1 Bréfið var skrifað með bláu bleki og í því stóð: Otto, ég er farin. Ég hef aldrei séð hafið svo að þangað er ferð inni heitið. Hafðu ekki áhyggjur, ég skildi bílinn eftir handa þér. Ég get gengið. Ég reyni að muna eftir að koma aftur. Þín (ætíð) Etta
Undir bréfinu hafði hún skilið eftir stafla af spjöldum með uppskriftum. Af öllum þeim réttum sem hún var vön að elda. Þær voru einnig skrifaðar með bláu bleki. Svo hann vissi hvað hann ætti að borða og hvernig hann ætti að fara að því að elda það á meðan hún væri í burtu. Otto settist við borðið og raðaði spjöldunum fyrir framan sig þannig að engin þeirra sköruðust. Í dálka og raðir. Honum datt í hug að klæða sig í yfirhöfn og skó og fara út til að reyna að leita að henni, spyrja ef til vill nágrannana hvort þeir hefðu séð í hvaða átt hún fór, en hann lét það ógert. ~ 5 ~
Hann sat bara þarna við borðið með bréfið og spjöldin. Hendur hans skulfu. Hann þrýsti annarri þeirra ofan á hina til að stöðva skjálftann. Eftir nokkra stund stóð hann upp og gekk að hnatt líkaninu þeirra. Það var ljós inni í því miðju sem skein í gegnum lengdar- og breiddarlínurnar. Hann kveikti á því og slökkti önnur ljós í eldhúsinu. Hann kom líkaninu fyrir hinum megin á borðinu, eins langt frá bréfinu og spjöld unum og hægt var, og með fingrinum dró hann upp ímyndaða leið. Halifax. Ef Etta stefndi í austur myndi hún þurfa að leggja að baki þrjú þúsund tvö hundruð þrjátíu og tvo kílómetra. Ef hún færi í vestur til Vancouver yrði það tólf hundruð og einn kílómetri. En Otto vissi að hún myndi halda í austur. Hann fann hvernig kipringurinn í húðinni yfir brjósti hans beindist í austurátt. Hann tók eftir því að riffillinn hans var horfinn úr skápnum. Enn var um það bil klukkustund til sólarupprásar. * Otto hafði átt fjórtán systkini. Með honum voru þau fimmtán. Þetta var á þeim tíma þegar inflúensan kom og settist um kyrrt, þurrkar voru miklir og jarðvegurinn var meira að segja enn þurrari en venjulega, bankarnir tæmd ust og allar bændakonur misstu fleiri af börnum sínum en fengu að halda lífi. Svo fjölskyldur reyndu og reyndu án afláts. Eftir hverjar fimm meðgöngur fæddust þrjú börn og af hverjum þremur fæddum börnum lifði eitt. Flestar bændakonurnar voru sífellt óléttar. Á þeim tíma þótti sú kona fögur sem var mikil um sig og bjó yfir fyrirheiti um ~ 6 ~
nýtt líf. Móðir Ottos smellpassaði í ímyndina. Fögur. Alltaf mikil um sig. Samt höfðu hinir bændurnir og eiginkonur þeirra hálf gerðan ímugust á henni. Hún hlaut að vera annaðhvort bölvuð eða blessuð; yfirnáttúrulegt sagði fólk sín á milli þegar það hittist úti við póstkassana. Af því að Grace, móð ir Ottos, missti ekkert af sínum börnum. Ekki eitt einasta. Sérhver meðganga gekk áfallalaust og endaði með fæðingu rauðleits ungbarns, sérhvert ungbarn varð að eyrnastórum krakka í hópi systkina sem í gráum eða ljósleitum nátt fötum stóðu og hölluðu sér upp að hurðinni að svefnher bergi foreldranna. Sum héldu á smábarni, önnur héldust í hendur og öll hlustuðu grannt eftir stununum sem bárust að innan. ** Etta átti hins vegar bara eina systur. Ölmu með hrafn svarta hárið. Þær áttu heima í borginni. Förum í nunnuleik, sagði Etta einu sinni eftir skóla en fyrir kvöldmat. Af hverju nunnuleik? spurði Alma. Hún var að flétta hárið á Ettu. Hár sem var bara venjulegt og á litinn nánast eins og kúadella. Etta hugsaði um nunnurnar sem þær sáu stundum í út jaðri borgarinnar þar sem þær liðu um eins og heilagir draugar á milli verslananna og kirkjunnar. Stundum hjá sjúkrahúsinu. Alltaf hreinar og klæddar í svart og hvítt. Hún leit niður á rauðu skóna sína. Bláar spennur. Óspennt ar. Af því að þær eru fallegar, sagði hún. ~ 7 ~
Nei, Etta, sagði Alma. Nunnur fá ekki að vera fallegar. Ekki heldur að lenda í ævintýrum. Enginn man eftir nunn um. Jú, ég, sagði Etta. Jæja, sagði Alma. En kannski giftist ég. Og kannski þú líka. Nei, sagði Etta. Það getur samt vel verið, sagði Alma. Hún beygði sig niður og festi spennurnar á skóm systur sinnar. En hvað um ævintýrin? Þú þarft að lenda í þeim áður en þú verður nunna. Og má maður þá ekki gera neitt eftir það? Nei, eftir það er allt bannað.
~ 8 ~
2 Fyrsti akurinn sem Etta gekk yfir morguninn sem hún fór að heiman var þeirra eign. Hennar og Ottos. Ef eitthvert náttfall hefði verið væri það enn til staðar á hveitistöngl unum. En það féll aðeins ryk á fætur hennar. Heitt, þurrt ryk. Hún var enga stund að ganga yfir akrana þeirra. Á svo stuttum tíma náðu fæturnir ekki einu sinni að venjast skónum almennilega. Nú þegar voru tveir kílómetrar að baki og fram undan var akurinn hans Russells Palmer. Ástæðan fyrir því að Etta lagði svona snemma af stað og lét svo lítið fara fyrir sér var sú að hún vildi ekki að Otto sæi hana fara. En öðru máli gegndi um Russell. Hún vissi að jafnvel þótt hann langaði til að koma með myndi hann ekki hafa við henni á göngunni. Landareign hans var fimm hundruð ekrum stærri en þeirra Ottos og húsið hans var hærra þótt hann byggi einn og væri næstum aldrei þar inni. Þennan morgun stóð hann mitt inni í snemmsprottnu korninu á akri miðja vegu milli hússins og endamarka lands síns. Stóð og horfði. Það tók Ettu fimmtán mínútur að komast til hans.
~ 9 ~
Er þetta góður morgunn til leitar, Russell? Bara venjulegur. Hef ekki séð neitt enn. Ekkert? Ekkert sem er þess virði að taka eftir. Russell var að skima eftir dádýrum. Hann var orðinn of gamall til að vinna á eigin búi, til þess hafði hann vinnu fólk. Í staðinn leitaði hann að dádýrum frá því rétt fyrir sólarupprás og þangað til klukkutíma eða svo eftir að sólin kom upp. Síðan fór hann aftur á stúfana og leitaði frá því um það bil klukkustund fyrir sólsetur og þangað til stuttu eftir það. Stundum sá hann dýr en oftast nær ekki. Nú, ekkert nema þig, býst ég við. Kannski hræddir þú þau burt. Kannski. Mér þykir það leitt. Russell skotraði augunum allt í kringum sig á meðan hann talaði. Hann leit á Ettu, skimaði umhverfis hana, horfði til himins og loks staðnæmdist augnaráðið aftur við hana. Nú horfði hann bara á hana. Hvað þykir þér leitt? Þetta með dádýrin, Russell, bara þetta með dádýrin. Ertu viss? Já, ég er viss. Nú, allt í lagi þá. Ég ætla að halda áfram núna, Russell, gangi þér vel með dýrin. Allt í lagi, góða ferð. Ég bið að heilsa Otto. Og dádýr unum ef þú sérð einhver. Auðvitað, hafðu það gott í dag, Russell. Þú líka, Etta. Hann tók hönd hennar, æðabera og gamla, bar hana að vörum sér, kyssti hana og hélt henni svo þar í ~ 10 ~
eina eða tvær sekúndur. Ég verð hér ef þú þarfnast mín, sagði hann. Ég veit það, svaraði Etta. Allt í lagi. Vertu þá sæl. Hann spurði ekki hvert hún væri að fara eða hvers vegna. Hann sneri sér aftur í þá átt sem hann átti helst von á dá dýri úr. Hún hélt áfram, í austurátt. Hún hélt á hlöðnum riffli Ottos og auk þess hafði hún í tösku sinni og vösum: Fjögur pör af nærfötum. Eina hlýja peysu. Dálítið af peningum. Dálítið af pappír, mestmegnis óskrifuð blöð en á einni örk stóðu heimilisföng og á annarri nöfn. Einn blýant og einn penna. Fjögur sokkapör. Frímerki. Smákökur. Lítinn brauðhleif. Sex epli. Tíu gulrætur. Súkkulaði. Dálítið af vatni. Landabréf í plastvasa. Riffil Ottos ásamt kúlum. Eina litla hauskúpu af fiski. * Otto var sex ára og var að leita að götum á hænsnagirðing unni. Refir gátu smeygt sér í gegnum öll göt þótt þau væru ~ 11 ~