Kúnstin aðaga barn Vel agað barn gerir fleira en að haga sér vel. Agi þroskar börn félagslega, siðferðislega og tilfinningalega. Hér er fjallað um leiðir til að aga börn og afleiðingar agaleysis.
128
Hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað • Þegar barnið hagar sér vel ertu óspör/óspar á tilfinningar
þínar. Vertu hlý(r) og uppörvandi, hrósaðu barninu, snertu það eða taktu utan um það. • Þegar barnið hagar sér illa spararðu tilfinningarnar og heldur
þig við staðreyndir. Þetta er oft hægara sagt en gert því að slæm hegðun kveikir á tilfinningum foreldranna. Þeir verða argir og pirraðir þegar barnið er óþægt en ekki endilega uppveðraðir þegar barnið er til friðs. Ef þú getur haldið þig á rólegu nótunum þegar barnið er með læti áttu mun auðFrekar en hrós þurfa börn oft þolinmóða athygli og
veldara með að róa það. Þegar þú sleppir þér virkjarðu óttaog reiðikerfi barnsins.
nærveru og að einhver sýni því raunverulegan áhuga hvað þau eru að gera.
• Athygli, hrós og umbun fyrir góða framkomu er elsta og
þekktasta uppeldisráðið og fyrir því er góð ástæða: Það virkar. Stjörnur eða broskallar hvetja barnið til að velta fyrir sér
135
kostum og göllum tiltekinnar hegðunar. Gefðu umbunina fljótlega því að börn lifa í núinu. • Ekki hrósa hugsunarlaust því þá hefur það enga merkingu.
Barnið getur líka orðið ringlað og skömmustulegt ef því finnst það ekki eiga hrósið skilið.
Við verðum öll reið annað slagið og oft þarf lítið til.
• Leiddu hjá þér neikvæða athyglisleit. Þegar börn ögra til að
fá athygli leiðist þeim yfirleitt eða þau skortir jákvæða athygli. Reyndu því að finna leiðir sem bæta úr því.
Bílstjóri sem svínar fyrir mann getur sett frumstæða kerfið í gang, í smástund langar mann að hella sér yfir asnann eða jafnvel lúskra á
• Settu skýrar reglur sem þú vilt að barnið og aðrir fari eftir.
honum en flestum tekst að
Það sama á við um heimili og samfélagið, ef ekki eru í gildi
hugsa, róa sig niður og haga
skynsamlegar reglur verður það stjórnlaust, óöruggt og
sér almennilega.
hættulegt. Reglur þurfa að vera sanngjarnar, til dæmis má enginn meiða annan, skemma hluti eða henda matnum á gólfið. Börn þurfa að læra að það hefur afleiðingar ef það brýtur reglur og stundum hjálpar að setja viðurlög, til dæmis að það fái ekki að leika sér með uppáhaldsleikfang í einhvern tíma ef það fer ekki eftir reglum heimilisins. Reglurnar eiga ekki að vera of margar en þú þarft að vera samkvæm/samkvæmur sjálfri/sjálfum þér þannig að þær gildi alltaf. • Gefðu skýr skilaboð og segðu nákvæmlega hvað þú vilt að
barnið geri. Ekki segja hvað það eigi ekki að gera. • Það fer vissulega eftir aldri barnsins hvernig þú útskýrir hluti
fyrir því. Eldri börn þurfa ítarlegri samræður um sanngirni, réttlæti og mikilvægi þess að virða annað fólk. Yngstu börn136
in, sem hafa ekki þroskaðan ytri heila, þurfa einfaldar leiðbeiningar. Sé barnið yngra en þriggja ára skaltu beygja þig þannig að þú sért í sjónhæð við það og vera ákveðin(n) en ekki reið(ur). Segðu einfaldlega „nei“ eða „hættu“ en ef það gengur ekki gætirðu þurft að stoppa barnið af. Sumt fólk nær aldrei tökum á frumstæða kerfinu. Það ræður ekki við minnstu hindranir eða áreiti og dæmin eru alltof mörg, til dæmis þeir sem beita maka sína eða börn ofbeldi. Hvernig sérðu þig í þessu samhengi?
• Þegar þú vilt að barnið þitt hætti einhverju er mikilvægt að
þú sért ákveðin(n). Til þess að vera sannfærandi þarftu að vera sannfærð(ur) um hvað þú teljir vera viðeigandi og gefa skýr skilaboð án þess að vera reið(ur) eða tala niður til barnsins. Líkamstjáning er afar mikilvæg, það verður að vera samræmi í því hvað þú segir og hvernig þú segir það (rödd og líkamsstaða). Ef barnið hlýðir ekki þarftu að ganga skrefinu lengra og jafnvel stoppa það af, sérstaklega ef barnið er ungt. • Ef barnið fer að gráta þegar þú segir nei við það geturðu
sagt: „Ég skil að þú sért ósátt en þú mátt þetta samt ekki.“ Með því sýnirðu barninu skilning en ert samt föst/fastur fyrir. • Þegar þú hefur þurft að skamma barnið eða stoppa það af er
nauðsynlegt að hjálpa því að jafna sig aftur. Á meðan barnið þitt er lítið þarftu kannski að taka það í fangið eða láta það finna með öðrum hætti að þú sért ekki lengur reið(ur). Með því hjálparðu til við að brjóta niður streituhormónin, barnið jafnar sig á skömmustutilfinningu og finnur að þér þykir ennþá vænt um það. Þegar barnið verður eldra þurfið þið að ræða saman þegar allt er yfirstaðið. Hér er ekki verið að veita slæmri hegðun athygli heldur að skoða hvaða tilfinningar 137
lágu að baki svo barnið geti lært að bregðast öðruvísi við þeim. Erfið hegðun stafar oft af tilfinningum sem barnið er hvorki meðvitað um né fært um að takast á við. Ef þér tekst að gera slík samtöl að venju eftir erfiðar uppákomur lærir barnið að skilja sjálft sig. Það treystir þér betur þegar það finnur að þú þolir líðan þess og þá leitar það síður að athygli á neikvæðan hátt. Þegar þú setur þig í spor barnsins þíns
Foreldrar sem finnst að þeim
leggurðu grunn að því að það geti fundið til með öðrum.
hafi verið hrósað lítið í æsku
Þann hæfileika er eingöngu hægt að öðlast með því að aðrir
detta stundum í hinar öfg-
hafi gert slíkt hið sama við mann sjálfan. • En hvað með skammarkrók eða svipaðar aðferðir, eins og að
arnar: Þeir hrósa börnunum sínum í tíma og ótíma. Því miður ber hrós þeirra ekki alltaf tilætlaðan árangur.
láta barn inn í herbergi? Skammarkrókur ætti að vera not-
Börn verða ringluð þegar
aður sparlega og aldrei við börn yngri en þriggja ára því að
þeim finnst ekki ástæða fyrir
hann virkar með því að valda sársauka (aðskilnaði), vekja
hrósinu eða upplifa ósam-
skömmustutilfinningu (eins og nafnið ber með sér) og höfnun
ræmi á milli orða foreldra og
(„ég vil ekki hafa þig nálægt mér“). Ástæður til að senda barn
hegðunar þeirra.
í skammarkrók geta til dæmis verið þegar það tekur ekki tiltali, skemmir hluti eða meiðir aðra af ásetningi. Stundum er við hæfi að vara barnið við („ef þú hættir ekki ferðu inn í herbergið þitt“) en stundum þarf að bregðast strax við. Ef barnið meiðir annað barn tekurðu strax af skarið. Þegar þú setur barn inn í herbergi skaltu segja því vegna hvers og hversu lengi. („Þú átt að vera inni í herberginu þínu í sex mínútur vegna þess að það er ekki í lagi að lemja fólk.“) Lokaðu dyrunum en læstu aldrei. Talaðu ekki við barnið á meðan það er inni og ef það heldur áfram þegar það kemur fram læturðu það inn aftur. Talaðu við það eftir á um hvað gerðist. 138
Ef þér gengur illa að aga barnið þitt gætirðu þurft að líta í eigin barm • Læt ég undan vegna þess að mér finnst erfitt að barninu
mínu líki ekki við mig? • Tuða ég að óþörfu? • Er ég óþarflega stjórnsöm/stjórnsamur? • Tek ég vanlíðan mína út á barninu? • Hvað óttast ég að geti gerst ef barnið er reitt við mig? • Finnst mér að barninu mínu eigi alltaf að líða vel? • Er ég hrædd um að skaða það? • Er ég reið(ur) eða ósátt(ur) við barnið?
Ef þér finnst þú hafa reynt allt og barnið þitt á samt erfitt með að hlýða og hegða sér í samræmi við aldur getur verið nauðsynlegt að leita aðstoðar fagfólks. Stundum þarf ekki mikið til að losna út úr vítahring, aðalatriðið er að gefast ekki upp.
139