Fyrsti kaf li Steinveggirnir stóðu þarna eins og þeir höfðu gert í yfir tvær aldir, látlausir, traustbyggðir og sterkir. Steinninn var höggvinn úr hæðunum og dölunum í kring og veggirnir risu eins og vitnisburður um eðlislæga þrá mannskepnunnar eftir því að setja mark sitt á umhverfið, að byggja og að skapa. Um tveggja alda skeið hafði maðurinn ofið þennan stein saman við múrefni, timbur og gler, stækkað, umbreytt og styrkt til að hæfa þörfum, tíma og dyntum hverju sinni. Og byggingin á krossgötunum fylgdist með í áranna rás, horfði á húsin spretta upp eitt af öðru og sá hvernig landnámsjörðin breyttist í smábæ. Malarslóðinn varð að malbikuðum vegi; hestar og vagnar viku fyrir bílum. Tískustraumar komu og fóru í sjónhendingu. Byggingin stóð sem fyrr, við eitt horn Torgsins, eitt fárra kennileita í bænum sem héldust óbreytt í síkvikum veðrabrigðum breytinga og framþróunar. Þessi bygging hafi staðið af sér styrjaldir, byssuhvellirnir endurkastast af veggjum hennar, hún hafði heyrt kvein hinna særðu og bænir hinna óttaslegnu. Hún hafði horft upp á blóð og tár, gleði og heift. Fæðingu og dauða. Þessi bygging naut góðs af því þegar vel áraði og þraukaði í gegnum hörðu árin. Hún skipti um eigendur og hlutverk en steinveggirnir stóðu óhaggaðir.
Bidlund.indd 5
10.3.2015 17:41
6
BIÐLUND
Með tímanum byrjaði timbrið í glæsilegu, tveggja hæða veröndinni að síga undan fúanum. Gler brotnaði; það komu sprungur í múrsteypuna. Fólkið sem nam staðar við umferðar ljósin á bæjartorginu gjóaði stundum augunum yfir að húsinu og hugsaði með sér að þessi gamla bygging, þar sem dúfurnar f lögruðu inn og út um brotna gluggana, hefði nú ef laust verið glæsileg á sínum tíma. Svo varð ljósið grænt og fólkið ók sína leið. Beckett vissi það. Hann stóð á horninu hinum megin við Torgið með þumlana ofan í gallabuxnavösunum. Loftið var þungt af sumri og það bærðist ekki hár á höfði. Gatan var marauð og hann hefði vel getað skotist yfir Aðalgötu á rauðu en þrátt fyrir það beið hann hægur. Blá og ógagnsæ yfirbreiðsla huldi allt húsið, frá rjáfri niður að götu, og byrgði að því alla sýn að framan. Yfir veturinn hafði þessi yfirbreiðsla haldið hita á iðnaðarmönn unum. Nú hlífði hún þeim fyrir glóheitum sólargeislunum – og forvitnum augum. En hann vissi það – vissi hvernig húsið leit út einmitt núna og hvernig það myndi verða útlits þegar endurbyggingunni yrði lokið. Hann hafði nú einu sinni skipulagt verkið – hann, bræður hans tveir og móðir hans. En á teikningunum var hann nefndur sem arkitekt, það var aðalstarf hans sem hluthafi í verktakafyrirtækinu Montgomery Family Contractors. Hann gekk yfir götuna, fótatakið hljóðlaust í gúmmísóluðum strigaskónum, klukkan var þrjú að nóttu og allt var hljótt sem í gröf. Hann gekk undir vinnupallanna, með fram annarri hlið hússins, niður eftir St. Paul, og varð ánægður að sjá í daufum bjarmanum frá götuljósunum hversu vel steinninn og múrverkið ætluðu að koma undan hreinsuninni. Húsið var gamalt að sjá – enda var það gamalt, hugsaði hann með sér, og það var einmitt það sem gerði það svo fallegt og einstakt. En nú, í fyrsta sinn svo hann rak minni til, bar það þess merki að einhver væri að hugsa um það. Hann gekk aftur fyrir húsið, yfir sólbakaða moldina, gegnum leifar af byggingarefni sem lágu á víð og dreif þar
Bidlund.indd 6
10.3.2015 17:41
FYRSTI KAFLI
7
sem átti að verða bakgarður. Með fram bæði annarri og þriðju hæðinni lágu beinar og haganlega gerðar svalir. Sérsmíðuð grindverk – nostursamlega smíðaðar eftir gömlum ljósmyndum af húsinu og leifum sem fundust við uppgröft í bakgarðinum – höfðu verið hengd upp á strekktan vír til að grunnmálningin fengi að þorna. Hann vissi að Ryder, elsti bróðir hans, sem var yfirverkstjóri á svæðinu, ætlaði að setja handriðin og grindverkin upp aftur innan skamms. Þetta vissi hann vegna þess að Owen, sá í miðjunni af Montgomery-bræðrunum þremur, jagaðist þindarlaust í þeim öllum út af áætlunum, dagsetningum, fjárhagsspám og bók haldi – og gaf Beckett ítarlega skýrslu um hvern einasta nagla sem rekinn var í viðarbút. Hvort sem hann nennti eða nennti ekki að hlusta. Í þessu tilviki, hugsaði hann með sér á meðan hann rótaði eftir lyklinum, nennti hann því – svona oftast nær. Gamla gistihúsið var orðið að þráhygg ju hjá öllum í fjöl skyldunni. Hann var fangi þessa húss, það viðurkenndi hann fyrir sjálfum sér um leið og hann ýtti upp ópússuðu bráðabirgðahurðinni og gekk inn á svæðið sem átti að verða anddyrið. Það hafði rænt hjarta hans – og andskotinn hafi það, það hafði á honum hreðjatak. Það hafði læst klónum í hann, og í þau öll, á einhvern hátt sem ekkert annað verkefni sem fjölskyldan hafði komið að hafði gert. Sennilega dýpra en nokkurt annað verkefni myndi nokkru sinni gera. Hann ýtti á rofann og vinnulýsingin sem hékk niður úr loftinu baðaði nakin steypugólfin, grófgerða veggina, verkfærin, yfirbreiðslurnar og smíðisefnið skæru ljósi. Í loftinu lá angan af timbri og steypuryki og daufur ilmur af grilluðum lauk sem einhver hafði líklega haft með hádegis matnum. Á morgun, þegar nyti betri birtu, ætlaði hann að skoða fyrstu og aðra hæðina betur. Það var eiginlega bjánaskapur að koma hingað á þessum tíma sólarhringsins, þegar hann sá svo
Bidlund.indd 7
10.3.2015 17:41
8
BIÐLUND
sem ekki neitt og var auk þess dauðþreyttur. En hann hafði ekki staðist freistinguna. Hreðjatak, hugsaði hann aftur og gekk undir breiðar bogadyr með grófum og ófrágengnum steinjöðrum. Svo kveikti hann á vasaljósinu og rölti í átt að framdyrunum og bráðabirgðatröppunum sem lágu upp á næstu hæð. Það var auk þess eitthvað við þennan stað í næturkyrrðinni, þegar hávaðinn í naglabyssum, útvörpum, vélsögum og sam ræðum hljóðnaði og skuggarnir tóku völdin. Það var einhver þögn sem var ekki alveg hljóðlát, ekki alveg kyrrlát. Eitthvað var á kreiki sem gældi við hnakkagrófina á honum með fingur gómunum. Þetta var eitt af því sem gerði þetta hús svo ómótstæðilegt. Hann lýsti með vasaljósinu um alla aðra hæðina og kom strax auga á brúnu strigaklæðninguna á veggjunum. Skýrslan frá Owen hafði, eins og ævinlega, verið hárrétt. Ry og hans menn voru búnir að einangra veggina á hæðinni. Hann hafði ætlað að taka stefnuna beint upp en dvaldist á þessari hæð og það færðist bros yfir skarpleitt andlitið, bros sem gæddi skuggablá augu hans sannri gleði. „Allt að koma,“ sagði hann út í þögnina með rödd sem var rám af svefnleysi. Hann fetaði sig áfram í rökkrinu með hjálp vasaljóssins, hávaxinn karlmaður með grannar mjaðmir, leggjalangur eins og allt Montgomery-fólkið og með óstýrilátt, þykkt hár, dökkskollitað með kastaníublæ, sem hann hafði fengið frá Riley-leggnum – ætt móður hans. Hann áminnti sjálfan sig um að ef hann dokaði lengur hér yrði hann að fara á fætur áður en hann kæmist í háttinn og lagði af stað upp á þriðju hæðina. „Já, svona á að gera þetta.“ Öll syfja vék á svipstundu fyrir óblandinni gleði þegar hann renndi einum fingrinum niður eftir samskeytunum á nýlögðum veggþiljunum. Hann lét ljósið leika um götin sem höfðu verið söguð fyrir raf lagnirnar, fór inn í herbergin sem áttu að verða híbýli gistihússtjórans og sá að þar var líka búið að saga fyrir pípulögnum í
Bidlund.indd 8
10.3.2015 17:41
FYRSTI KAFLI
9
eldhúsi og baðherbergi. Honum dvaldist við að skoða það sem átti að verða glæsilegasta svítan og kinkaði ánægður kolli þegar hann sá millivegginn sem skipti upp stóra baðherberginu. „Þú ert djöfulsins snillingur, Beck. Viltu nú í guðanna bænum koma þér heim?“ Fyrst varð hann samt að virða verkið einu sinni enn fyrir sér, ör af þreytu og eftirvæntingu, áður en hann fetaði sig aftur niður tröppurnar. Hann heyrði það um leið og hann kom niður á aðra hæð. Þetta var einhvers konar suð – og það fór ekki á milli mála að það barst frá kvenkyns veru. Anganin umvafði hann um leið og hljóðið. Skógartoppur – sætur og villtur og þrunginn sumri. Maginn í honum tók nokkrar dýfur en það var ekkert f lökt á vasaljósinu þegar hann beindi því niður eftir ganginum, inn í ókláruð herbergin. Ilmurinn og hljóðið dofnuðu smám saman og hann hristi höfuðið. „Ég veit að þú ert hérna.“ Röddin var skýr og styrk þegar hún endurkastaðist aftur til hans. „Og hefur líklega verið talsvert lengi. Við erum að vekja húsið aftur til lífsins – og það með stæl. Eins og það á skilið. Ég ætla rétt að vona að þér lítist vel á þegar við erum búnir vegna þess að, ja, þannig verður þetta.“ Hann dokaði við í eina eða tvær mínútur, nægilega ímyndunarveikur – eða þreyttur – til að sjá fyrir sér þann, eða það, sem hafði aðsetur innan þessara veggja hörfa svolítið og bíða átekta. „Hvað um það.“ Hann yppti öxlum. „Við ætlum að gera okkar besta fyrir þetta hús og við erum helvíti góðir í því sem við gerum.“ Hann gekk niður og tók eftir því að það logaði ekki lengur á vinnulýsingunni. Beckett kveikti ljósið aftur og slökkti svo aftur á því. Yppti öxlum á ný. Þetta var nú ekki í fyrsta skipti sem núverandi íbúi hússins ataðist í einhverju þeirra. „Góða nótt,“ sagði hann stundarhátt og læsti svo húsinu. Í þetta sinn skeytti hann ekkert um gönguljósin heldur gekk rakleitt á ská yfir götuna. Við eitt horn torgsins stóð pítsustaðurinn og fjölskylduveitingahúsið Vesta en íbúðin
Bidlund.indd 9
10.3.2015 17:41
10
BIÐLUND
hans og skrifstofan voru á hæðinni fyrir ofan. Hann gekk eftir gangstéttinni niður brekkuna að bílastæðinu bak við húsið og sótti töskuna sína úr vörubílnum. Beckett einsetti sér að myrða hvern þann sem reyndi að hringja í hann fyrir klukkan átta næsta morgun, opnaði dyrnar að stigaganginum og arkaði upp á hæðina fyrir ofan veitingastaðinn. Hann hirti ekki um að kveikja, heldur lét minnið leiða sig um íbúðina við daufan bjarma götuljósanna. Hann af klæddist hjá rúminu og lét fötin detta á gólfið. Hann lét fallast á grúfu á rúmið og sofnaði, með höfuðið fullt af ilminum af skógartoppnum. Klukkan fimm mínútur í sjö hringdi farsíminn sem hann hafði skilið eftir í vasanum á gallabuxunum. „Andskotinn.“ Hann brölti fram út og skreið yfir gólfið til að veiða símann upp úr vasanum. Þegar ekkert heyrðist áttaði hann sig á því að hann hafði borið seðlaveskið sitt upp að eyranu. „Fjandinn hafi það.“ Lét seðlaveskið detta á gólfið og rótaði eftir símanum. „Hvern andskotann viltu?“ „Sæll og góðan daginn sömuleiðis,“ svaraði Owen. „Ég er að labba út úr Sheetz og er með kaffi og kleinuhringi. Það er komin ný stelpa í afgreiðsluna á morgunvaktinni. Hún er þokkalega f lott.“ „Ég ætla að drepa þig með hamri.“ „En þá færðu hvorki kaffi né kleinuhringi. Ég er á leiðinni á svæðið. Ry ætti að vera kominn þangað. Morgunfundur.“ „Hann er klukkan tíu.“ „Lastu ekki sms-ið frá mér?“ „Hvert þeirra? Ég bregð mér frá í tvo daga og þú sendir svona milljón andskotans sms.“ „Þetta þar sem ég sagði þér að tímanum hefði verið breytt í korter yfir sjö. Drífðu þig í buxurnar,“ ráðlagði Owen honum og lagði svo á. „Fjandinn sjálfur.“
Bidlund.indd 10
10.3.2015 17:41
FYRSTI KAFLI
11
Hann skellti sér undir sturtuna í tvær mínútur og fór í buxur. Skýin sem höfðu hrannast upp um nóttina tryggðu að ekkert af hitanum gæti sloppið burt og þegar hann kom út leið honum eins og hann væri að synda yfir heita og straumharða á í öllum fötunum. Hann heyrði dynki í naglabyssunum, óm af tónlist og hvin frá sagarblöðum. Inni í húsinu heyrðist einhver hlæja brjálæðislega. Hann gekk fyrir horn hússins í sömu mund og Owen renndi vörubílnum sínum inn á bílastæðið fyrir aftan bakgarðinn tilvonandi. Vörubíllinn var nýþveginn og skínandi hreinn og það glampaði á silfurlita verkfærakassana á hliðunum. Owen steig út. Í gallabuxum, hvítum stuttermabol gyrtum ofan í buxurnar – á beltinu var símahelvítið sem gerði svo gott sem allt nema kyssa hann góða nótt á kvöldin (og Beckett ætlaði svo sem ekki að sverja fyrir það) – og í léttrispuðum vinnuskóm. Hárið var dökkbrúnt og yrjótt eins og trjábörkur og féll snyrtilega yfir ennið. Hann hafði greinilega haft tíma til að raka snoppufrítt smettið, hugsaði Beckett gremjulega. Hann glotti kankvíslega til Becketts og Beckett ímyndaði sér að augun á bak við þessi bronslitu gler væru glettnisleg og glaðvakandi. Drullusokkur. „Gefðu mér helvítis kaffið.“ Owen náði í háan pappabolla, greinilega merktan með B-i. „Ég kom ekki fyrr en klukkan þrjú í nótt.“ Beckett fékk sér fyrsta sopann af lífselixírnum. „Hvers vegna?“ „Ég komst ekki frá Richmond fyrr en rétt að verða tíu og svo var þjóðvegur 95 eins og helvítis bílastæði. Og ekki – alls ekki – segja mér að ég hefði átt að tékka á umferðarspánni áður en ég lagði af stað. Og réttu mér andskotans kleinuhring.“ Owen opnaði risavaxna öskjuna og þykkt, höfugt loftið fylltist angan af geri og fitu. Beckett fékk sér einn með sultu, hámaði helminginn í sig og skolaði niður með meira kaffi.
Bidlund.indd 11
10.3.2015 17:41
12
BIÐLUND
„Girðingarnar verða f lottar,“ sagði Owen á sinn kæruleysislega hátt. „Þær verða alveg tímans og peninganna virði.“ Hann hnykkti höfðinu í átt að vörubílnum sem stóð við hliðina á hans bíl. „Veggklæðningin er komin upp á þriðju hæðinni. Þeir ætla að bera seinna leðjulagið á í dag. Þakgaur arnir urðu uppiskroppa með kopar og tefjast þess vegna svolítið en ætla að vinna í þakf lísunum þangað til nýja efnið kemur.“ „Ég heyri það,“ sagði Beckett þegar steinsögin byrjaði að garga. Owen hélt áfram að segja honum nýjustu fréttir á leiðinni yfir að anddyrinu og kaffið var byrjað að vekja heilann í Beckett til lífsins. Hávaðinn stigmagnaðist en nú þegar koffínið og sykurinn voru farin að f læða um líkamann fannst Beckett það sem ómþýð tónlist. Hann kastaði kveðju á nokkra iðnaðarmenn sem voru að festa einangrun og elti svo Owen gegnum bogadyr á annarri hliðinni og inn í rýmið sem átti að verða þvottahús en þjónaði enn sem komið var hlutverki skrifstofu. Þar inni stóð Ryder og rýndi brúnaþungur í teikningar sem hann hafði breitt út yfir bráðabirgðaborð úr kross viðarplötu á búkkum. Bjáni, ljóti og hjartagóði rakkinn hans – sem vék aldrei frá honum – lá við fætur hans og hraut. Um leið og lyktin af kleinuhringjunum barst til hans glennti hann þó upp augun og byrjaði að vagga ræksnislegri rófunni. Beckett braut mola af kleinuhring og f leygði til hundsins sem greip hann fimlega á lofti. Bjáni sá engan sérstakan tilgang í því að eltast við spýtur eða bolta. Hann beindi öllum kröftum sínum að því að grípa mat af hvaða tagi sem var. „Ef þú ætlar að biðja mig að breyta einhverju enn einu sinni drep ég þig, í staðinn fyrir Owen.“ Ryder hnussaði bara og rétti út höndina eftir kaffibolla. „Við verðum að færa þessa töf lu, þá getum við komið henni fyrir hérna og notað hana fyrir lagnirnar á annarri hæðinni.“
Bidlund.indd 12
10.3.2015 17:41
FYRSTI KAFLI
13
Beckett náði sér í annan kleinuhring og velti vöngum á meðan Ryder þuldi upp nokkrar breytingartillögur í viðbót. Smotterí, hugsaði Beckett, sem gat engan skaða gert og myndi líklega vera til bóta. Það var nú einu sinni Ryder sem var í sterkustu tengslunum við bygginguna af þeim þremur. En þegar Ryder byrjaði að tala um að hætta við að hafa bita í borðstofuloftinu – umræðuefni sem þeir höfðu áður þrætt um – spyrnti Beckett við fótum. „Loftið fer upp eins og við ákváðum. Það gefur rétta andann.“ „Loftið þarf engan anda.“ „Hvert einasta herbergi í þessu húsi á að hafa ákveðinn anda. Í borðstofunni felst andinn – meðal annars – í bindiverkinu í loftinu. Bindiverkið hæfir herberginu vel og rímar við þiljurnar sem við erum að smíða á veggina við gluggana. Dýpt glugganna, loftið, steinbogann á afturveggnum.“ „Bölvað vesen.“ Ryder grannskoðaði kleinuhringina og ákvað að fá sér einn með kanil. Hann þurfti ekki einu sinni að gjóa augunum á rófuna sem sveif laðist ótt og títt þegar hann reif einn bita af og f leygði til hundsins. Það skall í skoltunum þegar Bjáni greip bitann. „Hvernig gekk þér niðri í Richmond?“ „Næst þegar ég geri mig líklegan til að hjálpa vini að byggja yfirbyggða verönd máttu rota mig.“ „Með mikilli ánægju.“ Ryder glotti með fullan munninn af kleinuhring. Svart, gljáandi hárið vildi ekki láta hemja sig undir málningarblettaðri derhúfu með MFC-merki. Það vottaði fyrir gullnum f lekkjum í brúnum augunum þegar hann lyfti glettnislega brúnum. „Ég hélt að þú værir aðallega að þessu til að komast upp í hjá systur hans Drews.“ „Það var vissulega hluti af áætluninni.“ „Og hvernig heppnaðist sá hluti?“ „Hún náði sér í einhvern gæja fyrir tveimur vikum – og það hafði enginn fyrir því að upplýsa mig um það veigamikla smáatriði. Ég náði ekki einu sinni að hitta hana. Svo ég mátti híma í gestaherberginu hjá Drew nótt eftir nótt að reyna að
Bidlund.indd 13
11.3.2015 17:19
14
BIÐLUND
þykjast ekki heyra þau Jen rífast á hverri djöfulsins nóttu um það hvernig honum finnst hún gera líf hans að hreinu helvíti.“ Hann kláraði úr bollanum. „Veröndin er nú samt orðin ansi f lott.“ „Nú þegar þú ert kominn aftur gæti ég alveg þegið smá aðstoð við innbyggðu hillurnar í bókaherberginu,“ sagði Owen. „Ég þarf að ná í skottið á póstinum og svona en ég get komið í það með þér eftir hádegið.“ „Það er f lott.“ Owen rétti honum plagg. „Mamma kom við hjá Basts,“ sagði hann og átti við húsgagnaverslunina neðar í götunni. „Hér eru afrit af því sem hún er að velta fyrir sér – öll mál, og listi yfir herbergin sem hún ætlar að hafa þetta í. Hún vill að þú teiknir það upp fyrir hana.“ „Ég kláraði síðasta skammtinn áður en ég fór til Drews. Hvað getur konan eiginlega verslað hratt?“ „Hún ætlar að hitta systur sína í búðinni á morgun. Þær eru að spá í efni og þess vegna þarf hún að vita hvort það sem hún er með í höndunum passar, og það á nóinu. Það varst þú sem stakkst af dögum saman í von um að fá á broddinn,“ áminnti Owen hann. „Og það meira að segja erindisleysu.“ „Æ, þegiðu, Ry.“ Beckett stakk plagginu undir handlegg inn. „Ég ætti víst að byrja á þessu.“ „Viltu ekki skreppa upp og skoða þig um?“ „Ég labbaði þar um í nótt.“ „Klukkan þrjú um nótt?“ spurði Owen. „Já, klukkan þrjú um nótt. Þetta lítur vel út.“ Einn iðnaðarmannanna rak hausinn inn um gættina. „Hæ, Beck. Ry, veggklæðningargaurinn þarf að spyrja þig að svo litlu eftir smá.“ „Alveg að koma.“ Ryder losaði handskrifaðan lista af klemmu spjaldinu sínu og rétti Owen listann. „Efniviður. Panta, takk. Ég vil klára grindina fyrir veröndina að framan.“ „Ég skal sjá um það. Þarftu eitthvað meira á mér að halda núna á eftir?“ „Við eigum eftir að grunna nokkrar milljónir af girðingar-
Bidlund.indd 14
10.3.2015 17:41
FYRSTI KAFLI
15
efni, festa upp svona tvo kílómetra af einangrun og smíða undirstöðu fyrir veröndina á annarri hæð. Hvað heldur þú?“ „Ég held að ég fari og nái í verkfærabeltið um leið og ég er búinn að senda þessa pöntun.“ „Ég ætla að koma við aftur seinnipartinn, áður en ég fer í búðina,“ sagði Beckett og lagði svo á f lótta áður en ein hverjum dytti í hug að rétta honum naglabyssu. Þegar hann kom heim setti hann krús í kaffivélina, gáði hvort það væri nóg af vatni og baunum. Vélin muldi baunirnar og á meðan fór hann í gegnum póstinn sem Owen hafði staf lað á eldhúsborðið. Owen hafði ekki látið það nægja heldur skilið eftir skilaboð á límmiðum og Beckett hristi hausinn svolítið hissa þegar hann las tilkynningar um það hvenær pottablómin í íbúðinni og blómin í kerjunum á veröndinni höfðu verið vökvuð. Hann hafði ekki beðið Owen fyrir þessi smáviðvik – eða nokkurn annan – en það kom honum svo sem ekkert á óvart að þeim skyldi samt hafa verið sinnt. Það var sama hvort vandamálið var sprungið dekk eða yfirvofandi kjarnorkuvetur – það mátti alltaf treysta því að Owen mætti á vaktina. Beckett henti ruslpóstinum í endurvinnslutunnuna en fór með kaffibollann sinn og það af póstinum sem þurfti að svara inn á skrifstofuna. Honum leið vel í þessu herbergi sem hann hafði innréttað sjálfur þegar Montgomery-fjölskyldan keypti húsið nokkrum árum áður. Gamla skrif borðið hans – happafundur af f lóamarkaði sem Beckett hafði gert nostursamlega upp – stóð við gluggann sem vissi út að Aðalgötu og þegar hann sat við skrif borðið hafði hann gott útsýni yfir gistihúsið. Hann átti jörð rétt fyrir utan bæinn og hafði gert drög að teikningum að húsi sem hann var svona rétt byrjaður á og föndraði við þegar færi gafst. Það var bara eins og það yrðu alltaf einhver verkefni til að truf la hann við þá vinnu. Og eiginlega fannst honum lítið liggja á. Hann var fullsáttur við þetta hreiður við Aðalgötuna, hérna á hæðinni fyrir ofan
Bidlund.indd 15
10.3.2015 17:41
16
BIÐLUND
Vesta. Íbúðinni fylgdu þau hlunnindi að geta hóað í þau niðri ef hann langaði í pítsusneið á meðan hann vann, eða skroppið niður ef hann vildi félagsskap með matnum. Hann gat rölt í bankann, til rakarans, út á Crawfords ef hann langaði í heitan morgunverð eða borgara, í bókabúðina og á pósthúsið. Hann þekkti alla nágrannana og kaupmennina í hverfinu, skynjaði taktinn í lífinu í Boonsboro. Nei, hann sá enga ástæðu til að f lýta sér. Hann kíkti á skjalið sem Owen hafði látið hann fá. Það var freistandi að byrja strax, hann langaði að sjá hvað móður hans og frænku hafði dottið í hug í þetta sinn. Fyrst þurfti hann þó að sinna öðrum og brýnni erindum. Næsti klukkutími fór í að borga reikninga, uppfæra stöðuna á öðrum verkum og svara tölvupósti sem hafði setið á hakanum á meðan hann var í Richmond. Hann leit yfir vinnuplanið hjá Ryder – Owen krafðist þess að hver þeirra fengi nýuppfært eintak af planinu vikulega, jafnvel þótt þeir hittust og spjölluðu oft á dag. Vinnan gekk að mestu eftir áætlun, sem var eiginlega algert kraftaverk þegar haft var í huga hvað þetta var gríðarlega stórt verkefni. Hann leit á þykka, hvíta möppuna sem var full af sniðmátsörkum, tölvuútprentum, yfirlitsmyndum – allt f lokkað eftir herbergjum – yfir hitakerfi og loftræstikerfi og eld varnarkerfi, hvert einasta baðker, klósett, vask og krana, lýsingu, f lísamynstur og tæki, auk lista yfir húsgögn og búnað sem var búið að velja og samþykkja. Mappan átti eftir að þykkna enn áður en verkinu lyki og það var því sennilega best að líta á það sem móðir hans hafði fengið augastað á. Hann opnaði skrána og breiddi sniðmátsarkirnar út yfir borðið. Á hverja þeirra hafði móðir hans skráð herbergið sem hluturinn átti að fara í með skammstöfun. Hann vissi að Ryder og vinnuf lokkurinn unnu enn samkvæmt númerunum sem þeir höfðu úthlutað gestaherbergjunum og svítunum en vissi líka að J&R – sem vísaði til herbergis á annarri hæðinni, baka til, annars af tveimur herbergjum með sérinngangi og arni – táknaði „Jane og Rochester“.
Bidlund.indd 16
10.3.2015 17:41
FYRSTI KAFLI
17
Móðir hans hafði fengið þá hugmynd að nefna herbergin eftir frægum elskendum úr bókmenntunum – elskendum sem höfðu fengið að eigast í bókarlok – og honum fannst það mjög skemmtileg hugmynd. Þetta var hún búin að gera fyrir öll herbergin nema svítuna götumegin sem hún hafði ákveðið að kalla Þakhýsið. Hann virti fyrir sér rúmið sem hún vildi fá og ákvað að viðarrúmstæðið með himinsænginni væri eins og klippt út úr svefnherbergi Jane Eyre í Thornfield Hall – og glotti við tönn þegar hann sá bogadreginn sófann, alveg upplagðan til að fallast á í yfirliði, sem hún hafði skrifað að ætti að standa við fótagaf linn. Hún hafði líka valið kommóðu en nefnt að það kæmi líka til greina að hafa skatthol með skúffum. Það væri frumlegra, hugsaði hann með sér, og óvenjulegra. Og hún var greinilega búin að ákveða hvaða rúm Westley og Buttercup áttu að fá í Princess Bride-svítuna – það var hin svítan þeirra, baka til í húsinu – því hún hafði krotað ÞETTA ER MÁLIÐ!! með hástöfum þvert yfir blaðið. Hann renndi augunum yfir hinar arkirnar – sú hafði verið iðin við kolann – og sneri sér svo að tölvuskjánum. Næstu tvo tímana sökkti hann sér niður í tölvuteiknivinnu, raðaði, aðlagaði og mældi. Af og til opnaði hann möppuna og rifjaði upp stílinn og rýmið í baðherbergjunum eða kíkti enn eina ferðina á raf lagnir og leiðslurnar fyrir f latskjána sem átti að setja upp í hvoru svefnherbergi fyrir sig. Þegar hann var orðinn ánægður sendi hann móður sinni skrána – og afrit til bræðranna – og gaf henni í leiðinni upp hámarksummál fyrir náttborðin og stólana sem hún átti enn eftir að velja. Hann langaði í pásu og hann þurfti meira kaffi. Ískaffi skyldi það vera, hugsaði hann með sér. Íscappuccino yrði enn betra. Upplagt að rölta niður í Turn The Page og ná sér í bolla. Í bókabúðinni fékkst gott kaffi og það yrði gott að teygja aðeins úr sér með stuttri gönguferð niður aðalgötuna. Hann lét eins og hann vissi ekki að kaffivélin sem hann
Bidlund.indd 17
10.3.2015 17:41
18
BIÐLUND
hafði splæst á sig gat vel búið til cappucino – og að hann átti nóg af klaka. Og hann sagði við sjálfan sig að hann væri bara að raka sig vegna þess að það væri allt of helvíti heitt til að vera með brodda. Hann fór út, lagði af stað niður aðalgötuna og nam staðar fyrir utan hárgreiðslu- og snyrtistofuna Sherry´s Salon til að spjalla við Dick rakara sem var í pásu. „Hvernig miðar ykkur?“ „Veggklæðningin er komin vel á veg,“ svaraði Beckett. „Jamm, ég hjálpaði þeim að afferma nokkra pakka.“ „Við verðum bráðum að fara að setja þig á launaskrá.“ Dick glotti og hnykkti hausnum í átt að gistihúsinu. „Mér finnst gaman að sjá það vakna aftur til lífsins.“ „Mér líka. Sjáumst.“ Hann gekk áfram og upp þessi fáu þrep sem lágu upp að skyggðu veröndinni fyrir framan bókabúðina, svo inn um dyrnar með bjölluglaumi. Hann lyfti hendi til að heilsa afgreiðslustúlkunni Laurie, sem var einmitt að afgreiða viðskiptavin. Á meðan hann beið rölti hann yfir að bóka standinum með metsölubókunum og nýjustu titlunum sem stóð fyrir framan afgreiðsluborðið. Hann seildist eftir nýjustu kiljunni frá John Sandford – hvernig hafði hann farið að því að missa af þessari? – renndi augunum yfir umsagnirnar á innsíðunni og tók bókina með sér þegar hann fetaði sig áfram inn á milli bókahillanna. Það var notalegt andrúmsloft í búðinni; hvert rýmið tók við af öðru með afslöppuðu f læði sem vísaði manni eins og af sjálfu sér á milli hillanna og þaðan upp sveigðan, brakandi stigann sem lá upp á aðra hæð, þar sem skrifstofurnar og lagerinn voru. Þarna voru líka smáhlutir, gjafakort, svolítið af handverksmunum, sitthvað af hinu og svolítið af þessu – og umfram allt var búðin full af bókum og aftur bókum, í hillum, á borðum, í skápum, bókum sem hreinlega báðu mann um að gramsa. Annað gamalt og grómtekið hús sem hafði líka gengið í gegnum styrjaldir, breytingar, hallæri og góðæri. Mildir
Bidlund.indd 18
10.3.2015 17:41
FYRSTI KAFLI
19
litirnir og gömlu, slitnu harðviðargólfin báru enn með sér yfirbragð þess reisulega íbúðarhúss sem það hafði eitt sinn verið. Honum fannst ævinlega vera hér angan af bókum og af konum, og það var í sjálfu sér ekkert skrýtið við það þar sem eigandinn var aðeins með konur í vinnu hjá sér, hvort sem var í fullu starfi eða hlutastarfi. Hann rakst á nýútkomna bók eftir Walter Mosley og ákvað að kaupa hana líka – um leið og hann gjóaði augunum í átt að stiganum upp að skrifstofunni á annarri hæð og svo í gegnum opna dyragættina, inn að bakherberginu. Hann heyrði raddir en áttaði sig f ljótt á því að þær bárust frá lítilli telpu og konu sem hún ávarpaði sem „mömmu“. Clare átti bara stráka – heil þrjú stykki, hugsaði hann með sér. Kannski var hún ekki einu sinni að vinna í dag eða myndi ekki mæta fyrr en seinna. Hann var líka kominn til að ná sér í kaffi, ekki til að rekast á Clare Murphy. Clare Brewster, áréttaði hann við sjálfan sig. Hún var víst búin að heita Brewster í ein tíu ár svo hann ætti að vera farinn að venjast þessu. Clare Brewster, hugsaði hann, þriggja barna móðir, eigandi bókaverslunar. Gömul gaggóvinkona sem hafði snúið aftur heim í átthagana eftir að leyniskytta í Írak lagði líf hennar í rúst og gerði hana að ekkju. Hann hafði ekkert komið til að hitta hana – nema hann rækist á hana af tilviljun, auðvitað. Hann átti ekkert með að vera vísvitandi að leita uppi ekkju stráks sem hafði verið með honum í skóla, sem hann hafði kunnað vel við, sem hann hafði öfundað. „Afsakaðu biðina. Hvernig gengur hjá þér, Beck?“ „Hvað segirðu?“ Hann kom aftur niður á jörðina og sneri sér að Laurie, í sömu mund og bjallan klingdi að baki viðskiptavinanna. „Allt gott. Fann eitthvað að lesa.“ „Já, hugsa sér,“ sagði hún og brosti til hans. „Ég veit, hljómar ansi ólíklega. Ég vona að ég eigi jafn góða möguleika á að fá hjá þér skot af cappuccino.“ „Ég skal redda því. Þetta sumarið eru allir réttir dagsins
Bidlund.indd 19
10.3.2015 17:41
20
BIÐLUND
með klaka, hvern einasta dag.“ Gullinbrúnt hárið var tekið saman við hnakkann með stórri spennu til að verjast hitanum. Hún benti á bollana. „Stóran?“ „Svo sannarlega.“ „Hvernig miðar með gistihúsið?“ „Það þokast.“ Hann gekk yfir að afgreiðsluborðinu og hún kveikti á espressóvélinni. Ósköp sæt stelpa, hugsaði Beckett með sér. Hún hafði unnið hjá Clare frá fyrsta degi, eins mikið og hún gat með skólanum. Fimm ár – eða sex? Gátu árin virkilega verið orðin svona mörg? „Fólk er alltaf að spyrja okkur,“ sagði hún um leið og hún útbjó kaffið. „Hvenær, hvenær, hvenær, hvað, hvernig? Og mest af öllu langar fólk að vita hvenær þessi byggingarvinnudúkur verður tekinn niður svo við fáum öll að sjá dýrðina eigin augum.“ „Ég fer nú ekki að eyðileggja af hjúpunina miklu.“ „Ég er alveg að sálast úr spenningi.“ Hann heyrði ekki til hennar gegnum kliðinn af samtalinu og drunurnar í kaffivélinni en skynjaði návist hennar. Hann leit um öxl þegar hún gekk niður sveigðar tröppurnar og drap annarri hendinni létt á handriðið. Þegar hann fann hjartað taka hressilegan kipp hugsaði hann með sér: O jæja. Clare hafði svo sem haft lag á því að kippa í hjartað á honum alveg frá því að hann var sextán ára. „Hæ, Beck. Mér fannst ég heyra til þín.“ Hún brosti og hjartað hætti að kippast til og missti úr slag.
Bidlund.indd 20
10.3.2015 17:41