20 tilefni til dagdrykkju - Tobba Marinós

Page 1


1. Ömurlegir karlmenn Ég hef alltaf verið of rómantísk. Það hefði gert eitthvað fyrir mig að vera viðskiptalega þenkjandi í stað þess að sjá allt í mjúkri, rómantískri, ævintýralegri birtu. Allir voru fallegir og góðir ef lýsingin og hugarfarið var stillt rétt. Þessi ævintýraþrá, ásamt réttlætiskennd sem hefði hæft saksóknara, hefur oft komið mér í vandræði en ég lærði snemma að þó að ýmislegt gangi á er eitt sem ég get aldrei gefið eftir. Aldrei nokkurn tímann. Ég verð að vera þannig manneskja að mér líki við sjálfa mig og geti sagt; já, hún Tobba er heiðarleg og stendur með sínu fólki. Það er einmitt lykilatriði að velja sitt fólk. Að veðja á rétta fólkið. Veðja á pabba fyrir ís og mömmu til að berjast gegn óréttlætinu í skólanum. Veðja á bróður minn sem samsærismann í að brjóta upp sparibaukinn og systur mínar fyrir heimatilbúna söngleiki og risaeðluleikrit. Það er erfiðara að veðja á vini og kærasta. Sérstaklega kærasta. Og þannig byrjaði það með Óla. Hann var dökkhærður með blá augu. Andlitið á honum var fremur langt og grannt og hann var með þunnar varir sem mynduðu beint strik. 9

Tuttugu tilefni til dagdr.indd 9

14.4.2014 14:05


Þetta er í eina skiptið sem ég hef orðið hrifin af manni sem er yngri en ég. Það virtist bara ekki koma að sök á þessum tíma. Við vorum fullkomin saman. Ég var opinská, félagslynd og vel tengd. Hann dulrænn, feiminn með rólegt og fágað yfirbragð. Saman vorum við hin fullkomna eining. Ég þurfti ekki að snúa mér við ef Óli gekk inn í herbergið. Ég fann hvernig svitinn spratt fram í lófum mér og maginn herptist saman. Ég réð ekki við það en ég vildi vera sem næst honum eða þeim sem þekktu hann. Bara nafnið – Óli – kallaði fram feimnislegt bros á annars mjög ófeimnu andliti mínu. Ég varð alltaf kjánaleg og stressuð nálægt honum og öll orð stóðu föst í hálsinum á mér. Sem var undarlegt því undir eðlilegum kringumstæðum voru varirnar á mér þjakaðar brúnir óþreytandi hvers sem frussaði út úr sér í tíma og ótíma. Ég vann markvisst að því að heilla Óla upp úr skónum. Ég hafði skýra sýn og hann féll fullkomlega að henni. Það blasti fljótt við að Óli – Ólafur Hákon Sigurðsson – yrði mikils metinn í samfélaginu. Ég vissi þetta allt – örlög okkar voru skrifuð í skýin sem við störðum svo oft saman upp í og létum okkur dreyma. Ég missti alla matarlyst nálægt honum, sem gerist annars aldrei nema líkamshiti minn sé kominn yfir 40 gráður. Ég vildi stanslaust hafa hann í sjónmáli. Drengurinn var eins og heróín og ég var fíkill. Óli var svo sem ekkert fullkominn í útliti en hann hafði sjarma. Fallegir menn hafa sjaldnast mikil völd. Fegurð grefur undan trúverðugleika og gerir menn veikgeðja. Þeir missa sjónar á metnaðarfyllri markmiðum en sætustu stelpunni í partýinu. Óli var meira en andlitið. Hann hafði möguleika og metnað. En hann var feiminn og ég skildi það 10

Tuttugu tilefni til dagdr.indd 10

14.4.2014 14:05


og því gaf ég sambandinu tíma til að þróast. Alvöru ást er eilíf og engin ástæða til að reka á eftir henni. Við Óli vorum saman daglega og fjárfestum tíma í hvort öðru, borðuðum saman hádegismat, gengum í snjónum þegar vetra tók og lásum saman bækur inni í hlýjunni þegar frostið beit. Lífið var fullkomið! Ég sá fyrir mér myndina af okkur þegar hann tæki við valdamiklu embætti. Ég yrði í blárri dragt með bryddingu og með uppsett hár. Eða í einföldum, bláum langermakjól og jakka. Allavega einhverju einföldu og klassísku. Og mjög smart. Svo myndi ég veifa með flötum lófa og snúa úlnliðnum hægt að drottningarsið. Ég er ekki viss um hverjum ég myndi veifa en ég myndi samt veifa. En svo breyttist allt einn kaldan febrúarmorgun. Við Óli vorum að velta því fyrir okkur hvað faðir Gunnars Dórs kunningja okkar starfaði við. Við vorum í hádegismat að gæða okkur á fiski en Óli gætti ávallt að líkamlegri hreysti, neytti því einungis hollrar fæðu og lagði mikið upp úr því að fá nægilega mikið af omega fitusýrum sem hann taldi næra heilann og byggja upp eðlilega líkamsstarfsemi. Ég stakk upp í mig gufusoðinni gulrót og brosti til Óla. Áður en ég náði að kyngja kom Inga vinkona okkar askvaðandi að borðinu. „Tobba – eruð þið Óli kærustupar?“ spurði hún frekjulega. Ég fraus og þorði ekki að líta framan í Óla sem sat við hliðina á mér. „Ha? VIÐ??“ stundi ég upp og fann hvernig ég eldroðnaði í framan. Á þessum tíma leitaðist ég við að nota sem minnst af snyrtivörum og trúði á náttúrulega fegurð. Þar af 11

Tuttugu tilefni til dagdr.indd 11

14.4.2014 14:05


leiðandi var enginn böffer fyrir skyndilegum roðanum sem tók yfir annars ágætt andlit mitt. Kanebo hefði aldrei leyft þessu að gerast. Ég hélt niðri í mér andanum og klemmdi aftur augun. Kannski var mig að dreyma. „Já, ég vil vita það – ertu ástfangin af honum Óla?“ Inga krosslagði handleggina og horfði á mig. Jarpt hár hennar hafði losnað úr taglinu og hún krumpaði nefið svo að freknurnar hurfu nánast ofan í hrukkurnar. Ég áttaði mig ekki á því hvort hún var reið eða bara æst. Ég var smá hrædd við hana. Inga var með augabrúnir á við Bjarna Fel sem gáfu henni dýrslegt yfirbragð. Ég vissi aldrei hvernig eða hvenær hún myndi tryllast. Ég leit á Óla sem horfði sljóum augum á Ingu. Ætlaði hann ekki að segja neitt? „Tobba!“ ítrekaði hún óþægilega hátt svo að aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur. Deildarstjórinn sat í enda matsalarins og var líka farinn að fylgjast með. Ég hugsaði mig um og beit í vörina. Núna er að duga eða drepast, hugsaði ég. Bítlarnir vildu meina að það væri ekki hægt að kaupa ást. Ég yrði að sýna það í verki og vera hugrökk. Ég stóð á fætur og horfði fast á Ingu. „Já, Inga, ég elska Óla!“ sagði ég í geðshræringu svo að röddin varð hærri og skrækari en ég hafði ætlað mér. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að líta á tilvonandi eiginmann minn, erindrekann og lífskúnstnerinn Ólaf Hákon. „Sannaðu það!“ heimtaði hún og glotti. Augabrúnirnar höfðu aldrei hrætt mig meira. Var hún eitthvað rugluð? Var hún að skora mig á hólm? Gat það verið að ... gat það verið að hún elskaði Óla líka? Ég hafði reyndar séð hana smjaðra 12

Tuttugu tilefni til dagdr.indd 12

14.4.2014 14:05


fyrir foreldrum hans þegar hann bauð okkur öllum heim í afmælið sitt. „Sanna það?“ stamaði ég. „Ef þú getur ekki án hans verið skaltu sanna það. Komdu með mér,“ skipaði hún og gekk fram í anddyrið. Þar klæddi hún sig í skó og kápu og opnaði útidyrnar. Ég þorði ekki annað en hlýða en forðaðist þó að líta á ástmann minn. Ég klæddi mig í nýju kuldaskóna og sleppti því að fara í úlpu þrátt fyrir mikinn kulda. Ástin yljaði mér. Inga greip í handlegginn á mér og hálfdró mig út, staðnæmdist sigrihrósandi á miðju bílaplaninu og benti mér á drullupoll. „Ef þú elskar hann Óla skaltu drekka úr þessum polli.“ Hún horfði fast á mig og ég fann að Óli var mættur og stóð beint fyrir aftan mig. „Tobba, þú þarft ekki að gera það,“ sagði hann lágt. En það var of seint. Ég var búin að beygja mig niður, stinga vel snyrtri, naglalakkaðri hendinni ofan í pollinn og fá mér sopa. Ég var ekki vön að velta mér of mikið upp úr hlutunum. „Hah!“ öskraði ég sigrihrósandi með sand á milli tannanna. Skyndilega heyrði ég öskur fyrir aftan mig þar sem deildarstjórinn kom æðandi út. „Tobba, hvað ertu að gera barn!!!“ Ég leit á Ingu sem skellihló og svo á Óla sem var frekar vandræðalegur. Á þeirri stundu vissi ég að ég gæti ekki elskað rolu. Og það var það sem Óli var. Rola. Ef ég ætti að vera alveg hreinskilin þá var hann líka hrikalega innskeifur. Ég hafði beðið þess í hljóði daglega í bráðum fjóra mánuði 13

Tuttugu tilefni til dagdr.indd 13

14.4.2014 14:05


að hann myndi rétta úr kútnum og labba eins og maður en það var orðið nokkuð ljóst að hann myndi alltaf vera innskeifur. „Komdu, Inga. Ég held ég elski Óla ekki lengur,“ sagði ég og áttaði mig á einni mikilvægustu lexíu lífsins. Menn sem geta ekki viðurkennt op­inberlega að þeir séu kærastarnir manns eru aumingjar! Við Inga gengum aftur inn í leikskólann, hunsuðum Óla og deildarstjórann og fórum að teikna. Listin var besta leiðin til að vinna sig út úr áföllum.

14

Tuttugu tilefni til dagdr.indd 14

14.4.2014 14:05


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.