Kata eftir Steinar Braga, brot úr bókinni

Page 1

UM HÁLENDIÐ

Daginn sem Vala hvarf var heiðskírt. Ég fór heim úr vinnu síðdegis og líklega hefur allt gengið sinn vanagang á spítalanum, að minnsta kosti man ég ekki eftir neinu sérstöku nema þessu:

STEINAR BR AGI

„Hér kemur maður sem ræður við öll blæbrigði og tóna hryllingsins ... Eitt af því besta sem ég hef lesið af þessu tagi lengi.“ Yukiko Duke, Gomorron Sverige

himinninn var svo ægilega blár og djúpur, eins og ég gæti tekist á loft og horfið í hann ef ég færi ekki varlega. Ef ég svo mikið Menntaskólastelpa fer á ball og hverfur sporlaust. Mamma hennar er fullviss um að hún sé á lífi en hefur ekkert í höndunum. Nema orðljót bréf með órekjanlegri undirskrift. Steinar Bragi (f. 1975) er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hefur dvalið langdvölum erlendis, í Skotlandi, Kanada, Taívan, Taílandi, Kambódíu, Kólumbíu og á Ítalíu, og starfaði um tíma sem kirkjugarðsvörður. Hann hóf feril sinn með ljóðabókinni Svarthol (1998), sem var vel tekið eins og öllum síðari bókum hans. Undanfarin ár hafa komið út eftir hann nóvellusafnið Himinninn yfir Þingvöllum (2009) og skáldsögurnar Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins (2006), Konur (2008) og Hálendið (2011). Konur var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Nema dúkkuhúsið. Þangað til nafnlaus maður hringir í lögregluna og tilkynnir um lík í gjótu utan við borgina. KATA er saga um glæp og eftirköst hans, um óskiljanlega grimmd, ærandi sorg og stríðið milli kynjanna þar sem einungis annað þeirra hefur verið gerandi – þangað til núna. Að venju nálgast Steinar Bragi viðfangsefni sitt af vægðarleysi og snertir lesendur djúpt.



„Gríðarflott, frumlegt og hyldjúpt skáldverk.“ Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið (um Hálendið)



„Tvímælalaust áhrifamesta verk sem komið hefur út hér á landi í langa tíð.“ Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið (um Konur)

„Þó að bókin drepi lesandann næstum úr hræðslu er

K ATA

sem hrasaði. En kannski hugsaði ég þetta ekki fyrr en seinna.

þetta miklu meira en bara sígild hryllingsbók. Í fáum orðum tekst Steinari Braga að segja ótrúlega mikið um íslenskt samfélag í kjölfar efnahagshrunsins mikla.“ Barometern

„Höfundurinn herðir þumalskrúfuna hægt og rólega og lesandinn fær nánast fyrir hjartað af því að fylgja atburðarásinni þar sem hryllingurinn magnast í sífellu.“ Ingalill Mosander, Aftonbladet

„Steinar Bragi hóf feril sinn sem ljóðskáld og vald hans á tungumálinu sést vel í þessari bók sem er auðvelt að lesa en erfitt að gleyma. Góð bók sem minnir helst á Íslendingasögu úr nútímanum.“ Åsa Carlsson, Kristianstadsbladet / Trelleborgs Allehanda

K ATA

UM KONUR „Myrk og heillandi skáldsaga ... Merkileg bók sem blandar saman atburðarás í ætt við Stephen King og ögrandi samræðu um listheiminn og valdabaráttu kynjanna.“ Göteborgs-Posten

„Er Steinar Bragi kona? Ekki eftir myndinni að dæma, en eftir bókinni sjálfri að dæma gæti hann verið það. Því að Konur er ein allra besta samtímasagan um kvenkynið.“ Dziennik Gazeta Prawna

STEINAR BR AGI

„Myrk saga um inntak listarinnar ... Skáldsagan Konur minnir á spennandi glæpasögu en vex smám saman og verður eitthvað annað og miklu meira.“ Svenska Dagbladet


Daginn sem Vala hvarf var heiðskírt. Ég fór heim úr vinnu síðdegis og líklega hefur allt gengið sinn vanagang á spítalanum, að minnsta kosti man ég ekki eftir neinu sérstöku nema þessu: himinninn var svo ægilega blár og djúpur, eins og ég gæti tekist á loft og horfið í hann ef ég færi ekki varlega. Ef ég svo mikið sem hrasaði. En kannski hugsaði ég þetta ekki fyrr en seinna. Þegar ég kom inn um dyrnar heyrði ég í Völu á efri hæðinni og kallaði til hennar að ég væri komin heim. Hún svaraði engu. Ég kveikti á útvarpinu og fékk mér snarl, eins og ég var vön. Að þessu loknu fór ég upp á efri hæð og þá breyttist allt. Ég heyrði Völu gráta inni í herberginu sínu, bankaði á hurðina en fór svo inn. Hún var nýkomin úr sturtu, lá á maganum með handklæði um sig miðja og grét, ekki með neinum sérstökum tilþrifum eða þannig, en gráturinn var sár og umkomulaus. Ég settist hjá henni og spurði hvað væri að en hún fékkst ekki til að líta á mig eða svara neinu fyrr en ég sagðist ætla að hringja í séra Víði. Þá útskýrði hún að um kvöldið væri ball í skólanum sem allir ætluðu að fara á og að einhverjir í bekknum hennar hefðu þrýst á hana að koma líka. Hún hafði ekki sagt mér frá neinu balli en mér fannst sjálfsagt og eðlilegt að hún færi á ball sem var haldið eftir prófalok á haustönn. Ég vissi að starf hennar í kirkjunni hefði vakið tortryggni sumra í skólanum og stríðni en ekkert meira en mátti búast við á okkar tímum. Sumir bekkjarfélaganna kölluðu hana „Jesústelpuna“ las ég seinna í skýrslunum. Vala sagði mér aldrei frá því sjálf, mér hafði skilist á henni að hún aðlagaðist skólanum ágætlega þótt hún væri ekki beinlínis vinsæl, og því hvatti ég hana til að fara á ballið og skemmta sér. 5


Ég er svo hrædd, sagði hún þá. Hún vissi ekki af hverju en hún væri með sting í maganum eins og eitthvað slæmt væri framundan. Þá byrjaði hún aftur að gráta þar til ég sagði að ef henni liði svona illa gæti hún bara verið heima, enginn væri að neyða hana en hún sagðist verða að fara. Seinna skildi ég betur togstreituna í henni. Samkvæmt vitnum úr bekknum, sem lögreglan talaði við síðar, og bréfunum sem hún sendi Báthory, var hún hrifin af þessum strák sem yrði á ballinu og í partýinu á undan, og eflaust hefur það verið það sem gerði útslagið. Og ráðleggingar Báthory. Um hálf sjöleytið kom Vala niður og hafði þá málað sig í framan, klæddist hnésíðum, svörtum kjól, þröngum um mittið og ögn flegnum yfir bringuna en ekkert sem gat talist ósæmilegt. Hárið var uppsett og fallegt, hún var glæsileg og ég sagði henni það og kannski eitthvað um að hún yrði vinsæl á dansgólfinu. Hún sagðist ekki enn hafa ákveðið hvort hún færi, kastaði yfir sig teppi og settist með tölvuna sína inn í stofu. Ég spurði hvort hún vildi borða, en eins og ég vissi neitaði hún. Ég sat ein í eldhúsinu, borðaði pastarétt sem ég hafði dundað mér við að elda, og að því loknu kom Vala til mín og virtist loks hafa náð áttum. Hún sagðist ætla á ballið og spurði hvort ég gæti keyrt hana í bekkjarpartýið sem yrði á undan, þar sem margir krakkanna ætluðu að hittast. Ég sagði að það væri sjálfsagt. Á leið í Vogana var hún þögul og ég man að óhug setti að mér, tal hennar um að hún væri hrædd verkaði svo skrýtið á mig allt í einu og það hvarflaði að mér að hún væri að leyna mig einhverju. Ef ég hefði bara spurt. Við villtumst í nokkra hringi um Vogana, Vala hafði slegið inn heimilisfanginu á partýinu í símann sinn en gleymt honum heima. Á endanum rötuðum við rétta leið og ég lagði bílnum á dimmu bílastæði við raðhúsin hinum megin við götuna frá Menntaskólanum við Sund. Þá fann ég aftur þennan ótta hellast yfir mig, sterkari en áður. Ég man að ég horfði á Völu sem tafði í bílnum og fór ekki út, næstum eins og hún hefði efast alveg fram á síðustu stundu, ég veit það ekki. Þótt ég muni ekki lengur vel hvernig hún lítur út, man ég vanga6


svipinn þar sem hún situr við hliðina á mér í myrkrinu, hvernig hárið sveigist upp af enninu, eilítill stútur á vörunum, glansandi augun sem horfa út eftir raðhúsunum þar sem einhvers staðar var íbúð full af bekkjarfélögum hennar. Svo var hún allt í einu komin út. Áður en hún skellti aftur hurðinni hallaði hún sér inn í bílinn og þakkaði fyrir skutlið. Við kysstumst ekki bless, við vorum ekki vanar því að kyssast mikið eða snertast, nema líklega um jól og áramót. Hún sagðist koma heim fyrir miðnætti og kvaddi, og ég sá á henni að hún vildi drífa sig af stað áður en henni snerist hugur. Það sem gerðist næst hef ég frá lögreglunni. Fyrst eftir að Vala hvarf fannst mér eins og ég gæti fundið hana með því að rýna í skýrslurnar, eins og þær væru gáta sem mætti leysa. Ég hef lesið þær svo oft, allt þetta stafróf af vitnum og hvað þau sögðu, en ég er engu nær. Eftir að hafa kvatt mig gekk Vala að húsi númer 33 þar sem hún hringdi bjöllunni. Gestgjafinn, kölluð Z í skýrslunum, fór til dyra og sagðist hafa orðið hissa á að sjá Völu þar sem hún hefði ekki mætt áður í bekkjarpartý, ekki í keilu, ekki á böll eða tónleika. Z bauð henni bjór, þar sem Vala var ekki með neitt með sér en Vala neitaði. Þá spurði Z hvort hún drykki ekki og Vala neitaði vandræðalega, sagðist bara gera það stundum og þáði bjórinn og þambaði hálfa flöskuna. Eftir það lifnaði yfir henni, hún hætti að roðna og hló og sagði brandara. Samkvæmt vitni M, sem gaf Völu Bacardi Breezer eftir að hún lauk við bjórinn, þekkti Vala engan í bekknum þegar skólinn byrjaði, ólíkt flestum hinna, hún átti erfitt með að nálgast fólk, varð vandræðaleg þegar yrt var á hana og virtist lítið gefin fyrir félagsskap. Vitnin E og F sögðust hafa hringt í Völu eftir síðasta prófið og hvatt hana til að koma í partýið. Áður höfðu þær boðið henni með sér á kaffihús eftir skóla og eftir það spurðist út í bekknum að Vala væri trúuð, færi í messur hjá sértrúarsöfnuði og á námskeið úti á landi, læsi í Biblíunni fyrir svefninn, ætlaði í trúboð í Malasíu og eftir það varð hún þekkt sem Jesústelpan. Bæði E og F sögðust ekki hafa haft neitt á móti trú hennar, þótt þær álitu Völu svolítið skrýtna, og 7


hefðu verið einlægar í því að vilja kynnast henni og rjúfa einangrun hennar í bekknum. Vitni X kom seint í partýið og tók þá eftir Völu sem stóð á verönd fyrir aftan húsið og reykti, var óðamála, skrýtin og óþægileg. Hún sníkti sígarettur og bjór af þeim sem voru í partýinu og horfði mikið á einn strákanna í bekknum, D, sem vitnið lýsti sem hávöxnum, myndarlegum strák, honum gengi vel í skólanum en orð fór af honum sem flagara. Hann drakk mikið og vitnið sagðist eitt sinn hafa heyrt hann segja að trúaðar stelpur væru sexý. Vitni D sagðist hafa komið seint í partýið og ekki heilsað Völu en tekið eftir því að hún horfði mikið á hann af veröndinni, þar sem hún hélt sig megnið af kvöldinu. Hann viðurkenndi að hafa stundum blikkað hana í tímum og gert grín að henni í laumi og sagðist hafa skammast sín fyrir það seinna. Eftir eitt prófið skömmu fyrir jól yfirgáfu þau stofuna á sama tíma og D spurði hvort hún ætlaði ekki að koma á jólaballið og hvatti hana til þess. Vitni E og F sögðust hafa farið með Völu á baðherbergið þegar leið á partýið, þar sem hún notaði snyrtivörur annarrar þeirra og lét í ljós áhuga á D, spurði hvað þeim fyndist um nýju kærustuna hans, R, sem þá var nýkomin í partýið, og þær sögðust hafa eytt talinu. Á leiðinni aftur út á verönd hefði Vala grett sig í átt að stelpunni og eftir það hefði F ráðlagt henni að fara varlega í að drekka þar sem kvöldið væri bara rétt að byrja. Eftir partýið fór Vala með E, F og C í leigubíl á ballið þar sem hún dansaði mikið og virtist í eigin heimi á dansgólfinu þar til D og R byrjuðu líka að dansa. Þá byrjaði Vala að hrifsa til sín ókunnuga stráka og dansa við þá í námunda við D og R eins og til að ganga í augun á D eða gera hann afbrýðisaman. Við einn strákanna, K, fór hún í sleik og að hans sögn lét hún hönd hans á brjóst sitt sem K þótti óþægilegt og fór. Að lokum reiddist R, reifst við D og hljóp burt af dansgólfinu en D skammaði Völu fyrir að láta sig ekki í friði, sagðist ekki hafa áhuga á henni og hún væri skrýtin. Vala dansaði ein í svolitla stund eftir þetta, sást svo ganga reikulum sporum út af dansgólfinu og setjast við autt borð úti í horni. Vitni E færði henni vatnsglas sem Vala tæmdi en fyllti svo af bjór úr lítilli flösku sem hún 8


hafði haft með sér úr partýinu. E fór á dansgólfið og að nokkrum mínútum liðnum varð henni litið út í horn þar sem Vala sat ennþá, en hálftíma síðar var hún þar ekki lengur. Það sem eftir var ballsins sá enginn Völu, glös voru fjarlægð af borðum og staðurinn tæmdist. Á leið heim til sín ræddu E og F hvað orðið hefði um hana. Þeim þótti ekki óhugsandi að hún hefði ráfað eitthvað burt drukkin af ballinu og óttuðust að hún gæti orðið fyrir slysi eða jafnvel gert sjálfri sér mein, eftir að hafa verið skömmuð af D. Að lokum ákváðu þær að hafa ekki áhyggjur og að líklegast væri að hún hefði tekið leigubíl heim til að sofa úr sér. Klukkan eitt um nóttina gafst ég loks upp á biðinni og fór framúr. Þar sem Vala hafði gleymt símanum sínum heima vissi ég að ekkert þýddi að hringja í hana. Ég veigraði mér við því að hafa samband við bekkjarfélaga hennar, ef ske kynni að hún væri rétt ókomin inn um dyrnar. Ég vildi ekki að þau álitu hana enn skrýtnari, með skrýtna, ímyndunarveika mömmu sem vakti þau um miðjar nætur. Þess í stað fór ég inn í herbergið hennar, settist á rúmið og beið. Klukkan sjö um morguninn beið ég þar enn, og viku síðar, mánuði og ári síðar beið ég. En Vala kom aldrei heim.

9


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.