Þegar níu ára sonur Dannys Wattin heyrir af fjársjóðnum sem langafi hans skildi eftir þegar hann var fluttur í útrýmingarbúðir nasista finnst honum upplagt að leita hans. Ásamt föður Dannys halda þeir feðgar því á slóðir ættfeðranna og rifja í leiðinni upp ævintýri þeirra og sögu stríðsátakanna. Þetta er örlagasaga sem tekur á sig ýmsar myndir; saga um það að komast af og sjálfa lífshvötina sem mótaði þessar einstöku persónur.