Bróðir - 1. kafli

Page 1

H a l l d ó r Halldór Armand

Halldór Armand hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir fyrstu bók sína, Vince Vaughn í skýjunum, sem kom út árið 2013. Síðan hafa komið út skáldsögurnar Drón (2014) og Aftur og aftur (2017). Bækur Halldórs hafa vakið athygli fyrir magnaðar lýsingar á samtímanum og mikla hugmyndaauðgi í bland við hárbeitta ádeilu. Þá skrifar og flytur Halldór reglulega afar vinsæla pistla á Rás 1.

„Áhugaverðasti höfundur landsins. Íslenskar bókmenntir eiga sér ekki framtíð án hans.“ ST EI NAR BRAGI

„Saga þeirra systkina Tinnu og Skorra var saga um hrylling og ofbeldi ástarinnar, þetta var saga um grimmd örlaganna, þetta var saga um það hversu lítið manneskjur hafa um það að segja hvernig líf þeirra fer. En þetta var líka saga um venjulegan mann. Mann sem hafði – til að orða það groddalega – drepið systur sína og vildi að ég skrifaði um það til þess að heimurinn vissi að honum hefði aldrei gengið nema gott eitt til.“ Bróðir er fjórða bók Halldórs Armands.

B r ó ð i r „ Halldór Armand er himnasending á tímum sem þessum, ferskur rýnir ... djöfullega góður.“

A r m a n d

B r ó ð i r

„Aftur og aftur er mikil þeysireið eftir frumlegan og hugmyndaríkan höfund, sannkallaður síðuflettir.“ INGI FREYR VILHJÁLMSSON / STUNDIN

„Við lesturinn á þessari bók leit ég nánast ekkert í símann. … Ég gæti jafnvel lesið hana aftur og aftur.“ DÍANA SJÖFN JÓHANNSDÓTTIR S TA R A F U G L (UM AFTUR OG AFTUR)

„… gráglettin og vel skrifuð. Heilt á litið sýnir þessi fyrsta bók Halldórs Armands skemmtilegt vald á stíl og frásagnarmáta.“ F R Í Ð A B J Ö R K I N G VA R S D Ó T T I R / V Í Ð S J Á (UM VINCE VAUGHN Í SKÝJUNUM)

„Þetta er algjör negla. Loksins nennir einhver að tala við mína kynslóð.“ DÓRI DNA (UM VINCE VAUGHN Í SKÝJUNUM)

„… hrikalega flott!“ EGILL HELGASON / KILJAN (UM DRÓN)

BUBBI MORTHENS

Brodir_kapa_Final.indd 2-6

14/09/2020 11:33


Í

slenskir leiðsögumenn í útlöndum herma að ekkert jafnist á við blikið í auga samlanda þeirra þegar þeir koma út í sólskin­ ­ið fyrir utan erlenda flugstöð með töskurnar sínar í eftir­dragi. Það er þessi tæra lífsgleði og léttir sem þeir segja að sé al­­gjör­­lega einstakur og minni helst á viðbrögð fólks í bíómynd­­um þegar langvarandi styrjöld eða frelsisbaráttu af einhverjum toga lýkur farsællega. Áhyggjurnar verða nefnilega eftir norður í Atlantshafi. Hér eru engar skuldir eða skyldur, engin fjölskylda, engin verðtrygging, enginn yfirmaður. Allt má. Þetta var blikið sem Skarphéðinn Skorri greindi gegnum skyggt glerið í sólgler­augum æskuvinar síns, Pésans, þegar hann handlangaði til hans miða á fótboltaleikinn þar sem þeir stóðu í leigubílaröðinni á flugvellinum í Nice seinnipartinn í júní árið 2016. Pésinn stóð þarna í landsliðstreyju í heitri meginlandssólinni og reykti nautna­­legur á svip eins og einangrunarfangi sem fær að sjá dagsljósið í tíu mínútur á dag. „Þetta fólk hérna veit ekki hvað það er lánsamt,“ dæsti hann og spúði frá sér reyk upp í heiðan himininn. „Ég reyki bara í útlöndum núorðið, þú veist það.“ Skorri vissi það ekki enda hafði hann verið í litlu sambandi við Pésann síðustu árin. Eftir að hafa verið samferða gegnum menntaskóla og síðan dröslað hvor öðrum gegnum lagadeild Háskóla Íslands höfðu leiðir skilist. Tveir ungir menn sem árum saman töluðust við á hverjum einasta degi, krydduðu tilveruna 5

Brodir.indd 5

9.10.2020 13:17


með því að senda hvor öðrum skilaboð og brandara allan lið­ lang­­an daginn, fóru á barinn, hlógu, ferðuðust um heiminn og mótuðu heimsmynd sína og húmor saman, voru nú horfnir af ratsjá hvor annars. Þeir höfðu ekki hist í meira en ár, eflaust hátt í tvö. Það var engin sérstök ástæða fyrir því að vinátta þeirra hafði runnið út í sandinn, það var alltaf kært á milli þeirra – Reykja­­vík er uppfull af gömlum vinum sem búa í tíu mínútna fjarlægð hver frá öðrum en hittast aldrei. Pésinn starfaði sem saksóknari í Reykjavík. Skorri hafði flutt úr höfuðborginni og sest að í Borgarnesi fyrir nokkrum árum en það breytti ekki öllu. Aðskilnaðurinn var hafinn áður. Þegar Skorri leit upp úr símanum og virti vin sinn fyrir sér leið honum eins og hann sæi inn í gamlan heim. Eitthvað sem var horfið hafði snúið aftur. „Ég held að þetta sé besti dagur lífs míns,“ sagði Pésinn spennt­ ­ur þegar þeir opnuðu hvor sínar dyrnar á leigubílnum eftir að hafa kastað töskunum í skottið. Áður en Skorri settist inn klæddi hann sig úr gallajakka og peysu svo blá landsliðstreyjan kom í ljós. Aftan á henni stóð Alfreðsson og númerið var 10. „Takk kærlega fyrir treyjuna,“ sagði Skorri og smeygði á sig sólgleraugunum. „Það var nú það minnsta sem ég gat gert,“ sagði Pésinn og virti vin sinn fyrir sér. „Hún skítlúkkar á þér. Nú þarf ég bara að ná þér á myndband að syngja þjóðsönginn og þá er helvíti endanlega frosið í gegn. En ef það er eitthvað sem ekki hefur breyst þá er það örlæti þitt, kæri vinur. Þetta er ótrúlega höfðinglegt af þér.“ Pésinn klappaði Skorra vinalega á lærið. Vissulega var merkilegasti fótboltaleikur Íslandssögunnar fram undan. En Pésinn vissi að með því að skipuleggja ferðina hingað út var Skorri fyrst og fremst með ánægju vinar síns í huga – Skorri hafði aldrei verið neinn sérstakur áhugamaður um fótbolta – auk þess sem hann taldi nokkuð ljóst að Skorri væri ekki beinlínis á svimandi háum launum. 6

Brodir.indd 6

9.10.2020 13:17


„Mín er ánægjan, kallinn minn,“ svaraði Skorri. „Ég er svo þakklátur fyrir að vera hérna með þér.“ Skorri hafði hringt óvænt í sinn gamla vin þegar ljóst var að Ísland kæmist upp úr riðlinum í úrslitum Evrópumeistara­­móts­ ins og gert honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Tveir miðar á Englandsleikinn og flugfar fram og til baka til Nice – í boði Skorra. Pésinn hafði umsvifalaust uppveðrast í símann og þegið boðið. Viðbrögðin voru svo ótvíræð, áköf og hröð að Skorri fékk á tilfinninguna að kannski hefðu þeir báðir vonast eftir því að hinn tæki frumkvæðið, svolítið eins og þeir væru að bíða eftir leyfi til að halda áfram vináttu sinni. „Og ég er all in, kallinn minn,“ bætti Skorri við. „Ég er að fara að setja á mig andlitsmálningu, öskursyngja eilífðar smáblómið eftir níu bjóra og fá í nefið hjá útgerðarmanni í stúkunni.“ „Hvað myndi Plató eiginlega segja ef hann sæi þig hérna?“ sagði Pésinn með leikrænum hneykslunartón. „Heldurðu að hann myndi fyrirgefa ungum réttarheimspekingi svo dýrslega hegðun?“ „Sá gamli myndi skilja þetta, blessaður vertu,“ sagði Skorri, nefndi nafnið á hótelinu við bílstjórann og skoðaði kortið á símanum sínum þegar leigubíllinn tók af stað. „Plató hefði skilið manna best af hverju það eru engir heimspekingar í heiðursstúk­ unni í lýðræðisríkjum.“ Eftir að hafa tékkað sig inn á hótelið, farið í sturtu og hvílst stundarkorn héldu þeir út á sólböðuð stræti miðbæjarins þar sem fylkingar af fólki í einkennislitum ólíkra Evrópuþjóða streymdu hægt í allar áttir. Þetta var sunnudagur og leikurinn var ekki fyrr en daginn eftir. Þeir drukku bjór og spjöll­­uðu fyrir utan veitingastaði, hlustuðu á götulistamenn, blönduðu geði við auðþekkta samlanda í samræmdum landsliðsklæðnaði og reyndu að verja eins miklum tíma í sólinni og þeir gátu að þjóðlegum sið á erlendri grundu. Pésinn svældi útlanda­sígarett­urnar og krafð7

Brodir.indd 7

9.10.2020 13:17


ist þess að fá að borga allan mat og drykk ofan í Skorra til að sýna þakklæti sitt, þetta kostaði náttúrulega ekki neitt hérna úti. Skorri drakk bæði hægar og minna en félagi hans. Um kvöldið var vinátta þeirra eins og búið væri að smyrja gangverkið í gamalli klukku. Þeir voru aftur orðnir að þessum nánu vinum sem þeir voru alltaf, vinum sem deildu hvor með öðrum þeim dagdraumum og áhyggjum sem tókust á innra með þeim, sögðu kolsvarta brandara sem þoldu ekki dagsljósið, skellihlógu og tendruðu bál í anda hvor annars. Þeir sátu á litlum bar í miðbænum og drukku vín við kertaljós eftir veglega máltíð. „Ég hef verið tæpur nokkrum sinnum,“ sagði Pésinn og gjóaði augunum á tvær glæsilegar konur sem sátu við barinn með kokteila. „Sleikur inni á klósetti í vinnudjammi, hönd á læri í einhverri rútu, alls konar gredduskilaboð sem myndu ekki lúkka vel, skilurðu mig, ef þau kæmu upp á yfirborðið. Einkaskilaboðin eru svo hættuleg. Þú vilt ekki gera þetta en það er þessi þrá sem kraumar undir yfirborðinu. Veistu hvað ég meina? Það er svo stutt síðan maður var einhver allt önnur manneskja og lífið var spennandi. Allt var fram undan einhvern veginn. Fáein ár bara. Einn daginn er maður orðinn að náunga sem keyrir í vinnuna og síðan úr vinnunni og drekkur bjór fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Maður verður slappari, húðin grárri, öll ástríða horfin. Hefur þú verið tæpur? Þið eigið náttúrulega ekki börn, svo það kannski breytir einhverju.“ Skorri elti augnaráð Pésans á konurnar sem brostu feimnislega til þeirra. „Ég hef glímt við svo marga djöfla,“ sagði hann og sneri glasinu í hringi í lófa sínum. „En framhjáhald er ekki einn af þeim, ótrúlegt en satt.“ Hann fékk sér sopa af víninu og starði ofan í glasið um hríð. „Nei, ég hef alltaf verið Kíöru trúr. Hef aldrei fundið þessa þörf.“ „Í alvörunni?“ sagði Pésinn eins og hann tryði vini sínum ekki

8

Brodir.indd 8

9.10.2020 13:17


alveg. „Kommon, ekkert? Engin skilaboð, ekkert daður, ekkert þukl? Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? Tíu ár?“ „Þetta verður allt búið fljótlega,“ sagði Skorri. „Hvað þá? Þú og hún?“ „Jæja, nú leyfirðu mér að taka ránd,“ sagði Skorri og stóð á fætur. „Veistu hvað? Ég held að England skori fyrst á morgun, þeir skora í fyrri hálfleik, en við vinnum. Ég er eiginlega alveg viss um það.“ Hann veiddi upp tuttugu evra seðil úr vasanum og brosti kurteislega til kvennanna við barinn. Þegar þeir voru komnir aftur upp í hótelíbúðina krafðist Skorri þess að Pésinn tæki hjónarúmið en hann sjálfur svefnsófann. Eftir nokkurt þras skreið Pésinn gegn vilja sínum undir lakið í rúminu, lagðist á bakið og starði hugsi á svip á viftuna sem snerist hægt í loftinu. „Eina erlenda konan sem ég hef verið með var stelpa frá Kólumbíu sem ég hitti í skiptináminu í Lundi. Juliana. Ég mun aldrei gleyma Juliönu,“ sagði hann og þagnaði. Skorri stóð á nærbuxunum í stofunni og leitaði að tannburstanum sín­ um. „Það er svo fráleitt að segja það, en ég er eiginlega alltaf að hugsa um það,“ hélt Pésinn áfram. „Verð ég ennþá að hugsa um Juliönu þegar ég runka mér í sturtunni sjötugur? Af hverju er maður svona ógeðslega aumkunarverður? Finnst þér þetta ekki pathetic?“ Hann reis upp við dogg í rúminu, ropaði og horfði fram í dimma stofuna. „Ertu ekkert hræddur við þetta? Eftirsjána? Að vilja gera alls konar hluti sem þú mátt ekki gera. Svo einn daginn er það orðið of seint. Þú sem heimspekingur hlýtur að hafa pælt í þessu.“ Ljós kviknaði á lampa í myrkrinu og andlit Skorra kom í ljós í hlýrri skímunni. Hann gekk með bursta og litla tannkremstúpu inn á baðherbergið. „Við höfum engin völd í þessum heimi, Pési, við vitum ekkert hvað er fram undan eða af hverju við erum hérna,“ sagði hann, skrúfaði frá krananum og kreisti úr túpunni

9

Brodir.indd 9

9.10.2020 13:17


á burstann. Síðan birtist andlit hans aftur í dyragættinni meðan hann hreinsaði tanngarðinn. „En við ráðum hins vegar heilmiklu um okkur sjálf. Það eru engin raunveruleg hlutverk í heiminum.“ Hann spýtti hvítri froðunni í vaskinn, slökkti ljósin og lagðist á svefnsófann. „Ef þú ætlar að sjá eftir einhverju, sjáðu þá eftir öllu, elskaðu eftirsjána, alla ævi, þangað til þú deyrð, en annars skaltu bókstaflega ekki sjá eftir neinu. Ekki vera að laumupokast í miðjunni. Ekki káfa á lífinu í laumi eða fara í sleik við það inni á klósetti. Annaðhvort skaltu ríða því almennilega, eða bara láta það í friði.“ Hann slökkti lampaljósið svo íbúðin myrkvaðist. „Sannleikurinn er alltaf á jaðrinum, þess vegna fæðast dýrlingar ekki í alfaraleið.“ „Djöfull sem ég hef saknað þín, gamli,“ sagði Pésinn út í myrkr­­­ ­ið. „Talandi um jaðarinn, er systir þín ennþá þarna í Berlín?“ Ekkert svar barst úr stofunni. Morguninn eftir drukku þeir kaffi úti á verönd, glugguðu í blöðin, lásu fréttir á netinu og sameinuðust svo bláhvítum söfnuði sem kyrjaði söngva sína hástöfum á hægri siglingu eftir stræt­um meginlandsins. Þetta var dagur sem varð fegurri og feg­ urri með hverri sekúndunni sem leið. Skorra hafði aldrei grun­­að að það gæti í senn verið svo fullnægjandi og ölvandi að syngja með fólki sem er eins klætt og þú. Hérna var einhver frumstæð orka á ferðinni, eitthvað dásamlegt og hrátt, takturinn, laglín­ urnar og raddirnar leystu úr læðingi töfrandi sameiningar­mátt. Hann gleymdi sjálfum sér og áformum sínum um stund, týndist í stemmningunni. Fjórum tímum fyrir leik settust þeir að nýju fyrir utan veit­ ingastað og Pésinn stormaði rakleiðis inn fyrir til að sækja bjór. Skorri greiddi hárið aftur og fylgdist yfirvegaður með mannlífinu. Skyndilega tók hann andköf þegar gamall og skítugur Mitsubishi Pajero-jeppi ók hjá. Storknuð, ljósbrún leðja teygði

10

Brodir.indd 10

9.10.2020 13:17


sig alla leið upp á hliðargluggana. Heiðblá augu Skorra fylgdust stjörf með bílnum aka burt þangað til hann hvarf sjónum. „Skorri?“ Hann kipptist við í sætinu við að heyra nafn sitt. Pésinn stóð þarna glaður á svip með tvo stóra bjóra og setti þá á borðið. „Er ekki allt í lagi? Þú ert eins og þú hafir séð draug.“ Skorri setti upp kuldalegt bros, kreisti fram hlátur, strauk yfir andlitið og sagði að hann væri ennþá að venjast hitanum. Það kom á daginn að ferlið sem tveir gamlir vinir þurftu að ganga í gegnum til þess að fá að hafa gaman á fótboltaleik var ansi langt og niðurnjörvað. Það þurfti að taka rútu, ganga svo í klukkutíma á völlinn, bíða þar í annan klukkutíma. Það þurfti að standa hér, bíða þar, sýna þennan miða, skanna þetta strika­ merki, sýna þessum verði, fara um þetta hlið hér, standa fyrir innan þessa girðingu og svo framvegis. Allt saman fór þetta fram undir vökulu auga brúnaþungra lögreglumanna með alpahúfur og hríðskotabyssur. Bakaleiðin var ekki mikið skárri. En í millitíðinni fengu þeir Skorri og Pési sínar níutíu mínútur af ógleyman­ legri spennu og dramatík, auk þess sem þeir náðu geggjaðri mynd af sér í fagnaðarlátunum í stúkunni, með liðið sjálft klappandi fyrir áhorfendum við hornfánann í bakgrunni. Morguninn eftir rankaði Pésinn við sér í rúminu og skjögraði fram á klósettið. Hann nuddaði augun á göngunni. „Eigum við ekki að reyna að ná morgunmatnum?“ kallaði hann fram meðan hann pissaði. Ekkert svar barst. Hann leit fram í stofuna og sá þá að svefnsófinn var mannlaus. Þeir höfðu farið út að skemmta sér eftir leikinn og leiðir höfðu skilist á einhverjum tímapunkti, Pésinn var ekki viss hvenær nákvæmlega, Skorri hafði rétt hon­­um hvern drykkinn á fætur öðrum þangað til hann gat ekki meira og staulaðist upp á herbergi. Hann fór einn niður í morgunmat eftir sturtu og reyndi þar að hringja í Skorra en fékk ekkert svar. Hann spurðist fyrir í afgreiðslunni. Vaktaskipti höfðu

11

Brodir.indd 11

9.10.2020 13:17


verið klukkan átta um morguninn og starfsmaðurinn kannaðist ekki við lýsinguna á Skorra. Upp úr hádegi leist Pésanum ekki á blikuna enda var farið að styttast í flugið þeirra heim. Hann sendi skilaboð á Kíöru, kærustu Skorra heima á Íslandi, og spurði hvort hún hefði heyrt frá honum síðustu klukkutímana. Þegar hún svaraði neitandi og virtist áhyggjufull sendi hann til baka að ef hann þekkti Skorra rétt hefði hann brugðið sér út í göngutúr um morguninn. Ekki í fyrsta skipti á ævinni sem hann svarar ekki í símann. Hefur gleymt sér í einhverri fornbókabúð ef ég þekki hann rétt :) Pésinn gekk út á næsta horn og pantaði sér kaffibolla á espresso-bar og þar stóð hann og beið þegar hann sá Skorra koma arkandi, skimandi kringum sig. Pésinn gladdist mikið við að sjá vin sinn, skokkaði út á stétt og kallaði á hann. „Hvar varstu, maður? Andskotinn sjálfur, ég var að fara að hringja á lögguna,“ sagði hann hlæjandi og tók utan um skjálfandi herðar vinar síns. Skyrta Skorra var blaut og svitinn perlaði á kolsvörtum augabrúnunum. „Skulum drífa okkur út á völl,“ sagði hann lágt.

12

Brodir.indd 12

9.10.2020 13:17


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.