Glæpurinn - Ástarsaga

Page 1


Árni Þórarinsson

GLÆPURINN ÁSTARSAGA

Glaepurinn.indd 3

4.9.2013 14:08


GLÆPURINN ÁSTARSAGA ©Árni Þórarinsson 2013 Tilvitnanir í texta Bjartmars Guðlaugssonar og Magnúsar Eiríkssonar eru birtar með góðfúslegu leyfi höfunda. Hönnun kápu: Jón Ásgeir Hreinsson Mynd á kápu: Shutterstock Ljósmynd af höfundi: Jóhann Páll Valdimarsson Umbrot: Ingibjörg Sigurðardóttir Letur í meginmáli: Garamond 3 12/15 pt. Prentun: Prentsmiðjan Oddi ehf. JPV útgáfa · Reykjavík · 2013 Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO Öll réttindi áskilin. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. ISBN 978-9935-11-390-0 JPV útgáfa er hluti af www.forlagid.is

Glaepurinn.indd 4

Forlaginu ehf.

5.9.2013 10:22


1

Nóttina áður en hann dó svaf hann lítið. Eða svaf hann ekkert? Var ekki draumurinn til marks um að hann hefði sofið? Eða var þetta ekki draumur? Þegar hann vaknaði var beygurinn enn raunverulegur. Ef hann vaknaði. Ef hann hafði sofið. Líkið var óþekkjanlegt. Að minnsta kosti gat hann ekki borið kennsl á það í fyrstu. Eftir því sem hann virti það betur fyrir sér varð það kunnuglegra. Hafið sótti að honum þar sem hann stóð í flæðarmál­ inu. Fæturnir voru orðnir blautir og kaldir. Hann rýndi uns hann varð að líta undan af einskærum viðbjóði. Maðkar hringuðu sig um tennurnar og pöddur böðuðu sig í augnatóftunum. Þetta voru leifar af manneskju sem hann átti að þekkja en náði ekki að koma fyrir sig. Hann varð að líta undan. Þá vaknaði hann. Óhugnaðurinn hríslaðist enn um líkamann. Lengi hafði hann dreymt dáið fólk, ef hann svaf á annað borð. Fólkið var lifandi í draumunum en hann vissi að í 5

Glaepurinn.indd 5

28.8.2013 14:16


raun var það dáið. Lík hafði hann þó ekki fyrr gengið fram á í svefni, ekki svo hann mundi. Hann þakkaði fyrir að vera ekki freudisti. Eða kannski hefði einmitt komið sér vel núna að vera freudisti. Freud, fokking Freud, eins og Hansína sagði. Staðurinn hafði verið hulinn myrkri. Samt vissi hann hvar hann var. Hann var við ströndina þar sem hann gekk á síðkvöldum. Öfugt við drauminn, myrkan og kaldan, var veruleik­ inn bjartur og hlýr. Hann stóð við svefnherbergisglugg­ ann og horfði út í kyrran vormorgun. Trén í garðinum voru laufguð til hálfs og farin að rétta úr sér eftir vetr­ arfargið. Úr næstu parhúsum heyrðust hurðarskellir og síðan voru bílar ræstir hér og þar í götunni. Fólk lagði af stað til að afla sér og sínum lífsviðurværis, eftir atvikum. Hann vonaði að það ætti betri nótt að baki en hann sjálfur. Og betri dag í vændum. Svitinn var enn að þorna í náttfötunum. Þau klístruð­ ust við handarkrikana og bringuna. Hann fór úr þeim, lagði á rúmið og virti þau fyrir sér. Þegar hún gaf honum þau fyrir rúmum áratug fannst honum þau dálítið kven­ leg, ef ekki barnaleg. Þetta vandaða hvíta silki með rauðu hjarta í hjartastað. Hann hafði spurt hvort þau fælu í sér sérstök skilaboð. Hún sagði að hann ætti að meta það sjálfur, lét hann máta, sagði að hann væri æðislega flottur og reyndi svo að æsa hann upp. En honum stóð ekki, sama hvað hún reyndi. Hvers vegna hafði hann grafið þau upp af skúffubotn­ inum í gærkvöldi? Vildi hann rifja upp gamlan vanmátt? Einmitt á þessum degi? 6

Glaepurinn.indd 6

28.8.2013 14:16


Í sturtunni helltust yfir hann hugsanir um svefngöngu. Fyrirbærið var þekkt úr fræðunum, ekki síst hjá börnum. Sjálfur hafði hann eitt sinn fengið til sín miðaldra sjúk­ ling sem gekk ítrekað í svefni, sér og sínum nánustu til skelfingar. Maðurinn hafði þó ekki gert óskunda í svefn­ göngum sínum, aðeins eigrað um heimili sitt með opin augu en sambandslaus. Þegar hann var vakinn mundi hann ekkert. Dæmi voru um alvarlega hegðun svefn­ gengla, jafnvel um að þeir hefðu framið morð án þess að vita af því. En þau dæmi voru umdeild, meðal annars vegna þess að sumir töldu svefngönguna uppspuna, yfir­ skyn eða skálkaskjól fyrir alvarlegan verknað af ásetningi. Um nokkra hríð hafði þessi sjúklingur þjáðst af álagi og streitu og sofið óreglulega. Sú var undirrótin. Í sam­ einingu tókst þeim að vinna bug á orsökinni og þá hvarf afleiðingin. Hann þurrkaði móðuna af baðherbergisspeglinum og velti enn einu sinni fyrir sér hvers vegna hann gæti ekki hjálpað sjálfum sér á sama hátt og stundum öðrum. Í speglinum blasti við honum bláeygur maður með stutt­ klippt ljóst hár og skegg, furðu slétt andlit og alls ekki eins þreytt og krumpað og honum leið. Þetta var ósköp venjulegur maður. Sitthvað varð honum að liði við að villa á sér heimildir. Það hjálpaði. Líkt og sjúklingurinn ráfaði hann einmitt um íbúðina þegar hann var andvaka. Munurinn var sá að það var ekki í svefni, heldur vöku. Eða var það ekki? Minningarnar ásóttu hann úr hverju horni í hverju herbergi. Þarna elduðu þau saman, þarna elskuðust þau, þarna rifust þau 7

Glaepurinn.indd 7

28.8.2013 14:16


eða öllu heldur, þarna reifst hann meðan hún þagði döpur og reyndi svo að gera gott úr öllu. Hvergi voru ljós­ myndir sem minntu á góðar stundir. Hann hafði fjarlægt þær allar. Góðar stundir minntu á slæmar stundir. Lengst dvaldist honum yfirleitt í herberginu inn af borðstofunni, herbergi Fríðu. Í áratug hafði hann, og kannski þau bæði, látið sig dreyma um að Fríða sneri aftur. En enginn kom í herbergið nema hann sjálfur og hann missti varla úr dag. Einnig þennan dag leit hann inn þegar hann hafði klætt sig. Hann horfði á plaköt af löngu gleymdum poppurum á veggjunum, eyrnalausa bangs­ ann og hvítu kanínuna sem enn héldu til á uppábúnu rúminu, úreltu tölvuleikina í snyrtilegri röð í dökkum viðarskáp, leikföngin, kubbana og spilin efst. Í neðstu hillunni voru örfáar barnabækur og teiknimyndasögur. Einu sinni enn greip hann eftirlætisbók Fríðu sem hann hafði lesið aftur og aftur fyrir hana. Þetta var dæmigerð ævintýrasaga um stelpu sem gat búið til eigin veruleika, galdrað sig frá leiðindum og ástleysi. Áður en hann vissi af var hann byrjaður að lesa fyrstu setningarnar upphátt. Svo lokaði hann bókinni og dró frá rósótt gluggatjöldin. Vægðarlaus morgunbirtan steyptist yfir hann.

Stofnanir samfélagsins voru í tætlum, traust til þeirra hrunið. Er þetta þá samfélag lengur? Þegar hann fletti blöðunum og hlustaði á útvarpið yfir kaffibollanum söfn­ uðust fréttir dagsins saman í þessa spurningu. Óvissa, mistök, klúður, fúsk, samtrygging, spilling, misskipting 8

Glaepurinn.indd 8

28.8.2013 14:16


auðs og glæpir úr öllum áttum. Misnotkun á aðstöðu, misnotkun á fjármunum, misnotkun á fólki, misnotkun á börnum. Það eina sem speglaði annan veruleika voru auglýs­ ingarnar. Markaðurinn var enn á sínum stað. Neyslan eins og andardráttur lifandi líks. Þar sameinaðist grunn­ stofnunin, fjölskyldan. Hann fékk sér annan kaffibolla, opnaði dagbókina í tölvunni og reyndi að hrista óþægindin af sér, þessa til­ finningu að hann væri ekki stikkfrí. Það rann upp fyrir honum að allt það sem fréttirnar spegluðu var ekki aðeins lífsviðurværi hans heldur lífgjöf. Bölið var bjargráð. Vandamál annarra fylltu hans eigin tómleika. Vitneskjan um þessa þversögn var ekki laus við sekt­ arkennd. Það var það eina sem hann hafði nóg af: Sektar­ kennd. Þéttskipuð dagskráin birtist á skjánum. Sjúklingar í biðröð á stofunni fyrir hádegið. Löns með Stefni. Fyrir­ lestur í háskólanum síðdegis og svo fundir með nokkrum nemendum og bunkar af ritgerðum til að fara yfir. Oft hafði hann íhugað að rýma dagskrá þessa dags. Óöryggið andspænis því sem kæmi í staðinn stóð í veginum. Þannig varð hann að hafa það. En hvernig yrði kvöldið? Og nóttin? Það var í einsemdinni sem myrkrið tók af honum völdin. Veggklukkan milli bókahillanna í stofunni var að skríða yfir átta. Hann gat ekki frestað því lengur að 9

Glaepurinn.indd 9

28.8.2013 14:16


hringja. Sýrurnar í maganum freyddu og hnúturinn hert­ ist. Við hlið klukkunnar störðu ljóðabækurnar hans tvær á hann ásakandi. Skyggnur og Skyggnur II. Tilgerð, hugs­ aði hann, djöfulsins tilgerð og sjálfhverfa. Hvers vegna í andskotanum var hann að ...? Gemsinn hringdi. Hann hrökk við og leit á númerið. Þetta var hringingin sem hann hafði kviðið fyrir, núm­ erið sem hann hefði sjálfur átt að hringja í. Hann reyndi að gera röddina glaðlega. „Fríða mín. Ég ætlaði einmitt að fara að slá á þráðinn.“ Þögn. Hann greip tækifærið og hélt áfram: „Innilega til ham­ ingju með daginn. Og með áfangann.“ Þögn. Árum saman hafði hann hugsað um þetta símtal og reynt að undirbúa sig, finna réttu orðin og rétta tóninn. Þögnin í símanum gaf honum svigrúm sem hann yrði að nýta. „Ég, hérna ... Eins og þú veist ...“ Hann fékk kökk í hálsinn eða lenti á einhvers konar fyrirstöðu. „Hún er komin á Netið,“ sagði Fríða þá snöggt og kalt. „Á Netið? Hvað meinarðu?“ „Þetta sem tengir alla alls staðar alltaf. Hefurðu ekki heyrt um það?“ „Hver? Hver er komin á Netið?“ „Hver heldurðu?“ Fyrirlitningin í ísköldum mál­ rómnum nísti inn að beini. „Um hvað ertu eiginlega að tala, Fríða mín?“ 10

Glaepurinn.indd 10

28.8.2013 14:16


„Ég er ekki Fríða þín. Núna, loksins, endanlega, er ég Fríða mín.“ Áherslan á „mín“ var sigri hrósandi. „En ...“ Áður en hún skellti á heyrðist honum hún hvæsa: „Fokking ógeð.“

11

Glaepurinn.indd 11

28.8.2013 14:16


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.