Formannsávarp Kæru tónlistardýrkendur. Festið sætisbeltin og haldið ykkur fast! Tónlistarhátíð Verzlunarskólans er gengin í garð og hefur hún aldrei verið stærri. Vikan er stútfull af uppákomum og tónlistaratriðum sem þið fáið að upplifa, sjá og heyra með ykkar eigin augum og eyrum. Nefndin hefur unnið hörðum höndum síðan í haust, með því markmiði að gera Demó stærra en það nokkurn tímann hefur verið! Við erum sammála um að því markmiði var náð. Öll lög hafa sinn ákveðna stíl og yfirbrag eftir því hvernig það verður til, hvernig nótur breytast í hljóm, hljómarnir verða að hrynjanda og fjölbreytileiki hrynjandans skapar lagið. Því er lagaúrvalið ótakmarkandi og allt getur gerst. Klárlega ein af helstu ástæðum fyrir því af hverju Demó er ómissandi þáttur af félagslífi Verzló.
Lovísa Þrastardóttir,
Nú á föstudaginn stíga fremstu lagahöfundar Verzló upp á svið. Alls ekki láta slíka tónsmíð fram hjá ykkur fara. Verið velkomin á tónlistarkeppnina, Demó. Gjörið þið svo vel og njótið tónlistarinnar.
formaður Baldursbrár 2012-2013
Útgefandi: NFVÍ Prentun: Háskólaprent Ljósmyndir: Haukur Kristinsson Hönnun og umbrot: Rafn Erlingsson Forsíða: Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir Trailer: IceCold
Baldursbráin
Nefndarmeðlimir: Þórunn Salka Pétursdóttir, Ruth Tómasdóttir, Thelma Christel Kristjánsdóttir, Katrín Björk Gunnarsdóttir, Halldóra Þöll Þorsteins, Brynjar Sigurðsson
Dagskrá vikunnar 9:15 11:40 12:00
9:15 11:40
9:15 11:40
9:15 11:40
9:15 11:40 12:00 20:00
Mánudagur
Trailer frumsýndur Hljómsveitin Einar Lövdahl Miðasala hefst !
Þriðjudagur
Trúbbador mætir á svæðið Hljómsveitin Ylja
Miðvikudagur
Trúbbador stemming Hljómsveitin Líparít
Fimmtudagur
Trúbbador spilar í takt við grautinn Hljómsveitin Treisí
Föstudagur
Trúbbador kemur Verzlingum í stuð í síðasta sinn Hve ljúffengt að kjammsa á vöfflum og slikkeríi ? Sölubásinn mun ekki bregðast þér! Komdu og kíktu því þrír heppnir sem splæsa í vöfflu fá vinning að verðmæti 5.000 kr Danssýning DEMÓÓÓÓÓÓÓÓÓ! Hve geðveikur viðburður ?!
Demó viðtalið Þorbergur Ingvi
Meðlimur Licence to Funk, sigurvegara Demó 2012 Hvenær byrjaðiru að spila á bassann? Hve lengi ertu búinn að æfa? Ég var í kringum 12 til 13 ára og ég var þá búinn að æfa á píanó heillengi. Svo tók ég bara einhverjar tvær annir í bassanámi og hef lært rest bara sjálfur, pikkandi upp hvað sem er bara. Hvernig myndaðist bandið Licence to Funk? Það var hann Benedikt Aron a.k.a. Baron sem var forsprakkinn af þessu, svo vantaði okkur trommara og þá höfðu Benni og Fróði þekkst heillengi og við hittum hann bara niðri í kjallara í Tækniskólanum. Þremur dögum seinna tókum við þátt í Demó! Er fönkið í blóðinu? Pabbi minn er meiri rokkari í húð og hár og ég held það sé aðalega tónlist yfir höfuð sem er í blóðinu. Af líffræðibraut get ég nú vottað fyrir það að einstaklingurinn einkennist af tveimur hlutum, genum og umhverfi, og ég held að of margar svertingjamyndir í gegnum tíðina hafi átt stóran part í áhuga mínum á fönkinu! Þín reynsla sem sigurvegari Demó. Hafði sigur keppnarinnar betri framtíð fyrir hljómsveitina? Við erum nýjir menn í dag! Get ekki sagt annað...!
Myndagáta Dregin verða út fjögur rétt svör í hádeginu á föstudaginn. Vinningshafar hljóta frían miða á Demó og þar að auki fá gullið tækifæri til að hreppa gestavinninginn! Eitt miðanúmer verður valið af handhófi í dómarahléinu, svo einn áhorfandi kemur sælli heim. Hafðu heppnina með þér og skilaðu réttri lausn á marmarann.
-nur +t
Demó peppp Kristin Hulda, 5-H
Formaður Verzló Waves & tónlistargúrú DEMÓ er frábær keppni. Á DEMÓ koma tónlistarsnillingar Verzlunarskólans fram og spila sína eigin tónlist og keppast um það hver er bestur í lagasmíð (eru samt aðallega bara að keppast um allskonar gjafabréf). DEMÓ er líka snilld ef maður er áhorfandi, ekki bara færðu að hlusta á geggjaða tónlist eftir hæfileikaríkustu nemendur skólans heldur eru allskyns aðrir kostir sem liggja ekki endilega í augum uppi. Miðað við höfðatölu og fjölda frægra tónlistarmanna á Íslandi þá eru alveg yfirgnæfandi líkur á því að þeir sem spila á DEMÓ verði frægir. Þá getur þú sagt við alla sem þú þekkir að þú hafir séð þá spila þegar enginn vissi hverjir þeir voru og verið COOL hipster. DEMÓ er af sömu ástæðum sniðugt fyrir forsjálar grúppíur, miklu auðveldara að eignast frægan kærasta áður en hann verður frægur! DEMÓ er viðburður sem þú vilt ekki missa af, núna í ár fer keppnin líka fram á föstudegi í fyrsta skipti og ég held að það sé ekki til betri leið til að byrja helgina en með DEMÓ!!
Sérstakar þakkir Þorkell Diego yfirkennari Ingi skólastjóri Rakel Tómasdóttir Rafn Erlingsson Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir
Haukur Kristinsson Kristófer Már Maronsson Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Stefán Atli Ingi Þór Bauer
20% afsláttur Tapas barinn býður nemendum Verzlunarskóla Íslands 20% afslátt af öllum mat, sunnudaga til fimmtudaga, gegn framvísun skólaskírteinis. Eldhúsið okkar er opið til
23.30 á virkum dögum 01.00 um helgar
og til
LÁTTU ÞAÐ EFTIR ÞÉR – VERTU FRJÁLS – NJÓTTU LÍFSINS
RESTAURANT- BAR
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is
Gríðarlegt úrval – Topp vörumerki í stærstu hljóðfæraverslun landsins