FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN
Hjólhesturinn - sérútgáfa, 2. tbl. 19. árg. Frítt eintak Hjólreiðar lengja lífið! Samgönguhjólreiðar Mýtur kveðnar niður Einfalt viðhald fyrir alla Hjólum í vinnuna Hvernig hjól á ég að fá mér? Hjólamenning á Íslandi Vinsælustu hjólafélögin Grænir vinnustaðir Skemmtilegar stuttar hjólaleiðir
HJÓLREIÐAR FRÁBÆR FERÐAMÁTI
Fræðsla = öryggi Á vorin taka margir sig til og prófa hjólið sem samgöngutæki og skilja bílinn eftir heima. Ekki síst gerist það í vinnustaða keppninni „Hjólað í vinnuna“. Þessi bæklingur er gefinn út til þess að hvetja fólk til hjólreiða og að fræða það um hvernig öruggast og þægilegast er að stunda hjólreiðar. Sú tækni sem kennd er í kaflanum um samgönguhjólreiðar er ekki ný af nálinni heldur er hún viðurkennd og kennd víða um heim, þótt aðrir en LHM og ÍFHK hafi ekki sinnt þessari fræðslu með skipulögðum hætti á Íslandi hingað til. Landssamtök hjólreiðamanna stóðu fyrir komu John Franklin á samgönguviku 2007 en hann er einn helsti sérfræðingur Breta í öryggismálum hjólreiðafólks og sérstakur ráðgjafi breskra stjórnvalda. Þar hélt hann nokkur erindi sem hétu samgönguhjólreiðar og þversagnir í öryggismálum hjólreiðafólks. Þessa fyrirlestra má lesa á heimasíðum ÍFHK og LHM og eru þeir skyldulesning fyrir alla sem fjalla vilja um hjólreiðar af einhverri þekkingu. Þar eru kveðnar niður mýtur um meintar hættur hjólreiða með vísan í marktækar rannsóknir. Hjólreiðar eru nefnilega ekki hættulegur ferðamáti heldur meinhollar, ódýrar og umhverfisvænar. John Franklin skrifaði bókina Cyclecraft sem m.a. er notuð við kennslu í Hjólafærni sem nefnist Bikeability í Bretlandi. Aðeins sérþjálfaðir kennarar fá að kenna Hjólafærni þar og er kennslunni skipt í þrjú stig, fyrsta stigið er fyrir byrjendur á öllum aldri en annað og þriðja stig fjalla um samgönguhjólreiðar á götum. Landssamtök hjólreiðamanna fengu hjólafærnisérfræðing til landsins árið 2008 sem þjálfaði nokkra Íslendinga eftir breska þjálfunarmódelinu sem Hjólafærnikennara. Þar á meðal voru Árni Davíðsson, sem skrifar um samgönguhjólreiðar í þessum bæklingi, og Sesselja Traustadóttir sem býður upp á námskeið í Hjólafærni ásamt annarri þjónustu í gegnum vefinn hjólafærni.is. Það er von okkar að þessi bæklingur hjálpi sem flestum að tileinka sér reiðhjólið sem samgöngutæki með þeim jákvæðu áhrifum sem sú hreyfing hefur á heilsuna, umhverfið og budduna. Stígum á sveif með lífinu og skiljum kyrrsetulífernið eftir. Páll Guðjónsson, ritstjóri. Fjölnir Björgvinsson, formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Árni Davíðsson, formaður Landsamtaka hjólreiðamanna. 2
Þessi bæklingur er samstarfsverkefni ÍFHK og LHM.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn fjallahjolaklubburinn.is
Landssamtök hjólreiðamanna lhm.is
Styrktaraðili:
aka.is
Afslættir til félagsmanna gegn framvísun skírteinis 2010:
Hjólhesturinn, fréttabréf ÍFHK. 2. tbl. 19. árg. maí 2010 Sérútgáfa gefin út í samvinnu við LHM í tengslum við Hjólað í vinnuna 2010. Útgefandi: Íslenski fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður, ritstjórn og umbrot: Páll Guðjónsson. Prófarkalestur: Ásgerður Bergsdóttir. Ljósmyndir © Páll Guðjónsson, Magnús Bergsson, Freyr Frankson og fl. ásamt greinahöfundum. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það.
Staðg. 12 Tónar * 10% 66°Norður 10% Afreksvörur * 10-15 Borgarhjól * 10% Cintamani búðin 10% Everest 10% Fat Face 10% Fjallahjólabúðin GÁP 15% Hamborgarabúlla Tómasar* 20% Hjólasprettur efh 10% Hjólið ehf verkstæði * 10% Hvellur * 15% Íhlutir 10% Ísól * 15% Íslensku Alparnir 10% Ljósmyndavörur * 10% Markið 10% Merking * 15% Miðbæjarradíó 10-20 Norðlensku Alparnir 10% Rafgrein sf 10% Skíðaþjónustan 10% Slippfélagið - Litaland * 15-30 Sportver 10% Stilling 12% Sölutraust, Gilsbúð 10% Toner.is 15% Útilíf * 10% Örninn * 10%
Kredit 10% 10% 10-15 10% 10% Nei 10% 15% 20% 5% Nei 10% 10% 15% 5% Nei 5% 15% 10-20 5% 10% 7% 15-30 10% Nei 10% 15% 10% 10%
* Skoðið nánari upplýsingar um afslætti og sérkjör á fjallahjolaklubburinn.is
Klúbbhús ÍFHK Brekkustíg 2, 101 Rvk. Opið hús öll fimmtudagskvöld frá kl. 20 Allir velkomnir. Nánari dagskrá á vef klúbbsins fjallahjolaklubburinn.is
Félagsgjald 2010 er 2000 kr., fyrir fjölskyldur 3000 kr. og fyrir þá sem eru undir 18 ára aldri er félagsgjaldið 1000 kr. Á vef klúbbsins eru upplýsingar um hvernig best er að hafa samband við okkur og ganga í klúbbinn. Félagar ÍFHK, HFR og annarra aðildarfélaga LHM eru jafnframt í LHM. 3
kostir hjólreiða HJÓLREIÐAR LENGJA LÍFIÐ! Þau útbreiddu viðhorf að hjólreiðar séu hættulegar hamla verulega útbreiðslu þeirra. En eru þær hættulegar? Rannsóknir sýna að fólk sem hjólar reglulega lifir lengur en þeir sem hjóla ekki og þjáist síður af heilsuleysi. Þetta var t.d. niðurstaða einnar stærstu og vönduðustu rannsóknar á samgöngu hjólreiðum hingað til þegar Copenhagen Center for Prospective Population Studies fylgdist með um 30.000 körlum og konum í 14 ár. Rannsóknir sýna að reglulegar hjólreiðar eru árangursríkasta leiðin til að lengja lífið og það á líka við um fólk sem stundar aðra hreyfingu. Þetta setur öryggismál hjólafólks í rétt samhengi, því hvaða áhætta sem fylgir hjólreiðum er áhættan augljóslega meiri við að hjóla ekki. Þegar meðaltími milli alvarlegra slysa við hjólreiðar er um 3000 ár - 40 æviskeið - þá eru hjólreiðar ekki hættulegar, ekki frekar en að ganga. EIN MIKILVÆGASTA UPPFINNINGIN Því hefur verið haldið fram að ef reið hjólið væri fundið upp í dag, án 150 ára sögu fordóma og ranghugmynda, yrði því fagnað sem einni mikilvægustu uppf inningunni í baráttunni við fjölmörg þeirra vandam ála sem nútímasamfélagið glímir við í dag. Úr fyrirlestrum John Franklin á Samgönguviku 2007. HJÓLREIÐAR SPARA PENINGA Með því að hvíla bílana oftar getum við sparað útgjöld bæði til eldsneytis og viðhalds. Ef bílum er lagt alfarið má spara enn meira. Þegar menn hjóla reglulega batnar 4
heilsan og þá sparast líka fé. Bæði sparar sá sem hjólar dýran rekstur á einkabílnum og vinnuveitandinn sparar líka peninga því veikindaleyfin kosta vinnuveitandann töluvert. Þetta er ekki það eina. Ef bílum í umferðinni fækkaði verulega myndi þörfin fyrir bílastæði minnka og jafnframt þörfin fyrir stór umferðamannvirki. Þannig mætti spara háar upphæðir í rekstri og viðhaldi gatnakerfisins. Draga myndi úr loftmengun, svifryki og öðru sem hefur neikvæð áhrif á heilsufar almennings. Rannsóknir í mörgum löndum svo sem í Bretlandi, Danmörku, Noregi, Kanada og Ástralíu hafa sýnt að samanlagður sparnaður af eflingu hjólreiða til samgangna geti verið HJÓLREIÐAR OG LÝÐHEILSA Dagleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan fólks alla ævi. Ávinningurinn takmarkast ekki við að sporna gegn ýmsum langvinnum sjúkdómum. Umfram allt hjálpar hreyfing til við að losa um andlega og líkamlega spennu og veitir aukna orku til að takast á við dagleg verkefni. Almennar ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um hreyfingu miða við að fullorðnir hreyfi sig rösklega í minnst 30 mínútur daglega og börn og unglingar í minnst 60 mínútur daglega. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn t.d. 10-15 mínútur í senn. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja ferðamáta sem felur í sér hreyfingu líkt og hjólreiðar. Auk þess sem ferðatíminn er nýttur til ókeypis heilsuræktar má t.d. spara kostnað vegna einkabílsins, draga úr umferðarþunga og stuðla að heil næmara lofti. Hjólreiðar hafa því fjölþætt gildi fyrir einstaklinga, fjölskyldur, vinnustaði og samfélagið í heild. Gígja Gunnarsdóttir, Lýðheilsustöð.
töluverður. Í norskri rannsókn frá 2009 á vegum heilbrigðisyfirvalda er greint frá því að ef 30 ára gamall einstaklingur notar hjólið til samgangna sparast um 30 milljónir norskar krónur og er það varlega áætlað. Íslenska umhverfisráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu 2009 að efling hjólreiða, ásamt göngu- og almenningssamgöngum myndi skila hreinum fjarhagslegum ávinningi, losun koltvísýrings myndi minnka töluvert og að aukin hreysti almennings myndi gera ávinning inn meiri. Í ástralskri vísindagrein eftir Paul Joseph Tranter (2010) segir að með því að ferðast hægar í borgum og þéttbýli, frekar Kostir hjólreiða í víðu samfélagslegu samhengi. Hjólreiðar eru vistvænn, hagkvæmur og heilsubætandi samgöngumáti. Ef við lítum fordómalaust á kosti þess að hjóla eru þeir allnokkrir og geta verið stór þáttur í lausn þeirra vandamála sem nútíma samfélag glímir við. Lítum a nokkra þessara kosta. Heilsufarslegir: Dagleg líkamsrækt stuðlar að bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Dagleg hreyfing heldur einnig aukakílóunum í skefjum. Þá styrkir dagleg hreyfing hjartaog æðakerfi. Fjárhagslegir: Hjól kosta peninga en mun minna en bíll. Rekstarkostnaður er brotabrot af rekstri bíls og það þarf aldrei að taka bensín. Þjóðarbúið þarf ekki að nota gjaldeyri til eldsneytiskaupa og slit á umferðarmannvirkjum er hverfandi. Umhverfismál: Enginn útblástur, mun minna af auðlindum jarðar fer í smíði hjóls en bíls. Fullvaxinn einstaklingur þarf aðeins eitt stell. Aðra hluti hjólsins má endurnýja í samræmi við slit. Reiðhjól þurfa minni
en að reyna að ferðast hratt, myndum við auka skilvirkni í umferðinni, spara tíma, bæta umferðaröryg gi, minnka mengun, auka samkeppnishæfni göngu, hjólreiða og almenningssamgangna ... og spara peninga. Tvær borgir, Óðinsvé í Danmörku og Grimstad í Noregi, hafa séð að með því að efla hjólreiðar batnar heilsa borgaranna. Nokkrum árum eftir að byrjað var bæta aðstæður til hjólreiða með skipulegum hætti og hvetja til hjólreiða með ýmsum hvatav erkefnum, kom í ljós í báðum borgunum a ð ve i k i n d a d ö g u m f æ k k a ð i og útgjöld í heilbrigðiskerfinu lækkuðu. Morten Lange samgöngumannvirki en bílar, s.s. bílastæði og götur. Félagslegir: Þú ert meira úti við. Nálægð þín við aðra samborg ara er meiri og stemningin í umferðinni er huggulegri, líkt og almenningur þekkir á göngustígum. Hjólreiðafólk segir oft sögur af því hvernig það nýtir heimferð að loknum vinnudegi til að hreinsa hugsanir tengdar vinnu úr huganum og skipta yfir í heimagír á leiðinni. Tengsl við landið og árstíðirnar: Árstíðir og veður hefur áhrif á hjólreiðamanninn. Öll veður má klæða af sér. Hver árstíð hefur sinn sjarma á hjólinu. Aðalatriðið er að búa sig eftir aðstæðum hverju sinni, gefa sér góðan tíma og njóta ferðarinnar. Á ferðum út um landið myndast sérstök tengsl við náttúruna þegar rólega er farið yfir. Það er einstök tilfinning að þjóta áfram í góðum meðvindi. Gleðin: Það kannast flestir við barnslegar gleðitilfinningar tengdar hjólreiðum. Sækjum þær, stillum hjólin og gefum tilfinningunum endurnýjað líf sem hluta af fullorðinslífi okkar. Guðný Einarsdóttir. 5
Þú getur þetta! mýtur kveðnar niður
Hvað þarf að gera til að hjólreiðar verði raunhæfur kostur fyrir þig? Við þekkjum það öll að vera föst í viðjum vanans og finna okkur ýmsar ástæður til að viðhalda þeim. En er hægt að hafa áhrif á þig? Viltu skipta um gír? Hvaða hindrar þig í að gera hjólreiðar að lífsstíl þínum? Formið batnar fljótt við hjólreiðar. • Hjólaðu rólega í byrjun. • Veldu eigin hraða og taktu þér tíma. • Kannaðu umhverfi þitt og finndu hentugustu leiðirnar fyrir þig. • Líkamsástand þitt mun batna ef hjólreiðar verða hluti af lífsstílnum, kílóin hverfa í framhaldinu. • Hjólaðu í léttum gír upp brekkur og í miklum mótvindi og einbeittu þér að því að minnka álag á hnén. Á 15 mín. nærðu að hjóla hálfa borgina. • Stuttar ferðir taka minni tíma á hjóli en bíl. • Ferðir sem eru 7-10 km taka álíka langan tíma á bíl og hjóli á annatímum innanbæjar. • Skoðaðu korterskortið, á 15 mínútum nærð þú að hjóla hálfa borgina. • Leitin að bílastæðum er úr sögunni, það sparar tíma. • Það er mjög skemmtilegt að taka fram úr bílaröðinni á háannatímum. Er leiðin svo löng? • Eftir því sem styrkur þinn eykst breytist hugarfar þitt gagnvart vegalengdum. • Prófaðu að hjóla í vinnuna og taka strætó heim á kvöldin. Leyfilegt er að taka hjól með í suma vagna. Skipulegðu hjólreiðarnar í samhengi við almenningssamgöngur. • Hjólaðu til vinnufélaga og verið samferða hluta leiðarinnar, það er gaman að hjóla með öðrum. Góðir geymslustaðir leynast víða • Góðir geymslustaðir fyrir hjólið leynast víða, t.d. í kompu eða við svalir • Taktu hjólið inn ef mögulegt er. • Óskaðu formlega eftir því við atvinnurekanda að hann bæti geymsluaðstöðu fyrir reiðhjól. Bætt heilsa starfsmanna er allra hagur. • Notaðu tryggan lás til að læsa stellið við eitthvað. 6
Hjólið mitt er gamalt • Vertu viss um að hjólið sé í góðu lagi áður en þú ferð af stað, þó sérstaklega bremsurnar. • Kannski þarf bara að stilla hjólið? Ef það bremsar illa, skiptir illa um gíra eða dekkið rekst í brettið með hávaða eru það smávægilegar viðgerðir. • Reiðhjól þurfa viðhald líkt og önnur farartæki. Farðu með hjólið þitt í viðgerð og láttu yfirfara það. • Lærðu að stilla hjólið þitt svo þér líði betur á hjólinu. • Sækja má upplýsingar um reiðhjólaviðhald á netið. • Farðu á viðgerðarnámskeið og lærðu að viðhalda hjólinu þínu. • Fáðu þér nýtt hjól. Það borgar sig fljótt upp í öðrum sparnaði. Þarf sturtu eftir hverja hjólaferð? • Hjólaðu rólega í vinnuna svo að þú svitnir minna. • Þeir sem eru vanir að hjóla styttri leiðir ættu alls ekki að þurfa sturtu frekar en eftir gönguferð. • Skoðaðu hvort þú sért hugsanlega of mikið klædd/ ur á hjólinu, það þarf lítinn fatnað meðan hjólað er. • Notið svitalyktareyði undir armana. • Hægt er að taka með sér þvottapoka í vinnuna. • Athugaðu hvort það er aðstaða annars staðar í húsinu sem þú getur fengið aðgang að. • Hjólaðu af meiri krafti heim og farðu í sturtu á eftir. Ég þarf að vera uppáklædd/ur í vinnunni • Fáðu þér bögglabera og töskur undir föt. • Fáðu þér góðan bakpoka. • Hafðu nokkur sett af fötum og 1-2 skópör í vinnunni. Taktu skyrtur/boli og hrein undirföt daglega með þér. • Hafðu fötin með þér dags daglega, gott er að rúlla upp dröktum, skyrtum og jakkafötum í stað þess að brjóta saman. • Settu fötin í hreinsun í nágrenni við vinnustað þinn. Þarf ég sérstök hjólaföt • Notaðu þinn venjubundna klæðnað þegar veður og aðstæður leyfa. • Notaðu það sem þú átt í skápunum. • Notaðu venjulega skó. • Bolur og vindheldur jakki duga í flestum veðrum og gott ef loftar aðeins um líkamann. 7
• Fötin og annar útbúnaður kemur smátt og smátt og endist lengi. Veðrið og rigningin • Er veðrið svo slæmt þegar þú ert komin(n) út? • Reiknaðu með aðeins meiri tíma ef það er mótvindur. • Hjólaðu í léttum gír eins og þú værir að hjóla upp brekku. • Áttu ekki vatnshelda flík í fataskápnum? Ef ekki er kominn tími til að eignast hana. • Ef þú ert í vinnunni þegar byrjar að rigna og ekkert vatnshelt til staðar, taktu þá strætó heim eða fáðu far. • Njóttu þessa að þjóta heim, blotna á leiðinni og fara í þurrt heima. • Gerðu ráðstafanir til að mæta íslenskri veðráttu, til dæmis með því að hafa ætíð auðpakkanlegan hlífðarjakka meðferðis. • Gerðu ráðstafanir til að vera sýnilegur. Notaðu ljós og annan búnað til vera sýnilegur í myrkri og lélegu skyggni. Ég finn til óöryggis á götunum • Kynntu þér greinina um Samgönguhjólreiðar hér aftar. Sú tækni kennir þér að takast á við umferðina í stað þess að hræðast hana. • Vertu sýnileg(ur) í umferðinni og taktu þitt pláss. • Fylgdu ávallt almennum umferðareglum. • Því fleiri hjólreiðamenn sem nota göturnar til samgangna því meira tillit fá þeir frá ökumönnum. • Hjólaðu á gangstéttum og stígum ef það eykur öryggis kennd þína. • Notaðu reiðhjólahjálm ef það eykur öryggiskennd þína. Ég þarf að snúast í og eftir vinnu • Fáðu þér bögglabera og töskur á hjólið. • Skoðaðu einnig farangursvagna og barnakerrur. • Fáðu þér góðan lás til að geta læst hjólinu þínu með traustum hætti við eitthvað. • Ræddu við vinnuveitanda þinn og fáðu að ferðast um á hjólinu í vinnutíma. • Athugaðu hvort atvinnurekandinn vill útvega hjól sem starfsmenn geta notað til snúninga á vinnutíma. • Skipuleggðu vikuna. Notaðu bílinn einn dag í viku. Gerðu allar útréttingar þann dag og gerðu stórinnkaup í leiðinni. 8
Það hjólar enginn á mínum vinnustað • Láttu það ekkert á þig fá og haltu þínu striki. • Þú þarft ekki að vera lengi einn á báti, áður en þú veist af ertu kominn með félagsskap. Það er mikil hjólavakning núna og margir að hjóla allan ársins hring. Hvað geri ég með ótal gíra? • Gírar auðvelda hjólreiðar, léttur gír gerir brekkur auðveldar og þungur gír gefur góðan hraða. • Stilltu keðjuna á miðtannhjólið að framan. Einbeittu þér að því að stilla afturtannhjólin í fyrstu. • Litla tannhjólið að framan er fyrir brekkur, „lágt drif“ og er notað með þremur léttustu gírunum að aftan. • Stóra tannhjólið er fyrir hraða siglingu, „hátt drif“ og er notað með þremur þyngstu gírunum að aftan. • Fáanleg eru hjól með innbyggðum gírum. Fleiri gírar gera hjólreiðar auðveldari. 7 gírar og yfir duga í flest. Hvað með þessar handbremsur? • Lærðu að treysta handbremsunum. • Hægri bremsan er að aftan, vinstri bremsan að framan. • Bremsaðu bæði að framan og aftan • Aldrei bremsa bara að framan • Láttu skipta reglulega um bremsupúða. • Hjól með fótbremsum eru líka fáanleg. Hvað geri ég í haust þegar fer að kólna? • Bætir á þig hlýrri flíkum og finnur góða vetrarskó. • Kaupir þér öflug ljós og lætur setja nagladekk undir. • Og hjólar svo líka um veturinn. Engir gluggar að skafa. Hvað með mengunina? • Ökumenn anda að sér meiri mengun en hjólreiðamenn sem sitja ofar og lungu þeirra hreinsa sig vegna hreyfingarinnar öfugt við lungu bílstjóranna.
Öflug ljós eru mikilvæg, hleðslubatterí eða rafall á hjólinu einfalda svo reksturinn
Nagladekk á veturna en á sumrin dekk sem renna vel á malbiki
Konur og karlar eru ekki sköpuð eins! • Konur hafa styttri búk og lengri fótleggi en karlar. • Það má aðlaga karlahjól konum: • Breidd stýris má minnka í samræmi við breidd herða. • Setja stýrið á styttri og/eða hærri stýrisarm (stamma) ef stellingin á hjólinu er ekki nógu þægileg. • Skipta karlahnakkinum út með breiðari kvennahnakk. Guðný Einarsdóttir og Páll Guðjónsson 9
Hjólamenning Ferðalög, keppnir eða rólegheit Hjólamenning er margskonar og flestir sem hjóla hugsa ekki um það sem eitthvað sérstakt, ekki frekar en að ganga um götur bæjarins. Það er fullkomlega eðlilegt að velja þann fararmáta sem hentar hverju sinni og reiðhjól henta í flestar ferðir, kosta ekkert og skila fólki fljótt á áfangastað. Sumir hjóla allra sinna ferða, aðrir bara suma daga vikunnar og enn aðrir bara á góðviðrisdögum á sumrin. Allt er þetta góð hreyfing. Það er skemmtileg útivist að hjóla um með börnin eða með vinunum. Að ferðast um á reiðhjóli til vinnu er auðvelt, sjálfstætt, hagkvæmt, milliliðalaust, heilsusamlegt og skemmtilegt. Ef menn bera sig rétt að eru hjólreiðar öruggur ferða máti. Hægt er að ferðast hratt eða hægt. Hjólreiðamenn eru oft sneggri milli staða í borgum en einnig er hægt að taka lífinu með ró þegar þannig stendur á, velja útivistarstíg og njóta útsýnisins og mannlífsins. Fjallahjólaklúbburinn er ekki eingöngu fyrir þá sem hafa áhuga á fjallahjólum og því að hjóla á slíkum hjólum. Hann rúmar
10
öll svið og hefur verið drifkrafturinn í hagsmunagæslunni sem nú er unnin innan Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem ÍFHK er stærsta aðildarfélagið. Vefur Landssamtaka hjólreiðamanna hefur að markmiði að kynna og efla hjólamenningu í viðbót við hefðbundna kynningu á starfi LHM. Þar eru fréttir af fólki, uppákomum, útbúnaði og ýmsum fróðleik utan úr heim til viðbótar við það sem fjallað er um á vefum klúbbanna og víðar því allt er þetta okkar hjólamenning. Á vef Fjallahjólaklúbbsins er fjallað um starfsemi klúbbsins í víðu samhengi og fjöldi ferðasagna og tæknigreina á íslensku eru aðgengilegar þar. Á vefnum er að finna margvíslegt efni frá því 21 ári sem liðið eru frá því að klúbburinn var stofnaður 1989. Einnig er vert að skrá sig á póstlistann sem flytur fréttir og fjallar um viðburði sem oft eru ákveðnir með stuttum fyrirvara. Á vef hjólreiðanefndar ÍSÍ má lesa um keppnishald en Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólamenn halda utan um hjólasportið á
sínum vefum og öll eru félögin með spjallsíður fyrir skoðanaskipti sem gaman er að fylgjast með. Þar er gott að leita sér ráða. Lítið á fjallahjolaklubburinn.is, lhm.is og síður hjólaklúbbanna sem þar er vísað á og takið svo þátt í því starfi sem höfðar til ykkar. Að auki er mikið grasrótarstarf unnið. Út um allt land starfa litlir hjólahópar á sínum eigin forsendum og ungmennafélög eru með ýmis spennandi verkefni. Páll Guðjónsson
11
Hjólað í vinnuna Um allt land
Hjólað í vinnuna fór fyrst af stað árið 2003. Landsmenn hafa tekið átakinu mjög vel og hefur þátttaka aukist um 1400% frá upphafi. Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngu máta. Fyrsta árið fór átakið fram í ágúst, stóð yfir í eina viku og þá tóku 533 þátt. Árið eftir var það flutt fram í maí og stóð yfir í tvær vikur en árið 2007 var það lengt í þrjár vikur. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt og tóku 8041 þátt í Hjólað í vinnuna árið 2009. Í Hjólað í vinnuna er keppt í sjö fyrirtækja flokkum um flesta daga og flesta kílómetra hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækjum. Allir sem nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu s.s. hjóla eða ganga geta tekið þátt. Þeir sem taka strætó eru einnig gjaldgengir þátttakendur en þá telur sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð.
12
hjoladivinnuna.is Átakið er byggt í kringum heimasíðu verkefnisins hjoladivinnuna.is. Keppendur skrá sig til leiks á heimasíðunni sem heldur utan um allan árangur liðsmanna, liða og fyrirtækja. Leiðbeiningar um skráningu og allar upplýsingar um verkefnið er að finna inn á heimasíðunni og ýmsar gagnlegar upplýsingar um hjólreiðar og tengt efni. Þátttakendur hafa tekið þátt í að gera heimasíðuna skemmtilegri með því að senda okkur reynslusögur og myndir. Sparnaður þátttakenda Hér fyrir neðan eru skemmtilegar tölur um sparnað þátttakenda Hjólað í vinnuna miðað við árangur þeirra árið 2008 en þá voru hjólaðir hvorki meira né minna en 410.398 km eða 306,5 hringir í kringum landið. Um 45 þúsund lítrar af eldsneyti spöruðust sé miðað við meðalbifreið sem eyðir í u.þ.b.
LA
ND
11 lítrum á hvern 100 km í innanbæjarakstri. Þátttakendur hafa því hugsanlega dregið úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti sem nemur um 375 tunnum. Þetta þýðir að átakið sparaði mögulega 80 tonn af útblæstri koltvísýrings. Má áætla að 13 milljónir kaloría hafi þurft til að skila hjólreiðamönnum alla þessa leið en það samsvarar um 65 þúsund glösum af nýmjólk. Jóna H. Bjarnadóttir, ÍSÍ.
ÍSLENSKA / SIA.IS / ÍSÍ 49833 03/10
UM ALL
T
5.-25. maí Keppt er um:
13
grænir vinnustaðir Eflum hjólreiðar á vinnustað
Hjólreiðastæði Bjóddu starfsmönnum upp á hentug hjólreiðastæði. Hafðu þau helst yfirbyggð og þannig að tryggt sé að hjólum verði ekki stolið þó svo að þau séu skilin eftir yfir nótt. Huga þarf einnig að lýsingu. Málmbogar eru góðir fyrir reiðhjól, þeir henta öllum stærðum og auðvelt er að læsa stellinu tryggilega við þá. Hugsaðu einnig um stæði fyrir viðskipta vini. Hafðu stæðin þannig að ekki sé hætta að gjarðir beyglist í vindi, svokallaðir gjarðabanar eru ekki góð stæði og ekki er hægt að læsa stellinu við þá. Reyndu að hafa þau eins nærri inngöngum og hægt er. Fækkaðu e.t.v. bíla stæðum til að fjölga reiðhjóla stæðum. Ókeypis bílastæði letur fólk til hjólreiða. Á vef LHM.is er að finna ítarlegar leiðbeiningar um hjólastæði og önnur atriði sem snúa að atvinnurekendum. Sturtur og skápar Skilgreindu þörfina fyrir skápa og sturtur. Er núverandi aðstaða nægilega góð og vita starfsmenn af henni? Henta skáparnir fyrir jakkaföt og kjóla? Eru sturtur fyrir bæði kyn? Starfsmenn þurfa alltaf aðgang að öruggum stað þar sem hægt er að hengja upp
blautan regnfatnað á vinnustað, hvort sem þeir koma gangandi eða hjólandi. Fjárhagslegir hvatar Reiknaðu út virði hvers bílastæðis og bjóddu starfsmönnum andvirði þess ef þeir kjósa að nýta það ekki. Í því gæti t.d. falist að starfsmaður fengi andvirði Græna kortsins í styrk til reiðhjólakaupa eða styttri vinnutíma. Gefðu starfsmönnum val um samgöngumáta. Bjóddu starfsmönnum að nota íþróttastyrk til að kaupa reiðhjól og hjólreiðabúnaði. Hjólafloti Bjóddu upp á hjólabanka á líkan hátt og mörg fyrirtæki reka bílabanka. Lánaðu hjól í ákveðinn tíma t.d. frá 30 til 90 daga. Þannig gefst fólki kostur á að prófa hjólreiðar án þess að kaupa sér hjól. E.t.v. mætti bjóða fólki að kaupa hjól í kjölfar leigu. Bjóddu hjólreiðamönnum að fá lánsbíl eða taka leigubíl í óvæntum tilvikum. Taktu þátt í Hjólað í vinnuna Hvettu starfsmenn til að taka þátt í Hjólað í vinnuna sem fer fram í maí á hverju ári. Oft skapast mjög skemmtileg stemning í keppninni.
Gott skjól, traustir bogar til að læsa hjólin við, öryggismyndavél
Ekki er hægt að læsa stelli við svokallaða gjarðabana 14
Nokkur heilræði: • U m f e r ð i n e r s a m v i n n a v i ð a ð r a r vegfarendur. • Vertu sýnileg/ur og rétt staðsett/ur í umferðinni. • Virtu forgang gangandi vegfarenda á gangstéttum og stígum. • Hlustaðu á umhverfið. • Vertu fyrirsjáanleg/ur, með staðsetningu og merkjagjöfum . • Sýndu hvað þú vilt, en vertu viðbúin/n að gefa eftir. • Mundu að reglulegar hjólreiðar geta lengt lífið og gert það betra. • Með réttu hugarfari munu bros breiðast út frá þér í umferðinni :-)
Skyldubúnaður reiðhjóla • Bremsur í lagi á fram og afturhjóli • Bjalla og lás • Ljós að framan - hvítt eða gult og rautt ljós að aftan (ef hjólað er í myrkri eða skertu skyggni - veljið öflug ljós og verið sýnileg) • Þrístrennd glitaugu - rautt að aftan og hvítt að framan. Teinaglit í teinum, glitaugu á fótstigum • Keðjuhlíf - til varnar því að fatnaður festist í keðjunni. (Buxnaklemmur gagnast líka) Annað gagnlegt: • Bretti eru afar gagnleg þegar rignir • Nagladekk gefa gott grip í hálku og ætti ávallt að nota á veturna • Bögglaberi og vatnsheld hjólataska • Stýriskarfa
Fræðsla um hjólreiðar og kennsla Haltu reglulega fundi og/eða fræðslu erindi um hjólreiðar. Kenndu fólki að velja bestu leiðirnar, um samgöngu hjólreiðar, hvernig fatnaður henti best, hvernig koma megi í veg fyrir þjófnað, um samnýtingu hjóla og almenningsvagna, um heilsu farslegan ávinning þess að hjóla, um hjólaferðir o.s.frv. Hjólafær nikennsla kennir óvönum samgönguh jólreiðar. Bjóddu starfsmönnum upp á hjóla færninámskeið.
Skipulegðu hjólaferðir Styrktu hjólaferðir í hádeginu eða fyrir/eftir vinnu. Slíkar hjólreiðaferðir efla starfsandan og eru góður hvati til hjólreiða.
Sérsmíðuð læst hjóla geymsla við vinnustað
Hvatning til hjólreiða Hvettu til hjólreiða með veggspjöldum, fréttum um hjól reiðar, fræðslufundum o.fl. þ.h. Útvegaðu lesefni fyrir starfsmenn sem hvetur til hjólreiða. Ásbjörn Ólafsson
Stæði nýtast fleiri hjólandi starfsmönnum en akandi, gefum þeim forgang 15
samgöngu hjólreiðar hvernig er öruggast að hjóla?
Reiðhjólið er ökutæki og hjólreiða maðurinn er stjórnandi ökutækis. Þegar hjólað er af stað er rétt að hafa í huga að fyrir reiðhjól gilda um margt sömu lögmál í umferðinni og fyrir bíla. Hjólreiðamönnum farnast best þegar þeir haga sér líkt og aðrir ökumenn í umferðinni og þegar komið er fram við þá sem ökumenn. Hjólreiðamenn geta auðveldlega hjólað á götunum og það er oftast fljótlegasta, greiðasta og öruggasta leiðin. Allar húsa götur, safngötur og flestar tengibrautir eru þægilegar til hjólreiða fyrir alla sem hafa lært umferðarreglur og kunna að haga sér í umferðinni. Stígar og gangstéttir henta víða, sérstaklega meðfram stofnbrautum og tengibrautum með þungri og hraðri umferð þar sem óþægilegt er að hjóla á götunni og þegar þeir stytta leið. Mörgum finnst þægilegra að hjóla á stígum og gangstéttum. Þeir upplifa það friðsælla og öruggara. Það er þó ekki öruggara í sjálfu sér því nær alltaf þarf að þvera götur og viðhald og hönnun stíga og gangstétta getur verið ábótavant. Hjólreiðamaður verður að takmarka hraða sinn á stígum og gangstéttum til að tryggja öryggi sitt og gangandi vegfarenda. Lykilatriði samgönguhjólreiða Hjólandi ökumenn samlaga sig umferðinni, hræðast hana ekki né forðast. Þeir stjórna hjólinu eins og ökutæki og bregðast
með virkum hætti við þeim aðstæðum sem upp koma á þann hátt sem er öruggastur og auðveldastur. Þeir vilja eins og aðrir ökumenn komast greiðlega leiðar sinnar í umferðinni á öruggan og þægilegan hátt. Það gerist með samvinnu og samskiptum við aðra ökumenn sem eru eftir þeim lögmálum sem gilda í umferðinni. Hjólreiðamaður þarf að hafa sjálfstraust og standa á rétti sínum en ekki á ósveigjanlegan hátt því hann þarf að geta gefið eftir ef bílstjóri virðir ekki umferðarlög og setur hann í hættu. Hjólreiðamaður þarf að taka sér stöðu í umferðinni þar sem hann er sýnilegur og sér vel frá sér. Hann þarf sitt rými í umferðinni. Ef hann leyfir ökumönnum að ganga á það rými, sem hann þarf til að tryggja öryggi sitt, getur hætta steðjað að. Staða reiðhjóls á akbraut Hjólreiðamaðurinn tekur sér stöðu á akbraut sem hámarkar öryggi hans, líkt og aðrir ökumenn. Hjá hjólreiðamanni eru þessar stöður tvennskonar, ríkjandi staða og víkjandi staða á akbraut eða akrein. Í ríkjandi stöðu er hjólreiðamaður því sem næst á miðri akrein og hindrar þar með framúrakstur bílstjóra á sinni akrein. Ríkjandi staða er oft notuð á gatnamótum til að auka sýnileika hjólreiðamanns og til að hann sjái betur frá sér. Einnig þegar þrengsli leyfa ekki framúrakstur bíla og í beygjum, hvort heldur beygt er til hægri eða vinstri.
Stígar liggja yfir götur
Ríkjandi staða á miðri akbraut
16
öskra og steyta hnefann. Ef tækifæri gefst til er gott að ræða kurteislega við bílstjóra á næstu ljósum ef þeir hafa gert eitthvað óþægilegt. Víkjandi staða um 1 meter hægra megin við umferðarstraum Í víkjandi stöðu er hjólreiðamaður um 1 m hægra megin við umferðarstraum en ekki nær vegbrún en 0,5 m. Víkjandi staða er notuð þegar hjólreiðamaður metur það óhætt að hleypa umferð fram úr sér. Með því að taka sér þessa stöðu tryggir hjólreiðamaðurinn að hann er áberandi í sjónsviði bílstjóra. Bílstjórar hafa þröngt sjónsvið fram fyrir bílinn sem beinist að því að sjá mögulegar hættur sem framundan eru. Það hefur algjöran forgang og allt annað mætir afgangi í athyglissviði bílstjóra. Eftir því sem hraði bílsins eykst þrengist þetta sjónarhorn.
Röng staða utan sjónsviðs bílstjóra, hér væri rétt að vera í ríkjandi stöðu Jákvætt hugarfar Mikilvægt er að temja sér jákvætt hugarfar og láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur. Langflestir bílstjórar reyna ekki að gera á hlut hjólreiðamanna af illum hug. Oftast vita þeir ekki betur. Betra er að veifa og brosa en að Haldið beinni stefnu í öruggri fjarlægð
Dómgreind Hjólreiðamaður þarf að lesa í umferðina og skilja hvernig hún virkar og sjá fram í tímann hvaða hættur geta steðjað að á leið hans. Hvernig hugsar bílstjóri, hvers vegna minnkar hann hraðann við biðskyldu, hvernig takmarkast sjónsvið bílstjóra í akstri, hvers vegna gleymist hjólreiðamaður við hlið bílstjóra sem andartaki áður var framan við hann? Hvaða merki má sjá áður en bíll fer af stað úr innkeyrslu eða bílastæði? Hvaða merki er um að bílhurð geti opnast? Langflestir íslenskir hjólreiðamenn eru jafnframt bílstjórar. Ef menn hugsa um eigin hegðun í bíl og síðan á hjóli geta menn orðið bæði betri bílstjórar og betri hjólreiðamenn. Að líta aftur og gefa merki Mikilvægt er að líta aftur fyrir sig áður en beygt er hvort heldur er til vinstri eða hægri og áður en skipt er um akrein eða stöðu breytt á akrein. Þetta þarf að gera tímanlega áður en breytt er um stefnu eða stöðu og síðan örskömmu áður en það er framkvæmt til að tryggja að aðstæður hafi ekki breyst. Hjólreiðamaður þarf að æfa sig vel í þessu og jafnframt að halda beinni stefnu á hjólinu meðan litið er aftur. Hjólreiðamenn eiga að gefa stefnumerki eins og aðrir í umferðinni. Það á að gefa eftir að litið hefur verið aftur og áður en beygt er.
Rétt Rangt 17
Staðsetning hjólreiðamanns á alltaf að miðast við flæði umferðarinnar en ekki vegbrúnina. Þegar beygjan sjálf fer fram eiga báðar hendur að vera á stýri. Þeg ar hjólreiðamaður færir sig úr víkjandi stöðu í ríkjandi stöðu á akrein í umferðarstraumnum þarf hann að gæta að því að hann hafi pláss í umferðarstraumnum. Ef plássið er ekki nægjanlegt þarf hann að ná augnsambandi við bílstjóra fyrir aftan til að sýna honum að hann þurfi að gefa sér pláss. Hann getur líka gefið stefnumerki til að fá bílstjórann til að gefa pláss. Viðbrögð við aðsteðjandi hættu Ef hætta steðjar að er mikilvægt er að vera viðbúinn því og geta brugðist við á skjótan hátt. Hjólreiðamaður ætti að vera ákveðinn og standa á rétti sínum en vera jafnframt tilbúinn með önnur viðbrögð ef réttur hans er ekki virtur. Bremsur á hjóli eru ekki eins öflugar og á bílum og því er það oft betri kostur að beygja frá hættu.
Afturbremsan ein bremsar illa
Frambremsan ein getur velt hjólinu
Báðar bremsur samtímis gefa bestan árangur 18
Fyrstu viðbrögð eru þó oft að bremsa og það getur dugað ef nægt bil er frá hættunni. Æfa þarf neyðarbremsun þar sem hjólreiðamaður hallar sér aftur á hjólinu og bremsar mátulega án þess að fara framfyrir sig. Stundum getur þó verið betra að auka hraðann og hjóla frá hættunni.
Að hjóla framúr Hjólreiðamenn ættu almennt að fara framúr öðrum ökutækjum vinstra megin við þau. Ekki er mælt með að fara fram úr hægra megin. Oftast eru það litlar raðir bíla í
til hægri inn í beygjuradíus hjólreiðamanns skömmu áður en beygt er. Síðan er ríkjandi stöðu haldið á hliðargötunni þar til öruggt er að færa sig í víkjandi stöðu.
Hægri beygja úr hliðargötu inn í aðalgötu. Takið eftir hvernig hjólreiða maðurinn undirbýr strax að taka fram úr kyrrstæðu bifreiðinni með því að hjóla ekki við vegarbrún. íslenskri umferð að það borgar sig sjaldan að reyna að troðast framfyrir í röð á ljósum. Að fara framúr hægra megin skapar hættu ef bílar beygja til hægri á gatnamótum. Ef hjólreiðamaður er að fara framúr röð af bílum í stæði ætti hann að fara inn í umferðarstrauminn tímanlega og hjóla síðan í öruggri fjar lægð frá bíldyr um sem gætu verið opnaðar, líkt og á teikningunni efst t.v. Ef það eru nokkur ökutæki sem þarf að taka fram úr með stuttu millibili skal halda stöðunni þar til komið er fram úr þeim öllum. Að beygja til hægri Að beygja til hægri virðist einfalt en það þarf að gæta sín á óþolinmóðum ökumönnum fyrir aftan, sem gætu reynt að taka fram úr og beygja síðan til hægri í veg fyrir hjólreiðamann og ökumönnum sem koma á móti og beygja til vinstri í veg fyrir hjólreiðamann. Áður en beygt er til hægri lítur hjólreiða maður aftur og færir sig inn í umferðar strauminn og tekur ríkjandi stöðu á akbraut. Síðan er beygjan tekin til hægri í ríkjandi stöðu. Gott er að líta aftur yfir hægri öxl til að fullvissa sig um að bíll sé ekki að beygja
Að beygja til vinstri Þegar beygt er til vinstri á götu með tveimur akreinum færir hjólreiðamaður sig úr víkjandi stöðu í ríkjandi stöðu í umferðar straumnum. Best er að gera það tímanlega áður en komið er að gatnamótunum. Ef hann þarf að bíða vegna umferðar á móti ætti hann ekki að stoppa of nærri miðlínunni og ekki að vera feiminn við að stöðva umferð fyrir aftan sig ef hún kemst ekki með öruggum hætti framhjá. Þegar leiðin er greið er beygt inn í hliðargötuna en gæta þarf sín á umferð út úr hliðargötunni. Að gefa stefnumerki um vinstri beygju er mikilvægt. Ef akreinar eru fleiri en tvær getur ve r i ð e r f i ð a r a a ð beygja til vinstri en það er þó á færi flestra Þá er hagstætt að notfæra sér að umferð á ljósastýrðum gatnamótum kemur í bylgjum. Gott er að færa sig milli akreina þegar umferðin dettur niður milli bylgna.
Hjólreiðamenn hafa val um að taka venjulega vinstri beygju eða skipta henni í tvo áfanga. 19
Ef hjóla á út í 3. útkeyrslu má forðast bíla umferð úr innri hring með því að nota hann. Ljósastýrð gatnamót Auðvelt er að hjóla um ljósastýrð gatna mót. Hjólreiðamaður tekur sér ríkjandi stöðu á þeirri akrein sem er sú rétta fyrir þá leið sem hann er á. Hann leggur síðan af stað með umferðarstraumnum þegar græna ljósið kemur. Þegar hann metur það óhætt færir hann sig í víkjandi stöðu og hleypir umferð framúr. Ef bílum er lagt í götu sem hann er að fara í heldur hann ríkjandi stöðu áfram. Á gatnamótum með mörgum akreinum ætti hjólreiðamaður sem ætlar að halda beint áfram að vera á akrein lengst til hægri. Oftast er þá þægilegast að fara yfir gatnamótin í víkjandi stöðu því óhætt er að hleypa umferð fram úr auk þess sem bílstjórar geta verið óþolinmóðir. Oft er hægri beygjurein fram hjá sjálfum gatnamótunum og eftir að komið er fram hjá henni þarf ekki að hafa áhyggjur af bílum sem beygja til hægri. Ef hjólreiðamaður ætlar að beygja til vinstri tekur hann sér stöðu á viðkomandi akrein í ríkjandi stöðu og færir sig yfir í víkjandi stöðu þegar hann metur það óhætt. Hringtorg Þegar bílstjórar koma að hringtorgi beina þeir athygli sinni fram á veginn til vinstri þar sem þeir eiga von á umferð. Mikilvægasta regla hjólreiðamanna í hringtorgum er að hjóla ekki við ystu brún hringtorgsins heldur halda sig þar sem bílstjórar búast við umferð. Auðvelt er hjóla í gegnum hringtorg með einni akrein. Þá tekur hjólreiðamaður sér 20
Á teikningunni eru hjólreiðamenn A og B staðsettir þar sem þeir sjást illa og eru því berskjaldaðir. Hjólamaður C er rétt staðsettur. ríkjandi stöðu á miðri akrein áður en hann kemur að hringtorginu, stillir hraðann af til að ná opi milli bíla og fer í ríkjandi stöðu á akrein í gegnum hringtorgið og út. Hringtorg með tveim akreinum eru flóknari og á leiðum þar sem umferðarhraði er mikill eru þau einn af fáum stöðum þar sem best er að hjóla hratt. Hjólreiðamaður tekur sér ríkjandi stöðu tímanlega og hjólar í umferðarstraumnum á þeirri akrein sem hann ætlar að fylgja. Virkja þarf ökumenn til samvinnu þar sem því verður viðkomið. Oftast er best að vera í ytri hring ef fara á út í 1. eða 2. útkeyrslu. Venjulega borgar sig ekki að fara í innri hring nema maður ætli út í 3. útkeyrslu. Löng ökutæki Löng ökutæki hafa stærra blint svæði en fólksbílar og litlir sendibílar. Ef hjólað er á blinda svæðinu, sér bílstjórinn ekki hjólreiðamanninn og hjólreiðamaðurinn sér ekki fram fyrir sig. Ef hjólreiðamaður sér ekki hliðarspegil ökutækisins fyrir framan sig sér ökumaðurinn hann ekki heldur.
Hjólreiðamaður í blinda svæðinu bak við langt ökutæki sér heldur ekki fram á veginn. Hjólreiðamaður ætti að halda sig þar sem hann sést í hliðarspeglinum. Löngum ökutækjum fylgir sérstök hætta þegar þeim er beygt til hægri því miðhluti ökutækisins fer lengra til hægri en fram- eða afturhlutinn. Hjólreiðafólki stafar hætta af þessum ökutækjum ef þau þrengja að leið hjólafólks við hægribeygju. Framendi langs ökutækis getur líka farið langt inn á gagnstæða akrein i beygjunni. Aldrei á að fara fram úr löngu ökutæki hægra megin, ekki einu sinni á hjólarein, nema maður sé alveg viss um að það færi sig ekki á þeim tíma sem tekur að fara fram úr því. Sól lágt á lofti og móða og frost á rúðum Almennt má gera ráð fyrir því að bílstjórar sjái vel það sem fram undan er á götunni. Við ákveðin skilyrði verða hjólreiðamenn þó að vera meðvitaðir um að útsýni bílstjóra er ekki nógu gott. Þegar sól er lágt á lofti og skín í augu bílstjóra verður hjólreiðamaður að hafa allan vara á og getur ekki gert ráð fyrir að bílstjóri sjái sig undan sól. Einnig getur útsýni bílstjóra verið skert í rigningu og miklum vatnsaustri, í þoku eða í blindbyl. Á morgnanna getur útsýni verið skert hjá bílstjórum sem ekki skafa rúður nægilega vel.
Hjólreiðamaður sem fer eftir stíg þarf að gæta að ökutækjum úr fleiri áttum en sá sem fer eftir akrein og er innan athyglissviðs ökumanna. gangandi vegfarenda. Gangandi vegfarendur eru óútreiknanlegir. Gott er að hringja bjöllu í góðri fjarlægð því ef hringt er of nálægt geta þeir vikið til hliðar og í veg fyrir reiðhjólið. Gæta þarf að hundum í bandi. Oft eru vegfarendur án endurskinsmerkja og léleg lýsing. Almennt ættu allir vegfarendur á stígum og gangstéttum að miða við að í gildi sé hægri umferð og að taka eigi fram úr vinstra megin. Á stígunum er oft laus sandur, möl og mold sem minnkar veg grip. Á mörgum stígum frýs vatn að vetrarlagi og er sérstaklega varasamt í beygjum. Vatnið getur bæði verið úr uppsprettum og úr vatnshönum sveitarfélaga við stígana. Á sumum stígum hafa jarðvegsskipti ekki verið nægilega góð þannig að frostlyfting veldur hólum og holum á stígnum. Allt þetta veldur því að haga þarf hraða miðað við aðstæður á hverjum tíma.
Að hjóla á stíg eða gangstétt Nær allir stígar eru blandaðir útivistar stígar. Á þeim og á gangstéttum eru hjólreiða menn gestir og þurfa að taka fullt tillit til 21
Blindhorn og blindbeygjur Blindhorn og blindbeygjur eru varasamir staðir á stígum. Blindhorn eru við undirgöng og blindbeygjur eru víða á gangstígum þar sem gróður hefur verið settur of nálægt stíg. Blindhorn eru við mörg gatnamót ef hjólreiðamaður ferðast á gangstétt. Hjólreiðamaður verður að haga hraða á þessum stöðum miðað við aðstæður. Hjólreiðamaður þarf að staðsetja sig til hægri á stíg og minnka hraðann áður en komið er að blindhorni eða blindbeygju og ávallt að vera viðbúinn því að beygja til hliðar eða bremsa. Gott er hringja bjöllu til öryggis áður en komið er að blindhorni eða blindbeygju. Að þvera götu af gangstétt eða stíg Menn álíta oft að þeir séu lausir við bílaumferð á stígum og gangstéttum. Þar þurfa vegfarendur þó oft að þvera götur. Á gangstétt gerist það við hver gatnamót og jafnvel við hverja útkeyrslu. Hjólreiðamenn þurfa að hafa varann á og hægja á sér til að þvera götur og vera vissir um að bíll sé ekki að fara fyrir. Þó að bílstjóri hægi á sér er ekki víst að hann hafi séð hjólreiðamann. Bílstjórar hægja
22
venjulega á sér þegar komið er að biðskyldu eða hraðahindrun eða þrengingu. Það þarf ekki að vera vegna þess að þeir hafi séð hjólreiðamann. Athygli bílstjóra beinist að þeim stað þar sem þeir búast við mestri hættu þ.e. frá öðrum bílum á götunni. Bílstjóri sem ætlar að taka beygju til hægri beinir athygli sinni til vinstri og sér því síður reiðhjólamenn sem koma frá hægri á gangstétt eða stíg og ætla að þvera hliðargötuna. Þar sem framhjáhlaup eru fyrir bíla til að beygja til hægri getur hættan verið meiri því bílstjórar taka þessa beygju á meiri hraða. Gott er fyrir hjólreiðamann að ná augn sambandi við bílstjóra og fara jafnframt ákveðið af stað eins og hann ætli óhikað yfir en vera ekki á meiri hraða en svo að hann geti stöðvað ef bílstjóri stöðvar ekki. Jafnvel þótt bílstjóri horfi á hjólreiðamann er ekki víst að hann sjái hann eða merki hann sem hættu sem þarf að taka tillit til. Leiðaval Leiðin sem valin er hefur mikil áhrif á hversu ánægjuleg ferðin verður. Hjólreiða menn hafa oft meira val um leiðir en ökumenn bifreiða. Góðar leiðir eru með léttri umferð eða litlum hraða en umfram allt nægu rými. Umferðarþung gata getur verið ágæt til reglulegra ferða ef akreinarnar eru nægilega breiðar, gatnamótin hefðbundin og hraðinn hóflegur. Stígar sem stytta hjólreiðamanni leið eru ágætir. Skjólsælar leiðir og leiðir sem halda hæð í landslagi eru oftast auðveldari en hinar. Árni Davíðsson, hjólafærnikennari.
LÉTT VIÐHALD FYRIR ALLA - konur og karla -
Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar hjólið er tekið fram að vori. Þrýstingur í dekkjum er mældur í pundum. Það stendur á dekkjum hversu mikill þrýstingur á að vera. Grennri dekk þola meiri þrýsting. Hjólið rennur betur og það springur síður ef réttur þrýstingur er í dekkjum.
Að pumpa í dekk með frönskum ventli. Nota þarf sérstakar hjólapumpur eða kaupa lítið millistykki í hjólabúðum sem skrúfað er á ventilinn. Þegar pumpað er í þarf að losa um skrúfgang á ventlinum og ýta létt á pinnann. Skrúfa síðan aftur fast þegar loftið er komið í. Að pumpa í bílaventil. Flestar bensín stöðvar eru með mæli við dæluna. Lesið er á dekkið hver ráðlagður þrýstingur er (psi) og pumpið í þann þrýsing.
Hæð á hnakk miðast við leggjalengd þess sem notar hjólið hverju sinni. Við sætispípuna er lítið handfang sem losað er til að stilla hæðina. Gott er að miða við að fóturinn sé beinn þegar hæll er á pedala í neðstu stöðu. Að stilla hnakkinn. Flesta hnakka er auðvelt að stilla. Undir þeim er skrúfa sem losuð er með sexkant. Hnakkurinn er stilltur láréttur. Sumum finnst gott að láta hnakknefið örlítið niður að framan. Hnakkinn er líka hægt að draga fram eða aftur um nokkara sentimetra.
Keðjuna þarf að smyrja reglulega. WD-40 er ágæt til að hreinsa en hún smyr ekki. Mikilvægt er að smyrja alla keðjuna með keðjuolíu og þurrka umframolíu af svo hún fari ekki í föt. Guðný Einarsdóttir 23
hugsum út fyrir boxið Reiðhjól henta fjölskyldufólki jafnt sem öðrum en nauðsynlegt er að útbúa sig eftir þörfum og aðstæðum. Það er svo miklu skemmtilegra að hjóla úti en að sitja bara í bíl. Yngstu börnin ferðast í barnakerrum eða á barnastólum á hjólinu. Þegar þau eldast finnst þeim gaman að vera á tengihjóli og fá að hjóla með. Þannig kynnast þau líka umferðinni með mömmu eða pabba. Hjól með stóru hólfi að framan eru ekki óalgeng þar sem hjólamenning hefur náð að blómstra. Algengt er að sjá foreldra með krakkana og innkaupapokana þeysast um á þessum hentugu hjólum.
Farangursvagnar eru hentugir i umferð inni, létt er að hjóla með þá og auðvelt að kippa þeim af. Einnig eru til ýmsar útfærslur af hjólum fyrir fatlaða eins og t.d. þetta handknúna hjól sem einnig er hjólastóll. Swifty ferðaðist um Ísland á þessu hjóli. Hvað stoppar þig? Páll Guðjónsson
Ekkert mál fyrir dagmömmu að hjóla um með 5 börn
Það er auðvelt að setja tengihjól við flest reiðhjól 24
Það er skemmtilegt að fara út að hjóla
Reiðhjólahjálmar
Hjálmur eða hattur?
Yakkay hjálmar líta út eins og hattar og auðvelt að víxla höttunum eftir smekk enda margar útfærslur í boði á reiðhjólahjálminn.
Fullorðnum er frjálst að hjóla með eða án hjálms. Varast ber að treysta um of á vörn reiðhjólahjálma því allt er takmörkunum háð. Best er að koma í veg fyrir slysin með því að kynna sér þá tækni sem kennd er við samgönguhjólreiðar og fjallað um hér í bæklingnum. Einnig vex öryggi hjólreiðafólks eftir því sem fleiri hjóla eins og sést í t.d. Danmörk og Hollandi svo það er um að gera að hvetja sem flesta til að hjóla. Börn undir 15 ára aldri eiga að nota reiðhjólahjálma við hjólreiðar en verða að passa að vera ekki með þá í leiktækjum eða við klifur í trjám því hjálmurinn getur fests í leiktækinu og ólin þrengt hættulega að eins og dæmi eru um. Hjálmurinn þarf að passa vel ef hann á að gagnast, sitja þétt á höfðinu, liggja beint og ekki renna til. Hann þarf að ná niður á enni u.þ.b. tvær fingurbreiddir frá augnbrún. Ólarnar skal stilla þannig að eyrað lendi í miðju V-forminu. Reiðhjólahjálmar eru fyrst og fremst hannaðir til að hlífa höfðinu við fall á litlum hraða. Í öðrum íþróttum s.s. hestamennsku eru notaðir annars konar hjálmar hannaðir fyrir aðrar aðstæður. Það sama á við með reiðhjólahjálma og reiðhjólafatnað; best er að lofti hæfilega um líkamann því loftflæðið kemur í veg fyrir svita. Á veturna má nota buff undir hjálminn en ekkert þykkara. Páll Guðjónsson
Í fjallahjólabruni eru notaðir sérstakir hjálmar 25
Skemmtilegar hjólaleiðir Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um allt land. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir. Hjólaleiðir í Reykjavík Víða er u göngubrýr eða undirgöng undir umferðaræðar og stígar eru lagðir um vinsælar útvistarperlur eins og Elliðaárdalinn og Ægissíðu. Sex áningarstaðir eru nú við stígakerfið, þar sem vegfarendur geta kastað mæðinni og notið útsýnisins, skoðað gönguog hjólastígakort fyrir höfuðborgarsvæðið og gripið í nesti. Staðirnir eru í Nauthólsvík, við Ægissíðu, við Gullinbrú, við Suðurlands-braut gegnt Mörkinni, í Elliðaárdal og við Ánanaust. Reykjavíkurborg hefur lagt til númerakerfi fyrir stígakerfi höfuðborgar-svæðisins og merkt stíga skv. því . Stígur 2 (Reykjavíkurhringur) Þetta er leiðin umhverfis Reykjavík vestan Elliðaáa og liggur meðfram Sæbraut, Geirs- og Mýrargötu, Ánanaust, Eiðisgranda, Ægissíðu og um Skerjafjörð og Fossvogsdal. Þetta er fjölfarnasti útivistarstígur landsins og eru stígar og aðbúnaður víðast hvar til mikillar fyrirmyndar. Leiðin er rúmlega 21 km og liggur að mestu meðfram strandlengjunni. Þessa leið er tilvalið að lengja um 5,2 km með því að bæta hjólastíg 10, Seltjarnarneshring, við.
Stígur 4 Kópavogur - Hafnarfjörður „Bláþráðurinn“. Þetta er strandstígurinn um Kársnes í Kópavogi, göturnar Súlunes og Hegranes í Garðabæ, strandstígur um Arnarnesvog og vestan við Hraunholtsbraut og stígurinn meðfram Reykjavíkurvegi og Strandvegi í Hafnarfirði og að álverinu, tæplega 16 km leið. Frá Arnarnesvogi tengist hjólastígur 18 sem liggur að Álftanesi. Stígur 1n Reykjavík - Mosfellsbær Samfelldur stígur er alla leið meðfram Sævarhöfða, meðfram Elliðaárvogi, undir Gullinbrú en yfir Grafarvog, yfir Gufunes og með Leiruvogi og loks eftir allri ströndinni uns stígurinn sveigir í átt að miðbæ Mosfellsbæjar. Í Mosfellsbæ er m.a. hægt að skoða lysti garðinn á Stekkjarflöt á Varmárbökkum við Álafosskvos. Einnig er hægt að hjóla á stígakerfi að Gljúfrasteini og þá ertu kominn 1/3 af leiðinni til Þingvalla. Stígur 1s Elliðaárdalur - Heiðmörk Þessi leið lig gur um g róðri vaxinn Elliðaárdal og meðfram ánni að Breið holtsbraut og upp að göngum undir götuna á móts við Norðlingaholt. Þaðan er fylgt malbikuðum stígum að Rauðhólum og eftir vegi að Elliðavatnsbænum. Styttur borgarinnar Fáðu lista hjá Listasafni Reykjavíkur yfir styttur borgarinnar og skipulegðu ferð(ir) til að skoða þær. Skoðaðu Ásmundarsafn, höggmyndagarðinn við Listasafn Einar Jónssonar við Freyjugötu, Lýðveldisgarðinn við danska sendiráðið, Hljómskálagarðinn, Miklatún og Laugardalinn. Reykjavík á „röngunni“ Hjólaferð um „Reykjavík á röngunni“
26
er fólgin í því að hjóla um falda g öngustíg a, þröng ar g ötur, undirgöng og bakgarða. Þessa ferð má útfæra á marga vegu og má sérstaklega nefna bakstíga sem liggja frá Snorrabraut að Hringbraut þó ekki séu þeir samfelldir.
meðfram Glerá, í Naustaborgum og í Kjarnaskógi. Í Kjarnaskógi er þar að auki að finna fyrstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins. Á Ísafirði er hægt að hjóla á stíg í dgi Tungudal en einnig er hægt að hjóla ` V \ i \jh d\ \ c =_ aV" k `jg eftir þjóðvegunum, vegaslóðum og _V ` n Z G gömlum fjallvegum. Grafarvogur Víða er er að finna opna skóga og Í Grafarvogi er hægt hjóla út þangað er tilvalið að hjóla. með Kleppsvík við fjöruborð. Þar Það er kjörið að nýta sér hjóla er hægt að skoða höggmyndagarð leigur þegar ferðast er um landið og Hallsteins Sigurðssonar og finna kynnast landinu með þeim einstaka skemmtilega og krókótta hjólaleið sem liggur hætti sem reiðhjól bjóða upp á. frá Grafarvoginum að Grafarholti. Hvalfjörðurinn Hjólaleiðir um land allt Hvalfjörðurinn er um 62 km. Þar er að Víðast hvar er ágætis stígakerfi í nágrenni finna marga áhugaverða staði og hann er sveitarfélaga. Til dæmis hentar Akureyri mjög tilvalinn fyrir dagsferð. vel til hjólreiða enda eru fjölmargir leiðir Fleiri leiðir eru á fjallahjolaklubburinn.is og stígar í boði. Má þar m.a. nefna leiðina Ásbjörn Ólafsson )# i\{[V '%%-
27
Hvernig hjól á ég að fá mér? Hér eru nokkur sjónarmið sem hafa má í huga til að hjálpa við ákvarðanatökuna. Tæknilegt: Hjólagerð: fjallahjól, b l e n d i n g u r, b o r g a r h j ó l , d e k k j a s t æ r ð (26/28/29 tommu), gerð og fjöldi gíra, vökva eða vírabremsur, diska eða gjarðabremsur. Fagurfræðilegt. Hvaða útlit kitlar hjá mér fagurkerann? “Mikið er þetta bleika hjól með blómamynstrinu fallegt”. Hagnýtt. „Sko þegar ég er komin(n) á gott hjól ætla ég alltaf að hjóla í vinnuna.“ „Gaman væri nú að komast líka í hjólaferð um hálendið í sumar.“ „Þetta er nú bara til að hjóla á góðviðrisdögum um helgar.“ „Ég ætla að taka þátt í hjólakeppum í sumar.“ „Ég vil gjarnan sitja upprétt(ur).“ „Ég vil geta hjólað í kjól og hafa körfu á stýrinu.“ Raunsætt. Hvað sætti ég mig við að nota mikinn pening í þetta verkefni? Persónulegt. Mig langar að breyta um lífsstíl, koma mér í gott form og hjóla meira. Hvernig hjóli langar mig til að hjóla á? Semsagt, hvernig hjól langar mig í? Hvernig hjól hentar mér? Hvernig hjóli hef ég efni á?
28
Hjólagerðir Kappreiðahjól (Racer). Gerð til að fara hratt yfir, með mjóum 28 tommu dekkjum fyrir sléttar götur. Gírar 16-30 eftir verði. Henta illa á ósléttum götum. Mjög framlág stelling til að minnka loftmótstöðu, með framlágu „hrútastýri“. Ekki hentug fyrir byrjendur. Fjallahjól. Algengustu hjólin í seinni tíð. Með sverum dekkjum og 18-30 gírum. Vel nothæf í malbikssnatt en henta einnig vel á malarvegum og slóðum. Hægt að fá fyrir upprétta stöðu (comfort) og framlága (sport). B l e n d i n g a r ( hy b r i d ) . E ð a „bastarðar“ eins og sumir vilja kalla þau. Mitt á milli fjallahjóls og götuhjóls. Framlág (sport) stelling, 28-29” miðlungsþykk dekk, 1830 gírar. Hjól sem henta vel sem ferðamáti til og frá vinnu en þola einnig betri malarvegi. Götuhjól - Þægindahjól. (comfort) Afbrigði af fjallahjólum og blendingum þar sem setið er sem mest upprétt í þægilegri stellingu. Hafa breiðari hnakka með meiri dempun. Henta fyrir þá sem vilja spóka sig og/eða ferðast í rólegheitum milli staða.
Stærð Mikilvægt er að velja „rétta“ stærð. Rétt stærð er sú stærð sem þér líður vel með. Þumalputtareglur eru: Þegar staðið er klofvega yfir hjólinu þá á toppsláin að vera 3-6 sentimetra fyrir neðan klof á blendings- og götuhjóli en fyrir fjallahjól er miðað við 3-10 sentimetra. Valin eru minni fjallahjól ef ætlunin er að leika sér í ófærum og erfiðum stígum. Ef valið er kappreiðahjól skiptir máli að vera nákvæmari í mælingum. Þá skal mæla hæð og innanfótarlengd á legg og velja stærð eftir ráðleggingum framleiðanda. Hægt er að fínstilla stærð með stýrisarmi (stamma), hnakki og sætispípu en stillingar er önnur saga. Stillingar á hjólum eru mjög persónubundnar. Verið ófeimin við að prófa mismunandi stillingar á hnakk, stýri og stýrisarmi til að finna þá stillingu sem hentar þér best. Innkaupin Mikilvægt er að vera viss af hverju maður er að kaupa reiðhjól og kynna sér hjólagerðir og eiginleika og ákveða gerð hjólsins sem á að kaupa. Gott er að gefa sér tíma til að fara í sem flestar hjólaverslanir, skoða úrvalið og ræða við sölumenn. Þannig er hægt að kynna sér mögulega valkosti í öllum verslunum. Þegar búið finna vænlega valkosti er að prófa, prófa og prófa. Best er að fá sölumenn til að pumpa rétt í dekkin, stilla hnakk og fara síðan í prufutúr. Þó hjólið uppfylli öll
þau skilyrði sem sett voru fram þá kemur ekki í ljós hvort það passar fyrr en prófað er. Þegar hringurinn fer að þrengjast og valið stendur ef til vill á milli tveggja eða þriggja hjóla á svipuðu verðbili og í sambærilegum gæðaflokki vandast valið. Þá er gott að meta þjónustuna í versluninni og þá ábyrgð sem er í boði. Ef maður fær frábæra þjónustu er oft auðveldara að taka ákvörðun. Að lokum er um að gera að láta tilfinninguna ráða og leyfa sérviskunni að ráða för varðandi lit, stíl og það sem mætir flestum (eða öllum kröfum manns) óháð nokkrum krónum til eða frá. Þegar allt kemur til alls snýst málið um að taka ákvörðun sem manni líður vel með og uppfyllir þær væntingar. Hvaða hjól veitir mér mesta ánægju að eiga og nota? Einar Kristinsson
Bretti og bögglabera ættu allir að hafa
29
Bílar og hjól - í sátt og samlyndi
Reiðhjól eru ökutæki og hafa sama rétt til að vera á götunum og bílar. Varúð við framúrakstur Þegar ekið er framúr hjólreiðamanni á að vera minnst 1 m bil frá spegli á bíl að stýrisenda á reiðhjóli. Á venjulegri íslenskri 3,5 m breiðri akbraut þarf bíll að fara yfir akbrautarlínu/miðlínu til að gefa nægjanlegt bil við framúrakstur. Best er að slá af hraða og færa sig tímanlega út til að gefa bílstjórum fyrir aftan tækifæri til að sjá hjólreiðamann. Ekki á að flauta við framúrakstur.
Rétt - Rangt
Hjólavísar Hjólavísar leiðbeina hjólreiðafólki um staðsetningu og minna bílstjóra á að þeir deila götunni með öðrum Víkjandi staða – framúrakstur mögulegur Hjólreiðafólk tekur sér víkjandi stöðu um 1 m hægra megin við umferðarstraum á akrein og ekki nær vegbrún en 0,5 m til að tryggja öryggi sitt á akbrautinni til að geta forðast bíla sem fara of nálægt þeim eða fyrirstöður sem oft eru við vegbrúnina, til dæmis glerbrot, niðurföll, holur og steina. Ríkjandi staða – framúrakstur ómögulegur Hjólreiðafólk tekur sér ríkjandi stöðu á miðri akrein til að tryggja öryggi sitt þegar aðstæður leyfa ekki framúrakstur til dæmis vegna þrengsla. Einnig er ríkjandi staða til að tryggja sýnileika hjólreiðamanns við gatnamót og til að hann hafi betri yfirsýn. Gefið hjólreiðafólki pláss Hjólreiðafólk þarf sitt pláss á götunni líkt og aðrir ökumenn. Ef farið er of nálægt aftan frá eða frá hlið er það óþægilegt og skapar hættu ef eitthvað kemur upp á. Hjólreiðafólk þarf oft að víkja skyndilega frá fyrirstöðu sem er á götunni og getur þá þurft að beygja skyndilega eða bremsa. 30
Hjólavísir
Víkjandi staða
Ríkjandi staða
Algjört lágmark 1m. milli stýris og spegils
Takmarkið hraða Í borgarumferð er meðalhraði reiðhjóla um 15-30 km/klst en meðalhraði bíla um 15-50 km/klst. Hjólreiðafólki stafar ógn af miklum hraða bíla og skyndilegri hraðaaukningu. Takmarkið hraða og akið á jöfnum hraða. Varúð við gatnamót Bílstjórar sjá hjólreiðamenn og vélhjólamenn síður en bíla við gatnamót. Venjið ykkur á að líta eftir öllum ökutækjum við gatnamót. Lítið einnig á gangstéttina beggja vegna áður en beygt er, þar gæti verið barn á hjóli. Flýtið ykkur hægt um gatnamót. Athugið blinda blettinn Þegar horft er í baksýnispegil er oftast blindur blettur þar sem hlutir sjást ekki. Gætið að hjólreiðamönnum hægra megin við ykkur þegar þið takið hægri beygju. Varúð þegar bílhurð er opnuð Þegar bíl er lagt í stæði í götu og hurðin er opnuð þarf að líta í baksýnisspegilinn og yfir öxlina og gæta að því að enginn sé að koma. Varúð við innkeyrslur Þegar ekið er úr innkeyrslu þarf að passa að engin umferð sé á gangstétt og á götu áður en farið er út. Stöðva þarf við gangstéttarbrún og líta til beggja hliða og fara varlega yfir. Hugið að börnum Börn hjóla oft eftir gangstéttum og gæta ekki að hraða hjólsins við innkeyrslur. Þau geta þegar minnst varir sveigt yfir götu. Lærið að þekkja hvar búast má við börnum úti á götu og gætið sérstaklega að þar sem stígar þvera götu. Akið gætilega. Leggið löglega Þegar bílum er lagt ólöglega upp á gangstétt, við gangbraut eða á stíg eða annars staðar þar sem gangandi og hjólandi eiga leið um, skapar það hættu og hindrar för.
Árni Davíðsson, hjólafærnikennari. 31