Fitonbladid 2003

Page 1


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:38

Page 3

finnur

gullveig

FI006229 Haustið er komið og með því annað eintak af Fítonblaðinu sem

pétur

í þetta sinn heitir FI006229. Í þessu blaði kynnum við herferðir sem hafa verið unnar á Fíton undanfarið. Í vor fengum við

anna sigríður

útskriftarnema í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands til að vinna þemaverkefni fyrir okkur. Við vildum að þau spreyttu sig á klassískri hönnun, einhverju sem tilheyrir hversdagslífinu og

bjössi

við tökum ekki endilega svo mikið eftir. Nýjar umbúðir fyrir Ópal-pakkann urðu fyrir valinu, útkoman er skemmtileg og við þökkum þeim kærlega fyrir góð viðbrögð og þátttökuna.

gýja

Eins og í fyrsta blaðinu hafa teiknararnir á Fíton unnið þemaverkefni sem í þetta sinn var að hanna merki fyrir

villi

íslensku krónuna. Friðrik Eysteinsson, rekstrarhagfræðingur sem hefur verið óhræddur við að segja skoðanir sínar á auglýsinga- og markaðsmálum, skrifar athyglisverða grein

þormóður

um hugmyndavinnu. Í blaðinu er einnig viðtal við Zúra, leikstjóra hjá Sagafilm og Hjalta Karlsson sem er grafískur

gulla

hönnuður í New York. Við fengum góðfúslegt leyfi hjá Gísla B. Björnssyni til að birta nokkur merki eftir hann og umfjöllun hans um merkjahönnun, en hann er eins og flestir vita mikill

jón ágúst

áhrifavaldur og kennari flestra starfandi grafískra hönnuða á Íslandi. Félagar okkar á Mættinum og dýrðinni fengu eina

kristjana

opnu til að leika sér að. Anna Sigríður Guðmundsdóttir, textasmiður á Fíton, skrifar pistil um ímynd og ímyndun. Við minnumst TALs, okkar frábæra viðskiptavinar, með

raggi

trega og sýnum yfirlit yfir flestar TAL-herferðirnar. Með starfsmönnum TALs gengum við í gegnum súrt og sætt í

íris

fimm ár, allt frá því að fyrirtækið var stofnað og þar til það var sameinað Íslandssíma um síðustu áramót. Síðast en ekki síst fögnum við nýjum viðskiptavinum en

jari

nýlega valdi Íslandsbanki okkur til að vinna með sér að markaðs- og auglýsingamálum sínum næstu árin.

halla Útgefandi: Fíton auglýsingastofa

anna karen

Ritstjórn og hönnun útlits: Fíton Aðrir höfundar efnis: Friðrik Eysteinsson

ingó

Ábyrgðarmaður: Þormóður Jónsson Forsíða: Fíton

nanna Ljósmyndir: Bernharð Ingimundarson

guðrún

Umbrot: Fíton Pappír: 150 g ikono silk matt / 250 g ikono silk matt í kápu

alli

Letur: Akzidenz Grotesk Prentun og frágangur: Litróf

anna svava Fíton 3


…á sumrin

FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:38

Page 4

Það er algengt að markaðsfólk álíti að fjölmiðlaneysla minnki á sumrin og þess vegna sé heppilegra að bíða með að auglýsa þar til sumri lýkur, nema verið sé að auglýsa sumartengda vöru eða þjón-

Að auglýsa eða ekki…

ustu. Auglýsendur vilja að sjálfsögðu verja auglýsingafé sínu á sem bestan hátt og telja því oft að betra sé að bíða til haustsins með að

kvikmyndin sem verið er að sýna. Þetta á líka við um aðsókn að

auglýsa eða draga stórlega úr sjónvarpsbirtingum. Svona einfalt er

kvikmyndahúsum. Þar fer aðsókn ekki síður eftir efni og kynningu

þetta þó ekki.

þess en árstíma, að sögn Björns Sigurðssonar hjá Skífunni.

Það sem ætti að valda minna áhorfi á sjónvarp er m.a. að stór

En uppsafnað áhorf (dekkun) á sjónvarp breytist lítillega milli

hópur Íslendinga er erlendis í fríi. Einhver hópur er til fjalla þar

kannana IMG-Gallups, þannig að það lækkar um 5% (RÚV) í tæp

sem hvorki er að finna dagblöð né hægt að horfa á sjónvarp, hvað

15% (SkjárEinn) á könnunartíma ef litið er til allra þeirra sem þátt

þá að fara í kvikmyndahús. Enn annar hópur ver sumarfríi sínu í

tóku í könnunum IMG-Gallups, og ef horft er til yngri hópanna

aðra útivist þar sem fjölmiðlar verða útundan.

(t.d. 16-30 ára) er þessi munur enn minni.

Ef marka má Neyslukönnun Gallups fyrir árið 2003 kemur í

Útvarpshlustun ýmist stendur í stað frá mars og til júní al-

ljós að af þeim sem héldu utan í frí fóru rúm 64,5% einu sinni, um

mennt séð, eða eykst eins og t.d. á Rás 2 og Bylgjunni. Þetta er

25% fóru tvisvar, aðrir oftar. Um helmingur landsmanna hafði farið

nokkuð sem er þekkt meðal auglýsenda.

í frí í útlöndum sl. tólf mánuði, ef marka má könnunina. Athygli vek-

Lestur dagblaða stendur almennt séð í stað milli kannana

ur að 67,6% gera ráð fyrir að fara í frí erlendis á næstu tólf mán-

eða eykst, eins og sést á lestri Fréttablaðsins og DV. Meðallestur

uðum. Út frá þessu má því áætla að á hverjum degi séu all marg-

á dagblöðunum í júní er t.a.m. um 29% á DV, 53% á Morgunblaði

ir Íslendingar erlendis og sjái lítt eða ekki íslenskar auglýsingar á með-

og loks 66% á Fréttablaði, ef marka má könnun IMG-Gallups. DV

an. Hins vegar er enn stór hluti Íslendinga á landinu og nýtur

bætir hlutfallslega mestu við sig milli mælinga.

íslenskra fjölmiðlaáreita. Þá má ekki gleyma því að flestir þeirra

Af ofansögðu er ljóst að ekki þarf endilega að vera um minni

sem fara til útlanda koma til baka gjarnan tveimur til þremur vikum

lestur, áhorf eða hlustun á fjölmiðlana að ræða á sumrin ef

seinna. Skoðum aðeins tiltækar kannanir um lestur og áhorf.

júnímánuður er einhver mælikvarði á slíkt. Vera kann að þessar

Miðað við þau gögn sem tiltæk eru má ætla að áhorf á sjón-

tölur lækki eitthvað þegar líða tekur á júlímánuð en að sama skapi

varp lækki um 8-12 prósentustig yfir sumarmánuðina. Þetta sést

aukist fjölmiðlaneysla í ágústmánuði, þegar þeir sem eru í sumar-

m.a. í júníkönnun IMG-Gallups en þetta er einnig álit sumra sér-

fríum snúa aftur til vinnu sinnar.

fræðinga sem rannsakað hafa fjölmiðlaneyslu Íslendinga undan-

En hvað gerist annað yfir sumarmánuði og ætti að vera aug-

farin ár. Undantekning er þó frá þessu, þ.e. áhorf á Popptíví eykst

lýsendum að skapi? Jú, verðskrá margra miðla lækkar (RÚV

í júnímánuði. Breytingar virðast helstar vera á þann veg að

10%) og sökum minnkandi eftirspurnar eftir auglýsingaplássi- eða

áhorf færist síðar á kvöldin yfir sumartímann. Ef við skoðun

tíma má oft ná hagstæðari samningum en á veturna. Þá sakar ekki

nánar áhorf á einstaka þætti í sjónvarpsdagskránni milli kannana

að þeir sem auglýsa á sumrin eru ekki að keppa við jafnmarga

IMG-Gallups annars vegar í mars og hins vegar í júní á þessu ári

auglýsendur um athygli neytenda. Auglýsingamiðlun mældi einmitt

kemur ýmislegt fróðlegt í ljós.

í samstarfi við einn viðskiptavin sinn árangur þess að auglýsa með afgerandi hætti yfir sumarmánuðina. Notast var við Hug-

Hópur bæði kyn 18-49 ára Miðill

skotsmælingar IMG-Gallups ásamt því sem sölutölur eru þekktar

Efni

áhorf skv.

áhorf skv.

marskönnun

júníkönnun

breyting

aftur í tímann. Í ljós kom að eftirtekt auglýsinga á viðkomandi vörumerkjum jókst um 100-200% og sölutölur voru mjög góðar

RÚV

Fréttir

36,3

29,1

- 7,2

Stöð 2

Stöð 2

25,5

20,6

- 4,9

RÚV

Gísli Marteinn

36,9

24,1

- 12,8

að byggja upp markaðsstarf vetrarins fyrir viðkomandi viðskipta-

RÚV

Kvikm.sunnud.kv.

9,5

9,5

-

vin, þar sem hann þarf ekki að ,,byrja frá grunni“ ef svo má segja.

RÚV

2. Kvikm.laugard.kv.

11,8

19,6

7,8

Af Auglýsingamarkaði IMG-Gallups má ráða að samdráttur í

RÚV

Vesturálman

4,0

5,7

1,7

júní og júlí samanborið við mánuðina mars, apríl og maí er um 16-

Stöð 2

American Idol

14,2

24,7

10,5

18% ef skoðaðar eru brúttótölur. Líklegra er að þessi samdráttur

Stöð 2

Twenty Four

14,7

17,5

2,8

Stöð 2

Friends

18,6

16,8

- 1,8

Stöð 2

60 minutes

8,5

10,7

2,2

SkjárEinn

Law & Order SVU

11,3

26,9

15,6

Svo má ekki gleyma því að haustið kemur alltaf í kjölfar sum-

SkjárEinn

CSI Miami

22,5

22,9

0,4

ars og í mörgum tilfellum hefði ekki verið verra að hafa minnt á sig

SkjárEinn

Law & Order

19,9

19,8

- 0,1

á sumartíma. Það hefur verið sýnt fram á það oftar en einu sinni

SkjárEinn

Boston Public

20,5

18,5

- 2,0

með afgerandi hætti að auglýsingar á samdráttartímum (sem

á þessu tímabili. Nú þegar líður nær hausti er auðveldara en ella

sé all miklu meiri í ljósi aukinna afslátta miðlanna, og skiptir þessi samdráttur í sumum tilfellum tugum prósenta.

segja má að sumarið sé í sumum tilfellum), geti margborgað sig. Í þessari töflu er áhorf vinsælustu dagskrárþátta að finna og sést að nokkrir lækka, sumir haldast nærri óbreyttir (breytast vart marktækt) og all margir þættir bæta við sig áhorfi. Varðandi áhorf á kvikmyndir má ætla að þar ráði talsverðu um áhorfið Auglýsingamiðlun 4

Magnús Baldursson er framkvæmdastjóri Auglýsingamiðlunar, birtingaþjónustufyrirtækis.


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

Búnaðarbankinn

15:38

Page 5

Vaxtalínan – Hvernig týpa ert þú?

Vaxtalínan er fjármálaþjónusta hjá Búnaðarbankanum fyrir unglinga á aldrinum 11–15 ára. Í þessari herferð var ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi, að búa til skemmtilegar auglýsingar og gjöf sem gæti orðið vinsæl meðal unglinganna. Auglýsingarnar sýna týpur

sem lýsa mismunandi viðhorfi til peninga. Sumir eru eyðsluklær og dekurdýr en aðrir nískupúkar og aurasálir. Óhætt er að segja að þetta hafi mælst vel fyrir og hafa bolirnir runnið út. Ljósmyndir tók Áslaug Snorradóttir.

Búnaðarbankinn 5


Gísli B. Björnsson

FI006229 umbrotid.qxp

Gísli B. Björnsson 6

9.9.2003

15:39

Page 6

Fegrunarnefnd Reykjavíkurborgar

Hjálparstarf kirkjunnar

Herrahúsið

Hjartavernd

Happdrætti SÍBS

Ríkisútvarpið Sjónvarp 1965–1966

Tillaga í samkeppni um merki Borgarness

Samband íslenskra sveitarfélaga 1964

Fasteignasalan Eignamiðlun 1997

Félag hrossabænda 1983

Vefur um fermingar 2000

Kaupmannasamtök Íslands

Hótel Holt

Ormstunga bókaútgáfa 1992

Málningarverksmiðja 2001

Háteigskirkja 2002

Iceland Review 1963

Gróðrarstöðin Mörk 1967

Umbúðamiðstöðin

Sögusetrið Hvolsvelli 1996–1997

Strætisvagnar Reykjavíkur 1993–1994

Listasafn alþýðu

Max 1995

Múlalundur


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 7

Forsendur Allar grunnupplýsingar um viðfangsefnið verða að liggja fyrir. Gott merki verður til með því að hönnuðurinn nái að kafa inn í eigin hugarheim, kanna þar sviðið og leita frjórra hugmynda. Teiknarinn verður að vita hvaða leiðir eru færar, þekkja til táknmáls, leturs og leturmeðferðar, og þekkja nokkuð til þeirra merkja er fyrir eru. Hann hafi þroska og reynslu til að bjóða viðskiptavini sínum eða verkkaupa nokkra frambærilega valkosti og ráðleggja síðan um val og útfærslu.

Gísli B. Björnsson og merkin hans Táknmálið Gísli B. Björnsson er frumkvöðull og mótandi afl í grafískri hönnun og auglýsingamennsku á Íslandi. Hann hefur kennt mörgum kynslóðum grafískra hönnuða, byggði upp og stýrði auglýsingadeildinni í MHÍ til margra ára auk þess að vera skólastjóri Myndlista-

Tákn hafa fylgt manninum frá örófi alda. Þetta eru merki fyrir ákveðna hluti, fyrirbrigði eða jafnvel hugsun, sem smám saman hafa fengið ákveðna merkingu. Það eitt að sjá táknið segir ákveðna sögu.

og handíðaskólans. Gísli rak auglýsingastofuna GBB sem síðar varð Hvíta húsið. Nýverið opnaði Gísli vef þar sem hann sýnir merki sem hann hefur hannað: www.gislib.is. Hann hefur hannað fjöldann allan af frábærum merkjum, sem mörg hver eru órjúfanlegur hluti af okkar daglega lífi. Á vefnum eru líka hugleiðingar hans um hvað þarf til þess að búa til gott merki, en þær eru mjög gagnlegar hvort sem

Menning okkar, trú, listir, stjórnmál og samskipti manna á milli, umferð, öryggismál o.s.frv. byggjast að miklu leyti á táknmáli. Við lifum og hrærumst í táknum. Sama grunnformið, t.d. þríhyrningur, hefur ekki sömu merkingu þegar það snýr upp eða niður.

er fyrir hönnuð eða þann sem hyggst kaupa merki. Við fengum góðfúslegt leyfi hjá Gísla til að birta nokkur merki hér og textann hans um merkjahönnun.

Markmið Markmið með hönnun á merki eða skrift: • er að skapa einkenni/tákn sem samræmist eðli viðfangsefnisins

Hvað er merki? Gott merki er einfalt tákn, laust við ofhleðslu í formi og lit, í góðu jafnvægi og þarf að standast allar kröfur um notkun. Ef því eru ætlaðir langir lífdagar skal það hugsað sem sígilt tákn, helst laust við tískufyrirbrigði dagsins. Það á að byggjast á fræðilegum

• að það hafi sín sérkenni og sérstöðu • sé einfalt og auðskilið • uppfylli tæknilegar kröfur • sé óháð tísku dagsins, verði ekki strax gamalt • og sé líklegt til að lifa lengi

forsendum og hafa beina skírskotun í þann bakgrunn sem það stendur fyrir. Merkið á að skera sig úr, vera auðkennanlegt í samfélagi merkja samkeppnisaðila. Gísli B. Björnsson teiknari FÍT, fæddur 23. 06. 1938 í Reykjavík

Hvernig verður merki til? Merki þarf að vinna á eftirfarandi forsendum: • Nægur tími sé gefinn til verksins. • Hægt sé að kanna væntanlega samkeppnisstöðu þess. • Afla megi sem bestra upplýsinga um sögulegan og fræðilegan

Menntun Menntaskólinn í Reykjavík 1955–56. / Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1956–59, sérgrein: Hagnýt myndlist. Aðalkennarar: Sigurður Sigurðsson (teikning og málun), Bragi Ásgeirsson (grafík), Sverrir Haraldsson (formfræði og hönnun) og þýski hönnuðurinn Wolfgang Schmidt 1957–58. / Staatliche Akademie der Bildenden Künste Stuttgart 1959–61 (Listaháskólinn í Stuttgart). Kennari í myndlist (málun og teiknun): Prof. Henninger. Kennari í deildinni „Buchgraphik“: Prof. Walter Brudi. Aðaláhersla á merki, leturteikningu og leturmeðferð.

bakgrunn fyrir hönnunarvinnunni. • Hönnuðurinn leiti sem víðast fanga í hugmyndasköpun sinni, þannig að valkostir séu nokkrir. • Náið samstarf sé við viðskiptavin eða verkkaupa á vinnsluferli merkisins. • Tillögur séu metnar af yfirvegun og endanlegt val merkis sé vandað. • Litavalið endurspegli inntakið og bæti merkið. • Síðasta útfærsla merkis og það sem með því á að standa, s.s. letur í firmaskrift, sé í samræmi við stíl merkisins.

Starfsferill 1961 Auglýsingastofan Gísli B. Björnsson stofnuð, framkvæmdastjóri og teiknari. 1962 Falið að stofna sérdeild í auglýsingahönnun við MHÍ, undanfara grafískrar hönnunar. 1962–73 og 1976–87 Deildarstjóri auglýsingadeildar MHÍ. 1973–75 Skólastjóri MHÍ. 1973 Læt af framkvæmdastjórn GBB, stjórnarformaður, starfa sem teiknari í sérverkefnum. 1987–89 Framkvæmdastjóri Gallerís Borgar. 1987 Kennari við MHÍ og síðar Listaháskóla Íslands í grafískri hönnun. 1989 Sel hlut minn í GBB sem verður Hvíta húsið. 1990 Tek þátt í stofnun auglýsingastofunnar Hér&nú. 1991 Hef störf sem „einyrki“ í grafískri hönnun og markaðsráðgjöf. 1992–97 Kennari á fjölda námskeiða hjá Prenttæknistofnun. 1999 Ráðinn til að vera Einkaleyfastofunni til ráðuneytis um skráningu byggðarmerkja. 2003 Sérverkefni, vinn að stórri bók, menningarsögu um heim íslenska hestsins.

Gísli B. Björnsson 7


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 8

Beyglurnar

Beta rokk

Halli í Botnleðju

Sveppi

Markaðsráð Lambakjöts

Léttur réttur

Í ársbyrjun var gert átak til að vekja áhuga fólks á aldrinum 20-30 ára á lambakjöti. Unnar voru sjónvarps-auglýsingar og dagblaða- og tímaritaauglýsingar gerðar í stíl við þær með uppskriftum að nýstárlegum en einföldum lambakjötsréttum. Uppskriftirnar voru jafnframt gefnar út í bæklingi sem dreift var í verslanir. Í sjónvarps- og prentmiðlaauglýsingum kom fram ungt fólk, þekkt fyrir sköpun og list á ýmsum sviðum; leiklist, tónlist, þáttagerð og fleira. Auglýsingarnar sýndu brot úr daglegu lífi fólksins og myndir af lambakjötsréttunum voru fléttaðar inn í það efni ásamt slagorði herferðarinnar „Lambakjöt, – léttur réttur“. Auglýsingarnar eru ennþá í birtingu og munu sjást á skjám og í blöðum landsmanna fram eftir hausti. Pegasus vann sjónvarpsauglýsingarnar og Reynir Lyngdal leikstýrði. Börkur Sigþórsson tók myndirnar en Áslaug Snorradóttir myndir af réttum.

Lambakjöt 8


9.9.2003

15:39

Page 9

Indverskt lambakarrí

Skerið kjötið í gúllasbita. Setjið lauk, hvítlauk, engifer og krydd í matvinnsluvél eða blandara og látið ganga þar til allt er orðið að mauki.

7 – 800 g lambakjöt, bein- og fituhreinsað 3 laukar, saxaðir 3 – 4 hvítlauksgeirar, saxaðir 4 – 5 cm bútur af engifer, saxaður 1 msk. karríduft, gjarna Madras 2 tsk. garam masala 1 tsk. kardimommur, malaðar 1 tsk. kanill ½ tsk. chilipipar, eða eftir smekk 50 g smjör 300 ml hrein jógúrt ½ l vatn 2 kjúklingakraftteningar 2 msk. tómatþykkni (paste) sítrónusafi e.t.v. pipar og salt

Bræðið smjörið á stórri pönnu og brúnið kjötið vel á öllum hliðum. Takið það upp með gataspaða og setjð á disk. Setjið kryddaða laukmaukið á pönnuna og látið það krauma við meðalhita í nokkrar mínútur. Hrærið oft á meðan. Hrærið svo jógúrt, vatni, teningum og tómatþykkni saman við, setjið kjötið aftur út í, leggið lok yfir og látið malla í um hálftíma. Takið þá lokið af pottinum og sjóðið í hálftíma í viðbót, eða þar til kjötið er meyrt og sósan hefur þykknað. Smakkið til með nýkreistum sítrónusafa og e.t.v. pipar og salti. Þetta er aðeins ein af ótal einföldum og góðum aðferðum við að elda lambakjöt. Ef kjöt er í réttinum, hikaðu ekki við að hafa það lambakjöt.

Tómatkarríréttur

F í t o n / S Í A

F I 0 0 6 3 3 9

FI006229 umbrotid.qxp

7–800 g beinlaust lambakjöt, t.d. læri eða framhryggur 2 msk. olía 1 laukur, saxaður 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 2–3 cm bútur af engifer, saxaður smátt 3 msk. rautt indverskt karrímauk (einnig má nota 2 msk. af karrídufti) salt 1 dós tómatar, grófsaxaðir 1 rauð og 1 græn paprika, fræhreinsaðar og skornar í bita 150 ml kókosmjólk Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í gúllasbita. Olían hituð í potti og laukurinn látinn krauma í henni í nokkrar mínútur. Hvítlauk og engifer bætt út í og steikt í um 2 mínútur í viðbót. Þá er karrímauki og salti hrært saman við, látið malla í nokkrar mínútur og hrært oft á meðan. Kjötið sett út í og hrært vel. Tómötunum bætt í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, hitinn hækkaður og þegar sýður er hann lækkaður aftur og látið malla í 10–15 mínútur. Þá er papriku og kókosmjólk hrært saman við, lok sett á pottinn og látið malla við mjög vægan hita í um 1 klst. Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef uppgufun verður mikil svo að sósan brenni ekki við. Borið fram með hrísgrjónum og/eða grænu salati.

www.lambakjot.is

www.lambakjot.is

Kínverskur lambakjötsréttur 500 g meyrt lambakjöt 1 rauð paprika 100 g sveppir 250 g spínat 175 g kasjúhnetur 3 msk. olía 2–3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2–3 þurrkuð chilialdin, mulin 2 tsk. rifinn engifer 3 msk. ostrusósa 2 msk. sojasósa 1 msk. púðursykur 2 tsk. maísmjöl Kjötið skorið í þunnar ræmur. Paprikan fræhreinsuð og skorin í sneiðar, sveppirnir skornir í sneiðar og sverustu stönglarnir klipnir af spínatblöðunum. Kasjúhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt farnar að taka lit en síðan hellt á disk og látnar kólna. 2 msk. af olíu hitaðar í wok eða á þykkbotna pönnu og kjötið snöggsteikt við háan hita þar til það hefur allt tekið lit. Tekið upp með gataspaða og sett á disk. Afganginum af olíunni bætt á pönnuna og paprika og sveppir veltisteikt í 3–4 mínútur. Þá er kjötið sett aftur á pönnuna ásamt kasjúhnetum, hvítlauk, chili, engifer, ostrusósu, sojasósu og púðursykri. Veltisteikt áfram í 2–3 mínútur. Maísmjölið hrært út í svolitlu köldu vatni og hrært saman við. Látið sjóða þar til sósan þykknar.

www.lambakjot.is

Kryddað lambakjötssalat með lárperum 6–700 g lambahryggvöðvi (file) 1 msk. engifer, rifið eða saxað smátt 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2 tsk. kummin, malað 2 tsk. kóríanderfræ, möluð tsk. chilipipar (eða eftir smekk) salt Kryddinu blandað saman og núið vel inn í lambið. Látið standa í hálfa eina klukkustund. Olían hituð á pönnnu og kjötið saltað svolítið og steikt við góðan hita þar til það er brúnað á öllum hliðum; lengur ef það á að vera steikt í gegn. Tekið af pönnunni, álpappír breiddur yfir og látið standa í nokkrar mínútur. Lárperurnar afhýddar og skornar í litla teninga. Paprikan fræhreinsuð og söxuð. Rauðlaukurinn skorinn í fjórðunga og þeir síðan í þunnar sneiðar. Chilialdinið fræhreinsað og skorið í örþunnar sneiðar og kóríanderlaufin söxuð. Öllu blandað saman á fati ásamt límónusafa og síðan er kjötið skorið í þunnar sneiðar á ská og sett í hrúgu ofan á. Pipar malaður yfir og skreytt með kóríanderlaufi.

1 msk. olía 2 lárperur, vel þroskaðar 1 rauð paprika, stór 1 rauðlaukur 1 chilialdin, rautt eða græn safi úr 2 límónum fersk kóríanderlauf nýmalaður pipar

til

www.lambakjot.is

Lambakjöt 9


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 10

Merki Hótel Búða, hannað af Ámunda Sigurðarsyni. Pétur Þórðarson, kokkur á Hótel Búðum Á Búðum þrífast andstæður og einfaldleiki. Jökullinn, gul ströndin, hraunið, gróðurinn, hamrarnir, hólmurinn, hafið og hótelið – saman í einni súpu. Mismunandi krydd í ljúffengri sjávarréttasúpu hugsanlega. Matargerðin á Hótel Búðum lýtur sama lögmáli og umhverfið. Er í senn einföld og andstæð... einstæð.

GÓÐ RÁ Ð Það er gott að þurrka fisk vel áður en hann fer á pönnu því þá frussast olían

Maðurinn sem matinn eldar heitir Pétur Þórðarson og kannski er hann eini kokkurinn á Íslandi sem missir ekki stjórn á skapi sínu þegar hitinn er sem mestur í erilsömu eldhúsinu. Andstæðurnar blossa upp þegar jafnaðargeð Péturs og ástríða hans á einfaldri matreiðslu mætast yfir pottunum.

ekki þegar bleytan lendir á pönnunni. Ef mikið er af afgangskjöti er hægt að geyma það í olíu sem virkar eins og lofttæming. Þannig geymist kjöt í viku ef ekki meira í góðum kæli. Einnig er

Ferskur fiskur, fríður diskur „Umhverfið, stemningin og tækifæri til þess að gera það sem ég vil í eldhúsinu eru aðalástæður þess að ég hef unnið á Búðum undanfarin ár. Ég er líka ættaður frá Hellissandi í föðurætt og úr Staðarsveit í móðurætt og á mikið af ættfólki allt í kring sem skemmir ekki fyrir,“ segir Pétur og strýkur mjúklega rauðbirkinn hökutopp sinn. Matseld á Búðum hefur fyrir löngu kveðið sér hljóðs og hefur eldhúsið þar jafnvel verið kallað Mekka íslenskrar matargerðar. Réttir á borð við kola framreiddan með gráðosti, bönunum og rækjum eiga það til að bræða hjörtu braðlaukanna, og sér margur sælkerinn sig knúinn til að heimsækja Búðir í ætisleit oft yfir sumartímann.

„Fiskur sem hráefni er í algeru uppáhaldi hjá mér og við fáum fisk beint úr bátunum á Ólafsvík sem við flökum síðan sjálf. Ég er alltaf garanterað með ferskan fisk sem ég veit að er nýr og er ekki búinn að bíða í einhverri fiskbúð í 2 til 3 daga.“

og einhvern veginn skín í gegn að hann meðtekur ekkert kjaftæði. „Þegar ég er að elda hlusta ég mjög oft á einhverja þægilega, einfalda íslenska tónlist sem ég get sungið með,“ fullyrðir hann með sakleysislegum glampa í augum.

Persónulega ber Pétur sérstaklega hlýjar tilfinningar í garð einnar fisktegundar. „Þorskurinn er góður og skemmtilegur fiskur sem er virkilega vanmetinn af Íslendingum“. Fiskréttir eru langvinsælastir á Búðum yfir sumartímann og segir Pétur svo sérstaklega vera ef veður er gott „þá vill fólk njóta útsýnisins með kalt hvítvín og ferskan fisk.“

En eins og aðrar manneskjur þarf Pétur að fá útrás eftir að hafa haldið rónni undir gríðarlegu álagi mánuðum saman. Þessa útrás fær Pétur á friðsælan hátt, til dæmis með því að raka á sig hanakamb í miðri vertíð og er starfsfólkið á Búðum löngu orðið vant að sjá kokkinn ganga inn í eldhúsið að morgni dags með róttækar hárgreiðslur þó gamli góði rólyndisblærinn einkenni hann að vanda. „Ég er alveg laus við að vera stressaður sem er mikið lán vegna þess að það er töluvert mikið til í staðalímyndinni um öskrandi, sveitta kokkinn. Þessu til sönnunar má benda á að þú sérð yfirleitt ekki

Raulandi með hanakamb Framkoma Péturs er yfirveguð og róleg

Grænmetisgúrúið snýr aftur

mjög gamla kokka á a la carte veitingastöðum, fólk brennur hratt upp í þessum bransa. Á Íslandi borða líka allir milli klukkan átta og hálftíu og það eykur töluvert á stressið,“ segir Pétur.

Aðstoðarkona Péturs í sumar verður Gunnhildur Emilsdóttir sem stofnaði veitingastaðinn Á næstu grösum á sínum tíma og telst einn mesti sérfræðingur í grænmetismatargerð hérlendis. „Gunnhildur starfaði á Búðum fyrir mörgum árum og er nú komin aftur til þess að rúlla upp grænmetisréttunum. Það er mjög alþjóðlegur og blandaður matseðill á hótelinu. Við breytum seðlinum reglulega yfir sumarið án þess að kollvarpa honum svo að ákveðin endurnýjun eigi sér stað fyrir þá sem koma oft. Við gerum breytingar um það bil vikulega og þá getur maður prófað nýja hluti og þróað sig áfram. Úr því að Gunnhildur verður með okkur í sumar er þess að vænta að mjög spennandi hlutir munu eigi sér stað í grænmetisréttunum okkar,“ segir Pétur.

„Það er gott að elda á Búðum vegna þess að einhvern veginn virðist fólk rólegra og yfirvegaðra þar. Matargestirnir eru komnir burt frá stressinu til að slappa af. Þjónarnir eru yfirleitt hressir og skemmtilegir og ná að láta fólkinu líða vel, þótt álagið í eldhúsinu geti verið mikið fyrir því enda vill fólk ekki bíða endalaust eftir matnum sínum“. En skyldi Pétur enn standa yfir, Búðahlóðunum eftir tvo áratugi? „Nei börnin mín verða búin að taka við hér eftir 20 ár. En þá ætla ég sjálfur að reka bar á Bahamas og liggja þar í sólinni,“ segir hann án þess að blikna.

„Við prófuðum í fyrsta sinn í fyrra að setja niður salat og kryddjurtir og það gekk ótrúlega vel. Það er orðið svo hlýtt á Íslandi að við getum ræktað þetta fína salat og notað á matseðlinum,“ bætir Pétur við.

hægt að setja kryddjurtir í olíuna sem kjötið tekur í sig.

jafnaðargeðið spili stór hlutverk. „Hraðar hendur eru mikilvægar og ekki síður þolinmæði gagnvart þjónunum,“ segir hann glottandi og bætir við „það verður alltaf að vera smá rígur milli kokka og þjóna.“

Ferðast til að borða „Ég hef mjög gaman af því að ferðast og oft fer ég utan gagngert til þess að borða. Maður fer í stórborgir og skoðar veitingastaðina en lítur ekki við kirkjun-um,“ segir Pétur glottandi. Hann segir að sér líki margt við kokkastarfið. „Það skemmtilegasta við starfið er aksjónið sem því fylgir og ánægðir kúnnar eru jú líka alltaf skemmtilegir. Það er algengt á Búðum að fólk komi inn í eldhús og þakki fyrir sig sem er alltaf viss stemning.“ Af þeim eiginleikum sem matreiðslumönnum eru mikilvægastir telur Pétur að snerpan og

Fusion, einfaldleiki og karakter Pétur hefur sterkar skoðanir á því sem er að gerast í matargerðarlist hérlendis sem erlendis. Hann segir það synd að ekki skuli vera fleiri hágæða veitingastaðir utan höfuðborgarsvæðisins þar sem að þar séu ónýtt sóknarfæri í veitingaiðnaði. „Það eru víða skemmtileg kaffihús úti á landi

sem hafa allt til þess að bera að verða virkilega flott en það vantar oft einhvern karakter í þau. Það er eins með matargerðina sem vill verða leiðinlega flöt og einhæf víða“. En hvað er nýjast af nálinni í matargerð að mati Péturs? „Það er í raun búið að gera allt sem er hægt í matargerð og nú er frekar um blöndun á ýmsum matargerðum að ræða eða svokallað fusion, sem byrjar upphaflega á því að verið er að færa asískan mat í evrópskan stíl. Þessi pæling nær inn í eldhús á Búðum núna en það var stefna frá gömlu kokkunum á Búðum, mönnum eins og Rúnari Marvinssyni, Súkkat-gæjum og fleirum, að ef þeir fengu hráefnið ekki á Snæfellsnesi þá var það ekki á matseðlinum, fyrir utan sniglana. En nú má fara víðar en það er þó stefnt að því að hafa alla matargerð einfalda en góða,“ segir Pétur að lokum af sinni stóísku ró.

11

10

ENDURREISN 2003

Til hamingju með daginn! Á Búðum hefur risið nýtt hótel. Þriggja hæða, tæplega 1300 fermetra bygging hýsir 28 hótelherbergi, fjölda veitingasala; s.s. kvöldverðarsal, kortaherbergi, vínstofu og garðskála auk ýmissa þjónusturýma. Hafist var handa við bygginguna á haustdögum 2001, opnað fyrir veitingasölu sumarið 2002 og nú í dag 14. júní hefst fullur rekstur. Við endurreisn Búða hafa margir dugmiklir aðilar lagst á eitt. Búðir eru gefandi staður en um leið mjög krefjandi. Það hefur því aldrei verið val um annað en að byggja myndarlega á Búðum – hús sem hæfir staðnum og sögunni.

Við sáum yfir gjörvalla veröldina og vissum að við vorum að upplifa eitthvað einstakt

Við sem að Búðum stöndum erum innilega þakklát öllum þeim er lagt hafa hönd á plóg. Fólkið – gestirnir og starfsmennirnir eru kjarninn í Hótel Búðum. Það er þeirra vegna og af þeirra völdum sem þetta hefur tekist. Þess vegna er þetta blað helgað þeim.

Unnur Jökulsdóttir, ævintýramanneskja

Kötturinn hvarf en krakkarnir ekki

Verið velkomin að Búðum, starfsfólk og eigendur Hótel Búða

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, búningahönnuður Að vera á tánum í sandinum. Maður bara kom á Búðir og ílengdist við ýmis störf. Stundum mætti maður með skúringafötuna frá Reykjavík til þess að undirbúa hótelið fyrir opnun. Að vaka lengi á sumarkvöldum við að vaska upp og ganga frá. Krakkarnir týndir úti í hrauninu. Stundum stóð manni ekki á sama og var hræddur um börnin út af hellunum en þau skiluðu sér þó alltaf. Hins vegar týndist kötturinn okkar hún Soffía í þrjá mánuði í hrauninu. Hún hvarf í byrjun sumars og fannst rétt áður en hótelinu var lokað. Síðar náði hún 22 ára aldri og hefur eflaust borðað hollar jurtir á ferðum sínum um hraunið.

Á vorin fór ég og gisti á Hótel Búðum í tvær þrjár nætur, yfirleitt í júní. Stundum með vinahópi, en yfirleitt ein. Mér fannst alltaf frábært að vera þarna ein, lesa, skrifa, fara í göngur í yfirnáttúrulega fögru umhverfinu. Láta stjana við mig í matsalnum á kvöldin. Starfsfólkið var líka umburðarlynt, lygndi aftur augunum og horfði í aðra átt þegar hundurinn minn laumaðist með mér inn á herbergi á kvöldin.

Ég á dásamlegar minningar að sigla með skipi frá Búðum. Að hengja út á snúruna og öðlast þannig svokallaða „snúrubrúnku“ á tærnar. Baka, strauja dúka, breyta, raða gúmmístígvélum. Að liggja úti í hrauni og borða skarfakál og ólafssúru og leita að brúðarauga með jurtabækur við höndina.

Hótel Búðir 356 Snæfellsbær

Stundum sást Snæfellsjökull, stundum sást hann bara alls ekki neitt heilu dagana en samt fann maður fyrir honum.

Sími 435 6700 Fax 435 6701 www.budir. is

Einu sinni fór ég með nokkrum vinum um Jónsmessuna og á miðnætti fórum við á jökulinn á rosalega kúl snjóbíl. Við vorum að halda upp á afmæli bróður míns. Þetta var magnað kvöld, miðnætursólin dansaði logandi rauð á himninum og braut öll lögmál. Á leiðinni upp birtist okkur mögnuð sýn. Sólin kastaði skugga af jöklinum á himininn og skugginn trónaði eins og dökkur risavaxinn loftgerður píramídi á haffletinum. Allir í snjóbílnum voru þöglir, hver og einn einasti skynjaði að við vorum að sjá eitthvað alveg einstakt.

Starfsmenn áttu samanlagt mikið af börnum og þau voru þarna í stórum hópum og ef hótelið var fullt var tjaldað. Það er svo lítið undirlendi þarna að maður vaknaði oftar en einu sinni við það að tjaldið hafði lagst saman ofan á mann. Það var gaman. Einu sinni man ég að bilaði rútan og við vorum í 11 klukkustundir til Reykjavíkur, en það einhvern veginn skipti ekki máli.

budir@budir.is

Búðablaðið, 14. júní 2003 Útgefandi: Hótel Búðir ehf. Ábyrgðarmaður: Viktor Sveinsson Ritstjóri og höfundur efnis, nema annað sé tekið fram: Katrín Oddsdóttir

Þegar upp á jökulinn kom var eins og maður væri kominn á topp jarðarinnar. Eins og sæi yfir gjörvalla veröldina. Þetta var eitthvað sem aldrei gleymist. Það er engu logið með að þarna er meiri orka en annars staðar.

Ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson/Golli eða úr myndasafni Hótel Búða Teikningar: Dýraríki Íslands eftir Benedikt Gröndal, Reykjavík, Örn og Örlygur 1976. Umbrot: Fíton ehf.

Óli Dimmalimmson staðarhaldari á Búðum Ólafur, eða Óli, er fæddur á Bjarnarfossi í Staðarsveit 1993 og ólst þar upp hjá móður sinni, Dimmalimm, fyrstu mánuðina. Ekki er talið ólíklegt að faðir hans sé Breiðavíkur-Hrói, sem á árum áður lifði villtur í héraðinu og varð frægur fyrir að veiða bjargfugla sér til matar auk þess sem til hans sást slæða upp silung í Lýsuhólsvötnum. „Ég hafði lítið af föður mínum að segja í uppvextinum. En ég heyrði sögur af honum, einsog aðrir, en ég tek þær nú frekar með fyrirvara,“ segir Óli og brosir út í annað.

hlutlausum tóni en það er auðheyrt að þessi reynsla hefur markað djúp spor í sál hans. Þegar nýtt hótel tók að rísa á Búðum fylgdist Óli með frá byrjun og hafði eftirlit með iðnaðarmönnum. „Iðnaðarmenn eru náttúrulega eins misjafnir og þeir eru margir. En við vorum ansi heppin hér á Búðum því þetta var góður hópur og miklir dugnaðarforkar. Þeir gerðu mér þá ánægju að halda mér veislu, þegar fyrsta áfanga lauk í fyrra. Ég var afskaplega snortinn og lít á þessa menn sem vini mína.“

„Ég var líka súbdjákn við Búðakirkju,“ segir Óli. „Það starf fólst nú helst í því að halda músunum frá en leiða ferðamenn inn. Mér hefur alltaf líkað betur við ferðamenn en mýs. Ég kynntist líka mörgu góðu fólki, innlendu sem erlendu, sem hefur bæði sent mér bréf og póstkort, mörgum árum eftir að það gisti hér á Búðum. Það segir mér að maður sé að gera eitthvað rétt.“

Í vetur varð Óli fyrir enn einu óhappi. Rófa hans varð milli stafs og hurðar þegar eldhússtelpan var að flýta sér of mikið. Rófan klipptist af honum svo nú er hún vart lengri en þumlungur. „Ég var að gantast í stelpunni,“ segir Óli kíminn. „Það er stundum einhver pirringur í henni og þá hef ég gaman af að gefa henni undir fótinn. En þetta er svo uppstökkt stundum, skellandi hurðum og gargandi eitthvað. Ég ætlaði nú bara að kitla hana aðeins til og elti hana inn í eldhús, en það fór ekki betur en svo að hurðin skall við afturlappirnar á mér og klippti rófuna af. Í raun var mikill léttir að losna við hana, því hún hefur ekki gagnast mér síðan þarna um árið. Nú get ég þó bæði lyft henni og dillað henni, þótt hún sé ekki nema um þumlungur á lengd. Það er þó betra en ekki neitt,“ segir Óli sposkur á svip og blikkar blaðamann.

Þetta var á þeim tíma þegar Hótel Búðir voru lokaðar á vetrum. Þá bjó Óli í Þingholtunum í Reykjavík ásamt Druslu systur sinni og Viktori, ungum systursyni sínum. „Ég fann mig aldrei heima í borginni,“ segir hann og horfir annars hugar út yfir ósinn þar sem endur synda með bústna ungana í löngum röðum. „Ég er mikill sveitari í mér. Svo lenti ég í erfiðri reynslu í Reykjavík, en ég varð tvisvar undir bíl. Mjaðmagrindin brotnaði illa. En ég var í höndum færustu sérfræðinga og bý nú að traustri stálgrind þar sem mjaðmagrindin var áður. En rófan lamaðist alveg svo ég mátti draga hana á eftir mér í mörg ár þaðan í frá.“ Óli segir frá í

„Ég er afskaplega ánægður með nýja hótelið,“ heldur hann áfram. „Ég hef auðvitað haft umsjón með framkvæmdum og litið eftir þeim ótal smáatriðum sem þurfa að vera í lagi þegar maður ætlar að reka hótel á heimsmælikvarða. Auðvitað tekur þetta á; maður er nú ekki neitt unglamb lengur, en þetta hefur verið afskaplega góður tími. Það er gefandi starf að vera staðarhaldari hér á Hótel Búðum og ég hlakka mikið til að taka á móti fyrstu gestunum. Og ef stelpurnar haga sér almennilega þá held ég að allir geti verið ánægðir,“ segir Óli Dimmalimmsson og röltir með rófuna stuttu á kvöldgöngu út í hraunið þar sem jökulinn ber við loft.

Þegar Viktor Sveinsson tók við rekstri hótelsins sóttist hann eftir að fá Óla til starfa á hótelið, enda fáir jafn vel að sér um sögu staðarins. Auk þess var Óli einstaklega gestrisinn og höfðinglegur og tók þegar að sér stöðu staðarhaldara á Búðum og heldur henni enn.

Prentun: Morgunblaðið.

Friðrik Erlingsson

3

2

Sími 435 6700 · www.budir.is

Leiðarvísir fyrir stjörnukort Hótel Búða (ef Búðir væru persóna)

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur

Sól í Tvíbura

Venus í Tvíbura

Þarf að vera hreyfanlegur og fást við fjölbreytt málefni. Vill miðla upplýsingum, nota hugann og taka þátt í félagsmálum.

Á auðvelt með að umgangast fólk, er vingjarnlegur og opinn í samskiptum, sækir í skoðanaskipti og fjölbreytt mannlíf, fer eigin leiðir, vill ekki láta binda sig niður. Heillast af gáfum, léttleika, hugmyndaauðgi, félagslegum hæfileikum og sveigjanleika í fari annarra. Frjálslyndur í ástum.

Tungl í Bogmanni Opinskár í tjáningu tilfinninga með sterka frelsisþörf. Vill hafa vítt umráðasvæði, er frjálslyndur og hefur innilegan áhuga á ferðalögum.

Stjórnað af stjörnum Á næsta fulla tungli, laugardaginn 14. júní klukkan 20:20 mun Hótel Búðir verða tekið í fulla notkun á ný með viðeigandi opnunarteiti, pompi og prakt. Ástæðan fyrir því að hótelið mun opna akkúrat klukkan 20:20 þennan ágæta dag er ekki endilega sú að allir pottarnir verði komnir í hús og búið að strauja hvert einasta lak. Nei, ástæðan er aðeins dýpri, flóknari og margbrotnari en svo. Sólin, tunglið, mars, venus, merkúr og miðhiminn eiga öll sinn þátt í því að þessi dagur varð fyrir valinu og hvers vegna? Vegna þess að þann 14. júní þá viðrar vel í himinhvolfunum fyrir stofnun hótels.

Tunglið og tvíburarnir vísa veginn Viktor Sveinsson hótelstjóri er ekki fyrsti maðurinn sem ráðfærir sig við stjörnuspeking áður en mikilvæg ákvörðun sem þessi er tekin. Konungar og drottningar um gervallan heim hafa nýtt sér þekkingu og spádómsgáfur stjörnuspekinga um aldir alda og enn í dag er til fullt af fólki sem nýtir sér veðráttu himinhvolfanna til aðstoðar við að taka mikilvægar ákvarðanir. Katrin de Medici Frakklandsdrottning hafði stjörnu-

spekinginn Nostradamus sér til halds og trausts. Við Íslendingar getum m.a. leitað til Gunnlaugs Guðmundssonar. Blaðamaður hitti Gunnlaug á Jómfrúnni í Lækjargötu. Þar fengum við okkur fiskibollur að borða og kaffi á eftir. Það er alltaf betra að ræða málin eftir matinn en ekki þegar maður er svangur. Tómur magi þýðir minni einbeiting, þetta er eitt af þessum einföldu lögmálum náttúrunnar og mannsandans. „Mörgum getur eflaust þótt skrítið að hægt sé að nýta sér stjörnuspekina til að stofna fyrirtæki, en þegar betur er að gáð þá er það ekkert skrítið. Stjörnuspekin er einfaldlega tæki til að greina hvaða „veður“ eða orka er í loftinu á tilteknum tíma,“ útskýrir Gunnlaugur og hellir kaffi í bollann sinn eftir að hafa rennt niður dásamlegum fiskibollum. Svo heldur hann áfram „...og hversvegna 14. júní? Vegna þess að þann dag er hentugri orka í loftinu til þess að stofna hótel heldur en til dæmis þann 15. júní. Þetta gengur allt út á rétt samspil. Til dæmis stofnar maður ekki listagallerí á tíma sem er mjög grófur eða hefur með sér hrátt energí. Það gildir t.d. ekki það sama fyrir byggingafyrirtæki og hárgreiðslustofu.“

12

Hótel Búðir 10

Tíðahringur kvenna stjórnast af tunglinu, flóð og fjara stjórnast af tunglinu, talað er um að fólk sé tunglsjúkt, úlfar æsast upp á fullu tungli og dagbækur lögreglunnar eru oftast skrautlegri eftir fullt tungl. Fyrir Gunnlaugi er varla þörf á að útskýra þetta. „Augljósustu áhrifin sem við finnum fyrir eru frá tunglinu. Maðurinn er náttúrlega 70% vatn þannig að tunglið hefur jafn mikil áhrif á manneskjur eins og annað á jörðinni. Þetta spilar allt saman, sól, tungl og jörð og það hefur áhrif á okkur hvort það er samdráttur þarna uppi eða ekki. Athafnir okkar samræmast að mjög mörgu leyti orku náttúrunnar. Sem dæmi um þetta get ég nefnt að áður en rafmagnsljós komu til sögunnar, og fólk fór að nota stjörnurnar til að rata eftir, þá notaði það tunglið. Það var aldrei lagt í ferðalag á nýju tungli heldur varð að nota birtuna frá fullu tungli til að komast á leiðarenda."

Mikið kynlíf...jafnvel forboðið Þann 14. júní verður fullt tungl í tvíbura og bogmanni, en tvíburi og bogmaður eru mestu ferðalangarnir af öllum stjörnumerkjunum sem er ein af fjölmörgum ástæðum þess að þessi dagsetning er alveg kjörin fyrir opnun á

hóteli. Kristján Jóhannsson óperusöngvari er tvíburi með tungl í bogmanni. Þar er hlýr, vinalegur og hress maður á ferð. Alltaf með faðminn útbreiddan og alltaf á flakki. Hann býr nánast á hótelum og fataskápurinn hans er í ferðatöskum. Auk þess að standa fyrir ferðalögum, fjölbreytileika og skemmtunum stendur tvíburamerkið einnig fyrir miðlun, samskiptum og mannlegri forvitni. Tvíburar eru fólkið sem kemur til þín, spyr hvert þú sért að fara og hvað sé að gerast. Þau hafa gaman af því að segja öðrum sögur og hlusta á aðra segja sögur. Ferðamenn og blaðamenn heimsins eru flestir tvíburar og það er engin tilviljun. Tvíburar eru félagslynt fólk sem elskar að miðla og gefa af sér. Rómantíkin mun blómstra á Búðum. Kynærsl í öllum herbergjum, allar nætur. Fólk mun leita á Búðir til að mynda ástarsambönd, magna upp gamlan loga og jafnvel til að prufa eitthvað sem ekki má heima. Í stuttu máli þá verður Hótel Búðir einangraður staður en um leið í gífurlega góðu sambandi við umheiminn. Þetta verður menningarsetur, aðsetur listamanna, elskenda og hópa sem koma frá fjarlægum löndum. Hótel Búðir kemur til með að verða miklu meira en bara venjulegt hótel.

Margrét Hugrún Gústavsdóttir

Mars í Vatnsbera Starfsorkan beinist að huglægum sviðum, vill ekki fylgja reglum annarra, frumlegur, uppfinningasamur og staðfastur.

Rísandi í Sporðdreka Kryfur málin til mergjar og skyggnist undir yfirborðið. Dularfullt og einangrað, þú ferð afsíðis og verður einangraður í náttúrunni en samt sem áður enn í tengslum við umhverfið. Rísandi sporðdreki er „sexual element“.

Miðhiminn í Vog Miðhiminn táknar hvernig maður sér hlutina í fjarlægð. Með því að hafa vog á miðhimni er ímynd staðarins út á við tryggð. Vogin er merki fegurðarinnar og mun alltaf eiga þann sess í vitund okkar.

Merkúr í Tvíbura Hröð og lipur hugsun, á auðvelt með tjáningu, forvitinn, rökfastur, ræðinn, tungumálamaður.

13

Hótel Búðir

Opnun sumarið 2003

Hótel Búðir var opnað14. júní 2003. Í tilefni af því var gefið út 32 síðna blað um sögustaðinn Búðir, gamla hótelið, nýja hótelið og gesti þess. Blaðinu var dreift með Morgunblaðinu og hefur vakið ánægju og mikla athygli. Fíton hefur séð um hönnun á kynningarefni fyrir hótelið.


9.9.2003

15:39

Page 11

?

Margir og í raun flestir sterkustu gjaldmiðlar heims eiga merki. Sérstök, misfalleg en alltént merki sem einkenna hvern gjaldmiðil

Merkilegir peningar

FI006229 umbrotid.qxp

*Spænska silfurmyntin „Piece of eight“ var notuð um gjörvöll Bandaríkin áður en hin ameriski dalur kom til sögunnar. Myntin var gjaldgeng um allan heim og var í miklum metum hjá bæði sjóræningjum og kaupmönnum. Kínverskir kaupmenn áttu það til að höggva í myntina til að staðfesta að hún væri ekta. Þeim mun meira sem höggvið var í myntina þeim mun gjaldgengari varð hún. Spænska silfurmyntin var höfð til viðmiðunar þegar ameríski dalurinn var innleiddur og spænska myntin sjálf var gjaldgeng í Bandaríkjunum allt til 1857.

PS – kenningin Spænski pesetinn „Spanish pesos“ gekk áður fyrr undir fleiri nöfnum eins og „Piastres“, „Piece of eight“ og „Spanish dollar“. Þrjú þessara nafna byrja á P og mynda fleirtölu með S-i. Það þótti því hentugt að nota styttingar eins og P og PS þegar tölur voru færðar inn í bókhald. PS var einnig ritað Ps og þegar það var handskrifað með hraði á þann máta fór að bera á því að úr varð eitt tákn. Þetta tákn þróaðist að lokum út í það að verða $ þegar menn fóru að setja S-ið yfir P-ið. Þessi kenning er af flestum talin sú rétta og útskýrir af hverju $ er notað fyrir bæði peseta og dollara í sumum löndum. Hún hefur einnig verið studd með gömlum bókhaldsgögnum.

og fólk þekkir á augabragði. En þó við þekkjum öll þessi sterku tákn þá vita eflaust færri hvað býr að baki þessum merkjum. FI006229 rýndi í peningamálin.

Þetta þekkta ameríska tákn er því í raun ætlað spænskri mynt. Þegar Bandaríkjamenn tóku upp eigin mynt árið 1794 þá miðuðu þeir verðmæti hennar og nafn við spænska dollarann og úr varð U.S. dollar. $-merkið var svo með tíð og tíma yfirfært á hina nýju mynt.

Kenningin um súlur Herkúlesar Á 16. öld ákvað Karl V. Þýskalandskeisari

Dollarinn Um uppruna dollaramerkisins er í raun mjög lítið vitað og margar

og

konungur

Spánar að nota súlur Herkúlesar sem burðarás í skjaldarmerki Spánar. Eftir þessa breytingu á skjaldarmerkinu voru súlurnar

kenningar á sveimi.

einnig notaðar á alla spænsk-ameríska mynt fram á 19. öld. Á þessum tíma var spænsk mynt viðurkennd í alþjóðaviðskiptum líkt

U.S. – kenningin $ er einfaldlega grannt U sett yfir S og á að vera stytting fyrir United States. Þessi kenning er ekki talin eiga við rök að styðjast.

og bandaríski dollarinn er í dag. Á þessum „Súludal“ voru súlur Herkúlesar umvafðar bókrollu sem myndar einskonar S utan um þær. Talið er að þetta gæti verið uppruni dollaramerkisins.

Uncle Sam – kenningin Þessi kenning gengur út á það sama og U.S. kenningin nema að skammstöfunin á að standa fyrir Uncle Sam en ekki United

ur að teljast ólíklegt að það muni nokkru sinni koma fram. Góð

Sterlingspundið

kenning engu að síður.

Uppruni

States. Ekkert hefur komið fram styður þessa kenningu og verð-

táknsins „Áttu“ – kenningin

pundser

ekki

sveipaður jafn mikl-

Skv. þeim sem að-

um ljóma og dulúð og dollaramerkið. Pundið er hástafa L skrifað

hyllast þessa kenn-

með fljótaskrift og skreytt einu þverstriki til að gefa til kynna að hér

ingu er $ í raun stíl-

sé tákn á ferðinni en ekki hástafa L. L-ið sjálft er rakið til latneska

færing á númerinu 8

orðsins libra sem var notað á tímum Rómverja sem þyngdareining.

sem stóð þá fyrir „Piece of eight“* en það var heiti á þeirri alþjóð-

Til gamans má geta að orðið sterling í sterlingspund er komið

legu spænsku mynt sem seinna varð að dollaranum.

úr forn-ensku. Á tólftu öld breyttist hið fornenska orð „Steorra“ Íslenska krónan 11


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 12

(stjarna), vegna áhrifa frá frönsku, í „Sterre“. Orðið sterling var

Evrópusambandsins sé tómt rugl og að maðurinn hennar hafi

síðan notað yfir enskt silfurpenní á tímum Normanna og var þá

hannað merkið. Evrópusambandið vill hins vegar ekkert kannast

myntin lengi vel með stjörnuþema.

við Eisenmenger. Fyrrverandi vinnufélagi hans, Julien Bozzola, segist þó vera viss um að merkið sé hans og það eigi sér uppruna í því hvernig Eisenmenger skrifar nafn sitt (með bognu e-i). „Hann var e-óður, alltaf að vinna með e fyrir hitt og þetta“ er haft eftir Bozzola. Þess má að lokum geta að Arthur Eisenmenger hannaði einnig Evrópufánann og CE-merkið.

Quake 2 kenningin

Japanskt jen

Tveir Þjóðverjar eru

¥ táknið á að öllum líkindum rætur sínar að

þess

rekja til £ og $ merkjanna. Jen-táknið er einfald-

evrutáknið eigi rætur

lega hástafa Y með tveimur þverstrikum, sbr.

sínar að rekja til

þverstrik pundsins og lóðrétt strik dollarans.

fullvissir

merkis sem gert var fyrir tölvuleikinn Quake 2. Kenningin hefur ekki notið mikils fylgis en er áhugaverð eigi að síður.

Evran

?

Opinbera skýringin

Íslenska krónan

Evru E-ið er sprottið af gríska bókstafnum Epsilon en Grikkland er

Hvers vegna á okkar gjaldmiðill ekkert merki? Varla er það vegna

gjarnan kallað vagga evrópskar menningar. Einnig táknar E-ið upp-

skorts á hönnuðum í landinu. Varla er það vegna þess að Íslend-

hafsstaf orðsins Evrópa. Strikin tvö tákna svo stöðugleika Evrunnar.

ingar eru ekki merkjaglaðir og hafa ekkert fegurðarskyn. Er það kannski vegna þess að íslenska krónan er lítill og óstöðugur gjaldmiðill? Öpuðum við kannski bara hugsunarlaust eftir frændþjóðum okkar? Við Íslendingar viljum ekki kyngja því og þá er bara eitt að gera. Vaða áfram og láta hlutina gerast, hætta að spyrja hvers vegna og spyrja hvernig. Hin vaska sveit hönnuða á Fíton fékk það krefjandi verkefni að hanna merki fyrir hinn bjargtrausta íslenska gjaldmiðil. Merkin sem

Eisenmenger-kenningin

hér fara á eftir bera með sér andvökunætur, fjölmarga espresso

Samkvæmt Evrópusambandinu er ekki vitað hver á heiðurinn af

bolla og innra stríð hinna skapandi hönnuða sem börðust við lista-

merkinu sjálfu, sagt hefur verið að fjögurra manna ónefnt teymi

gyðjuna. Þessar tillögur eru verðugar þess að vera tákn gjaldmið-

hafi hannað merkið. Þýskur ellilífeyrisþegi að nafni Arthur Eisen-

ils elsta lýðræðisríkis heims. Merki sem eru vel að því komin að

menger telur merkið vera sitt sköpunarverk. Eisenmenger vann

þekkjast í alþjóðaviðskiptum sem merki þess gjaldmiðils sem kaupir banka, búðir og boltalið um heim allan. Merki gjaldmiðils þeirrar þjóðar sem vinnur allar keppnir og samanburð, per capita.

Leiðarlínurnar sem hinir huguðu hönnuðir Fítons fengu voru eftirfarandi: 1. Merkið þarf að vera traustvekjandi sem yfirhönnuður hjá EES og segist hafa teiknað merkið sem tákn

2. Merkið þarf að þola aðlögun að leturgerðum

fyrir Evrópu löngu áður en umræða um evruna kom upp. Hann

3. Merkið þarf að vera auðvelt að handskrifa

sendi merkið til höfuðstöðvanna í Brüssel þar sem því var að sjálfsögðu stungið ofan í skúffu, eins og flest sem ratar þangað inn. Eisenmenger sá merkið sitt næst í sjónvarpinu tveimur áratugum síðar, þá fimm metra hátt og úr plexigleri. Kona Eisenmengers hefur sagt frá því að hann hafi stokkið úr stól sínum og hrópað „Þetta er e-ið mitt! E-ið mitt!“ Hún segir að hin opinbera skýring

Íslenska krónan 12

Afraksturinn er að finna á síðunum hér á eftir…


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 13

ISK Við hönnun merkisins var leitað fanga í uppruna orðsins króna sem þýðir kóróna. Leitast var við að merkið væri auðvelt bæði að handskrifa sem og aðlaga að leturgerðum.

Jari 13


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 14

Krónan og fiskurinn Fiskveiðar eru undirstaðan að íslensku fjármagni og svo hefur verið lengi. Við tölum um silfur hafsins og gull úr greipum Ægis. Helstu afrek okkar tengjast sjósókn að ógleymdu þorskastríðinu. Við skreytum alla okkar mynt með fiskum og sjávardýrum og því er hér lagt til að stílfærð útfærsla af formi fisksins verði tekið upp sem tákn krónunnar. Hér er ekki á ferðinni týpógrafísk lausn heldur túlkun á hinni sönnu merkingu þegar skoðað er hvað raunverulega liggur að baki hverrar íslenskrar krónu. Vissulega táknar orðið króna, kórónu en hér er engin hefð fyrir kórónu og eina kórónan sem við eigum er sú sem trónir uppi á Alþingishúsinu – og hún er dönsk.

Anna Karen 14


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 15

ISK, íslensk króna K fyrir „króna“ – með strikum undir sem tilvísun í bandaríska dollaramerkið, japanska jenið og breska pundið.

Finnur 15


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 16

Fé Frá fornu fari hefur fé skipt Íslendinga miklu máli, því ætti merki krónunnar að vera ær. Þetta er merking hugtaksins fé og hefur alltaf verið. Hægt væri að hugsa sér nýjar grunneiningar fjármagns. Í einni á eru tíu lömb.Tíu ær þarf í einn hrút. Tíu hrútar gera svo eina kró. Milljón væri svo kölluð ein rétt. Sauðkindinni svipar að mörgu leyti til fjármagns. Sauðkindin er svar við öllum grunnþörfum mannsins. Hún er hin eina sanna drottning Íslands og því ætti að skipta danskri krúnu út fyrir sanna íslenska fjalladrottningu.

Bjössi 16


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 17

= alin a, fyrsti stafurinn í orðinu alin er hér notað sem tákn fyrir krónu. „Alin“ er gömul mælieining sem fylgt hefur íslensku þjóðinni um aldir og tilvalið að hefja til vegs og virðingar á þennan hátt. Vaðmál var mælt í álnum og var gildur gjaldmiðill fyrr á tímum. Að komast í álnir (að verða efnaður) er orðatiltæki sem lifir enn. Frá olnboga að fingurgóm er ein alin og ástæðan fyrir vinklinum í tákninu a.

Jón Ágúst 17


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 18

IS króna Nýtt tákn íslensku krónunnar er tilvísun í meginform stafanna ISK.

Alli 18


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 19

Hin klofna króna Landfræðilega, hugmyndalega og pólitískt er Ísland klofið land. Því er klofið K sem tákn fyrir gjaldmiðil þess við hæfi. En jafnframt er táknið prýtt þeim eiginleikum sem geta endurspeglað trú og von þjóðarinnar á íslensku krónunni í ólgusjó alþjóðaviðskipta, stöðugleika og traust.

Ingólfur 19


FI006229 umbrotid.qxp

Halla 20

9.9.2003

15:39

Page 20


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:39

Page 21

ímynd? ímyndun?

ÍMYND(unar) Það er engin ímyndun, en furðu margir virðast halda að fyrirbrigð-

segir svo sem að það að vera í lamasessi geti ekki alveg eins verið

ið ímyndarauglýsing heiti ímyndunarauglýsing.

í lamasleysi? Er lamasleysi ekki bara fínt orð? Trúlega ættað úr orð-

Það er líka óhætt að segja að með því að slá um sig með þessu

unum lamaður og rafmagnsleysi, lama-sleysi eða lamas-leysi.

orði, „ímyndunarauglýsing“, á annars gáfulegum samkomum, setji

Mismæli hinsvegar þekkjum við öll og höfum lent í sjálf. Það er

ímynd viðkomandi nokkuð niður og verði kannski svona „ljósku“-

oftast óhætt að leiðrétta þau, þykja oftast líka bara fyndin, sbr. só-

ímynd í versta falli, með djúpri virðingu fyrir ljóshærðu fólki. Það er

mat, tinnep og leiktan stauk. Það má henda slík mismæli á lofti og

stór munur á ÍMYND og ÍMYNDUN eða er munurinn ef til vill minni

hlæja að þeim, með þeim sem missir þau út úr sér – oftast.

en við höldum? Í einhverjum tilfellum er ÍMYND kannski eitthvað

En þegar það eru einmitt orðin ímynd og ímyndun þá er vissu-

sem fólk einmitt ÍMYNDAR sér. Stundum ímyndar maður sér það.

lega töluverður vandi á höndum. Staðan gæti verið þessi: Auglýs-

En það er viðkvæmt mál að leiðrétta málfar. Margir taka því sem ein-

ingastofan og viðskiptavinurinn eru á fundi og viðskiptavinurinn vill

hvers konar ofanígjöf – Þú ert lásí týpa, – ég veit betur en þú. Næst-

fá herferð, ímyndunarherferð! Með heilli seríu af ímyndunarauglýs-

um eins og að segja fólki að renna upp buxnaklaufinni, að það sé í

ingum!? Ætli hann meini Í-MYNDAR? Eða meinar hann Í-MYND-

hallærislegum fötum eða að það sé vond lykt af því. Svo eru aðrir

UNAR? Á maður að láta sem ekkert sé og semja fyrir hann hand-

fróðleiksþyrstir áhugamenn um málfar sem taka málfarsathuga-

rit, gera kostnaðaráætlun fyrir framleiðslu og birtingar upp á millj-

semdum fagnandi. „Ha, hvað segirðu? En gaman að heyra“. Og

ónir? Það kostar mikið að búa til auglýsingar, það kostar mikið að

deila með manni skemmtilegum nýyrðum og slíku. En það er frekar

birta þær. Væri ekki miklu einfaldara ef hægt væri bara að ímynda

sjaldgæft. Þess vegna reynist það affarasælast að láta bara sem

sér þær? Og senda svo ímyndaðan reikning með hárri ímyndaðri

maður heyri ekki þegar fólk slær um sig með orðum sem það „ræð-

tölu, sem mætti síðast en ekki síst ímynda sér að yrði greiddur

ur“ ekki fyllilega við að nota, eða misskilur hrapallega. Ýmsir líta svo

auglýsingastofunni upp í topp á gjalddaga?

á að það sé fasismi af verstu tegund að fetta fingur út í það hvern-

Kæri lesandi. Hafir þú einhvern tíma ruglað saman ímynd og

ig aðrir tala, atlaga að persónufrelsi. Gott ef mannfræðingar ganga

ímyndunar, þá skal það fullyrt hér að fyrirbrigðið sem almennt er

ekki svo langt að telja málstefnu beinlínis til þess fallna að skapa

óskað eftir að batni og stundum er styrkt með auglýsingum er víst

stéttaskiptingu og bera vott um slæmt tilfelli af mannvonsku.

kallað ímynd og þess konar auglýsingar því ímynd-ar-auglýsingar!

Ég hef t.d. heyrt fleiri en einn taka sér í munn orðið LAMA-

Og það bætir tvímælalaust ímyndina að rugla þessu ekki saman.

SLEYSI! Og maður lætur þá bara sem ekkert sé og túlkar af samhenginu. „Jói hefur verið í algjöru lamasleysi í heila viku.“ Hver

Anna Sigríður Guðmundsdóttir textasmiður á Fíton

ÍMYNDUN? 21


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

ESSÓ

15:39

Page 22

Hér endar malbikið…

Íslenska sveitasælan…

velkomin á mölina…

heilsum upp á bóndann…

ekkert jafnast á við íslensku mölina…

hvat segr bændr…

og rykið…

klöppum fyrir bóndanum…

æi…

??!!

hóst…

allir inn í bíl…

áfram, áfram, áfram bílstjóri…

áfram, áfram, áfram bílstjóri…

Vegabréfsleikur

Vegabréfsleikur ESSO fór af stað í sumarbyrjun. Leikurinn gekk út á að safna stimplum í vegabréf sem hægt var að nálgast á ESSO stöðvunum. Markhópurinn voru fjölskyldur og fólk á ferðalagi enda ESSO með um 100 bensínstöðvar víðsvegar um landið. Framleiddar voru 8 sjónvarpsauglýsingar, auk fjölda útvarpsauglýsinga. Sjónvarpsauglýsingarnar sýna velviljaðan ferðalang með krakkahóp á ferð um landið. Hann sýnir þeim fegurð landsins og miðlar af þekkingu sinni. Auglýsingarnar voru unnar í samstarfi við Þorstein Guðmundsson leikara og Glansmyndir. Leikstjóri var Gulli Maggi.

Essó 22


9.9.2003

15:40

Page 23

Friðrik Eysteinsson

FI006229 umbrotid.qxp

ákveða hvar brúin á að byrja (núverandi staða vörumerkisins) og hve langt hún á að ná (að hvaða markmiði er stefnt). En hvað með hvernig á að byggja brúna (hugmyndavinnan og auglýsingagerðin)? Það er verkfræðinganna og brúarsmiðanna að leysa það vandamál (hugmyndasmiðir og hönnuðir). Maðurinn bíður því eftir að fá að sjá teikningarnar að brúnni og kostnaðaráætlunina vegna hennar.

En það er ekki nóg með að sumir auglýsendur skilji ekki mikilvægi hugmyndavinnu og hlutverk sitt hvað hana varðar. Sumir gerast nefnilega líka sekir um að halda að hægt sé að keyra á sömu auglýsingunum (afrakstur hugmyndavinnunnar) nánast endalaust. Rannsóknir sýna að slíkt er ekki skynsamlegt. Sjónvarps- og útvarpsauglýsingar missa reyndar ekki sölumátt sinn strax en blaðaog tímaritaauglýsingar þola mjög stutta keyrslu. Það þarf því að nota margar mismunandi útfærslur af auglýsingum (byggðum á sömu hugmynd)

Hugmyndir og brúarsmíði

þegar um blaða- og tímaritaherferðir er að ræða. Sjónvarps- og

Hvað er góð hugmynd út frá sjónarhóli auglýsandans? Það er

útvarpsauglýsingum má aftur skipta sjaldnar út (og því sjaldnar sem

hugmynd sem getur leyst það markaðslega vandamál sem hann

auglýsingarnar eru betri).

stendur frammi fyrir með lægstum mögulegum kostnaði. Slík hugmynd getur verið gulls ígildi.

En verklagið við hugmyndavinnuna þarf líka að vera rétt. Nauðsynlegt er að skilja að hugmyndirnar sem slíkar og mat á þeim

Mér hefur virst að sumir auglýsendur hafi lítinn skilning á gildi góðrar

og velta upp sem flestum hugmyndum. Það virðist vera lenska hér

hugmyndavinnu. Ég hef líka heyrt að stundum biðji auglýsendur

að stökkva á fyrstu hugmyndina sem gæti skilað árangri (ef sú

stofur um að lækka liðinn hugmyndavinna í kostnaðaráætlunum eða

hugsun er þá til staðar) sem aftur getur leitt til þess að besta

á reikningum eða fela hann inn í öðrum liðum. Stundum eru rökin þau

hugmyndin, sem skilað gæti mestum árangri, fæðist aldrei. Besta

að þeir hafi sjálfir átt hugmyndina. Sennilega skapast þessi afstaða

leiðin til að tryggja gæði hugmynda, þ.e. að þær leysi vandamál

sumra auglýsenda af því að þeir skilja ekki mikilvægi hugmyndavinnu

auglýsandans, er – auk góðra upplýsinga frá auglýsandanum (e.

og hlutverk hugmyndasmiða eða þá að þeir telja sig geta lækkað

client brief) og rétts verklags á hugmyndastiginu, – að fá viðbrögð

kostnaðinn með því að sleppa hugmyndavinnunni.

einstaklinga í markhópi auglýsandans við hugmyndunum.

Góð hugmynd skiptir sköpum fyrir auglýsingagerð. Ef hún er ekki fyrir

Reynsla undirritaðs af hugmyndavinnu er sú að hana eigi ekki að

hendi geta hönnuðirnir lítið annað gert en setja lélega hugmynd í

skera við nögl. Það þarf gott hráefni (hugmyndir) til þess að búa til

fallegar umbúðir til að reyna að bjarga því sem bjargað verður og sama

góðar auglýsingar. Það er líka reynsla undirritaðs að ef vel er vandað

er hve oft léleg auglýsing er birt – árangurinn lætur á sér standa. John

til hugmyndavinnunnar í upphafi auglýsingagerðarferlisins og tími og

Philip Jones og fleiri hafa bent á að gæði auglýsinga ráði því hvort

peningar settir í hana þá skilar það sér í betri auglýsingum og þar af

söluaukning verður til skamms tíma litið eða ekki, en söluaukning til

leiðandi meiri tekjum og oft líka lægri kostnaði seinna í ferlinu.

skamms tíma er forsendan fyrir söluaukningu til lengri tíma litið. Ég myndi endursenda kostnaðarHlutverki auglýsandans í auglýsingagerðinni hefur verið líkt við

áætlanir fyrir auglýsingagerð sem

hlutverk manns sem þarf að láta byggja brú. Maðurinn er umkringdur

ekki innihéldu liðinn hugmynda-

verkfræðingum, brúarsmiðum og öðrum sérfræðingum. Markmiðið

vinna og neita að greiða reikninga

er að byggja brú sem getur gegnt því hlutverki sem henni er ætlað

fyrir auglýsingagerð sem væri án

með lægstum mögulegum kostnaði. Hvaða upplýsingar þarf

hennar.

maðurinn að veita til þess að þetta sé hægt?

Í fyrsta lagi, hvar á brúin að vera? Augljóslega er ekki hægt að

Friðrik Eysteinsson,

byggja brú, sem kemur að gagni, nema vitað sé hvar hún á að vera

rekstrarhagfræðingur,

(hver er markhópurinn og hvert er vörumerkið). Í annan stað þarf að

formaður Samtaka auglýsenda. Friðrik Eysteinsson 23


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:40

Page 24

Búnaðarbankinn

Ímyndarherferð

Sumarið 2002 var ákveðið að gera nýja ímyndarauglýsingu fyrir Búnaðarbankann. Hafist var handa um haustið eftir mikla undirbúnings- og rannsóknarvinnu. Áhersla Búnaðarbankans er að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti og bjóða sérsniðnar lausnir fyrir hvern og einn, enda þarfir viðskiptavina mismunandi. Sjónvarpsauglýsingin sýnir öfugsnúinn heim þar sem allir líta nákvæmlega eins út. Til þess að fjölfalda einstaklingana í sjónvarpsauglýsingunni þurfti að fá sérstakan búnað (motion control) til landsins sem gat tekið upp sömu hreyfinguna aftur og aftur. Mikla og flókna eftirvinnslu þurfti síðan til að raða saman myndunum, enda auglýsingin ein sú dýrasta og flóknasta sem Fíton hefur fengist við. Tónlistin var samin af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi en leikstjóri var Zúri hjá Sagafilm. Ljósmyndir tók Vigfús Birgisson.

Búnaðarbankinn 24


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:40

Page 25

BĂşnaĂ°arbankinn 25


9.9.2003

15:40

Page 26

Hjalti Karlsson

FI006229 umbrotid.qxp

Opening announcement Opnunartilkynning frá febrúar 2001, prentuð á dagbaðapappír.

FI006229 tók viðtal við Hjalta Karlsson sem starfar sem grafískur hönnuður í New York og rekur þar hönnunarstúdíóið karlssonwilker inc. ásamt þýskum vini sínum.

Hvernig stendur á veru þinni í New York? Ég fór í skóla hér í þrjú ár og lærði grafíska hönnun. Ég vann svo í nokkur ár á ýmsum stofum. Opnaði karlssonwilker inc. með mínum hávaxna þýska félaga, Jan Wilker, fyrir u.þ.b. tveimur árum.

Hvaða verkefni ertu að fást við núna? Við vorum að klára bók um Andy Warhol með ljósmyndum sem voru teknar af honum í kringum 1965. Erum að hanna geisladisk fyrir Melissa auf der Maur, sem var áður í The Smashing Pumpkins og Hole – ætlum að reyna að fá að gera tónlistarmyndband fyrir hana líka. Við erum að vinna stórt verkefni med SciFi Channel, og svo erum við að bíða

Cri CDs Hönnun fyrir útgefanda djasstónlistar. Silkiprentun á hulstrinu en innvolsið er í svarthvítu.

eftir því að byrja á verkefni fyrir Puma. Hvernig er efnahagsástandið í New York, er mikið að gera eða erfitt að fá verkefni? Efnahagsástandið hér er ekki mjög gott eins og er. Ég held það hjálpi okkur hvað stofan er lítil, þrjár hræður, þannig að við erum ekki með mjög stóra yfirbyggingu.

Hvað finnst þér um íslenska grafíska hönnun? Mér finnst margt af því mjög gott sem ég sé. Ég á hins vegar erfitt með að sjá mikinn mun á því hvað hver stofa gerir. Hérna er oft um mikla sérhæfingu að ræða; ein stofa

Dog Lamp Endurhannaður lampi fyrir uppboð.

hannar bara ársskýrslur á meðan önnur hannar aðeins vefsíður. Mér finnst líka margir sem eru nánast nýskriðnir úr skóla vera að gera góða hluti.

Framtíðaráætlanir? Ég og kærastan erum ánægð hér eins og er, og á meðan maður hefur eitthvað að gera verðum við í New York eitthvað áfram.

Hjalti Karlsson Menntun: Lærði grafíska hönnun í Parsons School of Design, New York. Reynsla: Freelansaði í nokkur ár á ýmsum stofum. Vann med Stefan Sagmeister, Sagmeister Inc. '96–2000. Opnaði karlssonwilker inc. seinni hluta ársins 2000.

Hjalti í New York 26

El Diner Útlit á matstofu/matsölustað háskólanema í Fíladelfíu.


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:41

Page 27

Curious boym. Bók um iðnhönnunarfyrirtæki. Kápan var stönsuð og úrklippan notuð sem boðskort og glasamotta.

The Vines Geisladiskur fyrir The Vines.

tellmewhy Bók um fyrstu 24 mánuði karlssonwilker inc.

Stone Street Tavern Bar/veitingahús við Wall Street með glugga sem snúa bæði í austur og vestur. Skiltið á framhliðinni er lesið rétt (frá vinstri til hægri) en því er snúið öfugt á bakhliðinni.

Hjalti í New York 27


FI006229 umbrotid.qxp

VĂ?S 28

9.9.2003

15:41

Page 28


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:41

Page 29

VÍS

Forvarnarherferð 2003

Undanfarin ár hefur VÍS verið með kynningarátak gegn umferðarslysum yfir sumarmánuðina í samstarfi við ESSO. Að þessu sinni var sjónum beint að fulltrúum ýmissa starfsstétta sem koma að umferðarslysum með einum eða öðrum hætti. Í auglýsingunum segir fólk frá upplifun sinni og reynslu á þeim harmleik sem slysunum fylgja. Þær vekja þannig fólk til umhugsunar um hve alvarlegar og þungbærar afleiðingar umferðarslysa geta orðið. Þetta er í þriðja skiptið sem VÍS stendur fyrir Þjóðarátaki gegn umferðarslysum, en það er liður í öflugu forvarnarstarfi VÍS og er jafnframt stór þáttur í markaðsstefnu þess. Ljósmyndirnar tók Ari Magg og textavinnslan var í höndum Inntaks. Áróður og kynning til að bæta umferðarmenningu hér á landi er eitt af meginatriðum forvarnarstarfs VÍS. Auk umferðarátaksverkefnisins í sumar, „Þjóðarátak gegn umferðarslysum“, hefur fyrirtækið hafið nýja og sérstaka áróðursherferð fyrir bættri umferðarmenningu ungra ökumanna og fer þar í fararbroddi ný sjónvarpsauglýsing „Heppinn“ framleidd af Filmusi. Henni er ætlað að vekja athygli ungra ökumanna á alvarleika og ábyrgð í akstri. Ökum skynsamlega, komum heil heim.

VÍS 29


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:42

Page 30

M&D ART PROJECT 06/03 HVER / HVENÆR / HVERS VEGNA


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:44

Page 31

ALLIR SEM RÁKU INN NEFIÐ HJÁ M&D Í HAFNARHÚSINU Í JÚNÍ 2003 VORU SKOTNIR. UPP VIÐ HVÍTAN VEGG.

AF HVERJU? AF GESTUNUM SKULUÐ ÞÉR ÞEKKJA ÞÁ?


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:43

Page 32

Eitt af þeim verkefnum sem við unnum fyrir Lýsingu var að uppfæra merkið. Það er mikilvægt að merki fyrirtækja fylgi tíðarandanum. Áhersla var lögð á að breyta ekki hugmynd og grunnformi merkisins heldur að færa það í nútímalegra form, gera það þjálla í meðförum og um leið sterkara tákn fyrir Lýsingu.

Lýsing

Bíla- og fyrirtækjafjármögnun

Í vor gerðum við tvær herferðir fyrir Lýsingu, annars vegar fyrir bílafjármögnun og hins vegar fyrir fjármögnun atvinnutækja. Einnig var merki Lýsingar breytt og það fært í nútímalegri búning auk þess sem allt kynningarefni var endurnýjað. Markmið herferðarinnar fyrir bílafjármögnun var að vekja löngun hjá áhorfandanum til að eignast nýjan bíl með því að sýna fram á hversu auðvelt er að fjármagna kaupin. Áhyggjuefni tengd bílakaupum eru því ýmis önnur atriði en fjármögnunin, t.d. að þurfa að lána krökkunum bílinn. Lýsing er leiðandi í fjármögnun atvinnutækja. Markmið auglýsinganna var að sýna að Lýsing leggur áherslu á persónulega þjónustu og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í fjármögnun á öllum sviðum atvinnulífsins. Í sjónvarpsauglýsingunni voru klippingar og myndir látnar birtast í takt við tónlistina sem undirstrikaði slagorð herferðarinnar, „fjármögnun í takt við þínar þarfir“, á skemmtilegan hátt. Sjónvarpsauglýsingarnar voru unnar í samstarfi við Sagafilm en ljósmyndir tók Ari Magg.

Lýsing 32


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

15:43

Page 33

Lýsing 33


FI006229 umbrotid.qxp

10.9.2003

15:09

Page 34

Opal Útskriftarhópur LHÍ 2003 *

Í vor fengum við útskriftarnema í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands til að vinna þemaverkefni fyrir

Árni Reynir Alfreðsson

blaðið. Við vildum að þau spreyttu sig öll á sama verkefninu, helst sígildri hönnun, einhverju sem

Dagný Reykjalín

tilheyrir hversdagslífinu og við tökum ekki endilega svo mikið eftir. Þeir sem starfa við grafíska hönnun

Eva Hrönn Guðnadóttir

eru óneitanlega mikið að fást við hversdaginn og fólk áttar sig oft alls ekki á því að hvað margt í

Guðjón Bragi Stefánsson

umhverfi okkar er hannað. Við búum í samfélagi þar sem annar iðnaður en prentiðnaður á sér ekki

Gunnar Þór Vilhjálmsson

langa sögu. Umbúðir um íslenska framleiðslu eiga sér allavega ekki langa sögu. Eftir þó nokkrar

Jonathan Gerlach

vangaveltur og umræður við hópinn varð niðurstaðan að endurhanna umbúðir fyrir Opalpakkann.

Ragnar Hansson

Margir hafa talið Opalpakkann dæmi um sígilda íslenska hönnun. Það er

Sólveig Rolfsdóttir

hann að sjálfsögðu, allavega útfærslan. En eins og í öðrum löndum þá er

Valgerður Jónasdóttir

erfitt að segja hér hvað sé þjóðlegt og hvað ekki því hugmyndir ferðast þó

Valgerður Einarsdóttir

útfærslur beri óneitanlega keim af þjóðareinkennum. Það var einn af

Vigdís Ólafsdóttir

stofnendum FÍT (félags íslenskra teiknara), Atli Már, sem er á bak við hönnun Opalpakkans.

Opal umbúðirnar voru sýndar sem dæmi um íslenska hönnun á hönnunarsýningunni á Kjarvalsstöðum í október 2002. Við fundum reyndar ættingja Opalpakkans í bók um sögu umbúða (Packaging source book, Macdonald & Co. 1989). Þetta eru umbúðir utan af þvottaefninu Oxydol sem Procter & Gamble settu á markað í Bandaríkjunum 1927 og í Bretlandi 1930. Framleiðsla á Opali hófst á Íslandi á sjötta áratugnum og sennilegt má telja, að Atli Már hafi orðið fyrir áhrifum af þvottaefnispakkanum. Ekki er heldur ósennilegt að framleiðandinn hafi komið með Oxydol-umbúðirnar og viljað fá eitthvað í svipuðum dúr. *nokkrir útskriftarnemar sáu sér ekki fært

Verkefnið er mjög afmarkað og þess vegna áskorun að finna nýjar leiðir til að nálgast viðfangsefnið.

að taka þátt í verkefninu vegna anna við lokaverkefni.

Ópalumbúðir 34

Útkoman er fjölbreytileg og skemmtileg og við þökkum útskriftarhópnum í grafískri hönnun vorið 2003 innilega fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Vinnu þeirra má líta á næstu 11 síðum.


FI006229 umbrotid.qxp 10.9.2003 15:35 Page 35

Jonathan Gerlach 35


FI006229 umbrotid.qxp

Dagný Reykjalín 36

9.9.2003

17:01

Page 36


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

17:01

Page 37

Ragnar Hansson 37


FI006229 umbrotid.qxp

Guรฐjรณn Bragi Stefรกnsson 38

9.9.2003

17:02

Page 38


9.9.2003

17:02

Page 39

OPAL

FI006229 umbrotid.qxp

Vigdís Ólafsdóttir 39


FI006229 umbrotid.qxp

Eva Hrรถnn Guรฐnadรณttir 40

9.9.2003

17:02

Page 40


FI006229 umbrotid.qxp 10.9.2003 15:36 Page 41

p, sasíró glúkó sykur, ikum), atarolía. ngd 20g m í arab p, úmm brag›efni, al. Nettófly se syru ht 20g fni (g k klórí›, gluco 355 k leypie eig ald: H ammóníum .b. 1490kj/ bic), sugar, oil. Net w Innih .fl le i, ra um A 00g u getab skjarn lakkrí argildi í 1 g agent (g avours, ve 0 Reykjavík in 1 , fl ng : Bind loride hálsi 2-4, 1 Næri st dients ium ch Ingre , ammon íríus hf, He iS rise liquo i›andi: Nó le Fram

Sólveig Rolfsdóttir

41


FI006229 umbrotid.qxp

ร rni Reynir Alfreรฐsson 42

9.9.2003

17:03

Page 42


FI006229 umbrotid.qxp

9.9.2003

17:03

Page 43

Gunnar Þór Vilhjálmsson 43


FI006229 umbrotid.qxp

Valger冒ur J贸nasd贸ttir 44

10.9.2003

11:39

Page 44


FI006229 umbrotid.qxp

10.9.2003

11:39

Page 45

Valger冒ur Einarsd贸ttir 45


FI006229 umbrotid.qxp

GrĂŚnmeti 46

10.9.2003

11:40

Page 46


FI006229 umbrotid.qxp

10.9.2003

11:40

Page 47

Vorið er komið – sjónvarpsauglýsing.

Nýjar umbúðamerkingar á dvergtómötum.

Nýjar umbúðamerkingar á agúrkum.

Grænmetisbændur

Sérmerkt þér!

Samkeppni á grænmetismarkaðnum hefur harðnað í takt við aukinn innflutning á síðustu árum. Í ljósi þessa unnum við verkefni fyrir íslenska grænmetisbændur. Markmiðið var að gera íslenskt grænmeti að sterku vörumerki og skilja það frá því erlenda með nýjum merkingum og auglýsingum. Gerð var sjónvarpsauglýsing þar sem ferskleiki íslensks grænmetis var í aðalhlutverki og því þema haldið áfram í dagblaða- og tímaritaauglýsingum. Grænmetisherferðin var áberandi á strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu yfir hásumarið. Strax í upphafi var lögð áhersla á að mæla árangur herferðarinnar þar sem markmiðin voru skýr. Mælingarnar voru gerðar á tímabilinu 1. júní til 30. ágúst. Niðurstöðurnar sýndu að markhópurinn átti auðveldara með að þekkja íslenskt grænmeti frá erlendu í lok mælingatímabilsins. Sjónvarpsauglýsingin var tekin í samstarfi við Sagafilm. Leikstjóri var Denni Karlsson en ljósmyndir tók Vigfús Birgisson.

Grænmeti 47


10.9.2003

11:44

Page 48

In memoriam

FI006229 umbrotid.qxp

TAL 1998–2003 48

Fyrsta TALauglýsingin vorið 1998

TímaTAL, haustið 1998

TALfrelsi, janúar 1999

TAL á Akureyri, sumarherferð 1999

Jólaherferð 1999

TALinternet, febrúar 2000

Sumar í borginni, sumarherferð 2001

TALfrelsisherferð, haustið 2001

Jólaherferð 2001


FI006229 umbrotid.qxp

10.9.2003

11:44

Page 49

TALfrelsi, febrúar 1999

Vorherferð 1999

Veðrið, sumarherferð 1999

Vorherferð 2000

GSM Hljómar, sumarherferð 2000

Jólaherferð 2000

Vorherferð 2002

Gúndi í hjólhýsinu, sumarherferð 2002

Jólaherferð 2002

TAL 1998–2003 49


Zúri

FI006229 umbrotid.qxp

10.9.2003

11:44

Page 50

Zúri, eða Árni Þór Jónsson, er einn af aðalleikstjórunum hjá Sagafilm. Hann hefur leikstýrt mörgum auglýsingum fyrir íslenskan markað, svo sem „Rautt“ fyrir Íslandssíma, ímyndarauglýsingu fyrir Búnaðarbankann, „Og Vodafone“ og „Svo miklu, miklu meira“ fyrir Símann GSM. Zúri hefur einnig leikstýrt mörgum auglýsingum fyrir erlend fyrirtæki.

Af hverju ákvaðstu að gerast leikstjóri? Þetta er eitt af þeim störfum þar sem maður þarf ekki ganga í jakkafötum daginn út og inn. Síðan er þetta eitt fjölbreyttasta starf sem til er og mjög krefjandi. Svo getur þetta líka verið mjög skemmtilegt.

tökumaður. Gegndi einnig ábyrgðarstörfum á borð við að vera sviðsstjóri fyrir Ingva Hrafn í BingóLottó o.s.frv. Svo gafst mér

Búnaðarbankinn

Hvernig hófst ferill þinn?

tækifæri til að leikstýra minni fyrstu auglýsingu árið 1996 þegar

Ég hóf störf hjá Sagafilm ungur að aldri sem sendill. Upp úr því

Fíton bað mig að vinna með sér ímyndarauglýsingu fyrir B&L.

fór ég að hafa áhuga á að fikta við myndavélar og varð aðstoðar-

Kannski Fíton að kenna eða þakka að ég er hérna í þessu í dag.

Íslandssími

Skemmtilegasta verkefni sem þú hefur unnið? Þau eru nú ansi mörg, en það sem kemur upp í hugann var pönkverkefnið Rautt. Fyrsta sjónvarpsauglýsingin fyrir fyrirtækið. Tveggja daga tökur, 30 tökustaðir og margt gert í leyfisleysi. Afar skemmtilegt.

Nú ertu einnig útvarpsstjarna? Ég er nú meira útvarpsnörd, hef verið með útvarpsþátt í 10 ár, þátt sem alltof margir vita ekki af. Einn mikilvægasti útvarpsCeerios

Vífilfell

þátturinn frá tónlistarlegum sjónarhóli.

Hvað heitir þátturinn? Hann heitir Sýrður rjómi og er á Rás 2 á föstudögum.

Ertu kallaður Zúri vegna hans? Kannski. Hef einnig verið þekktur fyrir að vera ansi súr á morgnana.

Egill Skallagrímsson

Og Vodafone

Við hvað ertu að fást við þessa dagana? Var að klára tvær auglýsingar fyrir rússneskt bjórfyrirtæki í gegnum BBDO í Moskvu. Þær voru skotnar í Úkraínu. Síðan gerði ég auglýsingu á Íslandi fyrir drykkjarvatn á slóvenskum markaði. Sem stendur er ég í eftirvinnslu á auglýsingu fyrir tékkneskt símafyrirtæki.

Hvað kom til að þú fórst að vinna erlendis? Sagafilm er rótgróið fyrirtæki, jafnvel á erlendan mælikvarða. Það Búnaðarbankinn

Expert

hefur sambönd og hefur hjálpað mér og öðrum leikstjórum innan þess að færa út kvíarnar.

Er mikill munur á að vinna fyrir útlendinga og Íslendinga? Það fer nú aðallega eftir hver aðilinn er. En yfirleitt er meira fjárhagslegt svigrúm á erlendu auglýsingunum þannig að munurinn liggur helst þar.

Enginn metnaður til að gera kvikmynd? Radenska

Lýsing

Jú, töluverður. Er að safna hugmyndum og efnivið. Vil ekki flýta mér of mikið í þeim málum. Stefni á að ráðast í kvikmynd innan 5 ára. Zúri er sjálfmenntaður kvikmyndagerðarmaður og tónlistarmaður. Hefur gert yfir 150 sjónvarpsauglýsingar. Unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir besta myndbandið 2002, og tilnefndur fyrir auglýsingar sínar víða s.s. ÍMARK, Golden-Drum, Eurobest og ADDY.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.