Sölvi Oddsson er ungur svæfingalæknir sem er í miklum metum á gjörgæsludeild Landspítalans, bæði meðal samstarfsfólks og sjúklinga. Hann helgar sig starfinu og er alltaf reiðubúinn að taka aukavaktir en fjarlægist eiginkonu og börn á merkjavæddu heimili í Garðabæ. Smám saman fer álagið að segja til sín og þegar mörkin milli þess að líkna og valda sársauka taka að dofna verður eitthvað undan að láta.