Ljós af hafi - M. L. Stedman

Page 1


FYRSTI HLUTI

Lj贸s tveggja hafa-nytt.indd 7

6.4.2015 12:30


Lj贸s tveggja hafa-nytt.indd 8

6.4.2015 12:30


27. apríl 1926

D

aginn sem kraftaverkið gerðist kraup Isabel á kletta­ brúninni til að huga að litla, nýlega rekaviðarkrossin­ um. Eitt, stórt ský sniglaðist yfir aprílhimininn, teygði sig yfir eyjuna og speglaðist í hafinu fyrir neðan. Isabel vökvaði betur og klappaði niður moldina kringum rósmarínrunnann sem hún hafði verið að gróðursetja. „… leið oss eigi í freistni heldur frelsa oss frá illu,“ hvísl­ aði hún. Eitt andartak fannst henni hún heyra barnsgrát. Hún hratt þessari ímyndun úr huga sér og beindi sjónum sínum í staðinn að hvalavöðu á leið upp að ströndinni til að bera í hlýjum sjó. Annað veifið komu sporðarnir upp eins og nálar í myndvefnaði. Svo heyrði hún grátinn aftur í morgunand­ varanum, háværari í þetta sinn. Óhugsandi. Þarna megin á eyjunni var ekkert nema hafið sem náði alla leið til Afríku. Hér mættust Indlandshaf og Suðurhafið mikla og saman teygðust þau eins og endalaust teppi út frá klettunum og virtust vera svo þétt í sér að henni fannst hún geta gengið til Madagaskar á þessu bláa teppi ofan á bláu. Hinum megin sneri eyjan að ástralska meginlandinu sem var næstum hundrað mílur í burtu. Hún var ekki fullkom­ lega hluti af þessu landi en samt ekki alveg úr tengslum við það; hæsti tindurinn á neðansjávarfjöllum sem stóðu upp úr 9

Ljós tveggja hafa-nytt.indd 9

6.4.2015 12:30


sjónum eins og tennur á sveigðum kjálka, sem biðu þess að tæta í sig saklaus skip á endaspretti sínum í höfn. Líkt og hún vildi bæta fyrir þetta bauð eyjan – Janus Rock – upp á vita og geislinn frá honum veitti öryggi þrjátíu mílur í allar áttir frá eyjunni. Á hverri nóttu mátti heyra stað­ fast suðið í linsunum þegar þær snerust, snerust og snerust; vitinn var óvilhallur, áfelldist ekki skerin og óttaðist ekki ölduganginn; veitti frelsun ef með þurfti. Gráturinn hélt áfram. Dyrnar að vitanum skullu aftur í fjarska og hár líkami Toms kom í ljós á svölunum þar sem hann virti fyrir sér eyjuna í sjónauka. „Izzy!“ hrópaði hann, „bátur!“ og benti niður í víkina. „Á ströndinni – bátur!“ Hann hvarf og kom von bráðar út úr vitanum. „Mér sýnist einhver vera í honum,“ hrópaði hann. Isabel flýtti sér eins og hún gat til móts við hann og hann hélt um handlegginn á henni eftir bröttum, þétt troðnum stígnum niður á ströndina. „Já, þetta er bátur,“ sagði Tom. „Og … ja hérna! Það er maður í honum en …“ Maðurinn var hreyfingarlaus, lá yfir þóftuna en gráturinn heyrðist enn. Tom hraðaði sér að bátnum og reyndi að vekja manninn til lífsins áður en hann leitaði við kinnunginn þar sem gráturinn virtist eiga upptök sín. Hann dró upp svolítinn böggul, mjúka, ljósbláa kven­ peysu sem var vafin utan um lítið, hágrátandi ungbarn. „Ja hver fjandinn!“ hrópaði hann. „Hver fjandinn, Izzy. Þetta er …“ „Barn! Drottinn minn almáttugur! Ó, Tom! Tom! Láttu mig fá það.“ Hann rétti henni böggulinn og reyndi aftur að lífga ókunna manninn við. Enginn hjartsláttur. Hann sneri sér aftur að Isabel sem virti fyrir sér agnarsmátt barnið. „Hann er dáinn. En barnið?“ 10

Ljós tveggja hafa-nytt.indd 10

6.4.2015 12:30


„Mér sýnist allt í lagi með það. Engar skrámur eða mar­ blettir. Það er svo lítið,“ sagði hún, sneri sér svo aftur að barninu og faðmaði það að sér. „Svona, svona, þú ert ekki lengur í neinni hættu. Þú ert óhult, fallega barn.“ Tom stóð kyrr, virti fyrir sér manninn, klemmdi aftur aug­ un og opnaði þau aftur til að ganga úr skugga um að hann væri ekki að dreyma. Barnið var hætt að gráta og dró nú andann í djúpum sogum í fangi Isabel. „Ég sé enga áverka á manninum og hann lítur ekki út fyrir að hafa verið veikur. Hann hefur áreiðanlega ekki ver­ ið lengi á reki … eða ekki sýnist mér það.“ Hann þagnaði andartak. „Farðu með barnið upp í húsið. Ég sæki eitthvað til að breiða yfir líkið.“ „En, Tom …“ „Það verður erfitt að koma honum upp stíginn. Ég held að það sé betra að geyma hann hér þangað til hjálp berst. Ég vil samt ekki að fuglar eða flugur komist í hann en það er segl uppi í skúr sem ætti að duga.“ Hann talaði rólega en honum var kalt á höndum og andliti eins og fornir skuggar byrgðu fyrir skæra haustsólina.

o Janus Rock var ein fermíla. Þar óx nóg gras handa fáeinum kindum og geitum og nokkrum hænsnum og jarðvegurinn var nógu þykkur til að hægt var að rækta nauðsynlegasta græn­ meti. Einu trén voru tvær háar norfolkeyjarfurur sem flokk­ ur frá Point Partageuse hafði gróðursett þegar verið var að byggja vitann þrjátíu árum fyrr. Röð af gömlum gröfum minnti á skipsskaða löngu fyrr þegar Pride of Birmingham strandaði á klettunum um hábjartan dag. Annað slíkt skip hafði seinna flutt vitann frá Englandi. Hann bar með stolti nafnið Chance 11

Ljós tveggja hafa-nytt.indd 11

6.4.2015 12:30


Brothers en það tryggði bestu tækni sem fáanleg var á þeim tíma og að hægt væri að setja hann saman hvar sem var, hversu hrjóstrugur sem staðurinn væri og hversu erfitt væri að komast þangað. Hafstraumarnir báru allt mögulegt að eyjunni: alls kyns drasl; brak úr skipum, tekistur, hvalbein. Þetta rekald barst að landi á sinn hátt og á sínum tíma. Vitinn stóð á miðri eyjunni og hús og útihús vitavarðarins kúrðu þar rétt hjá honum, kúguð af óvægnum stormum áratugum saman. Isabel sat við gamla borðið í eldhúsinu með barnið í fanginu, vafið í mjúkt, gult teppi. Tom þurrkaði af sér á mottunni þegar hann kom inn og hvíldi sigggróna hönd á öxl hennar. „Ég breiddi yfir veslings manninn. Hvernig líð­ ur blessuðu barninu?“ „Þetta er stúlka,“ sagði Isabel og brosti. „Ég baðaði hana. Mér sýnist hún vera alveg heilbrigð.“ Litla stúlkan leit stóreyg á hann og virti hann fyrir sér. „Hvað í ósköpunum ætli henni finnist um þetta allt saman?“ sagði hann. „Ég gaf henni svolitla mjólk líka, var það ekki, ljúfan mín?“ kurraði Isabel og beindi spurningunni að barninu. „Ó, hún er alveg fullkomin,“ sagði hún og kyssti barnið. „Guð má vita hvað hún hefur orðið að þola.“ Tom tók brandíflösku út úr skáp og hellti smálögg í glas sem hann drakk svo í einum teyg. Síðan settist hann við hlið konu sinnar og horfði á ljósið leika í andliti hennar meðan hún virti fyrir sér fjársjóðinn í fangi sér. Litla stúlkan fylgdi hverri hreyfingu hennar með augunum eins og Isabel gæti horfið ef hún héldi henni ekki fastri með augnatillitinu. „Ó, litla skinnið mitt,“ sagði Isabel, veslings litli vesa­ lingurinn minn,“ sagði hún þegar barnið nuddaði andlitinu

12

Ljós tveggja hafa-nytt.indd 12

6.4.2015 12:30


upp við brjóst hennar. Tom heyrði grátinn í röddinni og minningin um ósýnilega návist hékk í loftinu milli þeirra. „Henni líst vel á þig,“ sagði hann. Svo bætti hann við, eins og við sjálfan sig: „Það fær mig til að hugsa um hvern­ ig allt hefði getað orðið.“ Hann bætti fljótmæltur við: „Ég meina … ég meinti ekki … Það er bara eins og þú sért fædd til þess arna, annað ekki.“ Hann strauk henni um vangann. Isabel leit á hann. „Ég veit það, elskan. Ég veit hvað þú meinar. Ég finn það líka.“ Hann lagði handleggina utan um konu sína og barnið. Isabel fann brandílyktina af honum. Svo tautaði hún: „Ó, Tom, Guði sé lof að við fundum hana nógu snemma.“ Tom kyssti hana og bar svo varirnar að enni barnsins. Þannig stóðu þau alllanga hríð, þangað til barnið fór að sprikla og rak hnefann út undan teppinu. „Jæja,“ Tom teygði úr sér um leið og hann stóð upp, „ég fer og sendi skeyti, gef skýrslu um bátinn og læt þá senda bát eftir líkinu. Og litlu frökeninni hérna.“ „Ekki strax,“ sagði Isabel og strauk fingur barnsins. „Ég meina, það liggur ekkert á að gera það núna á stundinni. Manninum versnar ekkert þótt hann bíði aðeins og ég held að þessi litla dúlla sé búin að fá nóg af bátum í bili. Láttu þetta bíða aðeins. Leyfum henni að ná andanum.“ „Þeir verða marga klukkutíma hingað. Það verður allt í lagi með hana. Þú ert búin að hugga hana, litla skinnið.“ „Bíðum bara aðeins. Það getur ekki skipt miklu máli.“ „Það verður að skrá þetta allt í dagbókina, elskan mín. Þú veist að ég verð að skrifa skýrslu um allt þegar í stað,“ sagði Tom. Það var hluti af skylduverkum hans að skrá allt markvert sem gerðist í vitanum eða í grennd við hann: skip sem sigldu hjá, illviðri eða bilun á tækjum.

13

Ljós tveggja hafa-nytt.indd 13

6.4.2015 12:30


„Gerðu það á morgun.“ „En hvað ef þessi bátur er frá skipi?“ „Þetta er skekta, ekki björgunarbátur,“ sagði hún. „Þá á barnið sennilega móður sem bíður eftir því einhvers staðar á ströndinni og rífur hár sitt. Hvernig liði þér ef þetta væri barnið okkar?“ „Þú sást peysuna. Móðirin hlýtur að hafa fallið útbyrðis og drukknað.“ „Ástin mín, við höfum enga hugmynd um móðurina og vitum ekki heldur hver maðurinn var.“ „Það er langlíklegasta skýringin, ekki satt? Ungbörn fara ekki bara burt frá foreldrum sínum.“ „Izzy, allt er mögulegt. Við einfaldlega vitum það ekki.“ „Hvenær hefurðu heyrt um að ungbarn hafi farið burt á bát án þess að móðirin væri með?“ Hún þrýsti barninu ögn fastar að sér. „Þetta er alvörumál. Maðurinn er dáinn.“ „Og barnið er lifandi. Sýndu svolitla meðaumkun.“ Eitthvað í röddinni snart hann og í stað þess að andmæla henni einfaldlega hikaði hann og velti fyrir sér þessari bón hennar. Kannski þurfti hún að fá örlítinn tíma með ung­ barni. Kannski skuldaði hann henni það. Það varð þögn og Isabel sneri sér að honum og svipurinn lýsti orðlausri bæn. „Ég býst við að í neyð …“ viðurkenndi hann en tíndi orðin úr út sér með erfiðismunum, „að ég gæti beðið til morguns með að senda skeytið. En strax í fyrramálið. Um leið og slokknar á vitanum.“ Isabel kyssti hann og þrýsti handlegginn á honum. „Ég verð að koma mér aftur inn í ljóshúsið. Ég var að skipta um gufuslönguna,“ sagði hann. Á leiðinni niður stíginn heyrði hann gleðihljóminn í rödd Isabel þegar hún söng: „Blási hann í suðurátt, suðurátt, 14

Ljós tveggja hafa-nytt.indd 14

6.4.2015 12:30


suðurátt, blási hann suðurátt yfir bláan sæinn.“ Þótt söngurinn væri fallegur veitti hann Tom enga huggun meðan hann klifraði upp stigann upp í vitann og reyndi að hrista af sér óþægindatilfinninguna yfir þessari tilslökun sinni.

15

Ljós tveggja hafa-nytt.indd 15

6.4.2015 12:30


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.