Ævintýri - Jonas T. Bengtsson

Page 1


19 86


É g er nýorðinn sex ára þegar Olof Palme er skotinn. Það er febrúar og mjög kalt úti. Við pabbi sitjum í eldhúsinu, borðum rúnstykki og ég teikna. Við heyrum þetta í útvarp­ inu. Pabbi hækkar í tækinu. Konunni í útvarpinu er mikið niðri fyrir. Þetta er stórfrétt. Ég elti birkifræ yfir borðplöt­ una með nöglinni. Svo segir pabbi mér að klæða mig. Ég finn ekki sokkana mína. Pabbi beygir sig niður og stingur berum fótum mínum í gúmmístígvélin. Við göngum niður götuna. Pabbi heldur í handlegginn á mér. Hann horfir beint fram fyrir sig. Dregur mig af stað. Ég er eins og taska. Ferðataska á litlum hjólum. Ég segi hon­um að þetta sé vont. Að ég hafi ekki í við hann, en vindurinn blæs orðunum burt. Það eru alltaf margir á ferli á laugardögum. Bílar inn og út úr bílskýlum, gamlar konur með innkaupanet. Að kaupa það síðasta sem vantar, áður en búðunum er lokað. En ekki í dag, við höfum götuna alveg út af fyrir okkur. Bærinn er ekki stór, og við erum fljótlega komnir niður á aðalgötuna. Pabbi horfir beint fram fyrir sig, munnurinn eins og strik framan í honum. Ég held að hann hafi gleymt að hann held­ ur í handlegginn á mér. Pabbi er með ljóst hálfsítt hár með rauðleitum yrjum, alveg eins og skeggið. Hann rakar sig einu sinni í viku og lætur það vaxa á milli. Hann klippir sig sjálfur með skærum í eld­ húsinu. Sígarettan er hluti af hendi hans, eins og aukafingur.

~ 7 ~


Hann er bara í stuttermabol undir frakkanum, sem hann hefur alltaf óhnepptan, en honum er ekki kalt. Honum er næstum aldrei kalt. Mér er næstum alltaf kalt. Mér finnst ég samt vera líkur honum. Þegar ég verð stór ætla ég líka að leyfa skegginu að vaxa. Hann segir að ég sé líkari mömmu. Og það sé gott. Hún hafi verið falleg. Ég segi við hann að þegar ég verði stór ætli ég líka að láta skeggið vaxa, en aftur hrifsar vindurinn orðin með sér og hrist­ir og rífur í trén og blæs í þakrennurnar eins og flautur. Við komum að einu sjónvarpsbúðinni í bænum. Tækin í glugganum sýna öll sömu myndirnar, nokkur í lit, önnur í svarthvítu. En við göngum hratt fram hjá þeim og inn um dyrnar, pabbi sleppir ekki af mér hendinni fyrr en við stað­ næmumst við vegginn með sjónvarpstækjunum. Þau eru af öllum stærðum, og á verðmerkjunum eru langar tölur. Þegar konan á sjónvarpsskjánum lýtur höfði og horfir niður á pappírsblöðin sín, gera allar konurnar á hinum skjáunum það sama. Það minnir mig á leik sem við fórum í á barna­ heimilinu í hinu þorpinu. Afgreiðslumaðurinn stendur í nokkurra metra fjarlægð frá okkur, hann er í röndóttri skyrtu, með nafnspjald á brjóst­ inu, og horfir steinrunninn á einn skjáinn, með munninn dálítið opinn. Þarna er roskin kona sem hefur lagt frá sér innkaupapokana sína, án þess að taka eftir því að fjögur epli hafa oltið fram á gólfið. Pabbi horfir í kringum sig rann­ sakandi augum, á erfitt með að ákveða sig. Loks velur hann stórt litasjónvarp í miðjunni. Það heyrist hátt í því, en pabbi hækkar hljóðið ennþá meira. Nú stendur hann grafkyrr líka. Ég er viss um að sá þeirra sem hreyfir sig fyrst muni tapa. Á skjánum eru myndir af dimmu stræti, götuskilti og snjó. Þetta er Stokkhólmur. Gangstétt er afmörkuð með hvítum

~ 8 ~


og rauðum plastborða, og fólk stendur allt í kring. Það er líka grafkyrrt. Sumir halda fyrir munninn á sér. Konan í sjón­ varpinu talar hægt, eins og hún sé nývöknuð. Hún segir að Olof Palme hafi komið út úr kvikmyndahúsi skammt frá. Að hann hafi verið með konunni sinni, þau hafi séð mynd­ ina Mozart-bræðurna og verið á leið heim. Á gráum gangstéttarhellunum eru nokkrir dökkir blettir, eins og málning. Myndavélin færir sig nær þeim. Þetta er blóð, svarar pabbi, án þess að líta af skjánum. Við erum aftur komnir út á götuna. Göngum hratt, eins og við séum að flýta okkur burt frá myndunum í sjónvarpinu. Ég held að við séum á leiðinni heim þar til við beygjum til vinstri hjá kjötbúðinni sem er lokuð. Niður að höfninni, á hellusteinunum á þröngri götunni. Pabbi sest á járnstöng og ég við hlið hans, eins nálægt hon­ um og ég get. Sjórinn fyrir framan okkur er svartur. Tveir seglbátar eru á leið inn á höfnina, hægra megin við okkur er stór krani, krókurinn hangir rétt ofan við sjávarflötinn. Himinninn er grár. Pabbi felur andlit sitt í frakkaerminni, hávært snökt berst gegnum þykkt efnið. Hann heldur svo fast í höndina á mér að ég finn til. „Svo þeir náðu honum,“ segir hann. „Svo þeir náðu hon­ um þá.“ Ég man ekki til þess að ég hafi séð pabba gráta fyrr. Ég spyr hvort hann hafi þekkt þennan Palme, en hann svarar ekki. Hann þrýstir mér að sér. Mér er ískalt á fótunum í stíg­vél­ unum. „Svo þeir náðu honum,“ segir hann. Vindurinn myndar froðu á haffletinum. „Ég held að við neyðumst til að flytja aftur fljótlega.“

~ 9 ~


19 87


Við sitjum í bílnum sem pabbi fékk lánaðan á bóndabæn­ um með reiðu og skítugu hundunum. Allar eigur okkar eru í aftursætinu og í farangursgeymsl­ unni. „Það er kominn tími til að við förum aftur til Kaupmanna­ hafnar,“ segir pabbi. „Þú fæddist í Kaupmannahöfn, veistu?“ Hann rennir niður rúðunni, snýr sveifinni í hringi, það skröltir í henni þarna í gamla hvíta skutbílnum, ískrar, eins og hún sé alveg að detta af. Svo fiskar hann heimavafða sígar­ ettu upp úr brjóstvasanum á kúrekajakkanum. Hann trommar á stýrið, blæs reyk út um munnvikin, tínir tóbakssnifsi af neðri vörinni. Þegar við flytjum er hann alltaf glaður og hlær mikið. Við ökum fram hjá háum steinsteypublokkum. Það eru bílar allt í kringum okkur. Svo endar hraðbrautin og húsin verða lægri. Þetta gæti verið hvar sem er. Við höfum átt heima á mörgum svona stöðum; stöðum með stórmörkuðum og rakarastofum. Ég loka augunum og er alveg að sofna, við höfum verið á ferðinni alveg síðan í morgun. Fyrst sé ég hvíta hringi og svo blikkandi ljós innan á augnalokunum. Ég hverf eitt augna­ blik, kannski lengur. Rödd pabba vekur mig aftur til lífsins. „Þá erum við komn­ ir,“ segir hann, og ég opna augun. Við höfum stansað á rauðu ljósi. Pabbi gefur inn og vélin

~ 13 ~


hvæsir og murrar. Hann gerir það til þess að halda henni í gangi, það hafði hann sagt mér fyrr um daginn. Ég lít út um kámugar rúðurnar á bílnum og borgin blasir við mér. Ég hef aldrei séð neitt þvíumlíkt. Ég held fast í öryggisbeltið. Það liggur þétt yfir brjóstkass­ ann, ég þrýsti þumalfingrinum upp að skarpri brún þess, uns mig kennir til. Utan við bílrúðuna er fullt af fólki á ferð í allar áttir. Alls konar hljóð og mikil læti. Flaut í bílum og hvinur í hemlum rútu sem stansar við hliðina á okkur. Þegar pabbi ekur yfir gatnamótin get ég ekki annað en hald­ið niðri í mér andanum. Það er ótrúlegt að við ökum ekki á hjólreiðamann eða rek­ umst á einhvern af hinum bílunum. Ég legg höndina á svala bílrúðuna og skynja hvernig borgin urrar, hinum megin við glerið, eins og reiður hundur. Ég renni rúðunni niður, opna munninn og rek út úr mér tunguna. Borgin bragðast eins og bensín og myglað epli. Pabbi leggur bílnum, og við göngum gegnum dyr og inn í húsagarð. Við göngum yfir brotnar hellur og fram hjá timbur­ skúr sem vantar í nokkrar fjalir og er með hálfhrundu þaki. Húsið er úr rauðum múrsteini. Pabbi gengur niður tröppur og bankar á kjallaradyrnar. „Vona að við séum á réttum stað,“ segir hann og brosir til mín. Við bíðum, pabbi er í þann veginn að banka á ný þegar dyrnar eru opnaðar. Maðurinn er þrekvaxinn og talsvert eldri en pabbi. Hann er með stuttar gráar hártjásur en ann­ ars sköllóttur. Í brúnum slopp og óhreinum gallabuxum. Mjóar æðar kvíslast um vanga hans og upp að nefrótunum, inn í aðra nösina. Hann er eins og landakort, langar mig að segja við pabba, en ég þori ekki að opna munninn.

~ 14 ~


„Þið eruð stundvísir,“ segir maðurinn og þurrkar af hönd­ um sér á sloppnum svo að eftir sitja dökkir olíublettir. Við eltum umsjónarmanninn gegnum garðinn. Lyklakippan í belti hans er sú stærsta sem ég hef nokkurn tíma séð. Það hringlar svo hátt í henni að við gætum fylgt honum eftir með lokuð augun. Við göngum fram hjá ryðguðum reiðhjól­ um og mörgum skúrum. Á leiðinni upp tröppurnar fyllir maðurinn svo út í stigann að það væri ekki hægt að komast fram hjá honum þótt mað­ ur reyndi. Ég finn lykt af músaskít og kjötbollum. Maðurinn stansar fyrir framan hurð með flagnaðri grænni málningu og slæmir hendinni á hana. „Klósettið,“ segir hann. „Þið deilið því með íbúanum á neðri hæðinni, honum Nielsen gamla. Hann er ágætur, það er ekkert að honum.“ Við höld­ um áfram upp stigann. „Það er að segja, ef þið viljið þá íbúðina.“ Hann finnur lykilinn og opnar dyrnar. Íbúðin minnir á einhvers konar afgang af einhverju, eitt­ hvað sem ekki er almennilega þörf fyrir. Pabbi brosir eins og þetta sé einmitt það sem hann hefur dreymt um. Lítið eldhús með gluggum út í garðinn, rétt nógu mikið pláss fyrir lítið borð, tvo stóla og bedda upp við vegginn. Þegar við borðum morgunmat munum við sjá inn í íbúðirnar á móti. Pabbi les hugsanir mínar og veifar í átt að dimmum rúðunum hinum megin við garðinn. „Herbergið er hérna inn af,“ segir umsjónarmaðurinn og dregur inn kviðinn svo að hann komist fram hjá litla eldhús­ borðinu. Hann opnar dyrnar á eina herberginu í íbúðinni, herberginu sem pabbi hefur lofað að ég muni fá. Herberginu mínu. Það er lítið og með einum glugga, svo hátt uppi að

~ 15 ~


það sést ekki út um hann. Þegar íbúðin var hluti af einhverju stærra, gleymdur hluti, þá hljóta að hafa verið kústar hérna. Hillur með gulnuðum pappír. Stórar krukkur með súrs­ uðum plómum, eplum. Nú er hér rúm þar sem ég á að sofa í nótt. Herbergið lyktar af ryki og þurrum óhreinindum. Umsjónarmaðurinn er ekki lengur jafn öruggur með sig, hann segir: „Ég hélt reyndar að íbúðin væri svolítið stærri. Ég er með aðra, ef þið viljið …“ „Þessi er frábær,“ segir pabbi. „Okkur mun örugglega líða vel hérna.“ Við förum með umsjónarmanninum aftur á verkstæðið hans. Það eru olíublettir á gólfinu og verkfæri á breiða vinnu­ borðinu undir glugganum. Á einum veggnum hanga lyklar. Margir lyklar, það hlýtur að vera einn fyrir hverja íbúð. Hann fer inn til fólksins á nóttunni, meðan það sefur, og fær sér smábita af matarleifunum í ísskápunum. Borðar ögn af kjúklingi hér og kjöthleifi þar. Þess vegna er hann svona feitur. „Og það verður staðgreitt?“ spyr hann. Pabbi kinkar kolli. Þeir takast í hendur. Ég verð stoltur að venju, ég veit að pabbi hefur gott handtak, ég hef heyrt fólk segja það. Við burðumst upp með dótið úr bílnum. Pabbi tekur stóru hlutina, gamlar töskur sem eru alveg að springa utan af bók­­ unum hans. Ég tek plastpokana með lökunum og handklæð­ unum. Að lokum tekur pabbi trékassann með plötunum, ber hann varlega upp og leggur frá sér á eldhúsborðið. Ég sé plötuspilarann hvergi. Ég spyr ekki um hann. Við fáum egg og beikon í kvöldmat. Keypt af manninum á bóndabænum sem lánaði okkur bílinn. „Þetta verður gott,

~ 16 ~


skaltu vita,“ segir pabbi, meðan snarkar í beikoninu á pönn­ unni. Ég sé í augum hans að hann er ekki bara að tala um matinn. „Þetta verður gott,“ segir hann. Dyrnar á nýja herberginu mínu lokast ekki almennilega. Í hvert skipti sem við reynum, brestur í hurðinni og hún hrekk­ur frá stöfum. Húsið hlýtur að hafa færst til síðan það var byggt, það hefur teygt sig og snúið sér, geispað og hóstað. Ég sé pabba héðan, sé fætur hans hanga út af brúninni á beddanum, sé tána sem hann rak í hurðina í vikunni sem leið, hún er blá. Ég heyri þungan andardrátt hans. Ég hef alltaf sofnað út frá hljóðum. Oft hljóðum í bílum. Bílnum á malarveginum, ekki langt frá glugganum mínum. Bílunum á hraðbraut­ inni. Í íbúð hátt yfir jörðu. Ég hef sofnað við hljóð vindsins í háu trjánum úti. Þegar hvasst var lokaði ég augunum og sá þau svigna og reisa sig aftur upp. Þegar við bjuggum við sjóinn sofnaði ég við öldurnar. Þær komu lengra og lengra upp í fjöruna, flæddu yfir þykka gula grasið og gegnum runnana, alla leið inn í herbergið mitt og hrifu mig með sér. Nú ligg ég í nýja rúminu mínu, og borgin hefur sín eigin hljóð.

~ 17 ~


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.