Eldað og bakað í ofninum heima

Page 1

Eldað og bakað í ofninum heima er einstök bók fyrir alla sem njóta þess að útbúa góðan mat fyrir fjölskyldu og vini. Í henni eru á annað hundrað ótrúlega girnilegra uppskrifta að fjölbreyttum réttum sem elda má í ofni, allt frá ljúffengum heimilismat að spennandi veisluföngum, ásamt brauði, freistandi kökum og öðru góðgæti. Áhersla er lögð á að matreiða frá grunni og nota gott og aðgengilegt hráefni. Fjölskyldan getur sameinast um að rækta, baka og elda, öllum til gagns og ánægju. Hér má finna margvíslegan fróðleik um mat og matargerð auk þess sem mismunandi bakstursaðferðum er lýst í máli og myndum, skref fyrir skref. Bókina prýðir mikill fjöldi stórglæsilegra ljósmynda. Matgæðingarnir Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir hafa áður sent frá sér nýstárlegar bækur um mat. Meðal þeirra er Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011. www.godurmaturgottlif.is


Bakað og elda í ofni.indd 2

10/8/12 12:14:25 PM


Bakað og elda í ofni.indd 3

10/8/12 12:14:27 PM


Eldað og bakað í ofninum heima Góður matur – gott líf © Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir 2012 Vaka-Helgafell Reykjavík 2012 Öll réttindi áskilin. Ljósmyndir: Gísli Egill Hrafnsson Hönnun og umbrot: Inga Elsa Bergþórsdóttir Letur í meginmáli: Amasis 9.2/11.5 pt. Prentun: Almarose, Slóveníu Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda. ISBN 9789979221975 Vaka-Helgafell er hluti af

Forlaginu ehf.

www.forlagid.is

Bakað og elda í ofni.indd 4

10/8/12 12:14:36 PM


1

Bakað og elda í ofni.indd 1

10/8/12 12:14:44 PM


2

Bakað og elda í ofni.indd 2

10/8/12 12:14:54 PM


Brauðbakstur 18 Sætur gerbakstur 40 Flatbrauð og pítsur 52 Allskonar nasl 62 Aðalréttir 76 Meðlæti og annað gott 114 Bakaðir eftirréttir 144 Bökur 156 Formkökur, skúffukökur og smákökur 170 Marenskökur 184 Ostakökur 199 Bitakökur 204 Múffur 212 Tertur 224 Uppskriftirnar frá a til ö 245 3

Bakað og elda í ofni.indd 3

10/8/12 12:15:03 PM


Boeuf Bourguignon 94

Bakað og elda í ofni.indd 94

10/8/12 12:29:07 PM


Nautakarrípottréttur í engifer- og kókossósu Þetta er nokkuð mildur karríréttur sem á ættir sínar að rekja til Taílands. Hér blandast saman mörg góð krydd sem verma á köldum degi. Í staðinn fyrir nautakjöt má nota heilan kjúkling sem hefur verið hlutaður niður. Þá er óhætt að stytta eldunartímann um eina klukkustund. Handa 6-8 1,5 kg nautakjöt, skorið í 4 cm bita 3 msk. jurtaolía 2 laukar, fínsaxaðir 3 stór rauð chili-aldin, fínsöxuð 2 anísstjörnur 2 tsk. túrmeric 2 tsk. möluð kóríanderfræ 4 lárviðarlauf 1 tsk. kumminfræ 1 tsk. hvítur pipar 8 grænir kardimommubelgir, léttmarðir 3 stilkar sítrónugras, fínsaxaðir 1½ msk. rifin engiferrót 800 ml kókosmjólk (2 dósir) salt

Hitið ofninn í 160˚C. Steikið kjötið í olíu í eldföstum potti. Takið kjötið úr pottinum. Léttsteikið lauk og chili-aldin þar til laukurinn verður glær eða 8–10 mínútur. Bætið kryddunum saman við ásamt sítrónugrasi, engiferrót og helmingnum af kókosmjólkinni. Saltið lítillega. Setjið kjötið aftur í pottinn. Bætið smávegis af vatni saman við svo að rétt fljóti yfir kjötið. Lokið pottinum vel og setjið hann í ofninn. Bakið í 2 klukkutíma. Takið pottinn úr ofninum og bætið tamaridmauki eða límónusafa, berki og sykri við ásamt fiskisósu, sætu kartöflunni, afganginum af kókosmjólkinni, söxuðum tómötum og þunnsneiddri papriku. Setjið pottinn aftur í ofninn en hafið hann opinn. Hækkið hitann í 180˚C. Bakið áfram í opnum potti í 1 klukkutíma. Sáldrið hnetunum yfir. Berið réttinn fram með límónu­ bátum, soðnum basmatigrjónum og t.d. naan-brauði, upp­skrift á bls. 52. Gott er að saxa smávegis af fersku kóríander yfir soðin hrísgrjónin.

2 msk. tamaridmauk eða safi og börkur af 3 límónum og 1 msk. sykur 2 msk. austurlensk fiskisósa 1 stór sæt kartafla, afhýdd og skorin í munnstóra bita 3 tómatar, saxaðir 1 rauð paprika, þunnt sneidd 100 g ósaltaðar jarðhnetur eða kasjúhnetur, saxaðar 2 límónur, skornar í báta 96

Bakað og elda í ofni.indd 96

10/8/12 12:29:21 PM


Nautakarrípottréttur í engifer- og kókossósu 97

Bakað og elda í ofni.indd 97

10/8/12 12:29:29 PM


98

Bakað og elda í ofni.indd 98

10/8/12 12:29:39 PM


Kjúklingaleggir með fenníku (fennel), sítrónu og kartöflum Þetta er einn af þessum réttum sem hægt er að elda í einni skúffu, þ.e. aðalréttinn og meðlætið. Eins og í mörgum upp­ skriftum þá skiptir ekki öllu máli hvers konar grænmeti fer í skúffuna, heldur hvernig bragð af mismunandi grænmeti vinnur saman. Hér má t.d. bæta við sveppum og ef vel er búið má skipta kartöflunum út fyrir jarðskokka (jerúsalemætiþistla). Handa 4 1 kg kartöflur 2 stórar eða 3 litlar fenníkur (fennel) 1 rauðlaukur, skorinn í 8 báta 6 hvítlauksrif með hýðinu 100 g grænar ólífur 1 sítróna, skorin í meðalþykkar sneiðar 2 lárviðarlauf 4 greinar timjan 6 stórir tómatar, skornir í fernt eða 1 msk. tómatmauk 2 msk. balsamedik 150 ml kjúklingasoð um 1,5–1,7 kg kjúklingaleggir 4 msk. ólífuolía salt og svartur pipar Hitið ofninn í 180˚C. Skerið kartöflurnar í góða munnbita. Skerið fenníkurnar í 5–7 mm strimla. Setjið kartöflur og fenníkur í eldfast mót ásamt lauk, hvítlauk, ólífum, sítrónu­ sneiðum, kryddjurtum, tómötum, ediki og kjúklinga­­­soði. Veltið grænmetinu lítillega í soðinu. Takið kjúklingaleggina og veltið þeim upp úr olíu, salti og pipar. Raðið kjúklingaleggjunum ofan á grænmetið í skúffunni og bakið í 60 mínútur í miðjum ofninum. Hækkið hitann í 220˚C og bakið áfram í 15–20 mínútur eða þar til kjúklinga­­ leggirnir byrja að brúnast. Gott er að pensla leggina með svolitlu bræddu smjöri til að fá á þá fallegan steikarlit.

99

Bakað og elda í ofni.indd 99

10/8/12 12:29:49 PM


Karríkjúklingur 101

Bakað og elda í ofni.indd 101

10/8/12 12:30:04 PM


Kókos- og límónuterta 232

Bakað og elda í ofni.indd 232

10/8/12 12:46:42 PM


Kókos- og límónuterta Þessi terta er ekki bara fyrir augað, hún er líka góð. Hér notum við fínmalað kókosmjöl eða kókoshveiti en það má einnig nota venjulegt hveiti í staðinn. Grófrifið kókosmjöl fæst í nokkrum verslunum og það er alveg þess virði að leita það uppi til að nota til skreytingar á hverskonar tertum. Handa 10–12 Botnar 230 g smjör, mjúkt 250 g sykur 6 egg (notið 3 egg ef það er venjulegt hveiti í kökunni) 2 tsk. vanilluessens safi og fínrifinn börkur af 1 límónu 150 g fínmalað kókosmjöl (má nota 300 g af venjulegu hveiti og 50 g kókosmjöl) 2½ tsk. lyftiduft 150 ml kókosmjólk kókosmjöl, gróft límónubátar límónukrem, sjá uppskrift á bls. 216 frosting-krem, sjá uppskrift á bls. 216. Bætið fínrifnum berki af 2 límónum saman við kremið. Hitið ofninn í 180˚C. Smyrjið 2 smelluform sem eru um 20 cm í þvermál. Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið síðan eggjum út í, einu í senn ásamt vanillu og límónusafa og -berki. Hrærið fínmalað kókosmjöl og lyfti­ dufti saman við deigið. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna. Bakið botnana í 35–40 mínútur eða þar til þeir eru fullbakaðir. Þegar kökubotnarnir hafa kólnað eru þeir skornir þversum í tvennt þannig að úr verða fjórir botnar. Smyrjið botnana með límónukremi. Leggið þá saman og þekið kökuna með frosting-kremi. Þrýstið grófrifnu kókosmjöli lauslega utan á kökuna og skreytið með límónubátum og blómum.

233

Bakað og elda í ofni.indd 233

10/8/12 12:46:50 PM


235

Bakað og elda í ofni.indd 235

10/8/12 12:46:59 PM


Eldað og bakað í ofninum heima er einstök bók fyrir alla sem njóta þess að útbúa góðan mat fyrir fjölskyldu og vini. Í henni eru á annað hundrað ótrúlega girnilegra uppskrifta að fjölbreyttum réttum sem elda má í ofni, allt frá ljúffengum heimilismat að spennandi veisluföngum, ásamt brauði, freistandi kökum og öðru góðgæti. Áhersla er lögð á að matreiða frá grunni og nota gott og aðgengilegt hráefni. Fjölskyldan getur sameinast um að rækta, baka og elda, öllum til gagns og ánægju. Hér má finna margvíslegan fróðleik um mat og matargerð auk þess sem mismunandi bakstursaðferðum er lýst í máli og myndum, skref fyrir skref. Bókina prýðir mikill fjöldi stórglæsilegra ljósmynda. Matgæðingarnir Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir hafa áður sent frá sér nýstárlegar bækur um mat. Meðal þeirra er Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011. www.godurmaturgottlif.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.