GJAFABÆKUR » Við gerum tilboð í magn og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is
Bókin er besta gjöfin Úrval vandaðra bóka á hagstæðu verði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hafðu samband og við leysum málið. Svo pökkum við bókunum inn í fallegan gjafapappír án endurgjalds.
gu ð m u n d ur p á l l ó l af s s o n
Vatnið í náttúru íslands Vatnið í náttúru Íslands er síðasta bindið í hinu mikla verki Guðmundar Páls Ólafssonar um náttúru Íslands sem hófst með bókinni Fuglar í náttúru Íslands. Í þessari bók nálgast höfundur efnið að vanda úr mörgum ólíkum áttum, enda var hann óvenju fjölhæfur maður: náttúrufræðingur og náttúruverndari, rithöfundur, lífsspekingur, kafari, teiknari og ljósmyndari. Guðmundur Páll vann árum saman að þessu verki og ferðaðist víða um heim til að fá sem gleggstan skilning á þýðingu vatnsins fyrir lífið á Jörðinni, en áður hafði hann í baráttu sinni gegn virkjunum sett sig sérlega vel inn í vatnafar Íslands. Hann féll frá árið 2012 þegar verkið var langt komið en nánir samverkamenn hans hafa búið það til prentunar. Verkið verður um fjögur hundruð síður í stóru broti eins og fyrri verk, prýtt ótal fögrum ljósmyndum sem langflestar eru eftir Guðmund Pál, kortum og skýringarmyndum. Í því verður vatnið krufið til mergjar í allri sinni óumræðilegu auðlegð. Guðmundur Páll Ólafsson varð landsþekktur fyrir bækur sínar um náttúru Íslands og sagt hefur verið að hann hafi vakið heila kynslóð af værum blundi árið 1998 þegar Fögruhverum var sökkt í Hágöngulón og hann setti niður fána sem sukku með landinu.