Lísa er í ástarsorg. Enginn deilir með henni fínu íbúðinni með útsýni yfir höfnina, vinkonurnar eru uppteknar yfir körlum og börnum og kvöldunum eyðir hún ein fyrir framan sjónvarpið. Getur lífið orðið mikið dapurlegra? Þess vegna hugsar hún sig ekki tvisvar um þegar hún rekst á auglýsingu frá Lausninni. Þar er viðskiptavinum lofað hamingju fyrir dágóða fjárhæð, sem öll fæst þó endurgreidd ef meðferðin heppnast ekki. En í hverju felst þessi meðferð?