Gjafabækur 2012

Page 1

GJAFABÆKUR » Við gerum tilboð í magn og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

A r n a l d ur I n d ri ð a s o n

K rist í n M arja Ba ldur sdót t ir

S t e fá n M á n i

Reykjavíkurnætur

Kantata

Húsið

Erlendur er nýlega genginn til liðs við lögregluna og starfið á strætum Reykjavíkur er erilsamt. Óútskýrt mannslát lætur hann ekki í friði. Útigangsmaður finnst drukknaður og öllum virðist standa á sama. Örlög hans ásækja Erlend og leiða hann æ dýpra inn í framandi heima borgarinnar. Mögnuð saga um fyrsta mál Erlendar eftir sagnameistarann Arnald Indriðason.

Þegar Nanna hugar að gróðrinum sér hún að allt er að fara úr böndum. Finnur hefur svipaða tilfinningu gagnvart bókhaldinu; þar er eitthvað sem ekki stemmir. Í stórfjölskyldunni er yfirborðið kyrrt – en þegar hægláti útlendingurinn birtist á sviðinu breytist allt. Stórbrotin og margradda fjölskyldusaga þar sem ótal örlagaþræðir fléttast og rakna.

Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson rannsakar dauðsfall sem flestir telja slys en Hörður er á öðru máli. Um sama leyti flytur fjölskylda í afskekkt hús innst í Kollafirði og draugar fortíðar vakna á ný. Æsispennandi og ískyggileg saga – Stefán Máni eins og hann gerist bestur.

Upphafið Forsaga lífsins Heillandi yfirlit yfir milljóna ára sögu lífsins á jörðinni. Fjölmargar furðuskepnur spretta ljóslifandi fram auk þess sem getur að líta sérkennilegar beinagrindur og margslungna steingervinga. Efnið er byggt á rannsóknum fremstu vísindamanna heims og nýjustu tækni, m.a. við tölvuteikningar, beitt til að koma því á framfæri. Allt leggst á eitt við að ljúka upp heimi hundruða útdauðra tegunda, allt frá elstu og frumstæðustu lífverum til hinna miklu risaeðla, fornra spendýra og jafnvel fyrstu mannanna.

Ísland í aldanna rás 2001-2010 Fyrsti áratugur 21. aldarinnar var ævintýralegt tímabil hér á landi svo ekki sé meira sagt. Hér er öllum helstu merkisviðburðum gerð ítarleg skil en ýmsum veigaminni þáttum – skondnum eða skelfilegum – jafnframt haldið til laga.


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

Bílar Í máli og myndum Bókin Bílar í máli og myndum leiðir lesandann á einstakan hátt í gegnum sögu þessa merkilega farartækis sem umbylti 20. öldinni. Hér getur að líta meira en 1200 bíla af öllum stærðum og gerðum, margbreytilegar vélar og sögu ástsælustu tegundanna og mannanna á bak við þær. Sannkölluð skemmtireisa í gegnum bílasöguna og fullkomin gjöf handa bílaáhugamönnum á öllum aldri.

Ferðaatlas Innbundinn Ferðaatlasinn er ómissandi ferðafélagi sem inniheldur 78 ný landakort í mælikvarðanum 1:200 000 og 47 þéttbýliskort auk upplýsinga um sundlaugar, tjaldsvæði, söfn og golfvelli. Meðal helstu nýjunga eru lýsingar og litmyndir af 104 náttúruperlum og sögustöðum. Þessar upplýsingar, ásamt einstökum teikningum Jóns Baldurs Hlíðberg af varpfuglum, plöntum og skeljum landsins, gera ferðalagið um Ísland ógleymanlegt.

Ár n i Þ ó rari n s s o n

Vi l b o rg Dav í ð s d ó t t ir

Ei n ar M á r G u ð mu n d s s o n

Ár kattarins

Vígroði

Íslenskir kóngar

Lífshættuleg árás fyrir utan skemmtistað í Reykjavík og óhugnanlegur hrekkur í brúðkaupi hrinda af stað atburðarás þar sem ekki er allt sem sýnist. Hver sendir Einari klúru sms-in? Enn ein perlan í glæpasagnafléttu Árna Þórarinssonar um blaðamanninn Einar.

Auður djúpúðga elur upp son sinn á Katanesi eftir skilnað þeirra Ólafs hvíta Dyflinnarkonungs. Illindi eru milli innfæddra og norrænna manna á svæðinu og Orkneyjajarl ásælist aukin völd. Þá ræðst Ólafur hvíti inn í Péttland og leiðir hans og Auðar liggja saman að nýju ... Áhrifamikið framhald Auðar (2009) sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Knudsenarnir í Tangavík eru skrautleg og flokksholl ætt með dugandi útgerðarmönnum, ættræknum bankastjórum, ástsælum alþingismönnum og skapmiklum fegurðardrottningum. Saga þeirra er samofin sögu alþýðunnar því hana hafa þeir ráðskast með frá ómunatíð. Frásagnir sögumanns af þessu skrautlega fólki sem við þekkjum öll eru í senn hárbeittar og drepfyndnar.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á www.forlagid.is


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

A r n e N e rj o r d e t o g C ar l o s Z achri s o n

Jólakúlur Arne og Carlos eru vinsælir hönnuðir sem hafa sannarlega slegið í gegn með prjónuðu jólakúlunum sínum. Bókin hefur selst í tugþúsundum eintaka í Noregi og verið þýdd á fjölda tungumála. Jólakúlurnar eru frumlegar og óvenjulegar en byggjast um leið á sterkum hefðum og fallegu jólamynstrin er líka hægt að nota á alls konar jólaskraut.

G í s l i Egi l l H raf n s s o n o g I n ga E l s a B e rgþ ó r s d ó t t ir

Eldað og bakað í ofninum heima Góður matur – gott líf

S ó lv e ig Eir í k s d ó t t ir

Na n n a R ö g n va l d ar d ó t t ir

Eftirréttir sollu

Múffur í hvert mál

Solla opnar nýjar víddir í gerð gómsætra eftirrétta og sælgætis fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigði og hollri næringu en vilja jafnframt gera vel við sig. Hér má finna tertur, litlar og stórar bökur, brownies, smákökur, konfekt, ís og fleiri freistingar sem óhætt er að láta undan. Solla er í fararbroddi meðal hráfæðiskokka, hérlendis sem erlendis.

Það er fljótlegt og auðvelt að baka girnilegar múffur og þær henta við öll tækifæri – frá morgni til kvölds. Nanna hefur sent frá sér á annan tug vinsælla matreiðslubóka og hér gefur hún uppskriftir að alls konar múffum, hollum morgunmúffum, nestis- og kvöldverðarmúffum, sætum múffum með kaffinu og jafnvel múffum fyrir gæludýrin.

Einstök bók fyrir alla sem njóta þess að elda og baka frá grunni með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum heimilismat, girnilegum veisluréttum, góðu brauði og freistandi og frábærum tertum og öðru góðgæti, með áherslu á gott hráefni. Höfundar sendu í fyrra frá sér bókina Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á www.forlagid.is


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

M agn ús Þór Jóns son

J ó n Ó l af s s o n

Ei n ar K á ra s o n

Megas

Appelsínur frá Abkasíu

Skáld

Textar 1966-2011 Hér er kominn obbinn af söngtextum Megasar sem ortir voru á árabilinu 1966–2011. Margir textanna hafa aldrei birst áður en aðrir hafa aflað honum skáldfrægðar. Í bókinni er fjöldi ljósmynda af meistaranum og veröld hans og síðast en ekki síst prýða bókina myndskreytingar sem hann gerði sérstaklega fyrir útgáfuna. Bókin fæst með fjórum mismunandi kápum.

Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu Nafn Veru Hertzsch er órjúfanlega tengt uppgjöri Halldórs Laxness við kommúnismann en árið 1938 voru Vera og dóttir hennar teknar höndum fyrir augunum á Halldóri í Moskvu. Áratugir liðu án þess að nokkur vissi hvað af þeim varð. Sú hörmulega saga er hér loksins sögð til enda.

Sumarið 1276 situr Sturla Þórðarson í friði heima á Staðarhóli þegar Magnús konungur lagabætir kallar hann á sinn fund. Óvænt vetrardvöl í Færeyjum gefur honum næði til að rifja upp válega atburði undangenginna fjörutíu ára og sjá þá í nýju samhengi. Með Skáldi lýkur Einar Kárason Sturlungasögu sinni sem hlotið hefur miklar vinsældir og lof gagnrýnenda.

K rist í n Eir ík sdót t ir

Ó l afur G u n n ar s s o n

Þ ó rari n n E l d j á r n

Hvítfeld

Málarinn

Hér liggur skáld

Davíð er dáður listmálari, verkin hans seljast grimmt, hann er vel stæður og vel giftur. En hann hefur aldrei öðlast þá viðurkenningu menningarpáfanna sem hann þráir og hryllilegt slys sem hann átti ef til vill sök á varpar dimmum skugga á fjölskyldulífið. Viðburðarík og áhrifamikil skáldsaga um átök í sálinni og átök milli fólks, togstreitu, umrót og metnað.

Á hverju kvöldi hugsar Hallbjörn sauðamaður um Þorleif jarlsskáld sem sagan segir að hvíli þar undir sem Hallbjörn sefur. Af Þorleifi og ætt hans eru fornar sagnir um harðvítug átök höfðingja, fyrirboða og forynjur, kynngimagnaðan hefndarkveðskap og ómennskt víg á Þingvöllum. Þórarinn Eldjárn segir hér sögu af hógværu skáldi sem býður illskunni birginn.

Fjölskyldusaga Fyrrverandi fimleikastjarnan Jenna Hvítfeld hefur allt: útlitið, kynþokkann, greindina og framann. Í þessari fyrstu skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur kemur í ljós að ekkert er eins og hún hélt, sjálf lygin kvíslast líkt og eitur.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á www.forlagid.is


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is Er l e n d o g Or s o y l a H aarb e rg , U n n ur J ö ku l s d ó t t ir

Ísland í allri sinni dýrð Ísland er í mörgu tilliti land andstæðna. Þar tekst ljósið á við myrkrið, ísinn við eldinn, öræfakyrrðin á sér andhverfu í öskrandi briminu við ströndina og hrjóstrið á hálendinu á fátt sameiginlegt með blómskrúðinu og gróskunni sem finna má víða í skjólsælum unaðsreitum. Bókin, sem kemur út á ensku og þýsku, auk íslensku lýsir svo sannarlega Íslandi – í allri sinni dýrð.

Tom A ng

Stafræn ljósmyndun Skref fyrir skref Einstaklega yfirgripsmikill og aðgengilegur leiðarvísir um hvaðeina er lýtur að stafrænni ljósmyndun. Bókin nýtist öllum sem vilja ná betri tökum á ljósmyndun, hvort sem þeir eru að stíga fyrstu skrefin eða eru reyndir myndasmiðir. Höfundurinn er margverðlaunaður ljósmyndari, sjónvarpsþáttastjórnandi og metsöluhöfundur. Stórfróðlegt uppflettirit sem þú munt leita í aftur og aftur.

Skrípó Skemmtilegustu skopmyndateiknarar landsins leggja til teikningarnar – og þú semur brandarann. Þannig er Skrípó, einfalt og fáránlega fyndið nýtt íslenskt spil sem fjölskyldan mun liggja í hláturskasti yfir.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á www.forlagid.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.