Í hálft annað ár hefur Saffron Mackleroy tekist á við sorgina og söknuðinn eftir að Joel eiginmaður hennar var myrtur. Enginn veit hver varð honum að bana eða hvers vegna, nema ekkja hans. Og nú er morðinginn farinn að skrifa henni bréf. Til að bæta gráu ofan á svart er fjórtán ára dóttir hennar komin í ógöngur.