Í meira en 300 ár hefur hið dularfulla Kletthús sett svip sinn á Viskíströnd — en í huga stjörnulögfræðingsins Elis Landon er það griðastaður fjölskyldunnar. Eli hefur átt velgengni að fagna en þegar eiginkona hans finnst myrt er Eli grunaður um verknaðinn. Eli leitar skjóls á fjölskyldusetrinu, bugaður á sál og líkama. Þar kynnist hann nuddaranum Öbru Walsh sem gerir hvað hún getur til að hjálpa en hver flækjan af annarri þvingar hann í leiðangur sem hann hefur forðast; að horfast í augu við sjálfan sig.