málið hefur verið með þeim hætti að það er talið forsvaranlegt að birta nafnið. En við virðum þessa siðareglu algjörlega og ég er duglegur að veifa þessari reglu í siðareglum 365 miðla óspart ef kollegar mínir velta því fyrir sér hvenær á að birta nöfn sakborninga. Hinir fjölmiðlarnir hafa sínar siðareglur, og svo höfum við náttúrulega viðmiðunarreglur í fjölmiðlalögum, og siðareglur Blaðamannafélags Íslands þar sem er ákvæði um að gæta þess að umfjöllun sé ekki óþarflega íþyngjandi fyrir þann sem er til umfjöllunar. Auðvitað eru fjölmiðlarnir misgóðir í að virða þessar reglur, en á seinni árum er það bara DV sem hefur gengið lengra í nafnbirtingum og myndbirtingum. En þeir hafa samt batnað mjög mikið að mínu viti. Eins og Hæstiréttur hefur staðfest í dómum þá er íþyngjandi fjölmiðlaumfjöllun ekki viðurkennd refsiákvörðunarástæða í íslenskum rétti, svo umfjöllun fjölmiðla á ekki að skipta máli í því samhengi. Er það ekki líka hlutverk þeirra kannski? Þeir eru þannig miðill. Þeir eru okkar blanda af Daily Mirror og Sun. Þeir eru á þessari syllu í íslenskum fjölmiðlum, hafa markað sér þessa stefnu og er ekki bara ágætt að hafa einn slíkan fjölmiðil? Ég treysti mér kannski ekki til þess að svara því. Þú sagðir einhvern tímann að það besta við fréttamannsstarfið væri að geta tekið upp símann, hringt í hvern sem er og spurt að hverju sem er. Hringir þú bókstaflega í hvern sem er ef tilefni gefst til og spyrð að hverju sem er? Já, ef ég tel spurninguna vera áhugaverða. Ef það varðar eitthvað sem er til umfjöllunar í fjölmiðlum. Ég man að ég spurði einu sinni Jón Helga í BYKO hvers vegna þeirra seldu ekki Coke Light í dósum í Krónunni úti á Granda en það var meira í gríni gert. Þetta var uppá Mogga og vakti ómælda kátínu hjá vinnufélögunum. Ég bjó þá á Framnesvegi í Vesturbænum og verslaði í umræddri verslun. En það sem ég á við er að við getum náttúrulega gert þetta. Ég get hringt í ráðherra, aðra
Við höfum siðareglur á 365 miðlum þar sem meginreglan er sú að það er aldrei nafnbirting fyrr en það er búið að gefa út ákæru. 12
stjórnmálamenn, fólk úr atvinnulífinu, einstaklinga í viðskiptum, og fengið upplýsingar um eitthvað mál sem ég er að fjalla um. Og það er réttur minn að gera það. Það er viðurkennt í samfélaginu að fjölmiðlar geti aflað sér upplýsinga með þessum hætti. En ef einhver annar en blaða- og fréttamaður myndi hringja í viðkomandi og vera með ágengar spurningar þá myndi viðkomandi líklegast skella á. Kostur starfsins birtist í þessu að geta hringt og spurt spurninga. Og besta spurningin, eins og Mike Wallace og Larry King voru sammála um, er „why?“, eða „af hverju.“ Larry King lýsti þessu ágætlega í bók sinni „How to talk to anyone, anytime, anywhere” og lýsir þessu þannig að besta spurningin sé bara af hverju. Og fjölmiðlamenn verða að muna að þeir eru í vinnu hjá almenningi, og bera bara skyldur gagnvart almenningi, og sannleikanum, og þar birtist mikilvægið.
Það er mun eftirsóttara að mínu viti að gera færri og vandaðri fréttir en margar og stuttar fréttir. Ástæðan er sú að gæði trompa magn Þú varst mjög áberandi í fyrra á Stöð 2 og varst mikið að fjalla um forsetakosningarnar. Hvernig þótti þér að fjalla um þessar kosningar og þar með talið að stjórna hinum frægu kappræðum. Við vorum náttúrulega sett í ómögulega stöðu. Ég vil bara biðja fólk um að hugsa um hvernig það sé að vera settur í þær aðstæður að vera í beinni útsendingu að stýra þætti og viðmælendurnir ganga bara út. Ég lét einhver ummæli falla þarna um Ara Trausta Guðmundsson, það var dálítið hrokafullt af mér og ég sé eftir því og hefði kannski átt að biðjast afsökunar, en þetta var náttúrulega bara saklaust grín. Áhorf á umræðuþáttinn var stjarnfræðilega mikið. Að því leyti heppnaðist hann vel. Hann var bara „success“ þessi þáttur því áhorfið var svo mikið. En þessi darraðadans í upphafi þáttarins og aðdragandinn var auðvitað leiðinlegur. Stöð 2 og við hefðum átt að standa betur að þessu, en mistök eru til þess að læra af þeim. Mörgum fannst ég vera eitthvað ósanngjarn við Ólaf Ragnar í þættinum sjálfum, en ég talaði við ráðgjafa forsetans eftir þáttinn og þau voru mjög ánægð með að hann skyldi fá þær spurningar sem ég beindi að honum í þættinum því þá fékk hann tækifæri til að svara þeim. Ég held að þessi þáttur hafi bara styrkt Ólaf Ragnar enda er hann meistari kosningabaráttunnar, og ég ber mjög mikla virðingu fyrir forsetanum okkar. Hef tekið viðtöl við hann á öðrum vettvangi en í þessum þætti, og okkar samband hefur alltaf verið gott. Fyrir áramót þá fjallaði Kastljósið mikið um skýrslu Ríkisendurskoðunar um tölvukerfi ríkisins sem lekið var til fréttastofu RÚV. Einn þingmaður kallaði skýrsluna þýfi og vildi málið á borð lögreglunnar. Hvaða ferli hefði farið í gang ef slíkri skýrslu hefði verið lekið til þín? Nákvæmlega sama ferli og hjá Kastljósi. Vegna þess að þarna voru almannahagsmunir undir. Og ef fjölmiðlar fá svona á borð til sín, þá er brotið ekki hjá fjölmiðlum sem segja frá, heldur hjá þeim sem lak og við þurfum að vernda heimildarmenn okkar. Og ég er t.d. algjörlega ósammála gamalli túlkun FME á bankaleyndarákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Ég var nú grunaður um það að hafa brotið bankaleynd af FME og var til rannsóknar þegar ég var hjá Morgunblaðinu fyrir brot á bankaleynd, af því ég fjallaði um lánabók Kaupþings. Það mál var síðan fellt niður af settum ríkissaksóknara Birni Bergssyni. Ég tel að þú getir ekki brotið bankaleynd tvisvar. Ef einhver hefur brotið bankaleynd þá er brotið bara þar, og sá sem miðlar því eftir það getur ekki framið sama brot. Ég held að þetta sé sama álitaefni þarna og varðandi afhendingu leyniskjala eða skjala sem eru vinnuskjöl stjórnvalds og undanþegin upplýsingalögum. Það er óheimilt að afhenda þau en fjölmiðlar greina frá þeim eftir að búið er að afhenda skjalið, og fjölmiðillinn álítur sem svo að undir séu almannahagsmunir, þá er rétt að fjalla um málið. Í þessu tilviki var þetta skattfé, grunur um misnotkun á opinberu fé og grunur um að ákveðin mistök hafi verið gerð af hálfu stjórnvalda við uppsetningu á þessu tölvukerfi. Það voru ríkir almannahagsmunir og
því fjallað um málið með þeim hætti sem Kastljós gerði. Viðbrögð þess sem kallaði þetta þýfi einkenndust af dómgreindarleysi og eflaust sett fram í fljótfærni. Hvaða mál er eftirminnilegast á þínum ferli sem frétta- og blaðamaður? Það eru tvö mál sem koma upp í hugann, annars vegar Icesave málið og hins vegar Landsdómsmálið. Ég held að Landsdómsmálið hljóti að standa uppúr fyrir þær sakir hvað umfjöllunin var ítarleg og mikil. Við vorum að fjalla um þetta í beinni útsendingu á Vísi á klukkutímafresti daglega. Ég og Magnús Halldórsson vorum líka að fjalla um þetta í síðdegisútvarpinu á Bylgjunni hjá Kristóferi og Þorgeiri. Við vorum á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umfjöllunin var svo ítarleg og mikil. Árin á Morgunblaðinu í miðju hruni voru auðvitað ógleymanleg, en ég verð að nefna Landsdómsmálið þó að það mál sé á margan hátt sorglegt. Það er auðvitað sorglegt að einstaklingurinn sem flutti frumvarp til neyðarlaga sem björguðu Íslandi hafi verið dregið fyrir Landsdóm. En þegar ég tala um eftirminnilegt mál þá er ég meira að tala um umfang málsins. Ég man t.d. daginn sem dómurinn var kveðinn upp þá þurfti ég að vakna klukkan korter í sex að íslenskum tíma til að fara í beina útsendingu hjá CNN í gegnum Skype, og ég var í jakkafötum, í skyrtu og með bindi frá mitti og upp, og svo var ég bara á boxernærbuxum. Svo hófst bara þessi hasar, á Bylgjunni, Vísi, Stöð 2, Sky seinna um daginn og Stöð 2 aftur um kvöldið. Umfang málsins var það rosalegt að ég held að þessir dagar gleymist seint. En þá er bara mikilvægt að hafa þessi sömu orð í huga og á veggspjaldinu góða, „Keep calm and carry on“. Þú skrifaðir BA-ritgerð um milligöngu við fjársvik. Eru auðgunarog efnahagsbrot sérstakt áhugamál hjá þér? Já, mér finn-st efnahagsbrot vera mjög áhugaverður málaflokkur, því þau sameina áhuga minn á fjármálum og sakamálum. Málin eru nægilega flókin til þess að vera krefjandi, því mjög mörg sakamál eru svo einföld í eðli sínu, þar sem það er brot, sönnunargagn og heimfærsla til ákvæðis og svo samtíningur í hegningarlögum. En í efnahagsbrotum eru það oft flóknari sérrefsilagabrot sem koma til skoðunar og „réttarspectrum-ið“ er víðara. Og ef maður hefur áhuga á viðskiptum og sakamálum, þá eru auðvitað efnahagsbrotin mjög heillandi viðfangsefni. Bæði fjársvikin og þessi tæknilegi hluti þeirra sem ég skrifaði um, en einnig sérrefsilagabrot eins og markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti. Þannig efnahagsbrot eru mjög spennandi vettvangur, sérstaklega á þeim tíma sem við erum á núna. Og ég veit um nokkra unga lögmenn sem fóru í þessa átt með sinn starfsferil og eru núna að vinna að mjög spennandi málum. Burt séð frá þessu hruni þá verða efnahagsbrot alltaf heillandi starfsvettvangur. Mistökin sem við Íslendingar gerðum var að setja ekki nægilega fjármuni í rannsóknir á þessum brotum fyrr. Ertu að skrifa meistararitgerð þessa dagana? Já, ég er að skrifa mastersritgerð núna, ekki um efnahagsbrot þó, en ég er hjá Björgu Thorarensen, og er að útskrifast í júní. Ég er að skrifa um lagalegar skyldur blaða- og fréttamanna, og góða trú í meiðyrðamálum. Semsagt þetta „good faith“, sem slegið hefur verið föstu í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu, sérstaklega í þessum nýju dómum sem fallið hafa í meiðyrðamálum hjá Hæstarétti Íslands, gegn fréttamönnum. Ég er að kryfja lagalegar skyldur og ábyrgð fréttamanna í ritgerðinni, sérstaklega með meiðyrðamál í huga. Þetta eru aðallega dómar MDE og nýlegir dómar Hæstaréttar.
Ekki fara að læra eitthvað bara vegna þess að þú telur að það verði arðbært í framtíðinni Að lokum áður en við hættum, hvernig sérðu framtíðina fyrir þér, liggur hún í fjölmiðlum eða á sviði lögfræðinnar?
starfi sem fréttamaður. Og á meðan ég hef ennþá eldmóð og þrótt til þess að starfa í fréttamennsku af fullum heilindum þá mun ég áfram sinna því. Ég er ennþá frá því að ná mínum markmiðum í þessu starfi. Og meðan ég nýt starfsins ennþá þá mun ég sinna því áfram. Ég tel mjög líklegt að ég fari í lögmennsku eða einhvers konar ráðgjöf, hvort sem það er í stjórnsýslunni eða í einkageiranum einhvern tímann í fyllingu tímans. En það er ekki útilokað heldur að ég verði bara um alla framtíð í fjölmiðlum. Það veltur á því hvernig þessi markaður þróast og hvaða tækifæri bjóðast.
Ég get hringt í ráðherra, aðra stjórnmálamenn, fólk úr atvinnulífinu, einstaklinga í viðskiptum, og fengið upplýsingar um eitthvað mál sem ég er að fjalla um. Þú hefur orðið, viltu segja eitthvað sérstakt við laganema, og aðra sem eru sömuleiðis áhugamenn um málefni líðandi stundar? Ég hvet laganema til þess að sinna náminu af krafti, en reyna líka að skynja vel áhugamál sín. Ekki fara að einbeita sér að réttarsviðum innan lögfræðinnar bara vegna þess að þau eru arðbær. Einbeita sér frekar að þeim réttarsviðum sem heilla, og reyna að kveikja þennan eldmóð í sjálfum sér. Því ef þú hefur eldmóð og sannfæringu fyrir einhverjum málum, fylgdu þeim þá eftir af kostgæfni því þú verður mjög góður í þeim eðli málsins samkvæmt. Ekki fara að læra eitthvað bara vegna þess að þú telur að það verði arðbært í framtíðinni. Peningar eru bara aukahlutur og fylgifiskur þess að vera góður í einhverju. Ég vil líka hvetja þá laganema sem hafa áhuga á fjölmiðlum að spreyta sig á þeim vettvangi. Laganemar hafa oft staðið sig mjög vel og margir einstaklingar í lögmennsku hafa unnið einhvern tímann á fjölmiðlum. Og verið aldrei upptekin af einhverju sem skiptir of litlu máli. Það er gott að sjá skóginn fyrir trjánum og spyrja sjálfan sig reglulega: „Mun þetta skipta máli eftir eitt ár?“. Einbeita sér að hlutum sem að skipta máli.
Góð spurning, ég held að það sé mjög líklegt að ég muni starfa við lögmennsku einhvern tímann í framtíðinni. En hvenær það verður er ekki gott að segja. Ég hef ekki náð markmiðum mínum ennþá í mínu
13
Nýárshátíð
14
15
Gangaspjallið Magnús Ingvar Magnússon, 1. ár
Þóra Hallgrímssd. kennari
Guðrún Ólöf Olsen, 1. ár
Eiríkur Elís Þorláksson, kennari
Í hvaða menntaskóla varstu? Í hvaða menntaskóla varstu? Í hvaða menntaskóla varstu? Í hvaða menntaskóla varstu? Menntaskólanum við Sund. Verzlunarskóla Íslands. Kvennaskólanum í Reykjavík Framhaldsskólanum á Húsavík Tókstu þér frí eftir menntaskóla Te&kaffi eða málið? Bæði. Af eða fórstu beint í HR? Ég var einn ólíkum ástæðum þó. af þessum fáu nú til dags sem fór Hvernig bíl áttu? Gullfallega beint í háskóla. ljósgráa Hondu CRV. Alveg eins Ertu að vinna með náminu? og afi þinn. Nei, það væri nú samt ekkert svo Hversu oft ferðu í ræktina? Eins vitlaust. oft og ég get. Hvað er draumastarfið eftir útskrift? Ætli það sé ekki að vera Uppáhalds veitingastaður? Snaps. lögmaður á flottri lögmannsstofu. Vandræðalegt moment? Úff. Þegar Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Af ég hitti þungarokkshljómsveit á því það eruð þið sem spyrjið þá verð Austur. ég að segja Suits en annars væri það Hvað ætlaru að gera í sumar? Entourage. Vera úti aðallega, á fjöllum og í Hvað ætlaru að gera í sumar? Laxárdalnum mínum. Ætli ég fari ekki til Þýskalands Fyrirmynd í lífinu? Formæður að heimsækja systur mína eins og mínar. alltaf og reyni svo kannski að vinna Hvítt eða rautt? Já takk. til að eiga fyrir næstu önn. Fyrirmynd þín í lífinu? Langar að segja pabbi minn en það er svolítið væmið þannig ég ætla að segja Vincent Chase. Skemmtilegasti viðburður Lögréttu? Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekkert verið virkasti meðlimur Lögréttu en það skemmtilegasta sem ég hef farið á var líklega nýnemaratleikurinn. Uppáhalds skemmtistaður? Finnur mig á Fimmunni. Hehe. Eitthvað sem fáir vita um þig? Ég æfði á gítar í 7 ár.
16
Tókstu þér frí eftir menntaskóla Te&kaffi eða Málið? Te&kaffi. eða fórstu beint í HH? Beint í HR. Er búinn að setja á tvíhliða viðskiptabann á Málið. Ertu að vinna með náminu? Nei. Hvernig bíl áttu? Á lögheimili Hvað er draumastarfið eftir mínu eru tveir bílar; annar útskrift? Starf sem tengist himinblár og hinn húðlitaður. lögfræði og fjármálageiranum. Hversu oft ferðu í ræktina? Allt Hvað ætlarðu að gera í sumar? of oft. Vinna sem flugfreyja, spila fótbolta og lifa lífinu. Uppáhalds veitingastaður? N1 Hringbraut. Fyrirmynd þín í lífinu? Mamma og pabbi. Vandræðalegt moment. Þegar ég hitti Siggu Beinteins síðast. Ef þú ættir að velja einhvern kennara til að djamma með, hver Hvað ætlarðu að gera í sumar? yrði fyrir valinu? Stefán Svenson Verð á ferðinni um landið með Bylgjulestinni Uppáhaldsbíómynd? Cinderella Story. Fyrirmyndir í lífinu? Randver bróðir og Dr. Bjarni Már Hvítvín eða rauðvín? Hvítvín. Magnússon (eða DJ dr. B eins og Varstu proffi í lagadeildinni? Bjór eða sterkt? Auðvitað sterkt. hann kallar sig um helgar). Stundum. Stundum alls ekki. Hvítt eða rautt? Ég geri almennt ekki upp á milli fólks. Uppáhalds bíómynd? When Harry met Sally. Varstu proffi í lagadeildinni? Nei, fjarri öllu lagi. Uppáhalds bíómynd? Sleepless in Seattle
Að stofna Lögmannstofu Margur laganeminn, blautur á bak við eyrun, sér það í hyllingum að stofna eigin lögmannstofu, en fáir vita hvernig á að bera sig að við slíkt. Hvernig fæ ég kúnna?, hvað kostar þetta?, verð ég alltaf í vinnunni? Þetta eru meðal fjölda spurninga sem laganeminn spyr sig! Við hjá Taktinum tókum okkur til og ákváðum að leita til HR-ings sem stofnað hefur eigin stofu og fá svör við einhverjum af þessum spurningum. Þessi HR-ingur er engin önnur en Helga Vala Helgadóttir sem útskrifaðist frá lagadeildinni 2011. Helga Vala er menntaður leikari en starfaði í fjölda ára við fjölmiðlastörf ásamt því að hafa látið til sín taka á sviði stjórnmálanna, áður en að hún snéri sér að lögfræðinni. Þá hóf hún stundakennslu í Stjórnsýslurétti við HR síðastliðið haust og þótti líflegur og skemmtilegur kennari. Hún rekur ásamt þeim Elvu Dögg og Kolbrún lögmannstofuna Valva Lögmenn í Austurstræti. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að stofna þína eigin stofu? Ég tók þá ákvörðun að stofna mína eigin stofu því ég kynntist svo æðislega klárri og skemmtilegri konu í lagadeildinni, Elvu Dögg Ásudóttur Kristinsdóttur sem mig langaði að vinna með. Þegar ég var búin með námið, ári á eftir henni, stóð ég frammi fyrir því að ráða mig á einhverja stofu úti í bæ, fjarri þessari konu, nú eða stela henni frá þeim vinnuveitanda sem hún var hjá þá stundina. Til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að hún var til í að láta stela sér og hér erum við Valva lögmenn! Segðu stuttlega frá starfsemi stofunnar? Starf okkar felst í að hjálpa fólki, alls konar fólki. Vinnutíminn er alla jafna frá hálf níu, níu til hálf sex, en auðvitað vinnum við líka á kvöldin og um helgar ef þurfa þykir - og jafnvel á nóttunni stöku sinnum. Í hvaða málum er mest að gera? Við höfum verið svo ótrúlega heppnar að fá að vinna í verkefnum sem eru okkar hjartans mál. Þegar farið var af stað í rekstri á eigin stofu hélt ég að slíkt kostaði það að helming vinnutímans þyrfti ég að afplána í allskonar leiðindum til þess eins að fá að starfa við það sem ég hef áhuga á. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Að okkur streyma verkefni í þeim málaflokkum sem okkur finnast áhugaverð, hörðu málin sem ég vil kalla en eru stundum kölluð hin mjúku mál. Þetta eru sifjamál hvers konar, réttargæsla fyrir þolendur kynferðisog heimilisofbeldis, réttargæsla hælisleitenda og innflytjenda nú og svo stöku verjendastörf. Þá tökum við að sjálfsögðu að okkur skiptastjórn og þess háttar og stöku fjármunaréttarmál sem vekja áhuga okkar.
Hvernig fórstu að því að fá inn viðskiptavini? Hef ekki hugmynd um það. En svona að öllu gamni slepptu þá held ég að það hafi unnið með okkur að við komum ekki inn í þetta algörlega óreyndar af lífsins þrautum. Við höfum reynt ýmislegt, eigum fullt af börnum, menn og hús, höfum unnið á stórum vinnustöðum o.s.f.v. og það greinilega vekur eitthvert traust. Ég skil reyndar vel að fólk vilji fá Elvu og Kolbrúnu til að vinna fyrir sig því þær eru frábærar og ég greinilega fæ að fljóta með á þeirra þokka. Kostir og gallar þess að reka eigin stofu? Kostirnir eru fjölmargir. Við ráðum okkur sjálfar, þarf að segja meira? Stemningunni á stofunni stjórnum við, þ.e. hvaða áferð er á okkar þjónustu og viðmóti. Þá getum við líka ráðið því sjálfar hvaða verkefnum við vísum frá okkur og hverjum ekki. Gallarnir … jah… ætli það sé ekki óttinn við að rukka nóg til að eiga fyrir öllu. Þetta er auðvitað algjör geðveiki fyrstu misserin, og líklega alltaf ef marka má kollegana, en þetta er bara svo skemmtilegt að það skiptir engu. Ertu með einhver ráð fyrir þá sem hafa áhuga á að opna eigin stofu í framtíðinni? Að vanda sig. Það skiptir máli að leggja sig allan fram, í hverju einasta máli. Mæta viðskiptavinunum af virðingu sama hvað þér finnst um afstöðu þeirra til lífsins. Já og hafa gaman. Það skiptir ótrúlega miklu máli að hafa gaman af því sem maður er að fást við, þá verður miklu léttara að vinna og vinna og vinna aðeins meira því þetta er púl, en það er einfaldara að púla þegar það er gaman.
Hvert er ferlið að stofna stofu? Hversu langan tíma tekur að byggja upp rekstur? Ferlið hófst á því að Elva sagði „ég er með“ og þá tók við sá mikli höfuðverkur að ákveða hvað við ættum að heita. Fljótlega kom að máli við okkur Kolbrún Garðarsdóttir hdl. sem þá starfaði hjá Íslandsbanka, sem hafði frétt að við værum að spá í að fara í praxís. Pappírsvinna og allskonar slíkt tók við auk þess að finna skrifstofuhúsnæði. Næstu vikurnar unnu Elva og Kolbrún út uppsagnarfrestina sína og við Elva undirbjuggum okkur svo í sameiningu fyrir HDL réttindaprófið þá um haustið. Meðfram þessu vann ég stöku verkefni sem mér bárust af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, nýútskrifuð konan. Sem betur fer komumst við báðar í gegnum prófið, og með skírteinin í ramma uppi á veggnum var haldið af stað út í djúpu laugina.
17
dagur & steini
va Þú finnur No re to appið í App S em s og Play Store ! Nova Iceland
Þú sparar með Fékortinu Nýtt fyrirframgreitt kort Það er auðvitað frábært að eyða peningum sem maður á ekki. En miklu skemmtilegra er að eiga fyrir því sem maður kaupir hverju sinni. Farðu á fekort.is, til að sækja um Fékortið, nýtt fyrirframgreitt greiðslukort fyrir skynsama í fjármálum. Það er sannkölluð ferð til fjár.
18
ti Setmæmrstistaður
sk
í heimi!
Málflutningskeppni Lögréttu Málflutningskeppni Lögréttu hefur verið fastur liður í félagslífi laganema frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Það er Málfundafélag Lögréttu sem annast skipulagningu keppninnar, en hún fer fram með þeim hætti að tveimur liðum gefst tækifæri til að annast rekstur dómsmáls frá upphafi til enda. Það var svo þann 28. febrúar síðastliðinn sem Málfutningskeppnin var haldin í þriðja sinn í Dómsal skólans. Stefnuhóp skipuðu þeir Anton Birkir Sigfússon, Magnús Már Leifsson og Páll Bergþórsson en greinargerðarhóp skipuðu þeir Jóhannes Stefánsson og Gunnar Ingi Ágústsson. Dómurinn var að þessu sinni skipaður þeim Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrum hæstaréttardómara, sem dómsformanni, Sigurði Tómasi Magnússyni fyrrum héraðsdómara og formanni dómstólaráðs og Áslaugu Björgvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Málið var þingfest 15. febrúar þar sem stefna málsins var lögð fram og tekið fyrir aftur 22. febrúar og greinargerð þá skilað. Liðin höfðu þá viku til að undirbúa málflutningsræður fyrir aðalmeðferð sem fór fram í Dómsalnum 28. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Við aðalmeðferðina var hvoru liði veittar 30 mínútur í pontu. Liðsmenn lögðu allt í sölurnar og börðust af miklu kappi. Dómararnir fylgdust með af eftirtekt og spurðu lögmenn hiklaust út í þau atriði málsins sem þörfnuðust frekari útskýringar. Mikil spenna var í salnum enda keppnin jöfn og málið tvísýnt. Það er ljóst að dómarar málsins eiga erfitt verk fyrir höndum við ráða að úrslitum málsins og velja sigurvegara. Auk þess að velja sigurlið Málflutningskeppninnar verður einnig valinn Málflutningsmaður Lögréttu. Þegar þessi pistill er skrifaður hafa úrslit keppninar ekki enn verið kunngjörð.
Það mál sem til meðferðar var að þessu sinni snerist um deilu rótara hljómsveitarinnar Skálmaldar og rútubílstjóra sem sinnaðist á leið á tónleikaferðalag norður í land. Það endaði með því að rútubílstjórinn fleygði rótaranum út úr rútunni og hending ein réði því að hann varð ekki fyrir bíl. Að því búnu ók bílstjórinn rútunni í burtu og rótarinn þurfti að dúsa á Holtavörðuheiðinni í tvær klukkustundir. Í kjölfar þessara atburða greindist umræddur rótari með áfallastreituröskun og óskar viðurkenningar dómsins á bótarétti sínum úr hendi stefndu.
19
Kynning á framboðum Kostir þess að taka þátt í félagsstarfi eru ótal margir. Starfið þroskar mann á mörgum sviðum sem koma til með að nýtast manni bæði í lífi og starfi. Reynir það m.a. á samskiptafærni, skipulagningu og leiðtogahæfni auk þess sem þú kynnist fullt af nýju fólki. Það er því ekki að ástæðulausu sem þátttaka í félagsstörfum hefur jákvæð áhrif þegar þú sækir um vinnu. Við skorum því á þig að bjóða þig fram á komandi kosningum enda er þetta tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Við höfum ákveðið að setja á blað nokkra punkta um starfsemi hvers embættis og frásagnir þeirra sem gegna því núna, þannig ættir þú, kæri laganemi að, geta gert upp hug þinn hvaða embætti þú hefur áhuga á að bjóða þig fram í.
Formaður
Formaður kemur fram fyrir hönd Lögréttu út á við og stýrir vikulegum stjórnarfundum félagsins. Einnig situr formaður deildarfundi lagadeildar sem fulltrúi laganema ásamt því að mæta á fundi SFHR.
Skemmtinefnd
Hlutverk skemmtinefndar er að halda uppi félagslífi laganema m.a. með því að skipuleggja vikulegar vísindaferðir í fyrirtæki ásamt öðrum viðburðum s.s. nýnemaferð, golfmót, karla- og kvennakvöld, humarhátíð o.fl. Formaður situr vikulega stjórnarfundi Lögréttu.
Lögfræðiþjónustan
Hafa umsjón með lögfræðiþjónustunni sem er opin einu sinni í viku þar sem laganemar veita einstaklingum endurgjaldslausa lögfræðilega ráðgjöf. Formaður situr vikulega stjórnarfundi Lögréttu.
Spurt og svarað: 1) Hversu mikill tími fer í þetta? 2) Hefur þetta komið eitthvað niður á náminu? 3) Kostir við það að sinna þessu starfi? 4) Ókostir? 5) Myndir þú mæla með því að gegna þessu embætti?
Varaformaður
Varaformaður/ritari sér um að rita fundargerðir á stjórnarfundum Lögréttu ásamt því að halda uppi vefsíðu félagsins. Ef formaður er fjarverandi kemur varaformaður í hans stað. Einnig sinnir varaformaður tilfallandi verkefnum hverju sinni, en varaformannsembættið er frekar frjálslegt.
Málfundafélag
Hlutverk málfundafélagsins er að stofna til umræðu um lögfræðileg málefni og þjálfa félaga sína til lögfræðilegra viðfangsefna, rökfimi og mælskulistar m.a. með því að standa að reglulegum opnum málfundum þar sem gestkomandi ræðumenn skiptast á skoðunum um ákveðin og fyrirliggjandi umræðuefni sem eru í brennideplum hverju sinni, ásamt öðrum viðburðum s.s. Þingvallaferð með Sigurði Líndal, ræðunámskeiði, málflutningskeppni og kaffihúsakvöldi. Formaður situr vikulega stjórnarfundi Lögréttu.
Berta Gunnarsdóttir formaður
1) Þetta tekur alveg sinn tíma, en maður gleymir því fljótt hvað maður eyðir miklum tíma í félagsstörfin :) 2) Alls ekki, mér hefur aldrei gengið betur í skólanum en síðastliðið haust. Maður þarf að skipuleggja sig betur sem að er bara til hins betra fyrir námið. 3) Ég er búin að kynnast ótrúlega mikið af góðu og skemmtilegu fólki. Tengslanetið stækkar um helming við að sinna svona starfi sem að kemur sér eflaust afar vel í framtíðinni. 4) Kannski helst að hafa alltaf eitthvað hvílandi á sér alla daga, en krónískt samviskubit hrjáði mig svo sem áður en ég tók við embætti formanns. 5) Alveg hiklaust! Þetta er ótrúlega lærdómsrík reynsla sem mun nýtast manni vel um komandi ár.
20
Gjaldkeri
Gjaldkeri sér um og ber ábyrgð á fjármálum Lögréttu. Gjaldkeri undirbýr fjárhagsáætlun fyrir félagið eitt ár fram í tímann og leggur hana fyrir stjórn Lögréttu til samþykktar haust hvert. Einnig situr gjaldkeri vikulega stjórnarfundi Lögréttu.
Tímarit Lögréttu
Ritnefnd Tímarits Lögréttu gefur út og ritstýrir tímaritinu í samstarfi við fræðilega ritsstjórn sem skipuð er fræðimönnum á sviði lögfræðinnar. Tímarit lögréttu er ritrýnt fræðitímarit sem gefið er út tvisvar á ári. Formaður situr vikulega stjórnarfundi Lögréttu.
Anton Birkir Sigfússon varaformaður
1) Félagsstörfin eru fremur kaflaskipt vinna. Stundum er nóg að gera og stundum fremur lítið fyrir utan vikulega fundi stjórnar. 2) Það kemur auðvitað fyrir að maður sé að sinna einhverju fyrir Lögréttu þegar maður hefði annars verið að gera verkefni eða lesa heima í tilteknu fagi. Hefur þetta þó í heildina bitnað lítillega á einkunnum. 3) Mesti kosturinn er fólkið sem þú kynnist og starfar með í félaginu. Ég tel mig vera mjög heppinn með samstarfsfólk. Þar að auki er þetta auðvitað góð reynsla. Ég hef verið mjög óskipulagður framan af í námi, en þegar svona félagsstörf bætast við neyðist maður til að skipueggja sig betur. Hefur þetta þannig verið mjög lærdómsríkt ferli. 4) Það er voða fátt sem kostirnir ná ekki að yfirgnæfa. Kannski einungis það sem ég nefndi áðan, þetta getur skarast á við lærdóminn. 5) Varaformannsembættið gefur manni fremur frjálsar hendur til athafna. Þetta gerir þér kleift að takast á við mjög fjölbreytt verkefni. Þar sem þetta eykur aðeins á skólaálagið lærir maður einnig að skipuleggja sig betur og starfa undir álagi. Ég held að svona félagsstörf geti aðeins gert manni gott. Þar að auki er þetta sennilega eitt skemmtilegasta embættið.
Halldór Gröndal gjaldkeri
1) Gjaldkerastarfið er sérstakt að því leyti að hlutverk gjaldkera er mjög skýrt afmarkað og skilgreint í lögum Lögréttu. Mikilvægast er fyrir gjaldkerann að uppfæra bókhaldið reglulega, jafnt og þétt yfir hverja önn, og það getur tekið sinn tíma. Að öðru leyti er þetta stuttur tími í hverri viku í að vera vakandi yfir fjárhag Lögréttu, að greiða alla reikninga á hendur Lögréttu og reka á eftir þeim reikningum sem gjaldkeri gefur út fyrir félagið. Það eru því eflaust aðrar tímafrekari stöður í stjórn Lögréttu heldur en gjaldkerinn, en hann situr einnig stjórnarfundi, ber ábyrgð á fjárhag félagsins og fer með prókúru. Ábyrgðin er þannig mikil þótt t.d. það að vera formaður skemmtinefndar sé hiklaust tímafrekara. 2) Þetta hefur ekki komið niður á náminu með neikvæðum hætti. En þetta hefur áhrif á þetta daglega líf yfir skólaárið. Það er eitt að taka þátt í starfi Lögréttu yfir skólaveturinn af og til, og annað að bera að hluta til ábyrgð á starfinu sjálfu og rekstri félagsins. 3) Kostirnir eru fyrst og fremst reynslan, af því að bera ábyrgð á fjárhag félags með ágætis veltu miðað við nemendafélög. Auk þess er gaman að sjá og taka þátt í starfi Lögréttu yfir skólaárið frá nýju sjónarhorni sem stjórnarmeðlimur. 4) Það getur verið mjög hvimleitt fyrir gjaldkerann að glíma við fyrirtæki og aðila úti í bæ (aðra en styrktaraðila og velunnara félagsins), t.d. í skemmtanalífinu, sem halda misskipulega utan um rekstur sinn! 5) Mæli hiklaust með því fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á þeim þáttum sem felast í starfi gjaldkerans, en eru jafnframt áhugasamir um að sitja í stjórn með þeim skyldum sem því fylgja.
Sigurður Eggertsson
formaður skemmtinefndar 1) Embætti skemmtanastjóra verður að teljast ansi tímafrekt enda viðburðir á nánast hverjum föstudegi beggja anna. Þetta eru nokkrar klukkustundir í viku, svona ca 9 tímar með fundum stjórnar og skemmtinefndar, föstudagsviðburðunum sjálfum og skipulagningu þeirra. 2) Það fer alltaf eftir því hvernig maður lítur á hlutina. Mér hefur stundum liðið þannig en um því má einnig kenna skipulagsleysi og öðru. Þetta þarf alls ekki að koma niður á náminu. Það er samt alltaf gott að hafa einhverja afsökun ef námið gengur ekki eins og skyldi. 3) Reynsluna af svona félagsstörfum er alltaf hægt að nota og ekki skemmir fyrir hvað þetta prýðir sig vel á ferilskránni. Svo skapar maður sér ágætis tengslanet, bæði við forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem við heimsækjum og þeirra sem starfa á vegum annarra nemendafélaga innan HR sem utan.
4) Tíminn án efa. Einnig tel ég félagsstörf oft og tíðum ansi vanmetin, það er líka ókostur. 5) Já verð ég ekki að gera það haha :) en svona án gríns þá hvet ég alla þá sem eru áhugasamir um að gegna þessu embætti að slá til og bjóða sig fram. Þetta kann að vera tímaþjófur en ég held það sé algjörlega þess virði á endanum.
Margrét Þóroddsdóttir
formaður málfundafélags 1) Það er afar misjafnt. Dagana fyrir málfundi og aðra viðburði tekur þetta allan manns tíma, þess á milli ekki. 2) Nei, ég myndi ekki telja að svo væri. Með góðri skipulagningu er þetta ekkert mál. 3) Starfið í heild sinni hefur reynst afar lærdómsríkt. Við skipulagningu málfunda og annarra atburða höfum við sem sitjum í nefndinni fengið að kynna okkur fyrir öðrum sem starfa á sviði lögfræðinnar sem mun án efa koma okkur til góða í framtíðinni. Svo er þetta svakalega fínt á ferilskránna. 4) Það getur verið tímafrekt að gegna formennsku í Málfundafélaginu auk þess að sitja í stjórn Lögréttu. Stundum verður maður undirlagður af málfundapælingum sem er mögulega pirrandi fyrir þá sem standa manni næst. 5) Tvímælalaust. Erfið en jafnframt ótrúlega skemmtileg vinna sem tengist náminu og reynslan mun gera mann að betri lögfræðingi. Ég myndi segja að allt yfir væri þetta ár búið að vera ein stór kennslustund í lögfræðilífinu. Mæli hiklaust með Málfundafélaginu fyrir áhugasama.
Ragnar Tjörvi Baldursson lögfræðiþjónustan
1) Það er töluverður tími sem fer í þetta, en þar sem starfsemi Lögfræðiþjónustu Lögréttu er margþætt, þá koma inn álagspunktar sem maður getur sjálfur stjórnað. Það er ómetanlegt að vera með góðu fólki með sér í þessu embætti og ég gæti ekki hafa verið heppnari með meðstjórnendur. Anna Björg, Guðrún Lilja og Unnar Freyr hafa verið frábær í alla staði, við öxlum ábyrgðina saman og það er vissulega satt að margar hendur vinna létt verk. 2) Nei ég get ekki sagt það enda vissi ég vel fyrir hvernig ég þyrfti að skipuleggja mig til þess að þetta gengi allt saman upp. Ég lít svo á sem að þetta sé ómetanleg viðbót við námið, þá er einfalt að réttlæta þann tíma sem fer í félagsstörfin.
3) Þegar maður er að leysa úr lögfræðilegu álitaefni, þar sem viðkomandi sjálfur situr ef til vill fyrir framan mann og hefur raunverulega hagsmuni að gæta, þá fyrst gerir maður sér grein fyrir mikilvægi þeirrar þekkingar sem maður hefur tileinkað sér í náminu. Maður lærir mjög mikið og fær góða þjálfun í því að koma fram sem er mikill kostur. 4) Þetta tekur vissulega tíma og oft hefur maður ekki margar auka klukkustundir í viku, en ef maður gefur sér í upphafi að þetta mun taka tíma, þá er það ekkert mál. Til viðbótar þá má geta þess að sum mál eru þess eðlis að maður tekur þau meira inn á sig en ella, en það er partur af því starfi sem við sem verðandi lögfræðingar og lögmenn verðum að læra að fást við. 5) Ég mæli hiklaust með þessu embætti og ég tel að ef viðkomandi hafi sjálfur prófað að starfa sem sjálfboðaliði áður þá er það afar góður grunnur. Ég mæli einnig eindregið með því að nemendur gerist sjálfboðaliðar því að þá fær maður tækifæri til að starfa við lögfræði og ákveðna reynslu sem nýtist vel síðar, hvort sem í öðru starfi eða við atvinnuleit.
Helgi Bergmann ritstjóri tímarits lögréttu 1) Töluverður. Það mæðir mest á formönnum nefndanna, enda bera þeir mesta ábyrgðina. Það koma álagspunktar, en svo eru ákveðin verkefni sem þarf að halda utan um allan tímann. 2) Ég held ekki, þó tími hafi farið í þetta, þá skiptir skipulag máli, og að hafa með sér góða nefnd, þá er hægt að dreifa álaginu. En þetta hefur komið aðeins niður á frítímanum. 3) Helstu kostirnir eru þeir að maður öðlast dýrmæta reynslu, sem mun án efa koma manni að gagni í framtíðinni. Það er einnig gott að hafa fengið að eiga mikil samskipti við lögmenn og kennara sem hefur verið lærdómsríkt. 4) Ókostirnir væru í raun þeir sömu og við allt félagsstarf, þetta tekur tíma, en ef maður er jákvæður og hefur áhuga á því sem maður er að gera, þá telur maður það ekki eftir sér. 5) Ég myndi mæla með því fyrir hvern þann sem er metnaðarfullur og jákvæður, enda er það nokkuð erfitt, en ákaflega gefandi, og mjög dýrmæt reynsla, sem ég er mjög ánægður að hafa öðlast.
21
Hvað er í boði fyrir laganema
í HR og eftir útskrift? Þegar í laganámið er komið fara margir að huga að lögfræðitengdum störfum. Við ákváðum því að heyra í fjórum fyrirtækjum, sem eiga það öll sameiginlegt að hafa ráðið inn laganema úr HR, og athuga hvað þarf til að fá vinnu hjá þeim.
PricewaterhouseCoopers
Arion Banki
Til hvers horfið þið þegar þið ráðið inn laganema/lögfræðinga
Til hvers horfið þið þegar þið ráðið inn laganema/lögfræðinga
Við horfum til einkunna en líka mjög mikið til bakgrunns viðkomandi bæði hvað varðar reynslu á vinnumarkaði og félagslegan bakgrunn(þátttaka í félagssstarfi, o.s.frv.) Það hvernig viðkomandi kemur okkur fyrir sjónir í viðtali skiptir einnig verulegu máli.
Horft er til fyrri reynslu, námsárangurs og einnig þátttöku í félagsstörfum.
Friðgeir Sigurðsson svaraði
Hvort hefur meira vægi skrifleg umsókn eða viðtalið? Við leytum eftir ákveðnum þáttum sem þurfa að vera til staðar í skriflegu umsókninni. Viðmót og framkoma í viðtali skiptir einnig miklu máli sem og umsagnir annarra þar sem eftir þeim er leitað. Hvort horfiði meira á námsárangur úr BA námi eða meistaranámi? Í flestum tilvikum erum við að sækjast eftir fólki með meistaranám að baki og þá horfum við fremur til árangurs þar heldur en BA. Eruði með eða hafiði verið með einstaklinga úr HR í vinnu? Hvernig hafa þeir reynst ykkur? Við höfum verið með einstaklinga úr HR sem hafa reynst mjög vel.
Karl Óttar Pétursson svaraði
Hvort hefur meira vægi skrifleg umsókn eða viðtalið? Skrifleg umsókn er fyrsti snertiflötur við umsækjendur og þ.a.l. er mikilvægt að vanda vel gerð hennar og hafa í huga að hún sé vel uppsett og allar upplýsingar skýrt settar fram. Skrifleg umsókn er útlistun á þínum ferli sem vinnuveitandinn sér og getur komið þér áfram í viðtal. Góður undirbúningur fyrir viðtal er nauðsynlegur því þar gefst umsækjendum tækifæri til að segja betur frá reynslu og fyrri störfum/ námi. Hvort horfiði meira á námsárangur úr BA eða meistaranámi? Það fer eftir því hvar viðkomandi er staddur í náminu og hvaða starf um ræðir. Eruð þið með eða hafið þið verið með einstaklinga úr HR í vinnu? Hvernig hafa þeir reynst ykkur? Já, þá eru núna tveir af lögfræðingum bankans úr HR, þeir byrjuðu hjá okkur sem laganemar og stóðu sig svo vel að við réðum þá við útskrift.
Hvaða verkefni eru starfsmenn hjá ykkur að fást við? Mest skattamál og almenn lögfræðiráðgjöf á sviði fyrirtækjalögfræði. Fókúsinn er mikið á félagarétt og síðan einnig samninga og að nokkru marki vinnumarkaðsrétt. Eitthvað sem þið viljið koma til skila til þeirra sem hafa áhuga á að starfa hjá ykkur? Í fyrirtæki eins og PwC í miklum alþjóðlegum samskiptum skiptir tungumálakunnátta mjög miklu máli. Einnig er mikilvægt að hafa vissa grunnþekkingu á bókhaldi og reikningsskilum. Það er kannski ekki skilyrði en mjög jákvætt.
22
Hvaða verkefni eru starfsmenn hjá ykkur að fást við? Lögfræðisviði bankans er skipt í tvennt, annarsvegar ráðgjöf fyrir önnur svið bankans og hinsvegar fullnusta og málflutningur og eru því verkefnin fjölbreytileg. Eitthvað sem þið viljið koma til skila til þeirra sem hafa áhuga á að starfa hjá ykkur? Áhugasömum er bent á að fylgjast með auglýstum störfum hjá bankanum.
Utanríkisráðuneytið
Helga Hauksdóttir svaraði Til hvers horfið þið þegar þið ráðið inn nýútskrifaða nemendur?
Logos
Gunnar Sturluson svaraði
Ráðning í störf í ráðuneytinu byggist alltaf á kröfum til umsækjenda sem settar eru fram í auglýsingu. Almennt eru gerðar kröfur um tiltekna menntun, t.d. háskólapróf á mastersstigi, tungumálakunnáttu og tölvukunnáttu, auk þess sem gerðar eru kröfur um ákveðna persónulega þætti, t.d. aðlögunarhæfni og samskiptafærni. Í sumum tilfellum er gerð krafa um starfsreynslu á ákveðnu sviði. Þessir þættir eru prófaðir með mismunandi hætti í ráðningarferlinu - valnefnd byrjar á því að fara yfir umsóknir og ferilskrár, þá er boðað í viðtöl og einnig hafa hæfnispróf verið lögð fyrir umsækjendur. Umsagna er leitað í lok ráðningarferlis. Innbyrðis vægi krafna er mismunandi eftir því hvaða starf er verið að auglýsa, en ef um starf lögfræðings væri að ræða myndi menntunin hafa mest vægi, einnig starfsreynsla ef gerð væri krafa um hana og tungumálakunnátta sem er nauðsynleg í utanríkisþjónustunni.
Til hvers horfið þið þegar þið ráðið inn laganema/lögfræðinga? Við horfum á alla þessa þætti, en þegar að við erum að ráða fólk í störf fulltrúa eða að velja laganema inn eftir BA próf í námsvist horfum við mjög mikið á árangur á BA prófi sem við teljum skipta miklu máli. Starfsreynsla og félagsstörf skipta líka máli. Líklega er það svo að þegar að tveir jafn góðir námsmenn eru til skoðunar eru það atriði eins og reynsla og önnur þekking sem skiptir sköpum. Hvort hefur meira vægi skrifleg umsókn eða viðtalið? Skriflega umsóknin þarf að vera góð og vel frá gengin svo að menn komist í viðtal. Ef þar er að finna mál- og stafsetningarvillur nær viðkomandi venjulega ekki í viðtal. Framkoma og frammistaða í viðtali hefur mjög mikið að segja. Hvort horfiði meira á námsárangur úr BA námi eða meistaranámi? B.A. námið er á margan hátt mikilvægari mælikvarði á kunnáttu fólks en meistaranámið, þannig að almennt séð skiptir B.A. námið meira máli. Eruði með eða hafiði verið með einstaklinga úr HR í vinnu? Hvernig hafa þeir reynst ykkur? Já við höfum ráðið fjöldan allan af lögfræðingum og laganemum frá HR og þau hafa staðið sig afar vel. Hvaða verkefni eru starfsmenn hjá ykkur að fást við? Mjög fjölbreytileg verkefni. Stofan starfar fyrst og fremst fyrir einstaklinga og fyrirtæki í fjárfestingum og atvinnustarfsemi. Einnig er mjög stór hluti vinnunnar fyrir erlenda aðila, þannig að það reynir mikið á málakunnáttu starfsmanna. Eitthvað sem þið viljið koma til skila til þeirra sem hafa áhuga á að starfa hjá ykkur? Leggið mikið upp úr grunnnámi, vandaðri textagerð og frágangi verkefna. Það skiptir miklu máli að fólk nálgist viðfangsefnin á gagnrýnin hátt og sé tilbúið til að rannsaka álitaefnin til hlýtar áður en niðurstaða er fengin í hverju máli og sé tilbúið til að taka leiðsögn og áliti annarra. Slík vinnubrögð er gott að temja sér strax í náminu, það mun gagnast vel þegar út í atvinnulífið er komið.
Hvort hefur meira vægi skrifleg umsókn eða viðtalið? Hvort tveggja skiptir máli. Sumar kröfur í auglýsingu eru hlutlægar og hægt að lesa úr umsókn hvort umsækjandi uppfyllir þær, t.d. um menntun og starfsreynslu. Með viðtali fær valnefnd tækifæri til að hitta umsækjanda í eigin persónu, sem er mikilvægt til að leggja mat á kröfur sem eru huglægari í eðli sínu. Hvort horfiði meira á námsárangur úr BA námi eða meistaranámi? Námsárangur gefur leiðsögn um vinnubrögð umsækjanda í námi, óháð því á hvoru stiginu það er, og getur það ásamt öðrum þáttum sem lagt er mat á gefið vísbendingu um færni fólks í vinnu. Eruð þið með eða hafiði verið með einstaklinga úr HR í vinnu? Hvernig hafa þeir reynst ykkur? Ráðuneytið hefur haft nemendur úr HR við störf og hafa þeir reynst ljómandi vel. Nú býður Utanríkisráðuneytið uppá starfsnám, hver eru helstu verkefni starfsnema? Starfsþjálfunin fer fram á aðalskrifstofu ráðuneytisins í Reykjavík og í sendiskrifstofum erlendis og ganga starfsnemar til daglegra starfa og verkefna þar eftir því sem passar menntun þeirra og þekkingu. Þeir vinna alltaf undir leiðsögn og samkvæmt fyrirmælum fastra starfsmanna ráðuneytisins. Verkefni þeirra geta m.a. verið fólgin í því að taka saman greinargerðir um tiltekin málefni og upplýsingaefni af ýmsu tagi, skrifa drög að talpunktum og ræðum til að nota á fundum og skrifa frásagnir af fundum. Eitthvað sem þið viljið koma til skila til þeirra sem hafa áhuga á að starfa hjá ykkur? Framsetning ferilskrár er mjög mikilvæg. Hafið hana eins stutta og markvissa og kostur er, hún verður ekki endilega betri þótt hún sé löng. Það er gott að fá stutt bréf með umsókn þar sem umsækjandi segir stuttlega frá sjálfum sér og færir rök fyrir því að hann uppfylli kröfur í auglýsingu. Það er fínt að senda önnur gögn með umsókn, eins og einkunnaskrá og meðmælabréf, en ekki æskilegt að senda eintak af lokaritgerð - líkurnar á því að valnefnd hafi tækifæri til að lesa hana þegar fara þarf yfir þykkan bunka af umsóknum, eru hverfandi!
23
24 l i n d U M / b í l d s h ö f ð a / a k U r e y r i / s e l f o s s i / w w w . i n t e r s p o r t . i s