Ár kattarins

Page 1


Á R KATTARINS

Ár kattarins.indd 1

28.8.2012 13:43


Ritaskrá Skáldsögur Nóttin hefur þúsund augu, 1998 Nóttin hefur þúsund augu, kilja, 1999 Hvíta kanínan, 2000 Hvíta kanínan, kilja, 2001 Blátt tungl, 2001 Í upphafi var morðið, 2002, í samvinnu við Pál Kristin Pálsson Í upphafi var morðið, kilja, 2003 Tími nornarinnar, 2005 Tími nornarinnar, kilja, 2005 Farþeginn, 2006, í samvinnu við Pál Kristin Pálsson Farþeginn, kilja, 2007 Dauði trúðsins, 2007 Dauði trúðsins, kilja 2008 Sjöundi sonurinn, 2008 Sjöundi sonurinn, kilja, 2009 Morgunengill, 2010 Morgunengill, kilja, 2011 Ár kattarins, 2012

Sjónvarpshandrit Dagurinn í gær, RÚV 1999, í samvinnu við Pál Kristin Pálsson 20/20, RÚV 2002, í samvinnu við Pál Kristin Pálsson Pressa, Saga Film/Stöð 2, 2007, hluti þáttaraðar í samvinnu við Pál Kristin Pálsson Tími nornarinnar, RÚV 2011

Útvarpsleikrit Tími nornarinnar, 2006, Hjálmar Hjálmarsson vann leikgerðina Dauði trúðsins, 2008, Hjálmar Hjálmarsson vann leikgerðina

Ár kattarins.indd 2

30.8.2012 11:24


Árni Þórarinsson

Ár kattarins

Ár kattarins.indd 3

28.8.2012 13:43


Ár kattarins © Árni Þórarinsson 2012 Kápuhönnun: Jón Ásgeir Hreinsson Ljósmynd af höfundi © Philippe Matsas Umbrot: Einar Samúelsson / Hugsa sér! Letur í meginmáli: Garamond 3 11,5/14,4 pt. Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO JPV útgáfa · Reykjavík · 2012 Öll réttindi áskilin. Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. ISBN 978-9935-11-290-3 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is

Ár kattarins.indd 4

Forlaginu ehf.

28.8.2012 13:43


Einu sinni voru tveir æskuvinir, ættaðir frá Orkneyjum, og stunduðu þeir nám við háskóla á Skotlandi. Nam annar stærðfræði og tölvuvísindi í Glasgow, en hinn stærðfræði og eðlisfræði í Edinborg. Komu báðir frá góðum og velmegandi fjölskyldum og voru fyrirmyndarnámsmenn, vel gefnir, hæfileikaríkir og vinsælir. Dag einn í byrjun sumars komu þeir til gistihúss í skoskum bæ og leigðu saman herbergi eina nótt. Voru þeir glaðir í bragði og spjölluðu frjálslega við starfsfólk áður en þeir gengu til vistarveru sinnar. Leið nú dagurinn, kvöldið og nóttin og sást hvorki né heyrðist til vinanna. Þegar þeir höfðu ekki yfirgefið herbergi sitt skömmu eftir hádegi var þerna send til að gera þeim rúmrusk. Barði hún lengi að dyrum en án árangurs. Því brá hún lykli í skrána, opnaði og gekk inn. Sá hún hvar vinirnir sátu hvor á móti öðrum og voru sprautunálar festar með límbandi við handleggina. Sprauturnar voru tengdar við dælu sem innihélt ókennilegan vökva. Milli ungu mannanna var lítið hringborð og á því stóð fartölva. Sjúkrabíll kom strax á vettvang en það var um seinan. Æskuvinirnir voru látnir. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að „lyfjagjöf“ úr dælunni hafði verið stýrt með því að snerta takka á lyklaborði tölvunnar. Fyrirsögn í einu dagblaðinu var: „Ráðgátan um tvo úrvalsnemendur sem fundust látnir á hótelherbergi: Sjálfsvíg með fartölvu“. Hafði lögregla þó ekki fundið kveðjubréf af því tagi sem fólk skilur einatt eftir þegar það sviptir sig lífi og lögðu aðstandendur mannanna engan trúnað á þá kenningu að þeir hefðu fyrirfarið sér í sameiningu. Það er af hótelþernunni að segja að hún reynir enn að gleyma þeirri óhugnanlegu sjón sem blasti við henni þegar hún opnaði dyrnar á herbergi 313.

5

Ár kattarins.indd 5

28.8.2012 13:43


1 Laugardagssíðdegi í mars

Errtu nakin? Tvö orð og bæði vitlaust stafsett. Og send í vitlaust númer. Það hlýtur að vera. Um stund stari ég á skjáinn. Hvað á þetta að þýða? Tækni er sannarlega undur. Hún auðgar líf okkar, eykur samskiptamöguleika og minnkar umheiminn. Hún hlýðir skapara sínum, gerir það sem við segjum henni að gera. Mér finnst ég hafa lesið þetta einhvers staðar. Ég fletti til baka og skoða aftur númerið í símanum. Ég kannast ekkert við það. Sumt fólk skiptir reyndar annað slagið um númer og SIM-kort. Er Sigurbjörg að stríða mér? Nei, það væri á skjön við stöðuna. Eða Margrét Karlsdóttir að reyna við mig? Nei, Magga er tæplega með íslenskt númer, enda einhvers staðar í útlöndum að njóta lífsins fyrir illa fengið fé. Eða fé sem einhvern tíma var illa fengið. Og báðar kunna stafsetningu. Tæknileg mistök. Hugsanlega er fyrra orðið vitlaust skrifað en það síðara rétt: Að karlmaður hafi ætlað að senda fróma erótíska fyrirspurn til konu en slegið inn rangt númer. Eða kona til konu? Eða er einhver í raun og veru að daðra við mig? Á maður leyndan aðdáanda í ómælisvíddum net- og símheima sem sendir hamslausar frygðarstunur með sms-skeytum? Einhver unglingsskutla sem ekki kann stafsetningu? Eða fullorðin kona sem er bara að flýta sér?

6

Ár kattarins.indd 6

28.8.2012 13:43


Þar sem ég leyfi mér að gæla við hugmyndina nokkur augnablik tekur símakvikindið nýjan kipp og hringir. „Einar.“ „Ertu ekki að koma, drengur?“ „Ha, jú, Gunnhildur mín. Ég var bara að leita að bindi.“ „Hvað heldurðu að þú eigir bindi?“ spyr vinkona mín á níræðisaldri sem áreiðanlega sendir mér ekki sexí skeyti. „Ég hef beðið hér uppábúin í hálftíma. Fólk má ekki koma of seint í brúðkaup, heldur ekki skrýtin brúðkaup. Það er ólánsmerki, drengur. Veistu það ekki?“ „Tja, nja …“ „Hana, drífðu þig nú. Annars fer ég úr peysufötunum og verð á nærhaldinu.“ Ég lít út um stofugluggann á risíbúð Heiðu og Jóu við Aðalstrætið. Kuldaboli leikur lausum hala í höfuðstað Norðurlands. Ég hneppi hvítu skyrtunni upp í háls, snarast í svarta sparijakkann og flýti mér bindislaus út í drusluna. Á leiðinni slæ ég inn stutt svarskeyti á gemsann og sendi út í galinn buskann: Eitt r í Ertu og tvö n í nakinn.

„Ja, ekki á hann Grímur gott,“ tautar hún og hagræðir sér í framsætinu, „að gifta sig í þessu.“ Gunnhildur vefur ullartrefli um rýran hálsinn þegar ég ek frá dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hóli niður að Akureyrarkirkju. Ég lít á hana brosandi og hækka í miðstöðinni. „Hann Grímur?“ „Þekkirðu ekki vísuna, drengur?“ Hún hvessir á mig vatnsblá augun. „Nú er úti veður vott, verður allt að klessu og svo framvegis?“

7

Ár kattarins.indd 7

28.8.2012 13:43


„Jújú. Það var bara þetta með hann Grím, skilurðu?“ „Tíhí,“ tístir í henni. „Já, hann Grímur er víst fjarri góðu gamni. Meiri andskotans vitleysan.“ „Finnst þér þetta vera vitleysa?“ Hún hagræðir grárri fléttunni. „Ekki svo sem frekar en hvað annað. Það kemur manni ekkert á óvart lengur. En af hverju varstu að bjóða kerlingunni með þér?“ Bíðum nú við, hvernig á ég að svara þessu? Ekki get ég nefnt að fyrsta val mitt var Sigurbjörg, sem fór undan í flæmingi og bar við litlum fyrirvara á ferð að sunnan. „Ja, ég er staddur hér um helgina í embættiserindum. Þú veist, við lögðum niður útibú blaðsins og tókum upp samvinnu við Akureyrarpóstinn. Vinkonur mínar, Jóa og Heiða, sjá um það starf og ég gisti hjá þeim. Þær buðu mér í þetta brúðkaup svo ég væri ekki einn að væflast og ég mátti hafa gest með. Auðvitað datt mér þú í hug, Gunnhildur.“ Það hnussar í henni. „Ég vanþakka ekki tilbreytinguna. Ekki nenni ég að horfa lengur á sjónvarpið, allar þessar glassúrstelpur og hormónasnúða og endalaust kjaftæði um matarjukk. Það liggur við að maður sakni Leiðarljóss. Hvers vegna eru allir svona uppteknir af mat? Af hverju eru eldhúsmellur orðnar að stórstjörnum í fjölmiðlum?“ „Sumir segja vegna framfara í matargerð.“ „Framfara? Þetta er bara úrkynjun og ekkert annað. Maður étur til að seðja hungur. Svo drullast allt heila draslið ofan í klósett og á haf út. Hvað segja fiskarnir um það? Hvað er þá orðið af fínheitum, marineringu og kóríandersnobbi?“ „Góður matur er betri en vondur.“ „Til að borða, já. Til að horfa á í sjónvarpinu, nei. Það er álíka spennandi og að fylgjast með tifinu í klukkunni. Þegar ég var að bauka við soðninguna ofan í hann Guðmund heitinn nennti enginn að horfa á það. Ekki einu sinni Guðmundur.“

8

Ár kattarins.indd 8

28.8.2012 13:43


Mér tekst með naumindum að þröngva bílnum inn á þéttskipað bílaplanið. Prúðbúið fólk streymir að. „Vonandi fáum við þó gott að borða í veislunni á eftir,“ segi ég og leiði Gunnhildi að kirkjunni sem trónir yfir miðbæ Akureyrar með sína tvo turna. Hún styðst við stafinn sinn, grönn og bogin en kvik í hreyfingum. „Ég verð alveg jafn dauð þegar ég loksins drepst. Frekar bind ég vonir við að fá örlítinn snafs. Það væri stuð í því.“ Hún brosir til mín með sútuðu andlitinu. „En reyndar ekki fyrir þig, þorstaheftur drengstauli sem þú ert.“ Kampavínsglös svífa um salinn sem er langur, hvítmálaður, blómum og blöðrum skrýddur. Ég stend upp við vegg með sódavatnið mitt og horfi yfir skrautlegan gestahópinn. Langflestir virðast á þrítugs- og fertugsaldri, konurnar litríkar og karlarnir sumir líka. Langborð svignar af pinnamat og kássum og allra handa framförum í matargerð. „Óttalegt gutl er þetta,“ segir Gunnhildur, dreypir á freyðandi víninu og grettir sig. „Gast þú drukkið svona ropvatn á meðan þú varst og hést? Mann bara svimar af þessum andskota.“ Ég hjálpa henni að setjast við næsta borð. „Þetta er nú rétt til að skála með fyrir brúðhjónunum. Svo færðu borðvín eða bjór með matnum. Kannski snafs á eftir, hvað veit ég.“ Jóa kemur til okkar og Heiða á eftir. „Hæ. Gaman að sjá ykkur.“ Þær Gunnhildur heilsast með virktum. Jóa er lítillega förðuð, klædd svörtum karlmannssmóking sem þar með er ekki karlmannssmóking lengur. Þegar við kynntumst á blaðinu fyrir sunnan var Jóa feitlagin og kærulaus um útlit sitt, eins konar staðalmynd trukkalessu. Núna er mín gamla

9

Ár kattarins.indd 9

28.8.2012 13:43


vinkona og ljósmyndari stælt, geislandi af gleði og sjálfsöryggi. Hún er með græjurnar innan seilingar og tekur myndir annað slagið af veislugestum, rétt eins og hún gerði við vígsluna í kirkjunni. „Þú ert að yngja upp,“ hvíslar hún að mér. „Komst Sigurbjörg ekki?“ Ég segi ekkert. Jóa kynnir Heiðu fyrir Gunnhildi. Kærastan er kvenleikinn uppmálaður, í síðum rauðum samkvæmiskjól sem rímar við þykkt rautt hárið. „Já, sæl, við höfum aldrei hist.“ Hún brosir og gerir sér upp hátíðleika. „Aðalheiður Heimisdóttir, útgefandi Akureyrarpóstsins.“ „Gunnhildur Bjargmundsdóttir, gömul kerling á elliheimili,“ svarar förunautur minn, situr sem fastast og mælir þær út. Nýju brúðhjónin eru á sveimi milli gesta, taka á móti hamingjuóskum og heilsa með kossum á báða bóga. „Hadda,“ kallar Heiða. „Mig langar að kynna ykkur fyrir Einari vini okkar og Gunnhildi.“ Hallbjörg Sigurvinsdóttir er á aldur við Heiðu, rúmlega þrítug. Hún er lágvaxin og grönn í hvítri buxnadragt úr leðri. Sléttgreitt kolsvart hár rammar inn laglegt en nokkuð hvasst andlit sem mildast af þykkum vörum og glettnislegum grænum augum. Við athöfnina í kirkjunni virtist hún taugaóstyrk. Þegar presturinn spurði stóru spurningarinnar kom á hana fát eða hik. Svo hló hún og svaraði hátt og snjallt: „Já!“ Ég gratúlera með daginn og Gunnhildur tautar eitthvað álíka. „Og hér er Saga,“ segir Hallbjörg og lítur yfir öxlina. „Konan mín.“ Hún mjakar sér gegnum þvöguna til okkar, breiðleit kona

10

Ár kattarins.indd 10

28.8.2012 13:43


um fertugt, í svörtum síðkjól sem hún fyllir vel út í. Ljóst hárið er burstaklippt. „Saga Guðgeirsdóttir,“ segir hún dökkri röddu og brosir frekar dauflega. Hún tekur gleraugu í sebraumgjörð af goggslegu nefi og nuddar augun á meðan við endurtökum heillaóskirnar. Þegar Hallbjörgu varð á í messunni fyrir framan altarið jaðraði við að Saga færi á taugum. „Jæja,“ spyr ég, „er brúðkaupsferð framundan?“ Saga gýtur augum til nýju eiginkonunnar og fer að þurrka gleraugun með servíettu. Ég tek eftir því að húðflúrað orma­ mynstur teygir sig upp eftir handleggjunum. „Nei, við náum því ekki,“ svarar Hallbjörg og leggur hönd um mitti Sögu. „Það bíður bara betri tíma. Það er í svo mörg horn að líta, í vinnunni hjá mér og svona.“ „Eitt í einu,“ segir Saga. „Það hefur verið nógu töff að koma brúðkaupinu á koppinn.“ „Hvað starfar þú?“ spyr ég. „Ég er atvinnulaus eiginkona,“ segir hún og tekur í hönd Hallbjargar, sem Jóa hafði sagt mér að væri framkvæmdastjóri gróskumikils nýsköpunarfyrirtækis á Akureyri. „Jæja, eigum við ekki að bjóða gestina velkomna?“ Og það er slegið í glas. „Íslenskur kynvillingur að verki með negra!“ segir Gunnhildur og slær sér á lær. „Tíhíhí. Hahhahaaa.“ „Ertu að meina þetta?“ „Ég er nú hrædd um það. Svona var fyrirsögnin í Tímanum. Hugsið ykkur! Þetta var fimmtíu og eitthvað og ég man það orðrétt eins og ég hefði lesið það í gær. Lögreglan handtók vesalings mennina þar sem þeir voru að gamna sér í einhverjum bragga fyrir sunnan og stakk þeim í steininn.“ Gunnhildur virðist hreif af hvítvíninu og kjaftar á henni

11

Ár kattarins.indd 11

28.8.2012 13:43


hver tuska. Hún er ekki ein um það. Eftir að borðhaldi og endalausum ræðuhöldum og myndasýningum lauk hefur losnað um samkvæmið. Fólk er á flakki milli borða og sumir byrjaðir að dansa og flippa á gólfinu við enda salarins. Skvaldur og kliður, hlátrar og skrækir færast í aukana eftir því sem glösum fjölgar. Mér er orðið bumbult af sódavatnsdrykkju og mig langar í sígarettu. „Ert þú hommi, auk þess að vera negri?“ spyr sérlegur gestur minn myndarlegan svartan mann í jafn svörtum merkjafötum sem hefur tyllt sér við borðið hjá okkur. Ég svitna aðeins undir höndunum. Hann lætur sér ekki bregða. „Nei, ég er maður Friðrika, mamma hennar Saga,“ svarar hann með snjóhvítu brosi og réttir Gunnhildi höndina. „Bob Singo er mitt nafn. Ert þú lesbía?“ Hláturinn sýður í Gunnhildi. Roskin gengilbeina er að taka saman matardiska af borðinu. Hún skáskýtur augum á gömlu konuna á peysufötunum og tautar ofan í barminn: „Ja, allt er nú til.“ Hún gengur burt með diskastafla og samanherptan munnsvip. Ég kími til Jóu sem hefur sest á milli okkar Gunnhildar. „Var ekkert mál fyrir þær að finna þjóðkirkjuprest sem var til í tuskið?“ „Nei, ég held að prestarnir við Akureyrarkirkju séu jákvæðir. Að minnsta kosti var einn tilbúinn.“ „Ansi kristilegt af honum. Þið Heiða lítið kannski á athöfn dagsins sem prufukeyrslu fyrir ykkar eigið brúðkaup í vor?“ Jóa fær sér bjórsopa. „Já, kannski má segja það.“ „Er Heiða enn offisíelt í felum hérna? Þið hafið búið saman í næstum ár og unnið saman í marga mánuði?“ „Hún er enn hrædd um að gifting gæti bitnað á Akureyrarpóstinum. Það er ekki auðvelt fyrir hana að taka þá áhættu.“

12

Ár kattarins.indd 12

28.8.2012 13:43


„Áhættu?“ hvái ég. „Er nokkur áhætta lengur? Meira að segja þjóðkirkjudruslan hefur gefist upp fyrir fjandans jafnréttinu. Auðvitað vita allir í bænum að þið eruð saman.“ Jóa hristir hausinn. „Það eru íhaldsöfl alls staðar. Þú heyrðir í þjóninum áðan.“ „Hafa Hallbjörg og Saga verið vinkonur Heiðu lengi?“ „Ekki Saga. En Hadda og Heiða hafa verið nánar í meira en áratug. Voru saman síðasta veturinn í MA.“ Ég reyni að sjá merki um afbrýðisemi í andliti Jóu en tekst ekki. Gunnhildur er enn að tala við Bob Singo. Það tístir og urgar í henni. Blökkumanninum er greinilega skemmt líka. Samt vottar fyrir spennu eða taugaóstyrk í fasi hans. Hann er á að giska fertugur, hávaxinn og kraftalegur með rakað höfuð. „Og hvað hefurðu hjarað lengi á þessu skeri?“ spyr Gunnhildur. Það koma vöflur á Singo. „Ég ekki skilja alveg.“ „Ég skil ekki alveg,“ leiðréttir þá kona sem birtist við hlið hans. Hún er um sextugt, ef tekið er mið af hálsi og höndum frekar en strekktu andliti, glæsilega snyrt með litað ljóst hár og klædd í aðskorinn grænan kjól, svo fleginn að barmurinn bullar og sullast upp úr honum. Bob Singo flassar vandræðalegu brosi. „Ég reyna. Ég reyna að læra íslenska.“ „Babí, Babí, Babí,“ segir konan, greinilega nokkuð hífuð. „Ég reyni að læra íslensku. Hann hefur búið á Íslandi í þrjú ár.“ Hún skellir lófa á svartan skallann á Singo. „En hann er svo sætur. Og svo góður í rúminu, þetta krútt.“ Mér sýnist hann skipta litum ef unnt er að segja slíkt um blökkumann. „Mjög erfitt,“ tautar hann. Ég heilsa konunni og kynni mig. Hún kveðst heita Friðrika Þrastardóttir. „Ég er mamma hennar Sögu, annarrar

13

Ár kattarins.indd 13

28.8.2012 13:43


brúðarinnar. Annarrar brúðarinnar.“ Hún glottir. „Kona giftist konu, karl giftist karli. Þetta er orðið flóknara en þegar ég var ung, sem var í gær.“ „Ertu viss?“ spyr ég. „Er þetta ekki frekar orðið einfaldara?“ Ég sný mér að Bob Singo. „Hvaðan ert þú? Hvar kynntust þið?“ Hann er seinn til svars svo Friðrika grípur orðið. „Ég húkkaði Bob í saumaklúbbsferð til Amsterdam. Og lét ekki happ úr hendi sleppa. Hver hefur sinn smekk og sínar þarfir.“ Smám saman hefur tónlistin hækkað. Dancing Queen með Abba fyllir gólfið. Friðrika tæmir vínglasið í botn, grípur annað og togar Singo upp frá borðinu. „Komdu Babí, Babí, Babí. Dansa, dansa, dansa.“ Hann kinkar kolli til okkar um leið og hann er leiddur burt eins og lítið barn. Gunnhildur horfir á eftir þeim. „Gangi þeim nú allt í haginn og öllu þeirra fólki.“ Ég stend á fætur og lít yfir salinn. Allt þetta ólíka fólk, af báðum kynjum og flestum kynslóðum, af hvaða kynhneigð sem er, virðist sameinast hér, gleðjast og samgleðjast. Hvernig skyldi líf þess vera utan þessarar brúðkaupsveislu? Hvað hugsar það í raun og veru? Er það eins kátt og víðsýnt og skemmtilegt og það sýnist vera hér og nú? Hvað dreymdi það í nótt? Hvað gerist þegar veislunni er lokið? „Jæja, stúlkur,“ segi ég við þær Jóu. „Ég ætla að skreppa út og fá mér smók.“ Jóa lyftir bjórglasi. „Hver hefur sinn smekk og sínar þarfir.“ ***

14

Ár kattarins.indd 14

28.8.2012 13:43


„Valdaklíkan í þjóðkirkjunni var sjálf orðin minnihlutahópur. Þá fyrst vöknuðuð þið upp við vondan draum.“ Hann hlær. „Sum okkar eru enn ekki vöknuð.“ Séra Arnfinnur Kúld tvístígur í nepjunni með smávindil í öðru munnvikinu, búlduleitur og rauðbirkinn maður um fimmtugt. Við stöndum þrír á tröppunum fyrir utan samkomusalinn og reykjum nötrandi. Þriðji maðurinn er rúmlega tvítugur sláni, Önundur Snær Sigurvinsson. Hann kveðst vera bróðir Hallbjargar en leggur fátt til umræðunnar. „Vekjaraklukkan hringdi ekki fyrr en þessi forpokaða stjórn kirkjunnar fattaði að misréttið og fordómarnir væru vondur bissniss,“ segi ég. „Nei, þetta er nú flóknara en svo,“ svarar Arnfinnur léttur í bragði. „Við glímum við hefð og túlkanir á Biblíunni sem er mótsagnakennd bók. Það er þessi skilgreining á hjónabandinu sem samningi karls og konu um stofnun fjölskyldu og fjölgun mannkynsins. Það er ekki síst hún sem flækist fyrir. En þetta er allt á réttri leið. Ekki gleyma því að hjúskaparlögunum var ekki breytt fyrr en sumarið 2010 eftir margra alda mismunun. Allir þurfa tíma til aðlögunar.“ „Hvað finnst þér, Önundur?“ spyr ég unga manninn sem er að drepa í sígarettunni sinni undir pússuðum skóm. Hann rennir hendi yfir fituborið dökkt hár. Andlitið er frítt en fölleitt og baugótt. „Þetta er allt spurning um peninga,“ segir hann áður en hann hraðar sér inn í hlýjuna. „Annars er mér skítsama.“ Ég sting stubbnum í hólk við innganginn og opna dyrnar. „Þið eruð kaldir karlar, þykir mér,“ segir presturinn og blæs reyk upp til vinnuveitanda síns. „Alveg skítkaldir.“ ***

15

Ár kattarins.indd 15

28.8.2012 13:43


Við vegginn næst dyrunum inn í salinn er stórt borð þar sem gestir hafa skilið eftir gjafir til brúðanna. Pakkarnir eru svo margir og fyrirferðarmiklir að nokkrir hafa hrunið úr haugnum ofan á gólf. Kannski hefur einhver rekið sig utan í borðið. Þegar ég geng inn eru Hallbjörg og Saga að safna þeim saman og stafla upp að nýju. Þeim til aðstoðar eru Heiða og Jóa og lágvaxinn, fínlegur maður um þrítugt í silfruðum jakkafötum og svörtum bol, með aflitað hár og lokk í öðru eyranu. Hann hafði verið meðal ræðumanna, sagðist heita Eyvindur Markússon og vera æskuvinur Hallbjargar. Ræða hans stakk í stúf við flestar hinar sem einkum lýstu því hvað nýju hjónin væru „æðislegar“ og „frábærar“. Frásögn Eyvindar var falleg og svo tregafull að engu var líkara en að hann væri að gefa frá sér systur eða jafnvel unnustu. Í ræðunni lagði hann út af ýmsum tilbrigðum ástar í meinum og ástar í leynum í íslenskum þjóðsögum sem hann yfirfærði á ástarsambönd samkynhneigðra, „sem svo lengi voru útlagar, jafnvel huldufólk í okkar samfélagi en eru nú loksins komin út úr klettum og hólum“, eins og hann orðaði það. Feimnisleg framganga hans virtist í andstöðu við áberandi og hispurslaust útlitið. Að baki fimmmenningunum eru fjörið, skvaldrið og músíkin í algleymingi. „Þetta er eitthvað úr gleri,“ segir Hallbjörg. Hún heldur á litlum pakka í bláum og silfruðum umbúðum. „Vonandi hefur ekkert brotnað.“ Hún hristir pakkann varlega. „Skrýtið. Það gutlar í þessu.“ Hún lítur á kort sem fest er með límbandi. „Það stendur ekki frá hverjum gjöfin er.“ „Hvað er á kortinu?“ spyr Heiða. Hallbjörg les: „Innilegar hamingjuóskir. Áfram stelpur! Ég held það sé öruggara að opna og tékka hvort eitthvað lekur,“ segir hún, losar um límböndin á pappírnum og flettir umbúð-

16

Ár kattarins.indd 16

28.8.2012 13:43


unum frá. Í ljós kemur glerkrukka með skrúfuðu loki. „Hvað er þetta eiginlega?“ Við stöndum umhverfis Hallbjörgu sem lyftir krukkunni upp í ljósið. Hún er full af gulleitum vökva. Í honum syndir eitthvað sem við fyrstu sýn líkist smávaxinni gúrku. En það er ekki gúrka. Líkist kannski fingri. Eða jafnvel ungu fóstri. Hallbjörg grípur fyrir munninn til að bæla niður óp. Hún skellir krukkunni á borðið og snýr sér undan. Við hin beygjum okkur niður og rýnum gegnum glerið. Í vökvanum svamlar afskorinn, samanskroppinn getnaðarlimur.

17

Ár kattarins.indd 17

28.8.2012 13:43


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.