Fram hjá - Jill Alexander Essbaum

Page 1


1

Anna var góð eiginkona, yfirleitt. Það var langt liðið á daginn og lestin sem flutti hana fyrsta áfangann rykktist til, fór svo mjúklega gegnum beygju á sporinu áður en hún rann inn á Bahnhof Dietlikon 34 mínútur yfir heila tímann, eins og ævinlega. Þetta er ekki bara einhver fullyrðing, það er ófrávíkjanleg staðreynd að svissneskar lestir eru á áætlun. S8 kom frá Pfäffikon, litlum bæ sem var 30 kílómetra í burtu. Frá Pfäffikon lá leiðin upp á við með fram Zürichvatni, gegnum Horgen á vesturbakka vatnsins, gegnum Thalwil, gegn­ um Kilchberg. Þetta voru litlir bæir þar sem fólk átti lítið líf. Á leiðinni frá Pfäffikon stansaði lestin sextán sinnum áður en hún kom til Dietlikon, litla bæjarins þar sem Anna lifði sínu litla lífi. Þannig mótuðu áætlanir lestanna daglegar athafnir Önnu. Strætisvagninn í Dietlikon gekk ekki inn í miðborgina. Leigubílar voru dýrir og óhentugir. Og þótt Benzfjölskyldan ætti bíl, keyrði Anna hann ekki. Hún var ekki með bílpróf. Tilvera hennar snerist mjög um brottfarar- og komutíma lesta, um vilja Brunos, eiginmanns hennar, eða Ursulu, móður Brunos, til að aka henni þangað sem strætisvagnar gengu ekki; og um hversu langt hennar eigin fætur gætu borið hana, sem var sjald­ an jafnlangt og hana langaði til að fara. En svissneskar lestir eru í raun og veru alltaf á áætlun og ~ 11 ~


Anna komst ferða sinna án verulegra óþæginda. Og hún kunni því vel að ferðast með lestum; henni fannst róandi hvernig þær rugguðu til hliðanna á ferð sinni. Edith Hammer, sem líka var innflytjandi, sagði Önnu einu sinni að það væri einungis eitt sem gæti valdið því að svissnesk­ um lestum seinkaði. „Það er þegar einhver stekkur fyrir þær.“ Doktor Messerli spurði Önnu hvort hún hefði einhvern tíma íhugað eða reynt sjálfsvíg. „Já,“ sagði hún við fyrri spurningunni. Og þeirri seinni: „Skilgreindu reynt.“ Doktor Messerli var ljóshærð, smávaxin og einhvers staðar ofarlega á miðjum aldri. Hún tók á móti sjúklingum á stofu við Trittligasse, hellulagða götu með lítilli umferð, fyrir vestan Listasafn Zürich. Hún hafði lært geðlækningar í Bandaríkjun­ um en fengið starfsþjálfun í Jung-stofnuninni í Küsnacht, sem var hluti af Zürich og innan við sjö kílómetra í burtu. Doktor Messerli var svissnesk en talaði engu að síður óaðfinnanlega ensku en með áberandi hreim. Tvöföldu vöffin voru eins og þau einföldu og sérhljóðin opin og löng eins og fleygmyndaðir bogar: Hvaað finnst sééér, Anna? spurði hún oft (yfirleitt þegar hvað minnstar líkur voru á að Anna svaraði hreinskilnislega). Iðulega var sýnd sjónvarpsauglýsing til að kynna vinsælan tungumálaskóla. Í auglýsingunni mátti sjá yfirmann fylgja ung­ ­­um loftskeytamanni að tækjunum. Þegar vaktin er svo nýhafin heyrist smella í talstöðinni: „Mayday! Mayday!” hrópar rödd, greinilega bandarísk. „Can you hear us? We are sinking! We are sinking!“ Loftskeytamaðurinn hikar, hallar sér svo að hljóð­ nemanum og svarar, mjög elskulega: „Dis is dee Germ-ahn Coast Guard.“ Og bætir svo við: „Vhat are yooo sinking about?“ Anna yppti ævinlega öxlum, líkt og utan við sig, og sagði einu orðin sem virtust passa sem svar: „Ég veit það ekki.“ Nema hvað Anna vissi það næstum alltaf.

~ 12 ~


Það var súld þetta síðdegi. Svissneskt veðurlag er síbreytilegt en í Zürichkantónu er það sjaldan neitt ofsafengið og allra síst í september. Og núna var september því að synir Önnu voru byrjaðir í skólanum. Anna gekk hægt frá brautarstöðinni þennan vítaverða hálfa kílómetra eftir aðalgötunni í Dietlikon og stansaði við búðarglugga til að fá tímann til að líða. Öll eftir­ samfarasæla var gufuð upp og lífsleiðataumarnir voru einir eftir, slakir í hendi hennar. Sú tilfinning var ekki ný fyrir henni. Hún fann oft fyrir henni, útjaskandi sleni sem dró úr henni allan mátt. Útstillingin fyrir útsölu sjónglerjafræðingsins þreytti hana. Og hún geispaði yfir hrúgu af óhefðbundum lyfjum í apótekinu. Og viskustykki á afslætti og garðálfar úr plasti í yfirfullum fötum fyrir framan SPAR-verslunina þreyttu hana ólýsanlega. Leiðindin báru Önnu gegnum dagana, rétt eins og lestirnar. Er það satt? hugsaði Anna. Það getur ekki verið fullkomlega satt. Það var það heldur ekki. Klukkutíma áður hafði Anna legið, nakin, blaut og opin, í rúmi ókunnugs manns í íbúð í Altstadt í Zürich, fjórum hæðum fyrir ofan húsasund, hellulagðar götur og símaklefa. Í söluturnum og á veitingastöðum var borinn fram bráðinn Emmental-ostur í skál. Sú litla skömm sem ég fann fyrir er horfin, hugsaði hún. „Er munur á skömm og sektarkennd?“ spurði Anna. „Skömm er sálræn þvingun,“ svaraði doktor Messerli. „Skömm lýgur. Ef kona fyllist skömm heldur hún að hún sé í grundvallar­ atriðum ekki í lagi, afbrotaunglingur í eðli sínu. Eina sjálfstraustið sem hún finnur er fólgið í mistökum hennar. Það er engin leið að sannfæra hana um neitt annað.“ Klukkan var næstum orðin þrjú þegar Anna kom í skóla sonanna. Primarschule Dorf var austan við torgið milli bóka-

~ 13 ~


safnsins og þrjú hundruð ára gamals húss. Mánuði fyrr, á þjóð­ hátíðardegi Sviss, hafði torgið verið fullt af fólki sem borðaði pylsur og vaggaði eins og drykkjurútar við tónlist þjóðlagahljómsveitar undir himni upplýstum af flugeldum. Þegar heræf­ ingar voru lögðu hermenn birgðabílum í óreglulegar skálínur út frá gosbrunninum á miðju torginu sem á heitum sumardögum var fullur af berum, buslandi börnum. Mæður þeirra sátu á bekkj­um þarna rétt hjá og lásu bækur og borðuðu jógúrt. Það voru mörg ár síðan Bruno lauk herskyldu sinni í varaliðinu. Allt sem eftir var af þeirri lífsreynslu var riffill í kjallaranum. Anna hafði engan áhuga á pappírskiljum og þegar syni hennar langaði í sund fór hún með þá í sundlaugina í þorpinu. Þennan dag var lítil umferð á torginu. Þrjár konur voru að spjalla saman fyrir utan bókasafnið. Ein var með barnakerru, önnur hélt í ól og á hinum endanum var þýskur fjárhundur, og sú síðasta stóð bara tómhent. Þetta voru mæður sem biðu eftir börnunum sínum og voru um tíu árum yngri en Anna. Þær voru mjólkurlegar og bungandi á stöðum þar sem Önnu fannst hún uppþornuð og innfallin. Önnu fannst eins og þægileg vellíðan og þjóðleg birta skini úr andlitum þeirra og þær virtust vera mjög afslappaðar. Anna var sjaldnast ánægð í eigin skinni. Ég er samanherpt í framan og 37 ára, hugsaði Anna. Ég er summan af öllum grett­ unum. Ein konan veifaði og sendi henni ósvikið bros, kannski af skyldurækni. Hún hafði hitt ókunna manninn í þýskutímum. En, Anna – þú hefur tekið tittlinginn á honum upp í þig, áminnti hún sjálfa sig. Hann er varla ókunnur maður lengur. Og hann var það ekki. Hann var Archie Sutherland, Skoti, innflytjandi og þýskunemi, eins og Anna. Anna Benz, þýskunemi. Það var doktor Messerli sem hafði hvatt hana til að fara á þýskunám-

~ 14 ~


skeið (og liti hún til baka með ógnvekjandi kaldhæðni var það Bruno sem hafði heimtað að hún færi til geðlæknis: Ég er búinn að fá nóg af þessari fjandans vanlíðan þinni. Farðu og láttu laga þig, hafði hann sagt við hana). Doktor Messerli rétti Önnu svo stundaskrána á námskeiðinu og sagði: „Það er kominn tími til að þú farir inn á braut sem neyðir þig til að taka virkari þátt í lífinu í kringum þig.“ Doktorinn talaði niður til hennar með tilgerðarlegri röddinni en hún hafði rétt fyrir sér. Það var kominn tími til. Það var komið fram yfir tímann. Í lok tímans, þegar doktorinn hafði bætt við svolitlum fagurgala, gafst Anna upp og féllst á að skrá sig í byrjendahóp í þýsku í Migros Klubschule, nákvæmlega námskeiðið sem hún hefði átt að fara í þegar hún kom til Sviss níu árum fyrr, mállaus, vinalaus og strax farin að örvænta yfir hlutskipti sínu. Klukkutíma áður hafði Archie kallað til Önnu úr eldhúsinu sínu: Vildi hún kaffi? Eða te? Eitthvað að borða? Var eitthvað sem hún þurfti? Eitthvað? Hvað sem var? Anna klæddi sig með gát, eins og þyrnar hefðu verið festir í saumana á fötunum hennar. Neðan af götunni heyrði hún hækkandi hróp barna sem voru á leið í skólann eftir hádegishléið, og raddir bandarískra ferðamanna sem kvörtuðu undan því hvað brekkan upp að Zürich Grossmünster væri brött. Dómkirkjan er mikil bygging, miðalda­ grá og óviðjafnanleg, með tveimur turnum upp úr framgaflinum sem gnæfa hátt yfir hvolfþakið eins og eyru héra á varðbergi. Eða horn kokkálsins. „Hver er munurinn á nauðsyn og þörf?“ „Þörf er eitthvað sem maður þarfnast en er þó ekki nauðsynlegt. Nauðsyn er eitthvað sem ekki er hægt að lifa án.“ Svo bætti doktorinn við: „Ef þú getur ekki lifað án einhvers þá gerirðu það ekki.“

~ 15 ~


Hvað sem var? Archie talaði ensku með miklum hreim, ekki síður en doktor Messerli, en hreimur hans einkenndist ekki af margbreytilegum samhljóðum alemannisch-þýskunnar heldur orðum sem bæði voru óskýr og rykkjótt. Stundum kom bylgjandi r og stundum runa sérhljóða sem skullu hvert á öðru eins og físibelgur sem er þrýst saman af hörku. Anna laðaðist að karlmönnum sem töluðu með hreim. Reyndar var það dillandi sönglið í ensku Brunos sem hún leyfði að renna fingrinum, tungu sinni, undir strenginn á brókinni á fyrsta stefnumótinu þeirra (það og Willamsbirnen Schnaps, perublandað ákavítið sem þau drukku ómælt). Á unglingsárunum dreymdi Önnu blíða, raka drauma um karlmenn sem hún ímyndaði sér að hún mundi elska einhvern daginn, karlmenn sem mundu einhvern daginn elska hana. Hún gaf þeim nöfn en óskýr, erlend andlit: Michel, franski myndhöggvarinn með langa, leirkámuga fing­ ur; Dmitri, vörður í Rétttrúnaðarkirkjunni, hörund hans ilmaði af kamfóru, sólrósum, sandalaviðarkvoðu og myrru; Guillermo, elskhugi hennar með nautabanahendurnar. Þeir voru ímyndaðir karlmenn, draumsýnir æskunnar. En hún lagði lær yfir heilan alþjóðaher af þeim. Það var sá svissneski sem hún giftist. Ef þú getur ekki lifað án einhvers þá gerirðu það ekki. Enda þótt doktor Messerli styngi upp á að hún færi á þetta námskeið kunni Anna svolítið í þýsku. Hún gat bjargað sér. En þýskan hennar var í rauninni einungis eftirtektarverð fyrir hversu litla rækt hún hafði lagt við hana og hvað hún þurfti að leggja mikið á sig til að tala hana. Í níu ár hafði hún bjargað sér með lágmarksfærni. Hún hafði keypt frímerki af konunni á pósthúsinu, ráðgast með heldur óljósu orðalagi við barnalækna og dýralækna, lýst klippingunni sem hún vildi fá fyrir áhugalitlum svissneskum hárgreiðslukonum, prúttað um verð á flóamarkaði, spjallað stuttlega við nágrannana og verið vinsamleg við tvo alúðlega en þrjóska menn frá Vottum Jehóva sem birtust ~ 16 ~


einu sinni í mánuði við dyrnar hjá henni og gáfu henni eitt tölublað af Varðturninum á þýsku. Anna hafði líka, en sjaldnar þó, sagt ókunnugum til vegar, notað uppskriftir úr matreiðsluþáttum, skrifað niður athugasemdir þegar sótarinn lýsti í smáatriðum hættunni af lausum múrsteinum og stífluðum loft­rás­um og bjargað sér undan kæru þegar hún gat ekki framvísað járnbrautarpassanum sínum þegar beðið var um hann. En tök hennar á málfræði og orðaforða voru losaraleg, hún talaði engan veginn reiprennandi og notkun orðtaka og uppbygging setninga var henni gjörsamlega lokuð bók. Í hverjum mánuði gerðist það að minnsta kosti tíu sinnum að hún fól Bruno að leysa einhver mál. Það var hann sem sá um alla skrif­ finnsku sem þurfti, hann borgaði tryggingarnar, skattana, húsnæðislánið. Á hverju ári var það hann sem sótti um dvalarleyfi fyrir Önnu. Og það var Bruno sem sá um fjármál fjölskyldunnar því að hann vann sem millistjórnandi hjá Credit Suisse. Anna var ekki einu sinni með bankareikning. Doktor Messerli hvatti Önnu til að taka virkari þátt í málefnum fjölskyldunnar. „Ég ætti að gera það,“ sagði Anna. „Já, auðvitað ætti ég að gera það.“ Hún var ekki einu sinni viss um hvað það var sem Bruno gerði í vinnunni. Ekkert mælti á móti því að Anna tæki þátt í spjalli mæðranna á torginu, engin regla bannaði það, engin ástæða var til að gera það ekki. Hún þekkti tvær þeirra í sjón og eina með nafni, Claudiu Zwygart. Marlies, dóttir hennar, var í bekk með Charles í skólanum. Anna yrti ekki á þær. Til skýringar gaf Anna eftirfarandi sjálfslýsingu: Ég er feimin og get ekki talað við ókunnuga. ~ 17 ~


Doktor Messerli var full samúðar. „Það er erfitt fyrir útlendinga að eignast svissneska vini.“ Sá vandi stafar ekki bara af ófullkominni þýskukunnáttu, þótt slíkt sé svo sem nógu slæmt. Sviss er einangrað, landamærin lokuð og þjóðin hefur valið að vera hlutlaus í tvær aldir. Með vinstri hendi tekur hún á móti flóttamönnum og hælisleitendum. Með þeirri hægri hrifsar hún til sín nýþvegna peninga og nasistagull. (Ósanngjarnt? Kannski. En þegar Anna var einmana varð hún illskeytt.) Og eins og landslagið þar sem þau höfðu sest að voru Svisslendingar sjálf­ ir innilokaðir. Einangrunin er þeim eðlislæg og þeir halda utanaðkomandi frá sér með því að hafa ekki eina, ekki tvær eða þrjár, heldur fjórar þjóðtungur. Opinbert nafn landsins er á þeirri fimmtu: Confoederatio Helvetica. Flestir Svisslendingar tala samt þýsku og það er þýska sem töluð er í Zürich. En ekki þó nákvæmlega þýska. Þýska ritmálið í Sviss er hefðbundin háþýska. En Svisslendingar tala Schwiizerdütsch, sem er engan veginn hefðbundin. Það er engin skilgreind stafsetning. Það er ekki til neinn framburðarlykill. Það er enginn viðurkenndur orðaforði. Hann er mismunandi eftir kantónum. Og talmálið skýst upp úr kokinu eins og sýktur hálskirtill sem er að reyna að sleppa út. Þetta eru bara minni háttar ýkjur. Í eyrum útlendinga hljómar þetta eins og mælandinn sé að romsa upp tilbúnum orðum með stór­ undarlegu hljómfalli, skrítnustu og snubbóttustu samhljóðum sem hugsast geta og alls konar ruglingslegum, galopnum sérhljóðum. Málið stenst allar tilraunir utanaðkomandi sem vilja læra það því að hvert einasta orð er tungubrjótur. Anna talaði einungis örlitla Schwiizerdütsch. Anna slóst ekki í hóp hinna mæðranna. Þess í stað strauk hún sólanum á brúnum götuskó við gangstéttarbrúnina. Hún fitlaði við hárið og lét sem hún væri að horfa á ósýnilegan fugl fyrir ofan sig. ~ 18 ~


Það er erfitt að elska karlmann á annarri tungu en móðurmáli hans. Samt hafði Anna gifst Svisslendingnum. Skólabjallan hringdi og börnin þyrptust út úr byggingunni og inn í garðinn. Anna sá Victor á undan, að ærslast með tveim­ ur vinum sínum. Charles kom rétt á eftir þeim, í þvögu af blaðrandi krökkum. Hann hljóp til Önnu þegar hann sá hana, faðmaði hana og fór strax að segja henni frá skóladeginum, án þess að hún hvetti hann til þess. Victor staldraði aðeins við hjá vinum sínum og dró fæturna. Já, Victor var sjálfum sér líkur – frekar fálátur og kuldalegur. Anna umbar hlédrægni hans og lét sér nægja að róta bara í hárinu á honum. Victor gretti sig. Sektarkenndin fór aðeins að stinga Önnu meðan þau gengu heim að húsinu (það var samt ekki hægt að kalla þetta stingi). Tilfinningin var óljós og alls ekki sár. Þetta skeytingarleysi var nýtt fyrir Önnu og hún varð taugaóstyrk fyrir vikið en líka undarlega ánægð með sig. Heimili Benzfjölskyldunnar var ekki nema hundrað metra frá Primarschule Dorf. Húsið hefði sést frá skólanum hefði safnaðarheimilið, Kirchgemeindehaus, ekki skyggt á það, 19. aldar timburhús við hliðina á þorpskirkjunni. Anna var ekki vön að sækja drengina í skólann en það var ekki liðinn nema klukkutími síðan og hún fann enn hendur Archies á brjóstum sér; svolítil sjálfsásökun var við hæfi. Þau fluttu til Sviss í júní árið ’98. Anna var ófrísk og ör­ magna. Hún var engan veginn fær um að rökræða ákvörðunina. Hún hafði sent samþykki sitt í skeyti með löngum, þögulum andvörpum og falið allan kvíðann í einni af þúsund hirslum hjarta síns. Hún leit á björtu hliðina, hálffullt glasið. Hver mundi ekki grípa tækifærið til að búa í Evrópu ef það stæði til boða? Í miðskólanum hafði Anna lokað sig inni í herberginu sínu flest kvöld og látið sig dreyma um alla staðina sem karlmennirnir hennar færu með hana á einhvern daginn. Í þessum óljósu draumum gafst hún körlunum á vald og lét þá öllu ráða. ~ 19 ~


búmm takti sem minnti helst á rigningu. Þau voru með hindberjarunna og jarðarberjabeð og bæði rifsber og sólber. Og þótt fjölskyldan hugsaði lítið um matjurtagarðinn ræktuðu þau rósarunna fyrir innan rimlagirðingu fyrir framan húsið. Rósirnar voru í öllum hugsanlegum litum. Allt verður að rósum við Rósaveg, hugsaði Anna stundum með sjálfri sér. Victor og Charles ruddust gegnum útidyrnar. En áður en þeir komust inn úr forstofunni kom Ursula á móti þeim, ströng á svip, og lagði fingur á vör. Systir ykkar er sofandi! Anna var Ursulu þakklát fyrir hjálpina – já, hún var það. Ursula var yfirleitt aldrei beinlínis vond við Önnu en leit enn á hana sem utanaðkomandi hlut, sem átti að stuðla að hamingju sonar hennar (ef hamingjusamur var þá rétta orðið yfir það sem Bruno var og Anna var næstum viss um að svo væri ekki) og kerið sem flutti barnabörnin hennar – sem hún unni mikið – inn í þennan heim. Hjálpin sem Ursula bauð var barnanna vegna, ekki Önnu. Hún hafði kennt ensku í miðskóla í þrjátíu ár. Enskan hennar var uppskrúfuð en kórrétt og hún talaði hana alltaf þegar hún var í sama herbergi og Anna sem Bruno passaði sig ekki alltaf á. Ursula ýtti nú sonarsonum sínum inn í eldhús til að fá sér bita. „Ég skrepp í sturtu,“ sagði Anna. Ursula lyfti brúnum en lét þær svo síga og elti Victor og Charles inn í eldhúsið. Það kom henni ekkert við. Anna tók handklæði úr línskápnum og læsti baðherbergisdyrunum á eftir sér. Hún þurfti að fara í sturtu. Það var samfaralykt af henni.

~ 22 ~


Bruno hafði unnið hjá Credit Suisse árum saman. Þau veltu fyrir sér hvort hann fengi stöðu í Zürich. Anna var gift og ófrísk og meira eða minna ástfangin. Það var nóg. Þetta verður nóg, hugsaði hún. Síðan fluttust þau til Dietlikon sem var nálægt vinnustað Brunos og tvær lestir gengu milli bæjarins og borgarinnar. Skammt frá húsi þeirra var stór verslunarmiðstöð. Göturnar voru öruggar, húsum vel við haldið og einkunnarorð bæjarins lofuðu góðu. Þau stóðu á heimasíðunni, á bæklingum og á skilti fyrir framan ráðhúsið og auk þess á forsíðu Kurier, litla vikublaðsins sem var gefið út í Dietlikon: Menschlich, offen, modern. Mannleg, opin, nútímaleg. Anna lagði alla sína bjartsýni í þessi þrjú orð. Dietlikon var líka heimabær Brunos. Heimatort hans. Sonurinn sneri aftur heim. Anna var tuttugu og átta ára. Bruno var þrjátíu og fjögurra og féll áreynslulaust inn í gamla samfélagið sitt. Það var líka auðvelt – Ursula bjó skammt frá þeim, í Kotener­ strasse, í húsinu þar sem hún hafði alið upp Bruno og Danielu systur hans. Oskar, faðir Brunos, var látinn fyrir áratug. Bruno var sannfærandi. Það kæmi börnum þeirra til góða ef þau byggju í Dietlikon. (Eignumst við fleiri? Ertu viss? – Þau höfðu ekki einu sinni búið það fyrsta til viljandi.) Börnin ættu heilbrigða og frjálslega æsku í öruggu umhverfi. Þegar Anna var búin að sætta sig við þá hugmynd (og Bruno hafði lofað að rætt yrði um öll börn í framtíðinni fyrir getnað) gat hún vel séð kostina við þennan flutning. Og þegar það henti, raunar sárasjaldan fyrstu mánuðina, að hún varð einmana eða þráði fólk, hluti eða staði sem hana hafði aldrei dreymt um að hún mundi sakna huggaði hún sig með því að ímynda sér andlit barnsins. Eignast ég lítinn Heinz með eplakinnar sem kallar mig Mueti? Eða þá Heidi með ljósar fléttur? Og Bruno og Anna voru meira eða minna ástfangin.

~ 20 ~


Doktor Messerli var ekki ánægð með úrdráttinn sem fólst í „meira eða minna“. Anna sagði þá: „Er það ekki alltaf þannig? Ef tvær manneskjur eru í sambandi elskar önnur alltaf meira, hin minna. Er það ekki rétt?“ Victor, eldri sonurinn, var átta ára en Charles sex. Þeir voru einmitt rjóðu strákarnir sem Anna hafði ímyndað sér. Þeir voru ljóshærðir og brúneygir og þeir voru miklir strákar, uppivöðslusamir, miklir bræður, og án minnsta vafa synir mannsins sem Anna hafði gifst. „En þið eignuðust fleiri börn, ekki satt? Þetta getur ekki hafa verið eintóm skelfing, allt saman.“ Auðvitað ekki. Það hafði alls ekki verið nein skelfing. Ekki alltaf. Ekki allt hafði ekki alltaf verið skelfilegt. Anna tvöfaldaði neitanirnar sínar, þrefaldaði þær. Tíu mánuðum fyrr hafði Anna eignast svarthærða stúlku, dökka yfirlitum, sem hún nefndi Polly Jean. Þau voru Benzfjölskyldan og bjuggu í bænum Dietlikon, í Bülachhéraði í Zürichkantónu. Fjölskyldan var: Bruno, Victor, Charles, Polly og Anna. Heimilið var látlaust og hófstillt og þau áttu heima við Rosenweg – Rósastræti – einkaveg með botn­ langa heim að húsinu þeirra sem stóð fyrir neðan hæð. Kollurinn á hæðinni var hálfan kílómetra fyrir aftan húsið en þar tók við Dietlikonskógur. Anna átti heima í blindgötu, við síðasta afleggjarann. En húsið var fallegt og garðurinn þeirra stærri en við nánast öll húsin í kring. Fyrir sunnan húsið voru bændabýli þar sem menn ræktuðu maís, sólblóm og repju. Í garðinum þeirra voru átta eplatré og í ágúst þegar eplin voru orðin þung og þroskuð hrundu þau af greinunum niður á jörðina með búmm-ba-búmm-

~ 21 ~


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.