Örlagaþættir - Sverrir Kristjánsson

Page 1


Róstusamt mannlíf

Höfðing jasonur hýddur

U

M aldamótin 1700 var Skálholt sá staður á Íslandi sem mest og bezt var húsaður, bæði kirkja og bæjarhús báru enn merki hins stórbrotna biskups, Brynjólfs Sveins­ sonar, sem setið hafði staðinn um og eftir miðja 17. öld. Í Skálholti var líka saman komið meira fjölmenni á einum stað en annars staðar á Íslandi. Þar er mikill fjöldi hjúa því að margs þarf búið við og þá má heldur ekki gleyma því að í Skálholti er mesta menntasetur landsins, skólinn þar sem prestaefni landsins stunda guðfræði- og latínulærdóm, sálna­ hirðar íslenzku þjóðarinnar, en þar eru einnig margir sem eiga eftir að verða sýslumenn og lögmenn. Úr þessum skóla koma andlegir og veraldlegir leiðtogar Íslands. Höfðingjarnir senda sonu sína í þennan skóla til að menntast og mannast, en stundum ber það einnig við að námfús, fátækur sveinn og lítillar ættar nái að setjast þar á skólabekk. Í þessum helgu véum lærdómslistanna gætir sömu stéttaskiptingar og í hin­ um rúmhelgu byggðum landsins: ríkismannasynirnir láta syni fátæklinganna stjana í kringum sig svo sem þeir voru vanir í heimahögunum. Það er að kvöldlagi um vetur árið 1695 að veturinn hefur nálega fært biskupssetrið í kaf í fönn. Í skólastofunni í Skál­ ~ 65 ~


holti situr ungur sveinn við kertaljós og skrifar bréf móður sinni. Það vekur strax furðu hve hár hann er vexti, þessi ungi maður, aðeins fjórtán vetra gamall, og vel er hann á sig kom­ inn. Hann er eins og holdtekja þeirrar hugmyndar er Íslend­ ingar hafa gert sér um höfðingja sína: fríður og stórvaxinn. Af útliti hans má ætla að hvorki hann né forfeður hans hafi kennt íslenzku vorsveltunnar. Hinn ungi skólasveinn segir móður sinni allt af létta um hagi skólans og veru sína þar, og hann getur ekki stillt sig um að skrifa skæting um skóla­ meistarann, pilturinn er ekki orðvar, enda ekki vanizt því í æsku er hann var í föðurhúsum. Þegar hann hefur lokið bréfinu innsiglar hann það með signethring sínum úr gulli, hann ætlar að koma bréfinu á mann sem á leið vestur um á morgun. Síðan gengur hann til náða. En þetta bréf komst aldrei til skila þangað sem því var ætlað. Það komst á f læking, enda var póstþjónusta ekki örugg á Íslandi um þessar mundir. Bréfið fór um hendur margra óhlut­vandra manna og nokkrum vikum síðar barst það aftur til Skálholts og var nú allt trosnað og innsiglið brotið, og gat hver lesið það sem vildi. Áður en það komst aftur í hendur eiganda síns höfðu aðrir menn í Skálholti leitt það augum. Það var siður í Skálholti á þessum tímum að skólameistari eða rektor hefði sér herbergisþjón úr hópi skólasveina. Hann var kallaður famulus á þeirri tungu sem var annað móðurmál skólapilta, latínunni. Um það leyti er saga þessi gerðist hét famulus skólameistara Marteinn, en skólapiltar kölluðu hann mörð. Má af því marka hvern mann Marteinn hafði að geyma. Auk þjónustunnar við herra sinn og húsbónda, skólameistar­ ann, var honum ætlað að lepja í hann allt það sem var á döfinni með hinum óstýrilátu unglingum og sonum mennta­g yðj­ unn­ar. Marteinn hafði við fyrstu sýn fyllzt hatri og öfund á hinum íturvaxna og limalanga skólapilti sem var að skrifa móður sinni í upphafi þessa máls. Einn dag kom Marteinn að máli við skólameistara og sagði honum að þessi langi sláni ~ 66 ~


færi með kukl. Þetta var háskaleg sakargift því að enn voru galdrabrennur ekki kulnaðar út á Íslandi og ekki lengra síðan en á dögum Brynjólfs biskups að piltum hafði verið vísað úr skóla fyrir að fara með galdrastafi. Á þessari öld var svarta­ galdur mikil freisting jafnt meðal ólærðra sem lærðra, en eng­um var hann meiri freisting en ungum menntamönnum er höfðu hugboð um að þekking væri máttur og óskuðu sér einskis frekar en að ná undirtökum á tilverunni. En í þetta skipti brást Marteini merði bogalistin. Skólameistari hafði skömm á slíkum söguburði og var hafinn yfir þessa andlegu farsótt samtíðarinnar, galdrahræðsluna. Hann snupraði Mar­ tein þjón sinn fyrir söguburðinn og skipaði honum að þegja um slík mál. Og þá er það einn dag að gangandi maður sem átti leið um hlaðið í Skálholti hittir Martein, herbergisþjón skóla­ meistara, og færir honum í hendur f lækingsbréf nokkurt, og var brotið innsiglið. Marteinn leit á bréfið og þekkti strax rithöndina, opnaði það og las. Hér hafði honum borizt mikil veiði í hendur. Langi sláninn hafði gerzt svo djarfur að fara óvirðingarorðum um sjálfan skólameistarann. Í þetta skipti mundi hann ekki fá snuprur hjá sínum lærða húsbónda og herra. Hann leitar þegar uppi skólameistarann og af hendir hon­um bréfið, fullur auðmýktar og þjónustusemi. Þegar skólameistari hafði lesið það sem um hann var sagt fölnaði hann af reiði. Hann var maður lítill vexti og linjulegur að líkamsburðum, en andlitssvipurinn bar vott um óvenju­ legar gáfur. Um þetta leyti var hann enn ókvæntur, en hann var heitbundinn stúlku sem hann hafði kynnzt þegar hann var skólasveinn á Hólum. Stúlkan var af tignustu og hroka­ fyllstu höfðingjaættum landsins, kenndum við mestu höfuð­ ból Vestfjarða, Vigur og Vatnsfjörð. Hún hafði þegar látið á sér skilja að henni þætti lítið til hans koma fyrir sakir líkams­ smæðar, síðar, í löngu hjónabandi, átti hún eftir að minna hann æði oft á það að hún væri vangefin manni svo lítt vöxn­ ~ 67 ~


um, og væri hann mjög ólíkur föðurfrændum hennar vest­ firzkum, þeim miklu bokkum er báru reisn og yfirbragð höfðingja. Skólameistari lítur á Martein sem horfir á tær sér, upp­ máluð þjónslundin. Hann skipar honum að leita uppi piltinn og senda hann á sinn fund. Marteinn var ekki sporaseinn, enda var honum erindið kært. Eftir drykklanga stund var barið að dyrum á vinnustofu skólameistara. Inn gekk sveinn­ inn, skartklæddur að sið heldri manna og skein í hvítt línið sem hann bar innst klæða. Hann var frjálsmannlegur í fasi og höfðingjadjarfur, sýnilega ekki beygður af uppeldi í ströng­ um heimilisaga aldarinnar. Skólameistari réttir honum bréfið og spyr hvort hann kannist við þetta. Pilturinn lítur undrandi á þetta bréf sem hann hafði sent móður sinni fyrir mörgum vikum, en játar því nokkuð seinlega að hann hafi skrifað það. Þá snýr skólameistari sér snögglega við, gengur út í horn í stofunni og tekur fram hrísvönd mikinn úr birki og víðitág­ um. Hann skipar sveininum að af klæðast ytri fötum í beltis­ stað og leggjast á fjóra fætur. Sveinninn horfir á hann hikandi og með nokkurri undrun, hann verður að líta eilítið niður fyrir sig því að skólameistarinn nær honum tæplega í öxl. Hann var fjórtán vetra gamall, en hafði aldrei hlotið líkam­ lega hirtingu. Hann hlýðir skipuninni, fer úr treyjunni, leggst á hnén og styður lófum á gólfið. Skólameistari sér hvernig vöðvar þessa langa unglings hnyklast undir línskyrtunni, og honum verður hugsað til hinnar ættstóru, vestfirzku heit­ meyjar sinnar: slíkan mann mundi hún kjósa sér til faðm­ laga. Og fyrsta höggið ríður af. Sveinninn kippist við eins og ótaminn foli sem kennir svipunnar í fyrsta skipti. En hann gefur ekkert hljóð frá sér, tekur við höggunum með herptum vöðvum, svo óvanur er hann hýðingum að hann kann ekki að slaka á þeim. Skólameistarinn sér rautt þegar hann horfir á þennan langa slána í hvítu líni, hann tvíhendir vöndinn og dregur ekki af sér við refsinguna. Höggin dynja á baki sveins­ ~ 68 ~


ins og skólameistari blóðhýðir hann þangað til skyrtan er öll löðrandi þar sem höggin hittu. Skólameistari er orðinn móð­ ur, reiði hans hefur rénað nokkuð, hann hendir vendinum út í horn og skipar piltinum að rísa á fætur. Hann stendur upp seinlega, andlitið afmyndað af reiði, en ekki heyrðist stuna frá honum meðan á hirtingunni stóð. Hann tekur treyjuna og leggur á handlegg sér, en þegar hann lítur á skólameistara sinn logar hatur í augum hans. Það hatur slokknaði seint. Síðan fór hann út úr stofunni án þess að kveðja og til svefn­ skála. Hann gengur að kistu sem hann á, fer úr skyrtunni, brýtur hana vandlega saman og leggur í hana, læsir henni. Veturinn líður, þótt langur sé á Íslandi, og í páskasól er Skálholtsskóla slitið og piltar úr þremur landsfjórðungum biskupsdæmisins tygja sig til ferðar og halda heim. Sumir fara fótgangandi, þótt þeir eigi langt heim, en pilturinn sem skrifaði móður sinni bréf er ekki komst til skila hefur tvo hesta og reiðir kistu sína á öðrum. Hann er hár í söðlinum, enda hefur hann hækkað um þumlung þennan fyrsta vetur sinn í Skálholtsskóla. Hann ber sig vel og er mjög búinn að klæðum. Þegar hann ríður í hlað á Rauðamel á Snæfellsnesi stendur móðir hans úti og fagnar vel einkasyni sínum. Það er auðséð að hún sér ekki sólina fyrir þessum unga manni. Þegar þau eru komin í stofu ávítar hún hann blíðlega fyrir að hafa ekki skrifað sér bréf alla þá stund er hann var til náms í Skál­ holti. Hann svarar þessu fáu, en opnar kistu sína, tekur upp línskyrtuna, ryðbrúna af storknuðu blóði, og kvað skyrtu þessa koma í bréfs stað. Síðan segir hann móður sinni alla sög­ una. Hana hefur sett dreyrrauða meðan hann lét dæluna ganga, hún handfjatlar línskyrtuna sem roðin er blóði sonar hennar. Á þessari stundu er hún líkust þeim fornkonum íslenzkum er stefndu mönnum til víga. Þegar sveinninn hafði lokið máli sínu bað hún hann seinast orða að minnast jafnan síðar þeirr­ ar smánar er fallið hefði á þau bæði og ætt þeirra alla, og launa ~ 69 ~


þeim manni er svo illa hafði leikið hann að verðugu. Þar var ekki deigan að brýna. Hverjir voru þessir menn er höfðu átt svo ójafnan leik í stofu skólameistarans í Skálholti veturinn 1695? Nöfn þeirra eru fræg í sögu Íslands: Skólameistarinn var Páll Vídalín, síðar lögmaður, talinn lögfróðasti maður sem Ísland hefur alið. Skóla­pilturinn hét Oddur Sigurðsson og bar síðar sama emb­ ættistitil og sá sem hafði blóðhýtt hann í skóla. Oddur lög­ maður var hann jafnan kallaður og svo kunnur varð hann undir því nafni að ekki þurfti að kenna hann við föður hans, menn vissu um leið á honum öll deili. En að langfeðgatali var Oddur lögmaður kominn af tveim ættstofnum sem um stund höfðu elt grátt silfur saman, en sættust síðar fyrir mægðir. Á öndverðri 17. öld þóttu tveir menn í Sunnlendingafjórð­ ungi mestir valdsmenn, bæði fyrir ætternissakir og embættis­ tignar. Annar var Oddur Einarsson Skálholtsbiskup, hinn var Gísli Hákonarson, lögmaður í Bræðratungu, einhverju mesta höfuðbóli á Íslandi. Oddur Einarsson var norðlenzkur að ætt, kominn af kaþólskum háklerkum, en fékk Skálholtsstað fyrir atfylgi Guðbrands Hólabiskups. Hann var hálærður mað­ ur og hafði menntazt erlendis og dvalið um stund í eynni Hveðn hjá hinum mikla stjörnufræðingi Tyge Brahe. Gísli Hákonarson var af fornum sunnlenzkum höfðingjaættum og hafði hlotið góða menntun með erlendum þjóðum. Báðir þessir menn, Oddur og Gísli, voru fulltrúar hins geistlega og veraldlega valds á Íslandi, og í þeim ríg sem með þeim var gætti ekki aðeins andstæðna tveggja stétta heldur líka tveggja landsfjórðunga. Þó voru báðir svo vitrir að þeir létu ekki sverfa til stáls með sér. Meðal barna Gísla lögmanns var Hákon sýslumaður í Bræðratungu. Hann átti dóttur sem Sigríður hét. Hennar fékk Sigurður prestur á Stað á Ölduhrygg, sonar­ sonur Odds biskups Einarssonar, og tengdust þá ættirnar, og fylgdi geysilegur auður báðum. Þau Sigurður og Sigríður frá Bræðratungu eignuðust tvö börn, Helgu og Odd, söguhetju ~ 70 ~


vora. Oddur Skálholtsbiskup var því langafi Odds lögmanns og Gísli Hákonarson einnig. Sigríður Hákonardóttir missti mann sinn 1690 eftir tíu ára hjónaband, og f luttist hún þá að Rauðamel ásamt börnum sínum. Var Oddur sonur hennar þá níu ára að aldri, fæddur 1681. Hann ólst upp við allsnægtir svo sem við var að búast, slíkur auður sem að honum stóð. En það varð ógæfa hans að hann naut ekki föðuraga á því aldursskeiði sem erfiðast er á ævi ungra manna. Hann bjó við mikið móðurástríki og móðir hans neitaði honum aldrei um neitt. Hún var stórlynd og mikill kvenskörungur að hætti íslenzkra höfðingja, þóttamikil vegna ættar og auðs og henni fannst ekkert of gott til handa einkasyni sínum. Hún taldi hann borinn til hæstu metorða, mælti allt upp í honum, brýndi metorðagirnd hans, sem var mikil fyrir, og eggjaði hann til stórræða. Við móðurkné ólst hann upp við agaleysi og sjálfræði, og því var það að ráðningin sem Páll Vídalín veitti honum í Skálholti orkaði á hann eins og reiðarslag. Um mörg ár kenndi hann sviðans af þeirri hirtingu, og beiskjan sem brann í hjarta hins unga höfðingjasonar réð síðar atferli hans í viðskiptunum við Pál Vídalín og önnur stórmenni lands­ins. Móðir hans, húsfreyjan á Rauðamel, sá einnig um það að þetta æskusár fengi ekki að gróa. Oddur Sigurðsson var af burða námsmaður, svo sem hann átti kyn til. Það var sagt um hann að hann væri hvass að námi og skilningi. Hann útskrifaðist úr Skálholtsskóla í apríl 1697, þá aðeins 16 ára gamall. Næsta ár dvaldi hann hjá móð­ ur sinni, ungur junkæri, en að sjálfsögðu þótti ekki annað hlýða en að slíkur höfðingi leitaði sér lærdómsframa erlendis, svo sem gert höfðu forfeður hans. Sumarið 1698 fór hann utan og innritaðist í háskólann í Kaupmannahöfn í septem­ ber sama ár. Hann lagði stund á guðfræði sem var nánast eina fræðigreinin sem iðkuð var við háskólann, stundaði námið af kappi og lauk prófi á hálfu öðru ári, og var þá ekki fullra 19 vetra. Að af loknu prófi sigldi hann út til Íslands og settist ~ 71 ~


að á Rauðamel hjá móður sinni. Sjaldan höfðu Íslendingar séð glæsilegri mann koma heim úr utanför. Hann gekk í lit­ klæðum gullsaumuðum að hætti erlendra aðalsmanna, enda var sagt að hann hefði skuldað 800 spesíudali þegar hann kom heim frá námi. Um þetta leyti var kýrverð metið til fjög­urra spesíudala, svo að námsskuldir hans hafa numið 200 kýrverðum. En slíkt þótti ekki ámælisvert þegar hinn fríði og glæsilegi junkæri á Rauðamel átti í hlut. Átta árin hin næstu er svo hljótt um hinn unga höfðingja að í raun og veru vitum vér ekkert um hagi hans. Hann situr í búi móður sinnar á Rauðamel og kemur hvergi við sögu, lifir sýnilega áhyggjulaus af landsins gæðum. Hvar var metn­ aður hins unga manns? Hvort var hann búinn að gleyma því sári er Páll Vídalín hafði veitt honum ungum skólapilti er hann átti alls kostar við hann? Á þessum árum er Oddur Sigurðsson lifir í sælli lífsnautn á Rauðamel er Páll Vídalín skipaður í eitt ábyrgðarmesta embætti á Íslandi: að meta allar jarðir á Íslandi til verðs ásamt Árna Magnússyni. Vera má að þessi embættisveiting hafi stjakað við hinum unga herra á Rauðamel. Ekki er heldur með öllu ólíklegt að húsfreyjan á staðnum, Sigríður Hákonardóttir frá Bræðratungu, hafi minnt hinn áhyggjulausa sælkera á blóðidrifna skyrtu sem geymd var á kistubotni. En víst er um það að Oddur Sigurðs­ son tryggir efnahag sinn á þessum árum. Hann trúlofast Guðrúnu, eldri dóttur Guðmundar Þorleifssonar á Narfeyri, auðugasta manns á Íslandi. Hún er raunar enn barn að aldri, svo að ráðahagurinn minnir einna helzt á hjónabandspólitík miðaldakonunga. Í sama mund segir hann Guðmundi, tengda­ föður sínum tilvonandi, að hann hyggi enn til utanferðar. Til Kaupmannahafnar liggur leið þess Íslendings sem hyggur á metorð og embætti í heimalandi sínu. Hið konunglega ein­ veldi hefur dregið allt vald út úr landinu. Við hirð Danakon­ ungs og í stjórnardeildum Kaupmannahafnar sitja þeir sem ráða örlögum Íslands, setja menn í embætti og setja menn af ~ 72 ~


embætti. En félausum mönnum eru allar bjargir bannaðar í Kaupmannahöfn, því að sigurverk skrifstofuveldisins danska gengur ekki nema fyrir mútum. Guðmundur ríki lánar tengda­ ­syni sínum 1000 spesíudali til uppihalds og framdráttar. Og með þetta fé í kistuhandraðanum siglir Oddur Sigurðsson í annað sinn til Kaupmannahafnar, og nú siglir hann á vit ör­ laga sinna og inn í Íslandssöguna.

Baksvið söguhetjunnar Þegar Oddur Sigurðsson fór utan sumarið 1706 með fullar hendur fjár til að af la sér metorða, svo sem sæma þótti ætt­ göfugum og auðugum höfðingjasyni, þá hafði hann lítt haft af að segja því sem var „saga“ íslenzku þjóðarinnar á síðustu áratugum sautjándu aldar. Sakir ættar og auðs þekkti hann ekki á eigin skrokk örbirgðina, sultinn og klæðleysið sem voru meginþættir í sögu íslenzkrar þjóðar á þessum árum. Að sjálfsögðu hefur hann ekki komizt hjá því að finna í vitum sér hnissinn af þessari einkennilegu þjóðarsögu sem virtist ekki vera annað en dómsmálasaga þegar sleppti hinni rúmhelgu baráttu fyrir að hafa í sig og á. Það er samt ekki óforvitnilegt að líta stuttlega á sögulegt baksvið þessa unga höfðingja sem fór nú í fyrsta skipti til Kaupmannahafnar að af la sér embættisframa, en átti eftir að sigla Íslandsála oftar en f lestir landa hans í endalausu og margf læktu málastappi um embætti, eignir – og að lokum um sjálfa æruna. – Stuttu áður en Oddur Sigurðsson leit í fyrsta skipti ljós þessa heims bar svo við að vor ágætasti arfaherra, Kristján konungur V með því nafni, herjaði á Svía, sína erfðafjendur, og beið að sjálf­ sögðu lægri hlut. Það var tómahljóð í kassa konungs framar venju og þá datt ráðgjöfunum í Kaupmannahöfn það í hug hvort ekki væri reynandi að gá nánar í fjárhirzlur þeirra þegna er byggðu hið fjarlæga kóngsins land, Ísland. Var þá lagður ~ 73 ~


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.