Fangi himinsins - Carlos Ruiz Zafón

Page 1


KIRKJUGARÐUR GLEYMDU BÓKANNA Þessi bók er hluti af bókaflokki sem gerist í sagnaveröld Kirkjugarðs gleymdu bókanna. Sögurnar í þessum flokki tengjast hver annarri með persónum og söguþræði sem bindur saman frásagnirnar og söguefnið þó að hver þeirra segi afmarkaða sögu sem er sjálfstæð og sjálfri sér nóg. Bækurnar í flokki Kirkjugarðs gleymdu bókanna má lesa í hvaða röð sem er eða sem stakar sögur. Lesandinn getur gengið inn í völundarhús sagnaheimsins um mismunandi dyr og kannað ranghala þess eftir mismunandi leiðum sem mætast og bera hann inn í kjarna frásagnarinnar.

Fangi himinsins.indd 5

7.7.2014 18:02


1 Barcelona, desember 1957 Um jólaleytið þetta ár runnu dagarnir upp blýgráir og þaktir hrími. Bláleitt rökkur lá yfir borginni, fólk var kappklætt upp fyrir haus og andaði gufuslæðum út í kalt loftið. Fáir stað­ næmdust til að skoða í búðargluggann hjá Sempere og sonum og enn færri hættu sér inn til að spyrjast fyrir um villuráfandi bókina sem hafði leitað þeirra alla ævi og hefði getað, svo að látið sé af skáldlegum hugleiðingum, bætt bágan fjárhag bókabúðarinnar hefði hún selst. – Ég held að það gerist í dag. Í dag breytist hlutskipti okkar, kunngerði ég upprifinn af fyrsta kaffisopa dagsins, hreinni bjartsýni í vökvaformi. Faðir minn, sem hafði glímt við bókhaldið frá því klukkan átta um morguninn og leikið listir með blýanti og strokleðri, leit upp frá afgreiðsluborðinu og horfði á áhugalausa vegfarendur streyma hjá og hverfa niður eftir götunni. ­– Megi Guð heyra til þín, Daníel, því ef þetta heldur svona áfram, ef staðan batnar ekki núna fyrir jólin, getum við ekki einu sinni borgað rafmagnsreikninginn í janúar. Við verðum eitthvað til bragðs að taka. – Fermín hugkvæmdist svolítið í gær, benti ég honum á. – Hann sagðist vera með stórkostlega ráðagerð um hvernig mætti bjarga bókabúðinni frá yfirvofandi gjaldþroti. 11

Fangi himinsins.indd 11

7.7.2014 18:02


– Guð hjálpi okkur. Ég vitnaði í hann orðrétt: – Ef ég tæki að mér að skreyta búðargluggann á nærbrókinni tækist okkur kannski að fá kvenfólk sem sækir í bókmenntir og sterkar tilfinningar til að líta inn og versla. Að sögn sérfróðra manna veltur framtíð bókmenntanna á konum, og það veit Guð að enn hefur ekki fæðst sá kvenmaður sem hefur getað staðist dýrslegt aðdráttarafl þessa stælta líkama, romsaði ég upp úr mér. Ég heyrði blýant föður míns detta á gólfið að baki mér og sneri mér við. – Þetta sagði Fermín, bætti ég við. Ég hafði gert ráð fyrir að faðir minn myndi brosa að þessari vitleysu en hann þagði svo að ég gaf honum hornauga. Sempere eldri leit ekki aðeins út fyrir finnast þetta allsendis ófyndið heldur var hann þungt hugsi eins og hann væri að íhuga þessa dellu fyrir alvöru. – Hvort sem þú trúir því eða ekki er hugsanlegt að Fermín hafi hitt naglann á höfuðið, tautaði hann. Ég horfði vantrúaður á hann. Kannski var skorturinn á kaupendum, sem hafði hrjáð okkur undanfarnar vikur, farinn að hafa áhrif á dómgreind föður míns. – Þú ætlar þó ekki að leyfa honum að spígspora um bókabúðina á nærbuxunum? – Nei, það ætla ég ekki að gera. En ég er að hugsa um búðargluggann. Þegar þú minntist á hann datt mér svolítið í hug ... Kannski við höfum enn tíma til að bjarga jólunum. Ég horfði á hann hverfa inn í bakherbergið og stuttu síðar kom hann aftur fram klæddur sínum opinbera vetrarbúningi: sama frakkanum og ég mundi eftir honum í frá því að ég var barn og með sama trefil og hatt. Beu grunaði að faðir minn hefði ekki keypt sér flík síðan 1942 og allt benti til þess að konan mín hefði á réttu að standa. Meðan faðir minn setti á 12

Fangi himinsins.indd 12

7.7.2014 18:02


sig hanskana brosti hann lítillega og í augunum var nánast barnalegur eftirvæntingarglampi sem aðeins stórbrotin verk­ efni gátu kveikt. – Ég ætla að skilja þig eftir einan smástund, sagði hann. – Ég á erindi út í bæ. – Leyfist mér að spyrja hvert þú ert að fara? Faðir minn drap tittlinga framan í mig. – Ég ætla að koma þér á óvart. Það kemur í ljós. Ég fylgdi honum að útidyrunum og horfði á eftir honum ganga ákveðnum skrefum að Puerta del Ángel-stræti, renna saman við gráa mannmergðina sem flæddi áfram gegnum enn einn langan vetur myrkurs og ösku.

2 Ég greip tækifærið fyrst ég var orðinn einn og ákvað að kveikja á útvarpinu og hlusta á tónlist meðan ég endurraðaði bókunum í hillurnar eftir eigin höfði. Faðir minn taldi ekki viðeigandi að hafa kveikt á útvarpinu þegar viðskiptavinir væru í bókabúðinni og ef ég kveikti á því þegar Fermín var viðstaddur var hann strax farinn að raula með hverju lagi – og það sem verra var, að dansa það sem hann kallaði „lostafulla karabíska sveiflu“ – og eftir örfáar mínútur þoldi ég ekki meira. Þessir áþreifanlegu erfiðleikar urðu til þess að ég ákvað að takmarka ánægju mína af útvarpshlustun við þær sjaldgæfu stundir þegar enginn væri í búðinni nema ég og nokkrar þúsundir bóka. Þennan morgun var Barcelona-stöðin að útvarpa fáheyrðri upptöku frá stórkostlegum tónleikum sem trompetleikarinn 13

Fangi himinsins.indd 13

7.7.2014 18:02


Louis Armstrong og hljómsveit höfðu haldið á Hótel Windsor Palace við Diagonal-breiðgötuna um jólin fyrir þremur árum. Í auglýsingahléum lagði þulurinn áherslu á að þessi tónlist héti jass og benti hlustendum á að svo djarfir tónar hljómuðu kannski ekki allir vel í eyrum spænskra hlustenda sem þekktu betur þjóðlega söngva, bóleróa og hina nýju ye-ye-tónlist sem nú væri allsráðandi á öldum ljósvakans. Fermín var vanur að segja að hefði Isaac Albéniz verið svertingi hefði djassinn orðið til í fæðingarbæ hans Camprodón eins og kexið í blikkdósunum og að þessi tónlist væri eitt af fáum afrekum mannkyns á tuttugustu öldinni, ásamt spísslaga brjóstahöldurunum sem Kim Novak, átrúnaðargoð hans, klæddist í sumum af þeim kvikmyndum sem við sáum á morgnana í Fémina-kvikmyndahúsinu. Ég gat ekki mótmælt því. Ég eyddi því sem eftir var morgunsins innan um töfrandi tónlist og ilmandi bækur, ég naut friðarins og ánægjunnar sem því fylgir að sinna einföldum verkum af alúð. Fermín hafði tekið sér frí um morguninn, að því er hann sagði til að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir brúðkaup sitt og Bernördu, en það átti að halda í byrjun febrúar. Þegar hann minntist á brúðkaupið í fyrsta sinn fyrir aðeins tveimur vikum sögðum við öll að það lægi ekki svona á og að flas væri ekki til fagnaðar. Faðir minn reyndi að fá hann til að fresta athöfninni um að minnsta kosti tvo eða þrjá mánuði með þeim rökum að brúðkaup ættu að fara fram að sumarlagi í góðu veðri en Fermín sat við sinn keip og sagði að maður eins og hann, sem hefði veðrast í hörðu og þurru loftslagi Extremadura-hæða, svitnaði fram úr hófi um leið og sumarið næði ströndum Miðjarðarhafs, í þessu hálfgerða hitabeltisloftslagi eins og hann kallaði það, og hann kærði sig ekki um að halda brúðkaupið sitt með svitabletti á stærð við pönnukökur í handarkrikunum. 14

Fangi himinsins.indd 14

7.7.2014 18:02


Ég var farinn að halda að eitthvað undarlegt hlyti að vera á seyði fyrst Fermín Romero de Torres, ákafur merkisberi borgaralegrar andstöðu við hina heilögu móðurkirkju, banka og góða spænska siði á sjötta áratugnum þegar messur og áróðursfréttamyndir voru í hávegum hafðar, sýndi slíkan áhuga á að komast í hnapphelduna. Í ákafa tilhugalífsins hafði hann gengið svo langt að vingast við nýja sóknarprestinn séra Jacobo í Santa Ana-kirkju, frjálslyndan mann frá Burgos sem leit út eins og uppgjafahnefaleikakappi og Fermín hafði smitað af óhóflegum áhuga á dómínói. Þeir Fermín háðu sögulegar orrustur á Admiral-barnum á sunnudögum eftir messu og presturinn hló innilega þegar vinur minn spurði hann milli glasa af góðum líkjör hvort hann væri viss um að nunnur væru með læri, og ef svo væri, hvort þau væru eins mjúk og girnileg og hann hafði grunað á unglingsárunum. – Þú endar með því að láta bannfæra prestinn, sagði faðir minn ávítandi. – Nunnur má hvorki horfa á né snerta. – En það liggur við að hann sé ósvífnari en ég, andmælti Fermín. – Ef hann væri ekki í hempu ... Ég var að rifja upp þetta samtal um leið og ég raulaði með trompetleik meistara Armstrongs þegar ég heyrði bjölluna fyrir ofan útidyrnar hringja lágt og leit upp í þeirri trú að faðir minn væri kominn úr sínum leynilega leiðangri eða Fermín til að taka að sér síðdegisvaktina. – Góðan dag, sagði djúp og hrjúf rödd í dyragættinni.

15

Fangi himinsins.indd 15

7.7.2014 18:02


3 Maðurinn minnti á vindbarinn trjábol þar sem hann stóð í ljósinu að utan. Hann var klæddur dökkum jakkafötum með gamaldags sniði og studdi sig fram á staf sinn, ófrýnilegur ásýndum. Hann gekk inn í búðina og var greinilega haltur. Lampinn á afgreiðsluborðinu varpaði ljósi á andlit sem tíminn hafði rist rúnir sínar í. Gesturinn tók sér drjúga stund til að virða mig vandlega fyrir sér. Augun minntu svolítið á ránfuglsaugu, úr þeim skein þolinmæði og slægð. – Eruð þér herra Sempere? – Ég er Daníel. Herra Sempere er faðir minn en hann er ekki við eins og er. Get ég eitthvað aðstoðað yður? Gesturinn svaraði ekki spurningu minni og tók að ganga um búðina, grannskoðaði allt af nánast græðgislegum áhuga. Hann var svo draghaltur að ég ímyndaði mér að meiðslin sem leyndust undir jakkafötunum væru ekkert smáræði. – Menjar úr stríðinu, sagði sá ókunnugi eins og hann hefði lesið hugsanir mínar. Ég fylgdist með könnunarferð hans um bókabúðina og þóttist vita hvar hann myndi varpa akkerum. Eins og ég hafði gert ráð fyrir staðnæmdist sá ókunnugi fyrir framan sýningarskáp úr íbenholti og gleri, arfleifð frá því að bókabúðin var stofnuð árið 1888, þegar Sempere langalangafi minn, sem þá var ungur maður nýkominn heim úr ævintýraferð sem hann fór í til að freista gæfunnar í Ameríku, sló lán til að kaupa gamla hanskabúð og breyta henni í bókaverslun. Í þessum glerskáp, sem var helsta djásn búðarinnar, vorum við vanir að geyma dýrmætustu bækurnar. Gesturinn gekk svo fast upp að skápnum að andardráttur hans skildi eftir sig móðu á glerinu. Hann setti upp gler-

16

Fangi himinsins.indd 16

7.7.2014 18:02


augu og hóf að virða fyrir sér innihald skápsins. Tilburðirnir minntu mig á hreysikött að snuðra kringum nýorpin egg í hænsnakofa. – Fallegur gripur, tautaði hann. – Hann hlýtur að kosta skildinginn. – Þetta er erfðagripur. Hann hefur aðallega tilfinningalegt gildi, svaraði ég því það kom illa við mig að þessi einkennilegi gestur virtist verðleggja allt sem hann kom auga á og af augnaráðinu að dæma sá ég ekki betur en hann væri að reikna út hvað loftið sem við önduðum að okkur kostaði. Eftir nokkra stund tók hann af sér gleraugun og sagði af yfirvegun: – Mér skilst að hér starfi herramaður sem er þekktur fyrir hugmyndaflug? Þegar ég svaraði ekki um hæl leit hann við og sendi mér eitrað augnaráð. – Ég er einn hérna eins og þér sjáið. Ef þér vilduð vera svo vænn að segja mér hvaða bók þér eruð að leita að, væri það mér sönn ánægja að hafa uppi á henni. Sá ókunnugi setti upp bros sem var allt annað en vingjarnlegt og kinkaði kolli. – Ég sé að þið eruð með eintak af Greifanum af Monte Cristo hérna í sýningarskápnum. Hann var ekki fyrsti viðskiptavinurinn sem veitti þessari bók athygli. Ég þuldi upp hina hefðbundnu ræðu sem við fluttum í tilvikum sem þessum. – Þér hafið afar gott auga, herra. Þetta er glæsileg útgáfa, bókin er tölusett og myndskreytt af Arthur Rackham og kemur úr persónulegu bókasafni mikils bókasafnara í Madríd. Þetta er einstök bók og hún er á skrám yfir sjaldgæfar bækur. Gesturinn hlustaði áhugalaus, hann beindi athyglinni að

17

Fangi himinsins.indd 17

7.7.2014 18:02


þykkum íbenholtsviðarhillunum og sýndi svo að ekki varð um villst að honum leiddist að hlusta á mig. – Allar bækur eru eins í mínum huga en ég kann vel við bláa litinn á spjöldunum, svaraði hann í fyrirlitningartón. – Ég ætla að fá hana. Við aðrar aðstæður hefði ég stokkið hæð mína af gleði yfir að geta selt bókina sem var að öllum líkindum sú dýrasta í allri bókabúðinni, en mér varð flökurt við tilhugsunina um að hún kæmist í hendurnar á þessum náunga. Eitthvað sagði mér að ef hann færi með bókina úr búðinni myndi enginn maður nokkru sinni lesa svo mikið sem fyrstu málsgreinina. – Þetta er ákaflega dýr útgáfa. Ef þér viljið get ég sýnt yður aðrar útgáfur af þessu sama verki, í fullkomnu ástandi og á viðráðanlegra verði. Smásálir reyna alltaf að gera lítið úr öðrum og sá ókunnugi, sem ég hafði á tilfinningunni að gæti falið sál sína undir nálaroddi, horfði á mig af botnlausri fyrirlitningu. – Og með bláum spjöldum, bætti ég við. Hann lét sem hann heyrði ekki ósvífið háðið. – Nei, þakka yður fyrir. Ég vil fá þessa bók. Verðið skiptir mig ekki máli. Ég féllst á þetta með tregðu og gekk að glerskápnum. Ég tók fram lykilinn og opnaði skápinn. Ég fann að sá ókunnugi einblíndi á bakið á mér. Ég tók fram bókina og andvarpaði. – Eruð þér safnari? – Það mætti segja það, já. En ég safna ekki bókum. Ég gekk til hans með bókina í hendinni. – Og hverju safnið þér, herra? Sá ókunni lét aftur ógert að svara spurningu minni og teygði fram höndina til að taka við bókinni. Ég varð að taka á til að stinga henni ekki aftur inn í glerskápinn og læsa honum. 18

Fangi himinsins.indd 18

7.7.2014 18:02


Faðir minn hefði aldrei fyrirgefið mér hefði ég látið önnur eins viðskipti ganga okkur úr greipum á þessum síðustu og verstu tímum. – Bókin kostar þrjú hundruð og fimmtíu peseta, tilkynnti ég áður en ég rétti honum bókina, í þeirri von að verðið yrði til þess að honum snerist hugur. Hann kinkaði kolli án þess að depla auga og tók þúsund peseta seðil upp úr vasanum á þessum jakka sem gat ekki verið túskildings virði. Ég velti fyrir mér hvort seðillinn væri falskur – Ég er hræddur um að ég geti ekki skipt svo stórum seðli, herra minn. Ég hefði boðið honum að bíða smástund meðan ég hlypi út í næsta banka til að fá seðlinum skipt og einnig til að ganga úr skugga um að hann væri ófalsaður, en ég vildi ekki skilja hann eftir einan í bókabúðinni. – Hafið ekki áhyggjur. Hann er ósvikinn. Vitið þér hvernig þér getið sannreynt það? Sá ókunnugi bar seðilinn upp að ljósinu. – Sjáið vatnsmerkið. Og línurnar hérna. Áferðina ... – Er herrann sérfræðingur í fölsunum? – Allt í heiminum er falsanir, ungi maður. Allt nema peningar. Hann lagði seðilinn í lófa mér, þrýsti fingrunum á mér utan um hann og klappaði mér á hnúana. – Ég fæ að eiga afganginn inni þangað til ég kem næst, sagði hann. – Þetta eru miklir peningar, herra. Sex hundruð og fimmtíu pesetar ... – Smáaurar. – Ég læt yður að minnsta kosti fá kvittun. – Ég treysti yður. 19

Fangi himinsins.indd 19

7.7.2014 18:02


Sá ókunnugi skoðaði bókina áhugalaus. – Þetta á að vera gjöf. Ég ætla að biðja yður að koma bókinni til viðtakandans. Ég hikaði andartak. – Yfirleitt sendum við ekki bækur en þar sem þér eigið í hlut er okkur afar ljúft að sjá um sendinguna yður að kostnaðarlausu. Mætti ég spyrja hvort heimilisfangið sé hérna í borginni eða ...? – Það er hérna, svaraði hann. Úr ísköldu augnaráðinu skein áralöng heift og beiskja. – Vill herrann skrifa í hana einhverja tileinkun eða persónuleg skilaboð áður en ég pakka henni inn? Gesturinn opnaði bókina með erfiðismunum. Ég veitti því athygli að vinstri höndin var gervihönd, búin til úr máluðu postulíni. Hann tók fram blekpenna og skrifaði nokkur orð á titilsíðuna. Hann fékk mér bókina aftur og sneri sér við. Ég horfði á eftir honum haltra að útidyrunum. – Vilduð þér vera svo vænn að gefa mér upp nafn og heimilisfang sem við eigum að senda bókina á? spurði ég. – Upplýsingarnar standa þarna, svaraði hann án þess að líta um öxl. Ég opnaði bókina og fletti upp á síðunni þar sem sá ókunnugi hafði skrifað áritunina með eigin hendi: Handa Fermín Romero de Torres, sem sneri aftur frá þeim dauðu og hefur lykilinn að framtíðinni. 13 Þá heyrði ég í bjöllunni við útidyrnar og þegar ég leit upp var sá ókunni horfinn. Ég hraðaði mér að dyrunum og leit út á götu. Gesturinn haltraði burt og blandaðist öðrum skuggum sem voru á leið 20

Fangi himinsins.indd 20

7.7.2014 18:02


gegnum bláa þokuhuluna sem breiddist yfir Santa Ana-götu. Ég hugðist kalla á hann en hélt aftur af mér. Auðveldast hefði verið að láta hann bara sigla sinn sjó en eðlishvötin og mitt venjulega dómgreindarleysi og óraunsæi hafði betur.

21

Fangi himinsins.indd 21

7.7.2014 18:02


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.