Fítonbladid 2008

Page 1

Fítonblaðið | 1. tbl. | 7. árg. | 2008



EFNIsyfirlit

3

Listin að hneyksla pönkara

4

Vodafone: Skítt með kerfið

INNGANGUR

LISTIN AÐ HNEYKSLA PÖNKARA

8 Fræðingarnir fella dóm 12 Sterling: Hugmyndaflug 13 Aðför að siðareglum 30 Sparisjóðurinn: Ánægðasti viðskiptavinurinn 31 TYPO BERLIN 32 Gunnar Hersveinn: Velsæmismörk

„Það segir mér enginn hvað ég hugsa eða tala. Ég hlusta ekki á það frekar en baun í bala. Þið eruð alltaf svo leiðinleg og erfið. Skítt með kerfið!“

Þannig hljóðar textinn í einni af umtöluðustu auglýsingaherferð sumarsins. Herferð sem var kærð til siðanefndar SÍA, rannsökuð af lögreglunni á Akureyri og setti allt á hliðina í þjónustuveri Vodafone. Ástæðan var safaríkt tilboð Vodafone sem gerði viðskiptavinum sínum kleift að hringja „fríkeypis“ í fimm vini – hjá hvaða símafyrirtæki sem er – óháð kerfi. Þannig fæddist hugmyndin: Skítt með kerfið!

33 Iceland Express: Með ánægju 34 Af hverju má ekki pissa bak við hurð? 40 Hekla: Volkswagen keyrir auglýsingar frá Fíton 41 Apple IMC: Framtíðin skín skært… 42 Sinfónían: Nýtt starfsár 43

VR: VR vinnur vinnuna sína

44 Hann setti siðareglurnar: Ólafur Stephensen lítur til baka 48

Ég ætla að fá bland í poka takk

49 Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir: Slönguspil 50

Borgarleikhúsið

52 Auglýsingamiðlun: Markvisst markaðsstarf í erfiðu árferði

Hugmyndin sú gekk út á að leita í smiðju pönksins og sýna hvernig heimurinn liti út ef allir myndu gefa skít í kerfið að hætti pönkaranna. Að sjálfsögðu var ákveðið að stíga skrefið til fulls og heiðra uppreisnarandann og frelsið sem fylgir pönkinu með þeim afleiðingum sem áður voru nefndar. Ekki er hægt að kvarta undan viðbrögðunum en þriðji hver viðskiptavinur Vodafone í Frelsi skráði sig í þjónustuna og viðskiptavinum í Frelsi fjölgaði um 10%. Þetta er ekki síst góður árangur þegar haft er í huga hvernig samkeppnin hefur aukist með tilkomu Nova og Tals, sem einkum höfða til ungra viðskiptavina. Það er eitthvað heillandi við þessa blöndu af hneykslun og góðum árangri í sölu og markaðssetningu. Það er ekki síður merkilegt að þeir sem hneyksluðust mest voru pönkarar sjálfir, bæði núverandi og fyrrverandi. Samt gekk pönkið að stórum hluta út á að ögra ríkjandi viðhorfum og færa út landhelgi tjáningarinnar. Ég held að auglýsingamenn og markaðsstjórar ættu almennt að taka sér pönkið miklu oftar til fyrirmyndar og treysta á eigið innsæi og kjark til að kanna nýjar leiðir. Djarfar útfærslur og áleitnar hugmyndir eru miklu líklegri til að skila árangri heldur en útþynnt miðjumoð og nefndarálit. Ég er þeirrar skoðunar að Íslendingar séu nógu víðsýnir og opnir til að verðlauna þá sem sýna djörfung í markaðsstarfi og refsi fyrirtækjum frekar fyrir að vera of grá og leiðinleg. En hvar liggja mörkin? Fítonblaðið er kjörinn vettvangur fyrir könnunarleiðangur um ókortlagða svæðið í auglýsingalandi. Kannski höfum við einhvers staðar farið yfir strikið. Ég vona það! Njótið vel og skítt með kerfið.

53 Hugleikur 54 Miðstræti: Við setjum punkta yfir I 56

Vís: Gefðu þér tíma með vís

Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri

57 Rauði kross íslands: Viltu gerast sjálfboðaliði? 58 Fréttablaðið: Blaðberinn minn

„It’s the difference between using a feather and using a chicken.“ Terry Pratchett um muninn á erótík og öfuguggahætti

Útgefandi: Fíton auglýsingastofa | Ábyrgðarmaður: Ragnar Gunnarsson | Letur: FF DIN Pro og Stag Light I Prentun: Litróf | Pappír: Icono Silk | Ljósmynd á forsíðu: Sveinn Speight

FÍTONBLAÐIÐ

3


VODAFONE

SKÍTT MEÐ

KERFIÐ

„Skítt með kerfið“ rakaði inn nýjum viðskiptavinum til Vodafone í sumar. Óttarr Proppé og Pétur Jóhann Sigfússon fóru fyrir fríðum flokki pönkara í kraftmikilli sjónvarpsauglýsingu sem Sammi og Gunni hjá Sagafilm leikstýrðu. Sveinn Speight tók ljósmyndirnar.

Skítt með kerfið! Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi Með Vodafone Frelsi velur þú 5 vini og skráir þá á vodafone.is. Hvaða vini sem er, alveg sama hjá hvaða símafyrirtæki þeir eru. Misstu ekki af þessu frábæra sumartilboði. Skiptu strax og gefðu skít í kerfið.

Lifðu núna

Skítt með kerfið Fríkeypis í 5 vini óháð kerfi

Skítt með kerfið! Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi Með Vodafone Frelsi velur þú 5 vini og skráir þá á vodafone.is. Hvaða vini sem er, alveg sama hjá hvaða símafyrirtæki þeir eru. Misstu ekki af þessu frábæra sumartilboði. Skiptu strax og gefðu skít í kerfið.

Lifðu núna

FÍTONBLAÐIÐ

4


VODAFONE

Herferðin hófst á kitlum (teaser) í formi „Skítt með kerfið“ plakata sem voru látin líta út fyrir að hafa verið límd yfir aðrar auglýsingar. Vakti uppátækið mikla athygli og allnokkrir góðborgarar töldu að hér væri um skemmdarverk að ræða og sáu sig knúna til að rífa þau niður. Einnig voru pönkarar áberandi í bænum með mótmælaspjöld þar sem kerfinu var mótmælt á kröftugan hátt. Lögreglan á Akureyri tók skýrslu af verslunarstjóra Vodafone vegna gruns um brot á lögum um meðferð íslenska fánanns auk þess sem sjónvarpsauglýsingin var kærð til siðanefndar SÍA fyrir „óguðlegan og ósiðlegan“ texta. Hvorki lögreglan né siðanefndin aðhöfðust frekar í málinu. FÍTONBLAÐIÐ

5


ð Gerir lífitile ! skemm gra

Nr. 39 – 2008

Nr. 40 – 2008 Verð 659 kr. 25. sept. - 1. okt.

- 24. september. Verð 659 kr. 18.

ið ra! Gerir líf eg skemmtil

n!

Gunni í Skímó og Sigríður Þóra:

uski Stjörn

llywood- : Íslenska Ho ýjunum stjarnan í sk

Tvær millur!

6CÞI6 7G>:B ÛHI;6C<>C

Ofurkapp þrítugur:

Auðjöfurinn Björgólfur Guðmundsson:

FÉKK JET-SKI! FRÁ FRÚNNI :IDM B:

UR MINNIST! DÓTT SINNAR Bara í

Tenórsjarmörinín Póllandi: Garðar Cor tez oltaparið

Sjáið

Fótb Hrefna og Adolf skilin:

Þ 9

Barði

LEIK LOKIÐ!

G?æ 7Gæ @6JE Þ :>CJ 7A6 >

MAKALAUS!

SSKKILNAÐIR Í K EPPPUN NI! BANG Í KRE GANG

BALLIÐ BÚIÐ!

Smári inn Eiður

Mikael Torfason Björgólfur Takefusa og María Una: og Eva Björk: MIKKI

BARN!

Sjáið

Íslenska óperan:

GLYMJANDI

Bara í

Nr. 31 – 2008

Verð 659 kr. 24. – 30. júlí

Gerir lífið skemmtilegra!

Bara

Fegurðardísin

Hugrún Harðar:

Karl Ágúst og Ás dís Olsen fundu ástin a á ný:

Saman í sólinni á Spáni! lánaði þeim húsið!

SKOPFUGLINN

76GC> 7G:NII> yAAJ

í

Sólarferð Guðrúnar Öglu:

BITIN AF H


VODAFONE

0 kr. lítrinn Hjólaðu með okkur í sumar

Skínandi fín og rauð reiðhjól standa nú við sundlaugina í mörgum helstu bæjum landsins. Hjólin bjóðast gestum og gangandi til afnota í allt sumar. Það er einfalt mál að fá hjól lánað. Þú færð lykil að hjóli í afgreiðslu sundlaugarinnar og getur hjólað af stað. Svo skilar þú hjólinu að sjálfsögðu á sinn stað og brosir hringinn. Tryggingamiðstöðin sér til þess að allir fá reiðhjólahjálma svo öryggið sé í hávegum haft. Sveitarfélögin sem eru í samstarfi við okkur í sumar eru: Akranes, Akureyri, Bolungarvík, Borgarnes, Dalvík, Egilsstaðir, Húsavík, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sauðárkrókur, Selfoss og Vestmannaeyjar.

F í t o n / S Í A

Lifðu núna

ER EKKI ALLT Í GÚDDÍ? Pétur Jóhann Sigfússon brá sér í gervi talsmanns Vodafone. Talsmaðurinn er maður augnabliksins, hann efast aldrei um eigin yfirburði. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér. Gerðar voru margar stuttar sjónvarpsauglýsingar til að sýna breiddina í þjónustu Vodafone. Áhersla var lögð á að gera talsmanninn sýnilegan í

umhverfinu, frekar en í prentmiðlum; s.s. í verslunum, strætóskýlum og á veltiskiltum – auk annarra fjölfarinna staða. Sagafilm sá um framleiðslu á sjónvarpsauglýsingu sem Sammi og Gunni leikstýrðu en Alda B. Guðjónsdóttir stílíseraði.

FÍTONBLAÐIÐ

7


MARKAÐSSTJÓRAR

FRÆÐINGARNIR FELLA DÓM Við metum bæði skoðanir og siðferðisvitund markaðsstjóra mikils. Þess vegna erum við alltaf forvitin að vita hvaða nýliðnar auglýsingaherferðir þeim finnst standa upp úr, og að þessu sinni langaði okkur líka að þreifa á því hvar mörkin liggja í þeirra hugum.

FÍTONBLAÐIÐ

8


MARKAÐSSTJÓRAR

Jón Trausti Ólafsson HEKLA Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Í augnablikinu stendur Skítt með kerfið upp úr hjá mér, e.t.v. vegna þess að sú herferð hefur verið í mikilli keyrslu síðastliðna mánuði og hún sker sig frá. Alla vega er tveggja ára dóttir mín farin að standa upp í auglýsingatímum og kalla „Skítt með kerfið!”, þannig að herferðin virðist ná til allra meðlima fjölskyldunnar. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Já, viðmiðin færast stöðugt og það er eðlilegt, það sem hneykslar menn í dag mun ekki gera það eftir tvö ár. Mér finnst samt að menn verði að fara varlega og sum gildi viljum við ekki að séu brotin og þar er ég til dæmis að tala jafnrétti kynjanna, auglýsingar gagnvart börnum og fleira. Fólk held ég vilji upp til hópa hafa slík siðferðisgildi í hávegum höfð. En klárlega færast viðmiðin og lengra er gengið en áður, samanber auglýsingar Símans um Júdas og Jesú, við hefðum e.t.v. ekki séð slíka auglýsingu fyrir nokkrum árum. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Mér fannst í umræddri herferð Vodafone gengið nokkuð langt hvað varðar notkun þjóðfánans. Einnig fannst mér skrýtið að í upphafi herferðar var ekki talað um að þetta væri sumartilboð sem tæki enda, a.m.k tókst þeim félögum að fá mig til að skipta um símafyrirtæki fyrir nokkurra mánaða tilboð án þess að það nokkurn tíma kæmi í ljós að þetta gilti í örfáa mánuði... en það kannski segir meira um mig sem neytanda heldur en Vodafone sem markaðsfyrirtæki!

Steinþór Einarsson ÍTR

eins og t.d. Jesúauglýsingunni. Við hin höfðum held ég bara gaman af þessu.
Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Mér finnst gaman að sjá óhefðbundnar auglýsingar þar sem gengið er langt og þar sem húmor er hafður að leiðarljósi, svo framarlega sem auglýsingin virkar á viðskiptavininn og snýst ekki upp í andhverfu sína og skemmir fyrir fyrirtækinu.
Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Auðvitað er fullt af auglýsingum sem mér finnst vera „waste of money“ en þær sitja svo sem ekkert eftir og maður gleymir þeim strax. Við Íslendingar erum smáþjóð en við erum að gera stóra hluti í auglýsingabransanum miðað við milljónaþjóðirnar. Þetta verður bara skemmtilegra.

Gunnlaugur Þráinsson N1 Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Eftirminnilegasta herferð ársins er Vodafone – Skítt með kerfið! Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Já og nei, auglýsingar eiga að ýta við fólki, en það er alltaf spurning hversu mikið og hvað á við í hverju tilviki. Það sem hentar einu fyrirtæki hentar ekki öðru. Í dag má mun meira en bara fyrir nokkrum árum og í þessu upplýsingaþjóðfélagi sem við búum í er alltaf erfiðara og erfiðara að ná athygli. Sumir velja það að hneyksla en aðrir reyna að skapa eitthvað nýtt og koma á óvart, það er jú, betra þegar allt kemur til alls. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Of langt var gengið í auglýsingum Öryggismiðstöðvarinnar þegar Lalli Johns var „misnotaður“ af auglýsingastofunni. Þarna var farið yfir öll mörk skynseminnar. Sama má segja um Mjólkurauglýsingarnar þar sem rætt var við þá sem ekki hafa drukkið mjólk í gegnum tíðina.

Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Ég tel engan vafa á því að herferð Símans með Jón Gnarr í fararbroddi sé sú eftirminnilegasta. Maður var farinn að heyra smábörn kalla „Yðar heilagleiki, yðar heilagleiki“

Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Nei, það á alls ekki að ganga lengra og lengra. Það er hægt að ögra á smekklegan hátt. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Nei, ég tel ekki að gengið hafi verið of langt í auglýsingum, hef reyndar aldrei skilið tenginguna hjá veiðibúðinni sem auglýsir með mynd af konu á bikiní að veiða, ég hef líklega bara ekki komið í þá á sem hún veiðir í.

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir Smáralind Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Eftirminnilegasta herferðin að

María Hrund Marinósdóttir VÍS Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Láttu ekki vín breyta þér í svín, drekktu eins og manneskja, forvarnarherferð Vínbúðanna, er eftirminnilegasta herferðin að mínu mati. Skilaboðin mikilvæg og útfærslan áhrifarík. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Alls ekki. Góð hugmynd sem er vel framkvæmd nær athygli. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Ekki nema þá að gengið hafi verið fram af mér með metnaðarleysi í erlendum auglýsingum sem er snarað yfir á íslensku og eru lélegar fyrir. Þegar slíkar auglýsingar birtast á skjánum þá reyni ég að forða mér frá sjónvarpinu.

mínu mati er Jesú herferðin hjá Símanum. Þá meina ég fyrri herferðin með Júdasi, sú síðari höfðaði NÚLL til mín.
Mér finnst oft ansi skemmtilegt þegar fyrirtæki þora að framkvæma frumlegar hugmyndir frá auglýsingastofunum eins og Síminn gerði þarna Þeir náðu athygli þjóðarinnar. Það er alltaf ákveðinn jaðarhópur sem hefur sterkar skoðanir á svona hlutum

FÍTONBLAÐIÐ

9


MARKAÐSSTJÓRAR

Bryndís Sigurðardóttir Gagnaveita Reykjavíkur Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Skítt með kerfið, Mercedez Club og Ekki láta vín breyta þér í svín, koma fyrst upp í hugann. Svo er geymslur.com líka orðin klassísk. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Ég held að það að ganga lengra sé ekki endilega ávísun á árangur herferðar. Fólk á það til að gleyma því hvað er verið að auglýsa í öllum látunum sem fylgja slíku fári og alltaf er hætta á því að það skapi neikvætt umtal. Fólk tekur alveg jafn vel eftir sniðugri herferð sem kemur skilaboðunum til skila á jákvæðan hátt og þeirri sem dansar á línunni eða fer jafnvel yfir hana. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Ætli það sé nokkuð að marka mig í þeim efnum. Mér finnst persónulega fátt skemmtilegra en að sjá hressandi auglýsingu sem kemur á óvart og fær mann til að hugsa. Skítt með kerfið var kærð til siðanefndar SÍA fyrir óguðlegan og ósiðlegan texta, sem reyndar stóðst ekki skoðun. En það sem ég heyrði utan af mér var fólk á öllum aldri að tala um hvað þessi pönkauglýsing væri nú sniðug. Ég held að hinn almenni Íslendingur sé með nokkuð háan þröskuld hvað þetta varðar og láti ekki hvað sem er slá sig úr jafnvægi.

auglýsingar Landsbankans síðastliðin tvö ár. Sérstaklega skemmtilegar auglýsingar og mjög vel gerðar. Endurgerð þorskastríðsins með Guðmund Kærnested í brúnni og þann merkisdag í íslenskri sögu þegar Vigdís Finbogadóttir varð forseti Íslands eru mér ofarlega í huga. Er

nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Auglýsingar verða að ýta við fólki á einhvern hátt til þess að hafa áhrif. Það eru margar leiðir til þess að gera það og sjálfsagt þarf alltaf meira til þess að ýta við fólki. Munurinn á því sem við sjáum í sjónvarpi í dag og fyrir t.d. 20 árum er býsna mikill. Ég held að auglýsingar hafi því ekki leitt þessa þróun, en þessi þróun hefur klárlega áhrif á auglýsingar. En það er ekki til nein uppskrift að vel heppnaðri auglýsingu. Ef við förum að halda að það sé nóg að vera bara nægilega sjokkerandi og nógu mikið á brúninni þá erum við á rangri braut. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Nokkrar umferðarauglýsingar hafa, að mínu viti, gengið út á það eitt að sjokkera. Mikið blóð og splash er ekki líklegt til árangurs að mínu viti, líklegra er að fólk líti undan og vilji ekki horfa og meðtaki þar af leiðandi ekki skilaboðin. Gott dæmi um hið gagnstæða er auglýsing Umferðarstofu fyrir 30 km hámarkshraða sem gerð var fyrir nokkrum árum og er enn sýnd. Þar er ekkert blóð sýnt en hughrifin meiri en ég hef séð í svipuðum auglýsingum til þessa.

Sverrir Björnsson Hvíta húsið Edda Heiðrún Geirsdóttir Össur Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Það eru nokkrar eftirminnilegar herferðir, t.d. auglýsingarnar frá Vínbúðinni, Láttu ekki vín breyta þér í svín. Símafyrirtækin standa líka upp úr, bæði Síminn og Tal hafa verið með góðar sjónvarpsauglýsingar. Galíleó auglýsing Símans var bæði vönduð og frumleg og nýlegar auglýsingar Tals eru skondnar. VR auglýsingarnar, þar sem fólk tekur vinnuna með sér heim, vöktu einnig athygli mína, kannski þar sem þær slógu á viðkvæma strengi. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Það virðist þurfa að ganga sífellt lengra til að ná athygli fólks almennt því það er stöðugt áreiti úr öllum áttum. Öllu má nú samt ofgera og það getur haft þveröfug áhrif að ganga of langt í auglýsingum. Að mínu mati á þetta ekki að vera spurning um að ganga sífellt lengra heldur læra að nota fleiri miðla en þessa hefðbundnu til að ná til neytenda og markhópa. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Mér fannst Skítt með kerfið herferðin hjá Vodafone vera á mörkunum og hún hitti ekki í mark hjá mér. Eins finnst mér auglýsingar sem leynt eða ljóst er beint að börnum mjög vandmeðfarnar og oft á mörkum þess að vera siðferðislega réttar.

10

sem við unnum, sem eru manni auðvitað efst í huga, þá er það tvímælalaust trúarherferð Símans. Trúarbragðasaga er nýr vettvangur fyrir auglýsingar og þarna opnast nýtt leiksvið sem býður upp á endalausar hugmyndir og þeim tókst vel upp. Þær stuða mig ekki enda er ég á því að mennirnir hafi skapað guð en ekki öfugt. Trúað fólk er kannski viðkvæmt fyrir að nýta kristnisöguna með þessum hætti, þeir eru á fínni línu en tekst vel að halda sig innan markanna. Það er kannski tímanna tákn að ef þessar auglýsingar byggðust á Múhameðstrú væri eflaust búið að brenna Jón Gnarr og félaga hans á NM. Þetta er gott innlegg inní umræðu um tjáningarfrelsi versus sértækar skoðanir. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til að ná athygli í auglýsingum? Ekki nauðsynlegt en oft gott. Auglýsingar eru í eðli sínu frekar íhaldssamar og spegla yfirleitt samþykkt siðferði samfélagsins því að fæstir auglýsendur vilja stuða mannskapinn. Mér finnst gott ef menn láta reyna á mörkin, það segir okkur heilmikið um samfélagið og auðvitað geta menn uppskorið mikla athygli út á að fara yfir strikið. spurningin er bara hvort sú athygli er jákvæð fyrir fyrirtækið eða ekki. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Nei.

Björn Víglundsson Vodafone

Guðmundur Gíslason Mjöll-Frigg

Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Ég hugsa fyrst um það sem

Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Ekki drekka eins og svín. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Nei. Ekki endilega.

stendur mér næst. Síminn átti vel heppnaða herferð um samband kirkjunnar og 3G símans. Við hjá Vodafone náðum líka góðum árangri með því að gefa skít í kerfið en sú herferð vakti mikla athygli og skilaði okkur miklu. Svo hef ég stoppað við allar hátíðar-

FÍTONBLAÐIÐ

Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Af þeim auglýsingum frátöldum

Aðalmálið er að ná skilboðunum í gegn. Einfaldleikinn getur oft verið bestur. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Nei.


MARKAÐSSTJÓRAR

Haraldur Haraldsson B&L Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Sú herferð sem er eftirminnilegust er útspil Vodafone sem svar við Símanum, Skítt með kerfið. Forvarnarauglýsingar Umferðarstofu hafa einnig snert mig nokkuð oft á árinu og BYR komið sterkir inn. Hvaða herferð er best að mínu viti er allt annað mál. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Það er nauðsynlegt að þora að gera eitthvað öðruvísi og hætta að vera hrædd við mistök. Annars gerist ekkert af viti. Hinsvegar vitum við að auglýsingaskilaboð lúta samfélagslegum skyldum, rétt eins og annar tjáningarmáti. Án þess að fara djúpt ofan í siðfræðina megum við, sem erum í flækt í vef auglýsingafræðinnar, ekki vísvitandi notfæra okkur hæpna dómgreind vissra hópa í samfélaginu og vera beinlínis siðlaus. Þá á ég við auglýsingar sem notast við börn og unglinga í aðalhlutverki eða aðrar markaðsaðgerðir þar sem skilaboðin eru sniðin að börnum og unglingum. Þá getur eldra fólk líka verið viðkvæmur hópur. Skýtur það þó nokkuð skökku við að ég skuli gefa herferðinni Skítt með kerfið frá Vodafone mitt atkvæði í spurningunni hér að ofan þar sem krakkar niður í 5 ára mættu manni og sögðu: „Skítt með helvítis kerfið“. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Að sjálfsögðu verð ég að nefna hugmyndavinnu Jóns Gnarr og þeirra í ENNEMM sem eitthvað sem var á mörkunum. Þó mega þau eiga lof skilið fyrir sitt þor. Vodafone, Skítt með kerfið, var einnig á mörkunum. Sá eini sem skaut langt fyrir ofan markið eru Danirnir með sína skopmynd að Múhameð spámanni. Hinsvegar voru viðbrögð þeirra sem var ofboðið engum til eftirbreytni.

Ásmundur Helgason BIRTINGUR Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Skítt með kerfið frá Vodafone, Eniga Meniga frá Byr, Núllið (talað hratt) frá Símanum og prentherferð Félags íslenskra bókaútgefenda. Svo hefur lagið í Smáralindarauglýsingunum gríðarleg límáhrif. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Nei, það er ekki nauðsynlegt að ganga sífellt lengra til að ná athygli. Af þeim herferðum sem ég nefndi þá er aðeins ein þeirra sem mætti setja í flokk þeirra herferða sem ganga langt. Hinar eru að gera öðruvísi hluti eða eru skemmtilegar, með góðu lagi eða öðru sem nær athyglinni. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Mér finnst ekki gengið of langt í neinni auglýsingu eða herferð sem ég hef séð nýlega. Mér fannst textinn og notkun á fánalitunum í Vodafone herferðinni kraftmikil og flott nálgun.

Hrönn Ingólfsdóttir Skeljungur Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Herferð Símans fyrir 3G þjónustu þeirra kemur fyrst upp í hugann. Auglýsingin með tilvitnun í síðustu kvöldmáltíðina er sérstaklega eftirminnileg. Þetta var ögrandi auglýsing sem maður tók eftir. Mér fannst mikið hugrekki hjá Símanum að fara þessa leið. Þeir fengu athygli og um-

fjöllun út á hana. Það væri gaman að vita hvaða áhrif hún hafði á sölu þjónustunnar. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Nei, það tel ég ekki. Það er gott að fá athygli vegna þess sem verið er að gera, en það er fín lína á milli jákvæðrar og neikvæðrar athygli. Auglýsingar geta valdið neikvæðum tilfinningum hjá neytandanum og þá ekki náð fram tilgangi sínum. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Ekki sem ég man eftir. Auglýsingar Símans voru á línunni, en þeir sluppu í mínum huga.

Pálína Pálmadóttir Kaupþing Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Það eru nokkrar sem mér þóttu eftirminnilegar, ég get nefnt sem dæmi VR herferðina þar sem fólk tók vinnuna með sér um allt og Jesúherferð Símans. Er nauðsynlegt að

ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Það tel ég ekki. Það er mjög nauðsynlegt að ná að skera sig á einhvern hátt úr í öllu því auglýsingaáreiti sem fólk verður fyrir alla daga, en það þarf að vera á réttum forsendum og ekki endilega nauðsynlegt að ganga lengra til þess að ná athygli. Þegar upp er staðið getur slíkt stuðað fólk eða valdið hneykslan, en er ekki endilega til þess fallið að auka sölu á vörum eða þjónustu, eða virði vörumerkisins sem um ræðir. Tilgangurinn hlýtur að vera sá að ná athygli sem hefur bein áhrif til góðs fyrir vörumerkið, en ekki einungis að fá athygli fyrir að „ganga of langt“, eða það sem verra er að skaða vörumerkið. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Ég man ekki eftir neinni herferð sem gekk fram af mér, sem endurspeglar kannski einmitt það hvað mat manna á því hvað er að ganga of langt er misjafnt. Það þarf hins vegar ekki að hugsa langt aftur til að muna eftir umræðum um auglýsingar sem mörgum þóttu ganga of langt, t.d. varðandi trúmál, kvenfyrirlitningu eða börn sem fóru sér að voða. Það er því mikilvægt fyrir auglýsendur að spyrja sig hvort auglýsingaherferð sé ekki örugglega til þess fallin að byggja upp og bæta ímynd vörumerkis og hvort möguleg athygli sé nokkuð of dýrkeypt.

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir Sparisjóðurinn Hver þótti þér eftirminnilegasta herferðin síðastliðið ár? Herferðin frá Vínbúðunum, „Láttu ekki vín breyta þér í svín“. Mjög góðar auglýsingar með beinskeyttum skilaboðum. Útfærslan frábær og ekki spillti fyrir að lagið sem var notað í auglýsingunum smellpassaði við. Er nauðsynlegt að ganga sífellt lengra, til ná athygli í auglýsingum? Held að hver og einn auglýsandi verði að finna það hjá sjálfum sér. Hins vegar finnst mér það bundið hvaða vöru eða þjónustu viðkomandi er með í höndunum hversu langt er hægt að leyfa sér að ganga. Það er meiri áhætta að taka slíka sénsa ef þú ert að markaðssetja vöru eða þjónustu sem stendur fyrst og fremst fyrir traust og áreiðanleika heldur en eitthvað annað. Fannst þér gengið of langt í einhverri auglýsingu nýlega? Persónulega finnst mér það ekki og ætli við markaðsfólk séum ekki síst viðkvæm fyrir slíku og bjóðum nýjar leiðir í markaðssetningu velkomnar. Nýlegt dæmi sem kemur upp í hugann núna og snerti eflaust einhverjar viðkvæmar sálir í þjóðfélaginu er Vodafone herferðin Skítt með kerfið.

FÍTONBLAÐIÐ

11


STERLING

Reliability

Fair pricing

Another good reason to fly with us.

Another good reason to fly with us.

Is this a fair price? That’s always the question on top of every traveller’s mind. Fortunately the answer is always Yes! at Sterling. Especially since it so easy to spend money while travelling abroad, whether dining important clients or taking the family to a theme park. However, at Sterling, fair pricing, doesn’t only mean inexpensive flight tickets. Fair pricing also means that you only pay extra for the extra things you choose yourself, whether it is pre-seeting, flexi-tickets or the gourmet inflight menu to name but a few choices on offerat Sterling.

Reliability is never over-estimated while travelling. It’s no coincidence that Sterling has been the most punctual airline at Kastrup Airport for two years running. We understand that by putting such an emphasis on reliability we get reliable customers. Travellers that count on us again and again, whether they’re in a hurry for the important business meeting or the long overdue holiday with their family. At Sterling, reliability also means that we take extra good care of your luggage and get it to you faster after landing. We like reliability. That’s why we would fly with us.

We like fair pricing. That’s why we would fly with us.

Sterling.com

Sterling.com

HUGMYNDA FLUG Þegar flugfélagið Sterling afhjúpaði nýtt merki og útlit á Kastrup í vor náði eitt stærsta markaðsverkefni íslenskrar auglýsingastofu hápunkti sínum. Mánuðina á undan höfðu Fíton og Auglýsingamiðlun unnið náið með stjórnendum flugfélagsins að markaðsrannsóknum á Norðurlöndunum og stefnumótun fyrir flugfélagið. Sú vinna leiddi í ljós að neytendur á lykilmörkuðum félagsins þekktu merkið Sterling ágætlega en vissu ekki nógu vel hvað stóð á bak við það. Því var ráðist í umfangsmikla endurmörkun til að endurspegla hugmyndafræði nýrra eigenda – að Sterling væri ekki lengur svokallað lággjalda ‘sangria-flugfélag’ heldur traust alhliða flugfélag. Fíton hannaði nýtt merki sem byggir á upprunalegu merki félagsins frá sjöunda áratugnum og í kjölfarið var ráðist í stóra auglýsingaherferð í öllum miðlum á helstu markaðssvæðum félagsins. Lárus Jónsson hjá Republik leikstýrði sjónvarpsauglýsingunni, sem var tekin í þremur löndum og skartaði nýju og grípandi lagi með Barða Jóhannssyni. Miðstræti hafði veg og vanda af hreyfigrafík en Sveinn Speight tók ljósmyndirnar.

FÍTONBLAÐIÐ

12


verkefnið

AÐFÖR AÐ SIÐAREGLUM

Hönnuðir okkar fengu það verkefni að hanna auglýsingaveggspjald fyrir SÍA, samtök íslenskra auglýsingastofa – þar sem grunnskilaboðin eru einföld: „Virðum siðareglurnar“. En um leið og auglýsingafólk er hvatt til að fara að reglum eru sjálfar reglurnar beygðar og brotnar eftir hentugleika. Allt að sjálfsögðu á ákaflega smekkvísan og listrænan máta. Athugið að ekki var leitað eftir samþykki SÍA á verkefninu og er merki og nafn samtakanna notað í fullkomnu leyfisleysi, sbr. 9. grein. GLEFSUR ÚR SIÐAREGLUM SÍA 1. GR. VELSÆMI

7. GR. LAST

12. GR. VIRÐING FYRIR ÖRYGGI

Auglýsingar skulu ekki innihalda boðskap, í orðum eða myndum, sem brýtur gegn almennri velsæmiskennd.

Í auglýsingum skal ekki hallmæla neinu fyrirtæki eða samkeppnisvöru, hvorki beint né með því að gefa ókosti í skyn. Gildir þetta jafnt um fyrirlitningu, skop og önnur brögð í sama tilgangi.

Auglýsingar skulu ekki sýna eða lýsa á neinn hátt hættulegu atferli eða atvikum þar sem öryggi er vanvirt nema sérstök ástæða sé til í menntunarlegum eða félagslegum tilgangi. Varúð skal sérstaklega viðhöfð í auglýsingum sem höfða til barna eða unglinga eða sýna slíka aldursflokka.

3. GR. 1. Auglýsingar skulu ekki að ástæðulausu höfða til ótta fólks. 2. Auglýsingar skulu ekki höfða til hjátrúar. 3. Auglýsingar skulu ekki innihalda neitt sem getur hvatt til ofbeldisverka eða stutt slíkt athæfi.

9. GR. MISNOTKUN Á VELVILD 1. Í auglýsingum skal ekki nota nafn eða upphafsstafi neins fyrirtækis eða stofnunar, nema ástæða sé til og heimild fyrir hendi.

10. GR. EFTIRLÍKINGAR 4. GR. SANNLEIKSGILDI 1. Auglýsingar skulu ekki innihalda staðhæfingar eða myndir sem líklegar eru til að villa um fyrir neytandanum, beint eða óbeint, með því að gefa eitthvað í skyn, halda eftir nauðsynlegum upplýsingum eða með því að nota tvíræða framsetningu eða ýkjur.

1. Við gerð auglýsingar skal ekki stæla uppsetningu („layout“), texta, mynd, tónlistar- eða hljóðnotkun annarrar auglýsingar, né líkja eftir henni á annan hátt sem sennilegt er að villi um fyrir neytendum.

13. GR. BÖRN OG UNGLINGAR 1. Í auglýsingum skal ekki misnota hina eðlilegu trúgirni barna né reynsluskort yngri kynslóðarinnar og skal þess gætt að auglýsingar raski ekki samlyndi innan fjölskyldunnar.

FÍTONBLAÐIÐ

13


STEFÁN SNÆR GRÉTARSSON

14


BRJÓTIÐ EKKI siðareglur SÍA 3. gr. 1. Auglýsingar skulu ekki að ástæðulausu höfða til ótta fólks. 2. Auglýsingar skulu ekki höfða til hjátrúar. 3. Auglýsingar skulu ekki innihalda neitt sem getur hvatt til ofbeldisverka eða stutt slíkt athæfi.

Það boðar ógæfu að brjóta siðareglur SÍA. Þeir sem það gera gætu átt á hættu að óheppni, óhamingja, ástleysi, gjaldþrot og algjörlegt heilsuleysi þjaki þá um ókomna tíð.

samband íslenskra auglýsingastofa society of icelandic advertising agencies

Anna Karen Jørgensdóttir

15


Dagný Skarphéðinsdóttir

16


Himnaríki leitar að siðavöndu

auglýsingafólki

Siðareglur SÍA eru boðorð auglýsinga fó

lks

samband íslenskra auglýsingastofa society of icelandic advertising agencies

Valgerður Gunnarsdóttir

17


ÞEIR SEM FARA EKKI EFTIR ÞESSUM HELVÍTIS REGLUM VERÐA BUFFAÐIR Í HAKK það er bara svoleiðis sko...

Þórhildur Ögn Jónsdóttir, Dröfn ösp snorradóttir

18


VERTU TIL SIÐS VIRTU MÖRKIN VIRÐUM SIÐAREGLUR SÍA!

Alfreð Sigurður Kristinsson

19


Bj枚rn J贸nsson

20


Oscar Bjarnason

Lj贸smynd: J贸natan Gr茅tarsson

21


Arnar Geir Ómarsson | Jóhannes Bragi Bjarnason

22


Hrafn Gunnarsson

23


50

30

15

15 40

3 3

Hugsum um æsku lands og þjóðar. Virðum siðareglurnar

10. grein

Það er ljótt að stela E�irlíkingar. Við gerð auglýsingar skal ekki stæla uppsetningu ("layout"), texta, mynd, tónlistar- eða hljóðnotkun annarrar auglýsingar, né líkja e�ir henni á annan hátt sem sennilegt er að villi um fyrir neytendum.

Veggspjald þetta er algjörlega stolið. Þegar verið er að stæla eða stela útliti annarra auglýsinga glatast upphaflegi boðskapurinn oft algjörlega og úr verður ekki neitt. Sorry Hrafn.

NÖKKVI ÞORSTEINSSON

24


Nicole Nicolaus

25


Ekki enda eins og Jón Gnarr – farðu að siðareglum

Það er Sía

Helga Valdís Árnadóttir

26


Finnur Nr. 2.ai

9/26/08

12:48:06 AM

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Orð vega menn Siðareglur Sambands Íslenskra auglýsingastofa um auglýsingar n 3. m 1. Auglýsingar skulu ekki að ástæðulausu höfða til ótta fólks.

u Samband Íslenskra auglýsingastofa

Finnur Jh. Malmquist

27


JÓN ARI HELGASON

28


Þetta er ekki flókið Auglýsendur athugið! Yfirburðir Fréttablaðsins umfram bæði Morgunblaðið og 24 stundir eru mjög miklir í nánast öllum aldurshópum. Hvar er þín auglýsing? 12–14 ára

75–79 ára

14000

15–19 ára

12000

70–74 ára

20–24 ára

10000 8000 6000

65–69 ára

25–29 ára

4000 4 40 0 00 0 2000 00 0 0

60–64 ára

30–34 ára

55–59 ára

35–39 3 5–39 ára 50–54 4 ára á

45–49 ára

Fréttablaðið

40–44 4 0–44 ára

Morgunblaðið

24 stundir

Birtu af öryggi Fréttablaðið tryggir þér aðgang að rúmlega 45 þúsund fleiri lesendum en Morgunblaðið og rúmlega 25 þúsund fleiri lesendum en 24 stundir í aldurshópnum 18–49 samkvæmt könnun Capacent maí–júlí 2008.

Allt sem þú þarft...

...alla daga


SPARISJÓÐURINN

VELKOMIN Í SPARISJÓÐINN Á meðan stóru bankarnir eyddu kröftunum í útrás einbeitti Sparisjóðurinn sér að viðskiptavinum sínum hér heima og persónulegri þjónustu við þá. Sparisjóðurinn uppskar í samræmi við það og fengu í áttunda sinn viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir að eiga ánægðustu viðskiptavinina, bæði fjármálafyrirtækja og annarra. Ímyndarauglýsing Sparisjóðsins á síðasta ári endurspeglaði þetta.

Sparisjóðurinn leggur megináherslu á að eiga ánægjulegt samstarf við viðskiptavini sína. Verið velkomin í hóp ánægðustu viðskiptavina allra fyrirtækja á Íslandi – það er engin tilviljun að þeir eru hjá okkur. * Samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

Sparisjóðurinn leggur megináherslu á að eiga ánægjulegt samstarf við viðskiptavini sína. Verið velkomin í hóp ánægðustu viðskiptavina allra fyrirtækja á Íslandi – það er engin tilviljun að þeir eru hjá okkur. * Samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar.

Pegasus framleiddi sjónvarpsauglýsingar sem Reynir Lyngdal leikstýrði. Aftursystur voru stílistar og Sveinn Speight tók ljósmyndir.

ÁNÆGÐASTI VIÐSKIPTAVINURINN

EKKERT SVINDL! Þó halda mætti í fljótu bragði, af auglýsingunum að dæma, að félagar í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins stunduðu það að svindla á prófum þá skal það hér með leiðrétt. Námsmenn eru upp til hópa heiðarlegasta fólk, enda kemur á daginn að námsmennirnir í auglýsingunum hafa ekki skrifað svör á hendurnar á sér heldur eru þar skilaboð um tilboð og þjónustu Sparisjóðsins. Miðstræti sem sá um myndskreytingar og framleiðslu á sjónvarpsauglýsingunni en Vigfús Birgisson tók ljósmyndirnar sem hún er samsett úr. VIÐ HÖFUM TRÚ Á FRAMTÍÐINNI Í fermingarherferð Sparisjóðsins að þessu sinni var stuðst við vísun í geislabauga helgimynda ásamt fornlegu letri sem umgjörð utan um fermingartilboðið. Sterkar ljósmyndir í þessum sérstaka stíl vöktu mikla athygli. Sveinn Speight tók myndirnar.

FÍTONBLAÐIÐ

30

Það þarf ekki kraftaverk Við breytum 5.000 kr. í 7.000 kr.

Fátt er mikilvægara en að tryggja æsku landsins örugga og bjarta framtíð. Ef þú gefur fermingarbarni 5.000 kr. gjafabréf í Framtíðarsjóð bætir Sparisjóðurinn 2.000 kr. við gjöfina. Við höfum trú á framtíðinni.

Það þarf ekki kraftaverk Við breytum 5.000 kr. í 7.000 kr.

Fátt er mikilvægara en að tryggja æsku landsins örugga og bjarta framtíð. Ef þú gefur fermingarbarni 5.000 kr. gjafabréf í Framtíðarsjóð bætir Sparisjóðurinn 2.000 kr. við gjöfina. Við höfum trú á framtíðinni.


TYPO BERLIN

BERLIN Í maí lögðu fjórir hönnuðir af Fíton, þau Anna Karen, Agga, Hrafn og Stefán, leið sína á Typo Berlin, eina helstu hönn­ unarráðstefnu heims. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var („Image“) sem má túlka sem ímynd eða mynd og var nálgunin við hugtakið afar ólík og fjölbreytt. Orðið (í)mynd er eitt af þeim hugtökum sem mikið hefur verið í deiglunni undanfarin ár. Ímynd fyrirtækja, fólks, hluta og heilu þjóð­ anna er í brennidepli svo ekki sé minnst á hvernig (í)myndir móta umræðu og samfélag. Á meðan hitamælarnir í Berlín sýndu 30°C sátu ráðstefnugestir inni í myrkvuðum sölum í leit að innblæstri og áhrifum. Af um fimmtíu fyrirlestrum fannst okkur þessir eftirminnilegastir.

Alison Jackson hefur sérhæft sig í að mynda tvífara fræga fólksins í vafasömum aðstæðum. Englandsdrottning, Beckham, Bush og fleiri fá rækilega fyrir ferðina og allt er myndað í óþægilega afhjúpandi paparazzi-stíl. Alison Jackson beitir blekkingum sínum í þeim tilgangi að afhjúpa hversu auðtrúa fólk getur verið. alisonjackson.com Jonathan Barnbrook var einn af áhrifameiri hönnuðum Bretlands um aldamótin 2000. Leturgerðir eins og Mason, Bastard, Exocet, False Idol og Moron segja sitthvað um hans innri mann og afstöðu hans til grafískrar hönnunar. barnbrook.net Steven Heller kynnti nýútkomna bók sína „Iron Fists: Branding the 20th Century Totalitarian State“. Í bókinni ber hann saman þær aðferðir sem notaðar voru til að „branda“ fjórar öfgastefnur stjórnmála á 20. öld; nasismann í Þýskalandi, fasismann á Ítalíu og kommúnismann í Kína og Sovétríkjunum. Hann hafði t.d. grafið upp „brand-manual“ nasistaflokksins. Þar mátti sjá nákvæmar leiðbeiningar um búninga, merki og litapalettur, allt í röð og reglu að ógleymdu ítarlegu kynþáttaflokkunarkerfi sem var óþægilega auðskilið. hellerbooks.com

Eitt undarlegasta atriðið var Font Fight. Fjórar leturhetjur hins þýskumælandi heims reyndu á þolinmæði okkar hinna gagnvart þýskum húmor. Í ár kepptu Erik „die Schnauze“ Spiekermann, Fidel „el presidente“ Peugeot, Kurt „der Weise“ Weidemann og Alexander „die Bombe“ Branczyk undir stjórn sigurvegara síðasta árs, spaugarans Bruno Maag. Megum við frekar biðja um Otto. Christian Schwartz er einn af uppáhalds leturhönnuðum okkar í dag. Hann leiddi okkur í gegnum ferlið við hönnun Giorgio, fyrirsagnaleturs fyrir New York Times Sunday Style Magazine. Afskaplega viðkunnanlegur, nánast nörd. En viðhorf hans, elja og smámunasemi var mjög aðdáunarverð. christianschwartz.com Marian Bantjes fór yfir feril sinn og hvernig hún hefur þróað og þroskað einstaka og persónulega hönnun sína. Verk hennar voru afskaplega heillandi, ekki bara vegna fegurðar formanna heldur vegna þess að jafnvel í flóknustu verkum hennar var útpælt kerfi sem lá að baki. Einungis manneskja með vott af þráhyggju og fullkomnunaráráttu getur afrekað það sem hún hefur gert. bantjes.com Það var með mikilli eftirvæntingu sem mætt var á fyrirlestur Eds Benguiat. Efst í huga var auðvitað samnefnt letur, sem má muna fífil sinn fegurri og fæstir hönnuðir í dag myndu nota ótilneyddir. En karlinn kom algjörlega á óvart með Brooklyn-hreimi sínum og einstökum húmor. Hann sagðist vera hönnuður frá því B.C. (Before Computer) og fór yfir áratugalangan feril sem sýndi svo um munaði hversu stórt framlag hans til grafískrar hönnunar er. Benguiat hefur sem dæmi hannað rúmlega 600 leturgerðir. Þess má geta að House Industries hefur tekið Ed Benguiat upp á sína arma og gefið út „The Ed Benguiat Font Collection“ þar sem þessum snillingi er mikill sómi sýndur. houseind.com

Erik Spiekermann er fastagestur á Typo Berlin. Hann er kannski ekki skemmtilegasti fyrirlesarinn en framlag hans til fagsins verður seint vanmetið. spiekermannpartners.com Af þeim fjöldamörgu sem komu fram má segja að Stefan Sagmeister hafi staðið fremstur meðal jafningja. Sagmeister er ein helsta poppstjarna grafískrar hönnunar í dag og troðfyllti aðalsalinn og fékk frábærar viðtökur. Hann sagði frá verkefni sínu „Things I Have Learned in My Life So Far“ og öllu því sem hann tók upp á til að túlka það. sagmeister.com Ísraelski letur- og lógóhönnuðurinn Oded Ezer steig á svið á eftir Sagmeister. Það var afskaplega spennandi að kynnast hönnun frá öðru menningarsvæði. Hann vinnur mikið við að afmá mörk leturs og lyftir því upp á annað svið. Leikur hans að letri og formum þess sem og endurhönnun hans á hebreska stafrófinu hefur vakið heimsathygli. odedezer.com Sömuleiðis var gaman að sjá hversu vel gestir kunnu að meta hinn aldna snilling Kurt Weidemann (86 ára) en hann fór á kostum hvar sem hann fór, klæddur í hvít jakkaföt, með vindil á milli tannanna og bjórflösku í hendi. Ungar námsmeyjar hópuðust að honum og báðu um eiginhandaráritanir. Hann kvittaði í bækur, á aðgöngumiða, já og á bringur og læri. Það er farið að auglýsa Typo Berlin 2009, þemað er „Space“ og ekki seinna væna en að láta sig dreyma um vorið í Berlín. typoberlin.de

FÍTONBLAÐIÐ

31


Velsæmismörk

Velsæmis mörk Velsæmismörk eru dregin í hverju samfélagi fyrir sig. Þau eru yfirleitt óskráð og varða því sjaldan lög og reglur. Líkja má velsæmismörk­ um við troðnar slóðir í samfélaginu og segja má að þegar einhver fetar sig aðrar leiðir valdi það oft usla í samfélaginu. Ég gekk á Þingvöllum í september, fetaði mig eftir troðinni slóð og allt gekk vel þar til ég þurfti að stíga fæti af stígnum því tré nokkurt hafði vaxið of glatt í sumar. Jörðinni var kippt undan mér og ég hvarf hálfur ofan í sprungu og rispaði ennið í hrauninu. Ég fór út af sporinu án þess að hafa ætlað mér það og var umsvifalaust refsað. Eins er með mörkin í samfélaginu. Stikur á göngustíg hugans vísa leiðina og sá sem hættir sér annað getur fallið í sprungu. Aftur á móti getur stígur verið úr sér genginn og mörkin sem hann setur viðhaldið mosagrónu misrétti, til dæmis kynjamisrétti. Arfmyndir eru greyptar í hugann, myndir og viðmið kynslóðanna lifa þar góðu lífi en fæstir gera sér grein fyrir arfleifðinni. Myndirnar eiga sér oft aldagamlar fyrirmyndir líkt og málverkin sem sýna Júpiter og Seif með gyðjurnar við fótskör sína. Þær myndir birtast í nýjum fötum með reglulegu millibili og eru hluti af myndskilningi okkar. Eins er með (hug)myndir okkar um kynin. Það tekur aldir að má burt gamlar veggjamyndir í hugarhellinum af konum og körlum og mála nýjar þar sem jafnvægi ríkir á milli kynjanna. Fæstir taka þar af leiðandi eftir því eða gera athugasemd þótt hálfnakin kona halli sér upp að fullklæddum karlmanni, hún blíni á hann með opinn munn og eldrauðar varir. Karlinn starir aftur á móti fram og horfir í augu fólks. Hann virðist á einhvern hátt hærra settur og njóta meiri virðingar en konan. Alla daga birtast myndir af kynjunum í auglýsingum, kynningarritum og tímaritum sem feta hefðbundna slóð og styðja skekkju milli kynjanna – án þess að það hafði verið ætlunarverk höfundanna. Þar sem þessi skekkja er rótgróin í menningunni viðgengst hún. Einstaka

Jupiter and Thétis, 1811, Museum Granet of Aixen-Provence

FÍTONBLAÐIÐ

32

sinnum gerast þó slys þar sem hönnuðir missa til dæmis sjónar af þeim mörkum sem aldur setur fyrirsætum. Þetta er reyndar vaxandi „vandamál“ því greina má áhrif barnakláms í vestrænni menningu á þessari öld. Forsíðan á fermingarblaði verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar árið 2007 olli engum usla fyrr en kona nokkur missti sig yfir forsíðumyndinni á bloggi sínu. Ljósmyndin á forsíðunni sýndi hefðbundna forsíðustúlku að öllu leyti nema einu. Myndin sótti fyrirmynd sínar í stellingar sem konur birtast gjarnan í á amerískum dagatölum og á forsíðum tímarita. Ljósmyndin flokkast undir „Pin-Up Girls Photoshoot“ sem er vel þekkt og viðurkennt form. Stellingarnar sem konurnar stilla sér upp í eru sú erótík sem leyfileg er í bandarískum fjölmiðlum og menningu. Forsíðustúlkan er gjarnan á pinnahælum og það má sjást í læri og barmbrúnir. Konan má vera með opinn munn og í ýmsum stellingum sem vekja þá hugmynd að þær sæki mátt sinn og megin í líkamann. Fyrirsætur og ljósmyndarar feta sig gætilega hinn leyfilega erótíska bandaríska stíg því hættulegt er að stíga yfir mörkin. Gott dæmi um það sem fellur utan velsæmismarka í Bandaríkjunum er að eitt sinn opinberaðist óvart annað brjóst söngkonunnar Janet Jackson í beinni útsendingu í sjónvarpi á Super Bowl-leikunum og allt varð vitlaust. Nektin stóð yfir í aðeins andartak eða þar til söngkonan uppgötvaði „búningabilun“ eins og það var síðar kallað til að afsaka atburðinn. Allt varð einnig vitlaust eftir grófa greiningu bloggkonunnar á áðurnefndri forsíðustúlku fermingarbæklings Smáralindar. Bloggkonan kom fram sem einskonar siðapostuli og lýsti því hvar velsæmismörkin lægju. Það óvenjulega var hins vegar að greiningin á myndinni var margfalt grófari en stellingin gaf tilefni til. Bloggkonan fór út fyrir öll velsæmismörk með lýsingum á því sem hún sá í myndinni. Eftir það stóðu allir með bæklingi Smáralindar, forsíðustúlkunni og gegn „vondu“ bloggkonunni sem dró sig snarlega í hlé í bloggheiminum. Henni var bókstaflega úthýst úr samfélaginu. Hún fór sannlega út fyrir öll velsæmismörk.

En hvað var það sem vakti hneykslun siðapostulans? Nú er loks tilefni til að svara því. Jú, það var ein villa í forsíðumyndinni. Ljósmyndin var algjörleg hefðbundin og stellingin sem stúlkan var í hefur viðgengist á dagatölum og forsíðum vestrænna tímarita í heila öld og tíðkast enn. Mörkin sem farið var yfir fólust í aldrinum. Forsíðustúlkur í Bandaríkjunum virðast iðulega vera eldri en tuttugu og eins, þær eru fullvaxnar konur og eiga að vera ímyndað viðfang karlmannshugans. Forsíðustúlkan í Smáralind var aftur á móti 14 ára fermingarbarn sem hafði ekki grænan grun um hvað ljósmyndin merkti og í hvaða hefð stellingin sótti. Auðvelt er að sýna fram á sterkt samband klassískra stellinga forsíðustúlkna (Pin-Up Girls) og stellinga fyrirsætu Smáralindarbæklingsins (sjá myndir). Ljósmyndari og hönnuður þessarar forsíðumyndar féllu í sprungu því þau stigu yfir velsæmismörk aldurs við gerð myndarinnar og voru ekki meðvituð um hver fyrirmynd þeirra var. Fyrirmyndin var eins konar arfmynd. En þau sluppu hins vegar með skrekkinn því athyglin beindist að lýsingu bloggkonunnar sem sjálf fór út fyrir velsæmismörk orðræðunnar í hneykslun sinni. Orð hennar voru svo gróf að ef ég hefði þau eftir færi ég sjálfur yfir velsæmismörkin. Niðurstaða mín hér er í nokkrum þáttum. Vinsældir forsíðustúlkunnar í öllum sínum erótísku stellingum getur unnið gegn jafnri virðingu kynjanna. Þar eru kynjamörkin. Konur sem sitja fyrir í forsíðustúlkustellingum mega ekki vera börn. Þar eru aldursmörkin. Ljósmyndarar sem knýja fyrirsætur til að stilla sér upp í hefðbundnar kynjastellingar þurfa að finna til ábyrgðar og hafa þekkingu á táknheiminum. Þar liggja mörk ábyrgðar. Gagnrýnendur eins og ég sem hafa áhuga á að breyta hefðbundnum kynjaviðmiðum verða að gæta að orðum sínum. Þar liggja mörkin.

Gunnar Hersveinn


ICELAND EXPRESSS

Þegar þú brosir, þá brosum við!

Skemmtilegri leið til að ferðast!

Með persónulegri þjónustu og hlýju viðmóti viljum við senda farþega okkar út í heim og fá þá ánægða aftur eftir vel heppnað ferðalag í útlöndum.

Við bjóðum þér að leggja upp í ánægjulegt ferðalag með okkur, allt frá bókun til lendingar. Skilvirkt bókunarkerfi og hlýtt viðmót um borð tryggja skemmtilegt ferðalag með Iceland Express.

með ánægju

Þú getur bókað að við erum sveigjanleg Heimurinn er stór og margar leiðir færar. Við erum sveigjanleg og bjóðum fjölda bókunarmöguleika. Þú getur bókað aðra leið ef þú vilt, flogið til eins áfanga-staðar og heim frá öðrum – ekkert mál. Þú færð eins mikla þjónustu og þú kýst hverju sinni hjá Iceland Express.

með ánægju

Saman förum við langt fyrir minna Við erum hagkvæm og í forystu á framboði ódýrra fargjalda. Frábært verð, þægindi og góð þjónusta eru órjúfanleg heild hjá Iceland Express.

með ánægju

með ánægju

með ánægju

Með ánægju

Okkur langar til London og Køben

Sumar 2009 Við erum byrjuð að plana næsta sumar Sumarið 2009 bjóðum við flug til enn fleiri spennandi áfangastaða í Evrópu, eða alls 19 talsins. Það er því óhætt að fara að hlakka til næsta sumars – verum samferða!

Verð frá:

Börn:

12.400 kr. 50%

Núna er einmitt rétti tíminn til að framlengja sumarið, upplifa ljúfa haustdaga í Danmörku eða Bretlandi eða heimsækja vini og ættingja. Bókaðu þig út úr

Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur.

Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.

rokinu og rigningunni á Icelandexpress.is

Verð frá:

með ánægju

Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.

Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur.

með ánægju

Sumarið 2009 19 áfangastaðir Bologna Barcelona Alicante Berlín Genf London Kýpur Stokkhólmur Gautaborg Álaborg

Börn:

12.400 kr. 50%

Akureyri

Ísland

Reykjavík

Billund Kaupmannahöfn Eindhoven Varsjá Kraká Frankfurt Hahn Friedrichshafen París Basel

Gautaborg

Stokkhólmur

Álaborg Billund

Kaupmannahöfn

Berlín

London

Varsjá

Eindhoven Frankfurt Hahn

Kraká

Mig langar til Køben því hún er algjörlega ómótstæðileg í haustlitunum. Svo kíkir maður auðvitað í H&M til að fata sig vel upp fyrir veturinn.

París Basel

Friedrichshafen Genf

Evrópa

Mig langar að hitta Siggu vinkonu sem er að læra arkítektúr úti í London. Það er æðislegt að ganga um göturnar og skoða þessa mögnuðu borg með henni. Jú, og versla auðvitað!

Bologna

Barcelona

Árið 2007 var viðburðaríkt hjá Iceland Express. Félagið hafði slitið barnsskónum og síðla árs urðu kaflaskipti í sögu Iceland Express. Félagið sagði skilið við gamla merkið og fékk nýtt. Leturgerðin Frutiger var kvödd og NeoSans falið hið ábyrgðarfulla hlutverk að koma skilaboðunum áleiðis. Einkennislitirnir blár, grænn og gulur fengu að fara út – aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum – og nýbúarnir appelsínugulur og svartur boðnir velkomnir með viðhöfn.

Alicante Kýpur

www.icelandexpress.is

www.icelandexpress.is

Okkur langar að versla á Strikinu enda öll merkin á einni götu sem er frekar þægilegt. Og þó maður nenni ekki alveg að spá í það núna, þá ætti maður að klára jólagjafirnar þar. Svo er hægt að taka þetta á einu bretti í Fisketorvet. Veðurspáin í mollinu er víst frábær í allan vetur.

Okkur langar til Køben

Okkur langar að heimsækja Egypska safnið og fleiri söfn á hinni svokölluðu „safnaeyju“. Þar eru margir dýrgripir til sýnis, m.a. brjóstmynd af Nefertiti, eiginkonu faraósins Amenhotep sem, þó hún sé orðin 3.000 ára gömul, hefur engu glatað af fegurð sinni.

Flestir átta sig fljótlega á því þegar þeir heimsækja Kaupmannahöfn í fyrsta sinn, að þeir eiga eftir að koma aftur og aftur. Hún er bara einhvern veginn þannig borg. Eitthvað svo heimilisleg heimsborg. Ef þig langar til Köben í haust skaltu bóka þína ferð á www.icelandexpress.is

Verð frá:

Okkur langar til Berlínar Okkur langar að njóta lífsins á kaffihúsum og krám sem Berlín er víðfræg fyrir. Gott að láta líða úr sér og fá sér eitthvað gott í gogginn þegar maður er búinn að ganga sig upp að hnjám eða versla yfir sig.

Börn:

9.900 kr. 50%

Það er svo auðvelt að detta inn í þessa sérstöku og afslöppuðu Berlínarstemningu. Iðandi mannlíf, menning og saga á hverju horni, búðir og góður matur – það er algjörlega áreynslulaust að njóta Berlínar, það bara gerist að sjálfu sér. Ef þig langar til Berlínar í haust eða vetur skaltu bóka þína ferð á www.icelandexpress.is eða skoða úrval skipulagðra ferða á www.expressferdir.is

Verð frá:

Börn:

12.400 kr. 50%

með ánægju með ánægju

Í sjónvarpi, á síðum dagblaða og á veltiskiltum birtust myndir af starfsfólki Iceland Express, fólkinu á bak við velgengnina, ásamt nýju slagorði, „Með ánægju“. Hlutverk Iceland Express var eftir sem áður hið sama: Að halda uppi heilbrigðri samkeppni í flugsamgöngum til og frá Íslandi.

Okkur langar á Industrimuseet. Ef við mættum velja einn stað í heiminum til að velja muni inn í íbúðina okkar, þá væri þetta safn algjörlega málið. Best að skoða samt úrvalið fyrst og vera vandlát.

Okkur langar að spóka okkur í einhverjum af hinum fjölmörgu görðum og grænu svæðum Berlínar.

Okkur langar að slaka á í Nýhöfn og fá okkur smörrebröd og danskan bjór.

Okkur langar að sjá Brandenborgarhliðið með eigin augum og rölta eftir breiðgötunum þar í kring.

Okkur langar að kíkja á Nørrebro. Þar ægir öllu saman, alls konar fólk af ólíkum uppruna, ólík menning, allt ótrúlega spennandi. Ætli við byrjum ekki í kaffi á Laundromatinu, svo kannski sushi í hádeginu. Restin verður bara að ráðast, kannski bara versla?

www.icelandexpress.is

Okkur langar að versla og skoða iðandi mannlífið á Kurfürstendamm, eða „Kudamm“, þar sem finna má allar helstu verslanirnar á borð við H&M, og stór vöruhús í löngum bunum. KaDeWe er þeirra frægast.

www.icelandexpress.is

FÍTONBLAÐIÐ

33


hneyksli?

Ljósmynd: Ari Magg

Afhverju máekki pissabak viðhurð? FÍTONBLAÐIÐ

34


hneyksli?

Hvar liggja mörkin? Og hvers vegna má ekki fara yfir þau? Hver ákveður hvar þau liggja? Eru þau á stöðugri hreyfingu? Eru yfirleitt einhver mörk? Hvað má og hvað má ekki? Hvað nákvæmlega er þetta almenna velsæmi, sem svo mikilvægt er að virða? Við könnuðum málið lauslega með mátulega vel völdum álitsgjöfum.

HNEYKSLARAR Sumir eru aldrei til friðs. Þurfa alltaf að fá alla athyglina, með öllum tiltækum ráðum. Ganga sífellt lengra og beita æ ómerkilegri brögðum til að stuða fólk og rugga bátnum. Hneyksla. Sjónlistamenn míga á sig, fletta sig klæðum og útbýta líkamsvessum. Tónlistarmenn öskra sífellt hærra, klæmast og hlaupa berrassaðir um í myndböndunum sínum. Rithöfundar skeggræða

hverja glufu sem leynist undir beltisstað og kvikmyndagerðarmenn gerast sífellt hugvitssamari við að brytja niður menn og málleysingja á skjánum. Og svo eru það auglýsingamennirnir. Siðog samviskulausir. Blótandi og brennandi fána. Sveigjandi siðareglur og teygjandi mörkin á alla kanta. Allt til að fanga athygli okkar, eitt augnablik og selja okkur enn einn óþarfann.

„Það hefur aldrei verið takmark hjá mér að hneyksla. En það listaverk, sem vekur engar geðshræringar hjá áhorfandanum er lítils virði í mínum augum. Góð list á að vekja okkur af svefngöngu vanans.“ Hrafn Gunnlaugsson. Morgunblaðið, 20. september 1981. „Að vísu má segja að ég sé þess stundum meðvitandi að fólk muni hneykslast en það er þá vegna þess að það sem er fullkomnlega eðlilegt fyrir mér sjokkerar aðra. Fyrir mér vakir aðeins að útvíkka myndina sem fólk hefur af hlutunum í kringum sig og ég held að það hljóti að vera tilgangurinn hjá hverjum einasta manni.“ Megas. Morgunblaðið, 7. september 1975. „Ég vona bara að ég hafi bæði glatt og hneykslað marga, meira er ekki hægt að biðja um í auglýsingagerð.“ Um auglýsingaherferð fyrir afnotagjöld RÚV. Rósa Ingólfsdóttir. DV, 5. september 1984. „Að vísu hafa ekki komið fram þau viðbrögð, sem gerðu vart við sig á fyrstu sýningu minni: þá leið yfir eina unga stúlku og önnur gubbaði. Þarf ekki að orðlengja að sú kom þrisvar til viðbótar á sýninguna.“ Alfreð Flóki. Morgunblaðið, 28. ágúst 1975.

„Fyrir nær 20 árum olli Olivero Toscani mikilli hneykslan um heim allan með auglýsingum fyrir Benetton. Ég held að fáum þyki þær hneykslanlegar í dag. Þetta sýnir okkur hvað gildismatið breytist í raun hratt.“ „Það er alltaf þannig að einhverjir sjá sér hag í því að hneyksla aðra og fyrir því eru örugglega misjafnar ástæður. Hinsvegar er köllunin þá orðin sú að ná athygli, athyglinnar vegna.“ „Ekkert er viðkvæmara að auglýsa en bækur sem fjalla um kynlíf en það er líka langódýrast. Ekkert fangar athygli fólks eins og minnsta vísbending um kynlíf.“ „Það virðist ekki nokkur leið að auglýsa Hugleik með því að sýna efni hans. Það fer allt um koll.“

Texti: Bragi Valdimar Skúlason

FÍTONBLAÐIÐ

35


hneyksli?

HÚSMÓÐIR Í VESTURBÆNUM SKRIFAR

Auglýsingar ferðaskrifstofunnar Útsýnar þóttu á sínum tíma bæði djarfar og óþarflega eggjandi, enda átti fólk ekki að venjast því að sjá fáklætt, sólbakað fólk á síðum dagblaðanna. Eða bara yfirleitt.

Alltaf skal einhver kvarta. Alltaf skal einhver fyllast heilagri reiði og hella sér yfir skiptiborð fjölmiðlanna eða rita fákunnandi blaðasnápum harðort bréf. Einhver sem veit hvar mörkin liggja og lætur svo sannarlega í sér heyra ef farið er yfir strikið. Þó ekki væri nema að halda því á sínum stað. Einhver sem þekkir fána-, meiðyrða- og höfundarréttarlögin eins og lófann á sér, kann orðabók Blöndals og þjóðsönginn utanbókar – og hefur jafnt fornsögurnar sem mann-

réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna á hraðbergi. Kannski er þetta alltaf sama manneskjan, eirðarlaus húsfreyja á Ásvallagötunni sem situr tilbúin með símann og bíður eftir einhverju hneykslanlegu; óvönduðu málfari, óæskilegum munnsöfnuði, guðlasti, geirvörtu, dónalegum dægurlagatexta – eða bara þulu í púkalegri blússu. Kannski er þetta hennar leið til að hefna sín fyrir ósanngjörn afnotagjöld og óumbeðin fríblöð.

Til Velvakanda: „Nú finnst mér mælirinn vera fullur. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þar sem sýnt er að verið er að skjóta á mann sem er að reykja í sjónvarpinu. Er ekki nóg um ofstæki sem haft er fyrir ungum og gömlum þó ekki sé verið að benda þeim á að myrða þá sem reykja og það í sjálfu Ríkissjónvarpinu?“ Morgunblaðið, 5. október 1990. „Ég vil koma því á framfæri að mér finnast sjónvarpsauglýsingarnar frá IKEA með eindæmum ósmekklegar. Er ég þá að tala um rassaauglýsingarnar. Finnst mér þetta fyrir neðan allt velsæmi. Guðrún.“ Morgunblaðið, 10. febrúar 2000. Þessi auglýsing frá árinu 1983 vakti hörð viðbrögð Soffíu Tryggvadóttur sem hringdi öskureið í DV og lét hafa eftir sér: „Mig langar til að koma því á framfæri við forráðamenn Kanaríklúbbsins að mér finnst auglýsingin frá þeim í Morgunblaðinu 12. október vera mjög ósmekkleg.“

Leigubílstjóri hringdi: „Ég vil mótmæla auglýsingunni um ríkisskuldabréf sem sýnd er í Sjónvarpinu um þessar mundir vegna þess að í henni felst visst ofbeldi. Þar er einn krakki látinn segja við annan: Á pabbi þinn ríkisskuldabréf? Sjónvarpið er orðið svo mikil barnapía í velferðarþjóðfélagi okkar að vanda verður val á efni, auglýsingum sem öðru...“ Morgunblaðið, 23. nóvember 1990.

7635-6106 hringdi: „Í burt með þessa svæsnu kynlífsauglýsingu Landlæknisembættisins á þessum tíma milli kl. 7 og 10 á kvöldin. Ég tel mig hafa fullan rétt á að horfa á sjónvarpið án þess að þurfa að sjá þessa ósmekklegu auglýsingu. Börnin horfa mikið á sjónvarpið á þessum tíma og þau hafa ekki gott af að sjá svona lagað. Ég er alfarið á móti því að þessi auglýsing sé sýnd á þessum tíma.“ Morgunblaðið, 4. maí 1988.

DV, 29. apríl 1988

Morgunblaðið, samdægurs, ritskoðuð

Þessi auglýsing fór fyrir brjóstið á mörgum og varð tilefni skrifa Jens Guðmundssonar í Kaldalóni í Morgunblaðið, sunnudaginn 15. maí 1988. Þar segir m.a.: „En svo ofbauð mér sú mannskemmandi svívirða, er í hverju blaðinu á fætur öðru blasti heilsíðu auglýsing af kviknöktum mannkvikindaverum í þeim örgustu uppáferðarstellingum, sem engum siðuðum manni hefði dottið í hug að birta af skepnum, hvað þá heldur af mennsku fólki...“ FÍTONBLAÐIÐ

36

„Stundum er fólk svo hneykslað á múgæsingu samferðamanna sinna og vondum smekk, að það tekur sig til og gerir grín. Það notar sömu meðöl en gengur vísvitandi of langt. En þá virðist fólk ekki fatta ádeiluna og fellir þessi fyrirbæri inn í stjörnukerfi sitt umyrðalaust og gagnrýnislaust.“ „Hneyksli er orð sem er nátengt snobbi, fáfræði og sektarkennd. Þeir sem nota orðið eða láta hneykslast skortir sjálfstraust, láta stjórnast af meðalmennsku og áliti annarra eða hafa eitthvað tengt því sem hneykslar það á samviskunni.“ „Kannski eru það oft viðbrögðin við auglýsingum sem hneyksla meira en auglýsingarnar sjálfar.“


hneyksli?

ÉG LÆT BARA EKKI BJÓÐA MÉR ÞETTA! Allir hafa skoðanir á auglýsingum. Sumar eru í uppáhaldi og mörgum gömlum auglýsingum fylgir ákveðin nostalgía. Menn blístra auglýsingastef sem límast á heilann og fara með auglýsingafrasa í tíma og ótíma, samferðamönnum ýmist til kátínu eða skapraunar.

lið haldi eiginlega að maður sé. Þessar sem fá okkur til að segja upp áskriftinni í fússi eða snúa viðskiptum okkar annað. Þessar sem þú hefur séð áður, í útlöndum. Þessar með laginu sem er nú alveg eins og eitthvað annað. Þessar hneykslan­legu.

En svo eru það þessar sem fara yfir strikið. Fá okkur til að teygja okkur í fjarstýringuna og skipta um stöð. Þessar sem við getum ekki slitið okkur frá því okkur blöskrar svo bruðlið og hégóminn. Þessar sem fá okkur til að setjast við tölvuna og blogga bræði um hvað þetta

Stundum getur nefnilega æðislega dýra, töffaralega herferðin sem allt átti að selja og öllu átti að bjarga breyst í skrímsli, snúið almenningsálitinu og jafnvel gengið endan­ lega frá vörunni sem auglýst er. Og þær gleymast seint.

„Þessi auglýsing er augljós stuldur eins og menn geta komist að raun um á Youtube – og sem gulur hlandblettur í hvítri mjöll á ferli hins annars hugmyndaríka Jóns Gnarrs.“ „Síðasta illa fengna hugmyndin er frá einum af okkar fyndnari Íslendingum þar sem erlend fjarskiptaauglýsing er tekin og gjörsamlega kóperuð. Svo þegar þessi annars ágæti maður var spurður um málið sagði hann meðal annars eftir að hafa neitað að vera einhver Hannes Hólmsteinn: „...og svo er þetta nú bara auglýsing“.“ „Það hlýtur að teljast siðleysi að ÁTVR auglýsi varning sinn undir yfirskini einhvers konar forvarna: Ekki drekka illa en drekktu nú samt.“ „Dæmi um sjónvarpsauglýsingu þar sem einum takti þekktrar laglínu er breytt til að forðast lögsókn af ósvífnum auglýsinga-tónlistarmönnum sem treysta sér ekki til að semja lög sjálfir og míga utan í eitthvað það sem þeir geta ekki sjálfir.“ „Persónulega þykir mér einstaklega ósmekklegt að krassa mótmælagöngur verkalýðsfélaga með nammiauglýsingum en írafárið kemur samt alltaf á endanum báðum til góða. Ef 1. maí gangan er orðin of heilög til að „fokkað“ sé í henni, þá er hún orðin helvíti brothætt fyrirbæri.“ „Það er svona þegar auglýsingagerðarmenn ætla að vera svo rosalega kúl, til að höfða til unga fólksins en fara óvart langt langt yfir markið í kúlinu og birtast okkur sem miðaldra pervertar.“ „SÍA komst að því að þarna væri brot á siðareglum sem gilda um auglýsingar og almenningur komst að því að hann langaði ekki í Coke Zero, sem nú er ekki lengur fáanlegt í dósum hérlendis.“ „Auglýsingagerðarmennirnir mættu í viðtöl í fjölmiðlum áður en þessi auglýsing var sýnd og fullyrtu að hún myndi heldur betur hneyksla og hrista upp í fólki. Svo var hún sýnd og flestum var eiginlega bara alveg sama.“ „Ein auglýsing hneykslaði fólk mjög á sínum tíma. Þar var fólk minnt á að greiða afnotagjöldin með stefi sem hljóðaði einhvernveginn svona: „Þetta er ekki auglýsing um kúluvarp, þetta er ekki auglýsing um andvarp, þetta er ekki auglýsing um æðarvarp...“ og svo framvegis. Ég held að fólk hafi aðallega hneykslast á því hvað þessi auglýsing var asnaleg. Enda var hún það.“

FÍTONBLAÐIÐ

37


hneyksli?

„ALDREI MÁ MAÐUR EKKI NEITT“ Laddi, 1983

Fengi Rósa Ingólfsdóttir að baða sig í friði framan á Mannlífi í dag? Mætti Megas tilkynna heimsbyggðinni að Jónas Hallgrímsson væri með sýfilis? Mætti berrassaða fólkið í alnæmisauglýsingunni athafna sig á skjám landsmanna athugasemdalaust? Mætti Spaugstofan gera grín að kirkjunni án þess að gera sér ferð niður í héraðsdóm? Og Össur Skarphéðinsson, Hófí og Felix Bergs-

son fíflast með smokk í góðra vina hópi? Sennilega. Það er nefnilega búið að hneykslast á þessu öllu. Það væri glatað að fara að hneykslast á því aftur. En það er nú einu sinni þannig til þess að brjóta niður múra, færa mörkin til, verður einhver að hneyksla. Og einhver annar að verða hneykslaður. Og svo þarf auðvitað að kvarta.

„Það má ekki auglýsa það sem er bannað að selja en samt er bannað að auglýsa sumt sem má selja. Þetta mætti fara betur saman. Auðvitað á að mega auglýsa það sem má selja.“ „Flest heilög fyrirbæri eru fallin af stalli sínum í bylgjum og byltingum síðustu áratuga, Guð, Líkaminn, Valdið, Dauðinn, Einstaklingurinn, Höfundurinn, Listin, svo mætti áfram telja. Nú er allt lagt við hégóma, afhelgað og selt.“ „Sums staðar er tepruleg stílfærsla enn í gildi, því fólk þorir ekki að hneyksla. Í auglýsingum er enn hellt bláum vökva í dömubindi og bleiur, það þykir ekki vænlegt að sýna „réttu vökvana“.

Einu sinni mátti auglýsa tóbak á Íslandi. Þá var það líka gert með stæl.

Léttöl

„Mörgum þótti nóg um þegar nemandi í Listaháskólanum meig á samnemanda sinn í gjörningaverki nokkru sem sett var upp innan veggja skólans. Þetta bendir til þess að það séu mun víðari takmörk innan listaheimsins en auglýsingaheimsins, enda er sá síðarnefndi óumdeilanlega mun tengdari hagsmunum viðskiptalífsins. Ég vona að minnsta kosti að auglýsandi hefði ekki komist upp með að sýna einstakling sem pissar á annan, nema viðkomandi auglýsandi héti Pampers.“ „Á meðan að bannað er að auglýsa áfengi á það að vera bannað og allur útúrsnúningur á lögunum er óþolandi, hvort sem það er í tvíræðu orðalagi, litlum „léttöls“ texta neðst eða dulbúnum kynningum.“ „Það sem er ólöglegt verður náttúrlega aldrei auglýst á hefðbundinn máta. Síðan má spyrja sig hvað eru auglýsingar og hvað ekki?“

Bjórauglýsing í Morgunblaðinu 22. apríl 1915. Sala á áfengi var bönnuð 1. janúar sama ár.

Af einhverjum ástæðum ríkti mikill spenningur í þjóðfélaginu fyrir léttöli í lok febrúar 1989.

FÍTONBLAÐIÐ

38


hneyksli?

„Börn eru oft ein að horfa, algerlega varnarlaus fyrir allri markaðssetningu.“

LEYFIÐ BÖRNUNUM AÐ HORFA Á OKKUR En hvað með blessuð börnin? Á að hlífa þeim við áróðri og auglýsingaskrumi? Mörgum finnst það, enda lítt geðsleg tilhugsun að láta hin og þessi stórfyrir­tæki innræta afkvæmunum lítt heppi­legar neysluvenjur og þurfa svo að hlusta á linnulaust suð um fljúgandi risaeðluróbóta, seigfljótandi sykurleðju og sjálfvætandi, altalandi dúkkur. En er það yfirleitt hægt? Þessar bannsettu auglýsingar eru jú alls staðar. Væri hægt að sýna sjónvarpsauglýsingar eftir háttatíma? Prenta blaðaauglýsingar með sérstöku bleki sem verður aðeins sýnilegt eftir að krílin eru komin í öruggt skjól á leikskólanum? Útvarpa samlesnum auglýsingum á sérstakri tíðni sem barnseyrað nemur ekki? Jú, sjálfsagt væri það hægt. En það væri vesen.

Og segjum sem svo að okkur tækist að vernda barnshugann frá heilaþvotti og óæskilegum gylliboðum. Hvenær mætti þá fyrst byrja að ota að englunum okkar spennandi afslætti, hagstæðum inngöngutilboðum og fjölbreyttu úrvali? Við leikskólalok? Við fermingu? Bílpróf? Eða ætti jafnvel að krefjast stúdentsprófs eða sambærilegrar menntunar áður en horft er á auglýsingu?

„Við kennum börnum að segja satt og trúa því sem við þau er sagt. Þau eru afskaplega óvarin og móttækileg fyrir allri markaðssetningu og það er óþolandi hvað auglýsendur nýta sér þetta grimmt.“ „Ég fæ óbragð í munninn yfir auglýsingum sem beint er að börnum, öldruðum, hræddum og minnimáttar almennt.“ „Að vera með auglýsingar sem beint er að börnum á milli dagskrárliða í morgunsjónvarpi barnanna ætti að vera stranglega bannað.“ „Börnin fá ekkert frekar sælgæti þó þau sjái það auglýst í sjónvarpinu, ekkert frekar en hvað annað sem auglýst er nema að foreldrarnir leyfi það.“ „Allir siðir og ósiðir byrja og enda á heimilinu. Foreldrarnir bera ábyrgð á börnum sínum.“ „Auglýsendur eiga að láta börn undir tíu ára aldri í friði.“

Tæpast. Sennilega neyðast foreldrar til að ala börnin sín upp eitthvað áfram og kenna þeim muninn á réttu og röngu, siðum og siðleysi – og „góðum“ og „slæmum“ auglýsingum.

„Fyrir mér eru mestu glæpir íslenskra auglýsinga tilkomnir af óvarfærni og kannski lítilli meðvitund um ábyrgðina sem fylgir því að vera mótandi þátttakandi í almennri umræðu og tíðaranda.“ „Mörkin ákvarðast af siðferði og samvisku hvers og eins hverju sinni og dæmd af siðferði og samvisku þess sem upplifir. Svo er orðið tjáningafrelsi oft notað ef fólk missir sig yfir venjuleg velsæmismörk þess.“ „Eðlilega eru alltaf einhverjir sem sjá hag sinn í að ögra umhverfinu sínu og auglýsingar eru þar engin undantekning því þær eru jú gerðar af fólki sem lifir og starfar í þessu umhverfi.“

13. gr. Börn og unglingar Í auglýsingum skal ekki misnota hina eðlilegu trúgirni barna...

Álitsgjafar

LÓÐRÉTTUR LÍNUDANS Það er vandlifað í auglýsingalandi. Þar sem allt skal vera nýtt og æðislegt, ögrandi og örvandi, frumlegt og skemmtilegt, töff og árangursríkt. Þar sem sífellt þarf að finna nýjar leiðir til að fanga athyglina – og halda henni. Þar sem krafan er að dansa á línunni, án þess að vita nákvæmlega hvar hún liggur. Þar sem maður þarf reglulega að spyrja sig hvar mörkin liggja, og gæta sín á að lenda réttu megin við strikið. Gagnrýna sjálfsagða hluti og efast um viðtekin sannindi. Af hverju má til dæmis ekki pissa bak við hurð? Má eitthvað frekar pissa fyrir framan hana?

6

4

10

5

3

7

12

8

11

1

2

9

1. Bragi Ólafsson 2. Guðmundur Pálsson 3. Gulli Maggi 4. Helga Vala Helgadóttir 5. Hilmar Sigurðsson 6. Jakob Bjarnar Grétarsson

7. Jóhann Páll Valdimarsson 8. Katrín Oddsdóttir 9. Kristján Friðriksson 10. Óttarr Proppé 11. Sigtryggur Magnason 12. Sigurbjörg Þrastardóttir FÍTONBLAÐIÐ

39


Hekla

Tiguan. Hann breytir öllu. Tiguan. Hann breytir öllu.

með sjálf. Fáanlegur TDI® Díselvél skiptingu og

með sjálf. Fáanlegur TDI® Díselvél skiptingu og

Stórsýning um helgina á Volkswagen Tiguan. Í dag laugardag og á morgun sunnudag sýnum við hinn magnaða nýja jeppling frá Volkswagen HEKLU húsinu. Volkswagen Tiguan setur ný viðmið í sínum flokkir og breytir öllu um hvernig við lítum á fjórhjóladrifna borgarjeppa. Hægt verður að reynsluaka Tiguan í sérútbúinni torfæruþrautabraut og býðst gestum að upplifa það þegar Tiguan leggur sér sjálfur í stæði. Allar gerðar Tiguan eru til sýnis og sölu um helgina auk þess sem boðið verður upp á veitingar og uppákomur. Komdu og upplifðu hvernig Tiguan breytir öllu.

Við kynnum til sögunnar Volkswagen Tiguan. Tiguan hefur hefur algjöra sérstöðu og yfirburði yfir aðra bíla í sínum flokki. Hann er búinn öflugri vél sem dregur 2.500 kg og setur þannig ný viðmið fyrir aðra jepplinga. Tiguan er einstaklega vel búinn og hlaðinn staðalbúnaði. Hann er jafnframt fyrsti jepplingurinn sem kann að leggja sjálfur í stæði. Aðrir jepplingar ná einfaldlega ekki að vera með framdekkin þar sem Tiguan er með afturdekkin því Volkswagen Tiguan breytir öllu.

Das Auto.

Das Auto.

Tiguan er einnig sýndur hjá umboðsmönnum um land allt frá kl. 10-17 í dag laugardag og frá kl. 12-16 á morgun sunnudag.

HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is

HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is

Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi

Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi

VOLKSWAGEN KEYRIR AUGLÝSINGAR FRÁ FÍTON Það felst mikil áskorun í því að búa til íslenskt markaðsefni fyrir Volkswagen, eitt áhugaverðasta og mest spennandi vörumerki veraldar. Almenna leiðarlínan fyrir allar Volkswagen auglýsingar er að þær séu jarðbundnar, skýrar og glettnar í bragði. Um leið verða þær að

varpa ljósi á hagkvæmnina sem fylgir Volkswagen og þá tækni og eiginleika sem bílarnir búa yfir. Markmiðið er að bæði almenningur og atvinnurekendur átti sig á öllum þeim þáttum sem gera það að verkum að Volkswagen skarar fram úr öðrum bílum.

Láttu Volkswagen vinna fyrir þig

Láttu Volkswagen vinna fyrir þig Atvinnubílar

FÍTONBLAÐIÐ

40

F í t o n / S Í A

Haltu kostnaði niðri

F í t o n / S Í A

Taktu VÓ-ið úr SVÓT

F í t o n / S Í A

Keyrðu upp framlegðina

Láttu Volkswagen vinna fyrir þig Atvinnubílar

Atvinnubílar


APPLE IMC

Framtíðin skín skært fyrir námsfólk með Apple Fíton gerði auglýsingar fyrir Apple vörur haustið 2008 með aðaláherslu á tölvuvörur í tengslum við nýtt skólaár. Við lögðum til þá hugmynd að myndskreyta þematengdar ljósmyndir í stjörnuham, einskonar stjörnumerki sem endurspegla viðfangsefnin. Útfærsluna má kalla framhald af stjörnuþokunni sem er skjámynd Leopard stýrikerfisins sem er löngu orðið þekkt sem einkenni tölvanna. Myndskreytingin af stúdínunni hér á síðunni er unnin eftir ljósmynd eftir Andra Elfarsson.

Áður 134.990 kr., nú

124.990 kr.

Þunn, þægileg og örugg. MacBook er ein af þeim öflugustu. Með 2,1 eða 2,4 GHz Intel Core 2 Duo örgjörva og 1 GB vinnsluminni vinnur hún jafn ljúflega með Mac OS X og Windows. Með skínandi björtum 13,3” hágljáa breiðtjaldsskjá er hún fullkomin fyrir þá sem vilja almennilegan kraft í fallegri, einnar tommu þykkri skólatölvu.

iWork

Neoprene Sleeve Verndar fartölvuna og passar vel í bakpokann.

Nettar og snyrtilegar töskur fyrir MacBook og MacBook Pro.

7.990 kr. Fjölskylduútgáfa: 8.990 kr.

Frá 3.990 kr.

Frá 5.990 kr.

Frábær ritvinnslupakki með öllu. Les og skrifar Office-skjöl.

Nylon Sleeve Plus

Þú sérð framtíðina í stjörnunum Verslanir Apple, Kringlunni og Laugavegi 182. Apple IMC/Humac er umboðsaðili Apple á Íslandi.

MacBook er tilvalin fyrir framtíðarverkefnin. Hvort sem þau tengjast skóla, vinnu eða skemmtun. Kynntu þér skólapakkann hjá Apple IMC sem inniheldur m.a. 13” MacBook frá 124.990 kr.

Verslanir Apple, Kringlunni og Laugavegi 182 Apple IMC /Humac er umboðsaðili Apple á Íslandi

Verslanir Apple, Kringlunni og Laugavegi 182

FÍTONBLAÐIÐ

41


NÝTT STARFSÁR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITARINNAR

Ferðalag lita&tóna Árbók Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur nokkur undanfarin ár verið með svipuðu sniði en í ár var ráðist í að umbylta því, bæði í broti, hönnun og hugsun. Allt útlit var einfaldað og grunnformið sem unnið var útfrá er tígullinn. Meginstef tónleikaársins er ferðalag um heima tónlistarinnar og hönnunin byggir á þeirri hugmynd. Tíglar í ákveðnum litatónaskala ferðast fram og til baka ef flett er hratt í gegnum bókina og tákna þannig síkvika hreyfingu og dínamík tónlistarinnar. FÍTONBLAÐIÐ

42

SIN FÓNÍU HLJÓM SVEIT ÍSLANDS 2008 | 2009


VR

F í t o n / S Í A

VR VINNUR VINNUNA SÍNA

Hvað berð þú á borð fyrir þig og þína eftir langan vinnudag?

Allt hefur sinn stað og sína stund. Það á að vera jafn sjálfsagt að skila góðum vinnudegi og að njóta ánægjulegra samverustunda með þeim sem standa þér næst. Oft er gott að skilja vinnuna eftir þar sem hún á heima – í vinnunni. Þú hefur val. Njótum tímans utan vinnu af heilum hug.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Virðing Réttlæti

VR pikkaði í bakið á landsmönnum og minnti okkur öll á að gleyma ekki því sem mikilvægast er í lífinu. Að sjálfsögðu er vinnan dýrmæt og nauðsynleg, en hún má ekki ná þannig tökum á okkur að við séum að burðast með hana allan sólarhringinn, hvar sem við erum. Stundum er bara allt í lagi að slökkva á gemsanum og sleppa því að tékka á póstinum. Republik framleiddi sjónvarpsauglýsinguna undir leikstjórn Árna Þórs Jónssonar, Vigfús Birgisson tók ljósmyndir fyrir prentauglýsingar. FÍTONBLAÐIÐ

43


ÓLAFUR STEPHENSEN

HANN SETTI SIÐAREGLURNAR Ólafur Stephensen Auglýsingamaður LÍTUR TIL BAKA Ólafur Stephensen er fæddur 1. febrúar 1936. Hann ólst upp í Reykjavík, gekk í Miðbæjarbarnaskólann og varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1956. Eftir tveggja ára nám í lagadeild Háskóla Íslands bauðst honum tækifæri til að fara utan til náms, nánar tiltekið í Columbia University í New York og sló til. Ólafur lærði þar almannatengsl og fjöl­ miðlun og fékk þar einnig smáskammt af markaðs­ fræði, eins og hann orðar það sjálfur. Ólafur var fyrsti Íslendingurinn sem menntaði sig í almanna­ tengslum. Hann sneri sér þó fljótt að auglýsingafaginu og stofnaði síðar eigin stofu eða stofur raunar. Þær urðu fleiri en ein samtímis. Ástæður þess voru ekki síst þær að það þótti ekki hæfa að stofa ynni fyrir fyrirtæki sem voru í samkeppni, þrátt fyrir að þess megi finna dæmi í öðrum greinum, t.d. hjá lög­ fræðingum og endurskoðendum. Ólafur lét að sér kveða í félagsmálum innan greinarinnar og víðar enda með ákveðnar skoðanir sem hann lá ekki á. Margt af því sem okkur sem nú störfum í grein­ inni þykir sjálfsagt var meðal baráttumála Ólafs og kollega hans. Eitt af því var upplagseftirlit. Ólafur var stofnaðili og fyrsti formaður SÍA, áberandi auglýsinga- og markaðsmaður og álitsgjafi. Hann sat ennfremur í undirbúningsnefnd að stofnun ÍMARK, félags markaðsfólks. Ólafur var fyrsti Íslendingurinn til að hljóta erlenda viðurkenningu fyrir auglýsingu. Sú viðurkenning kom frá banda­ rísku auglýsingasamtökunum fyrir auglýsingu fyrir Landsbankann sem birtist í Iceland Review. „Við sendum hana ekki í neina samkeppni en við fengum viðurkenningu frá bandarísku auglýsingasamtök­ unum sem þá voru, fyrir hugmynd og útfærslu.“ Hann var fyrsti Norðurlandabúinn til að fá inn­ göngu í The Advertising Club of New York.

1.

2.

Hvernig hafðir þú hugsað þér að nýta almannatengslanámið?

1 k.en in rn ðu gV iárf ukau ísba gnd lýrsaingasamt ök unum þes ri r ysa f Landsba aau kn glýin sgu.

Ég ætlaði að koma heim og verða PR-maður. Það var árið 1962 og ég bað fljótlega um viðtal hjá þáverandi forsætisráðherra, sagði honum að ég væri búinn að ljúka þessu námi og gæti alveg hugsað mér að vera stjórnmálamönnum og öðrum þeim sem væru í íslenskri pólitík til halds og trausts í sambandi við þeirra starf. Og þegar ég var búinn að útskýra fyrir forsætisráðherra í hverju námið

2. þekk rvarÓl uafrtu áli tsgafi j umauglýsinga-ogaðs km ram ál um abáril.

FÍTONBLAÐIÐ

44

fælist, sagði hann: „Ólafur minn, við erum ekkert apa- og slönguleikhús“. Þar með lauk viðtalinu og það var ekki fyrr en löngu seinna að ég byrjaði að vinna fyrir pólitíkusa og þá ekkert endilega af sama flokki. Síðan var ég ýmislegt að sýsla. Það var prentaraverkfall árið 1964 og ég tók mig til með kunningja mínum, Ólafi Sigurðssyni, og við gáfum út blað sem fékk heitið „Dagblaðið“. Þetta er reyndar ekki „Dagblaðið“ sem síðar varð en þetta var fjölritað fréttablað og við seldum 49.843 eintök alls. Tölublöðin hafa líklega orðið sjö eða átta þarna í verkfallinu.

Hvað leiddi þig síðan að auglýsingafaginu? Almannatengslanámið var mjög tengt námi í blaðamennsku. Ég hafði sótt tíma í The School of Journalism og jafnhliða PR-náminu var kennd auglýsingafræði. Nú, þegar ég fór að líta í kringum mig voru tveir ungir teiknarar, Þröstur Magnússon og Hilmar Sigurðsson sem höfðu stofnað auglýsingastofuna Argus. Stofan var í einu herbergi á Laugavegi 3 og ég gekk til liðs við þá og kem inn í starfsemina sem texta- og hugmyndamaður og var til að byrja með framkvæmdastjóri. Hilmar og Þröstur voru báðir tveir mjög góðir teiknarar. Eftir Þröst liggja t.d. fjöldamörg íslensk frímerki, einn af bestu teiknurum sem við eigum. Þegar hann yfirgaf fyrirtækið seinna meir, keypti ég hans hlut. Ég starfaði síðan með Hilmari í Argusi í nokkur ár, þangað til mér fannst vera kominn tími til að stýra mínu eigin fyrirtæki. Þá stofnaði ég fyrirtækið ÓSA og út úr ÓSA spratt síðan seinna fyrirtækið Gott fólk og út úr Góðu fólki spratt fyrirtækið Hreinar línur og út úr því fyrirtæki einnig almannatengslafyrirtækið PRÓSA.

Þér fannst ekki sjálfgefið að teiknarar vissu best hvernig ætti að reka auglýsingastofu? Ó, nei. Ég var lengi kjaftfor, með dálítið umdeildar skoðanir á því hvernig ætti að reka auglýsingastofur og þær skoðanir gengu iðulega í berhögg við skoðanir kollega minna sem þá voru teiknarar eins og Gísli B., Kristín [Þorkelsdóttir] og fleiri. Ég lá til dæmis ekki á því að mér finnst hreint ekki að það eigi að vera sjónarmið teiknarans sem liggi til


ÓLAFUR STEPHENSEN

„Þessi bók er náttúrlega lengsta auglýsing sem ég hef skrifað“

grundvallar stjórnun á auglýsingastofu. Teiknarar hafa iðulega komið beint úr skóla, dubbað sig upp í jakkaföt og verið um leið farnir að tala við forstjóra stórfyrirtækja, með fátt fyrir sér í því hvernig eigi að gera auglýsingar til að þær virki. Komandi frá Ameríku, landi markaðsfærslunnar, leit ég svo á að auglýsingastofa ætti fyrst og fremst að búa til auglýsingar með það að meginmarkmiði að selja vörur eða þjónustu, en ekki búa til skemmtiatriði fyrir sjónvarpið, svo dæmi sé tekið.

Félagsmálin? Hvernig varð t.d. SÍA til og af hverju?

3.

4.

3. Eintak af „Dagblaðinu“ sem Ólafur Stephensen og Ólafur Sigurðsson gáfu út í prentaraverkfalli 1964. 4. Seld eintök af „Dagblaðinu“ voru 49.843. Þakkarauglýsing sem birtist að loknu prentaraverkfalli.

Það var kominn tími á það að við í augýsingabransanum hefðum eitthvað batterí sem talaði okkar máli við opinbera aðila og aðra þá sem voru stjórnendur á hinum almenna markaði. Þess vegna varð SÍA til. Ég var fyrsti formaður þess félags. Eitt af baráttumálum okkar í SÍA var t.d. að koma á upplagseftirliti – á fjölmiðlum almennt. Það gekk nú bæði hægt og seint. Síðan börðumst við fyrir öðru, en það var að við værum viðurkennd sem aðilar í viðskiptaheiminum. Hluti af því kom með því að ganga í Verslunarráð Íslands. Þar með komu inn í Verslunarráðið atkvæði, jafnmörg og stofurnar í SÍA og varð auðvitað að taka tillit til okkar sjónarmiða. Við settum okkur einnig siðareglur. Allt var þetta hluti af því að fá auglýsingafagið viðurkennt sem alvöru atvinnustarfsemi. Siðareglurnar voru að miklu leyti byggðar á siðareglum Alþjóða verslunarráðsins og eins höfðum við líka siðareglur fyrir auglýsingafagið á Írlandi til hliðsjónar. Þessar reglur komu fyrst út 1973 og voru síðan endurútgefnar árið 1985 með viðbótum um auglýsingar og börn. Ég hafði upphaflega þýðinguna með höndum og setti siðareglurnar saman. Það hefur margt breyst frá því 1985 þegar siðaregl-

urnar komu síðast út og fyrir löngu kominn tími á endurskoðun þeirra. Í raun ætti að vera ákvæði um reglulega endurskoðun í starfsreglum siðanefndarinnar. Því auglýsingar eru, þó það sé gömul klisja, ekkert annað en spegilmynd af þjóðfélaginu hverju sinni. Fjölmiðlaumhverfið er gerólíkt svo dæmi sé tekið. Þegar siðareglurnar komu fyrst út var aðeins einn ríkisfjölmiðill, sjónvarp og útvarp. Á þessum árum komu fram hugmyndir um að setja á fót einhvers konar verðlaun eða keppni fyrir auglýsingafagið. Ég lagði fyrir SÍA tillögu um að setja á fót prógram sem héti Athyglisverðasta auglýsing ársins. Það var tekið fyrir á stjórnarfundi og fellt. Ég fór með þessa hugmynd á stjórnarfund í félagi íslensks markaðsfólks og þar var hugmyndinni tekið fegins hendi. Síðan hefur það félag haft keppnina með höndum. Ég sat í undirbúningsnefnd að þessum samtökum markaðsfólks, sem seinna hlutu nafnið ÍMARK.

Það kom út bók eftir þig árið 1987 sem heitir því auglýsingalega nafni: „Nýtt og betra – skemmtun, skrum eða svartigaldur“, og neðst á kápu stendur: Auglýsingabók Ólafs Stephensen. Hver var ástæðan fyrir því að þú skrifaðir þessa bók? Það vantaði einfaldlega bók af þessu tagi. 1947 kom út bók, eftir dr. Símon Jóhann Ágústsson, Auglýsingabókin. Sú bók var meira um auglýsingasálfræði. Síðan hafði engin bók komið út hérlendis um þetta efni, þannig að margir telja þetta fyrstu auglýsingabókina og hún er hugsuð sem nokkurs konar kennslubók. Þessi bók er náttúrlega lengsta auglýsing sem ég hef skrifað, segir Ólafur með skelmissvip.

FÍTONBLAÐIÐ

45


ÓLAFUR STEPHENSEN

Ef blöðunum er flett í dag má ennþá sjá hræðilega sam­settar fyrirsagnir úr letri sem fólk kann ekkert á og fontarnir og millibilin eitthvað út í loftið. Samt er þetta frá „prófessjónal“ fólki að sagt er. Meðan ég starfaði í faginu var ég því mjög fylgjandi að þeir sem ynnu við auglýsingar, og sérstaklega þeir sem voru í stjórnunarstörfum hjá auglýsingafyrirtækjum, hefðu tækifæri til að annaðhvort sækja námskeið eða fara á „kjaftafundi“ erlendis. Og við gerðum svolítið af því í mínum fyrirtækjum. Það er svo auðvelt í þessum bransa að lokast inni í einhverjum ákveðnum kassa vegna þess að þú ert búinn að finna aðferð sem passar þér og er voðalega hentug að nota hvort sem þú ert teiknari eða textahöfundur. Og svo einn góðan veðurdag finnurðu að þú kemst ekki út úr kassanum og þar með er þinn „karríer“ búinn. Það er ákveðinn sjarmi við spennuna í auglýsingabransanum. Og meðalstarfsferill í þessum geira er tiltölulega lítill eins og hjá t.d. blaðamönnum, fólki sem vinnur við tímamörk, „deddlæn“. Þess vegna er það mjög áríðandi að gefa fólki kost á að anda að sér einhverju lofti annars staðar í smátíma og koma svo til baka. Ég var í þessu starfi í 24-25 ár og það er alveg nóg. Ég er svo heppinn að vera sæmilega vel skrifandi, hef stundum þýtt bækur eða skrifað og verið í annars konar textavinnu sem ég hef voðalega gaman af. Það er náttúrlega grundvöllurinn fyrir því að gera eitthvað vel að hafa gaman af því.

5.

Ég ætlaði mér aldrei inn í auglýsingabransann aftur og hef nokkurn veginn staðið við það. Hef reyndar farið inn á stofur sem ráðgefandi í sambandi við markaðsmál, tengsl við útlönd og ýmislegt þess háttar.

Áttir þú þér einhverjar fyrirmyndir í auglýsingastarfinu?

5. Nýtt og betra, auglýsingabók Ólafs Stephensen kom út 1987 hjá Svart á hvítu.

Ég var ákaflega hrifinn af þeim stíl í auglýsingum sem kenndur er við auglýsingagúrú sem hét David Ogilvy. Og margar af þeim auglýsingum sem við gerðum á þeim tíma voru af þeim toga. Það var í raun sú fyrirmynd sem ég tók mér og stúderaði, því mér féllu allar hans kenningar vel í geð. Gilti einu hvort það var í sambandi við uppsetningu, við leturgerð eða texta sérstaklega, en hann var nú einn frægasti textahöfundur sinnar samtíðar. Slíkar auglýsingar má sjá erlendis enn þann dag í dag og auðþekkjanlegar því þær eru svo áberandi. Þær voru yfirleitt með fullyrðingum í fyrirsögn og þegar þær birtust gerðu allskonar aðilar iðulega athugasemdir við þær, allt frá rauðsokkum upp í bílaumboð.

Er eitthvað sem þér er minnisstætt af ferlinum, eitthvað sem þér þykir sérlega vænt um? Jú, eitt skemmtilegasta verkefnið sem ég hef komið nálægt voru auglýsingar fyrir Happdrætti Háskólans, þá var ég á Argusi. Það var óskaplega gaman að semja handritið fyrir þessar myndir, að ekki sé talað um að vera í tökunum með Bessa og Árna. Öll þjóðin kunni frasann „þa’ bara sona“. Þessar auglýsingar brjóta reyndar algerlega á móti þeirri kenningu sem ég hélt fram áðan að auglýsingar ættu að selja en ekki að skemmta þjóðinni. Og ég held það reyndar ennþá.

Hvað ertu að gera núna? Ertu sestur í helga steininn? Nei, í fyrsta lagi hef ég upp á síðkastið verið að vinna að markaðsmálum fyrir íslensk sprotafyrirtæki erlendis. Í öðru lagi nýt ég þess bara að vera gamall kall.

Hvernig finnst þér fagið hafa þróast hérlendis? Fagið hefur þróast held ég bara nokkuð eðlilega. Við komumst yfir þá törn að auglýsingastofur væru reknar með sjónarmiði teiknarans, á sama hátt erum við að komast yfir það tímabil sem var fyrir nokkrum árum að auglýsingastofur og afurðir þeirra voru gerðar með sjónarmiði markaðsmannsins. Ég vona að séum að komast inn í tímabil þar sem auglýsingar byggðar á skapandi hugsun ná yfirhöndinni. Mér finnst reyndar íslenskar auglýsingar um nokkurra ára skeið hafa einkennst af flatneskju og skorti á hugsun og sjaldnast byggðar á góðri skapandi hugmynd. Hvorki frá markaðs­sjónarmiði né grafísku sjónarmiði, en þetta tvennt verður að haldast í hendur. Tölva er svo sannarlega ekkert merkilegra áhald en blýantur í þessu samhengi.

FÍTONBLAÐIÐ

46

Texti: Anna Sigríður Guðmundsdóttir


Á FÖSTUDÖGUM KL. 21.00 Á SKJÁEINUM


BLAND Í POKA

ÉG ÆTLA AÐ FÁ BLAND Í POKA TAKK! MIKIÐ STERKT OG EKKERT SÚRT...

FÍTONBLAÐIÐ

48


SLÖNGUSPIL

SLÖNGUSPIL Stúf þennan vil ég opna með útleggingu á nafni – Fíton? Hér liggur djúp merking undir, því fjórðungi bregður til nafns. Auglýs­ ingar eru að stórum hluta ljósmyndir og ég hef lært af reynslunni að afbragðs ljósmyndarar eiga til að heita valkyrjunöfnum (Valgarður, Vala, Brynhildur ...), sem hefur djúpa merkingu því þeir senda með blossa sínum fólk til eilífs lífs á mynd eða til einskonar Valhallar. Í sama anda má spyrja hvernig það sé með þessa Fíton, því kvenkyns má hún vera eins og orðið sem hún nær yfir því að ...

... Fíton er slanga, upphaflega forn, grísk og goðsöguleg. Python er slangan við Delfí sem guðinn Appolló sigraði og var orðið á forntungum notað um spásagnarkraft (fítons-andi eða fítons-kraftur). Slanga er tákn visku, undirferlis og slægðar, samanber ormurinn og Eva. Hún tengist Mercuriusi, guði vitsmuna, verslunar og samskipta, enda rokkar Merkúr hraðast allra um sólu. Auglýsingaherinn er slægur og fljótur að fatta sem slanga, getur bitið í halann ... og étur bara eina mús í viku. Auglýsingaséní manipúlera huga annarra, stýra smekk, löngun og fýsn. Um leið er afl neytenda fjórða aflið í heimi stórfyrirtækja-fursta, því framtíðin vill ekki naga greinina undan sjálfri sér – svarti listinn yfir vörur sem meiða fólk, dýr og lífheim á eftir að verða langur ... og neytendur með vökula vitund sem erfitt er að plata verða æ fleiri. Gott er því að hin flotta Fíton brýnir stéttina til dáða. Fíton þessa blaðs fjallar um hvar mörkin séu. Ég var bréfuð og briefuð og fékk 8 spurningar og ætla eins og í leik bara að svara. Þægilegast er að gera eins og manni er sagt:

ER ALLT LEYFILEGT Í AUGLÝSINGUM? Í frjálsu draumalandi er það já, en þung bannhelgi liggur á ýmsu í raunveruleikanum. Gott dæmi um mynd sem er óhugsandi í auglýsingu er sexý mynd af barni (sem geðjast vansælum örhluta mannkyns sem kallast pedófílar sem er gríska = barnavinur) og svo framvegis, útglennt nekt, ofbeldi, guðlast og ósmekklegheit alls konar selja ekki vöruna og um það snýst málið. En siðferðisstandardinn er oft falskur, sjá má ótal dæmi um það: Lömbin sem verið er að drepa núna heita ekki lömb í auglýsingum, heldur dilkar og þau eru ekki drepin heldur er þeim slátrað. Þeir sem éta gæsina geta fæstir drepið hana eins og

allir vita. Löngu er vísindalega sannað að taugakerfi fiska er sambærilegt við taugakerfi manna og því bíð ég eftir að sjá svona auglýsingu: „Góðar fréttir fyrir þá sem haldnir eru kvalalosta gagnvart fiskum. Nýjar veiðivörur komnar!“ Þessi texti mundi hneyksla jákvætt og vekja rosaathygli, því veiðiperrar eiga auðvitað eins og aðrir perrar að viðurkenna kvalalosta sinn, sadó-masó liðið er búið að því fyrir löngu og fer þá ekki að koma að veiðimönnum? Hinn aðilinn er atlotum þeirra alls ekki samþykkur.

MÁ AUGLÝSA HVAÐ SEM ER? Olíuframleiðendur eyða hundruðum milljóna dollara árlega í kynningu og auglýsingar þótt jörðin sárþurfi hollari orku. Að þetta viðgangist segir mikið um hvað siðferðið í bransanum er lúpulegt. Það má, en mörkin liggja að endingu alltaf hjá neytandanum eða almenningsálitinu. Auglýsingar sem fara yfir strikið missa marks ef markhópi geðjast þær ekki.

HVAÐ HNEYKSLAR OG AF HVERJU? Hlutverk allra lista (auglýsingar eru listgrein) er að víkka skynjun og lyfta bannhelgi af menningu sem er fjandsamleg vellíðan mannsins á ýmsan hátt. Alltaf þegar bannhelgi er lyft hneykslast sumir. Auglýsingar geta vakið syfjaðan neytanda með mörgu öðru en hneyksli, svo sem fegurð, nýju sjónarhorni, og þessu nýja að láta pirraðan áhorfanda setjast upp og spyrja: „Hvern andskotann er eiginlega verið að auglýsa?“ Reglan í öllum listum er að vekja, og mikilvægur hluti af því er – vegna ýmsra úreltra ríkjandi hugmynda – að hneyksla.

HVERJIR HNEYKSLAST? Á 19. öld var sagt að það væru einkum konur, enda hélt samfélagsgerð menningarástandsins þeim massívt frá vitsmunaþroska æðri menningar og menntunar. Almennt er óhætt að segja að þeir hneykslist sem lafa í fornri bannhelgi og óttast breytingar.

HVER ÁKVEÐUR MÖRKIN? It´s a free country? Ha-ha! Valdið liggur hjá mörgum, biskupsstofu, Mogganum, en fyrst og fremst hjá hverjum og einum því að í lýðræði þarf ekki nema að nokkrar virðingar-spírur segi opinberlega: þetta er ókei. Í mannfélagi ríkir goggunarröð snobbs og bugts fyrir fólki sem menn halda að sé fínt. Skárra er að snobba niðrá við, þar er oft heilbrigðasta vitið, finnst mér.

HAFA MÖRKIN FÆRST TIL GEGNUM TÍÐINA? Hugmyndasagan er saga hugmynda sem breytast og ekki til hins betra nema hvað lýðræðishugsun getur fært margt betur til vegar. Breiðavík er eilíf, við bara föttum aldrei fyrr en þrjátíu árum síðar. Eftir þrjátíu ár fær samfélagið gleraugu sem sýna hvað er sjúkast núna. Af nógu er alltaf að taka því samtíminn hefur alltaf verið blindur eins og réttvísi hvers tíma. Mörk hneykslunar hreyfast til eins og regnboginn ... og sá heppinn sem nær í halann á honum.

HVERJIR HNEYKSLA? Listamenn sem láta sér annt um að gera heiminn fordómalausari. Þeir sem ögra mest eru oft undan sterku og frjálsu fólki í nokkra ættliði.

Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir

FÍTONBLAÐIÐ

49


BORGARLEIKHÚSIÐ

KYNNUM NÝTT OG FERSKARA LEIKHÚS Það má segja að kynslóðaskipti hafi orðið í Borgarleikhúsinu, nýr leikhússtjóri tekinn við, nýtt fólk og breyttar áherslur. Fíton fékk það verkefni að hanna nýtt merki fyrir leikhúsið. Merkið minnir um margt á borgarísjaka á djúpfjólubláum grunni og byggir á formi Borgarleikhússins.

FÍTONBLAÐIÐ

50

Þá tók við stórt, ögrandi og skemmtilegt verkefni, Borgarleikhúsblaðið, sem kynnir leikárið ýtarlega, og í leiðinni voru hönnuð veggspjöld fyrir hverja leiksýningu. Útkoman er dramatísk, litskrúðug og fjölbreytt.


BORGARLEIKHÚSIÐ

SARAH KANE:

FÍTONBLAÐIÐ

51


AUGLÝSINGAMIÐLUN

Fórstu í viðskiptaferð sl. 12 mánuði? - Nei

Fórstu í viðskiptaferð sl. 12 mánuði? - Já

Markvisst markaðsstarf í erfiðu árferði Á þessum síðustu og kannski verstu tímum er oft talað um að kreppan umtalaða skelli harkalega á auglýsingabransanum. Sumir telja sjálfsagt að markaðsstarf og auglýsingagerð sé það fyrsta sem skera þurfi niður þegar halla fer undan fæti. Eins og margur markaðsfræðingur þekkir getur slíkt verið hið mesta óráð og röng ákvörðun í alla staði. Það er nauðsynlegt flestri starfsemi að setja fé í að upplýsa mögulega viðskiptavini um framboð vöru þeirra og þjónustu, með það að markmiði að komast yfir hjallann með auknum viðskiptum og halda þannig áfram. Um þessar mundir er markaðsfjármagn hjá mörgum þó takmarkaðra en fyrir fáeinum mánuðum. Krafan um áframhaldandi árangur er markmiðið og því er vægi hverrar ákvörðunar meira en áður. Markaðsstjórar þurfa að byggja ákvarðanir sínar á vel ígrunduðum og faglega unnum upplýsingum því sífellt meiri kröfur eru gerðar til þeirra um að réttlæta hverja krónu sem varið er í markaðsmál. Verulegur hluti fjármagns margra markaðsdeilda fer í birtingar og gerð auglýsingaefnis. Því liggur beinast við að hugleiða hvaða leiðir markaðsstjórar hafa til að taka bestu mögulega ákvörðun um birtingaleiðir til markhóps síns. Það er vel þekkt að birtingastjórar og markaðsstjórar fá stöðugt send birtingatilboð frá miðlum landsins. Þessi tilboð, eða svokallaðir pakkadílar, fela gjarnan í sér talsvert magn birtinga yfir mislangan tíma. Gefum okkur að tilboð frá sjónvarpsstöð detti inn á borð. Sé tilboðinu tekið klárar það stóran hluta þess markaðsfjár sem setja á í ákveðið vörumerki yfir nokkurra vikna tímabil. Markaðsstjórinn biður birtingaráðgjafann að fara yfir tilboðið og meta það og fer þá af stað einfalt ferli sem byggir á greiningu, hugmynd og stefnumótun. Í upphafi þarf að liggja fyrir vitneskja um mögulega notendur vöru eða þjónustu, lífsstíl þeirra og aðrar helstu breytur, s.s. lýðfræði, neyslumynstur annarrar áþekkrar vöru og almenn tækifærisgreining. Þær upplýsingar er meðal annars að finna í Neyslukönnun Gallups (NLG) þar sem fjölmargar breytur eru skoðaðar saman. Notenda- og lífsstílshópur vörunnar er skilgreindur, t.d. eftir Mínervu, en sú greining er fimmskipt; í bleikan, bláan, fjólubláan, grænFÍTONBLAÐIÐ

52

an og gráan markhóp. Sem dæmi má nefna að blái hópurinn er sá hópur sem eltir gjarnan tæknina, ferðast mikið til útlanda og velur frekar stóra og dýrari bíla. Græni hópurinn aftur á móti er umhverfisvænn, ferðast innanlands og velur hagkvæma og ódýra bíla. Næst er að gera sér grein fyrir hvernig keppinautarnir haga sínum markaðsmálum. Til þess er stuðst við Auglýsingamarkaðinn sem er gagnagrunnur sem Capacent Gallup uppfærir reglulega og Auglýsingamiðlun kaupir aðgang að. Þar er að finna upplýsingar um magn birtinga fyrirtækja í dagblöðum, tímaritum og sjónvarpi. Í daglegu tali er það kallað Share of Voice (SOV). Sumar markaðsdeildir fyrirtækja hafa einnig góðan aðgang að markaðshlutdeild þeirra á markaði, Share of Market (SOM), sölutölum (Nielsen), kaupa sérkannanir frá Capacent Gallup eða hafa aðgang að gögnum annars staðar frá. Samanburður á slíkum gögnum gefur haldbærar upplýsingar um árangur markaðsstarfs viðskiptavina og keppinauta þeirra. Margir viðskiptavinir Auglýsingamiðlunar láta okkur þessi gögn í té til að komast að því hverju markaðsog birtingafé skilar raunverulega. Út frá þessum greiningum má svo skilgreina markhóp viðskiptavina þegar kemur að vali á milli mismunandi miðlategunda, og þeirra miðla sem í boði eru. Gefum okkur í dæminu hér að framan að gögnin hafi sýnt að skilgreindur markhópur séu karlmenn í bláa hópnum á aldrinum 35–55 ára, búsettir á landsbyggðinni. Helstu keppinautar hafa birt auglýsingar í sjónvarpi og dagblöðum auk þess að auka lítillega við markaðshlutdeild sína síðustu mánuði. Til að meta hvort fyrrgreint tilboð sé hagstætt fyrir viðskiptavin okkar er komið að því að greina áhorf þessarar sjónvarpsstöðvar út frá markhópnum. Nýlega tók Capacent Gallup upp nýjar mælingar, svonefndar PPM mælingar en þær hafa gefið mjög góða raun fyrir birtingastofur og viðskiptavini þeirra. Niðurstöður mælinganna eru fengnar úr kerfinu Infosys sem veitir upplýsingar um áhorf aðeins nokkra daga aftur í tímann. En aftur til tilboðsins hér á undan. Þegar magn birtinga, tímasetningar og áætlað framtíðaráhorf er skoðað kemur í ljós að aðeins helmingur markhópsins horfir á sjónvarpsstöðina í viku

hverri. Tilboðið hljóðar upp á birtingar í nokkrar vikur, svo þegar tímabilinu er lokið má ætla að viðskiptavininum muni aðeins hafa tekist að sýna rúmum helmingi markhópsins auglýsinguna og náð þannig hlutfallslega of mikilli tíðni, á meðan hinn helmingur hópsins hafi mjög sjaldan eða aldrei séð auglýsinguna. Líklegt er að margir aðrir hafi einnig séð auglýsinguna, hópur sem er ekki talinn líklegur sem notandi eða kaupandi vörunnar. Niðurstaðan væri því líklegast sú að dekkun markhópsins sé það takmörkuð að viðskiptavininum er ráðlagt að gera ekki samning við sjónvarpsstöðina á þessum forsendum. Það breytir þó ekki því að nefndur „pakkadíll“ getur hentað afar vel einhverjum öðrum markhópi og vörumerki og verið gulls ígildi fyrir aðra. Það virðist einkenna þetta árferði að ákvarðanir eru ekki teknar á jafn miklum hraða og oft áður, frekari upplýsinga er leitað áður en endanleg ákvörðun er tekin og því má segja að mikilvægi faglegra og vel upplýstra ákvarðana sé að aukast. Hlutverk birtingastofa er að greina upplýsingar og veita faglega ráðgjöf byggða á bestu fáanlegu upplýsingum hverju sinni. Það er þjónusta sem viðskiptavinir eru farnir að nýta í auknum mæli. Ef afleiðingar þrenginga á markaði leiða til markvissara markaðsstarfs þá má segja að slíkir tímar séu kærkomnir fyrir alla sem hlut eiga að máli.

Bryndís Björnsdóttir birtingaráðgjafi, Auglýsingamiðlun


HUGLEIKUR

HUGLEIKur Hvað má og hvað ekki? Er allt leyfilegt? Allt er leyfilegt, svo lengi sem maður gerir það smekklega. Eins undarlega og það hljómar. Þú getur skrifað grínsöngleik um barnamorð, en það verður að koma frá réttum stað. Annars verður það smekklaust.

Hvað ákvarðar hvar mörkin liggja? Samviskan ákvarðar hvar mörkin liggja hjá mér. En opinberlega hafa mörkin eitthvað með tíðarandann að gera. Margt má í dag sem ekki mátti í gær. Ég hugsa að jakkaklæddir menn í myrku neðanjarðarbyrgi stjórni þessu öllu.

Er það hlutverk listamanna að vera sífellt að dansa á mörkum hins leyfilega – færa til mörkin? Já. Það er hlutverk þeirra sem taka það að sér. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf heillast af þessum mörkum. En þau eru afar óljós. Hluti af skemmtuninni er óvissan um hvort þetta má eða ekki.

Verður þú einhverntíma verulega hneykslaður sjálfur? Já. Oft. Heimsfréttir, stjórnmál, auglýsingar og sjónvarpsþættir hneyksla mig daglega. Jay Leno hneykslar mig til dæmis reglulega. En það er margt gott þarna inn á milli og þess vegna lætur maður sig hafa þetta.

Manstu eftir einhverjum skemmtilegum skandölum eða einhverju einstöku sem varð til þess að mörk færðust til eða máðust út? Ég held að kynlífshneyksli Clintons hafi valdið smá færslu á mörkunum. Sérstaklega hvað alls kyns afþreyingarmenningu varðar. Ef forsetinn má vera dónó, þá mega allir vera dónó. Fyrir hneykslið voru Titanic og Celine Dion vinsælust. Eftir hneykslið var það Something about Mary og Eminem.

Telur þú þig hafa einhverjar siðferðilegar skyldur gagnvart lesendum þínum og áhorfendum? Í raun afsala ég mér allri ábyrgð um leið og ég skila einhverju af mér. Ég er viss um að bækurnar mínar eyðileggi engin líf. Bækur drepa ekki fólk. Fólk drepur fólk.

Hvernig líður þér þegar fólk reiðist eða hneykslast á verkum þínum? Svona í einlægni. Mér finnst það bara allt í lagi. Ég hef engar sterkar tilfinningar hvað það varðar. Ef eitthvað er, þá finn ég fyrir meiri pressu þegar fólk er yfir sig hrifið. Ef fólk móðgast þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt. Myndlist snýst um að kalla fram tilfinningar. Annars heyri ég afar sjaldan af neikvæðum viðbrögðum.

Eru einhver mörk sem þú myndir vilja sjá farið yfir, eða jafnvel þurrkast alveg út? Nýlega voru nokkrir brandarar ritskoðaðir hjá breska útgefandanum mínum. Brandarar sem gætu hugsanlega móðgað McDonalds, vísindakirkjuna og múslima voru teknir út, til að forðast lögsóknir og annað vesen. Mér finnst ekki að neinn ætti að hafa slík völd, sama hversu mörgum lögfræðingum eða sprengjum hann býr yfir.

Væri eitthvað spennandi ef allt væri leyfilegt – myndi ekki bara öll dramatík hverfa úr heiminum? Jú, reglur eru víst til að sveigja þær. Það væri ekkert gaman ef allt mætti.

Hvert er að þínu mati hneyksli a) ársins? Ísbirnirnir. Þeir hefðu átt að ná þeim lifandi og láta þá svo berjast í beinni útsendingu og selja miða. b) 21. aldarinnar? Þeir gerðu aldrei framhald af Dude, where’s my car? Hún átti að heita Serously, dude, where’s my car! en svo byrjaði Ashton með Demi og varð allt í einu of góður fyrir grasmyndir. c) 20. aldarinnar? Lendingin á tunglinu sem var augljóslega sviðsett.

Hefur þér einhvern tíma fundist þú fara yfir strikið? Það eru einn eða tveir brandarar eftir mig sem mér finnst aðeins of myrkir í dag. En þeir eru þarna úti og það er ekkert sem ég get gert við því.

d) mannkynssögunnar? Þegar stórt er spurt … háa fimman. Hvernig í andskotanum varð háa fimman svona vinsælt fyrirbæri?

FÍTONBLAÐIÐ

53


MIÐSTRÆTI

VIÐ SETJUM PUNKTA YFIR I Muna ekki allir eftir BT músinni? Þess­ ari gulu sem hefur verið í aðalhlutverki í BT auglýsingum undanfarin ár? Þessi mús fæddist í fyrirtæki sem heitir Mið­ stræti. Fyrirtækið flutti nýlega í Garða­ stræti 38 og okkur í Fíton langaði að frétta aðeins af því hvað nýju nágrann­ arnir væru að bauka. Stefán Sigurjóns­ son, framkvæmdastjóri, svalaði forvitni okkar fúslega.

Hvað gerir Miðstræti? Við erum einhvers konar hugverkasmiðja einhvers staðar á milli þess að vera kvikmyndagerð og auglýsingastofa. Bregðum okkur reyndar stundum í líki auglýsingastofu fyrir einstaka viðskiptavin sem þarf á því að halda í smáum stíl. Við störfum mest með auglýsingastofum. Við búum yfir sérhæfðri kunnáttu og færni sem ekki er endilega á færi auglýsingastofa að hafa innanborðs hjá sér, þó þess séu eflaust einhver dæmi.

Hvað gerir „hreyfigrafík“ góða? Það er heilmikil kúnst að hreyfa grafík og sérstaklega persónu á sannfærandi hátt þannig að áhorfandinn trúi því að hún sé „lifandi“. Ég hef séð ótal illa gerða hluti, ekki síst í fjölda starfsumsókna, það kunna margir að „anímeita“ illa. Það er ekki nóg að kunna á þrívíddarforrit. Við það þarf að bætast skilningur á því hvernig fígúrur hreyfast og næmi fyrir því hvernig augað skynjar hreyfingar. Því til viðbótar kemur svo auðvitað myndlistin sjálf ... allt þarf þetta að vinna saman.

FÍTONBLAÐIÐ

54

Vinnið þið eingöngu fyrir sjónvarp eða netmiðla?

Hvernig skiptið þið með ykkur verkum?

Nei reyndar ekki. Það getur verið töluverð hagræðing í þvi að teikna vöru í þrívídd. Þá er hægt að matreiða hana frá ýmsum sjónarhornum án þess að leggja út í myndatöku fyrir hvert skipti. Slíkar myndir nýtast jafnt í prent og hreyfigrafík. Við matreiðum efni eftir óskum hvers og eins og höfum t.d. gert flugvél í þrívídd fyrir flugfélag. Þá er hægt að nýta hana í sjónvarpsauglýsingu, láta hana fljúga yfir París, láta Eiffelturninn speglast í skrokknum, flugfreyju skjótast út um stélið...hugmyndaflugið eru einu mörkin. En mörg verkefna okkar t.d. í sjónvarpsauglýsingum mætti ef til bara kalla punktinn yfir i-ið, hreyfing í lokaskilti eða snúningur á hlut í mynd svo dæmi sé nefnt. Eins gerum við mikið af vefborðum. Við unnum t.d. verkefni með Sterling þar sem „animation“ kom mikið við sögu snemma á árinu. Þá unnum við með leikstjóra og reyndum að útfæra hans hugmyndir eftir bestu getu.

Þegar verkefni kemur inn fer það í hugmyndaferli hjá okkur öllum. Við förum yfir þetta allt saman og spjöllum um hvernig við getum unnið verkið. Ennþá erum við svo fáir að allir taka þátt í umræðuferlinu og síðan skiptum við með okkur verkum eftir styrkleikum hvers og eins.

Hvernig fólk starfar hjá Miðstræti ? Við erum með hinar ýmsu gráður, diplómur og lífsreynslu. Það er óhætt að segja að hópurinn sé vel valinn, allir eru litlir snillingar á sínu sviði og saman sköpum við sterka heild.

Hvernig er andinn í svona fyrirtæki? Eruð þið tölvunördar? Já, ætli það ekki. Hér vinna menn við tölvur og leika sér á tölvum og njóta lífsins í botn. midstraeti.is


MIÐSTRÆTI

FÍTONBLAÐIÐ

55


þar sem tryggingar snúast um fólk

GEFÐU ÞÉR TÍMA MEÐVÍS Það er órjúfanlegur þáttur í starfsemi tryggingafélaga að vinna að því að fækka slysum. Í ár ákváðu stjórnendur VÍS að leggja sérstaka áherslu á að hvetja fólk til að flýta sér hægt í umferðinni. Rannsóknir sýna að flest slys og tjón verða á annatímum þegar fólk hefur mörgum skyldum að gegna og ætlar sér jafnvel um of. Lagt var upp í stóra

herferð undir kjörorðinu „Gefðu þér tíma“ í sjónvarpi, blöðum og umhverfisgrafík til að undirstrika hversu hættulegt stressið og kæruleysið getur verið. Í öðru markaðsefni VÍS var brugðið á leik með líflegum myndum sem Signý Kolbeinsdóttir, hönnuður, teiknaði fyrir okkur.

VÍS styður íslenskt menningarlíf

Til hamingju með daginn, sjómenn!

F í t o n / S Í A

F í t o n / S Í A

F í t o n / S Í A

F Plús fjölskyldutryggingar í öllum regnbogans litum!

Þar sem tryggingar snúast um fólk

Þar sem tryggingar snúast um fólk Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is

FÍTONBLAÐIÐ

56

Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is

Þar sem tryggingar snúast um fólk Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is


SJĂ LFBOĂ?ALIĂ?AR RAUĂ?A KROSS Ă?SLANDS

}ĂŠiÀÊ?ĂŠÂŽ>vˆ Â‰ĂŠĂŒÂ‰ĂƒÂŽĂ•Â˜Â˜Âˆ

}ĂŠiÀʉÊ>ĂŒÂ…Ă›>Ă€vÂˆĂŠvĂžĂ€ÂˆĂ€ĂŠ vÂ?Â?ŽÊ“isĂŠ}isĂ€>ĂƒÂŽ>Â˜ÂˆĂ€

„Vinnan er skemmtileg, gott aĂ° lĂĄta gott af sĂŠr leiĂ°a, og Ăžetta er kjĂśriĂ° tĂŚkifĂŚri til aĂ° vera Ă­ kringum fĂłlk Þó maĂ°ur sĂŠ ekki lengur ĂĄ vinnumarkaĂ°inum.“ Anna Lilja Kvaran, 72 ĂĄra RĂşmlega 200 sjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar starfa viĂ° fataverkefni RauĂ°a krossins: AfgreiĂ°slu, flokkun, Ăşthlutun fatnaĂ°ar og hleĂ°slu gĂĄma.

I am a volu

SjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar RauĂ°a krossins vinna Ăłmetanlegt starf sem miĂ°ar aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° rjĂşfa fĂŠlagslega einangrun, mĂŚta neyĂ° og aĂ°stoĂ°a Þå sem eru hjĂĄlparĂžurfi af einhverjum orsĂśkum. Þú getur gerst sjĂĄlfboĂ°aliĂ°i, eĂ°a lagt okkur liĂ° ĂĄ annan hĂĄtt, Ă­ starfi sem leitast viĂ° aĂ° auka mannúð og bĂŚta samfĂŠlag okkar.

Verkefnin eru gefandi, fjĂślbreytt og óÞrjĂłtandi – vertu meĂ°!

Jestem wolon

kostar birtingu auglýsingarinnar

er styrktaraĂ°ili ĂĄtaksins

SĂ­mi 570 4000 t www.raudikrossinn.is

}ĂŠiÀÊ?ĂŠ`Ă›>Â?>À…iˆ“ˆÂ?ˆ

I am a volunteer

FĂ­ton/SĂ?A

FI023269

LjĂłsmynd: Spessi

„Mig langaĂ°i aĂ° takast ĂĄ viĂ° eitthvaĂ° nĂ˝tt, ÜðruvĂ­si og Ăśgrandi. Ăžetta gefur mĂŠr lĂ­ka tĂŚkifĂŚri til aĂ° lĂŚra Ă­slensku og kynnast menningunni.“ Daniel NĂŠmeth, 21 ĂĄrs RĂşmlega 100 sjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar starfa Ă­ sjĂś athvĂśrfum fyrir fĂłlk meĂ° geĂ°raskanir vĂ­Ă°a um land. kostar birtingu auglĂ˝singarinnar

er styrktaraĂ°ili ĂĄtaksins

SjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar RauĂ°a krossins vinna Ăłmetanlegt starf sem miĂ°ar aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° rjĂşfa fĂŠlagslega einangrun, mĂŚta neyĂ° og aĂ°stoĂ°a Þå sem eru hjĂĄlparĂžurfi af einhverjum orsĂśkum. Þú getur gerst sjĂĄlfboĂ°aliĂ°i, eĂ°a lagt okkur liĂ° ĂĄ annan hĂĄtt, Ă­ starfi sem leitast viĂ° aĂ° auka mannúð og bĂŚta samfĂŠlag okkar.

Verkefnin eru gefandi, fjĂślbreytt og óÞrjĂłtandi – vertu meĂ°! „Ég gerĂ°ist sjĂĄlfboĂ°aliĂ°i til Ăžess aĂ° vinna gefandi vinnu meĂ° fĂłlki Ăşr Ăśllum stigum samfĂŠlagsins. SjĂĄlfboĂ°astarfiĂ° er bĂŚĂ°i Kamilla GuĂ°mundsdĂłttir, 26 ĂĄra frĂŚĂ°andi og skemmtilegt.“

Jestem wolontariuszem

SĂ­mi 570 4000 t www.raudikrossinn.is

Rúmlega 300 sjålfboðaliðar starfa sem heimsóknavinir, å dvalarheimilum, sambýlum, sjúkrahúsum, fangelsum og einkaheimilum.

I am a volunteer

SjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar RauĂ°a krossins vinna Ăłmetanlegt starf sem miĂ°ar aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° rjĂşfa fĂŠlagslega einangrun, mĂŚta neyĂ° og aĂ°stoĂ°a Þå sem eru hjĂĄlparĂžurfi af einhverjum orsĂśkum. Þú getur gerst sjĂĄlfboĂ°aliĂ°i, eĂ°a lagt okkur liĂ° ĂĄ annan hĂĄtt, Ă­ starfi sem leitast viĂ° aĂ° auka mannúð og bĂŚta samfĂŠlag okkar.

Verkefnin eru gefandi, fjĂślbreytt og óÞrjĂłtandi – vertu meĂ°!

Jestem wolontariuszem

kostar birtingu auglýsingarinnar

er styrktaraĂ°ili ĂĄtaksins

SĂ­mi 570 4000 t www.raudikrossinn.is

}ĂŠiÀʉ Ă•Â˜}Â?ˆ˜}>Ă›ÂˆÂ˜Â˜Ă•

}ĂŠiĂ€ĂŠÂ“ÂˆÂŽÂˆs Â‰ĂŠĂƒÂ‰Â“>Â˜Ă•Â“

}ĂŠiÀʉ >ĂŒÂ…Ă›>Ă€vÂˆĂŠvĂžĂ€ÂˆĂ€ĂŠ Â…iˆ“ˆÂ?ÂˆĂƒÂ?>Ă•Ăƒ>Ă€ ÂŽÂœÂ˜Ă•Ă€

Viltu gerast sjĂĄlfboĂ°aliĂ°i?

I am a volunteer

„ÞaĂ° er ĂĄhugavert og gefandi aĂ° fĂĄ aĂ° taka Þått Ă­ starfi RauĂ°a krossins fyrir unga innflytjendur frĂĄ mĂśrgum SigrĂ­Ă°ur PĂĄlsdĂłttir, 82 ĂĄra fjarlĂŚgum lĂśndum.“ RĂşmlega 200 sjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar, ungir og aldnir, taka Þått Ă­ ungmennastarfi RauĂ°a krossins.

SjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar RauĂ°a krossins vinna Ăłmetanlegt starf sem miĂ°ar aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° rjĂşfa fĂŠlagslega einangrun, mĂŚta neyĂ° og aĂ°stoĂ°a Þå sem eru hjĂĄlparĂžurfi af einhverjum orsĂśkum. Þú getur gerst sjĂĄlfboĂ°aliĂ°i, eĂ°a lagt okkur liĂ° ĂĄ annan hĂĄtt, Ă­ starfi sem leitast viĂ° aĂ° auka mannúð og bĂŚta samfĂŠlag okkar.

Verkefnin eru gefandi, fjĂślbreytt og óÞrjĂłtandi – vertu meĂ°!

„Ég er sjĂĄlfboĂ°aliĂ°i vegna Ăžess aĂ° ĂŠg hef mjĂśg gaman af ĂžvĂ­ og lĂŚri mikiĂ° af ĂžvĂ­. ĂžaĂ° er auk Ăžess gott aĂ° MĂĄni Atlason, 22 ĂĄra gera gagn.“ RĂşmlega 100 sjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar sjĂĄ um sĂ­msvĂśrun HjĂĄlparsĂ­ma RauĂ°a krossins 1717 sem er opinn allan sĂłlarhringinn.

SjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar RauĂ°a krossins vinna Ăłmetanlegt starf sem miĂ°ar aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° rjĂşfa fĂŠlagslega einangrun, mĂŚta neyĂ° og aĂ°stoĂ°a Þå sem eru hjĂĄlparĂžurfi af einhverjum orsĂśkum. Þú getur gerst sjĂĄlfboĂ°aliĂ°i, eĂ°a lagt okkur liĂ° ĂĄ annan hĂĄtt, Ă­ starfi sem leitast viĂ° aĂ° auka mannúð og bĂŚta samfĂŠlag okkar.

Flestir tengja Rauða kross �slands við alÞjóðlega hjålparstarfsemi en tilfellið er að stÌrsti hluti starfsins er sjålfboðavinna til aðstoðar Þeim sem eru hjålparÞurfi hÊr innanlands. à takinu var Ìtlað að hvetja fólk til að gerast sjålfboðaliðar eða styðja Rauða krossinn å annan hått. I am a volunteer

„Mig langaĂ°i aĂ° kynnast starfi RauĂ°a krossins betur. Konukot er eĂ°alkot sem veitir mikilvĂŚga ĂžjĂłnustu.“ Ugla EgilsdĂłttir, 21 ĂĄrs RĂşmlega 30 sjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar starfa Ă­ Konukoti sem er nĂŚturathvarf fyrir konur Ă­ ReykjavĂ­k sem eiga hvergi hĂśfĂ°i sĂ­nu aĂ° halla. kostar birtingu auglĂ˝singarinnar

er styrktaraĂ°ili ĂĄtaksins

SjĂĄlfboĂ°aliĂ°ar RauĂ°a krossins vinna Ăłmetanlegt starf sem miĂ°ar aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° rjĂşfa fĂŠlagslega einangrun, mĂŚta neyĂ° og aĂ°stoĂ°a Þå sem eru hjĂĄlparĂžurfi af einhverjum orsĂśkum. Þú getur gerst sjĂĄlfboĂ°aliĂ°i, eĂ°a lagt okkur liĂ° ĂĄ annan hĂĄtt, Ă­ starfi sem leitast viĂ° aĂ° auka mannúð og bĂŚta samfĂŠlag okkar.

Jestem wolontariuszem

� auglýsingunum sýndum við stolta og ånÌgða sjålfboða­liða að stÜrfum å mismunandi stÜðum með tvírÌðum fyrirsÜgnum sem vÜktu fólk til umhugsunar. Herferðin vakti mikla athygli å innanlandsstarfi Rauða krossins og skilaði fjÜlmÜrgum nýjum sjålfboðaliðum. Spessi tók ljósmyndirnar í herferðinni.

Verkefnin eru gefandi, fjĂślbreytt og óÞrjĂłtandi – vertu meĂ°!

Jestem wolontariuszem

I am a volunteer

Verkefnin eru gefandi, fjĂślbreytt og óÞrjĂłtandi – vertu meĂ°!

Jestem wolontariuszem

SĂ­mi 570 4000 t www.raudikrossinn.is

FĂ?TONBLAĂ?IĂ?

57


365

Blaðberinn minn kemur oft með mér í bíltúr

Blaðberinn minn hjálpar mér að taka til

F í t o n / S Í A

Blaðberanum verður dreift um helgina í Kringlunni, Smáralind, Hagkaupum Eiðistorgi, Bónus Holtagörðum og Fiskislóð. Föstudagur: 16.30–19.00 Laugardagur: 11.00–18.00 Hægt verður að nálgast töskurnar í Skaftahlíð 24 virka daga frá 08.00–17.00

Núna er ekkert mál að endurvinna! Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír.

Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað.

F í t o n / S Í A

Blaðberanum verður dreift um helgina í Kringlunni, Smáralind, Hagkaupum Eiðistorgi, Bónus Holtagörðum og Fiskislóð. Föstudagur: 16.30–19.00 Laugardagur: 11.00–18.00 Hægt verður að nálgast töskurnar í Skaftahlíð 24 virka daga frá 08.00–17.00

Blaðberinn...

...góðar fréttir fyrir umhverfið ..

Blaðberinn minn fer með mér í Sorpu

Núna er ekkert mál að endurvinna!

Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað.

Blaðberanum verður dreift um helgina í Kringlunni, Smáralind, Hagkaupum Eiðistorgi, Bónus Holtagörðum og Fiskislóð. Föstudagur: 16.30–19.00 Laugardagur: 11.00–18.00 Hægt verður að nálgast töskurnar í Skaftahlíð 24 virka daga frá 08.00–17.00

F í t o n / S Í A

Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír.

Núna er ekkert mál að endurvinna!

Blaðberinn...

Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír.

...góðar fréttir fyrir umhverfið ..

Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað.

Blaðberinn...

...góðar fréttir fyrir umhverfið ..

BLAÐBERINN OKKAR Fréttablaðið átti sterkt útspil í umræður um umhverfisvernd og endurvinnslu á árinu. Framleiddar voru 30 þúsund töskur fyrir dagblöð, fjölpóst og annan pappír sem fellur til á heimilum til að auðvelda og einfalda endurvinnslu og var þeim dreift ókeypis. Taskan, sem fékk nafnið Blaðberinn, er hönnuð af Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönnuði en Fíton fékk það verkefni að kynna átakið. Þjóðþekkt fólk var fengið með í leikinn og fyrstu töskunum var dreift á mótum Austurstrætis og Pósthússtrætis, frægasta blaðsölustað landsins. Árangurinn var framar öllum vonum. Blaðberinn „seldist“ upp á skömmum tíma og þurfti að panta nýja gámafylli til landsins.

Endurvinnum – umhverfisins vegna

Blaðberinn minn hjálpar mér að hjálpa umhverfinu

Blaðberanum verður dreift um helgina í Kringlunni, Smáralind, Hagkaupum Eiðistorgi, Bónus Holtagörðum og Fiskislóð. Föstudagur: 16.30–19.00 Laugardagur: 11.00–18.00 Hægt verður að nálgast töskurnar í Skaftahlíð 24 virka daga frá 08.00–17.00

Núna er ekkert mál að endurvinna!

Núna er ekkert mál að endurvinna!

Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír.

Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað.

FÍTONBLAÐIÐ

58

Blaðberanum verður dreift um helgina í Kringlunni, Smáralind, Hagkaupum Eiðistorgi, Bónus Holtagörðum og Fiskislóð. Föstudagur: 16.30–19.00 Laugardagur: 11.00–18.00 Hægt verður að nálgast töskurnar í Skaftahlíð 24 virka daga frá 08.00–17.00

Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír.

Blaðberinn...

...góðar fréttir fyrir umhverfið ..

Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað.

Blaðberinn...

...góðar fréttir fyrir umhverfið ..



Fáðu það á hverjum degi

Kynntu þér fjölbreyttar áskriftarleiðir Morgunblaðsins Farðu inn á mbl.is/askrift og skráðu þig skuldbindingalaust í fría prufuáskrift að Morgunblaðinu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.