Líksýningin
Þusund og einn hnifur.indd 9
30.4.2015 16:10
Áður en hann dró fram hnífinn sagði hann: „Þegar þú hefur kynnt þér skrána um viðkomandi áttu að leggja fram stutta lýsingu á því hvernig þú hyggst taka fyrsta viðfangið þitt af lífi og hvernig þú ætlar að hátta sýningunni á líki hans í borginni. En það þýðir þó ekki að fallist verði á tillögu þína. Einn sérfræðinga okkar mun skoða aðferðina og annaðhvort samþykkja hana eða stinga upp á annarri tilhögun. Svona er þessu háttað hjá öllum atvinnumönnunum og á öllum stigum vinnu þeirra – jafnvel eftir að æfingaferlinu lýkur og þú hefur tekið prófið. Laun þín verða greidd að fullu á öllum stigum ferlisins. Ég vil ekki fara út í öll smáatriðin núna. Læt þig smám saman fá upplýsingar. Eftir að þú færð skrána um viðfangið í hendur geturðu ekki spurt á sama hátt og áður. Þú verður að leggja fram spurningar þínar skriflega. Allar fyrirspurnir, tillögur og skriflegar athugasemdir verða skjalfestar í þinni sérstöku skrá. Þú mátt alls ekki skrifa mér tölvupósta um vinnutengd málefni eða hringja í mig. Þú skrifar spurningarnar á þar til gert eyðublað sem ég læt þig hafa seinna. Mikilvægast er að héðan í frá einbeitir þú þér að skrá viðfangsins og gaumgæfir hana af natni og þolinmæði.
Þusund og einn hnifur.indd 11
30.4.2015 16:10
12
Hassan Blasim
Ég get fullvissað þig um að jafnvel þótt þér mistakist fyrsta verkefnið höldum við sambandi okkar áfram. Bregðist þér bogalistin verðurðu færður í aðra deild á sömu launum. En ég verð að minna þig á þetta enn og aftur: eftir fyrstu launagreiðslu er það með öllu óásættanlegt að segja starfinu lausu og mun ekki ganga. Um slíkt gilda strangar reglur og ef stjórnin fellst á að slíta tengslum við þig þarftu að gangast undir ýmis próf sem geta tekið langan tíma. Í skjalasöfnum okkar geymum við skrár yfir sjálfboðaliða og aðra útsendara sem hafa kosið að segja upp samningum sínum. Hvarfli slíkt að þér færðu að sjá dæmi um það hvernig öðrum hefur reitt af. Ég er viss um að þér gengur vel í þessu starfi og þú átt eftir að njóta þess. Þú færð að sjá hvernig allt líf þitt breytist. Þetta er fyrsta gjöfin þín, ekki opna hana núna. Þetta er heildarlaunagreiðslan þín. Hvað varðar heimildamyndirnar um rándýralíf þá geturðu keypt þær og við gerum upp kostnaðinn síðar. Taktu sérstaklega eftir myndum af beinum fórnar lambanna. Gleymdu því aldrei, vinur minn, að við erum hvorki hryðjuverkamenn sem hafa það að markmiði að fella sem flest fórnarlömb til að skelfa aðra né brjálaðir morðingjar að vinna fyrir peninga. Við tengjumst engum öfgasinnuðum ísl amista-hreyfingum eða leyniþjónustu einhverrar morðóðrar ríkisstjórnar eða svoleiðis vitleysu. Ég veit að það sækja á þig spurningar, en þú munt smám saman átta þig á því að heiminum er ætlað að vera í mörgum lögum og það er óraunhæft að allir geti ferðast þar um milli laga áreynslulaust. Gleymdu ekki yfirmannsstöðunum sem bíða þín í metorðastiga stofnunarinnar ef þú reynist frjór í hugsun, beinskeyttur og ákafur. Hvert lík sem þú gengur frá er listaverk sem bíður hinstu
Þusund og einn hnifur.indd 12
30.4.2015 16:10
Líksýningin
13
pensilstrokunnar, svo þú fáir að glóa eins og eðalsteinn mitt í rústum þessarar þjóðar. Þetta, að leiða lík fyrir sjónir annarra, er æðsta takmark sköpunarkraftsins sem við leitum að, reynum að rannsaka og læra af. Sjálfur þoli ég ekki útsendara sem hafa ekkert ímyndunarafl. Við erum til dæmis með einn sem gengur undir heitinu Hnífur Satans, og ég vildi óska að yfirstjórnin tæki sem fyrst úr umferð. Þessi náungi heldur að hámark sköpunargáfunnar og frumleikans felist í því að aflima viðfangið og hengja neðan úr rafmagnsleiðslum í fátækrahverfunum. Hann er bara sjálfumglatt fífl. Mér býður við klassískum vinnubrögðum hans, þótt hann tali sjálfur um nýklassisisma. Öll list þessa viðvanings felst í að mála líkamsparta viðfangsins og láta þá dingla í ósýnilegum þráðum, hjartað dökkblátt, garnirnar grænar, lifrin og eistun gul. Þetta framkvæmir hann án þess að skilja ljóðrænu einfaldleikans. Þegar ég útmála fyrir þér smáatriðin greini ég visst ráðleysi í augum þínum. Slakaðu á, dragðu andann djúpt, hlustaðu eftir taktinum í þínum leynda innri anda af yfirvegun og rósemd. Leyfðu mér að útskýra eitt og annað betur til að eyða hugsanlegum misskilningi hjá þér. Leyfðu mér að drepa smá tíma með þér. Það má vel vera að allt sem ég hef að segja þér sé mín persónulega skoðun og á skjön við hugmyndir annarra í hópnum. Hnitmiðun er mér að skapi, einföld og sláandi útfærsla. Tökum útsendarann Daufan sem dæmi. Hann er yfirvegaður, snjall og skarpskyggn. Mitt eftirlætisverk eftir hann er Konan með barn á brjósti. Einn regnvotan vetrarmorgun safnaðist saman fjöldi ökumanna og gangandi vegfarenda til þess að virða konuna fyrir sér. Hún var nakin og feit og barnið, sem var líka nakið, var að sjúga á henni vinstra brjóstið. Hann kom konunni fyrir undir dauðu pálmatré á umferðar
Þusund og einn hnifur.indd 13
30.4.2015 16:10
14
Hassan Blasim
eyju fjölfarinnar götu. Engin merki um skotsár eða áverkar á líkama konunnar eða barnsins. Bæði hún og barnið voru jafn lifandi að sjá og sindrandi vatnslækur. Slík snilld er af skornum skammti hér á landi. Þú hefðir átt að sjá risavaxin brjóstin á konunni og hversu horað barnið var, eins og beinahrúga sem búið væri að mála með skærhvítum barnshúðarlit. Enginn áttaði sig á hvernig móðir og barn höfðu verið drepin. Flestir gerðu sér í hugarlund að hann hefði notað eitthvað dularfullt eitur sem enn hefur ekki verið skrásett. En þú ættir að lesa spjaldskrárnar í bókasafninu okkar, þar sem hina stuttu, ljóðrænu skýrslu Daufs um þetta stórkostlega listaverk er að finna. Nú gegnir hann mikilvægu hlutverki í hópnum. Hann á mun meira skilið. Þú verður að gera þér ljóst að þetta land býður upp á eitt af fágætustu tækifærum okkar tíma. Starf okkar verður kannski ekki langvinnt. Um leið og stöðugleiki kemst á verðum við að færa okkur í annað land. Hafðu ekki áhyggjur, mörg koma til greina. Sjáðu nú til, í gamla daga veittum við nýnemum eins og þér klassíska kennslu en margt hefur breyst síðan þá. Í stað beinna fyrirmæla erum við farnir að reiða okkur á lýðræðið og það sem í hugann kemur hverju sinni. Ég fór í gegnum langt nám og las margar leiðinlegar bækur sem réttlættu gjörðir okkar áður en ég gat gerst fagmaður í starfinu. Við kynntum okkur rannsóknir um frið, ritaðar af viðbjóðslegri mælsku. Þar voru margar barnalegar og ónauðsynlegar líkingar til að réttlæta hitt og þetta. Ein þeirra fjallaði um hvernig öll lyfin í apótekinu, meira að segja gamla góða tannkremið, væru framleidd að undangengnum tilraunum á rottum og öðrum dýrum, og því kæmist heimsfriður ekki á nema manneskjum yrði fórnað líka á tilraunastofunum. Svona gamlar tuggur voru leiðinlegar
Þusund og einn hnifur.indd 14
30.4.2015 16:10
Líksýningin
15
og gremjulegar. Þín kynslóð á miklu láni að fagna á þessari öld tækifæranna. Kvikmyndastjarna að sleikja íspinna er út um allt á ljósmyndum og í fréttum sem ná til afskekktustu hungurþorpa heimsins, þar sem hverfisteinninn snýst við öskur og dans. Afraksturinn má kalla „réttlætið sem felst í því að uppgötva þýðingarleysið sjálft og hinn óræða kjarna heimsins“. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hve mjög skapandi líksýning í miðborginni undirstrikar þetta! Kannski er ég búinn að segja þér of mikið en það er best að ég segi það alveg hreint út að ég hef áhyggjur af þér, vegna þess að þú ert annaðhvort fáviti eða snillingur, og slíkir útsendarar vekja forvitni mína. Það væri auðvitað gaman ef þú reyndist vera snillingur. Ég trúi enn á snilligáfuna þótt flestir meðlimir hópsins tali um reynslu og æfingu. En skyldirðu nú vera fáviti er best að ég segi þér eina stutta og gagnlega sögu áður en ég fer, um fávita sem reyndi af barnaskap sínum að svindla á okkur. Ég þoldi ekki einu sinni útsendaranafnið hans – Naglinn. Eftir að nefndin hafði samþykkt aðferð Naglans við að drepa viðfang sitt og koma líkinu fyrir á stórum veitingastað, biðum við eftir að sjá afraksturinn. En þessi náungi átti mjög erfitt með að annast verk sitt. Ég hitti hann nokkrum sinnum og spurði hann hvernig stæði á þessum töfum. Hann sagðist ekki vilja endurtaka aðferðir forvera sinna og væri að bræða með sér hvernig vinna okkar gæti tekið stórt stökk fram á við. Raunin var hins vegar allt önnur. Naglinn var heigull sem hafði sýkst af ómerkilegri mannúðarhugsjón og eins og raunin er gjarnan um sjúka menn var hann farinn að efast um gagnsemi þess að drepa aðra og velta fyrir sér hvort einhvers konar skapari fylgdist með öllu sem við gerðum. Þaðan lá leið hans ofan í djúpið. Vegna þess að sérhvert mannsbarn sem fæðist í þennan heim er aðeins möguleiki, annaðhvort til góðs
Þusund og einn hnifur.indd 15
30.4.2015 16:10
16
Hassan Blasim
eða ills, ef marka má skilgreiningar skólanna og þeirra trúarlegu uppfræðslu í þessum heimska heimi. Gagnvart okkur horfir málið þó allt öðruvísi við. Sérhvert barn sem fæðist er aðeins aukabyrði um borð í sökkvandi skipi. En jæja, nú skal ég segja þér hvað varð um Naglann. Hann átti skyldmenni sem var spítalavörður í miðbænum og Naglinn var að velta fyrir sér að laumast inn í líkhús spítalans og næla sér þar í lík í stað þess að búa til eitt sjálfur. Þetta reyndist minnsta mál eftir að hann afsalaði sér helmingnum af greiðslunni frá okkur til frænda síns. Líkhúsið var fullt af líkum eftir allar þessar bjánalegu hryðjuverkaárásir, sundurtætt lík eftir bílsprengjur, hálshöggvin lík eftir deilur innan trúarhópa, þrútin lík af árbotninum og heil glás af fleiri heimskulegum líkum eftir tilviljanakennd morð sem tengdust ekki list á nokkurn hátt. Eina nóttina laumaði Naglinn sér inn í líkhúsið og hóf að leita að rétta líkinu til að sýna almenningi. Hann leitaði á meðal barnalíkanna því að í fyrstu skýrslu sinni hafði hann lagt fram hugmynd um að drepa fimm ára barn. Í líkhúsinu voru nokkur skólabörn afmynduð eftir bílsprengju eða brennd á einhverjum götumarkaði eða tætt í sundur eftir að einhver flugvél flaug inn í hús. Að lokum valdi Naglinn barn sem hafði verið hálshöggvið eins og afgangurinn af fjölskyldunni, af sértrúarástæðum. Líkið var hreint og sárið í hálsinum jafn snyrtilegt og afskorið blaðsnifsi. Naglinn fékk þá hugmynd að stilla líkinu upp á veitingastað og koma augum hinna fjölskyldumeðlimanna fyrir í blóðskálum, eins og um súpu væri að ræða. Kannski var þetta falleg hugmynd en það sem meira máli skipti var að framkvæmd Naglans var svik og fölsun. Hefði hann sjálfur hálshöggvið barnið myndi hafa verið um frumlegt listaverk að ræða en að stela því úr líkhúsinu og haga sér svona fyrirlitlega var bæði smánarlegt
Þusund og einn hnifur.indd 16
30.4.2015 16:10
Líksýningin
17
og heigulsháttur. Hann gerði sér heldur ekki grein fyrir því að tengingarnar í heiminum í dag eru margvíslegri en bara með göngum og gangvegum. Það var útfararstjórinn sem greip Naglann í bólinu áður en hann náði að blekkja saklausan almenning. Útfararstjórinn var nýkominn á sjötugsaldur, mikill beljaki. Starf hans á útfararstofunni hafði blómstrað eftir því sem fjöldi afskræmdra líka jókst í landinu. Fólk leitaði á náðir hans til að tjasla saman sundurtættum líkum barna sinna og annarra ættingja eftir sprengingar og handahófskennd morð. Það borgaði honum vel fyrir að endurheimta þá ásjónu barna sinna sem það þekkti. Útfararstjórinn var sannarlega mikill listamaður. Hann vann af þolgæði og alúð. Þessa tilteknu nótt vísaði hann Naglanum inn í hliðarherbergi í líkhúsinu og læsti á eftir honum dyrunum. Hann sprautaði hann með einhverju lyfi sem lamaði hann án þess að gera hann meðvitundarlausan. Hann lagði hann flatan á líkbekkinn, batt hendur hans og fætur og keflaði hann. Hann raulaði snotra barnagælu með sinni einkennilegu kvenrödd á meðan hann undirbjó vinnuborðið sitt. Lagið var um barn sem dorgar eftir froski í litlum blóðpolli og þar sem hann stendur yfir Naglanum og strýkur honum annað veifið blíðlega um kollinn hvíslar hann í eyra hans: „Æ, gæskan mín, æ, vinur minn, sumt er undarlegra en dauðinn – að horfa framan í heiminn sem horfir framan í þig, án svipbrigða, skilnings eða jafnvel tilgangs, líkt og þið heimurinn séu sameinaðir í blindni, líkri þögn og einsemd. Og það er svolítið sem er furðulegra en dauðinn: maður og kona að leik uppi í rúmi, svo birtist þú, bara þú, þú sem ævinlega misritar sögu þína.“ Útfararstjórinn lauk verki sínu í morgunsárið. Framan við dómsmálaráðuneytið var stallur eins og stall-
Þusund og einn hnifur.indd 17
30.4.2015 16:10
18
Hassan Blasim
arnir sem styttur borgarinnar tróna á nema þessi var búinn til úr hakki af holdi og beinum. Ofan á stallinum var bronsstólpi og úr stólpanum hékk húð Naglans í heilu lagi, listilega flegin utan af holdi hans, blaktandi eins og sigurflagg að húni. Á fremri hlið stallsins mátti glöggt sjá hægra auga Naglans, mitt í maukinu af holdi hans. Svipur þessi var ekki ólíkur dauflegu blikinu í augum þínum núna. Veistu hver útfararstjórinn var? Hann fer fyrir mikilvægustu deild stofnunarinnar. Hann fer fyrir sannleiks- og sköpunardeildinni.“ Síðan keyrði hann hnífinn á kaf í kviðinn á mér og sagði: „Þú skelfur.“
Þusund og einn hnifur.indd 18
30.4.2015 16:10