Fítonbladid 2002

Page 1



FI004781 Við sem vinn­um við að fá hug­mynd­ir og skapa ímynd fyr­ir fyr­ir­tæki og vör­ur, fáum oft alls kyns hug­mynd­ir sem ekki eru nýtt­ar en gam­an væri að fram­kvæma. Sjald­an gefst tíma til að vinna þær áfram og gera eitt­hvað frá eig­in brjósti. Þess vegna ákváð­um við að gefa út blað til að búa til vett­ vang fyr­ir þess­ar hug­mynd­ir. Í blað­inu kynn­um við her­ferð­ir sem hafa ver­ið unn­ar á Fít­on, þar er þema­verk­efni unn­ið af starfs­fólki stof­unn­ar og mis­al­var­leg­ar grein­ar um fag­ið. Einnig ætl­um við að kynna ein­stak­linga sem við erum að vinna með s.s. ljós­mynd­ara og leik­stjóra auk þess að taka við­töl við skap­andi Ís­lend­inga sem starfa er­lend­is. Blað­inu er ætl­að að kynna Fít­on en um leið auka um­ræðu um aug­ lýs­inga­fag­ið. Við von­um að það nái að verða vett­vang­ur skoð­ana­skipta og efli ímynd aug­lýs­inga­geirans í heild. Á Fít­on starfar 20 manna sterk­ur hóp­ur hug­mynda-, hönn­ un­ar- og mark­aðs­fólks með mik­inn fag­leg­an metn­að og fram­sýni. Við leggj­um áherslu á að vinna náið með við­ skipta­vin­um okk­ar og þannig finna bein­skeytt­ar og áhrifa­ rík­ar lausn­ir í mark­aðs­mál­um svo aug­lýs­inga­fé þeirra nýt­ist sem best. Við lít­um á okk­ur sem fram­leng­ingu á mark­aðs­ Útgefandi: Fíton auglýsingastofa Ritstjórn og hönnun útlits: Fíton Aðrir höfundar efnis: Þorsteinn Guðmundsson

deild­um þeirra fyr­ir­tækja sem við störf­um með. Hönn­un og fram­setn­ing kynn­ing­ar­efn­is þarf að byggj­ast á mark­aðs­leg­um gögn­um. Með ná­inni sam­vinnu við við­ skipta­vin­inn og rann­sókn­um á mark­aðs­legu um­hverfi get­ur

Ábyrgðarmaður: Þormóður Jónsson

Fít­on innt af hendi öfl­uga og mark­vissa vinnu. Við leggj­um

Forsíða: Fíton

áherslu á að nýta þau gögn sem til eru auk þess að afla frek­ari gagna eft­ir því sem við á.

Ljósmyndir: Ýmsir ljósmyndarar Umbrot: Fíton

Á Fít­on fylgjumst við vel með straum­um og stefn­um í hönnun og aug­lýs­inga­mál­um en þarf­ir við­skipta­vin­ar­ins, ný­sköp­un og

Pappír: 150 g ikono silk matt / 250 g ikono silk matt í kápu Letur: Akzidenz Grotesk

fram­sýni er þó ávallt leið­ar­ljós okk­ar. Á Fít­on er veitt öll þjón­ usta á sviði aug­lýs­inga­gerð­ar; áætl­ana­gerð, mark­aðs­ráð­gjöf, rann­sókn­ar­vinna, hug­mynda­vinna, hönn­un og fram­leiðsla.

Prentun og frágangur: Litróf

Fíton


Þessi þró­un hef­ur leitt til mark­viss­ari vinnu­bragða við gerð birt­inga­á­ætl­ana og skipu­lagð­ari aug­lýs­inga­her­ferða en áður, hvort sem er á sviði „media plann­ing“ eða „media bu­y­ing“. Einnig hef­ ur þetta leitt til þess að birt­inga­fræð­in hafa öðl­ast auk­inn sess í hug­um aug­lýsenda, aug­lýs­inga­stofa, og ekki síst með­al miðl­anna. Í kjöl­far mik­illa um­ræðna um birt­inga­mál hef­ur átt sér stað svip­uð þró­un hér­lend­is. Hags­mun­ir aug­lýsenda Áætla má að birt­inga­velta SÍA stof­anna ein­göngu á þessu ári verði um 2,5–3,0 millj­arð­ar, og aug­ljóst að miklu máli skipt­ir að nýta þetta fé á besta, hag­kvæm­asta og ár­ang­urs­rík­asta hátt sem völ er á. Hag­ur aug­lýsand­ans af sér­hæfð­um birt­inga­hús­um er aug­ljós, því hann nýt­ur þess að fá fag­lega unn­ar birt­inga­á­ætl­an­ir sem skila hon­um meiri ár­angri en ella, og á hag­stæð­ari verði. Gera má ráð fyr­ir að á næst­unni muni fleiri og fleiri aug­lýsend­ur kjósa að leita til fyr­ir­tækja á borð við Aug­lýs­inga­miðl­un til að fá fag­legri birt­inga­ ráð­gjöf og lækka birt­inga­kostn­að sinn. Öfl­ug­ur liðs­mað­ur við­skipta­vina og aug­lýs­inga­stofa Aug­lýs­inga­miðl­un hef­ur á að skipa öfl­ug­um og sam­hent­um hópi starfs­fólks með mikla reynslu og þekk­ingu á sviði birt­inga­mála. Fyr­ir­ tæk­ið er kaup­andi að þeim fjöl­miðla- og neyslukönn­un­um sem gerð­ ar eru hér á landi. Það býr yfir sér­hæfð­um for­rit­um og þekk­ingu til úr­vinnslu gagna auk þess sem AM að­stoð­ar við öfl­un frek­ari gagna. Gott sam­starf við aug­lýs­inga­stof­urn­ar er lyk­ill að ár­ang­urs­ríkri birt­inga­stefnu og því hef­ur ver­ið lögð mik­il áhersla á reglu­lega sam­ráðs­fundi með við­skipta­vin­um og við­skipta­stjór­um stof­anna. Það er afar áríð­andi að allt aug­lýs­inga- og mark­aðs­starf fyr­ir­tækja hald­ist í hend­ur og að sam­ræmi sé milli allra þátta, hvort sem það er hönn­un, fram­leiðsla, gerð aug­lýs­inga, mark­aðs­stefna, eða birt­ inga­stefna í miðl­un­um. Birt­inga­stjór­ar Aug­lýs­inga­miðl­un­ar eru fjöl­miðla- og mark­aðs­ráð­ gjaf­ar fyr­ir við­skipta­vin­ina. Gerð birt­inga­á­ætl­ana, upp­lýs­inga­miðl­un, úr­vinnsla kann­ana og mark­aðs­rann­sókna er helsta við­fangs­efn­ið. þeir eru í beinu og dag­legu sam­bandi við starfs­menn miðl­anna, eru stöðugt á varð­bergi þeg­ar kem­ur að nýj­ung­um og fylgj­ast grannt með til­boð­um. Metn­að­ur Aug­lýs­inga­miðl­un­ar er að veita við­skipta­ vin­um sín­um metn­að­ar­fulla og fag­lega þjón­ustu og um leið tryggja þeim ár­ang­urs­ríka og hag­stæða nýt­ingu á aug­lýs­inga­fé sínu. CMYK Auglýsingamiðlun

25C 100Y

100C 60M 30K

Aug­lýs­inga­miðl­un ann­ast birt­inga­þjón­ustu fyr­ir fjöl­marg­ar aðr­

var stofn­uð árið 2001 sem birt­inga­fé­lag þriggja aug­lýs­inga­stofa

ar aug­lýs­inga­stof­ur og fyr­ir­tæki en eig­end­ur sína, Fít­on og ABX,

þar á meðal Fít­ons. Um síð­ustu ára­mót var ákveð­ið að auka sjálf­

sem end­ur­spegl­ar sjálf­stæði Aug­lýs­inga­miðl­un­ar í dag­legu starfi.

stæði fyr­ir­tæk­is­ins með því að flytja starf­sem­ina í sér hús­næði og ráða fram­kvæmda­stjóra. Hjá fé­lag­inu starfa nú fimm manns.

Starfs­menn Starfs­menn Aug­lýs­inga­miðl­un­ar eru, Elín Helga Svein­björns­dótt­

Þróun birtingamála

ir, Elín Lára Jóns­dótt­ir, Rúna Dögg Cor­tez, Þór­dís Jóns­dótt­ir, og

Í þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur helst sam­an við hafa ver­ið

Magn­ús Bjarni Bald­urs­son er fram­kvæmda­stjóri, en hann starf­aði

starf­andi fyr­ir­tæki á borð við Aug­lýs­inga­miðl­un um all­langt skeið.

áður hjá Pricewa­ter­hou­seCoopers og stýrði þar rann­sókn­ar­deild­

Má í því sam­bandi benda á fyr­ir­tæki eins og Medi­a­ed­ge/CIA,

inni ásamt því að hafa ver­ið stunda­kenn­ari við HÍ til margra ára,

Minds­hare, og Zenith svo fá­ein séu nefnd. þau sinna ým­ist birt­inga­

m.a. í rann­sókn­ar­að­ferð­um.

PA N T O N E

382 C

294 C

þjón­ustu með áherslu á fag­mennsku (media plann­ing), um kaup á aug­lýs­inga­tíma- og plássi (media bu­y­ing) eða hvoru tveggja.

Auglýsingamiðlun

B/W

100K

Auglýsingamiðlun er birtingaþjónustufyrirtæki í eigu Fítons og ABX.


Búnaðarbankinn

Námsmannalínan

Her­ferð unnin fyr­ir Náms­manna­línu Bún­aðar­bank­ans. Mark­mið her­ferð­ar­inn­ar var að ná at­hygli þeirra sem eru að hefja nám og kynna þeim þjón­ustu Náms­manna­lín­unn­ar.


Námsmannalínan


Námsmannalínan haust 2002 Í haust unn­um við her­ferð fyr­ir Náms­manna­línu Bún­að­ar­ bank­ans. Mark­mið her­ferð­ar­inn­ar var að ná at­hygli þeirra sem eru að hefja nám og kynna þeim þjón­ustu Náms­ manna­lín­unn­ar. Henni var einnig ætl­að að styrkja ímynd þjón­ust­unn­ar. Nám er vinna er slag­orð sem við höf­um unn­ið út frá und­an­ far­in ár fyr­ir Náms­manna­lín­una. Að þessu sinni var far­in sú leið að leika með ákveðna tví­ræðni í fyr­ir­sögn­um en mynd­irn­ar sýna fólk sem við fyrstu sýn virð­ist vera að leika sér og slæp­ast en við nán­ari skoð­un þá eru þetta harð­dug­leg­ir náms­menn að sinna nám­inu. Ákveð­ið var að birta her­ferð­ina að­al­lega í dag­blöð­um, tíma­rit­um og skóla­blöð­um þannig að hún byggð­ist fyrst og fremst á ljós­mynd­um sem Börk­ur Sig­þórs­son ljós­ mynd­ari tók, stílisti var Hrafn­hild­ur Hólm­geirs­dótt­ir.

Námsmannalínan


Ég er Guð ... munds­son

Ég var einn af þess­um venju­legu mönn­um sem eng­inn hef­ur í raun og veru áhuga á. Þeg­ar stríp­ur komust í tísku þá fylgdi ég með og þeg­ar ég var í mennta­skóla ef­að­ist ég ekki um að kenn­ar­arn­ir hefðu rétt fyr­ir sér, að þeir væru fróð­ari og gáf­aðri en ég. Þetta breytt­ist allt eft­ir að ég lék í Tal-aug­lýs­ing­un­um. Ekki það að ég væri yfir aðra haf­inn. Ég átt­aði mig bara á því að ég er betri mað­ur en aðr­ir. Þetta byrj­aði mjög hægt. Við skrif­uð­um þess­ar aug­lýs­ing­ar sam­an, ég og Fít­on. Ég kom með hug­mynd, þeir komu með hug­ mynd. Þeir komu með hug­mynd, ég kom með hug­mynd. Án þess að hugsa um það þá taldi ég á þeim tíma að við vær­um að skrifa þetta allt sam­an, á jafn­rétt­is­grund­velli. Hví­líkt rugl. Þeg­ar kom til mín mað­ur, þar sem ég var að labba niðri í bæ og sagði mér að hann væri mjög hrif­inn af aug­lýs­ing­un­um, átt­aði ég mig á því að það gat ekki ver­ið að Fít­on hefði kom­ið svona mik­ið að þessu. Það hlaut að vera að ég hefði skrif­að þetta allt einn. Ég man hvað ég fyllt­ist miklu stolti, mig lang­aði að faðma sjálf­an mig að mér, mig lang­aði að strjúka mér öll­um og kyssa, ég fékk óstjórn­lega löng­un til þess að fara með mig heim og njóta ásta með sjálf­um mér. Í fyrsta skipti á æv­inni fannst mér ég vera ein­hvers virði. Og ekki nóg með það. Ég fór að sjá aðra í nýju ljósi. Ég keyrði um bæ­inn, fylgd­ist með fólki og án þess að ég vilji vera að dæma fólk þá gerði ég mér skyndi­lega ljóst hvað fólk er mik­ið fífl. Ég var um­kringd­um kján­um og fá­vit­um. Fjöl­skylda mín var eng­in und­an­tekn­ing. Mér fannst ég vera á milli steins og sleggju. Átti ég að af­neita fjöl­skyldu minni, selja bíl­inn og henda þeim út eða átti ég að leyfa þeim að búa hjá mér áfram eins og sníkju­dýrum? Mér þótti enn­þá vænt um þau og ég veit að þau elsk­uðu mig. Ég ákvað að leyfa þeim að vera hjá mér, þvo fæt­ur mín­ar í und­an­rennu og

ver­ið til­bú­inn til þess að gefa upp mitt hvers­dags­lega líf til þess að

njóta sam­vista við sér þroskaðri mann. Það er eng­in til­vilj­un

stjórna heim­in­um. Það var ekki minn æðsti draum­ur kannski en ég

að afi minn skírði föð­ur minn Guð­mund. Var það ekki til þess

hefði svar­að kall­inu vegna þess að ég gerði mér grein fyr­ir að það

að ég gæti sagt með góðri sam­visku að ég væri Þor­steinn

er auð­vit­að allra hag­ur að sá hæf­asti sé val­inn til for­ystu.

Guð ... munds­son. Þetta var tákn, það er ekki spurn­ing.

En það kom aldrei til þess. Fólk­ið hjá far­síma­fyr­ir­tæk­inu Tali

Það er leið­in­legt þeg­ar vel­gengni stíg­ur mönn­um til

ákvað (þetta er ótrú­legt) að hvíla ... já, ég sagði hvíla ... aug­lýs­ing­

höf­uðs. Ég ákvað að láta það ekki henda mig. Ég hélt því

arn­ar með mér. Ég ætl­aði ekki að trúa þessu fyrst þeg­ar ég heyrði

áfram að mæta á Kaffi­bar­inn og kynn­ast nýju fólki, sér­stak­

það og þeg­ar ég gerði mér grein fyr­ir að þetta væri ekki grín þá

lega út­lend­ing­um. Ég var gríð­ar­lega dug­leg­ur að halda

neydd­ist ég til þess að taka þrjár svefn­töfl­ur og tvær magnyl bara

eft­irpar­tí, þar sem ég sýndi fólki Tal her­ferð­ina á víd­eói

til þess að ná mér nið­ur. En svona var þetta. Þetta var ekki gabb.

og dró svo alla með mér í hina ýmsu sam­kvæm­is­leiki þar

Vegg­spjöld­in með mér voru tek­in nið­ur. Sjón­varps­aug­lýs­ing­arn­ar

sem verð­laun­in voru plakat með mér (gerði alltaf lukku). Ég

voru tekn­ar úr keyrslu og blaða­aug­lýs­ing­arn­ar hættu skyndi­lega

klæddi mig í bún­ing­inn og lék aug­lýs­ing­arn­ar fyr­ir fólk og

að birt­ast. Það var eins og all­ir hefðu tek­ið sig sam­an um að láta

stund­um, ef ég var í miklu stuði, þá samdi ég nýj­ar aug­lýs­

mig hverfa. Það átti að þegja mig í hel. Þetta var sam­særi sem

ing­ar fyr­ir fólk og það eru aug­lýs­ing­ar sem Fít­on kom ekki

náði langt út fyr­ir land­stein­ana, alla leið upp á topp, ég segi ekki

ná­lægt, þær voru all­ar eft­ir mig og ég var að­al­núm­er­ið,

meir. Ég reyndi að selja Sím­an­um þessa sömu hug­mynd en þeir

hvort sem mér lík­aði það bet­ur eða verr. Mér lík­aði það

höfn­uðu henni, ég sá að þeir höfðu líka náð til þeirra. Þeir voru

bara nokk­uð vel.

alls stað­ar.

Tím­inn leið og ég fann að gagn­stætt við all­ar aðr­ar aug­

En ég hef ekki gef­ist upp. Ég er bú­inn að betrekkja íbúð­ina

lýs­inga­her­ferð­ir þá var eng­inn að fá leið á mér. Þetta var

mína með mynd­um úr her­ferð­inni og nú fer ég aldrei úr bún­ingn­

her­ferð sem ég sá að átti alla mögu­leika á því að stækka

um. Ég læt senda mér mat og ég passa mig á því að tala aldrei

enda­laust, verða gló­bal og gæti með tím­an­um (ég hafði

upp­hátt. Ég veit að það er fylgst með mér, það eru marg­ir sem

samt aldrei orð á því við neinn), breyst í nokk­urs kon­ar trú­ar­

vilja stela frá mér hug­mynd­um. Sér­stak­lega Fít­on.

brögð. Hugs­aðu þér heim­inn ef það væru ekki til nein trú­ar­ brögð, það er auð­velt ef þú reyn­ir það bara. Ég hefði al­veg

Guð…mundsson

Þorsteinn Guðmundsson hefur unnið með Fíton við gerð Talfrelsisherferða.


Fíton

Nýtt Ísland

Hönnuðirnir á Fíton fengu frjálsar hendur við að hanna nýtt útlit á Ísland. Leiðarlínur voru einfaldar, Ísland þarf nýtt nafn og nýjan fána.


Er ekki kominn tími til að fáni þessa lands sé jafn stylish og elegant og íbúarnir? Svo er hann vel brúklegur sem borðdúkur þegar gesti ber að garði.

Fronce Þjóðin er með á nótunum og vaknar við Frokkland í bítið!

Landsliðið okkar er ef til vill ekki meðal þeirra bestu, en það þýðir ekki að þeir geti ekki verið svolítið burburrys og smart á vellinum. Frokkland á EM 2004!

F r o k k l a n d

Samkvæmt 6 gr. laga um þjóðsönginn frá 1983 mun ég verða látinn sæta varðhaldi fyrir þetta.

Fronska fánanefndin bara nokkuð hress með nýja fánann sinn. Sér í lagi virðist Ólafur Björnsson vera ánægður með lyktir mála.

Jari 10

Ísland hefur alltaf þótt kuldalegt og fráhrindandi nafn, enda vorum við ekki almennt orðin happening þjóð þegar það var tekið upp. Frokkland á hinn bóginn er sjarmerandi nafn og þar að auki hefur mjög svipað nafn gefist vel fyrir fleiri milljón manns í útlöndum. Og hvern dreymir ekki um að koma til Frakklands?... ég meina Frokklands!

THE LAND OF FIRE & ICE


Friðland Peaceland

Nafnið Ísland er og hefur alltaf verið ómögulegt – kuldalegt og óaðlaðandi. Hér er þörf á einhverju nýju og fersku. Nú er mjög „inn“ PANTONE® White

að vera friðarsinni og því gæti það virkað vel á markaðssetningu landsins að nefna það Friðland. Fókusgrúppur hafa jú sýnt það að friður er góður og æskilegur. Ekki skemmir fyrir að hér er enginn her. Það sem hefur verið mest í tísku undanfarin ár er eins og allir vita minimalismi. Þetta sést t.d. vel á nýjustu plötu Sigur Rósar ( ). Þess vegna ákvað ég að hafa fánann hvítan en með því undirstrikum við hreinleika lands og þjóðar. Hvíti fáninn er einnig mjög ódýr í framleiðslu þar sem ekki þarf neina liti í hann. Þjóðsöngurinn væri þá bara

Þjóðardrykkurinn

3 mínútna þögn sem gæti verið mjög dramatískt á landsleikjum í fótbolta. Einnig gætu allir lært lag og texta sem er til mikilla bóta frá því sem nú er. Hvíti fáninn er tákn fyrir uppgjöf í hernaði sem er mjög táknrænt og einkennandi fyrir hina friðelskandi þjóð. Aðallitur náttúrunnar er líka hvítur mestan hluta ársins og þjóðin er einnig fölhvít á litinn. Þjóðardrykkurinn væri þá ekki lengur brennivín heldur nýmjólk.

Forsetabíllinn

Peaceland

- give peace a chance

Bjössi 11


Thule Hér nam land víðlesin þjóð, vel skrifandi og full af þrótti – bókaþjóð sem kom til Thule.

„Ég er Thúlisti!“ Talið er að orðatiltækið að gefa einhverjum á thúlann sé arfur frá fögru kveðskaparmáli áa okkar, eitt af fáu sem hefur varðveist, og þýðir einfaldlega að að gifta syni sína og dætur. Thúlskan er að öðru leyti horfin með öllu. Útbreidd og illa grunduð hjátrú [fárra] leiddi forsöguna á villigötur og í stað þess að hafa viðeigandi griffin sem þjóðartákn okkar, sitjum við uppi með ofsóknarbrjálaðan bergrisa, illa siðaðan og eldspúandi dreka, ófélagslyndan og andstyggilegan örn og óalandi og óferjandi villibelju.

Thule

– toppurinn á tilverunni

Finnur 12


Við erum öll Útlendingar Að fara út hefur löngum verið mikilvægt fyrir þessa þjóð. En hver er skýringin á

Merkið

þessari hömlulausu útþrá? Gæti verið að þetta sé allt byggt á misskilningi? Til forna

Hlaupandi útlendingurinn verður tákn okkar

var talað um að fara út þegar átt var við að sigla hingað – til eyjunnar í norðri. Í

og landvættur. Hann sefur aldrei, er á sífelldum hlaupum og alltaf á varðbergi fyrir hinn

aldanna rás virðist hugtakið hafa víxlast og er nú talað um útlönd þegar átt er við

almenna útlending. Hann er allstaðar og

fjarlæg lönd. En nú er rétti tíminn til að leiðrétta þennan misskilning. Með því að

hvergi. Hann heldur áfram inn í framtíðina

nefna landið Útland (Outland á ensku) er komið í veg fyrir þetta endalausa ráp á

og heldur fast á töskunni sinni fullri af ódýrum útlenskum varningi. Hann er Útlendingurinn.

Einkennislitur

milli landa því allt mun breytast til batnaðar. Gjaldeyrisforðinn mun haldast innan landsteinanna og aðrar þjóðir munu sækjast eftir því að koma til Útlands.

Lagt er til að keyptur verði liturinn Pantone

Í Útlandi verður alltaf gott veður. Þar er bjórinn ódýr, léttvínið á hlægilegu verði og

390 og hann endurskírður Útlands-grænn,

matvaran nánast gefins! Útlenskar stelpur eru sætar og allir vita hvað útlenskir

eða Outland-green. Með batnandi veðurfari í Útlandi verður ekki lengur þörf fyrir þá köldu

karlmenn eru mikil séntilmenni. Þar er töluð útlenska sem er nú þegar útbreidd

og ópersónulegu liti sem einkennt hafa landið

tunga á meðal okkar. Fjölmenningarleg vandamál munu heyra sögunni til því við

hingað til.

verðum öll útlendingar hvort sem er.

Dæmi um markaðssetningu erlendis

Anna Karen 13


Fáni EULANDS er sameiningartákn heimsálfa eins og nafnið. Blái liturinn og hvíta stjarnan minnir á gamla góða Ísland en gula stjarnan táknar EVRÓPU á meðan sú rauða er tákn fyrir Bandaríkin. Íslenska skjaldarmerkið á langa sögu og ekki ástæða til að henda því heldur breyta og aðlaga að nýjum fána, nafni og breyttum áherslum.

EULAND -þar sem heimsálfur mætast

Lögregla og landslið í íþróttum verða í samskonar búningum. Búningurinn verður líka sameiningartákn heimsálfanna eins og fáninn.

Íslendingar eru stöðugt að velta fyrir sér hverjir þeir séu, hvað þeir ætli að verða og hvort þeir tilheyri frekar Ameríku eða Evrópu. Það er augljóst mál að við tilheyrum báðum heimsálfunum. Euland verður því nýja nafnið á Íslandi. Bókstafirnir U og A koma frá USA og EU vísar til Europe, LAND er svo leifarnar af Íslandi. Nafnið er mjög þjált í framburði og hentar einkar vel í netsamskiptum. www.euland.yourland.com

EULAND

-Where Continents meet JP 14


Þjóðbúningurinn

Skjaldarmerkið

Eins og í öllum góðum lýðræðisríkjum er þjóðbúningur landsins einfaldur og góður. Eftir margra ára þrætur um þjóðbúning var fallist á þessa útgáfu sem bæði kynin geta verið í, því öll erum við jú jöfn í lýðræðisríkjum eins og Grænlandi hf.

Skjaldarmerki landsins er byggt á gömlum grunni og er mjög táknrænt fyrir land og þjóð. Eftir nafnbreytinguna fannst mönnum nauðsynlegt að uppfæra skjaldarmerki þjóðarinnar. Hér fyrir ofan sést það, og stendur bergrisinn uppi með fúlgur fjár eftir að hafa selt frá sér höfuðskepnurnar og hlutafélagavætt restina. Táknið á skildinum vísar til keltneska upprunans og er í dag tákn fyrir sterka einbeitingu og sigurvilja landsins.

G r æ n l a n d hf. www.graenland.com

Sauðurinn Eitt sem hefur haldið sér að mestu óbreytt er íslenska sauðkindin, hún er nú grænlenska sauðkindin. Með hjálp vísindanna hefur nú tekist að uppfæra sauðalitina sem var löngu tímabært.

Eftir margra alda misskilning er nafni landsins breytt úr Íslandi í Grænland. Í upphafi var það nafn notað sem áróðursbragð af víkingum til að bægja fólki frá þessum græna og yndislega stað, því þeir vildu eiga þessa paradís útaf fyrir sig. En með meiriháttar hagsæld og velgengni í áraraðir vill þjóðin nú opna sig fyrir umheiminum.

Pétur 15


Í Paradís eru bara glaðar og góðar stúlkur!

Í Paradís geta elskendur dvalið og notist. Fjöldinn allur af ánægðum pörum hefur

Í Paradís er

orðið til í Paradís.

fátt eftirsóknarverðara

Karlmenn streyma til

en gifting…

landsins og finna dísir sinna drauma. Stjórnendur þáttanna Temptation Island

Á Íslandi eru fallegustu, jákvæðustu og hjartahlýjustu konur heims. Ísland er kuldalegt og fráhrindandi nafn sem gengur alls ekki í markaðssamfélagi þjóðanna. Markaðsmenn á Íslandi eru löngu byrjaðir að nýta þessa leið til að markaðssetja landið erlendis en hvers vegna ekki að ganga alla leið? Paradís gefur til kynna hina raunverulegu eiginleika eyjunnar sem er auðvitað paradís einhleypa karlmannsins. Hingað getur hann komið og notið lífsins með glöðum og áhyggjulausum konum. Við tryggjum landinu miklar og öruggar gjaldeyristekjur. Genaendurnýjun þjóðarinnar batnar og samfélagið verður fjölmenningarlegt. Með því að stúlkurnar okkar giftist til annarra landa tryggjum við líka útbreiðslu íslenska kynstofnsins.

Í Paradís ríkir drottning. Fögur fyrirmynd

hyggjast gera eyjuna

allra Paradísar

að föstum samastað

stúlkna.

Í skjaldarmerki Paradísar er að

fyrir þættina.

sjálfsögðu fögur kona.

Bláa lónið er þjóðgarður Paradísar enda einn eftirsóknarverðasti staður fyrir elskendur sem til er.

Kvenbúningur Paradísar er fallegur, tælandi, dramatískur og umfram allt rauður eins og hjartað í fánanum.

Where you can meet the most Beautiful Girls in the World! Halla 16

Composite


Ingólfur Björgvinsson

Ingólfur Björgvinsson hefur starfað hjá Fíton frá upphafi og á heiðurinn af flestum myndskreytingum stofunnar. Hann er nú búsettur tímabundið í Barcelona þar sem hann er að vinna að teiknimyndasögum byggðum á Brennu-Njáls sögu. Mál og menning áætlar að gefa fyrstu bókina út haustið 2003. Hér eru sýnishorn úr bókinni, birt með góðfúslegu leyfi Ingólfs.

Ingólfur Björgvinsson 17


Ing贸lfur Bj枚rgvinsson 18


TAL

TALvinir og TALpar

Í sumar kynnti TAL tvær nýjar þjónustuleiðir, TALvini og TALpar. Markmið herferðarinnar var að vekja athygli á þessum nýjungum og fá viðskiptavini TALs til að skrá sig í þjónustuna.


TAL 20


TALvinir og TALpar herferð 2002 Í júlí síð­ast­liðnum var ákveð­ið hjá TALi að kynna tvær nýj­ar þjón­ustu­leið­ir, TALvini og TALp­ar, þar sem vin­ir og pör eiga þess kost að hringja frítt sín á milli. Mark­mið­ið með her­ferð­inni var að vekja at­hygli á þess­um nýj­ung­um og fá við­skipta­vini TALs til þess að skrá sig í þjón­ust­una. Um vor­ið höfð­um við gert aug­lýs­ing­ar fyr­ir TAL þar sem ein­göngu var not­að rauð­hært fólk og vöktu þær aug­lýs­ ing­ar mikla at­hygli. Aug­lýst var eft­ir rauð­hærðu fólki og er óhætt að segja að við­tök­urn­ar hafi ver­ið frá­bær­ar. Um 200 manns hringdu og vildu taka þátt í aug­lýs­ing­unni. Ákveð­ið var að halda áfram með rauð­hærða fólk­ið um sum­ar­ið enda átt­um við góð­an grunn til að byggja á. Eft­

Gerð­ar voru tvær sjón­varps­aug­lýs­ing­ar sín fyr­ir hvora

ir tölu­verð­ar vanga­velt­ur var ákveð­ið að fá Jón Gnarr til

þjón­ust­una og her­ferð­inni síð­an fylgt eft­ir með dag­

þess að leika í aug­lýs­ing­un­um enda pass­aði hann mjög

blaða­aug­lýs­ing­um og aug­lýs­inga­efni í versl­un­um. Reyn­ir

vel inn í rauð­hærða þem­að. Jón hef­ur áður leik­ið í TAL

Lyng­dal leik­stjóri hjá Pegasus var feng­inn til að leik­stýra

aug­lýs­ing­um eins og frægt er orð­ið og því auð­sótt mál að

aug­lýs­ing­un­um. Ari Magg tók ljós­mynd­irn­ar en Alda

fá hann til liðs við okk­ur.

Björg Guð­jóns­dótt­ir var stílisti.

TAL 21


Ein­ar Örn Sig­ur­dórs­son

í dag. Auglýsing­in er fyr­ir SPDR´s sem eru vísi­tölu­tengd­ir hluta­ bréfa­sjóðir sem eru seld­ir und­ir slagorðinu „In­vest in Control“. Hún ger­ist í bif­reiðaeft­ir­lit­inu þar sem mynd­ast lang­ar biðraðir, en kerfiskar­l­inn á bak­við glerið vinn­ur löt­ur­hægt, tek­ur tím­ann sinn og er með allt „und­er control“. Get­ur þú greint ein­hver ný „trend“ sem eru að koma í kjöl­ farið á efna­hagslægðinni og þroti net­fyr­ir­tækj­anna? Já, fyrst og fremst aukið aðhald og meiri pressu á öll­um sviðum okk­ar viðskipta. Hér í Boston hafa nokkr­ar auglýsinga­stof­ur snúið upp tán­um, í sum­um til­fell­um hef­ur það verið bein af­leiðing gjaldþrota viðskipta­vina, í öðrum má kenna um verk­efna­leysi. Sam­ keppn­in hef­ur magn­ast, þar sem nýjar, ódýrari stof­ur hafa einnig sprottið upp og eru að keppa um viðskipti. Viðskipta­vin­ir virðast líka vera rag­ari við að taka hug­mynda­ lega áhættu, vilja held­ur fara hefðbundn­ar, troðnar slóðir. Ell­efti sept­em­ber hef­ur einnig stuðlað að auk­inni viðkvæmni í markaðssam­skipt­um. Allt ger­ist þetta á sama tíma og viðskipta­vin­ir krefj­ast betri vinnu, meiri hraða og auk­inn­ar sam­ræm­ing­ar markaðsboðskipta (milli sjón­varps, prent- og vefmiðla). Vand­inn er að ganga úr skugga um að hag­ræðing og pressa á öll­um sviðum valdi ekki verri afurðum. Skap­andi fólk hugs­ar öðru­vísi, það legg­ur sál­ina og stoltið í vinnu sína og slekk­ur ekki á hugs­un­um sín­um. En góðar hug­mynd­ir þurfa tíma til að gerj­ast og verða betri, og sum­ir viðskipta­vin­ir skilja þetta ekki, og vilja meiri og meiri hraða í hug­mynda­vinn­una líka.

FI004781 tók viðtal við Einar Örn Sigurdórsson sem er yfirhönnuður hjá auglýsingastofunni Allen & Gerritsen í Boston. Hvern­ig stend­ur á veru þinni í Boston? Ég vann mörg sum­ur í vega­vinnu. Var fyrsti og lengi vel eini grafíski hönnuður­inn / hug­mynda­smiður­inn með fé­lög­um mín­ um úr stjórn­mála­fræðinni, Nonna og Manna. Í tvö ár eft­ir að ég út­skrifaðist frá Em­er­son Col­lege var ég sjálf­stæður (freelance) hönnuður í Boston og kenndi sam­hliða hönn­un og hug­mynda­mót­ un við Em­er­son Col­lege. Síðan hef ég starfað hér hjá Allen & Ger­rit­sen, fyrst sem graf­ísk­ur hönnuður og nú er ég hönn­un­ar­stjóri í auglýsinga­deild­ inni. Starfið felst í því að koma upp með hug­mynd­ir og þvín­æst um­sjón með fram­leiðsluþátt­um viðkom­andi verk­efna, eig­in­lega að ganga úr skugga um að hug­mynd­in skili sér heil í gegn­um fram­ leiðslu­ferlið. Þetta er ákaf­lega fjöl­breytt og skemmti­legt starf, að sjá eitt­hvað sem fæðist kannski þegar maður er á kló­sett­inu verða

Hvern­ig finnst þér graf­ísk hönn­un standa á Ís­landi í sam­an­b­urði við Banda­rík­in? Það er nátt­úru­lega ein­föld­un að tala um graf­íska hönn­un á Ís­landi eða Banda­ríkj­un­um, per se, en ég held að það besta sem er gert á Ís­landi stand­ist fylli­lega sam­an­b­urð við það besta sem er að ger­ast hér. Ef þú vilt að ég al­hæfi, þá virðist mér styrk­ur ís­lenskr­ar hönn­un­ ar liggja í því að vera hrein, ein­föld, sterk, nú­tíma­leg og hnitmiðuð. Það kem­ur sér­lega vel fram í mörg­um ló­góum sem unn­in hafa verið fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki. Það er miklu erfiðara að benda á ein­kenni banda­rískr­ar hönn­un­ar, þetta er marg­falt stærri og fjöl­breytt­ari markaður og breidd­in í graf­ískri hönn­un end­ur­spegl­ar það. Fram­tíðarplön? Ég er alltaf á leiðinni heim til Ís­lands. Ég ætlaði fyrst að vera hér eitt ár, en nú eru þau orðin níu. Það er bara í svo mörgu að snú­ ast, og fleiri tæki­færi hér í augna­blik­inu. Um miðjan októ­ber opna ég mína fyrstu einkasýningu á ljós­mynd­um hér í Boston, ég hef lengi myndað en það hef­ur tekið mig lang­an tíma að þróa mína eig­in rödd sem ljós­mynd­ari. Fyrr í haust kom ég að mynd­un fjöl­ lista­hóps ásamt nokkrum fé­lög­um mín­um úr auglýsinga­heim­in­um, ljós­mynd­ur­um, hönnuðum og kvik­mynda­gerðar­mönn­um. Við hóf­ um sam­starf um nokk­ur verk­efni sem verða fyrst og fremst okk­ur til lífs­fyll­ing­ar og von­andi öðrum til góða.

að sjón­varps­her­ferð. Og skemmti­leg­ast er að vinna með fólki sem skil­ur hug­mynd­ina og betrumbæt­ir hana enn frek­ar. Hvað ertu að fást við? Í morg­un bjargaði ég fugli hérna úti sem hafði flogið á glugg­ann minn, hann var svo­lítið sjokkeraður, en ég hjálpaði hon­um á fæt­ ur og hann flaug aft­ur eft­ir rúman klukku­tíma. Ég var á miðviku­ dag­inn að skjóta sjón­varps­auglýsingu með leik­stjóra sem heit­ir Gerry Casale og er for­sprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar DEVO. Sniðugur ná­ungi, ég var dá­lít­ill DEVO aðdá­andi þegar ég var sext­án og það var gam­an að vinna með hon­um. Svo var auglýsing­in klippt í New York á föstu­dag­inn og við erum að leggja síðustu hönd á hana Einar Örn 22

Þetta er hluti af herferð sem ég gerði fyrir Jöklaferðir. Herferðin öll og þrjár einstakar útfærslur fengu tilnefningar til Clio verðlaunanna 1998.


Þessi herferð var gerð meira til gamans en alvöru til að vekja athygli á kindarlegu mataræði Íslendinga á Þorrablótum hér ytra. Ragnar Th. sendi mér myndina af sviðahausnum og Soffìa frænka gerði Þorrablótsmerkið. Aðrar útfærslur fjölluðu um hrúts-punga, hákarl og lundabagga.

Þetta eru auglýsingar unnar fyrir Uni-Graphic prentfyrirtækið sem er eiginlega risinn í prentmarkaðnum í Nýja Englandi. Auglýsingarnar eru hluti af herferð sem innihélt nýtt grafískt útlit, prentgripi, útvarp og vefauglýsingar. Í stað þess að tala um tækni og tækjabúnað eins og öll prentfyrirtæki virtust vera að gera ákváðum við að fjalla heldur um fagmennsku og hvernig ást starfsmanna á vinnu sinni gerir gæfumuninn. Herferðin hefur fengið öll möguleg verðlaun, þ.á m. fyrstu verðlaun fyrir business to business herferð hjá Business Marketing Association en mér þótti vænst um að allar þessar auglýsingar hlutu viðurkenningar í 2001 ársriti Communication Arts. Ekki síst, af því að ég á hvert einasta eintak blaðsins síðan 93, og þessi keppni er einhver erfiðasta og eftirsóttasta að vinna meðal „Art Directora“ í USA og kannski víðar.

Þetta eru auglýsingar fyrir mexíkóskan veitingastað sem þekktur er fyrir búrrítur sem eru góðar og ekta mexíkanskar. Þær vöktu mikla athygli og nú vita allir hvad El Pelon er.

Einar Örn Sigurdórsson Verðlaun og viðurkenningar: 2002 Franc­is W. Hatch Awards for Cr­eati­ve Excellence in Advert­is­ing x3 / 2002 Telly Award / 2001 Award of Excellence, Comm­un­ication Arts x3 / 2001 Franc­is W. Hatch Awards for Cr­eati­ve Excellence in Advert­is­ing x2 / 2001 Clio Awards Fina­list / 2001 BMA Pro-comm Awards / 2000 Amer­ic­an Grap­hic Design Awards / 1998 Amer­ic­an Grap­hic Design Awards x3 / 1998 Clio Awards Fina­list x3 / 1998 @d:Tech Awards x2 / 1998 Comm­un­ication Arts March Feat­ured ad / 1997 Amer­ic­an Grap­hic Design Awards / 1997 Franc­is W. Hatch Awards for Cr­eati­ve Excellence in Advert­is­ing Menntun: 1995 MA Mar­ket­ing Comm­un­ication and Advert­is­ing, School of Comm­un­ication, Mana­gement and Public Policy, Em­er­son Col­lege, Boston. / 1993 BA Polit­ical Sci­ ence. Uni­versity of Iceland.

Þegar dot com æðið stóð sem hæst vann ég herferð fyrir inc.com og var hún mjög áberandi í völdum borgum Bandaríkjanna. Þetta billboard var sett upp í Washington DC. og hlaut Clio tilnefningu árið 2000.

Reynsla: 2000-2002 Seni­or Art Direct­or, Allen & Ger­rit­sen Inc, Wa­ter­town. / 1998-2000 Art Direct­or, Allen & Ger­rit­sen Inc, Wa­ter­town. / 1997-1998 Freelance Art Direct­or. / 1996 Freelance Art Direct­or CC&D Comm­un­ications, Boston. / 1995 Freelance Art Direct­or Hill Holl­i­day, Connors Cosmopolous Boston. / 1995-1996 Assistant Pro­fess­or, Visu­al Comm­un­ication in Advert­is­ing.

Einar Örn 23


Reynir Lyngdal kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur leik­stýr­ir mörg­um sjón­varps­aug­lýs­ing­um sem birt­ast á sjón­varps­skjám lands­manna. Með­al ann­ars hef­ur hann leik­stýrt nokkrum TAL sjón­varps­aug­lýs­ing­um, sjón­varps­aug­ lýs­ingu fyr­ir Launa­mið­ann, Thule­bjór, VÍS og fleiri. Hvað dró þig að aug­lýs­inga­brans­an­um? Það er ekki óal­gengt að kvik­mynda­gerð­ar­menn hefji fer­il­inn í aug­ lýs­inga­heim­in­um. Það er mjög al­gengt er­lend­is og fínn skóli. Nú hafa nokkr­ar sjón­varps­aug­lýs­ing­ar sem þú hef­ur leik­stýrt orð­ið að frös­um hjá þjóð­inni. Kom það á óvart? Ég hef gert nokkr­ar fyndn­ar aug­lýs­ing­ar. Það er fín leið að neyt­end­ um. Þá er mað­ur ekki bara að ýta að þeim ein­hverri vöru held­ur að reyna að skemmta fólki í leið­inni. Hversu rík­an þátt tek­ur þú í gerð sjón­varps­aug­lýs­ing­ar? Það er mis­jafnt. Stund­um tek ég við full­búnu hand­riti en oft­ast nær tek ég þátt í grunn­hug­mynda­vinn­unni með aug­lýs­inga­stof­unni. Mér finnst það gef­andi og ég hef trú á því að það skili oft betri ár­angri. Er mik­il sam­keppni? Já, eðli­lega. Sjón­varps­aug­lýs­ing­ar eru oft­ar en ekki þunga­miðja aug­lýs­inga­her­ferð­ar og áreit­ið er orð­ið það mik­ið að það er erfitt að ná at­hygli neyt­enda. Sam­keppn­in hef­ur líka orð­ið til þess að stof­urn­ar gera meiri kröf­ur og það er gott. Er eitt­hvað eitt sem ein­kenn­ir ís­lensk­ar sjón­varps­aug­lýs­ing­ar? Aug­lýs­inga­brans­inn hér á landi hef­ur tek­ið mikl­um breyt­ing­um á síð­ustu árum. Það er meiri metn­að­ur og vand­aðri vinnu­brögð. Það hef­ur skil­að sér að nokkru leyti í sjón­varps­aug­lýs­ing­ar. Þó má alltaf gera bet­ur. Hvað er framund­an hjá þér? Von­andi fleiri aug­lýs­ing­ar. Ég er að­eins að þreifa fyr­ir mér er­lend­ is. Svo stefni ég að því að gera bíó­mynd á næsta ári. Ef Guð og Kvik­mynda­sjóð­ur lof­ar.

Reyn­ir Lyng­dal lærði kvik­mynda­gerð á Spáni. Hann starfar sem aug­lýs­ingaleik­stjóri hjá kvik­mynda­fyr­ir­tæk­inu Pegasus. Hann hef­ur unn­ið til fjölda verð­launa fyr­ir stutt­mynd­ir sín­ ar með­al ann­ars á Kvik­mynda­há­tíð­inni í Toronto og á Stutt­mynda­dög­um í Reykja­vík. Reynir hefur unnið með Fíton við gerð ýmissa sjónvarpsauglýsinga. Hann vinnur nú að gerð kvikmyndar eftir Mýrinni, sögu Arnalds Indriðasonar.

Reynir Lyngdal 24

Um hvað fjall­ar hún? Hún heit­ir Mýr­in og er byggð á sam­nefndri skáld­sögu Arn­alds Ind­riða­son­ar. Er hún kom­in langt á veg? Ja, ég sé al­veg treiler­inn fyr­ir mér.


Strætó

Stopp - herferð

Herferð unnin fyrir Strætó til að styrkja ímynd fyrirtækisins og sýna kosti þess að taka strætó framyfir einkabílinn.

ljósmyndari 25


Str忙t贸 26


Stopp herferð – Strætó haust 2002 Í haust var unnin her­ferð fyr­ir Stætó til að styrkja ímynd fyr­ir­ tæk­is­ins og sýna kosti þess að taka Strætó. Í síð­ustu her­ ferð var lögð meg­in áhersla á að ná til yngri mark­hóps­ins, með aug­lýs­ing­um með Arne Aar­hus. Einnig kost­aði Strætó sjón­varps­þátt­inn Hjart­slátt á Skjá 1 þar sem Strætó var í að­al­ hlut­verki í vin­sælasta þætti sum­ars­ins. Að þessu sinni var ákveð­ið að höfða til breið­ari mark­hóps. Þar sem einka­bíl­inn er helsti keppi­naut­ur Strætó var ákveð­ ið að nýta ókosti einka­bíls­ins til að sýna fram á skyn­semi þess að taka Strætó. Eins og all­ir vita hef­ur kostn­að­ur við notk­un einka­bíls­ins hækk­að mjög á síð­ustu miss­er­um sem ger­ir Strætó að hag­kvæm­um kosti fyr­ir neyt­end­ur. Lögð var áhersla á að nýta styrk­leika hvers mið­ils fyr­ir sig með ein­föld­ um og skýr­um skila­boð­um. Gerð­ar voru tvær 30 sek. sjón­varps­aug­lýs­ing­ar, sem leik­stýrt var af Gunn­ari Guð­munds­syni hjá Þeim tveim. Ljós­mynd­ir tók Odd Stef­án og Alda Björg Guð­jóns­dótt­ir var stílisti.

Strætó 27


Atli Hilmarsson

Hvernig finnst þér grafísk hönnun standa á Íslandi í samanburði við Þýskaland? Það er kannski erfitt að bera þetta sam­an. Mín skoð­un er sú að það er alltaf jafn mik­ið af góðri og slæmri hönn­un, þetta er bara spurn­ing um fjölda. Mun­ur­inn er að hér er hefð­in fyr­ir hand­verki sterk­ari en á Ís­landi og virð­ing­in er hér meiri fyr­ir fag­inu. Hér er líka skiln­ing­ur fyr­ir því að góð vinna tek­ur tíma. Hér er „neyð­ar­ stjórn­un“ ekki norm. Ís­lend­ing­ar geta alltaf falið sig á bak við höfða­tölu: heims­met í öllu. Þannig get­ur mað­ur sagt að það séu ótrú­lega mik­il gæði (og fram­leiðsla) á Ís­landi. En ég sé sjald­an eitt­ hvað sem mér lík­ar. Týpógraf­í­an er á lágu stigi á Ís­landi. Framtíðarplön? Nei, engin. Mér dettur ýmislegt í hug en geri engin plön.

Atli Hilmarsson Mennt­un: Ba­sel School of Design, Ba­sel í Sviss, 1991-1993 / Fram­halds­mennt­un í the Advanced Class for Grap­hic Design. Par­sons School of Design, New York City/USA, 1986-1990,1.-year: Paris / France, 2. year: L.A./USA. / Bachelor of Fine Arts (with honors). Verk: Opn­aði stúd­íó­ið United Designers ásamt Erik Spi­ker­man. 2002 / Opn­aði eig­in vinnu­ stofu, Berl­in/Þýska­landi. 2002 / Hönn­un­ar­stjóri, vöru­merki/firma­merki, Meta­Design í Berlín/Þýska­landi. 2000-2002. Stýrði og skipu­lagði teym­is­vinnu í hönn­un á ásýnd og ímynd fyr­ir­tækja. / Opn­aði eig­in vinnu­stofu í München í Þýska­landi. 1997-2000. / Yf­ir­hönn­uð­ur, KMS Team GmbH, München í Þýska­landi. 1992-1997. / Graf­ísk­ur hönn­uð­ur á Ís­lensku aug­lýs­inga­stof­unni. 1989-1991. Kennsla: Schule für Gestaltung, Schwäbisch Gmünd í Þýska­landi. Týpógraf­ía, á fyrsta ári. 2000 / Fachhochs­hul-Stu­di­engänge-Vor­arl­berg, InterMedia, Dorn­birn / Austria. Graf­ísk hönn­un, á efra stigi. 1998-2000. / Lista­há­skóli Ís­lands, Reykja­vík. Gesta­ kenn­ari í týpógraf­íu á öðru ári og graf­ískri hönn­un á þriðja ári. 1995- / Schule für Gestaltung, Ra­vens­burg í Þýska­landi. Kenndi fjórða árs nem­um hönn­un vegg­ spjalda. 1995-1996. Vinnu­stof­ur með ann­ars og fjórða árs nem­um, um hönn­un heildar­út­lits fyr­ir fyr­ir­tæki. 2002-. Fyr­ir­lestr­ar: Par­sons School of Design, New York. 2000. / Ra­vens­bo­ur­ne Col­lege of Design and Comm­un­ication, London/Eng­land. 1997. / Amer­ic­an Uni­versity Was­hington, DC/USA. 1996. / FÍT, fé­lag ís­lenskra teikn­ara, í Reykja­vík 1995.

FI004781 tók við­tal við Atla Hilm­ars­son sem var hönn­un­ar­stjóri hjá Meta­design í Berl­in og opn­aði ný­lega stúd­íó­ið United Designers í Berlín ásamt Erik Spi­ker­man.

Verð­laun og sýn­ing­ar: WM-TV, besta árs­skýrsla, Capi­tal Mag­azine (Þýska­land). 1997. / Tók þátt í sýn­ ing­unni „Bildløse Sam­fund“ í Kaup­manna­höfn. 1994. / Hlaut fyrstu verð­laun í sam­ keppni FÍT um merki fyr­ir FÍT, Fé­lag ís­lenskra teikn­ara. 1994. / Hlaut styrk­inn The Visu­al Comm­un­icators Ed­ucation Fund frá sam­tök­um list­rænna ráðu­nauta í New York (The Art Direct­ors Club). 1989.

Hvernig stendur á veru þinni í Berlín? Haust­ið 2000 var ég „hönn­un­ar­stjóri“ hjá Meta­design í Berl­in. Til að byrja með var ég eig­in­lega ekki svo spennt­ur fyr­ir borg­inni en núna get ég ekki hugs­að mér að búa ann­ars stað­ar. Hvað ertu að fást við um þessar mundir? Fyr­ir­tækjaí­mynd­ir. Stærri og smærri. Við vor­um að klára „literat­ ur-konzept” fyr­ir Deutsche Bahn. „Litera­t­ur­konzept“ þýð­ir ein­fald­ lega allt sem fyr­ir­tæki gef­ur út í prenti. Getur þú greint einhver ný „trend“ sem eru að koma í kjölfarið á efnahagslægðinni og þroti netfyrirtækjanna? Allt er miklu praktískara og þessi „deka­dens“ eða dýra fram­leiðsla sem var í gangi, mik­il og oft ómark­viss pen­inga­eyðsla sést ekki leng­ur. „Net-tungu­mál“ er out. Verk­efn­in eru minni og fyr­ir­tæk­in eru var­kár­ari við að setja af stað ný verk­efni. Menn forð­ast all­an lúx­us. Atli Hilmarsson 28

zampugn im molto museum semplicemente utterseelenallein m ara alberto alarcon p weite liebe z kizze – 7 1/2 bruchstücke s j7ammermusik 1/2 per pieve caina ferammenti inige Schritte sto sta boj» « jota o 7 z wischen jota o daniel ott 2 2/3 II o jota III foinger weg jota IV k langkörperklang 2 6/5 7/8/9 18/11


Für die Firma Finacial Affairs soll ein neues Erscheinungsbild erstellt werden. Es soll folgende Eigenschaften aufweisen:

Aufgabe

Beispiel Briefbogen Schwarz/Weiß

Die Verwendung Der Farbe

financialaffairs

· hochwertig · seriös · vertrauenserweckend · kompetent · kraftvoll · zielgenau und unkomliziert

2

Die Elemente sollten in einer abwechselnde Reihnfolge vewendet werden. Die Visitenkarten haben z.B. eine andere Reihnfolge als die Grußkarten.

Dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu

Der Druckfarbe ist HKS 42.

feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent 20249 Hamburg financialaffairs luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Sudeckstraße 4

Telefon 040. 866 34 83 40 49nonummy 900 Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscingMobil elit, 0172. sed diam nibh euismod buero@kalusrosemarie.de tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in Datum

hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat,22. velMärz illum2002 dolore eu feugiat nulla facilisis at Financial Affairs eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue z.Hd. Frauvero Rosemarie Kalus duis dolore te feugait nulla facilisi. Sudeckstraße 4 Betreff Gestaltung eines neues Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscingErscheinungsbildes elit, sed diam nonummy nibh euismod 20249 Hamburg tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Seitenzahl

Die gewünschte Farbe ist Pantone 194 (rot) auf weißem Hintergrund. Ausgeschlossen ist die Verwendung von Geldzeichen und die erkennbare Nähe zu Banken oder Geldanlageberatern.

2 Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Lorem ipsum, Dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut Mit freundlichen Grüßen laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Rosemarie Kalus Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in

11

2

Der Name

Am Anfang jeder Neugestaltung eines Logos oder eines Schriftzuges ist es wichtig, das Wortbild genau anzusehen und von da aus die passende Schrift zu suchen. Die Schrift muss einfach, leserlich aber auch eigenständig sein. Hier sind einige Beispiele (eine Auswahl).

Garamond

Vectora

Frutiger

FINANCIAL AFFAIRS

FINANCIAL AFFAIRS

FINANCIAL AFFAIRS

Financial Affairs

Financial Affairs

Financial Affairs

financial affairs

financial affairs

financial affairs

Bodoni

Futura

Thesis

FINANCIAL AFFAIRS

FINANCIAL AFFAIRS FINANCIAL AFFAIRS

Financial Affairs

Financial Affairs

Financial Affairs

financial affairs

financial affairs

financial affairs

6

Beispiel Visitenkarten

financialaffairs

Sudeckstraße 4 20249 Hamburg

laaff ficina naci afalfffars finaair la

Die Schrift

Die ausgewählte Schrift für ist die Avenir („Zukunft“). Ihre geometrische Formen passen zu der Formsprache von dem Zeinungen.

Telefon 040. 866 34 83 Mobil 0172. 40 49 900 buero@kalusrosemarie.de Rosemarie Kalus

Rückseite Variante A

financia alaffairs

Avenir Heavy

abcdifghijklmnoqrstu vwxzyABCDIFGHIJKL MNOQRSTUVWXZY01 23456789(„&?!%:;“)

Rückseite Variante B

4

13

Von den vielen Möglichkeiten müssen wir eine Schrift auswählen, die eine Balance zwischen den gewünschten Eigenschaften und der Form schafft.

Die Schrift

Die Schrift Futura gibt dem Wortbild die Eigenschaft, die sehr nah an den Wünschen ist: hochwertig, seriös, vertrauenserweckend, kompetent, kraftvoll, zielgenau und unkomliziert. Die Wiederholung von den f’s und a’s, die runden Punkte über den i’s, geben dem Namen einen Eigenwert und eine Einfachkeit, dies steigert auch die Wiedererkennbarkeit.

8

Beispiel Booklets Variante A auf durchsichtiges PVC gedruckt

financialaffairs

financialaffairs

Sudeckstraße 4 20249 Hamburg

financialaffairs

Telefon 040. 866 34 83

lacia af fin affncffa a ala aff fais

af alafinlacia nrsnci affncffa ci fin a ffa fai ala s aff ficia laaff fai Rückseite

Vorderseite

Financial Affairs financial affairs 14

Die Überarbeitung

Klaus König Dipl. Ing. Freier Architekt

2

FINANCIAL AFFAIRS

5

Beispiel Briefbogen Farbig

Die Schrift muss ein wenig überarbeitet werden bevor man Sie als Schriftzug nehmen kann. Sie muss enger gesetzt werden. Mit Farbe können wir noch eine Eigenschaft hinzufügen. Wir nehmen den Leerraum weg und verwenden schwarz und rot als die Hauptfarben.

Klaus König Dipl. Ing. Freier Architekt

Reichlin-von-Meldegg-Str. 3 88662 Überlingen/Germany

Atli Hilmarsson Regensburger Str. 31

Datum

10777 Berlin

Betreff

consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent

Klaus Königluptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla Reichlin-von-Meldegg-Str. 3 facilisi. Dipl. Ing. Freier Architekt 88662 Überlingen/Germany

+ 49. (0)7551. 61 305 + 49. (0)7551. 68 126 fax koenig@klauskoenig.de www.klauskoenig.de

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing+ elit, sed diam nonummy nibh 49. (0)7551. 61 305 euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam +erat volutpat. 49. (0)7551. 68 126 fax

22. März 2002

Neues Erscheinungsbild

koenig@klauskoenig.de

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscingwww.klauskoenig.de elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu Datum Atli Hilmarsson feugiat dignissim 22.odio März 2002 qui blandit praesent Regensburger Str.nulla 31 facilisis at vero eros et accumsan et iusto luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Betreff 10777 Berlin Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscingNeues elit, sed diam nonummy nibh Erscheinungsbild euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim Seitenzahl veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea 2 commodo consequat.

Seitenzahl

2

Lorem ipsum, Dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi.

iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh Lorem ipsum, euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation suscipit nibh lobortis nisl uttincidunt aliquip exutea Dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, ullamcorper sed diam nonummy euismod commodo consequat. laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. …

exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum freundlichen Grüßen dolore euMit feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi.

Sparkasse Überlingen Kontonummer 123 45 67 Bankleitzahl 700 700 70

Klaus König Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi.

9

Beispiel Fax und Rechnung

Klaus König Dipl. Ing. Freier Architekt

Reichlin-von-Meldegg-Str. 3 88662 Überlingen/Germany + 49. (0)7551. 61 305 + 49. (0)7551. 68 126 fax koenig@klauskoenig.de www.klauskoenig.de

Firma

Datum

Firmenname

22. März 2002 Betreff

Empfänger

Hans Mustermann

Neues Erscheinungsbild

Telefaxnummer

Ansprechpartner

Klaus König

030. 236 20 338 Klaus König Dipl. Ing. Freier Architekt

Reichlin-von-Meldegg-Str. 3 88662 Überlingen/Germany

financial affairs

Lorem ipsum,

Atli Hilmarsson Regensburger Str. 31

financial affairs

10777 Berlin

Seitenzahl

1

+ 49. (0)7551. 61 305 + 49. (0)7551. 68 126 fax koenig@klauskoenig.de www.klauskoenig.de

Dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut Datumaliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud laoreet dolore magna 22. März 2002 lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis exerci tation ullamcorper suscipit autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum Betreff facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit dolore eu feugiat nulla Erscheinungsbild praesent luptatumNeues zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh 02 FAFmagna 100 aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum euismod tincidunt Rechnung ut laoreet dolore iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore Lorem ipsum dolorquis sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, nostrud exerci tation euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Euro Leistungsbeschreibung 1.000,00 Reisekosten (Unterlagen A) 500,00 Mit freundlichen Grüßen Materialkosten 200,00

financial affairs

Lorem ipsum,

financialaffairs

Netto Mehrwertsteuer 16%

6

1.700,00 272,00

Klaus König

10

Die Verwendung

Hier sind Beispiele wie der Schriftzug auf veschiedenen Hintergründen, Größen und Farben zu verwenden ist.

Aufgabe

Für Klaus König soll ein neues Erscheinungsbild erstellt werden. Es soll alle Tätigkeitsfelder einbeziehen und trotzdem nicht alles aufzählen.

Beispiel Visitenkarten

Klaus König Dipl.-Ing. Freier Architekt

Bildschirmdarstellung

koenig@klauskoenig.de

Mitarbeiter Klaus König

financialaffairs

financialaffairs

financialaffairs

Rückseite optional

Mitglied der Vorstand von Fachvereinigung Betriebs- und Regenwassernutzung e.V.

+ 49. (0)7551. 61 305 + 49. (0)7551. 68 126 fax

financialaffairs

financialaffairs

Member of The Board of Association for Rainwater Harvesting and Water Recycling (NGO/NPO)

Reichlin-von-Meldegg-Str. 3 88662 Überlingen/Germany

Hans-Peter Mustermann Dipl.-Ing.

Reichlin-von-Meldegg-Str. 3 88662 Überlingen/Germany + 49. (0)7551. 61 305 + 49. (0)7551. 68 126 fax mustermann@klauskoenig.de

financialaffairs financialaffairs 7

2

Die andere Schrift

Die Schrift für Adressen, Telefon, Fließtext, Informationen u.s.w. ist die verwandte Schrift Avenir („Zukunft“ wie Futura). Sie ist besser geeignet für Text.

Die Tätigkeiten

Avenir

Wie kann man die verschieden Tätigkeiten von Klaus König darstellen? Mit Bildern? Mit Wörtern? Was ist wenn er eine bestimmte Tätigkeit nicht mehr ausübt? Oder eine Neue kommt dazu?

Beratung Planung …

2

financialaffairs

Die Tätigkeiten

financialaffairs

Sudeckstraße 4 20249 Hamburg Telefon 040. 866 34 83 Mobil 0172. 40 49 900 buero@kalusrosemarie.de

Dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu Sudeckstraße 4 feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent 20249 Hamburg luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi.

financialaffairs

Telefon 040. 866 34 83 Datum

Financial Affairs z.Hd. Frau Rosemarie Kalus Sudeckstraße 4

Betreff

20249 Hamburg

Gestaltung eines neues Erscheinungsbildes

22. März 2002

Seitenzahl

2

Dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. …

Rosemarie Kalus Inhaber Rechtsform Hamburg 1234

40 49nonummy 900 Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscingMobil elit, 0172. sed diam nibh euismod buero@kalusrosemarie.de tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in Datum

hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat,22. velMärz illum2002 dolore eu feugiat nulla facilisis at Financial Affairs eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue z.Hd. Frauvero Rosemarie Kalus duis dolore te feugait nulla facilisi. Sudeckstraße 4 Betreff

Lorem ipsum,

Deutsche Bank 24 Hamburg Kontonummer 123 45 67 Bankleitzahl 400 200 50

Klaus König Dipl.-Ing. Freier Architekt

Architektur

4

Beispiel Briefbogen Farbig

Beispiel Booklet Titel auf durchsichtiges PVC gedruckt

Regenwassernutzung

abcdifghijklmnoqrstu vwxzyABCDIFGHIJKL MNOQRSTUVWXZY01 23456789(„&?!%:;“)

9

11

13

Auf Architekturzeichnungen werden verschiedene Materialen abstrahiert. Wir bedienen uns mit dieser Art von Zeichen. Ohne konkret was zu beschreiben zeigen sie die Vielfallt Deines Könnens. Diese Elemente können beliebig erweitert und kombiniert werden. Es sind bisher nur skizzierte Muster, sie müssen noch ausgearbeitet werden. Es soll Dir nur die Idee zeigen.

Kontakt

Atli Hilmarsson Regensburger Strasse 31 10777 Berlin/Germany +49. 30. 236 20 336 +49. 30. 236 20 338 fax mail@atli.de +49.173. 393 76 97

Gestaltung eines neues Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscingErscheinungsbildes elit, sed diam nonummy nibh euismod 20249 Hamburg tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Seitenzahl 2 Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Lorem ipsum, Dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut Mit freundlichen Grüßen laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Ut wisi enim ad minim veniam, quis nostrud exerci tation ullamcorper suscipit lobortis nisl ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis autem vel eum iriure dolor in hendrerit in vulputate velit esse molestie consequat, vel illum dolore eu feugiat nulla facilisis at vero eros et accumsan et iusto odio dignissim qui blandit praesent luptatum zzril delenit augue duis dolore te feugait nulla facilisi. Rosemarie Kalus Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit, sed diam nonummy nibh euismod tincidunt ut laoreet dolore magna aliquam erat volutpat. Duis autem vel eum iriure dolor in

10

5

Atli Hilmarsson 29


Ljósmyndaþáttur 30

Spessi - Einar og Eiður, Brooklyn 2001


Spessi - Hjalti og Jan, New York 2001

Ljósmyndaþáttur 31


Ljósmyndaþáttur 32

Ari Magg - Háteigsvegur


Ljósmyndaþáttur 33


Ljósmyndaþáttur 34

Vigfús - Yfirborð


Áslaug Snorradóttir - Síldarkóróna

Ljósmyndaþáttur 35


Ljósmyndaþáttur 36


Ljósmyndaþáttur 37


Ljósmyndaþáttur 38

Börkur - Á ystu nöf!


Ljósmyndaþáttur 39


Ljósmyndaþáttur 40

Brian Sweeney


VÍS

Umferðarátak

Herferð unnin fyrir forvarnadeild VÍS til þess að bæta umferðarmenningu á Íslandi. Tíu nafntogaðir Íslendingar lögðu málefninu lið og vöktu athygli á veigamiklum atriðum í umferðinni.


VÍS 42


lj贸smyndari 43



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.