Hrafn er mállaus piltur sem flækist um götur Reykjavíkur. Hann á hvergi heima og lifir á jaðri samfélagsins. Sú veröld sem hann hrærist í er harðneskjuleg og á stundum mörkuð ofbeldi og vímu, en þar dafnar líka einlæg vinátta og allt í kringum hann er blóðheitt fólk og sterkar tilfinningar: harmur, blíða, ást …