Gjafabækur 2012

Page 1

GJAFABÆKUR » Við gerum tilboð í magn og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

A r n a l d ur I n d ri ð a s o n

K rist í n M arja Ba ldur sdót t ir

S t e fá n M á n i

Reykjavíkurnætur

Kantata

Húsið

Erlendur er nýlega genginn til liðs við lögregluna og starfið á strætum Reykjavíkur er erilsamt. Óútskýrt mannslát lætur hann ekki í friði. Útigangsmaður finnst drukknaður og öllum virðist standa á sama. Örlög hans ásækja Erlend og leiða hann æ dýpra inn í framandi heima borgarinnar. Mögnuð saga um fyrsta mál Erlendar eftir sagnameistarann Arnald Indriðason.

Þegar Nanna hugar að gróðrinum sér hún að allt er að fara úr böndum. Finnur hefur svipaða tilfinningu gagnvart bókhaldinu; þar er eitthvað sem ekki stemmir. Í stórfjölskyldunni er yfirborðið kyrrt – en þegar hægláti útlendingurinn birtist á sviðinu breytist allt. Stórbrotin og margradda fjölskyldusaga þar sem ótal örlagaþræðir fléttast og rakna.

Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson rannsakar dauðsfall sem flestir telja slys en Hörður er á öðru máli. Um sama leyti flytur fjölskylda í afskekkt hús innst í Kollafirði og draugar fortíðar vakna á ný. Æsispennandi og ískyggileg saga – Stefán Máni eins og hann gerist bestur.

Upphafið Forsaga lífsins Heillandi yfirlit yfir milljóna ára sögu lífsins á jörðinni. Fjölmargar furðuskepnur spretta ljóslifandi fram auk þess sem getur að líta sérkennilegar beinagrindur og margslungna steingervinga. Efnið er byggt á rannsóknum fremstu vísindamanna heims og nýjustu tækni, m.a. við tölvuteikningar, beitt til að koma því á framfæri. Allt leggst á eitt við að ljúka upp heimi hundruða útdauðra tegunda, allt frá elstu og frumstæðustu lífverum til hinna miklu risaeðla, fornra spendýra og jafnvel fyrstu mannanna.

Ísland í aldanna rás 2001-2010 Fyrsti áratugur 21. aldarinnar var ævintýralegt tímabil hér á landi svo ekki sé meira sagt. Hér er öllum helstu merkisviðburðum gerð ítarleg skil en ýmsum veigaminni þáttum – skondnum eða skelfilegum – jafnframt haldið til laga.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Gjafabækur 2012 by Forlagid - Issuu