Kæra Jelena - leikskrá

Page 1


Formannsávarp Kæru listaunnendur, velkomnir í leikhúsið. Fáið ykkur sæti og haldið ykkur fast eða standið upp og missið ykkur í gleðinni. Listahátíð Verzlunarskólans er gengin í garð og henni verður ekki aftur snúið. Nú fáið þið loksins að sjá að hverju Listafélagið hefur unnið hörðum höndum síðan í byrjun sumars og viljum við bjóða ykkur að njóta afrakstursins. Sjö stilltar stúlkur og einn prúður piltur hópuðust saman í byrjun sumars. Þarna voru sextán tómar hendur og 800 milljarða heilasellna samankomnar sem allar höfðu það sameiginlegt að vilja taka að sér erfitt verkefni og gera eitthvað stórkoslegt og eftirminnilegt úr því. Hófst þá leitin. Við pírðum augun og opnuðum eyrun í leit að metnaðarfullum leikstjóra og hinu fullkomna handriti. Við réðum Bjartmar Þórðarson til liðs við okkur og mörg handrit voru lesin áður en við fundum hið rétta. Í framhaldi af því voru leiklistarprufur haldnar og um 100 lífsglaðir unglingar mættu í þær en aðeins 5 hlutverk voru í boði. Æfingaferlið hófst með trompi og ótrúlegt hvað hefur orðið til á rúmum tveimur mánuðum. Orð á blaði urðu lifandi persónur og þessar persónur ætla nú að segja ykkur sögu. Mikilfengleg leiksýning er orðin til með hjálp ótal aðila sem hafa lagt mikinn tíma og erfiða vinnu í verkið og vil ég hrósa þeim til hins ýtrasta. Allir lögðu sitt að mörkum og án þeirra hafði þetta aldrei orðið svona stórkostlegt. Ég býð ykkur kæru áhorfendur hjartanlega velkomna á leiksýninguna okkar, Kæra Jelena. Gjöriði svo vel.

Auður Finnbogadóttir

Formaður Listafélags Verzlunarskólans 2012-2013

Silja Rós Ragnarsdóttir, Rebekka Jóhannsdóttir, Heimir Bjarnason, Harpa Hjartardóttir, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Arna Þorbjörg Halldórsdóttir og Hildigunnur Sigvaldadóttir


Listóherinn

Útgefandi: NFVÍ Ábyrgðarmaður: Auður Finnbogadóttir Hönnun og umbrot: Rafn Erlingsson Ljósmyndir: Hildigunnur Sigvaldadóttir og Auður Finnbogadóttir Plakat: Jakob Gabríel Þórhallsson Leikmyndahönnuðir: Andri Páll Alfreðsson og Aron Brink Leikmynda- og ljósaráðgjöf: Alfreð Sturla Böðvarsson Sérstakar þakkir: Jakob Gabríel Þórhallsson, Árni vaktmaður, Kiddi húsvörður, Luxor, Alfreð Sturla Böðvarsson, Harðviðarval, Álfaborg og allir aðrir sem hjálpuðu. Óþakkir: Gauti


Ávarp

leikstjóra Eftir að ég vann með Listafélaginu að hinu stórskemmtilega Drepið á dyr í fyrra átti ég og nýkjörin Listafélagsnefnd erfitt verk fyrir höndum. Hvernig fylgir maður eftir einhverju sem gengur vel? Jú, með því að taka algjöra U-beygju. Markið var að sjálfsögðu sett hátt og leit var hafin að leikriti sem kveikti gríðarlega í okkur, væri spennandi, fyndið, dramatískt og spilaði á allan tilfinningaskalann - en engu að síður ólíkt því sem áður hafði verið reynt af hálfu Listafélagsins. Drepið á dyr hafði veitt innsýn í heim spilltra aristókrata sem voru algjörlega úr tengslum við almúgann, heim þar sem skálað er í púrtvíni og virðingin fyrir mannslífinu er engin. Því urðum við lúmskt glöð þegar Kæru Jelenu rak á fjörur okkar. Efnistök þessa sovéska verks, sem er skrifað þegar kommúnisminn er í andaslitrunum og Sovétríkin eru um það bil að líða undir lok, eru gjörólík því sem gerist í Drepið á dyr. Hér er sögusviðið hrörleg blokkaríbúð kennslukonunnar Jelenu, sem húkir þar sem einskonar minnisvarði um tíma sem var. Nemendur hennar, sem líta í heimsókn á afmælisdaginn hennar, tilheyra hins vegar kynslóð sem skilur ekki lífsviðhorf hinna eldri, heldur vill búa sér betra líf með því að kasta hugsjónum kommúnismans út um gluggann. Inntak verkanna er þó ekki svo ólíkt ef grennslast er undir yfirborðið. Drepið á dyr fjallar um þá firringu sem hlýst af því að mæla allt í peningum, spennuna sem myndast á milli fjármagnseigenda og félagshyggjuafla. Í Kæru Jelenu birtist spennan á milli þessara póla hins vegar öðruvísi, gengdarlaus jafnaðarstefna elur af sér kynslóð biturra unglinga sem sjá peninga, titla og velmegun sem sinn eina lykil að hamingjunni. Því má segja að verkin eigi það sameiginlegt að deila á pólitískar öfgar, bara sitt í hvora áttina, því á báðum stöðum hrinda öfgarnar af stað atburðarás sem breytir lífi persónanna á óafturkræfan hátt. Það er fátt sem vekur jafnsterk viðbrögð hjá fólki og trú og stjórnmál. Þegar stjórnmálin eru orðin að einskonar trúarbrögðum verður oft til hættulegt ástand, sérstaklega þegar bylting liggur í loftinu. Þá eru blóðug átök yfirleitt óumflýjanleg og einhverjir hljóta að liggja í valnum. Gamlir valdhafar hanga á veldissprotunum á meðan byltingaröflin beita öllum mögulegum brögðum við að ná sínu fram. Kæra Jelena veltir upp áleitnum spurningum varðandi slíka baráttu. Hvenær er baráttan fyrir hugsjónum og málefnum orðin svo hatrömm að þú ert farinn að leggja líf annarra í rúst? Hverju ertu tilbúinn að fórna til að öðlast efnisleg gæði? Hvenær verður ekki aftur snúið?

Bjartmar Þórðarson, Leikstjóri


Hver

og hvad er

Bjartmar? Bjartmar Þórðarson leikara, leikstjóra, söngvara og dansara skortir ekki hæfileikana. Áhugi hans á leikhúsinu kviknaði einmitt í Nemendamótinu hér í Verzló og hefur hann ekki stigið úr sviðsljósinu síðan þá. Það má með sanni segja að Bjartmar safni háskólagráðum. Hann útskrifaðist úr The Webber Douglas Academy of Dramatic Art í London árið 2004. Árið 2008 lauk hann svo MA-gráðu í leikstjórn frá Rose Bruford College í London og einungis þremur árum síðar, árið 2011, útskrifaðist hann sem bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er einnig menntaður söngvari og dansari.

Bjartmar hefur leikið í fjölda leiksýninga heima og heiman, bæði fyrir og eftir nám. Hann hefur stigið á svið í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Loftkastalanum, Austurbæ, Norðurpólnum og víðar. Bjartmar hefur einnig leikið í fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta, má þá nefna Pressu hjá SagaFilm. Hann hefur leikið einleik, sungið með Íslensku Óperunni ásamt því að hafa leikið mikið erlendis. Kæra Jelena er sjötta leikstjórnarverkefni Bjartmars eftir nám og annað verkefnið sem hann stýrir hjá Listafélaginu. Fyrir rúmu ári setti hann upp Drepið á dyr með Listafélaginu sem var einstaklega eftirminnileg og glæsileg sýning.


LEIKARAR Unnur Rún Sveinsdóttir

Jelena

Aron Már Ólafsson Pasha

Ásgrímur Gunnarsson

Vitja

Jakob Daníel Jakobsson

Valodja

Bára Lind Þórarinsdóttir

Ljalja



Sviðsmenn

Undirnefndir

PR

Andri Bjarnason, Katrín Steinþórsdóttir, Jónatan Jónatanson, Kristín Karen, Egill Örn, Kolbrún Fríða, Aron Brink, Andri Páll og Þorgeir Örn

Búningar

Kormákur Arthursson, Katrín Ásta, Helgi Logason, Árni Reynir, Þórdís Björk, Elín Margrét, Jón Þór og Bergrós Halla

Ólöf Björk, Arna Sigurðardóttir, Margrét Lóa, Helena Margrét og Sigurlaug Þórðardóttir


Hár/förðun & ljós, hljóð og hönnun

Aron Brink og Andri Páll

Trailer

Eva Agnarsdóttir, Karólína Pétursdóttir og Linda Íris

Tískuráð

Sveinn Breki, Pétur Geir, Jónas Alfreð, Sigurbjörn Ari og Ólafur Alexander

Kristín Hulda, Ragnheiður Björnsdóttir, Eva Linda, Ragnhildur Leósdóttir, Heiðrún María og Elínóra Guðmundsdóttir



DAGSKRÁ MÁNU

DAGUR 9:15 S e t n ing 11:40 Trailer Listóvikunna frumsý r 12:00 ndur Miðasa la hefs t 9:15 11:40 20:00

FIMMT

UDAGU

RAVE p Tískusý artý ning

p.s. Það verður mandla í grautnum!

R

ÞRIÐJU

DAGUR

Teikni k Leiktu eppni betur f orkepp

MIÐVI

KUDAG

ni

FÖSTU DAGUR Skólah lj Danssý ómsveitin ning í íþ róttasa FRUM ln S ÝNING

!

U

R Mynda Gítarhe taka með leik u ro/Sing star/Da rum nce Off

um

Heimilistæki frá Siemens handa leikhúsunnendum og öðrum fagurkerum.

Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is


Coca-Cola® light styður íslenska hönnun Shadow Creatures vann hönnunarverðlaun Coca-Cola ® light á og var valið til samstarfs um að hanna umbúðir utan um Coca-Cola ® light. www.shadow-creatures.com ´Coca Cola® light´is a registered trademark of The Coca-Cola Company. ©2012 The Coca-Cola Company. EXPO • www.expo.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.