Anna er bandarísk kona sem býr ásamt eiginmanni sínum og þremur ungum börnum í úthverfi Zürich í Sviss; hún er heimavinnandi húsmóðir og lifir hversdagslegu lífi þar sem allt virðist slétt og fellt og í föstum skorðum. En undir lygnu yfirborðinu dylst rótleysi, ófullnægja og hugarvíl og Önnu finnst hún komin í ógöngur með líf sitt. Löngun til að brjóta upp hversdagsleikann og fá spennu í tilveruna leiðir hana út í skammvinn en eldheit kynlífssambönd við karlmenn sem verða á vegi hennar. En framhjáhöldin færa henni enga hugsvölun og áður en varir hrifsa óvægin örlög öll völd úr höndum hennar.