Leiksýning Listafélags Verzlunarskóla Íslands. Kæra Jelena er magnþrungin og átakanleg sýning sem leikhúsunnendur ættu ekki láta fram hjá sér fara. Leikritið var skrifað árið 1980 í Sovétríkjunum, þar sem sagan á sér stað, og uppreisn ríkti á meðal ungu kynslóðarinnar. Ljúdmíla Razúmovskaja er höfundur verksins. Yfirvöld lögðu í fyrstu bann við sýningu þess en árið 1986 sló það í gegn. Síðan þá hefur Kæra Jelena verið sýnd í Sovétríkjunum og víða á Vesturlöndum og vakið mikla athygli. Kæra Jelena var sett upp í Þjóðleikhúsinu 1991 og hlaut mikið lof. Bjartmar Þórðarson er leikstjóri. Aron Már Ólafsson, Ásgrímur Gunnarsson, Bára Lind Þórarinsdóttir, Jakob Daníel Jakobsson og Unnur Rún Sveinsdóttir fara með hlutverk í sýningunni.