Gjafabækur 2013

Page 1

GJAFABÆKUR » Við gerum tilboð í magn og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

Bókin er besta gjöfin Úrval vandaðra bóka á hagstæðu verði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hafðu samband og við leysum málið. Svo pökkum við bókunum inn í fallegan gjafapappír án endurgjalds.

gu ð m u n d ur p á l l ó l af s s o n

Vatnið í náttúru íslands Vatnið í náttúru Íslands er síðasta bindið í hinu mikla verki Guðmundar Páls Ólafssonar um náttúru Íslands sem hófst með bókinni Fuglar í náttúru Íslands. Í þessari bók nálgast höfundur efnið að vanda úr mörgum ólíkum áttum, enda var hann óvenju fjölhæfur maður: náttúrufræðingur og náttúruverndari, rithöfundur, lífsspekingur, kafari, teiknari og ljósmyndari. Guðmundur Páll vann árum saman að þessu verki og ferðaðist víða um heim til að fá sem gleggstan skilning á þýðingu vatnsins fyrir lífið á Jörðinni, en áður hafði hann í baráttu sinni gegn virkjunum sett sig sérlega vel inn í vatnafar Íslands. Hann féll frá árið 2012 þegar verkið var langt komið en nánir samverkamenn hans hafa búið það til prentunar. Verkið verður um fjögur hundruð síður í stóru broti eins og fyrri verk, prýtt ótal fögrum ljósmyndum sem langflestar eru eftir Guðmund Pál, kortum og skýringarmyndum. Í því verður vatnið krufið til mergjar í allri sinni óumræðilegu auðlegð. Guðmundur Páll Ólafsson varð landsþekktur fyrir bækur sínar um náttúru Íslands og sagt hefur verið að hann hafi vakið heila kynslóð af værum blundi árið 1998 þegar Fögruhverum var sökkt í Hágöngulón og hann setti niður fána sem sukku með landinu.


Við gerum tilboð í magn og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

G u ð m u n d ur A n d r i T h o r s s o n

Ár n i Þ ó rar i n s s o n

Sæmd

Glæpurinn

Árið 1882 situr Benedikt Gröndal skáld í einkennilega húsinu sínu og ákveður að rífa sig upp úr drykkju og draumórum. Í þessari heillandi sögu Guðmundar Andra Thorssonar er byggt á raunverulegum atburðum og persónum, og dregin upp áhrifamikil mynd af svipmiklu fólki og mannlífi á viðkvæmu skeiði í sögu þjóðarinnar.

Öll þrjú höfðu beðið eftir þessum degi, kviðið fyrir honum og óttast hann. Hún vill af veikum mætti standa við gefið loforð. Hann efast um að sannleikurinn geri þau frjáls. Fríða vill afhjúpa leyndarmálið sem splundraði lífi þeirra. Árni Þórarinsson rær á ný mið í meitlaðri og áleitinni sögu.

Þ ó ru n n E r l u - o g Va l d i m ar s d ó t t i r

S t ef á n M á n i

Stúlka með maga

Grimmd

Tregi höfundar fær hér rödd Erlu Þórdísar Jónsdóttur. Í frásögn hennar lifna þau dánu, þegar ættarmein og leyndarmál koma úr glatkistunni. Dómur í yfirrétti, skipskaði, heimsstyrjaldir, afleiðingar sýfiliss og hversdagsleikinn blár af fjarlægð fléttast saman af skáldlegri hugkvæmni. Sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur sem fékk Bókmenntaverðlaun DV og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson rannsakar alvarlega líkamsárás á glæpaforingja en árásarmaðurinn gengur laus. Um leið stendur góðborgarafjölskylda í Reykjavík ráðþrota er mánaðargömlu barni er rænt og lögreglan getur lítið aðhafst. Hjálpin berst loks úr óvæntri átt – en er bjargvætturinn fól eða frelsari? Flugbeitt saga úr huldum en óþægilega nálægum heimi.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á

www.forlagid.is


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

ar n a l d ur i n d r i ð a s o n

Ha l l d ó r A r m a n d Á s ge i r s s o n

Skuggasund

Vince Vaughn Í Skýjunum

Einstæðingur finnst látinn í íbúð sinni í Reykjavík og gamlar blaðaúrklippur í fórum hans vekja forvitni lögreglunnar en þar er sagt frá óhugnanlegu morði við Þjóðleikhúsið árið 1944. Hér fetar sagnameistarinn Arnaldur Indriðason ótroðnar slóðir í fylgd nýrra sögupersóna, annars vegar í samtímanum og hins vegar á árum síðari heimsstyrjaldar.

Frægðin er fallvölt á internetinu. Einn daginn er fólk á allra vörum en gleymt þann næsta. Menntaskólastelpan Sara og Lottó-kynnirinn Þórir eru algjörlega óviðbúin frægðinni þegar hún steypist yfir þau. Hann verður alræmdur á Íslandi, hún alþjóðleg stjarna. Hvernig bregðast þau við? Höfundurinn er ný rödd í bókmenntunum, en fyrir bókina hlaut hann nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Ó s kar Mag n ú s s o n

Sj ó n

V igdís Gr ímsdót tir

Látið síga piltar

Mánasteinn

Dísusaga

Hér segir frá daglegu lífi bænda og búaliðs í Hlíðardal, gamaldags verkaskiptingu, ást á fósturjörðinni, samstöðu, nægjusemi og dugnaði. Átakasaga bændafólks við náttúruöfl og bankabrögð. Í sögunni vegast á ljúfar frásagnir og lýsingar sem ekki henta viðkvæmum. Undir og yfir svífur hárbeitt háð sem engum hlífir. Fyrsta skáldsaga Óskars Magnússonar.

Árið er 1918. Frá Reykjavík sést eldgosið í Kötlu mála himininn. Lífið gengur sinn vanagang þrátt fyrir náttúruhamfarir, kolaskort og styrjöldina. Íslendingar búa sig undir að verða fullvalda þjóð. Drengurinn Máni Steinn lifir í kvikmyndunum. Það súgar milli heima þar sem líf og dauði, veruleiki og ímyndun, leyndarmál og afhjúpanir vegast á. Enn ein perlan frá Sjón.

Í Dísusögu segir frá stúlku sem tíu ára gömul verður fyrir erfiðri lífsreynslu og lokast inni í dýflissu þöggunar og feluleikja. En áratugum síðar fær hún frelsi til að segja sannleikann umbúðalaust. Þetta er mögnuð saga, óvænt og hrífandi, þar sem Vigdís Grímsdóttir víkur fyrir Dísu Gríms sem nú fær orðið.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á www.forlagid.is


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

Náttúran – leiðsögn í máli og myndum Náttúran – leiðsögn í máli og myndum er glæsilegt yfirlit yfir gersemar náttúrunnar og geymir yfir 5.000 litmyndir af dýrum, plöntum og steindum, frá graníti til græðisúru og slímdýrum til sléttufíla. Bókin er unnin af færustu náttúrufræðingum í samstarfi við Smithsonianstofnunina í Washington og er mögnuð hylling til óendanlegrar margbreytni jarðarinnar. Karl Emil Gunnarsson þýddi.

Mótorhjól – í máli og myndum Mótorhjól í máli og myndum leiðir okkur á myndrænan hátt í gegnum 120 ára sögu þessa einstaka farartækis. Hér er fjallað um ríflega 1000 flottustu mótorhjól sögunnar, merkilegustu mótorana og þekktustu framleiðendurna. Hvort sem áhuginn beinist að glæsilegu Guzzi-hjólunum eða einstöku vélarhljóðinu í Harley, þá er þetta bókin sem fær hjarta mótorhjólaáhugamannsins til að slá hraðar. Guðni Kolbeinsson þýddi.

eggert þór ber nh ar ðs son

Undir bárujárnsboga Braggalíf í Reykjavík 1940–1970 Stríðs- og eftirstríðsárin voru viðburðaríkt skeið. Í Reykjavík fjölgaði fólki ört og húsnæðisskortur neyddi þúsundir til að sætta sig við bráðabirgðahúsnæði af ýmsu tagi. Hér er sagt frá braggabyggðinni í Reykjavík frá því hún hófst 1940 og þar til flestir braggabúa höfðu yfirgefið braggana undir 1970.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á

www.forlagid.is


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

Ó m ar R ag n ar s s o n

J ó n í n a Le ó s d ó t t i r

S t e i n gr í m ur S i gurge i r s s o n

Manga með svartan vanga – Sagan öll

við Jóhanna

Vín – frá þrúgu í glas

Jónína Leósdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir hafa haldið einkalífi sínu til hlés en segja nú áhrifamiklu ástarsögu sína. Þær voru báðar giftar er þær hittust fyrst og hvorug hafði átt í ástarsambandi við konu. Samband þeirra hófst í leynum 1985 en ástin hafði betur; árið 2000 hófu þær sambúð og gengu í hjónaband tíu árum síðar – og urðu þar með fyrstu samkynhneigðu forsætisráðherrahjón heims.

Áhugi fólks og þekking á léttvínum fer sívaxandi og nú er komin út bók sem bætir miklu við, aðgengilegt og gullfallegt rit þar sem farið er í spennandi ferðalag um vínheiminn og gefin góð ráð um vínsmökkun og val og geymslu á vínum. Höfundurinn er Steingrímur Sigurgeirsson, einn helsti vínsérfræðingur okkar.

Ómar Ragnarsson hefur opnað augu okkar fyrir alls kyns verðmætum í íslenskri náttúru, sögu og mannlífi. Í þessari bók er hann lifandi kominn, glettinn og tilfinningaríkur, fræðandi og fjörugur. Hann dregur hér upp sterkar og áhrifamiklar myndir af þeirri óvægnu lífsbaráttu sem íslensk alþýða allra alda háði, upp á líf og dauða. Slíku fólki og slíku mannlífi kynntist Ómar sem borgarbarn í sveit. Það er ekki lengra síðan.

S i gr ú n P á l s d ó t t i r

Edda A ndr ésdót tir

Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga

Til Eyja

Haustið 1940 lögðu tveir ungir íslenskir læknar, hjónin Friðgeir Ólason og Sigrún Briem, af stað áleiðis til Bandaríkjanna í sérnám. Eftir fjögurra ára vist þar og í Kanada snúa þau aftur til Íslands. Dvölin í Ameríku hefur verið ævintýri líkust og svalað miklum metnaði þeirra en það sem öllu hefur breytt og mótað þau meira en nokkur önnur reynsla.

Fjörutíu árum eftir að jörðin rifnaði á Heimaey, nánast við bæjardyrnar á Kirkjubæ, vitjar Edda Andrésdóttir liðinna tíma. Hún var þar á sumrin telpa hjá ömmu sinni og fólkinu sínu. Í gosinu fylgdist hún með fjölmörgum húsum bernskunnar verða hrauni, ösku og eldi að bráð. Fólkið á Kirkjubæ er í forgrunni, lífið á sjötta og sjöunda áratugnum. Persónuleg og ljúf saga.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á www.forlagid.is

Íslensk listasaga Íslensk listasaga spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Lögð er sérstök áhersla á einkenni íslenskrar myndlistar á hverju tímaskeiði, sögulegt samhengi hennar og samband við alþjóðlega listasögu. Verkið prýða litljósmyndir af fjölda listaverka sem varðveitt eru á söfnum hérlendis sem erlendis eða eru í einkaeigu. Bækurnar eru í fimm bindum og í vandaðri öskju.


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

G r é t a s ö re n s e n

Prjónabiblían Prjónabiblían er einstök uppflettibók um prjón og prjónatækni. Nákvæmar leiðbeiningar eru um prjónaaðferðir, formprjón, litaprjón og útprjón sem og umfjöllun um garntegundir og eiginleika þeirra. Höfundurinn, Gréta Sörensen, hefur mikla reynslu af kennslu og hönnun á þessu sviði.

Stóra handavinnubókin

Mar í n þ ó r s d ó t t i r

G u ð r ú n S . Mag n ú s d ó t t i r

Heklað fyrir smáfólkið

Vettlingaprjón

Í bókinni eru einfaldar og skemmtilegar uppskriftir fyrir alla sem hafa gaman af að hekla. Hér eru skrautleg dýr, geimverur og vélmenni sem og húfur, hosur, teppi, smekkir og fleira. Þetta er eiguleg bók fyrir allt áhugafólk um handavinnu. Höfundurinn, Marín Þórsdóttir, er þrautreyndur heklari og eftir hana liggja fjölmörg sköpunarverk á því sviði.

Í bókinni Vettlingaprjón eru 64 uppskriftir bæði fyrir börn og fullorðna. Hér eru einfaldar og skýrar uppskriftir að vettlingum sem og gagnlegar leiðbeiningar og örstutt kennsla í því prjóni og hekli sem notað er í uppskriftunum. Höfundurinn, Guðrún Magnúsdóttir, hefur einnig skrifað Sokkaprjón og Húfuprjón sem notið hafa mikilla vinsælda undanfarin ár.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á www.forlagid.is

Ómissandi handbók um fjölbreytta handavinnu: Öllum helstu aðferðum við að prjóna, hekla, sauma út og sauma bútasaum er lýst ítarlega í máli og myndum, grunntækni útskýrð, leiðbeint um áhöld og efni og flóknari aðferðum gerð nákvæm skil. Góð ráð, snjallar hugmyndir og ótalmargt fleira í stórri og fallegri alhliða hannyrðabók. Ingveldur Róbertsdóttir, María Þorgeirsdóttir og Sigrún Hermannsdóttir þýddu.


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

E l í s abe t Marge i r s d ó t t i r K are n K jar t a n s d ó t t i r

Hlaupabókin Út að hlaupa, eftir Elísabetu Margeirsdóttur og Karen Kjartansdóttur, er ætluð bæði byrjendum og lengra komnum. Fjallað er m.a. um undirbúning, mataræði, búnað, æfingar, meiðsli og forvarnir, keppnishlaup og hlaup fyrir og eftir barnsburð. Einnig eru æfingaáætlanir í bókinni, ráð frá vönum hlaupurum, kort yfir hlaupaleiðir og margt fleira gagnlegt.

J ó n G au t i J ó n s s o n

Fjallabókin Handbók um fjallgöngur og ferðalög í óbyggðum Íslands Fjallabókin er undirstöðurit, ætlað jafnt þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í útivist og hinum sem stefna hærra og lengra en vilja umfram allt koma heilir heim. Bókin geymir upplýsingar, þaulreynd ferðaráð og fróðleik um hvað eina er viðkemur ferðalögum á tveimur jafnfljótum um fjöll og firnindi Íslands.

Heimspekibókin

Na n n a R ö g n va l d ar d ó t t i r

Kjúklingaréttir Nönnu Kjúkling má nýta á ótrúlega margvíslegan hátt, í ódýra hversdagsrétti sem fínasta veislumat, og hér eru fimmtíu frábærir kjúklingaréttir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nanna Rögnvaldardóttir er landsþekkt fyrir skrif um matargerð og einfaldar en gómsætar uppskriftir og hefur sent frá sér á annan tug vinsælla matreiðslubóka.

s ve i n n kjar t a n s s o n á s l aug s n o rra d ó t t i r

Fagur fiskur Skemmtileg og óvenjuleg matreiðslubók sem geymir uppskriftir og fróðleik úr sjónvarpsþáttunum „Fagur fiskur“ og sýnir hvað fiskmatreiðsla er spennandi en um leið einföld. Í gnægtakistu hafsins eru alþekktir fiskar jafnt sem fáséðir, skelfiskur og sjávargróður, og hér er öllu breytt í fjölbreytilega og gómsæta rétti sem allir geta töfrað fram.

Hvernig varð heimurinn til? Hvað er sannleikur? Hvernig getum við lifað góðu lífi? Öldum saman hafa menn spurt stórra spurninga um tilveruna og heimspekingar leitast við að svara. Heimspekibókin er safn hnitmiðaðra greina um kenningar helstu hugsuða sögunnar. Flóknar kenningar eru útskýrðar og kappkostað að fanga kjarnann í hugsun spekinganna. Egill Arnarson þýddi.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á

www.forlagid.is


Við gerum tilboð og bjóðum upp á pökkun í fallegan jólapappír, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Haukur Olavsson: 575 5600 / haukur@forlagid.is

Magn ús Þór Jóns son

Megas textar 1966–2011 2. prentun Hér er kominn obbinn af söngtextum Megasar sem ortir voru á árabilinu 1966–2011. Margir textanna hafa aldrei birst áður en aðrir hafa aflað honum skáldfrægðar. Í bókinni er fjöldi ljósmynda af meistaranum og veröld hans og síðast en ekki síst prýða bókina myndskreytingar sem hann gerði sérstaklega fyrir útgáfuna. Bókin fæst með fjórum mismunandi kápum.

Árituð sjálfsmynd af meistaranum fylgir með.

Á r ita ð o g t öl us et t

gr a f í k v e f y l gir bók in n i

rk

a ða lstein n ingólfs son

karólína Lárusdóttir Karólína Lárusdóttir er meðal þeirra fjölmörgu íslensku myndlistarmanna sem hafa öðlast meiri frama meðal erlendra þjóða en hér heima. Hún er mótuð af meginstraumum breskrar myndlistarhefðar og þar hefur orðstír hennar vaxið ár frá ári en myndheimur hennar er íslenskur. Í þessari einstæðu listaverkabók eru litmyndir af verkum Karólínu auk fjölda ljósmynda úr fjölskyldualbúmum hennar og ítarleg grein um listakonuna, ævi hennar og listþróun eftir Aðalstein Ingólfsson. Allur texti bókarinnar er bæði á ensku og íslensku.

Fleiri frábærar bækur í jólapakkann á

www.forlagid.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.