Nora Roberts
H ÚSI Ð VIÐ HAFIÐ Ásdís Guðnadóttir þýddi
Husid vid hafid.indd 3
17.3.2014 19:04
Húsið við hafið Titill á frummáli: Whiskey Beach © Nora Roberts 2013 Íslensk þýðing © Ásdís Guðnadóttir 2014 Gefin út samkvæmt samningi við Writers House, New York og Ia Atterholm Agency, Svíþjóð Vaka-Helgafell Reykjavík 2014 Öll réttindi áskilin. Gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO Hönnun kápu: Emilía Ragnarsdóttir / Forlagið Ljósmyndir á kápu: Shutterstock Umbrot: Ingibjörg Sigurðardóttir Letur í meginmáli: Bembo 10,3/13 pt. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis þýðanda og útgefanda. ISBN 978-9979-2-2266-8 Vaka-Helgafell er hluti af www.forlagid.is
Husid vid hafid.indd 4
Forlaginu ehf.
17.3.2014 19:04
Eitt Gegnum napurt gluggatjald slyddunnar, í slitróttu skini stórkostlegrar birtunnar á klettinum í suðri komu ógnarstórar útlínur Kletthúss í ljós yfir Viskíströnd. Það vissi mót köldu, ofsafengnu Atlantshafinu eins og áskorun. Ég mun endast jafnlengi og þú. Það stóð, þriggja hæða og sterkbyggt fyrir ofan stórgrýtta, klettótta ströndina og fylgdist með fyrirganginum í öldunum gegnum dökk augu glugganna eins og það hafði gert – með einum eða öðrum hætti – í meira en þrjár aldir. Litli steinkofinn, sem nú hýsti verkfæri og garðáhöld, sagði til um fábrotið upphaf, um þá sem horfðust í augu við ofsafengið, hviklynt Atlantshafið til að búa sér líf á grýttu landi í nýjum heimi. Yfir því gnæfðu gullnir steinveggir og sveigðir gaf lar, stór verönd úr veðruðum steini af svæðinu bar vitni um blómaskeið þess. Húsið hafði lifað af storma, vanrækslu, kærulausan munað, vafasaman smekk, vöxt og gjaldþrot, hneyksli og ráðvendni. Innan veggja þess höfðu kynslóðir Landon-ættarinnar lifað og dáið, fagnað og syrgt, lagt á ráðin, blómstrað, hrósað sigri – og veslast upp. Það hafði skinið jafnskært og stórkostlegt ljósið sem teygði sig yfir hafið á grýttri og dýrlegri norðurströnd Massachusetts. Og það hafði hniprað sig saman og byrgt gluggana í myrkrinu. Það hafði staðið lengi, svo lengi að nú var það einfaldlega Kletthús, sem ríkti yfir hafinu, sandinum, þorpi Viskí strandar. Í huga Eli Landon var það staðurinn. Ekki kannski athvarf
Husid vid hafid.indd 7
17.3.2014 19:04
8
HÚSIÐ VIÐ HAFIÐ
heldur frekar undankomuleið frá öllu sem líf hans hafði orðið síðastliðna ellefu skelfilega mánuði. Hann þekkti varla sjálfan sig. Tveggja og hálfs tíma aksturinn frá Boston eftir hálum vegum gekk nærri honum. En satt best að segja, viðurkenndi hann, hjúfraði þreytan sig f lesta daga upp að honum eins og ástkona. Svo að hann sat fyrir utan húsið í myrkrinu, slyddan skall á framrúðunni og þakinu, meðan hann velti fyrir sér hvort hann ætti að safna saman nægri orku til að fara inn eða vera bara kyrr, kannski sofna í bílnum. Kjánalegt, hugsaði hann. Auðvitað sæti hann ekki bara þarna og svæfi í bílnum þegar húsið, með sínum þægilegu rúmum, væri aðeins nokkra metra frá honum. Honum lá ekkert á að hífa ferðatöskurnar upp úr skottinu. Þess í stað greip hann töskurnar í sætinu við hliðina á sér, í þeim var fartölvan og það nauðsynlegasta. Slyddan skall á honum þegar hann steig út úr bílnum, en napur vindurinn, þessi blístrandi Atlantshafsvindur, skar burtu drungann. Öldur dundu á klettinum, skullu á sandinum, sameinuðust í sífelldum, hvæsandi dyn. Eli dró húslyklana upp úr jakkavasanum, gekk inn í skjólið af breiðum, yfirbyggðum súlnagöngunum að gegnheilum tvöföldu hurðunum, höggnum til meira en öld áður úr tekkviði frá Búrma. Tvö ár, hugsaði hann – nærri þrjú – frá því að hann var hér síðast. Of upptekinn við líf sitt, vinnu, hörmungarnar í hjónabandinu til að keyra hingað yfir helgi, taka sér frí, heimsækja ömmu sína. Hann hafði vitaskuld varið tíma með henni, hinni ósigrandi Hester Hawkin Landon, þegar hún kom til Boston. Hann hringdi reglulega í hana, sendi tölvupóst, talaði við hana á Facebook og Skype. Hester var kannski að nálgast áttrætt en hún tileinkaði sér strax tækninýjungar. Hann hafði farið með henni í kvöldverði, kokteila, munað eftir blómum og kortum, gjöfum, verið með henni og fjölskyldunni á jólum og afmælisdögum. Og það, hugsaði hann um leið og hann opnaði dyrnar,
Husid vid hafid.indd 8
17.3.2014 19:04
MYRKUR
9
hafði verið afsökunin fyrir því að finna sér ekki tíma til að fara á Viskíströnd, þann stað sem hún hafði mest dálæti á, og sinna henni af heilum hug. Hann fann rétta lykilinn, opnaði dyrnar, gekk inn og kveikti ljósin. Hann tók eftir að hún hafði breytt en amma tók breytingum fagnandi um leið og henni tókst að hafa hefðir í heiðri – það hentaði henni. Ný listaverk – málverk af hafinu, görðum – mjúkir litir á íburðarmiklum dökkum veggjum. Hann lagði frá sér töskurnar við dyrnar og tók sér andartak til að horfa í kringum sig í gljáfægðu anddyrinu. Hann leit á stigana – glottandi ufsagrýlur á stigastólpunum, sem einhver kenjóttur Landon hafði pantað, – þeir sveigðust glæsilega til hægri og vinstri í átt að norður- og suðurálmunum. Nóg af svefnherbergjum, hugsaði hann. Hann þurfti bara að ganga upp stigana og velja eitt. Ekki strax. Þess í stað gekk hann gegnum aðaldagstofuna með háu, bogadregnu gluggunum sem vissu að fremri garðinum – eða því sem yrði fremri garðurinn þegar veturinn sleppti tökunum. Amma hans hafði ekki verið heima í meira en tvo mánuði, en hann sá ekki rykkorn. Viðarkubbar lágu í arninum rammaðir inn í skínandi asúrstein, biðu bara eftir að kveikt væri upp. Ný blóm stóðu á Hepplewhite-borðinu sem hún hafði svo miklar mætur á. Mjúkir og notalegir púðar voru í sófunum þremur í herberginu og breiðar kastaníuviðargólffjalirnar gljáðu eins og spegill. Hún hefur fengið einhvern til að fylgjast með húsinu, sagði hann við sjálfan sig, síðan nuddaði hann ennið á sér, höfuðverkurinn var ekki langt undan. Hún hafði sagt honum það, er það ekki? Sagt honum að hún hefði einhvern til að sjá um staðinn. Nágranna eða einhvern sem sá um þrif. Hann mundi þetta óljóst, hafði týnt
Husid vid hafid.indd 9
17.3.2014 19:04
10
HÚSIÐ VIÐ HAFIÐ
upplýsingunum andartak í þokunni sem tók of oft völdin í lífi hans. Núna átti hann að sjá um Kletthús. Sinna því, halda í því lífi, eins og amma hans hafði beðið um. Og kannski, hafði hún sagt, myndi það dæla einhverju lífi í hann aftur. Hann tók upp töskurnar og leit á stigana. Og stóð hreyfingarlaus. Hún hafði fundist þarna, neðst í stiganum. Nágranni fann hana – sami nágranni? Var það ekki sami nágranni og gerði hreint fyrir hana? Einhver, Guði sé lof, hafði komið við til að athuga um hana og fundið hana liggjandi þarna meðvitundarlausa, marða, blæðandi, með mölbrotinn olnboga, brotna mjöðm, brákuð rif bein og heilahristing. Hún hefði getað dáið, hugsaði hann. Læknarnir tjáðu undrun sína á þrjósku hennar. Enginn úr fjölskyldunni leit til hennar daglega, engum datt í hug að hringja, og enginn, ekki heldur hann sjálfur, hefði haft áhyggjur þótt hún hefði ekki svarað í einn eða tvo daga. Hester Landon, sjálfstæð, ósigrandi, sem ekkert fékk grand- að. Sem hefði getað dáið eftir skelfilegt fall ef ekki hefði verið fyrir nágranna – og óþreytandi viljastyrk hennar. Núna drottnaði hún yfir samliggjandi herbergjum á heimili foreldra hans meðan hún náði sér. Hjá þeim yrði hún þar til hún yrði talin nógu sterk til að snúa aftur í Kletthús – eða, ef foreldrar hans fengju sínu framgengt, þar yrði hún áfram, punktur. Hann vildi óska að hún yrði bara hér, í húsinu sem hún elskaði, sitjandi úti á veröndinni á kvöldin með martíniglas að horfa út á hafið. Eða að dútla í garðinum sínum, kannski að stilla upp málaratrönunum. Hann langaði að hugsa sér hana, fulla af orku, ekki hjálparvana og brotna á gólfinu. Hann myndi gera sitt besta þar til hún kæmi heim. Hann myndi halda lífi í húsinu hennar, að svo miklu leyti sem hann gæti. Eli tók upp töskurnar og lagði af stað upp. Hann myndi
Husid vid hafid.indd 10
17.3.2014 19:04
MYRKUR
11
vera í sama herbergi og venjulega – eða hafði verið áður en heimsóknunum fór að fækka. Lindsay hafði ekki þolað Viskíströnd og Kletthús og gert ferðir þangað að köldu stríði þar sem amma hans var kuldalega kurteis en kona hans vísvitandi meinleg. Og honum var troðið á milli. Svo að ég fór auðveldu leiðina, hugsaði hann núna. Hann iðraðist þess að hafa hætt að koma til hennar en hann gat ekki fært klukkuna til baka. Hann gekk inn í svefnherbergið. Líka blóm hér, sá hann, og sömu grænu veggirnir, tvær af vatnslitamyndum ömmu hans sem hann hafði alltaf haft sérstakt dálæti á. Hann lagði töskurnar á bekkinn við rúmgaf linn og fór úr frakkanum. Allt eins. Litla skrif borðið undir glugganum, breiðar svala hurðirnar með glerrúðunum, hægindastóllinn og litli skemillinn með áklæðinu sem amma hans hafði saumað út fyrir löngu. Það lá við að honum fyndist hann vera heima hjá sér. Hann opnaði töskuna, dró upp snyrtitöskuna, fann svo hrein handklæði og fínar sápur. Á baðinu var ilmur af sítrónum. Hann af klæddist án þess að líta í spegilinn. Hann hafði lést síðastliðið ár. Hann þurfti ekki að minna sjálfan sig á það. Hann skrúfaði frá sturtunni, gekk inn og vonaðist til að þreytan rynni af honum. Hann vissi af reynslunni að ef hann fór uppgefinn og stressaður í rúmið svaf hann illa og vaknaði með óróleikann í sálinni. Þegar hann steig út úr sturtunni og greip eitt handklæðið úr staf lanum fann hann aftur þessa daufu sítrónulykt meðan hann þurrkaði á sér hárið. Rakt hárið liðaðist niður á háls, f lækja af skollitu hári, síðara en það hafði verið frá því snemma á þrítugsaldrinum. Hann hafði tæplega þörf fyrir hundrað og fimmtíu dollara klippingu eða safn af ítölskum jakkafötum og skóm. Hann var ekki lengur vel klæddur lögfræðingur með hornskrifstofu klifrandi upp metorðastigann. Sá maður hafði dáið um leið og Lindsay. Hann hafði bara ekki gert sér grein fyrir
Husid vid hafid.indd 11
17.3.2014 19:04
12
HÚSIÐ VIÐ HAFIÐ
því þá. Hann kastaði sænginni til hliðar, jafnmjúkri og hvítri og handklæðið, smeygði sér í rúmið og slökkti ljósið. Í myrkrinu heyrði hann stöðugar drunurnar í sjónum og hvissið í slyddunni á rúðunum. Hann lokaði augunum og óskaði sér, eins og hann gerði á hverju kvöldi, að óminnið tæki völdin. Hann fékk aðeins fáeina tíma. Fjandinn, hann var reiður. Enginn, alls enginn, hugsaði hann um leið og hann ók gegnum hart, ískalt regnið, gat æst hann jafnmikið upp og Lindsay. Tíkin sú. Hugur hennar og að því er virtist siðferðiskenndin líka, var frábrugðin því sem hann þekkti hjá öðrum. Henni tókst að sannfæra sjálfa sig og, hann var þess fullviss, fjölmarga vini sína, móður sína, systur og Guð má vita hvern, um að það væri hans sök að hjónabandið hafði versnað, hans sök að þau höfðu farið úr hjónabandsráðgjöf yfir í skilnað að borði og sæng og þaðan í baráttu með aðstoð lögfræðinga. Og hans helvítis sök að hún hafði haldið fram hjá honum í rúma átta mánuði – þar af fimm mánuði fyrir „reynslu“skilnaðinn sem hún hafði viljað. Og einhvern veginn var það honum að kenna að hann hafði komist að lygum hennar, framhjáhaldi og svikum áður en hann skrifaði undir á strikalínuna svo að hún gæti gengið burt með fjárfúlgu. Þau voru bæði reið, hann yfir að vera eins og fáviti og hún vegna þess að hann áttaði sig loksins. Vafalaust var það honum að kenna að þau höfðu staðið í heiftarlegu, grimmilegu rifrildi um framhjáhald hennar þetta síðdegi í galleríinu þar sem hún vann í hlutastarfi. Slæm tímasetning, hann var ókurteis, hann viðurkenndi það, en einmitt núna? Honum var skítsama. Hún vildi kenna honum um vegna þess að hún hafði verið óvarkár, svo óvarkár að hans eigin systir hafði séð hana og annan mann í kossaf lensi í anddyri hótels í Cambridge – áður en þau fóru saman inn í lyftuna.
Husid vid hafid.indd 12
17.3.2014 19:04
MYRKUR
13
Kannski hafði Tricia beðið í tvo daga með að segja honum frá, en hann gat ekki áfellst hana. Þetta tók á. Og hann hafði tekið sér aðra tvo daga til að melta það áður en hann mannaði sig upp og réð spæjara. Átta mánuðir, hugsaði hann aftur. Hún hafði sofið hjá einhverjum gaur í hótelherbergjum, gistihúsum, Guð mátti vita hvar – hún hafði þó verið of klár til að nota húsið. Hvað hefðu nágrannarnir sagt? Kannski hefði hann ekki átt að fara vopnaður skýrslu spæjarans og ofsareiði í galleríið til að tala við hana. Kannski hefðu þau átt að vera skynsamari en svo að hefja öskurkeppni sem hélt áfram út á götu. En þau yrðu bæði að standa af sér skömmina. Eitt vissi hann: sáttagerðin yrði ekki jafnsæt fyrir hana. Allar hugmyndir hans um sanngirni og réttlæti voru farnar og engin ástæða til að halda of fast í kaupmálann. Hún myndi komast að því þegar hún kæmi heim af góðgerðaruppboðinu og sæi að hann hefði tekið málverkið sem hann keypti í Flórens, demantinn frá langömmu hans og silfurkaffistellið, sem hann hafði engan áhuga á, en var annar erfðagripur úr ættinni og hann mætti hundur heita ef hún fengi að henda í sameiginlega pottinn. Hún ætti eftir að komast að því að leikurinn hafði gjörbreyst. Kannski var þetta smásálarlegt, kannski heimskulegt – eða kannski var þetta rétt og sanngjarnt. Hann gat ekki horft fram hjá þessu. Hann hafði ekið heim öskureiður. Hann hafði álitið að húsið í Back Bay í Boston yrði tryggur grunnur hjónabandsins. Hann hafði leyft sér að vona að húsið myndi einhvern tímann hýsa börn þeirra. Núna yrðu þau að selja það og líklega að ganga burt með helming af litlu sem engu. Og í staðinn fyrir að leigja íbúð myndi hann enda á kaupa. Fyrir sjálfan sig, hugsaði hann um leið og hann steig út úr bílnum og út í regnið. Engin þörf á rökræðum, rifrildi eða sáttmála. Hann áttaði sig á því þegar hann skokkaði upp að útidyr-
Husid vid hafid.indd 13
17.3.2014 19:04
14
HÚSIÐ VIÐ HAFIÐ
unum, að það yrði eiginlega léttir. Kannski höfðu lygar hennar orðið honum til góðs. Hann gat gengið burt án samviskubits eða eftirsjár. En hann myndi andskotinn hafa það ganga burt með það sem hann átti. Hann opnaði dyrnar og gekk inn í rúmgott, smekklegt anddyrið. Hann sneri sér að þjófavarnartöf lunni og sló inn lykilnúmerið. Ef hún hafði breytt því var hann með skilríkin sín með nafni og þessu heimilisfangi. Hann vissi hvernig hann ætti að taka á spurningum frá lögreglu eða öryggisfyrirtækinu. Hann myndi einfaldlega segja að konan hans hefði breytt lykilnúmerinu – sem var satt – og hann hefði gleymt því. En hún hafði ekki gert það. Honum var á vissan hátt létt. Hún taldi sig þekkja hann svo vel, var svo viss um að hann myndi aldrei fara inn í húsið án hennar leyfis. Hann hafði samþykkt að f lytja út til að gefa þeim báðum svolítið rými, svo að hann myndi aldrei truf la, aldrei þrýsta of mikið á. Hún gekk ævinlega út frá því að hann væri svo helvíti siðfágaður. Hún kæmist brátt að því að hún þekkti hann ekki neitt. Hann stóð andartak, drakk í sig kyrrðina í húsinu, tilfinn inguna fyrir því. Litavalið fágað, litirnir voru bakgrunnur, innanstokksmunir blanda af gömlu og nýju, snilldarleg samsetning sem léði húsinu stíl. Hún var góð í því, hann gat ekki mótmælt því. Hún vissi hvernig hún átti að kynna sjálfa sig, heimili sitt, kunni að halda góðar veislur. Þau höfðu átt góðar stundir hér, hamingjustundir, ánægjustundir, samveran þægileg, svolítið af góðu kynlífi, sunnudagsmorgnar í kyrrð. Hvernig fór þetta allt svona illa? „Fjandinn hafi það,“ tuldraði hann. Farðu inn, farðu út, sagði hann við sjálfan sig. Það fyllti hann bara depurð að vera í húsinu. Hann fór upp og inn í setu stofuna við hliðina á hjónaherberginu – tók eftir að hún var með hálffulla tösku á farangursgrindinni.
Husid vid hafid.indd 14
17.3.2014 19:04
MYRKUR
15
Hún mátti fara hvert í helvítinu sem hana langaði, hugsaði hann, með eða án elskhugans. Eli einbeitti sér að ætlunarverki sínu. Hann sló inn talna rununa fyrir peningaskápinn. Hann hunsaði seðlabunkann, skjölin, skartgripaskrínið með munum sem hann hafði gefið henni gegnum árin eða hún keypt handa sjálfri sér. Bara hringinn, sagði hann við sjálfan sig. Landon-hringinn. Hann skoðaði kassann, horfði á hann blika og leiftra í ljósinu, stakk honum svo í jakkavasann. Þegar peningaskápnum hafði verið lokað og hann var kominn niður aftur hvarf laði að honum að hann hefði átt að kaupa bóluplast eða einhverjar umbúðir um málverkið. Hann fann til handklæði, eitthvað til að hlífa því fyrir regninu. Hann tók tvö baðhandklæði úr línskápnum. Inn og út, sagði hann aftur við sjálfan sig. Hann hafði ekki vitað hversu mjög hann langaði út úr húsinu, burt frá minningunum – góðum og slæmum. Hann tók málverkið af stofuveggnum. Hann hafði keypt það í brúðkaupsferðinni þeirra vegna þess að Lindsay hafði verið svo hrifin af því, mildum litunum, sjarmanum og einfaldleikanum af sólblómaakri og ólívutrjám. Þau höfðu keypt önnur listaverk, hugsaði hann um leið og hann vafði handklæðunum utan um verkið. Málverk, skúlptúr og leirmuni sem voru vissulega verðmeiri. Þau verk gátu farið í sameiginlega sjóðinn, allt verið hluti af samningaviðræðunum. En ekki þetta. Hann lagði innpakkað málverkið á sófann, gekk gegnum stofuna með storminn byljandi fyrir ofan. Hann velti fyrir sér hvort hún væri á ferð í storminum, á leiðinni heim að ljúka við að pakka fyrir ferðalagið með elskhuganum. „Njóttu þess meðan það varir,“ muldraði hann. Vegna þess að það fyrsta sem hann ætlaði að gera morguninn eftir var að hringja í lögfræðinginn sinn. Héðan í frá ætlaði hann ekki að sýna neina miskunn. Hann gekk inn í bókaherbergið og um leið og hann ætlaði
Husid vid hafid.indd 15
17.3.2014 19:04
16
HÚSIÐ VIÐ HAFIÐ
að kveikja ljósið kom hann auga á hana í skjálfandi leiftri nístandi eldingar. Frá því andartaki allt að beljandi svari þrumunnar var hugur hans tómur. „Lindsay?“ Hann kveikti ljósið um leið og hann stökk áfram. Ólgan hið innra var vegna þess sem hann sá og þess sem hann gat fallist á. Hún lá á hliðinni fyrir framan arininn. Blóð, svo mikið blóð á hvítum marmaranum, dökku gólfinu. Augu hennar, þessi dökkbrúnu augu sem höfðu heillað hann svo mjög voru eins og gler með plastfilmu. „Lindsay.“ Hann féll niður við hliðina á henni og tók í höndina sem lá útrétt á gólfinu eins og hún væri að teygja sig í eitthvað. Og fann að hún var köld.
Husid vid hafid.indd 16
17.3.2014 19:04