Takturinn

Page 1

TAKTURINN Félagsblað Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík

1. tölublað - 3. árgangur


Ritstjóraávarp Ágætu laganemar, Í sumar tók ég það starf að mér að gerast ritstjóri Taktsins. Ég vissi strax að mín biði spennandi og krefjandi verkefni enda mikil ábyrgð að fá að stýra útgáfu tímarits. Ég fékk til liðs við mig frábæra einstaklinga, þau Adelu, Bjarka, Evu og Eygló Sif sem gerði þetta verkefni enn meira spennandi. Við byrjuðum þegar í stað að velta því fyrir okkur hvað við vildum gera, ótal hugmyndir komu fram og strax farið í að skipuleggja. Við vorum öll sammála um að að gefa út fyrra tölublaðið í sömu viku og hin árlega humarhátíð laganema er haldin, líkt og gert var á síðasta ári, enda vel við hæfi í slíkri gleðiviku. Stefnan er svo sett á að gefa síðara tölublaðið út í sömu viku og árshátíð Háskólans í Reykjavík fer fram.

Efnisyfirlit Útskriftarferð. . . . . . . . . . 4 Nýnemaviðtöl. . . . . . . . . . 6 Starfsnám. . . . . . . . . . . . . 8 Lagatískan . . . . . . . . . . . . 12 Miðstjórn . . . . . . . . . . . . . 14 Útskrifaðir nemendur. . . . 16 Viðtal við sendiherra. . . . . 19 Brussel. . . . . . . . . . . . . . 20 Félagslífið. . . . . . . . . . . . 22

Hefð hefur verið fyrir því að gefa út lítinn bækling í byrjun skólaárs, til nýnema lagadeildarinnar, þar sem fram koma grunnupplýsingar um félagslífið og fleira. Upp kom sú hugmynd í samvinnu við stjórn Lögréttu, að Takturinn skyldi taka að sér gerð þessa bæklings og gefa honum aðeins meira líf. Til varð Nýnema Takturinn sem dreift var til nýnema á skólasetningunni þann 16. ágúst s.l. Takturinn var fyrst gefinn út árið 2006 og var síðan endurvakinn á síðasta ári. Mér er það sannur heiður að fá að taka þátt í því að halda uppi útgáfu þessa tímarits enda þykir mér það mikilvæg viðbót við starf Lögréttu.

Útgefandi: Lögrétta Prentun: Litla Prent Sérstakar þakkir: Margrét Þóroddsdóttir Upplag: 200 eintök Uppsetning og hönnun: Rafn Erlingsson

Njótið vel kæru laganemar, ég vona að þið munið hafa gagn og gaman af.

Sandra Steinarsdóttir, ritstjóri.

Ritnefnd Taktsins

Frá vinstri: Eva Oliversdóttir, Eygló Sif Sigfúsdóttir, Sandra Steinarsdóttir, ritstjóri, Adela Lubina, Bjarki Þórsson



Tenerife Anna Björg Guðjónsdóttir skrifar um útskriftarferð laganema til

M

iðvikudagurinn 30. maí 2012 rann upp bjartur og fagur og það voru spenntir laganemar sem að mættu í Háskólann í Reykjavík um miðja nótt. Í þetta skiptið var skólaheimsóknin gleðilegri en oft áður enda útskriftarferð laganema 2012 að skella á. Þriggja ára strit var að baki og nú var tilefni til að fagna. Rennt var úr hlaði og haldið áleiðis að Paradísareyjunni Tenerife.

Tónninn fyrir það hvað koma skyldi var settur snemma enda var rútan ekki komin lengra en í Hafnarfjörðinn þegar Jägermeister flaskan var dregin á loft og ekki var hlustað á neinar mótbárur – 7 daga skemmtun var framundan.

Við vorum 20 manna hópur sem ferðuðumst saman og höfðum því tækifæri á að halda hópinn þegar vilji var til. Fyrsta kvöldið fór allur hópurinn saman út að borða og yfir vikuna var yfirleitt borðað saman í stórum hópum og á hverju kvöldi var haldið „fyrirpartý“ í einhverri íbúðinni áður en haldið var út í nóttina og á vit ævintýranna. Á vegi okkar urði ýmsir heldri borgarar og veraldavanir einstaklingar sem ferðuðust um á öfundsverðum rafknúnum farartækjum.

Ýmislegt var gert sér til dægrastyttingar. Hluti af hópnum valdi að fara í verslunarferð til höfuðborgarinnar Santa Cruz, glæsilegir sandkastalar voru byggðir á ströndinni og hópurinn eins og hann lagði sig fór saman í klassíska heimsókn í vatnsrennibrautagarð. Kvöld eitt kom upp sú hugmynd að skella sér í siglingu þar sem synda ætti með höfrungum og snæða dýrindis kræsingar um borð í snekkju. Það runnu á okkur tvær grímur þegar niður á höfn var komið. Við okkur blasti eitthvað allt annað en snekkja, við fengum ekki að synda með höfrungum og maturinn getur seint flokkast sem kræsingar. Auk þess fór siglingin misvel í fólk og nokkrir fengu að kynnast klósettinu betur en þeir hefðu kosið. Þrátt fyrir allt var umrædd sigling einn af hápunktum ferðarinnar.


Lokakvöldið rann upp alltof fljótt og ákveðið var að fagna með stæl. Hver og einn átti að klæða sig í samræmi við „túrista-þema“ og lögðu sumir ansi mikið á sig til að gera búningana sem glæsilegasta! Það má jafnvel færa fyrir því rök að umrætt kvöld höfum við fyrst virkilega átt samleið með öðrum ferðamönnum á paradísareyjunni. Það voru sælir og sólbrenndir laganemar sem að snéru aftur til Íslands viku síðar og mættu freknóttir í Hörpu til að fagna útskrift og B.A. gráðu í lögfræði. Útskriftarferðin var góður tími til að fagna því sem við höfum afrekað á liðnum árum og bæta við þær fjölmörgu minningar sem við eigum frá þeim tíma sem við höfum stundað laganám við Háskólann í Reykjavík. Ég vil óska öllum útskriftarnemendum hjartanlega til hamingju með útskriftina.

Takk fyrir mig.


Nýnema viðtöl Vilhjálmur Herrera Þórisson 20 ára Akureyringur á lausu

Afhverju valdir þú lögfræði í HR? Ég valdi lögfræði til þess að geta slegið um mig með latínufrösum a la Sigurður Líndal, svo er ekkert betra en að ganga um í jakkafötum. HR varð fyrir valinu einfaldlega vegna þess að mér leist best á umhverfið og námsskipulagið. Sé alls ekki eftir því. Er námið erfiðara eða léttara en þú bjóst við? Er nú ekki búinn að vera hér nógu lengi til þess að gefa gott og gilt svar en enn sem komið er það nokkurn veginn eins og ég bjóst við. Hvert stefnir þú í framtíðinni? Alltaf hærra. Hvað gerir þú þegar þú vilt gera vel við þig? Halla mér aftur í lazyboy með gott koníaksglas í vinstri og vindil í hægri fyrir framan heitan arineld, þarf helst að vera búinn að safna í gott yfirvaraskegg og skella mér í slopp svo upplifunin verði sem best. Stundar þú líkamsrækt? Maður reynir að halda sér í formi. Áttu þér fyrirmynd í íslenskri lögfræði? Í íslenskri lögfræði verður Eiríkur Elís Þorláksson fyrir valinu, þvílíkur maður. Harvey Specter verður samt alltaf fyrir valinu ef við leitum utan landsteinanna, besti karakter allra tíma.

6


Elfa Björk Ólafsdóttir 20 ára á lausu

Þorbjörg Ásta Leifsdóttir 21 ára á pikkföstu úr Kvennó

úr Flensborg

Gísli Rúnar Gíslason 22 ára á lausu úr Flensborg

Afhverju valdir þú lögfræði í HR? Spennandi nám, hafði heyrt margt gott um skólann og finnst mikill kostur að hafa verkefnavinnu alla önnina frekar en 100% lokapróf. Er námið erfiðara eða léttara en þú bjóst við? Svipað. Hvert stefnir þú í framtíðinni? Skilst að það séu ágætis tekjur í skilanefndum. Afhverju valdir þú lögfræði í HR? Spennandi og hagnýtt nám, fjölbreyttir atvinnumöguleikar. Er námið erfiðara eða léttara en þú bjóst við? Ég vissi að þetta væri mjög krefjandi nám þegar ég byrjaði en ég verð að viðurkenna að þetta er erfiðara en ég bjóst við, en líka rosalega skemmtilegt. Hvert stefnir þú í framtíðinni? Klára námið, vera hamingjusöm, finna góðan mann og eignast börn. Ertu búin að „spotta“ framtíðarmakann innan veggja HR? Nei. Uppáhaldsskemmtistaður? B5. Áttu þér fyrirmynd í íslenskri lögfræði? Nei.

Hvar lærir þú oftast? Bókasafninu eða heima. Áttu þér fyrirmynd í íslenskri lögfræði? Andri Árna. Uppáhalds lögfræðiþáttur? Boston Legal.

Afhverju valdir þú lögfræði í HR? Ég var búin að hafa lögfræði bak við eyrað í nokkun tíma og ákvað svo að slá til. Mér leist mjög vel á skólann.... Og svo fann ég ekki nein bílastæði við HÍ. Er námið erfiðara eða léttara en þú bjóst við? Þetta er svipað og ég bjóst við, ég skal svara þessu eftir fyrstu prófin! Hvert stefnir þú í framtíðinni? ÓL 2016 Hver er myndarlegasti kennarinn? Antonio Banderas í Take the Lead Áttu þér fyrirmynd í íslenskri lögfræði? Ég stefni á að vera jafn flink í framtíðinni og vinkonur mínar Lilja Dóra og Herdís Hallmars. Hvar verslar þú helst fötin þín? Hér og þar, ég er dugleg að nýta útlandaferðir. Það síðsta sem ég uppgötvaði var Silkimarkaðurinn í Peking en ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel við að versla.

7


Heiða Björk Vignisdóttir:

Starfsnám í Strasbourg

A

lveg frá fyrsta skóladeginum mínum í lagadeildinni var ég staðráðin í því að leggja land undir fót, helst Frakkland auðvitað, um leið og BA gráðan væri komin í hús. Strax á öðru ári fór ég að skoða ýmsa möguleika en datt fljótlega inn á starfsnám hjá Evrópuráðinu í Strasbourg. Mig dreymdi alltaf um að koma aftur til Frakklands eftir að hafa verið þar sem skiptinemi 16 ára og því var þetta kjörin blanda af þeim draumi og ómissandi og frábærri reynslu. Umsóknarferlið var langt og strangt en vinur benti mér góðfúslega á að hann þekkti eina konu sem starfar hjá Evrópuráðinu. Ég var ekki lengi að koma mér í samband við hana og fá ráðleggingar um hvernig sækja ætti um starfsnámið og hvað þyrfti að koma fram í umsókninni. Eftir að umsóknin var útfyllt og send út ásamt aragrúa af fylgigögnum var biðin sem tók við löng.

8

Loks á sjálfan afmælisdaginn minn fékk ég jákvætt svar og þá byrjaði undirbúningurinn fyrir alvöru. Þetta var auðvitað launalaust starfsnám (unpaid internship) og þ.a.l. þurfti ég að safna mér eins miklum pening og hugsast var. Af þeim sökum var minna keypt af skóm fram að brottför, bíllinn minn elskulegi seldur, gömul föt seld og hellingur af „elsku mamma mín“ notað. Mesti hausverkurinn var að finna mér íbúð/herbergi í borginni. Leitin var ansi erfið en starfsmaður hjá Evrópuráðinu benti mér síðan á mjög sniðugar íbúðir/ herbergi fyrir ungt fólk, s.s. námsmenn og starfsnema. Þar er allt til alls, mötuneyti með morgunmat, hádegismat og kvöldmat, þvottaaðstaða, sameiginleg sjónvarpsaðstaða, líkamsræktarstöð og internet. Ég ákvað að skella mér á þetta enda traust fyrirtæki og staðsetningin einnig mjög góð, rétt við miðbæinn. Föstudaginn 1. júní var svo haldið út í óvissuna með stútfulla ferðatösku. Fyrst þurfti ég að fljúga til Paris og þaðan til Strasbourg, síðan þurfti ég að taka lest frá flugvellinum inn í borgina og svo tram (sporvagn) að íbúðinni. Þar var strax tekið vel á móti mér og auðvitað var ég kölluð Miss Björk líkt og þegar ég fór til Frakklands sem skiptinemi. Þegar inn í herbergið var komið var mér frekar brugðið. Herbergið var miklu minna en myndirnar á heimasíðunni gáfu til kynna og rúmið, sem virkaði yndislega þægilegt og tvöfald á myndunum, var agnarlítið og einbreitt. Ég spurði starfsmanninn hvort þetta væri alveg

örugglega það herbergi sen ég pantaði og hann þóttist vera viss um það. Ég lét því segjast og dröslaðist inn. Ég var dauðþreytt eftir ferðalagið og ákvað að leggja mig aðeins, það tókst hreint alls ekki og eftir 2 tíma kvalarfulla legu í þessu „rúmi“ ákvað ég frekar að rölta um bæinn og skoða mig um. Fyrsti vinnudagurinn var svo eftir helgina og var ég ekkert lítið stressuð, já og ósofin auðvitað, enda hafði ég náð mest klukkustundar svefni í einu yfir helgina í þessu svokallaða rúmi. Ég þurfti að byrja á að fara í aðalbygginguna, Palais de l‘Europe, og skrá mig þar sem starfsnema og framvísa vegabréfi. Síðan þurfti ég að finna aðra bygginguna á svæðinu til að fá aðgangskort og upplýsingar um tölvukerfið. Þegar ég loks fann þá byggingu kom smá babb í bátinn þar sem nafnið mitt hafði verið ranglega skrifað í aðalbyggingunni og vegna öryggisástæðna mátti ég ekki yfirgefa bygginguna sem ég var þá komin inn í. Þurfti ég þ.a.l. að sitja við endann á skrifborði eins starfsmanns þar til nafninu hafði verið breytt og aðgangskortið væri komið til okkar, með rétt rituðu nafni. Það tók örugglega rúman klukkutíma og var ég orðin ansi stressuð enda átti ég að mæta í þá byggingu sem ég átti að starfa í, Agora Bâtiment, klukkan 9 og klukkan var að skríða í 10. Þetta leystist þó og ég hljóp að minni byggingu og mætti heldur sveitt og stressuð. Allt stress hvarf þó strax enda tók svo yndislegt fólk á móti mér. Mér var svo vísað á skrifstofuna mína með heilan stafla af bókum og upplýsingum um starfsemi sviðsins sem ég átti að kynna mér fyrstu dagana, þegar


tími gæfist á milli annarra verkefna. Strax fyrsta daginn fékk ég það verkefni að sitja 3 daga ráðstefnu um réttindi fólks með fötlun fyrir hönd Barnaréttarsviðsins. Þar átti ég að taka niður punkta um allt sem okkur varðar eða gæti nýst okkur í okkar starfi. Það var ótrúlega áhugavert en jafnframt stressandi enda þekkti ég lítið til starfsemi sviðsins fyrsta daginn! Af þeim sökum glósaði ég eflaust meira en góðu hófi gegnir en reyndi svo að kynna mér betur starfsemina þegar tími gafst. Hádegishléin voru svo allt upp í 2 klukkustundir og ef veðrið var gott lágum við starfsnemarnir yfirleitt í sólbaði eftir matinn í garði rétt hjá Evrópuráðinu. Síðan enduðum við hvert einasta hádegishlé á kaffi í garðinum hjá Mannréttindadómstólnum

einnig saman upplýsingar handa yfirmönnum mínum, sendi ýmis bréf og pósta, hringdi símtöl, undirbjó ráðstefnur og gerði annað smálegt fyrir hönd sviðsins. Sviðið er með ýmsar herferðir í gangi gegn misnotkun á börnum og um réttindi barna sem vert er að kynna sér, s.s. One in Five campaign og Kiko and the Hand, Raise your hand against smacking!, I have rights og margar fleiri. Vann ég ýmis verkefni tengd þessum herferðum, s.s. að skrifa monitoring questions til aðildarríkjana um hvernig þau séu að vinna að tillögum herferðarinnar og um framvindu hennar í hverju ríki. Að auki kynnti ég herferðirnar á Parliamentary Assembly sem haldið var í sumar í Evrópuráðinu og veitti þar upplýsingar.

Verkefnin í vinnunni voru mjög fjölbreytt og krefjandi. Allir starfsmenn sviðsins gáfu mér verkefni og sinntu þeir mismunandi hlutverkum innan sviðsins. Vann ég að rannsóknarverkefni varðandi Children´s participation, sem snérist um það hvernig við gætum fengið börn og ungt fólk til að sýna frumkvæði í að afla sér upplýsinga um rétt sinn og vinna svo að verkefnum varðandi það, s.s. gera stuttmyndir, taka viðtöl við önnur börn um hvar sé svigrúm til úrbóta varðandi réttindi þeirra o.s.frv. Skoðuðum við einnig hvernig sé best að koma upplýsingum til ungs fólks um réttindi þeirra og skyldur, s.s. í gegnum app í síma, tölvuleiki, spjallsíður á netinu og aðra hluti þar sem þau þurfa sjálf að taka einhvern þátt en ekki eingöngu lesa það sem við réttum þeim. Ég fræddi einnig 400 unga skólakrakka um réttindi þeirra og vann með þeim verkefni tengt því á þemadögum í skólum í Frakklandi. Ég sótti fjölmargar ráðstefnur fyrir hönd sviðsins, tók niður punkta og skilaði skýrslu til minna yfirmanna, enda voru þeir yfirleitt of uppteknir til að sækja slíkar ráðstefnur sjálfir. Ég bjó til samantektarlista yfir öll þau gögn sem sviðið á, s.s. bæklinga, fræðslumyndbönd, herferðir, bækur, veggspjöld, kort og annað, og listaði upp á hvaða tungumálum við eigum efnið og á hvaða formi. Þannig gátu þau séð á fljótlegan hátt hvaða tungumál þarf að þýða hvað mest yfir á og hvað vantar upp á. Ég tók

Dagarnir í vinnunni liðu hratt, enda nóg að gera, þó voru þeir oft ansi langir. Ég var yfirleitt komin heim milli klukkan 18-20. Fyrstu vikuna var ég svo þreytt eftir vinnu að ég rétt náði að borða og henda mér í sturtu, síðan skreið ég bara upp í rúm. Þegar líða tók á fór ég að læra betur inn á starfið og tungumálið, vinnan tók því ekki eins mikla orku frá mér. Þar sem starfsnemarnir voru ansi öflugir í bjórdrykkju á kvöldin var þetta nauðsynleg framför. Það var endalaust um að vera hvert kvöld þannig manni leiddist aldrei. Ef maður ætlaði að taka því rólega upp á herbergi eftir langan vinnudag var slíkt ekki tekið í mál, maður var þá bara sóttur – enda bjuggu 2 starfsnemar sem unnu í MDE á sama gistiheimili og ég.

Ég sótti fjölmargar ráðstefnur fyrir hönd sviðsins, tók niður punkta og skilaði skýrslu til minna yfirmanna, enda voru þeir yfirleitt of uppteknir til að sækja slíkar ráðstefnur sjálfir

Um helgar fundum við alltaf eitthvað skemmtilegt að gera, t.d. salsa- og magadans í skógi við landamæri Þýskalands, fórum á salsaklúbb í skipi við höfnina, fórum stundum á „strönd“ við vatn nálægt borginni, sóluðum okkur og grilluðum svo um kvöldið, fórum í kajak ferð í síkinu í borginni, fórum einu sinni á æðislegan veitingastað í litlu þorpi fyrir utan Strasbourg þar sem við fengum héraðsréttinn þeirra – Tarte flambée og margt margt fleira. Ef ekkert sérstakt var um að vera héldum við forlát matarboð þar sem allir elduðu saman og drukku góð vín. Þar sem við vorum frá öllum heimshornum var einnig gaman að bera

9


saman mismunandi menningarheima og siði. Það mynduðust oft mjög svo áhugaverðar umræður þar! Síðustu 2 vikur voru teknar með trompi, enda vildum við nýta þann litla tíma sem við höfðum öll saman. Það var brjálæðislega gott veður þannig langir lunch-ar í garðinum við Evrópuráðið voru allsráðandi. Auðvitað var drukkið ískalt hvítvín með – það er hið besta mál í Frakklandi! Þessir 2 mánuðir liðu ótrúlega hratt, hreinlega flugu áfram. Mér fannst ég varla vera lent þegar ég þurfti að taka saman allt mitt hafurtask, rembast við að pakka því öllu niður og kveðja alla. Síðasta kvöldið elduðum við nokkur saman, drukkum fjöldan allan af rauðvínsflöskum og fórum svo á elsku Salsa-staðinn okkar. Þar kvöddumst við öll og skipulögðum reunion – sem verður einmitt í London núna í desember, en ég kemst því miður ekki þar sem ég verð í prófum! Ég kom heim seint um kvöldið og átti enn eftir að klára að pakka! Ég þurfti svo að vakna snemma og taka tram á lestarstöðina, þar sem ég tæki lest áfram til Paris. Mér tókst á einhvern ótrúlegan hátt að drössla mér í tram-ið með eitt stk. 32 kg. ferðatösku, 3 þungar handtöskur og tölvutösku. Þar sem ég er frekar óheppin manneskja þurfti tramið að bila og var öllum vísað út. Ég þurfti því að skakklappast með allar töskurnar á steinlögðum götum Strasbourg til að komast á næstu tram-stöð, þar sem göturnar eru steinlagðar er lífsins ómögulegt að renna töskunni og ég þurfti því að bera þetta allt saman! Þegar á næstu stöð var komið var mér tjáð að bilunin náði þangað og ég þyrfti því að

finna mér strætó til að komast á leiðarenda. Þarna var ég orðin vel sveitt, pirruð og mjög svo stressuð enda átti lestin mín að yfirgefa lestarstöðina eftir rúmlega 10 mínútur! Ég „hljóp“, á þeim hraða sem þyngslin leyfðu mér, á næstu strætóstöð og reyndi í stressinu að spyrja nærstadda hvaða strætó færi á lestarstöðina. Sem betur fer var það næsti strætó sem kom! Ég hljóp svo út og yfir alla lestarstöðina, fann sem betur fer sporið mitt tiltölulega hratt og lestarmaðurinn beinlínis gargaði á mig að hoppa inn í lestina „ andskotans hvar sem er“!

í Paris var mér svo sagt að flugvélin væri yfirbókuð og ég kæmist ekki heim með vélinni.

Í innrituninni í Paris var mér svo sagt að flugvélin væri yfirbókuð og ég kæmist ekki heim með vélinni. Þarna var ég orðin heldur pirruð og stóð yfir stráksgreyinu í 45 mín á meðan ég sagði honum að gjöra svo vel að finna handa mér sæti. Eftir mikið puð sagðist hann hafa fundið handa mér sæti. Ég henti síðan töskunni upp á færibandið og vigtin sýndi 32 kg. Hann varð frekar vandræðalegur og sagði mig vera með 12 kg of mikið. Ég, enn í ham, sagði honum að gjöra svo vel að gera þennan dag ekki verri en hann væri nú þegar orðinn og var eiginlega gráti næst! Stráksgreyið lét ekki segja sér það tvisvar, rétti mér brottfararspjaldið og óskaði mér góðrar heimferðar. Þetta sumar var án efa eitt það besta sem ég hef upplifað! Ég eignaðist vini hvaðanæva úr heiminum sem er ómetanlegt og lærði að standa á eigin fótum, ein og óstudd í nýrri borg. Ég mæli hiklaust með starfsnámi á erlendri grundu og ég mun án efa búa að þessari reynslu vel og lengi.

Upplýsingar um starfsnám hjá Evrópuráðinu: http://www.coe.int/t/jobs/Traineeship_Study_visits_en.asp

10


Þú sparar með Fékortinu Nýtt fyrirframgreitt kort Það er auðvitað frábært að eyða peningum sem maður á ekki. En miklu skemmtilegra er að eiga fyrir því sem maður kaupir hverju sinni.

dagur & steini

Farðu á fekort.is, til að sækja um Fékortið, nýtt fyrirframgreitt greiðslukort fyrir skynsama í fjármálum. Það er sannkölluð ferð til fjár.

ti Setmæmrstistaður

sk 0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 590 kr. í áskrift og þá fylgir 100 MB netnotkun á mánuði.

í heimi!


Lagatískan

Þóra Hallgrímsdóttir

Ögmundur Kristinsson

Margrét Þóroddsdóttir

Peysa: H&M Kjóll: Prada, Sævar Karl Hálsmen: Hendrikka Waage Armbönd: Hildur Hafstein Sokkabuxur: Levante Skór: Ganni, Villege Verve

Jakki: Bolongaro Trevor Skyrta: Samsø, Gallerí Sautján Peysa: H&M Buxur: Tiger of Sweden Skór: Samsø, Gallerí Sautján

Jakki: Topshop Bolur: Cos Buxur: Gina Tricot Skór: Topshop Hálsmen: H&M Úr: Michael Kors Armband: AndreA boutique

Kennari

12

4. árs nemi

3. árs nemi


Einstaklingar innan lagadeildar Háskólans í Reykjavík eru ekki einungis þekktir fyrir afburða gáfur og dugnað heldur einnig fyrir framúrskarandi klæðaburð og almennan glæsileika. Við smelltum mynd af nokkrum vel völdum.

Jóhanna Edwald 2. árs nemi

Kápa: River Island Toppur: Topshop Belti: Moschino Pils: Forever 21 Skór: Sushibar, Magasin du Nord

Arnar Þór Jónsson

Þórunn Ólafsdóttir

Peysa: Springfield Bindi: Fermingarbindi sonarins Skyrta: GK Buxur: Fín búð í París Skór: Laugarvegurinn

Peysa: Gina Tricot Bolur: Zara Buxur: H&M Skór: GS Skór

Kennari

3. árs nemi

13


Miðstjórn Hermann Ragnar Björnsson Fréttaritari

Anton Birkir Sigfússon Varaformaður

Berta Gunnarsdóttir Formaður

Halldór Gröndal Gjaldkeri

Lögfræðiþjónustan Unnar Freyr Jónson Guðrún Lilja Sigurðardóttir Anna Björg Guðjónsdóttir Ragnar Tjörvi Baldursson Formaður

Málfundafélagið Þórunn Ólafsdóttir Árni Þórólfur Árnason Margrét Þóroddsdóttir Formaður

Guðmundur Haukur Guðmundsson

14


Lögréttu Skemmtinefnd Pálmi Aðalbjörn Hreinsson Sigurður Már Eggertsson Formaður

Magnús Már Leifsson Kristín Ósk Óskarsdóttir Helga Dagný Arnarsdóttir

Tímarit Lögréttu Reynir Garðarson Bjarki Þórsson Helgi Bergmann Ritstjóri

Ingólfur Örn Ingólfsson

Takturinn Bjarki Þórsson Eygló Sif Sigfúsdóttir Eva Oliversdóttir Adela Lubina Sandra Steinarsdóttir Ritstjóri

15


Viðtöl við útskrifaða

nemendur

Margir velta því örugglega fyrir sér hvað tekur við eftir útskrift úr lagadeild Háskólans í Reykjavík. Við í Taktinum höfðum samband við nokkra útskrifaða nemendur og forvitnuðumst aðeins um hvar þeir eru staddir í dag. næstu. Oft er ég búinn að hugsa mikið um vinnuna kvöldið áður (eða dreyma verkefnin) þannig að stundum byrja ég á að punkta helstu hugsanir niður. Svo fer ég að svara tölvupóstum og símtölum. Þá er algengt að ég sitji 1-2 fundi á dag, s.s. vegna verkefna sem ég er vinna. Oftast er vinnan búin milli 5 og 6 á daginn en dagarnir geta oft verið mikið lengri en þetta.

Haukur Gunnarsson Hvenær útskrifaðist þú úr lagadeild HR? Ég útskrifaðist vorið 2012 en byrjaði í náminu árið 2007, því herrans ári. Hvar ertu stödd/staddur í dag? Ég starfa á lögfræðisviði Arion banka Hvernig komstu á þann stað sem þú ert í dag? Á vorönn 2010 auglýsti Arion banki eftir laganemum á heimasíðu Lögréttu. Ég rétt náði að sækja um áður en umsóknarfresturinn rann út. Í byrjun apríl var mér boðið í starfsviðtal og ég hóf svo störf um sumarið. Um mitt sumarið var mér boðið að vinna með

16

skóla og ég starfaði með skólanum allt þar til ég útskrifaðist. Mér var svo boðið fullt starf eftir útskrift og ég hef starfað sem lögfræðingur bankanum í rúmlega fimm mánuði núna. Lýstu týpískum degi hjá þér í vinnunni. Eitt sem einkennir vinnuna mína, sem og flestra lögfræðinga, er fjölbreytileikinn. Þannig er erfitt að lýsa hefðbundnum degi því verkefnin eru svo mörg og fjölbreytt. Ég mæti að jafnaði í vinnuna um kl. 8:30, kem mér fyrir, næ í kaffi og segi nokkra brandara (mjög fyndna) áður en ég byrja að vinna. Ég byrja oftast á því að fara í gegnum tölvupóstinn og verkefnalistann og forgangsraða verkefnum þessa dags og

Eftir á litið, ertu ánægður með það að hafa valið HR? Eftir á að hyggja er ég mjög ánægður með laganámið í HR en það hefur nýst mér mjög vel í starfi. Ég hóf störf í Arion banka eftir að hafa lokið þriðja ári í náminu, en þá þegar var ég búinn að fara í kúrsa sem hafa reynst mjög mikilvægir í vinnunni, s.s. félagarétt, samkeppnisrétt, fullnusturéttarfar, verðbréfamarkaðsrétt og skattarétt. Þá er ekki hægt að fjalla um námið án þess að minnast á hversu mikilvæg og hagnýt raunhæfu verkefnin voru, en það var virkilega mikilvæg þjálfun í framsetningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna. Ertu með einhver góð ráð fyrir laganema? Ég myndi telja mikilvægast að vera auðmjúkur gagnvart verkefnunum, sama hvers eðlis þau eru, og að taka sjálfan sig ekki of hátíðlega við störf. Þá er grundvallaratriði að vanda vel til allra verka, bæði efnislega og fráganginn, s.s. málfar,uppsetningu og framsetningu alls texta.


Hvernig komstu á þann stað sem þú ert í dag? Fyrsta lögfræðitengda starfið mitt var sumarstarf í lögfræðideild Kaupþings á því góða ári 2007 og þar vann ég með skóla þar til ég fór í skiptinám til Japans vorið eftir. Sumarið 2009 bauðst mér svo starf hjá skilanefnd Kaupþings þar sem ég vann í tvö og hálft ár. Mig hafði þó alltaf langað að starfa á lögmannsstofu og fór að líta í kringum mig fyrir um ári síðan og er núna í banka- og veðréttarteyminu á LEX.

Fanney Frímannsdóttir Hvenær útskrifaðist þú úr lagadeild HR? Útskrifaðist í janúar 2010. Hvar ertu stödd í dag? Ég er fulltrúi á LEX lögmannsstofu.

Lýstu týpískum degi hjá þér í vinnunni. Það er í rauninni erfitt að segja til um týpískan dag, því enginn dagur er eins. Þó svo að hér sé teymaskipting og verkefnin sem ég fæ í hendurnar eru yfirleitt afmörkuð við mitt svið, þá er samt sem áður ótrúleg fjölbreytni í verkefnum. Á meðan suma daga nær maður að sökkva sér algjörlega í tiltekin verkefni, þá eru aðrir dagar sem fara í fundarsetu eða ný verkefni hrannast upp sem öll þurfa að leysast helst í gær. Það er að minnsta kosti nóg að gera alla daga.

að ég hafi verið mjög vel undirbúin fyrir vinnumarkaðinn að loknu námi. Og þar að auki þykir mér bara svo ótrúlega vænt um tímann í HR – ég var í frábærum árgangi og eignaðist fullt af góðum vinum í deildinni, tók tvisvar þátt í málflutningskeppni í Vínarborg sem var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði í náminu og fór í skiptinám til Japan. Ertu með einhver góð ráð fyrir laganema? Fyrst og fremst að njóta laganámsins, þetta er svo skemmtilegur tími. Hvað varðar praktísku hliðina, þá myndi ég líka hvetja laganema til að reyna að komast í lögfræðitengd störf sem eru innan áhugasviðs viðkomandi á meðan laganámi stendur. Það getur nýst vel til að fá starf að loknu námi og til að átta sig betur á hvar áhuginn liggur.

Eftir á litið, ertu ánægður með það að hafa valið HR? Já, algjörlega. Mín tilfinning er sú

Hvenær útskrifaðist þú úr lagadeild HR? Vorið 2010. Hvar ertu stödd í dag? Ég er lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Hvernig komstu á þann stað sem þú ert í dag? Ég sótti um hjá Fjármálaeftirlitinu um haustið 2010 og hóf svo störf í byrjun desember s.á. Áður vann ég hjá Emblu lögmönnum í ýmiss konar verkefnum. Lýstu týpískum degi hjá þér í vinnunni? Einn af kostunum við vinnuna mína er að hún er mjög fjölbreytt svo yfirleitt er ég ekki að gera það nákvæmlega sama dag eftir dag. Suma daga sit ég fyrir framan tölvuna allan daginn meðan aðra er ég hlaupandi á milli funda svo það er mjög misjafnt. Næsta mánudag er ég t.d. á fundi á vegum vinnunnar í Mílanó.

Eftir á litið, ertu ánægð með það að hafa valið HR? Hvernig sem á það er litið þá er ég mjög ánægð með að hafa valið HR og hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Ertu með einhver góð ráð fyrir laganema? Kannski bara að hafa í huga að það er allt annað að læra eitthvað en að vinna við það svo ég mæli með að hafa opinn huga í atvinnuleitinni og vera ekki hrædd við að sækja um á mismunandi starfssviðum lögfræðinnar sama hvar áhuginn liggur í náminu. Einnig er gott að muna að umsóknarferli, sérstaklega hjá opinberum stofnunum, getur tekið nokkra mánuði svo ég mæli með að fólk byrji að sækja um vinnu fyrr en seinna eftir útskrift.

Vigdís Sveinsdóttir

17


Hvenær útskrifaðist þú úr lagadeild HR? Vorið 2012. Hvar ertu stödd í dag? Í dag vinn ég hjá KPMG ehf. sem associate á skatta- og lögfræðisviði. Hvernig komstu á þann stað sem þú ert í dag? Ég sótti um starf hjá KPMG ehf. í febrúar á þessu ári. Ég hafði ekki unnið áður fyrir fyrirtækið en hafði reynslu af ýmsum störfum, einkum og sér skjalatengdum störfum fyrir Landsbanka Íslands. Í starfsviðtalinu lagði ég mig fram við að vera einlæg og láta ekki stressið ná yfirhöndinni en ég tel að ef að maður býr yfir þeim persónueiginleikum sem leitað er eftir skilar það sér best í viðtali með því móti.

Magnea Lillý Friðgeirsdóttir

Eftir á litið, ertu ánægð með það að hafa valið HR? Já. Mér finnst námið hafa undirbúið mig vel og gefið mér breiðan grunn sem gerði mér kleift að ganga inn í störf á flestum stöðum. Einnig skildu námsárin eftir sig sterkt tengslanet og frábæra vini. Ertu með einhver góð ráð fyrir laganema? Vertu þú sjálf/ur og gerðu þitt besta.

Lýstu týpískum degi hjá þér í vinnunni. Týpískur dagur í vinnunni hjá mér samanstendur af vinnu við mörg fjölbreytileg verkefni. Flest snúa þau að félagaréttarlegum efnum s.s. stofnun, sölu, slitum, samruna eða skiptingu á félögum. Dagurinn fer þá í að

Hvenær útskrifaðist þú úr lagadeild HR? Ég útskrifaðist úr BA náminu í júní 2010 og svo MA í júní 2012. Hvar ertu staddur í dag? Ég starfa sem fulltrúi hjá CATO Lögmönnum. Hvernig komstu á þann stað sem þú ert í dag? Ég sótti um starf hjá þeim vorið 2011 og fékk fyrst um sinn sumarstarf. Í framhaldi af því buðu þeir mér hlutastarf með skóla síðari önnina í MA náminu, sem ég þáði, og eftir útskrift fékk ég svo fulla vinnu og er enn hjá þeim í dag. Ég fór ekki hina hefðbundnu leið að ná mér í reynslu með vinnu hjá banka, tryggingafélögum eða samskonar stofnunum, eins og svo margir, heldur hef ég verið á sjó öll sumur síðan ég var 17 ára. Sú reynsla hefur nýst mér vel, þrátt fyrir að vera mjög ólíkt því sem ég er að vinna við í dag.

Heiðmar Guðmundsson

útbúa þau skjöl sem þörf er á, kynna sér löggjöf og úrskurði og veita lögfræðilega ráðgjöf í framhaldi eða vera í samskiptum við skattyfirvöld. Einnig er ég oft með erfðamál á borðinu og fer þá hluti dagsins í að fylla út erfðafjárskýrslur og samskipti við sýslumenn og lánastofnanir.

Lýstu týpískum degi hjá þér í vinnunni. Það er mjög erfitt. Ég veit það er klisja, en starf lögfræðingsins er mjög

fjölbreytt og verkefnin eru það líka. Flesta daga sit ég á skrifstofunni minni, sem ég deili með tveimur strákum sem voru með mér í náminu, og vinn í þeim verkefnum sem mér er úthlutað og eru þau jafn misjöfn og þau eru mörg. Sum þeirra krefjast þess að ég sé meira á ferðinni eða á fundum. Engin tvö verkefni eru eins og maður er auðvitað svo tiltölulega nýbyrjaður í þessu starfi að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, kynnast einhverju nýju og grennslast fyrir um ólíka hluti. Eftir á litið, ertu ánægður með það að hafa valið HR? Já, ég er mjög ánægður með að hafa valið HR. Þann stutta tíma sem ég hef unnið sem lögfræðingur, hefur reynslan af þessum fjölmörgu raunhæfu verkefni sem við unnum í náminu nýst mér mjög vel. Ertu með einhver góð ráð fyrir laganema? Farðu þína eigin leið og í það sem þú hefur áhuga á, það þurfa ekki allir að enda í því sama.


Martin Eyjólfsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf:

Slysaðist út í utanríkisþjónustu

Þ

rátt fyrir að Ísland sé lítið land hefur það ekki komið í veg fyrir að þjóðin hafi látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Þeir sem verja hagsmuni Íslands í alþjóðasamfélaginu eru að miklu leiti embætismenn utanríkisráðuneytisins. Mörgum ungum laganemanum finnst þess vettvangur spennandi og sækja til að mynda fjöldinn allur af laganemum og lögfræðingum um starfsnám hjá utanríkisþjónustunni á hverju ár. Okkur hjá Taktinum langaði að fá smá nasasjón og höfðum því samband við nýjasta sendiherra Íslands, en það er Martin Eyjólfsson. Hann var nú í haust skipaður sendiherra Íslands í Genf og fastafulltrú gagnvart EFTA og stofnunum Sameinuðuþjóðanna þar í borg. Hann hefur starfað í yfir 15 ár fyrir utanríkisráðuneytið, lengst af á viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins. Þá ættu einhverjir að þekkja hann úr kennslu hér við HR, en hann var stundakennari í Evrópurétti um tíma. Við fengum að spurja hann nokkurra spurninga um EFTA, starf hans í Genf og fleira.

þú ert alltaf að vinna að nýjum verkefnum þrátt fyrir að þú starfir alltaf á sama vinnustaðnum

Hversu mikilvægt er EFTA samstarfið fyrir Ísland og hverjir eru mikilvægustu þættir samstarfsins? EFTA hefur verið hornsteinn íslenskrar utanríkisstefnu sl. fjörutíu ár og er okkur afar mikilvægt. Í fyrsta lagi opnaði aðildin að EFTA íslenska hagkerfið og gerði það samkeppnishæfara. Fram að 1970 þegar Ísland gekk í EFTA höfðu ríkt höft og takmarkanir í viðskiptum á Íslandi og var aðildin að EFTA mikilvægur liður í þeim skrefum í frelsisátt sem stigin voru á þessum árum. Aðild Íslands tryggði hagstæðari viðskiptakjör fyrir íslenskar vörur á markaði EFTA-ríkjanna en áður hafði tíðkast. Í öðru lagi hefur það í tvígang veitt Íslandi slagkraft til þess að semja við mikilvægasta viðskiptaaðila sinn, ESB, á hagstæðari kjörum en staðið hefðu okkur til boða einum á báti. Þá er ég að tala um fríverslunarsamninginn frá 1972 og EES-samninginn sem gekk í gildi 1994. Þessir samningar tryggðu að langmestu leyti tollfrelsi fyrir það framleiðslumynstur fiskafurða sem þá tíðkaðist á Íslandi. Síðan má náttúrulega ekki gleyma aðganginum að innri markaðnum sem hefur gjörbreytt íslensku samfélagi. Í þriðja lagi veitir EFTA-samstarfið Íslendingum mikilvægan aðgang að fríverslunarsamninganeti við ríki utan EFTA og ESB á hagstæðum viðskiptakjörum. Í dag hafa verið gerðir 24 EFTA fríverslunarsamningar við 33 ríki í Evrópu, Asíu, Afríku og í N- og S-Ameríku. Þessi samningar koma bæði útflytjendum og innflytjendum, þar með talið íslenskum neytendum, til góða.

Hver eru þín helstu verkefni sem fastafulltrúa Íslands gagnvart EFTA og öðrum alþjóðastofnunum í Genf ? Helstu verkefnin snúa að EFTA, WTO, (Alþjóðaviðskiptastofnunin), og mannréttindaráði Sþ. sem hefur aðsetur sitt í Genf. Þar kem ég fram fyrir hönd íslenskra stjórnvalda í hinum ýmsum málum. Nú síðast á mannréttindaþinginu nú í september og í EFTA-ráðinu í október þar sem ég mótmælti m.a. hótunum Norðmanna um beitingu viðskiptaþvingana vegna makrílardeilunnar. Slíkt myndi þverbrjóta í bága við EFTAsáttmálann og því mótmæltum við að sjálfsögðu. Nú hefur þú starfað hjá utanríkisráðuneytinu í 15 ár, stefndir þú alltaf á að vinna í utanríkismálum og við alþjóðasamstarf ? Það má segja að ég hafi slysast inn í utanríkisþjónustuna. Ég tók hluta af skyldubundnu starfsnámi í lögfræðinni í ráðuneytinu. Það teygðist á því og síðan rúmu hálfu ári seinna sótti ég um starf lögfræðings á viðskiptaskrifstofunni. Ég ætlaði bara að prófa þetta en er enn hérna. Kosturinn við ráðuneytið er að Núna er ég t.a.m. að bæta á mig dýrmætri reynslu af starfi Sþ. þó að ég sé e.t.v. á heimavelli í EFTA og WTO. Áttu einhver góð ráð fyrir laganema sem langar að starfa á vettvangi alþjóða- og utanríkismála? Áhugi á utanríkismálum og góð tungumálakunnátta skemma ekki fyrir þeim sem hyggjast freista gæfunnar í utanríkisþjónustunni. Umsókn um starfsnám hjá ráðuneytinu eða einhverjum alþjóðastofnunum sem tengjast ráðuneytinu, svo sem hjá Sþ., EFTA, ESA og EFTAdómstólnum, gefur góða innsýn í starfsemi utanríkisþjónustunnar og veitir dýrmæta reynslu.

19


Adela og Eva skrifa um:

Brusselferð laganema

G

leðin byrjaði formlega á keflavíkurflugvelli á þriðjudeginum. Við lentum í Amsterdam og tókum rútu þaðan til Brussel. Rútuferðin var afar hugguleg og fengum við meira að segja eitt pissustopp! Þegar komið var á Hotel Bedford var byrjað að skoða sig um og öllum leist afar vel á hótelið. Við fórum öll saman út að borða um kvöldið á Cheese Cake Café þar sem þjónustan var í ekki í betri kantinum. Eftir kvöldmatinn fóru þeir allra hörðustu á næsta bar þar sem bjórinn var á 1,50 evru. Hinir fóru upp á hótelið að hlaða sig fyrir viðburðaríkan morgundag, þeir kærulausu enduðu á að skemmta sér konunglega á Live music pub þar sem meðalaldurinn virtist vera 15 ára.

20

Miðvikudagur Dagurinn byrjaði á skipulagðri dagskrá í Evrópuþingið og þaðan yfir í EFTA, og svo Sendiráð Íslands í Belgíu, því miður fengum við ekki að skoða þingið þar sem það voru framkvæmdir í gangi því þakið þar var eitthvað að gefa sig. Þegar dagskránni var lokið fóru margir að kíkja í búðir. Um kvöldið villtust saklausir laganemar inn á vafasama rauða götu Brussels þar sem fáklæddar dömur buðu upp á þjónustu í gluggum götunnar. Menn voru hræddir en aðrir frekar spenntir. Þaðan var leiðinni haldið á bar þar sem innfæddir fengu þann heiður að horfa á laganema dansa við Gangam Style. Gleðin var rétt að hefjast ! ...

Fimmtudagur Dagurinn byrjaði klukkan tíu hjá Framkvæmdastjórn ESB og þar var mögulega hressasti maður alheims með fyrirlestur fyrir okkur. Áhugaverður og mjög skemmtilegur fyrirlestur hjá honum, þar sem við fræddumst um hlutverk stofnanna ESB og ýmislegt fleira. Í hádegishlénu borðuðum við á fallegu torgi og eftir það fórum við í heimsókn í Ráðherraráðið þar sem við fengum jafnvel ennþá betri

fyrirlestur heldur en um morguninn, þetta var allt saman mjög skemmtilegt. Eftir þessa heimsókn löbbuðum við í kokteil á lögmannsstofunni White & Case, sem er stórglæsileg stofa í Brussel og þau eru með 36 stofur í 26 löndum. Innréttingin á stofunni var rosalega flott og fáguð og meira líkt einhverju spa-i heldur en lögmannsstofu, þar héldu nokkrir lögmenn fyrirlestra um bakgrunn sinn og hlutverk sitt hjá stofunni, sem var mjög skemmtilegt. Eftir það var boðið upp á drykki og osta, þar sem við fengum tækifæri til að spjalla við lögmennina um hitt og þetta. Eftir kokteilinn var þreyta í sumum eftir kvöldið áður, þar sem var tekið harkalega á því...óvart. Flestir voru rólegir þetta kvöld, til að ná orkunni aftur þótt það hafi aldrei verið planið þar sem þetta kvöld átti að vera svakalegt djammkvöld.


Föstudagur Þetta var fyrsti frídagurinn okkar og flestir voru hressir eftir góðan nætursvefn þar sem kvöldið áður var óvenju rólegt. Laganemar nýttu daginn í að versla, skoða aðra bæji og sumir enduðu á bruggverksmiðju. Flestir kíktu út á lífið seinna um kvöldið. Partur af kvöldinu fór þó í það að hofa út um gluggann á hótelinu á parið í herberginu á móti sem var alls ekki spéhrætt, laganemar voru límdir við gluggann að horfa á sýninguna.

Laugardagur Þann dag var haldið áfram að versla og nokkrar stelpurnar fóru úr bænum yfir í annan til að komast í Forever 21 þar sem búðin hér í Brussel brann í apríl, okkur til mikilla vonbrigða. Um kvöldið fórum við út að borða mjög góðan mat, eftir það var haldið í karóki þar sem laganemar trylltu staðinn. Síðasta kvöldið var afar skemmtilegt.

Ferðin var frábær, yndisleg og mjög fræðandi á sama tíma. Mæli með að allir komandi árgangar í lögfræðinni fari í hana því þeir fá ekki bara dýpri skilning á evrópurétti heldur kynnast allir mjög vel og er það bara byrjunin á frábæru framhaldi.

21


Myndir úr félagslífi Lögréttu

22


23


a r g n e l u t p u a l H

BA

frábært úrval af um hlaupavör

KS A ÍÐ l induM / bíldsHöfða / akureyri / selfossi / www.interspor t .is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.