Lee Child
Eða deyja ella Jón St. Kristjánsson þýddi
Ef ég teldi upp allt sem hún er mér hjálpleg við yrði þessi tileinkun lengri en bókin sjálf. Svo ég læt nægja að segja: Til konu minnar, Jane, með margföldum þökkum.
Eða deyja ella Titill á frummáli: Die trying © Lee Child 1998 Íslensk þýðing © Jón St. Kristjánsson 2014 Hönnun kápu: www.henrysteadman.com Ljósmyndir á kápu: Stone / Getty Uppstilling kápu: Halla Sigríður Margrétardóttir / Forlagið Umbrot: Guðmundur Þorsteinsson / Forlagið Letur í meginmáli: Sabon 10,4/12,8 pt. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja JPV útgáfa · Reykjavík · 2014 Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis þýðanda og útgefanda. ISBN 978-9935-11-418-1 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is
Forlaginu ehf.
1 Nathan Rubin dó af því að hann sýndi kjark. Ekki langvarandi seiglu af því tagi sem menn fá orður fyrir í stríði heldur þann andartaks, ósjálfráða ofsa sem verður manni að bana á strætum úti. Hann fór snemma að heiman eins og hann gerði ávallt, sex daga vikunnar, fimmtíu vikur á ári. Snæddi hófstilltan morgunverð sem hæfði lágvöxnum, þéttum manni sem hafði hugsað sér að vera í formi til fimmtugs. Gekk niður langan teppalagðan ganginn í húsinu við vatnið, húsi sem hæfði manni sem þénaði þúsund dollara á hverj um degi þá þrjú hundruð daga á ári sem hann vann. Ýtti á hnappinn á bílskúrshurðaropnaranum, létt úlnliðshreyfing ræsti hljóðláta vélina í dýra, innflutta fólksbílnum hans. Geisladiskur fór í spilarann, það var bakkað út í mölina í heimkeyrslunni, bremsan kitluð, gírstöng smellt, bensíngjöfin stigin og síðasti bíltúrinn á ævi hans var hafinn. Tíminn: sex fjörutíu og níu að morgni. Mánudagur. Öll ljós á leið í vinnuna voru græn og það varð, að segja mátti, hans bani. Það þýddi að um leið og hann ók inn á stæðið á bak við húsið þar sem hann vann voru þrjátíu og átta sekúndur eftir af prelúdíunni að H-moll fúgu Bachs. Hann sat og hlustaði á hana til enda þar til síðasti orgelhljómurinn dó út sem aftur þýddi að þegar hann steig út úr bílnum voru mennirnir þrír komnir svo nálægt að hann gat séð að þeir höfðu eitthvað í hyggju þar sem þeir komu steðjandi í átt að honum. Svo hann leit til þeirra. Þeir litu undan og breyttu um stefnu, þrír menn í samhæfðri hreyfingu eins og dansarar eða hermenn. -5-
Hann sneri sér í átt að húsinu. Gekk af stað. En svo stopp aði hann. Og leit um öxl. Mennirnir þrír voru við bílinn hans. Að prófa hurðirnar. „Hei!“ kallaði hann. Þetta var stutt, almenn upphrópun sem tjáði undrun, reiði og ögrun. Svona ósjálfrátt hljóð sem ærlegir, venjulegir borgarar reka upp þegar eitthvað óvenjulegt gerist. Svona ósjálfrátt hljóð sem verður ærlegum, venjulegum borgurum að bana. Í hvelli var hann rokinn af stað í átt að bílnum. Þrír á móti einum var ofurefli en hann hafði réttinn sín megin og það fyllti hann sjálfstrausti. Hann skálmaði til baka, fullur vandlætingar og fannst hann vera í toppformi og með tök á öllu. En allt var þetta sjálfsblekking. Linur úthverfagaur eins og hann gæti aldrei haft undirtökin við svona aðstæður. Líkamlegt atgervi hans var bara stæling úr ræktinni. Einskis virði. Stinnir magavöðvarnir rifnuðu við fyrsta villimannslega höggið. Höfuðið slóst fram og niður og harðir hnúar krömdu varirnar og kurluðu tennurnar. Harðar greipar og hnyklaðir handleggir gripu um hann og rykktu honum upp eins og hann væri fis. Bíllyklarnir voru þrifnir úr greip hans og hann fékk bylmingshögg á eyrað. Munnur hans fylltist blóði. Honum var fleygt á malbikið og þungir klossar skullu á hrygg hans. Svo kviðnum. Svo höfðinu. Það slokknaði á honum eins og sjónvarpi í þrumuveðri. Heimurinn fyrir augum hans hvarf einfaldlega. Skrapp saman í mjóa línu og frussaðist út í myrkri. Hann dó vegna þess að hann sýndi kjark í eina stutta andrá. En hann dó ekki þar og þá. Hann dó löngu seinna eftir að þessi andartaksdirfska hafði smám saman snúist í margra tíma rasandi skelfingu og eftir að þessi margra tíma rasandi skelfing hafði splundrast í öskrandi, brjálaðan trylling í örfáar endalausar mínútur. * * * -6-
Jack Reacher hélt lífi af því að hann sýndi gætni. Hann sýndi gætni af því að hann heyrði eins og bergmál úr eigin fortíð. Margt bjó í fortíð hans og þetta bergmál endurómaði það allra versta. Hann hafði verið þrettán ár í hernum og í eina skiptið sem hann hlaut sár var skaðvaldurinn ekki byssukúla heldur kjálkabrot úr liðsforingja í sjóhernum. Reacher hafði gegnt þjónustu í Beirút, í bækistöðvum bandaríska hersins við flugvöllinn. Stöðvarnar urðu fyrir bílsprengju. Reacher stóð við hliðið. Liðsforinginn stóð hundrað metr um nær sprengingunni. Kjálkabeinsbrotið var það eina sem eftir varð af manninum. Það lenti á Reacher, sem stóð hundrað metrum fjær og fleygaðist í gegnum iður hans eins og byssukúla. Herlæknirinn sem lappaði upp á hann á eftir sagði að hann hefði verið heppinn. Hann sagði að alvörukúla í kviðinn hefði valdið mun meiri kvölum. Í eyrum Reachers bergmálaði ómur frá þessum atburði. Og hann gaf því fulla athygli vegna þess að nú, þrettán árum síðar, stóð hann þarna með skammbyssu sem miðað var beint á kviðinn. Af tveggja tommu færi. Byssan var níu millimetra, sjálfvirk. Hún var splunkuný. Hún var vel smurð. Henni var haldið lágt, í beinni línu við gamla örið hans. Maðurinn sem mundaði hana virtist vita hvað hann var að gera. Öryggið var ekki á. Ekki vottaði fyrir skjálfta í hlaupinu. Engin spenna. Gikkfingurinn klár í verkið. Reacher sá það alveg. Hann hafði ekki augun af þessum fingri á gikknum. Hann stóð við hliðina á konu. Hann hélt undir handlegginn á henni. Hann hafði aldrei séð hana áður. Hún starði á nákvæmlega eins byssu sem miðað var á magann á henni sjálfri. Hennar maður var trekktari en hinn. Henna r manni var órótt. Hann virtist áhyggjufullur. Byssan hans skalf vegna innibyrgðrar spennu. Neglurnar voru nagaðar. Óstyrkur, trekktur gaur. Öll fjögur stóðu þau þarna á götunni, þrjú alveg kyrr eins og líkneski en sá fjórði tvístígandi. -7-
Þau voru í Chicago. Í miðri borg, á fjölfarinni gangstétt, á mánudegi, síðasta degi júnímánaðar. Um hábjart an dag í sindrandi sumarsól. Öll uppákoman hafði orðið til á sekúndubroti. Á einhvern hátt sem aldrei hefði verið hægt að útfæra á sviði. Aldrei. Reacher hafði gengið nið ur götuna, ekki á leiðinni neitt, fór ekki hratt, fór ekki hægt. Hann hafði verið að ganga fram hjá útidyrum á fatahreinsun. Dyrnar höfðu opnast beint fyrir framan hann og gömul málmhækja hrokkið glamrandi út á stéttina fyrir fótum hans. Hann hafði litið upp og séð konu í dyrunum. Hún var að leggja frá sér níu fatapoka sem fylltu fang hennar. Hún var einhvers staðar rétt undir þrítugu, í dýrum fötum, dökkleit, aðlaðandi, sjálfsörugg. Hún var með eitthvert fótarmein. Einhvers konar meiðsl. Af ankannalegri stellingu hennar sá Reacher að þau ollu henni kvölum. Augu hennar spurðu hvort hann vildi vera svo vænn, augu hans svöruðu að það væri minnsta mál og hann tók hækjuna upp. Með annarri hendi hafði hann tekið fatapokana níu af konunni og rétt henni hækjuna með hinni. Hann hafði snarað pokunum yfir öxl sér og fundið hvernig vírherðatrén níu skárust inn í puttann. Hún hafði stutt hækjunni í gangstéttina og tyllt handleggnum í málmgjörðina. Hann hafði boðið henni hönd. Hún hafði hikað. Svo hafði hún kinkað kolli, dálítið vandræðaleg og hann tekið undir handlegg hennar og beðið andartak, fannst hann verða að gagni en virka hallærislegur. Svo beygðu þau og ætluðu að ganga af stað. Reacher hafði ætlað sér að ganga með henni nokkur skref þar til hún væri aftur orðin stöðug á fótunum. Svo ætlaði hann að sleppa takinu og rétta henni fötin. En hann gekk beint í flasið á gaurunum með níu millimetra skammbyss urnar. Öll fjögur stóðu þau þarna, í tveimur pörum, augliti til auglitis. Eins og fjórar manneskjur saman að snæðingi í þröngum bás í veitingavagni. Byssumennirnir tveir voru hvítir, vel aldir, ögn hermannlegir, ögn áþekkir. Meðal-8-
menn að hæð, stutt, skollitt hár. Handstórir, massaðir. Breið, auðkennalaus andlit, bleik og sviplítil. Spenna í svipnum, augun hörð. Órólegi gaurinn var smærri vexti eins og öll orka hans færi í að hafa áhyggjur. Báðir voru í köflóttum skyrtum og popplínstökkum. Þeir stóðu þarna, þétt saman. Reacher var hærri. Hann sá til allra átta yfir höfuð þeirra. Hann stóð þarna, hissa, með hrein föt konunnar yfir öxlinni. Konan hallaði sér fram á hækjuna, starði bara, þögul. Mennirnir tveir otuðu byssunum. Enn nær. Reacher fannst eins og þau væru búin að standa þarna langa lengi. En hann vissi að sú tilfinning var fölsk. Það hafði varla verið nema hálf önnur sekúnda. Náunginn gegnt Reacher virtist vera foringinn. Sá stærri. Sá afslappaðri. Hann renndi augum í bilið á milli Reachers og konunnar og bandaði byssunni í átt að gangstéttarbrúninni. „Inn í bílinn, tík,“ sagði gaurinn. „Og þú, skíthæll.“ Hann talaði af festu en stillilega. Valdsmannslega. Dálítill hreimur. Kannski frá Kaliforníu, hélt Reacher. Við gangstéttarbrúnina stóð fólksbíll. Hann hafði beðið eftir þeim. Stór bíll, svartur, dýr. Bílstjórinn hallaði sér yfir farþegasætið að framan. Hann var að opna dyrnar að aftan. Maðurinn gegnt Reacher bandaði á ný með byssunni. Reacher hreyfði sig ekki. Hann leit til beggja handa. Honum reiknaðist svo til að hann hefði hálfa aðra sekúndu til að meta aðstæður. Hann hafði ekki mestar áhyggjur af náungunum með byssurnar. Reacher var einhentur vegna fatanna en hann taldi að gaurana tvo mætti taka niður án teljandi vandræða. Vandinn var fyrir aftan hann og við hlið hans. Hann starði á glugga hreinsunarinnar og notaði hann sem spegil. Tuttugu metrum fyrir aftan hann var þéttur hnappur vegfarenda við gangbraut. Tvö slysaskot þýddu tvö fórnarlömb. Á því lék enginn vafi. Hreint enginn vafi. Það var vandinn fyrir aftan hann. Vandinn við hlið hans var ókunna konan. Geta hennar var óþekkt stærð. Hún var með einhvers slags -9-
fótarmein. Hún yrði hæg í hreyfingum. Hæg í viðbrögð um. Hann var ekki tilbúinn í átök. Ekki við þessar aðstæður og ekki með þennan samherja. Náunginn með Kaliforníuhreiminn greip um úlnlið Reachers. Þungi níu alklæðnaða þrýsti úlnliðnum upp að viðbeininu. Þannig dró maðurinn hann að bílnum. Gikkfingurinn virtist enn klár á sínu. Reacher hafði auga með honum, út undan sér. Hann sleppti handlegg konunnar. Gekk yfir að bílnum. Fleygði fatapokunum í aftursætið og brölti inn á eftir þeim. Konunni var ýtt inn á eftir honum. Svo tróðst trekkti gaurinn fram og skellti hurðinni aftur. Foringinn settist inn bílstjóramegin að framan. Konan tók andköf af sársauka og Reacher þóttist vita að hún væri með byssuhlaup trekkta gaursins í rifjahylkinu. Foringinn sneri sér við í framsætinu og lét byssuna hvíla á hnakkapúðanum. Byssunni var beint að bringu Reachers. Þetta var Glock 17. Reacher vissi allt um það vopn. Hann hafði prófað frumgerðina fyrir sveitina sína. Það verkefni hafði hann fengið eftir hann var settur í léttastörf meðan hann var að ná sér af sárinu sem hann fékk í Beirút. Glock-byssan er býsna seigt vopn. Nógu löng til að gera hana nákvæma. Reacher hafði hitt teiknibóluhausa af sjötíu og fimm metra færi með henni. Og hún skaut alveg þokkalegum kúlum. Kvartúnsu þungum á nærri átta hundruð mílna hraða. Sautján kúlur voru í magasíninu, þaðan kom nafnið. Og hún var létt. Þrátt fyrir kraftinn vó hún minna en tvö pund. Álagshlutarnir voru úr stáli. Afgangurinn var plast. Svart trefjaplast eins og í dýrri myndavél. Flott hönnun. En hann var ekki nógu hrifinn af henni. Ekki fyrir sér hæft hlutverk sveitarinnar sinnar. Hann hafði lagt til að henni yrði hafnað. Hann studdi að í staðinn yrði valin Beretta 92F. Berettan var líka níu millimetra, hálfu pundi þyngri, með tveimur kúlum færra í magasíninu. En hún var með 10% meiri slagkraft en Glock-inn. Það fannst - 10 -
honum mikils um vert. Og hún var ekki úr plasti. Reacher hafði valið Berettuna. Sveitarforinginn var á hans máli. Hann hafði dreift skýrslu Reachers og herinn í heild sinni hafði stutt tillögu hans. Í sömu viku var hann hækkaður í tign, á hann næld Silfurstjarnan hans og Purpurahjartað og herinn pantaði Berettur jafnvel þótt Berettan væri dýrari og NATO vildi fyrir alla muni fá Glock og Reacher hefði svo að segja einn lagst gegn því, nýútskrifaður úr West Point. Eftir þetta hafði hann verið sendur í aðrar stöðvar og sinnt herþjónustu úti um allan heim og hafði eiginlega ekki séð Glock 17 eftir þetta. Þar til nú, tólf árum síðar, að hann fékk heldur betur að sjá hann úr nálægð. Hann beindi athyglinni frá byssunni og aftur að manninum sem hélt á henni. Hann var nokkuð sólbrúnn og brúnkan hvítnaði við hársræturnar. Nýklipptur. Ökumaðurinn var með hátt, gljáandi enni, hárið farið að þynn ast og sleikt aftur. Hann var hörundsbleikur, með skarpa andlitsdrætti og glottið sem ljótir gaurar setja upp þegar þeir halda að þeir séu flottir. Sams konar ódýr stórmarkaðsskyrta og sams konar stakkur og hinir voru í. Sama vel fóðraða flikkið. Sama drembilega sjálfsöryggið, örlítið bryddað með smávegis mási. Þrír menn, allir á að giska þrjátíu til þrjátíu og fimm ára, einn foringi, einn traustur liðsmaður, einn óstyrkur liðsmaður. Allir spenntir en fumlausir, á fullu við að ráða einhverju verkefni til lykta. Ráðgáta. Reacher leit af byssunni og í augu foringjans. En gaurinn hristi höfuðið. „Ekkert mas, skíthæll,“ sagði hann. „Farirðu að röfla, skýt ég þig. Þú mátt trúa því. Ef þú þegir verður kannski allt í lagi.“ Reacher trúði honum. Augu náungans voru hörð og munnurinn herpt strik. Svo að hann sagði ekkert. Síðan hægði bíllinn á sér og beygði inn á óslétt, malbikað plan í ruslaporti. Hann ók í sveig aftur fyrir gamla verksmiðju byggingu. Þeir höfðu ekið í suðurátt. Reacher giskaði á að - 11 -
þau væru nú um það bil fimm mílum suður af Loophverfi Chicago. Bílstjórinn lagði fólksbílnum þannig að afturdyrnar námu við endann á litlum sendibíl. Sá bíll stóð einn á auðu stæði. Þetta var Ford Econoline, gráhvítur, ekki gamall en mikið notaður. Eitthvað hafði verið letrað á hliðina. Yfir það hafði verið blettað með nýrri málningu sem ekki passaði alveg við grunnlakkið. Reacher renndi augum um svæðið. Portið var fullt af drasli. Hann sá málningardollu í rusli rétt við bílinn. Pensil. Engan mann var að sjá. Staðurinn var yfirgefinn. Vildi hann taka til einhverra ráða var þetta rétti tíminn og rétti staðurinn til að gera það. En maðurinn fram í brosti dauft og hallaði sér aftur yfir sætið. Greip um kragann á Reacher með vinstri hendi og gróf hlaupið á Glock-inum í eyra hans með þeirri hægri. „Sittu kyrr, skíthæll,“ sagði náunginn. Ökumaðurinn steig út úr bílnum og gekk fram fyrir hann. Tók annað lyklasett upp úr vasanum og opnaði afturdyrnar á Econolininum. Reacher sat kyrr. Að reka byssuhlaup upp í eyra manns er ekki endilega snjall leik ur. Snúi viðkomandi höfðinu skyndilega rennur byssan úr því. Hún skriplar eftir enni hans. Þá veldur jafnvel viðbragðssnöggur gikkfingur ekki miklum skaða. Byssan gæti skotið gat á eyrað. Bara ytri eyrnablöðkuna og myndi vissulega sprengja hljóðhimnu viðkomandi. En slíkt drepur engan. Reacher tók sekúndu í að vega þennan kost. En þá dró trekkti gaurinn konuna út og dröslaði henni umsvifalaust inn í sendibílinn að aftan. Hún hoppaði og haltraði þennan stutta spöl. Beint út um einar dyr og inn um aðrar. Reacher fylgdist með út undan sér. Hennar maður tók dömuveskið af henni og fleygði aftur inn í bílinn. Það féll við fætur Reachers. Datt með dynk á þykka gólfmottuna. Stórt dömuveski, dýrt leður, eitthvað þungt í því, einhver málmur. Einungis einn málmhlutur sem konur bera framkallar svo þungan dynk. Hann leit snöggt til hennar, áhuginn skyndilega vakinn. - 12 -
Hún lá kylliflöt aftur í hvíta sendibílnum. Fóturinn hamlaði henni. Svo dró foringinn Reacher yfir leðursætin og kom honum í hendurnar á þessum trekkta og óstyrka. Strax og einn Glock var kominn úr eyranu á honum var annar rekinn í síðu hans. Honum var hrint inn til konunnar. Sá trekkti hélt aftur af þeim með titrandi skammbyssunni en hinn seildist inn í fólksbílinn eftir hækju konunnar. Henni henti hann inn í sendibílinn. Það buldi og glamraði í málmgólfinu. Fötin hennar og veskið skildi hann eftir í fólksbílnum. Hann dró handjárn upp úr vasa sínum. Hann greip um hægri úlnlið konunnar og smellti öðrum smeygnum á hana. Dró hana hranalega til hliðar og greip um vinstri úlnlið Reachers. Smellti hinum smeygnum á hann. Hristi járnin til að ganga úr skugga um að þau héldu. Skellti afturdyrum sendibílsins vinstra megin. Reacher sá ökumanninn hella úr plastbrúsum inni í fólksbílnum. Hann greindi fölan litinn og sterkan þefinn af bensíni. Einn brúsi í aftursætið, einn í framsætið. Svo skellti foringinn dyrunum hægra megin að aftan í lás. Það síðasta sem Reacher sá áður en myrkrið umlukti hann var ökumaðurinn sem var að draga eldspýtnabréf upp úr vasa sínum.
- 13 -