Eftirköstin

Page 1


Rhidian Brook

Eftirköstin Guðrún Eva Mínervudóttir þýddi


Þessi bók er tileinkuð Walter, Antheu, Colin, Sheilu og Kim Brook

Eftirköstin Titill á frummáli: The Aftermath © Rhidian Brook 2013 © Íslensk þýðing © Guðrún Eva Mínervudóttir 2014 JPV útgáfa · Reykjavík · 2014 Öll réttindi áskilin. Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO Uppstilling kápu: Alexandra Buhl / Forlagið Umbrot: Guðmundur Þorsteinsson / Forlagið Letur í meginmáli: Bembo 10,5/13,3 pt. Prentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis þýðanda og útgefanda. ISBN 978-9935-11-414-3 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is

Forlaginu ehf.


Fyrsti kaf li „Dýrið er hér. Ég hef séð það. Berti hefur séð það. Dietmar hefur séð það. Með sinn svarta feld sem er eins og pels fínnar frúar. Og tennur eins og píanónótur. Við verðum að drepa það. Ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Tjall­ arnir? Kanarnir? Rússarnir? Frakkarnir? Enginn þeirra mun sjá um það því þeir eru of uppteknir við að leita að einhverju öðru. Þeir vilja þetta og þeir vilja hitt. Þeir eru eins og hundar að berjast um kjötlaust bein. Við verðum að gera það sjálfir. Ná dýrinu áður en dýrið nær okkur. Þá verður allt betra.“ Drengurinn Ozi hagræddi höfuðbúnaði sínum á meðan hann leiddi hina gegnum sundurtætt landslagið sem Tjall­ inn hafði sprengt í loft upp. Hann var með enska hjálminn sem hann hafði stolið aftan úr trukki rétt hjá Alster. Þótt hann væri ekki jafn f lottur og sá ameríski eða jafnvel þeir rússnesku sem hann átti í föggum sínum passaði hann hon­ um best og þegar hann var með hann á hausnum gekk hon­ um betur að blóta á ensku, alveg eins og Tjallaliðþjálfinn sem hann hafði séð æpa að föngunum á Dammtor-stöðinni í Hamborg: „Hei! Upp með andskotans hendur. Andskotist upp með þær, sagði ég! Þar sem ég get séð þær! Heimsku andskotans djöfulsins Þýskarar.“ Mennirnir höfðu ver­ið eilítið seinir til að rétta upp hendur; ekki af því að þeir skildu ekki skipunina heldur af því að þeir voru ör­magna af hungri. Heimsku-andskotans-djöfulsins-Þýskarar! Frá hálsi og niður úr voru fötin hans Ozis eins konar stökkbreytt tíska, sambland af reddingum og uppfinningum, dulum og fíneríi hent saman af handahófi: spjátrungslegur silkislopp­ ~9~


ur, hneppt treyja af gamalli þernu, kragalaus afaskyrta, uppbrettar buxur af stormsveitarmanni haldið uppi með belti sem var í raun hálsbindi skrifstofublókar og skórnir, gauðrifnir á tánni, voru af löngu liðnum stöðvarstjóra. Villingarnir – augnhvítur þeirra vel sýnilegar af ótta og virkuðu enn skærari í krímugum andlitunum – fylgdu leiðtoga sínum gegnum dreifðar rústirnar. Þeir þræddu sig milli múrbrotanna og inn á autt svæði þar sem ávöl spíra af kirkjuturni lá á hliðinni. Ozi lyfti hendi til að stöðva hina og seildist inn fyrir sloppinn eftir Lugern­um. Hann hnus­ aði út í loftið: „Það er þarna inni. Ég finn lyktina af því. Finnið þið lyktina af því?“ Villingarnir hnusuðu eins og taugaspenntar kanínur. Ozi þrýsti sér upp að af höggvinni spírunni, þokaði sér nær opna endanum með byssuna á lofti, lét hana leiða sig áfram þar til hann hikaði og potaði henni utan í spíruna til að gefa til kynna að dýrið væri líklega þar inni. Og þá: eitt­ hvað svart skaust út undir beran himin. Villingarnir hörf­ uðu en Ozi steig fram, tók sér gleiðfætta stöðu, lokaði öðru auganu, miðaði og skaut. „Deyðu, skepna!“ Skotið hljómaði bælt í rykugri þokunni og klingjandi málmkennt bergmálið í kjölfarið færði heim sanninn um að hann hefði ekki hæft skotmarkið. „Hittirðu?“ Ozi tróð byssunni ofan í beltið sitt. „Við náum því seinna,“ sagði hann. „Komum að leita að mat.“ „Við höfum fundið hús handa þér, herra.“ Wilkins höfuðsmaður drap í sígarettunni og benti með gulum fingri á kort af Hamborg sem fest var við vegginn á bak við skrif borðið hans. Hann dró línu vestur af teikni­ ~ 10 ~


bólunni sem vísaði á tímabundnar höfuðstöðvar þeirra, burt frá sundurskotnu hverfunum Hammerbrook og St. Georg, yfir St. Pauli og Altona, í átt að gamla fiskimanna­ hverfinu Blankenese þar sem Saxelfur bylti sér út í Norð­ ursjó. Kortið – rifið úr þýskri ferðamannabók frá því fyrir stríð – tók ekkert tillit til þess að stórborgin sem það sýndi var nú ekki annað en draugaborg samsett úr eintómri ösku og möl. „Þetta er helvíti fín höll við ána. Sjáðu.“ Fingur Wilkins dró hring utan um bugðuna við enda Elbchaussee, þar sem vegurinn lá samsíða f ljótinu mikla. „Ég held hún muni falla vel að smekk þínum, herra.“ Þetta orð tilheyrði öðrum heimi, heimi allsnægta og borgaralegra þæginda. Síðustu mánuði hafði smekkur Lewis skroppið saman í einfaldan lista yfir brýnar grunn­ þarfir: 2500 hitaeiningar á dag, tóbak, ylur. Helvíti fín höll við ána hljómaði nú í eyrum hans líkt og krafa léttúðar­ fulls konungs. „Herra?“ Lewis hafði „stungið af “ enn einu sinni, stungið af inn í háværan þingheiminn í höfðinu á sér þar sem hann lenti æ oftar í heitum rökræðum við kollega sína. „Býr ekki einhver þar fyrir?“ Wilkins brást hikandi við. Yfirmaður hans naut góðs orðstírs og ferill hans var óaðfinnanlegur en hann var að sumu leyti sérvitur, kaus að líta á hlutina frá öðru sjónar­ horni. Ungi höfuðsmaðurinn greip til þess ráðs að þylja upp það sem hann hafði lesið í handbókinni: „Þetta fólk skortir siðferði og sómakennd, herra. Það er hættulegt bæði okkur og sjálfu sér. Það þarf að vita hver ræður. Það þarf leiðsögn. Við eigum að koma fram við það af ákveðni en sanngirni.“ Lewis kinkaði kolli og blakaði hendi til að gefa til kynna að Wilkins mætti halda áfram þar sem frá var horfið. Spar­ ~ 11 ~


aði orðin. Kuldinn og hitaeiningarnar höfðu kennt honum að skammta sér þau. „Húsið er í eigu fjölskyldu að nafni Lubert. Lú-bert-t. Hart „t“. Eiginkonan lét lífið í loftárásunum. Fólkið henn­ ar var stórlaxar í matvælabransanum. Tengsl við Blohm og Voss. Þau áttu einnig nokkrar hveitimyllur. Herra Lubert var arkitekt. Hann hefur ekki enn verið hreinsaður en við höldum að hann sé líklega hvítur eða, í versta falli, ásættan­ lega grár; engin augljós tengsl við nasistaf lokkinn.“ „Brauð.“ „Herra?“ Lewis hafði ekkert borðað þennan dag og hugur hans hafði stigið hið augljósa skref frá „hveitimyllu“ að brauði án þess að f lækja það neitt frekar. Brauðið sem hann sá fyrir sér var skyndilega nálægara, raunverulegra, en höfuðsmaður­­ inn sem stóð við kortið hinum megin við skrif borðið. „Haltu áfram – fjölskyldan.“ Lewis lagði sig fram um að líta út líkt og hann væri að hlusta. Hann kinkaði kolli og lyfti hökunni íhugull á svip. Wilkins hélt áfram. „Eiginkona Luberts dó árið ’43. Í eld­ storminum. Eitt barn – dóttir. Frieda, fimmtán ára. Þau eru með eitthvað af þjónustuliði – þernu, kokk og garðyrkju­ mann. Garðyrkjumaðurinn þykir afar handlaginn – fyrr­ um Wehrmacht. Fjölskyldan á ættingja sem hún getur f lutt til. Við getum séð um þjónustufólkið eða þú getur haft það áfram í starfi. Það er sæmilega hreint.“ Aðferðin sem sálarvigtararnir í njósnadeildinni notuðu til að meta hreinleika var Fragebogen, eða spurningalisti: 133 spurningar til að komast að því að hve miklu leyti hinn þýski borgari hefði starfað fyrir ríkið. Út frá svörum sínum var fólk f lokkað í þrjá mislita hópa – svart­a n, gráan og hvítan, með ýmsum tónum og blæbrigðum til að aðgreina það nánar – og liturinn sagði til um örlög þeirra. „Þau eru undir yfirtökuna búin. Þú þarft ekki að gera ~ 12 ~


annað en fara og líta á húsið og stugga þeim síðan út. Ég held að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum, herra.“ „Heldurðu að þau verði fyrir vonbrigðum, höfuðsmað­ ur?“ „Þau?“ „Lubert-fjölskyldan. Þegar ég stugga þeim út.“ „Þau geta ekki leyft sér þann lúxus að verða fyrir von­ brigðum, herra. Þau eru Þjóðverjar.“ „Að sjálfsögðu. Hvernig læt ég.“ Þar með felldi Lewis talið. Ef hann leyfði sér f leiri spurningar af þessari sort myndi þessi harðduglegi embættismaður með skínandi Sam Browne-byssuna og fullkomnu legghlífarnar ekki hika við að klaga hann. Hann steig út úr of hituðum breskum höfuðstöðvunum, út í snemmbúinn kulda þessa dags seint í september. Hann blés hvítri gufu og dró á sig geitarskinnshanskana sem McLeod höfuðsmaður, ameríski riddaraliðsforinginn, hafði gefið honum í ráðhúsinu í Bremen daginn sem bandamenn tilkynntu landamæri hins nýsundraða Þýskalands. „Það lítur út fyrir að þið hafið dregið stutta stráið,“ hafði hann sagt á meðan hann leit yfir tilkynninguna. „Frakkarnir fá vínið, við fáum útsýnið og þið fáið rústirnar.“ Lewis hafði dvalið svo lengi innan um rústirnar að hann tók ekki lengur eftir þeim. Einkennisbúningurinn hans hæfði vel yfirmanni í þessu sundurbútaða landi – eins konar alþjóðlegur búningur sem enginn gerði athugasemd við á tímum eftirstríðsreglugerða og -óreiðu. Amerísku hanskarnir voru í uppáhaldi en það var rúss­ neski gærufrakkinn sem veitti honum mesta ánægju, upp­ runi hans rekjanlegur gegnum Ameríkanann til Luftwaffeliðsforingjans sem aftur hafði hirt hann af ofursta úr Rauða hernum sem hafði verið tekinn höndum. Frakkinn sá yrði dreginn fram f ljótlega ef veður færi áfram kólnandi. Það var léttir að komast úr félagsskap Wilkins. Ungi ~ 13 ~


offisérinn tilheyrði nýrri fylkingu sem nú stýrði Þýska­ landi, fjölmennu liði manna með klemmuspjöld sem töldu sig vera arkitekta enduruppbyggingarinnar. Fáir þessara manna höfðu séð bardaga – eða jafnvel Þjóðverja – en það auðveldaði þeim að gaspra sjálfsöruggir og taka ákvarðanir. Wilkins yrði majór áður en langt um liði. Lewis tók silfurslegna vindlingaöskju úr vasa sínum og opnaði hana. Sólskinið endurvarpaðist af hreinu, hömruðu yfirborðinu. Hann pússaði öskjuna reglulega. Hún var eina efnislega gersemin sem hann hafði í fórum sínum, kveðju­ gjöf frá Rachael sem hún af henti honum við garðhlið síð­ asta almennilega hússins sem hann hafði búið í, í Amersham, þremur árum fyrr. „Hugsaðu um mig á meðan þú reykir,“ voru leiðbeiningarnar sem fylgdu, og hann hafði reynt að fara eftir þeim, fimmtíu eða sextíu sinnum á dag í þrjú ár; það var svolítil athöfn til að halda lífi í glæðum ástarinnar. Hann kveikti sér í og hugsaði um téðar glæður. Fjarlægðin og tíminn höfðu einfaldað honum að láta þær virðast heit­ ari en þær voru. Minningin um ástarfundi þeirra, slétta húð og ávalar línur konunnar hans hafði haldið í honum lífinu þessa köldu og einmanalegu mánuði (húð hennar varð sléttari og mýkri eftir því sem leið á stríðið). En hann var farinn að kunna svo vel við þennan ímyndaða stað­ gengil eiginkonu sinnar að yfirvofandi fundur þeirra, þar sem hann fengi raunverulega að snerta hana og anda henni að sér, kom honum úr jafnvægi. Rennilegur, svartur Mercedes-Benz 540K með breska veifu á vélarhlífinni nam staðar framan við útiþrep höfuð­ stöðvanna. Breski fáninn var eina stílbrotið. Lewis kunni vel við þennan farkost, hvað sem öllum vafasömum til­ vísunum leið, útlínur hans og silkimjúkt malið í vélinni. Hann mjókkaði fram líkt og skemmtiferðaskip og ofur­ varkárt aksturslag bílstjórans, Herr Schroeders, varð til þess að bíllinn minnti enn meira á skip. Það var sama hversu ~ 14 ~


mörgum bresk­u m táknum var hlaðið á hann, engum gat dulist að þessi bíll var eins þýskur og hann gat framast verið. Breskt her­lið var gert fyrir hinn höktandi og bústna Austin 16, ekki þess­ar ruddalega fögru heimsyfirráðavélar. Lewis gekk niður þrepin og heilsaði bílstjóranum hálf­ vegis að hermannasið. Schroeder, renglulegur og órakaður, íklæddur svartri slá og með svarta bílstjórahúfu, stökk úr bílstjórasætinu og gekk rösklega hálfhringinn að afturhurðinni. Hann hneigði sig í átt að Lewis og sláin hans sveif laðist til þegar hann opnaði dyrnar. „Framsætið nægir mér alveg, Herr Schroeder.“ Schroeder virtist miður sín. „Nein, Herr Kommandant.“ „Í alvöru talað, Sehr Gut,“ ítrekaði Lewis. „Bitte, Herr Oberst.“ Schroeder skellti afturhurðinni og hélt hendinni á lofti, enn ákveðinn í að Lewis mætti ekkert reyna á sig. Lewis hörfaði lítillega, lék leikinn, en undirgefni Þjóð­ verjans angraði hann: hegðun sigraðs manns sem skríður fyrir valdinu. Inni í bílnum rétti Lewis honum bréfsnifsið þar sem Wilkins hafði hripað staðsetningu hússins sem yrði líklega heimili hans um einhverja hríð. Bílstjórinn rýndi í skriftina og kinkaði síðan kolli. Schroeder var tilneyddur að sveigja á milli sprengju­ gíganna sem vörðuðu steinhlaðinn veginn og samtínings af fólki sem lötraði stjarft og hægfara án þess að eiga sér áfangastað, rogaðist með leifarnar af sínu gamla lífi í böggl­ um, pokum, kössum og pinklum og þungan, næstum sýni­ legan óróleika. Það var líkt og því hefði verið kastað aftur á forsögulegt þróunarstig f lakkandi safnara. Draugur yfirgengilegs hávaða hékk yfir öllu. Eitthvað algerlega framandi hafði lagt allt í rúst og skilið eftir ómögu­ legt púsl, óteljandi búta sem þurfti að raða saman í gömlu myndina. En það var engin leið að setja brotin saman aftur. ~ 15 ~


Gamla myndin var að eilífu horfin. Þetta var Stunde Null. Byrjunarreiturinn. Þetta fólk átti sér engan stað og varð að hnoða sér lifibrauð úr engu. Tvær konur hjálpuðust að við að ýta hestvagni hlöðnum húsgögnum og draga hann. Maður með skjalatösku virtist í leit að skrifstofunni þar sem hann eitt sinn starfaði, án þess að gefa stórkostlegri eyðileggingunni nokkurn gaum, eins og þetta heimsenda­ lega umhverfi væri eðlilegt ástand hlutanna. Sundruð borg teygði sig eins langt og augað eygði, steinhrúgurnar náðu upp fyrir jarðhæð þeirra fáu húsa sem enn stóðu uppi. Það var erfitt að trúa því að þetta hefði eitt sinn verið staður þar sem fólk las dagblöð, bakaði kök­ur og velti fyrir sér hvaða myndir það ætti að hengja upp á vegg í borðstofunni. Öðrum megin vegarins stóð framhlið á kirkju með beran himin í stað steindra glugga og vind­ hviður í stað orgeltóna. Hinum megin stóðu fjölbýlishús – heil að undanskildum framhliðunum sem höfðu verið sprengdar burt í heilu lagi svo að herbergin og húsgögnin inni í þeim voru til sýnis – og minntu á risastór dúkkuhús. Í einu herbergjanna, framan við snyrtiborð, stóð kona og greiddi hár lítillar stúlku. Lengra niður með veginum bogruðu konur og börn við múrsteinahrúgur í leit að einhverju ætilegu eða einhverju af eigum sínum. Svartir krossar mörkuðu staðina þar sem lík lágu og biðu greftrunar. Og alls staðar stungust pípur upp úr rústunum, heimagerðir skorsteinar neðanjarðarborgar, og spúðu svörtum reyk upp í himininn. „Kanínur?“ spurði Lewis þegar hann sá eitthvað kvikt skjótast upp úr ósýnilegum holum í jörðinni. „Trümmerkinder!“ svaraði Schroeder reiðilega. Og Lewis sá að þessi snöggu kvikindi voru „börn rústanna“ og að það var bíllinn sem lokkaði þau upp úr holum sínum. „Ungeziefer!“ hreytti Schroeder út úr sér þegar þrjú barn­ anna – erfitt að segja til um hvort það voru drengir eða ~ 16 ~


stúlkur – hlupu beint í veg fyrir bílinn. Hann þeytti bíl­ f lautuna en skriðþungi svartrar Benz-bifreiðarinnar hræddi þau ekki. Þau stóðu fast í báða fætur og neyddu bílstjórann til að stöðva bílinn. „Weg! Schnell!“ öskraði Schroeder og æðarnar í hálsi hans tútnuðu af reiði. Hann þeytti f lautuna aftur en eitt barnanna – drengur í baðsloppi með kósakkahúfu – rigsaði óttalaus upp að bílnum þeim megin sem Lewis sat, stökk upp á hliðarbrettið og hóf að berja á rúðuna. „Kvað áttu, Tjalli? Andskotans samloku? Súkk?“ „Steig aus! Sofort!“ Munnvatn Schroeders ýrðist á andlit Lewis þegar hann hallaði sér yfir ofurstann og steytti hnef­ ann framan í barnið. Á meðan höfðu tvö önnur börn klifrað upp á vélarhlífina og reyndu að slíta króm­að Benzmerkið af bílnum. Schroeder stökk út úr bílnum. Hann þreif til barnanna sem skutust undan honum og náði að grípa í náttkjólsfald. Schroeder kippti til sín horprjóninum. Hann hélt með annarri hendi um hálsinn á drengnum og löðrungaði hann með hinni. „Schroeder!“ Lewis hafði ekki hækkað röddina svo mánuðum skipti og hún brast af einskærri undrun. Schroeder virtist ekkert heyra og hélt áfram að berja barnið af hatrömmu af li. „Halt!“ Lewis steig út úr bílnum og hin börnin hörfuðu af ótta við að lenda í því sama og drengurinn. Í þetta sinn heyrði bílstjórinn til hans og hætti. Svipurinn á andliti hans lýsti undarlegu samblandi af skömm og vissu um að hafa rétt fyrir sér. Hann sleppti barninu og sneri aftur að bílnum, muldrandi og móður af áreynslunni. Lewis kallaði til barnanna: „Hierbleiben!“ Sá elsti þokaði sér í átt að bílnum og félagar hans fylgdu honum varfærnislega í átt að Englendingnum. Fleiri villi­ börn nálguðust í von um að hljóta einhverjar restar, börn í ~ 17 ~


felubúningi gerðum úr óhreinindum. Í návígi fannst af þeim stækja hinna sveltandi. Öll réttu þau fram hendurnar í von um að hljóta náð í augum góðlega enska guðsins sem ók hjá í svarta vagninum sínum. Lewis sótti malpoka sinn inn í bíl. Í honum voru súkkulaðistöng og appelsína. Hann rétti elsta drengnum súkkulaðið. „Verteil!“ skipaði hann. Síðan rétti hann yngsta barninu appelsínuna, lítilli stelpu, ef til vill fimm eða sex ára – jafn gamalli stríðinu – og endurtók skipun sína um að deila fengnum. En stúlkan beit strax í appelsínuna eins og hún væri epli og byrjaði að tyggja, börkinn, steinana og allt saman. Lewis reyndi að koma henni í skilning um að það þyrfti að skræla ávöxtinn, en stelpan hélt traustataki í gjöf­ ina, hrædd um að vera látin skila henni. Fleiri börn reyndu nú að troðast nær, þar á meðal ein­ fættur drengur með golf kylfu fyrir hækju. „Súkk, Tjalli! Súkk, Tjalli!“ kölluðu þau. Lewis átti ekki meira matarkyns en hann átti dálítið enn dýrmætara. Hann dró fram vindlingaöskjuna og hristi fram úr henni tíu Player’s. Hann rétti þær elsta drengnum sem ætlaði að missa út úr sér uppglennt augun þegar hann sá gullið og fann fyrir því í höndunum á sér. Lewis vissi vel að gjörðir hans voru ólöglegar, hann hafði ekki aðeins vingast við Þjóðverjana heldur einnig ýtt undir brask á svörtum markaði, en honum stóð á sama. Þessar tíu Player’s gátu börnin notað til að kaupa mat af bónda einhvers staðar. Nýju lögin og reglugerðirnar höfðu verið soðnar saman úr ótta og hefndarhug af mönnum sitjandi við skrif borð, en núna, og um ófyrirséða framtíð, var hann sjálfur lögin í þessum hluta landsins. Stefan Lubert stóð frammi fyrir þeim sem eftir voru af starfsfólki hans – halta garðyrkjumanninum Richard, and­ stuttu þernunni Heike og Gretu, þrjóska kokkinum sem ~ 18 ~


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.