Heklfélagið - Tinna Þórudóttir Þorvaldar

Page 1


Áttablaðarós og tígulgluggi Höfundur: Elín Kristín Guðrúnardóttir

Að hekla utan um krukkur er hugmynd sem kviknaði hjá mér fyrir jólin 2010 og úr urðu fjórar krukkur sem mynduðu aðventukransinn fyrir þau jól. Síðan þá hef ég heklað ótal margar krukkur í hinum ýmsum útgáfum. Hérna kemur uppskrift af krukkum sem eru frábrugðnar þeim sem ég hef heklað hingað til. Þessar eru heklaðar eftir stuðlamunstri (e. filet crochet). Áttablaðarósina fann ég í gamalli heklbók frá 1950. Tígulgluggann fann ég svo í gamalli heklaðri prufu sem er í eigu Þjóðminja­safnsins. Á þeirri prufu eru bæði munstrin saman og því tilvalið að hafa þau saman í setti á krukkum.

Garn:

Heklgarn nr. 10 eða fínna garn

Heklunál:

Sem hæfir garni

Skammstafanir: L = lykkja LL = loftlykkja LB = loftlykkjubogi KL = keðjulykkja FL = fastalykkja ST = stuðull

92

OST = opinn stuðull OFL = opin fastalykkja FST = fjórbrugðinn stuðull sl. = sleppa

Annað: Glerkrukka

Aðferð:

Botn- og toppstykki eru hekluð í hring. Stuðlamunstrið er heklað fram og til baka en það er tengt saman í hring í lok umferðar áður en snúið er við,


þannig myndast hólkur fyrir krukkuna. Í uppskriftinni eru teikningar af tveimur munstrum. Einnig er hægt að teikna upp sitt eigið stuðlamunstur og hekla sína eigin einstöku krukku.

Áttablaðarósin, 19 x 19 einingar

Áður en byrjað er að hekla skal mæla krukkuna sem hekla á utan um og gera heklfestuprufu með því garni og nál sem til stendur að nota. Þetta er gert til þess að miðja munsturmyndina á krukkunni og ganga úr skugga um að krukkan sé í réttri stærð.

93


Botnstykki Gerið galdralykkju eða fitjið upp 20 LL og tengið í hring með KL. 1. umf. Heklið 3 LL, 35 ST inn í hringinn. (36 L) 2. umf. Heklið 3 LL, 2 ST, 2 ST í næstu L (útaukning), [3 ST, 2 ST í næstu L] x endurtakið út umferð eins oft og lykkjufjöldi leyfir. 2. umferð er endurtekin þar til botn­ stykkið er orðið nærri því jafnstórt og botninn á krukkunni. Lykkjufjöldinn í síðustu endurtekningu verður að vera slétt tala. Munstureiningar gerðar 3. umf. Heklið 5 LL, [sl. 1 L, 1 ST í næstu L, 2 LL] x endurtakið út umferð.

Dæmi: Ef heklfesta 4 eininga er 2 cm og krukkan er 10 cm á hæð er pláss fyrir 20 munstureiningar. Áttablaðarósin er 19 einingar á hæð, til þess að miðja munstrið á krukkuna yrði þá að gera 1 umferð af auðum einingum áður en byrjað er að hekla munstrið.

94

Stuðlamunstur Áður en byrjað er að hekla stuðlamunstur skal telja hversu margar munstureiningar eru eftir 3. umferð. Þetta er gert til þess að telja út hversu oft er hægt að hafa munsturmyndina á krukkunni. Dæmi: Tígulglugginn er 17 einingar á breidd. Ef munstureiningarnar eru 38 þá kemst munstrið tvisvar sinnum fyrir. Munstrið er heklað fram og til baka. Hver umferð byrjar á 5 LL og er lokað með KL í 3. LL áður en snúið er við og þannig myndast hólkur.


Toppstykki 1. umf. Heklið 3 LL, 2 ST í hvern LB, 1 ST í hvern ST, tengt í lok umferðar með KL. Ef sleppa á að hekla yfir skrúfgang krukkunnar er farið beint í 3. umferð. 2. umf. Heklið 3 LL, 1 ST í hverja L, þrengja skal toppstykkið eftir þörfum með því að gera 2 OST (úrtaka) með reglulegu millibili. 2. umferð er endurtekin þar til toppstykkið nær yfir skrúfgang krukkunnar. 3. umf. Heklið 1 LL, [4 FL, 2 OFL] x endurtakið út umferð eins og lykkjufjöldi leyfir. Ef þrengja þarf toppstykkið betur á krukkunni má fækka FL á milli OFL í þriðju umferð eða endurtaka 3. umferð. Slítið frá og gangið frá endum.

Tígulglugginn, 17 x 17 einingar

95


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.