SPURNINGAR SVÖR
23. - 26. október halleluwah
ÁVARP FORMANNS
Kristín Hulda Gísladóttir
Verzló Waves vikan er loksins runnin upp! Þetta er í áttunda skipti sem tónlistarhátíð Verzlunarskólans er haldin og hefur hún sjaldan lofað jafn góðu. Line-upið er geggjað en nefndin í ár lagði mikla áherslu á fjölbreytileika og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta var sjúklega erfitt en sjúklega skemmtilegt ferli og við erum gífurlega ánægð með afraksturinn. Ég vil nýta tækifærið til að þakka Rafni Erlingssyni, uppsetjara og snillingi fyrir ómetanlega hjálp sína við gerð bæklingsins, sem og Kristni Brynjari hljóðkeisara en án hans væri þetta acoustic tónlistarhátíð. Kæru Verzlingar, skilaboð mín til ykkar eru einföld: Njótið.
Hönnun bæklings og plakats: Rafn Erlingsson Myndir af nefndarmeðlimum: Snorri Björnsson Prentun: Stafræna Prentsmiðjan Sérstakar þakkir: Árni Steinsson, vaktkóngur Jón Birgir Eiríksson Kristinn Kristinsson, húsvörður Kristinn Brynjar Pálsson Markaðsnefnd Pétur Geir Magnússon Rafn Erlingsson Snorri Björnsson Þorkell Máni Pétursson Útgefandi: NFVÍ Ábyrgðarmaður Kristín Hulda Gísladóttir
NEFNDARMEÐLIMIR
Alexander Örn Númason
Auður Gunnarsdóttir
Diljá Matthíasardóttir
Erlingur Geirsson
Freyja Sigurgeirsdóttir
Klara Hödd Ásgrímsdóttir
hlustið - trúið - hlýðið
HARMAGEDDON
Espresso og myndlist síðan 1958 Skólavörðustíg 3a | Opið daglega kl.9-18.30
SAMARIS
Þriðjudagur - korter
Samaris er hljómsveit skipuð þeim Áslaugu klarinettspilara, Jófríði söngkonu og Þórði sem spilar á tölvu. Samaris spila tónlist sem kalla mætti rólegt rafpopp. Sveitin var stofnuð í janúar árið 2011 og aðeins nokkrum mánuðum síðar bar hún sigur úr býtum í Músíktilraunum. Í ágúst sama ár kom út þriggja laga plata hljómsveitarinnar, Hljóma þú, sem vakti mikið lof gagnrýnenda. Í byrjun júlí á þessu ári gaf hljómsveitin út tónlistarmyndband við lagið „Góða tungl“ og hefur það vakið mikla athygli og fengið góðar viðtökur. Samaris koma tvisvar fram á Airwaves í ár, miðvikudaginn 31. október klukkan 00:10 á efri hæð Faktorý og fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 20:00 í Listasafni Reykjavíkur. Hljómsveitin mun einnig spila off-venue.
Hver er skemmtilegasta Airwaves minning ykkar? Þegar við spiluðum sama kvöld og tUnE-yArdS og T.E.E.D. á Nasa og vorum með baksviðspassa. Þá hlupum við inn og út eins og keisarar á meðan allir hinir biðu grátandi í röðinni sem náði lengra en dómkirkjan. Hvaðan sækið þið innblástur? Mamma hans Dodda er frábær og veitir okkur alltaf innblástur þegar við erum hugmyndasnauð. Fyndnasta manneskja í heimi? Mamma hans Dodda er ótrúlega fyndin. Hvaðan kom nafnið? Úr teiknimyndasögunni Skuggi. Þar er karakter sem heitir Samaris. Uppáhalds guilty pleasure lag? Climax með Usher.
samarisss
samaris
Áslaug og Jófríður sáu um að svara spurningunum.
AGENT FRESCO
Þriðjudagur - hádegi
Agent Fresco er hljómsveit sem varla þarf að kynna. Sveitin spilar polyrythmískt oddtime-rokk með djass ívafi og er hún skipuð þeim Arnóri, Hrafnkeli, Vigni og Þórarni. Hljómsveitin skaust fyrst fram á sjónarsvið árið 2008 þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum, en þeir hlutu þar einnig verðlaun fyrir besta gítarleikara, trommara og bassaleikara. Í nóvember 2010 gáfu þeir út fyrstu breiðskífu sína, A Long Time Listening. Platan hlaut mikið lof bæði hérlendis og á erlendri grund og var hún um tíma mest selda platan á gogoyoko.com. Hljómsveitin hefur verið dugleg að spila á tónleikum víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Hróaskeldu árið 2011. Agent Fresco koma tvisvar fram á Airwaves í ár, miðvikudaginn 31. október klukkan 00:10 á Gamla Gauknum og laugardaginn 3. nóvember klukkan 21:40 í Norðurljósum, Hörpu. Hljómsveitin spilar einnig off-venue.
agentfresco
agentfresco
agentfresco
Hver er skemmtilegasta Airwaves minningin ykkar? Að hlusta á Tóta taka „I Don’t Want To Miss A Thing” eftir Aerosmith í karókí á Kex Hostelinu í fyrra. Það leið næstum því yfir hann eftir epískt vókal sóló í lok lagsins. Uppáhalds gigg sem þið hafið spilað? Hróaskelda 2011 stendur uppúr bæði útaf því að þetta er hátíð sem maður er búinn að horfa upp til lengi og svo er einhver norræn samkennt sem myndast þarna. Svolítið eins og að spila landsleik án þess að keppa í neinu. Hvernig kynntust þið? Tóti og Keli kynntust í leikskola (sjá mynd) og við hinir hittumst í FÍH ca. árið 2009. Arnór sá um að svara spurningunum.
HALLELUWAH
Miðvikudagur - korter
Halleluwah er rapp/bílskúrsrokk hljómsveit skipuð þeim Sölva Blöndal og Tiny en flestir ættu að kannast við þá sem fyrrverandi hljómsveitarmeðlimi Quarashi. Quarashi var ein farsælasta hljómsveit Íslands og gaf hún meðal annars út 5 plötur og seldi meira en hálfa milljón platna um allan heim. Quarashi kom saman fyrir Bestu Útihátíðina og upp úr því stofnaði Sölvi Halleluwah og fékk síðar Tiny til liðs við sig. Halleluwah hefur nú þegar gefið frá sér lagið K2R en þrátt fyrir að hafa komið út fyrir einungis tveimur vikum þegar þetta er skrifað hefur lagið hlotið mikla hlustun á Youtube. Halleluwah komu fyrst fram síðastliðna Menningarnótt þegar þeir spiluðu fyrir utan Hörpuna við góðar undirtektir tónleikagesta. Von er á fyrstu plötu sveitarinnar í apríl á næsta ári. Hljómsveitin spilar á Airwaves fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 21:20 á Þýska barnum en einnig spilar hún off-venue.
halleluwah.music
halleluwah
Hver er skemmtilegasta Airwaves minning þín? Þetta svar yrði ritskoðað hvernig sem ég myndi koma því frá mér... Hvaðan sækir þú innblástur? Innblástur getur komið úr öllu mögulegu, rík lífsreynsla gerir þér kannski kleift að túlka eitthvað fyrir fólki án þess að verða tilgerðarlegur. Lífið er innblásturinn eins cheesy og það hljómar... Hvernig kynntust þið? Ég átti lag í útvarpi á sínum tíma sem heitir Straight Execution undir nafninu Tiny, í kjölfarið hafði Sölvi samband við mig og ég hóf samstarf við Quarashi. Egill Ólafur(Tiny) spurningunum.
sá
um
að
svara
BLOODGROUP
Miðvikudagur - hádegi
© Sigríður Ella Frímannsdóttir
Bloodgroup er ein stærsta raftónlistar hljómsveit Íslands. Sveitina skipa þau Janus, Hallur, Ragnar og Sunna. Hljómsveitin var stofnuð árið 2006 og í lok árs 2007 gaf hún út sína fyrstu plötu, Sticky Situation. Platan hlaut góðar viðtökur og fylgdi hljómsveitin vinsældum plötunnar eftir með tónleikaferðalögum næstu tvö árin, spilaði hljómsveitin meðal annars á Roskilde Festival. Í desember 2009 gaf sveitin út aðra plötu sína, Dry Land, sem náði ótrúlegum vinsældum og töluðu margir gagnrýnendur um hana sem bestu plötu ársins 2009. Stefnt er að útgáfu þriðju plötu þeirra í nóvember á þessu ári og nú þegar hefur lagið „Fall” verið gefið út. Bloodgroup koma fram á Airwaves í ár laugardaginn 3. nóvember klukkan 22:30 á Þýska barnum auk þess sem sveitin spilar off-venue.
bloodgroupmusic
bloodgroup
bloodgroup
Hvaðan kemur nafnið? Nafnið kemur úr Cheerios pakka, djók, samt ekki, eða víst. Það var bara eitthvað grín sem Raggi ropaði útúr sér einhverntímann þegar hljómsveitin var að byrja og það festist við okkur. Ætluðuð þið alltaf að verða tónlistarmenn? Já við höfum öll alltaf ætlað að gera þetta með einum eða öðrum hætti. Uppáhalds guilty pleasure lag? Usher - Climax. Vandræðalegasta móment á tónleikum? Eitt vandræðalegasta var þegar við vorum að spila í New York og Hallur gat enganveginn munað bassalínu í einu laginu, henni var algjörlega stolið úr hausnum á honum... en það reddaðist samt einhvernvegin.
NUKE DUKEM
Fimmtudagur - korter
Nuke Dukem er vel á leið með að verða ein stærsta remix hljómsveit landsins en sveitin hefur nú þegar remixað lög eftir tónlistarmenn á borð við Blazroca, Ný Dönsk, Útidúr, Retro Stefson og Mammút. Sveitina skipa þeir Bóas, Brynjólfur, Rúnar, Andri og Skúli og spilar sveitin electro, 80’s og dansvæna tónlist. Hljómsveitin skaust fyrst fram á sjónarsvið í lok árs 2011 þegar remix þeirra af lagi Blazroca, Reykjavík Belfast, hlautir miklar vinsældir í útvarpi og var spilað á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins. Stuttu síðar unnu þeir Remix keppni sem haldin var af útvarpsþættinum Party-Zone í tilefni þess að Nýdönsk átti 25 ára afmæli. Fyrir keppnina remixuðu þeir lagið Alelda með Nýdönsk og hlutu mikið lof fyrir. Sem stendur eru Nuke Dukem að vinna í nýju efni og stefnt er að því að þau lög komi út á þessu ári. Hljómsveitin þykir mjög góð á tónleikum og munu þeir spila á Airwaves föstudaginn 2. nóvember klukkan 23:00 á neðri hæð Faktorý en þeir spila einnig off-venue. thenukedukem
nuke-dukem-is
Hvaðan sækið þið innblástur? 80s bíómyndum og danstónlist. Hvaðan kom nafnið? Frá tölvuleiknum Duke Nukem. Ætluðuð þið alltaf að verða tónlistarmenn? Ekkert sérstaklega. Okkur fannst bara gaman að gera tónlist. Uppáhalds guilty pleasure lag? Tim Berg - Bromance (Avicii Arena Remix). Besta íslenska plata frá upphafi? Kimono - Arctic Death Ship. Ykkar helsti ótti? Hmmmmm... Að verða heyrnarlaus og getta þess vegna ekki framleitt sick tunes.
ÚLFUR ÚLFUR
Fimmtudagur - hádegi
Úlfur Úlfur er rapphljómsveit skipuð þeim Arnari, Helga og Þorbirni. Þeir komu fyrst fram á sjónarsvið í fyrra og frægðarsól þeirra hefur risið hratt en þeir eru eitt stærsta nafnið í íslensku rappi í dag. Þeir gáfu snemma nokkur lög út á netinu og byrjuðu að spila á tónleikum stuttu síðar. Í desember gáfu þeir út sína fyrstu plötu, Föstudagurinn Langi, sem gefin var út í takmörkuðu upplagi en enn má nálgast hana ókeypis á ulfurulfur.com. Á henni eru 10 lög sem öll hafa vakið mikla athygli og hafa mörg þeirra fengið spilun í útvarpi. Í febrúar á þessu ári unnu þeir síðan verðlaun sem nýliðar ársins 2012 á tónlistarhátíð X-ins 977. Úlfur Úlfur koma tvisvar fram á Iceland Airwaves í ár, fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 20:00 á Þýskabarnum og laugardaginn 3. nóvember klukkan 02:00 á efri hæð Faktorý. Einnig spilar sveitin off-venue.
ulfurulfur
iamulfurulfur
iamulfurulfur
Hver er skemmtilegasta Airwaves minning ykkar? Þegar við fórum að horfa á Diamond Rings 2010. Hann var svo skemmt legur og kom okkur svo á óvart. Þvílíkt næs gaur. Fyrir hverju eruð þið spenntastir að sjá á Airwaves? Ég er eiginlega spenntastur og stressaðastur fyrir því að spila nýju lögin okkar. Þau eru töluvert stærri og flóknari í flutningi en þau gömlu. Þau munu líka marka þá stefnu sem hljómsveitin er að taka á næstu plötu svo það er eins gott að gera þetta almennilega. En á léttu nótunum þá er ég spenntastur fyrir því að sjá Polica. Hún er æði. Hvað vilduð þið verða þegar þið voruð lítlir? Morðingjar. Það varð samt ekkert úr því ;( Helgi sá um að svara spurningunum.
THE VINTAGE CARAVAN Föstudagur - korter
The Vintage Caravan er rokkhljómsveit skipuð þeim Óskari, Guðjóni og Alexanderi en vert er að taka fram að sá síðastnefndi er einn af nefndarmeðlimum Verzló Waves. Sveitin hefur lengi verið til og hét upprunalega The Vintage. Undir því nafni tók sveitin þátt í Músíktilraunum árið 2009 og lenti hún í þriðja sæti auk þess sem Óskar var valinn gítarleikari Músíktilrauna það árið. Hljómsveitin hefur síðan þá verið afar dugleg við að koma fram og hafa vinsældir hljómsveitarinnar aukist verulega. Árið 2011 kom fyrsta breiðskífa þeirra út og var hún samnefnd sveitinni. Hlaut hún mjög fína dóma. Sveitin gaf síðan út aðra plötu sína í september síðastliðnum og hefur hún fengið afar góðar viðtökur, var til að mynda plata vikunnar á Rás 2. The Vintage Caravan spila á Airwaves föstudaginn 2. nóvember klukkan 23:20 á Gamla Gauknum.
vintagecaravan
Hver er skemmtilegasta Airwaves minning ykkar? Þegar við héldum að húsið ætlaði að hrynja á off venue gigginu á Dillon 2011. Það skrítnasta var þegar við spiluðum á Hemma og Valda 2010 með hálft trommusett og Dagur B. Eggertsson gat ekki drukkið kaffið sitt fyrir hávaða. Hverju eruð þið spenntastir fyrir að sjá á Airwaves? Klárlega Swans og Skálmöld. Hvaðan sækið þið innblástur? Gamla góða 70’s rokkið. Hvaðan kom nafnið? Sameiginlegur frændi okkar fæddist í ævafornum húsbíl í Austur-Þýskalandi fyrir hálfri öld. Uppáhalds guilty pleasure lag? Little girls með Oingo Boingo.
FRIÐRIK DÓR
Föstudagur - hádegi
Friðrik Dór er án efa stærsta nafnið á Íslandi í RnB tónlist. Hann byrjaði tónlistarferilinn sinn strax að lokinni útskrift úr Verzló en eins og flestir Verzlingar vita var hann byrjaður að syngja þegar hann var í Verzló, söng meðal annars titillagið í Nemó leikritinu „Welcome To The Jungle”. Friðrik Dór sló síðan í gegn haustið 2009 þegar lagið „Hlið við hlið” kom út og náði miklum vinsældum. Náði m.a. öðru sæti á íslenska listanum á FM 957. Hann hélt áfram að gefa út vinsæl lög og var valinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaunum FM 957 árið 2010. Fyrsta plata hans, Allt sem þú átt, inniheldur 12 lög og kom út í lok árs 2010. Platan var þriðja mest selda platan á tónlist.is um tíma. Í sumar gaf hann út lagið „Al Thani” í samstarfi við StopWaitGo en í því lagi fer Friðrik Dór nýjar leiðir og hefur þetta lag náð gríðarlegum vinsældum.
fridrikdormusic
Frillson
Fyrir hverju ertu spenntastur á Airwaves? Það væri gaman að sjá þessi stóru íslensku bönd eins og Sigur Rós, OMAM og Retro Stefson. Eins væri gaman að sjá The Vaccines. Hvaðan sækir þú innblástur? Ég fer reglulega á fyrstu hjálpar námskeið þar sem ég leik meðvitundarlausan mann. Þeir sem námskeiðið sækja þurfa svo að veita mér bókstaflegan innblástur. Hvað vildirðu verða í framtíðinni? Ég átti mér ókrúttlegt draumastarf þar sem ég vildi verða bankastjóri því þeir væru svo ríkir. It’s all about the Benjamins you know... Hvaðan kom nafnið? Frá mömmu minni og pabba. Uppáhalds guilty pleasure lag? Það myndi vera Party in the USA með Miley Cyrus. Lagasmíð í heimsklassa, verð að viðurkenna það.
svooogott
™
FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM • HAFNARFIRÐI KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ • REYKJANESBÆ • SELFOSSI
www.kfc.is
Quirky vรถrurnar eru komnar ... Engar biรฐraรฐir www.aha.is/verslun