Dag einn leggur indverski fakírinn Ajatashatru Kýrskýr Patel upp í langferð frá heimalandi sínu til Parísar með falsaðan hundrað evru seðil í farteskinu. Markmið hans er að kaupa forláta naglarúm á tilboði í IKEA og selja það hæstbjóðanda þegar heim er komið. Röð tilviljana verður til þess að fakírinn lendir í ævintýralegri Evrópureisu þar sem hann eignast undarlegustu vini á ólíklegustu stöðum.