Eftirréttir Sollu

Page 1

F

átt er ánægjulegra en að prófa nýja og gómsæta rétti þar sem áherslan er

á hollustu. Hér opnar Solla nýjar víddir í gerð eftirrétta og sælgætis, bæði næringu og vilja gera vel við sig. Hér er að finna uppskriftir að margvíslegu góðgæti með áherslu á gott og hollt hráefni sem farið er ítarlega yfir í inngangi. Allir ættu að geta útbúið brownies, litlar og stórar bökur, konfektkúlur, smákökur, múffur, bollakökur,

Eftirréttir

fyrir þá sem aðhyllast hráfæði og alla aðra sem hafa áhuga á heilbrigði og

ís og súkkulaði að hætti Sollu. + Hráfæði nýtur sífellt meiri vinsælda og þar er Sólveig Eiríksdót tir í fararbroddi, hérlendis sem erlendis. Í samkeppni bestu hráfæðiskokka heims 2012 vann hún til tvennra verðlauna og var útnefnd bæði Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef. Hún rekur ásamt eiginmanni sínum veitingastaðinn Gló, þar sem boðið er upp á gómsætt hráfæði.

‚ ƒ RAW



Eftirr茅ttir

S 贸 lv e i g

E i r 铆 k s d 贸 t t i r


Ef tirrét tir Sollu © Sólveig Eiríksdóttir 2012 Ljósmyndir © Matthías Árni Ingimarsson 2012 JPV útgáfa · Reykjavík · 2012 Öll réttindi áskilin. Stílisti: Gerður Harðardóttir Hönnun, umbrot og kápa: Alexandra Buhl / Forlagið Letur í meginmáli: Vista Sans Light T 9/16 pt. Prentun: Almarose, Slóveníu Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. ISBN 978-9935-11-308-5 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is

Forlaginu ehf.


Efnisyfirlit 18 22 26 28 30 34 38

Hráefni og grunnaðferðir Sætt Framandi ofurfæða Súkkulaði – fæða guðanna Hnetur, möndlur, fræ Kókos Hleypi- og bindiefni Tæki og tól

42 44 48

brownies Brownies með súkkulaðikremi Þriggja laga brownies Brownies með kókoskremi og súkkulaði

54 56 58

litlar bökur Eplabökur Grænar límónubökur Krækiberjabökur

62 66 68 72 76 80

stórar bökur Bananabaka með mangókremi Ávaxtabaka Mokkapæja með kókoskremi Pekanpæja Jarðarberjapæja með súkkulaðikremi Bláberjapæja með límónukremi

86 90 94 98 102

Hnallþórur Himnesk hindberjahnallþóra Súkkulaði og bananaterta Tiramisú Hindberja- og súkkulaðikaka Bláberja- og límónukaka



108 110 112 114 116

Konfektkúlur Lucuma-kúlur Klikkaðar konfektkúlur Valhnetu- og mórberjakúlur Kakónibbukúlur Kókos- og ávaxtakúlur

120 122 124 126 128

smákökur Kókoskökur með kasjúkremi Súkkulaðibitakökur Möndlukökur með appelsínubragði og karamellukremi Möndlukökur með mintukremi Sitrónukökur

132 136 140 142

bollakökur og múffur Grunnuppskrift að ljósum kökum Ljóst grunnkrem Grunnuppskrift að dökkum kökum Mokkakökur með súkkulaðikremi

148 150 152 154 156 158 160

ís Vanilluís Súkkulaðiís Kaffiís Avókadóís Bláberjaís Berjaís Sítrónukrapi

164 166 168 170 172 174 176

súkkulaði Súkkulaði Hvítt súkkulaði Gojiberjasúkkulaði Mórberja- og makadamíusúkkulaði Kókos- og mintusúkkulaði Dökkur möndludraumur Röndótt og rómantískt


W


W

Mig langar að kynna fyrir ykkur yndislega matreiðsluaðferð sem opnar nýjar víddir í eftirréttagerð og gefur innblástur og aukinn fjölbreytileika. Þessi aðferð er ekki bara fyrir þá sem aðhyllast 100% hráfæði, langt í frá! Hráfæðis-eftirréttirnir eru æðislegir í félagsskap við hefðbundnari kökur og eftirrétti, það má líka nota hráfæðiskrem á bakaðan kökubotn og þeir eru alveg jafn góðir hvort sem er á eftir steik eða salati ... það eru engar reglur! Þegar við búum sjálf til eftirrétti og sætindi frá grunni vitum við hvert innihaldið er og ráðum algjörlega hvað fer í réttina og ofan í okkur. Þá er gaman að lauma einhverju næringarríku í eftirréttina, minnka sætuna smám saman, auka trefjarnar, breyta og bæta án þess að það komi um of niður á bragðinu. Svona breytingar

13


W

venjast ótrúlega hratt og auka bara enn frekar á ánægjuna. Ég legg líka mjög mikið upp úr góðu hráefni, reyni að velja vörur þar sem ég veit að ræktunin, vinnslan og allt ferlið hefur fallega hugsun á bak við sig. Ég vel lífrænt ræktað þegar hægt er, bæði fyrir mína eigin heilsu og heilbrigði umhverfisins, sem svo hefur aftur áhrif á heilsuna okkar. Svo er ég líka ævintýragjörn og finnst fátt skemmtilegra en að prófa ný og spennandi hráefni í matargerð. Kíkið í kaflann um framandi ofurfæðu til að sjá skemmtilegar nýjungar. Athugið þó að það sem okkur finnst nýtt og framandi eru oft eldgamlar fréttir hinumegin á hnettinum! Það passar oftast vel að bjóða upp á létta eftirrétti með þungum mat, t.d. ávexti eða konfekt á eftir stórri máltíð, en á eftir léttari mat er yndislegt að leyfa sér


þyngri eftirrétti úr hnetum og súkkulaði. Kúlur og hnetustykki geta svo verið góð sem millimál eða sem orkuríkt nesti í fjallgöngur. Þar sem hnetur og sætindi eru uppistaða í mörgum eftirréttanna eru þeir orkuríkir, en á sama tíma næringarríkir og seðjandi. Þó við laumum aukinni næringu og andoxunarefnum hér og þar í eftirréttina borðum við auðvitað hvorki hráfæðis-eftirrétti né aðra ábætisrétti í staðinn fyrir grænmeti og annan hollan mat. Eftirréttir eru lúxus sem við njótum þegar við viljum gera vel við okkur. Þess vegna eru þeir fyrst og fremst gerðir til að kæta munna og maga og aðalatriðið er auðvitað að þeir séu ómótstæðilega girnilegir og ljúffengir!

W

15



Brownies með

súkkulaðikremi Botn

4 dl valhnetur

+ Setjið 4 dl af valhnetum í matvinnsluvél, stillið á

1 dl kakóduft

minnsta hraða og malið hneturnar í mjöl. Bætið

½ dl kókospálmasykur

afganginum af hráefninu út í og blandið þar til allt

½ dl döðlur, smátt saxaðar

loðir saman og myndar deig. Þrýstið deiginu niður

½ dl apríkósur, smátt saxaðar

í 20x20 cm form. Setjið plastfilmu yfir formið og látið

2 msk kaldpressuð kókosolía

inn í kæli eða frysti í smástund áður en kreminu er

1 tsk vanilluduft eða -dropar

smurt á.

¼ tsk kanill

Súkkulaðikrem 1 dl döðlur, smátt saxaðar

+ Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél eða kröftugan

1 dl agavesíróp

blandara og blandið þar til kremið er silkimjúkt og

1 dl kakó

kekkjalaust. Ef það er of þurrt má bæta smávegis

½ dl kaldpressuð kókosolía

kókosmjólk út í. Takið botninn úr kæli eða frysti og

¼ dl kakósmjör, fljótandi

smyrjið kreminu ofan á. Geymist í viku í ísskáp eða 1–2 mánuði í frysti. 43



Þriggja laga Brownies

+

Botn 2 dl pekanhnetur 2 dl salthnetur

+ Setjið 2 dl af pekanhnetum og 2 dl af salthnetum í matvinnsluvél, stillið á minnsta hraða og malið

1 dl hampfræ

hneturnar í mjöl. Bætið afganginum af hráefninu út

1 dl kakóduft

í (geymið 1 dl af gróft söxuðum salthnetum) og bland-

¼ dl kókospálmasykur

ið þar til allt loðir saman og myndar deig. Þrýstið

1½ dl döðlur, smátt saxaðar

deiginu niður í 20x20 cm form, setjið plastfilmu yfir

1 dl gráfíkjur, smátt saxaðar

formið og látið inn í kæli/frysti í smástund áður en

1 tsk vanilluduft eða -dropar

kreminu er smurt á.

¼ tsk kanill 1 dl gróft saxaðar salthnetur 45


+

Kókoskrem 3 dl kókoskjöt (fæst frosið í Asíubúðunum) ¾ dl fljótandi sæta (hunang, agave- eða hlynsíróp) 1 msk vanilla ⅛ tsk salt 1 dl kókosolía 3 dl kókosmjöl

+ Setjið allt nema kókosmjölið í matvinnsluvél og maukið vel saman. Endið á að setja kókosmjölið út í og blanda.


A Karamellukrem 2½ dl döðlumauk ½ dl hlynsíróp

+ Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið saman þar til kremið fær karamelluáferð.

1 msk vanilla 1 msk mesquite-duft 1 msk lucuma-duft ½ tsk maca-duft ⅛ tsk salt ½ dl kókosolía

47


F

átt er ánægjulegra en að prófa nýja og gómsæta rétti þar sem áherslan er

á hollustu. Hér opnar Solla nýjar víddir í gerð eftirrétta og sælgætis, bæði næringu og vilja gera vel við sig. Hér er að finna uppskriftir að margvíslegu góðgæti með áherslu á gott og hollt hráefni sem farið er ítarlega yfir í inngangi. Allir ættu að geta útbúið brownies, litlar og stórar bökur, konfektkúlur, smákökur, múffur, bollakökur,

Eftirréttir

fyrir þá sem aðhyllast hráfæði og alla aðra sem hafa áhuga á heilbrigði og

ís og súkkulaði að hætti Sollu. + Hráfæði nýtur sífellt meiri vinsælda og þar er Sólveig Eiríksdót tir í fararbroddi, hérlendis sem erlendis. Í samkeppni bestu hráfæðiskokka heims 2012 vann hún til tvennra verðlauna og var útnefnd bæði Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef. Hún rekur ásamt eiginmanni sínum veitingastaðinn Gló, þar sem boðið er upp á gómsætt hráfæði.

‚ ƒ RAW


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.