Inngangur
Nokkr a síðustu ár atugi hafa komið upp tískudellur í mataræði en læknisfræðileg ráð um heilbrigðan lífsstíl hafa verið nokkurn veginn þau sömu: Borða fitusnauðan mat,
taka betur á í ræktinni eða skokkinu … og aldrei nokkurn
tíma sleppa máltíð. Á sama tíma hefur offituvandinn í heiminum rokið upp úr öllu valdi.
Er þá til einhver önnur nálgun sem sannanlega er árangurs
rík? Nálgun sem byggist á vísindum en ekki skoðunum. Ja, það höldum við: Lotubundin fasta.
Þegar við lásum fyrst um meinta kosti lotubundinnar
föstu vorum við efins eins og svo margir aðrir. Fasta virtist
harkaleg, erfið – og við vissum bæði að megrunarkúrar eru yfirleitt dæmdir til að mistakast. En nú, þegar við höfum rannsakað málið ofan í kjölinn, erum
við sannfærð um einstaka möguleika föstunnar. Eins og einn af 9
Ekkert annað sem þú getur gert líkamanum er eins öflugt og fasta.