Dauðs manns skrif 9. júní 1944 Kæra dóttir mín, ég vona að þú fyrirgefir mér. Ég stend á klettinum og horfi á sjóinn í voginum þar sem ég sá hvalina í fyrsta skipti. Síðan eru nú fjögur ár, tveir mánuðir og fimm dagar. Þeir flutu inn á fjörðinn eins og stórar, gáskafullar eyjar. Sungu mig í svefn á kvöldin og í drauma sem hafa verið mér raun verulegri hér en þokuslæðan sem umvefur dagana. Í draum unum bíður mín móðir þín með hálsinn hvíta, sú eina sem ég hef nokkru sinni elskað. Ég hleð Mauserinn. Það er ekki annað að gera. Ég hef búið mig undir það sem koma skal. Í kúrbítsmálaða koff ortinu eru tuttugu minnisbækur og í þeim allar upplýsingar og staðsetningar. Þegar ég kveiki nú í fyrstu sígarettunni og dreg að mér beiskan anda veraldarinnar er ég ekki dapur. Ef ég bara vissi hver verður sendur. SOE-maður, Kaup maðurinn eða Leigjandinn? NKVD-flugumaður? Rauð haus eða einhver annar frá Gestapo? Því að nú veit ég það fyrir víst sem mig hefur lengi grunað. Farið var að kalla þennan fjörð Dauðs manns fjörð með drjúgum fyrirvara. Ég hélt að það væri varúðarráðstöfun bandamanna gagn vart Löppunum. Nú veit ég að Dauður maður verður ég.
- 11 -
Ljosmodirin.indd 11
4.8.2015 17:19
Október: Dauðs manns firði, 1944
É
g er ljósmóðir af Guðs náð og skrifa þessar línur til þín, Jóhannes. Mér af öllum manneskjum veraldar hefur almáttugur Drottinn vor í vísdómi sínum veitt gáfuna til að gefa sumum líf og eyða því fyrir öðrum. Hvort tveggja hef ég gefið í þessu lífi mínu drukknuðu í veraldarbálinu, líf og dauða sitt á hvað, og ég veit ekki hvort gangur lífs míns ræðst af trumbuslætti þessara tíma eða af því að Drottinn hafi í upphafi ætlað sér hann svo. Þessi gáfa mín er kross minn og frelsun, byrði mín og dómur og hefur markað lífi mínu krókóttan stíg langt frá heimili mínu og þér, ástin mín. Ég krota þessar minningar mínar í fjarðarbotni vestan við Ifjord. Veturinn hefur enn ekki náð hingað að strönd Íshafsins þó að kominn sé október. Loftið er sem ísaðar nálar. Landið blásvart og himinninn hrukkað enni Guðs. Eins og þú veist er ég vesæl og ómenntuð ljósmóðir, lítilsverð og hrjúflynd. Allt sem ég veit hef ég lært á síðustu mánuðum stríðsins af tittlingum og blóðugri moldinni. Það vissi ég áður að á fæðingarstundinni gefum við öll frá okkur org með bragði af holdbrú. Nú veit ég að á meðan við lifum fellum við mörg tár, gefum frá okkur mörg harmakvein og gráthviður og að manneskjan grætur jafnt í skotgröfinni sem höfuðstöðvum Wehrmachts, í Mottitjöldunum í Kuolajärvi, alltaf annað slagið, stundum af gleði og stundum af sorg og stundum með bjálka í auganu eða riffilhlaup við gagnaugað, vegna hvers sem er, og á mælikvarða þeirra tára er hver sem þjáist hér á jörðinni - 12 -
Ljosmodirin.indd 12
4.8.2015 17:19
verðugur lífsins fyrir augliti Guðs. Ég græt líka þó að ég viti enn ekki vegna hvers. Hvort ég græt vegna sjálfrar mín eða vegna þess að ég veit ekki hvorum megin í stríðinu ég er lent. Því að nú hefur Finninn öndvert héraeðli sínu ráðist á þýska úlfinn og hrekur hann á brott og þegar rússneski björninn gerir á sama tíma gráþefjandi árásir sínar frá Varangri og Petsamo þá ræður algjör ringulreið ríkjum í landi Lappanna. Allir hér í óbyggðunum gráta, heimavarnarliðinn grætur sviknar hugsjónir sínar, jagarinn lottuna á símstöðinni sem rotnar í jörðinni, lærin sem enn í gær dilluðu sem smábarnshold og kantínujarðarberið sem hengdi óróa úr hálmstráum í glugga hermannaskálans. Aðeins kommúnistinn fagnar um leið og hann ryðst úr mykjuholunni eins og úr hárugum kviði rússamóðurinnar, en víst á hann líka eftir að reka upp org því að aðeins eina manneskju hef ég hitt á ævi minni sem ekki gat grátið. Það var vinur okkar Herman Gödel, maðurinn sem gull og heiður loddi við lófana á eins og svarta síðu vatnaflekks þegar hann er dreginn upp úr djúpinu til að gapa við anda Guðs. Frá honum verð ég líka að segja þér, en seinna. Nú megna ég það ekki. Í kvöld svífur bláaska heimsins yfir fjörðinn og stríðshundurinn Hilma nuddar sér við fætur mína í leit að öryggi. Ég hef ákveðið mig: ég verð að segja þér allt um mig og verða hrein. Ég hef sagt skilið við stöðu mína í þjónustu Þriðja ríkisins og látið af holdlegu lífi mínu til að gera upp við sjálfa mig og Drottin minn. Nú tek ég loksins upp þennan blekpenna með kúluoddi sem hefur legið dögum saman við hlið minnisbókarinnar með vaxkápunni. Ég veit að þú ert hér einhvers staðar, Jóhannes. Það getur verið að þú sért fangi Rússa og liggir á vörubílspalli með sjáöldrin grafin úr holum sínum eða staulist hér soltinn um gljúfrin með ökklann nagaðan af fjallaref, en þú ert á lífi. - 13 -
Ljosmodirin.indd 13
4.8.2015 17:19
Ég finn það. Í þessum heimi ófullkominna og syndugra hef ég orðið sek um margt, en ekki um skort á ást. Og ég vona að með þessum línum verði mér líka sjálfri ljóst hvernig vesæll hvolpur rauðliða og hundtík þorpsfíflsins varð engill Þriðja ríkisins og uggvænlegur bólvermir SS-Obersturm führers og hvernig ég hafnaði í Zweiglager 322 í Titovka við að gelda graðfola og vinna verk Engils dauðans.
- 14 -
Ljosmodirin.indd 14
4.8.2015 17:19
Október: Dauðs manns firði, 1944
É
g kom hingað í kofann í Dauðs manns firði fyrir nákvæmlega tíu dögum. Við lok þessa veraldarbáls sem ég hef orðið að þola hefur hver sá ástæðu til að þakka Skapara sínum sem bjargaðist undan orgelum Stalíns og hélaðir rakkar dauðans í frosthelvíti Petsamo náðu ekki að naga. Þýskararnir fleygðu mér og tíkinni minni af brynskipinu SS Donau tæpum tveimur vikum eftir að við fórum frá Kirkenes og Englendingar voru næstum búnir að sökkva okkur. Eftir það teboð Englendinga voru engin nothæf siglingatæki eftir í skipinu, talstöðin og bergmálsdýptarmælir sem átti að vera til varnar kafbátum í ólagi. Við veltumst um hafið á meðan liðsforingjarnir lágu í lestinni með nikkelofnæmi, á dekkinu þvældust um sjóveikir fjallajagarar og samtíningur af varaliðsmannskap. Þá gerðist sitt af hverju um borð í skipinu sem ég kæri mig ekki um að segja frá og varð til þess að mér var fleygt fyrir borð. En það versta var að kortið og áttavitinn voru tekin af mér. Stormur hafði geisað alla vikuna og á kömrunum var stybba af ælu og graftarvilsu. Þennan morgun hafði þó allt í einu lygnt. Þvalt þokuloft kitlaði mig í andlitið þegar Aleksej litli Ignatenko kom til mín. Rússastrákurinn var sá eini sem vissi hvernig átti að stýra skipinu og fékk því að ganga um frjáls í nýju nautsleðurstígvélunum sínum án þess að nokkur skipti sér af því. Undir handleggnum dinglaði hans eilífa skákborð. Ég mundi hvernig þú hlóst stundum að því að þessa stráks yrði aðallega minnst fyrir eyrun. - 15 -
Ljosmodirin.indd 15
4.8.2015 17:19
Rangt til getið. Í stað þess að reyna að fá mig til að tefla sagði Aleksej: – Medizinitsa. Tími til að fara. Svo kallaði hann mig í fyrsta skipti mínu eigin nafni sem gerði mér ljóst að ég væri orðin jafngild stríðsfanga eða verra en það. Mig sundlaði. Þessari stundu hafði ég búist við. Ég þreifaði með tungunni á nýju hvalbeinstönnunum mínum (ég segi þér frá þeim seinna, elsku Jóhannes minn!) og spurði: – En kort? Aleksej hristi höfuðið. Við horfðum á hafið sem var að drukkna í þoku. – Nú er gott veður. Það var lygi. Við vissum það bæði að einmitt svona veður óttuðust hvalfangararnir meira en stríðsdrunurnar. Í svona veðri gátu neðansjávarstraumar náð tökum á skipi og borið það hundruð sjómílna út á opið hafið án þess að áhöfnin yrði vör við nokkra hreyfingu. Ég álasa ekki mínum svikula unga vini. Ef ekki hefði verið fyrir Aleksej Ignatenko hefði mér verið steypt á höfuðið í sjóinn. Liðsmenn fjallahersins sem lágu á þilfarinu höfðu fengið sig fullsadda af stríðinu, hungrinu, stopulum birgðaflutningum, skemmdum sænskum og argentínskum dósamat, skorti á ullarsokkum og götóttum næturgögnum, kveinum þeirra limlestu og endalausu roki og hraglanda. En umfram allt höfðu þeir fengið sig fullsadda af mér, Fräulein Schwester. Ég féllst á að fara í julluna án mótþróa. Aleksej Ignat enko rétti mér Mauserinn. Ég kreisti kalt stál byssunnar þegar ég sá hvaða trúnaðarfangar komu með sem ræðarar. Annar, sá sem var í skinnstakk með beinhökum, hét Montja. Trúnaðarfangi úr búðunum í Titovka. Ég gerði ráð fyrir að hann dræpi mig um leið og við værum úr augsýn - 16 -
Ljosmodirin.indd 16
4.8.2015 17:19
frá skipinu. Ég dró djúpt andann og fór út í bátinn. Ég kallaði til Aleksejs Ignatenko: – Er Mauserinn hlaðinn? – Nei. Áður en ég náði að setjast á þóftuna small eitthvað slímugt á gagnauga mínu. Það byrjaði að leka niður að hálsmálinu á úniforminu. Ég leit ekki við. Á síðustu stundu skaust lítil mannvera að borðstokknum og klifraði út í bátinn. Skoltastelpan Masha: – Parmuska, ekki skilja mig eftir! Það voru fyrstu orðin sem ég heyrði hana segja í margar vikur, en ég gladdist ekki. Nú vildi þessi vesalingur koma til að deyja með mér eftir allt saman. Ég reyndi að ýta henni úr bátnum en litla hróið hékk föst í úlfapelsinum mínum eins og lús á timburfleytara og svo vorum við látin síga niður upp á náð hafsins. Aleksej Ignatenko teygði mjóan hálsinn yfir borðstokkinn og kallaði: – Ég gef þér líf þitt. Þú gefur heiminum hlátur þinn. Þetta hljómaði svo dapurlega slavneskt og heimskulegt að ég missti andann og langaði að kalla á móti að erfitt væri að hlæja með vitlausar tennur í munninum en það hefði drukknað í ruddaskap Þýskaranna. Þeir söfnuðust kringum Aleksej Ignatenko til að bölsótast. Þeir öskruðu eins og öll illska og reiði stríðsins flæddi yfir borðstokkinn: – Finnenlümmel! Svikari! Munntóbaksblandaðir hrákar lentu á andliti mínu. Montja benti á mig og greip um klofið á sér. Ég lokaði augunum. Með samankreist augnlokin veifaði ég í kveðjuskyni: – Farið og verið! Glymurinn af þýskum formælingum hljóðnaði brátt þegar við lögðum frá skipinu. Dökkleitt stálfjallið hvarf í þokuna. Ég fann hvernig sjórinn undir okkur andvarpaði - 17 -
Ljosmodirin.indd 17
4.8.2015 17:19
djúpum, sjómílnalöngum andvörpum. Ég leit ekki á Hilfswilligerana, sérstaklega ekki Montja. Ég kreisti Mauserinn í vasanum. Hjartað hamaðist á bringubeininu. Hvað ætlaði Montja sér? Trékylfa hékk í fléttuðu belti sem hann hafði stolið frá Skoltaföngunum. Byssan var örugglega í vasanum á silfurbrydduðum stakknum. Hann var orðinn ríkur maður þegar hann fór úr búðunum og fyrirlitning skein úr augum hans þegar hann virti okkur fyrir sér vaggandi á þóftunni. Tvær ferðatöskur bundnar á klafa, sjúskaður úlfapelsinn og á höndunum fallega bryddar griplurnar sem Lispet prjónaði. Stríðshrjáð tíkin Hilma og mállaus Skoltastelpan Masha. Annað átti ég ekki eftir af mínu fyrra lífi. Masha mjakaði sér nær og byrjaði að sjúga á mér þumalnöglina. Það gerði hún stöðugt núorðið, stór stelpan. Og Hilfswilligerarnir góndu á það og af því fékk Montja örugglega þá hugmynd að taka fallega mynstruðu griplurnar mínar. Þeir skildu mig eftir á fyrsta hólmanum sem við komum að. Montjapontja, balkanþefandi skakarinn. Herramaður af því tagi sem heldur að lekandi batni með því að ríða selum eða stinga tittlingnum í píkuna á ungum laxi. Þó að hann reyndi það skildi hann ekki að fiskar eru ekki með neitt slíkt. Tók griplurnar mínar og dró dauðamerki yfir barkann. Neyddi mig til að horfa í augu sér til að ég vissi að hann gleymdi ekki. Nú drepur hann. Ég kreisti vasann á úlfapelsinum og fann þar fyrir Mausernum. Montja lyfti kylfunni. Þokulúður skipsins vældi. Montja náði ekki að slá. – Láttu það vera! Við förum! Montja klifraði bölvandi út í bátinn. Þeir skildu eftir hjá mér úlfapelsinn og Skoltastelpuna og dömluðu af stað inn í - 18 -
Ljosmodirin.indd 18
4.8.2015 17:19
þokuna. Ég horfði á eftir þeim og hugsaði um hvað þeir sýndust allt í einu ófullburða, eins og villuráfandi hérar. Vorkenndi þeim næstum fyrir hvernig þeir rákust á ísjakana og villtust út á hafið öfugum megin við skerið sem var í laginu eins og hreindýrshaus. Farðu og vertu, Montjapontja. Þín mun ég ekki sakna. Við stóðum þar eftir þrjú, Masha leitandi að þumlinum á mér með köldum vörunum og ég syrgjandi griplurnar mínar. Í mínum heimi hafa alltaf verið hljóð. Hljóð þorpsins, grátur krakka Stór-Lamperis fósturföður míns, kvein kirgísku fanganna og linnulaust suð mýflugnanna. Nú heyrði ég þögnina í fyrsta skipti og hún skelfdi mig eins og dauðinn. Í loftinu liðuðust slörfingur með langar neglur. Þeir þukluðu axlirnar og hálsinn á ónotalegan hátt. Þarna hímdum við hnusandi og hlustandi hvert í sína áttina en ekkert var neins staðar, enginn skapnaður, ekkert hljóð, engin lykt. Það leið kannski hálft andartak eða meira. Hilma gerði nokkrar vesælar tilraunir til að setjast, hún hefði viljað sleikja burt ísinn sem hafði sest á milli þófanna en rann alltaf til á grænni ísskorpunni. Sjórinn andvarpaði hægt og langdregið. Andartak þóttist ég heyra hljóð í utanborðsmótor í þokunni en síðan varð aftur hljótt. Allt í einu fann ég Möshu klípa mig í síðuna. Hún benti á eitthvað við fætur mér. Önnur pappaferðataskan flaut á kambi dálítillar öldu, rétt utan seilingar. Samt hafði ég sett töskurnar að minnsta kosti hálfan metra ofan við sjávarborðið. Nú vaggaði hún þarna á öldunni. Það leið nokkur stund áður en ég áttaði mig. Aðfall! – Nú fór heldur illa. Ég teygði mig eftir einu töskunni minni til að koma henni ofar á klettinn. Ég ýtti Möshu á undan mér, mjakaðist sjálf - 19 -
Ljosmodirin.indd 19
4.8.2015 17:19
á eftir. Það gekk ekki vel. Það gekk alls ekki. Ísinn var háll eins og bakið á dreka undir höndum mínum. Ef hvor okkar sem var skriplaði yrði það okkar bani. Tíkarhróið streittist við hlið mér og hleypti þarmagasi sínu út í léttandi þoku Íshafskvöldsins. Ég giskaði á að kletturinn væri kannski þriggja metra hár en það var ekki endilega nóg. Ég minntist fimm metra stólpa fiskibryggjunnar í Pummanki og fiskimannanna sem vildu komast af stað heim fyrir klukkan sex. Það var ekki annað að gera en klifra. Brakandi ísinn marði hnéskeljar mínar. Við urðum að reyna. Loks mjakaðist ég efst á klettinn. Vonbrigði. Ég hafði vonast til að vera á nesodda einhverrar stærri eyju, einhvers staðar þar sem væri að finna skjól fyrir nóttina. En hinum megin blasti aðeins við sams konar flói fullur af ísflekum og bómullarkenndu krapi. Var eitthvað annað að gera en setjast niður og góla af harmi? Flóðið hrifi okkur Möshu með sér og drægi niður í undirstraumana. Lík okkar enduðu samantvinnuð handan við Varangursfjörð, í handarkrika Ristiniemi eða enn fjær, einhvers staðar þar sem hafið hrækir úr sér braki sínu. Sjórinn reis með hægum andvörpum. Brátt strykist hann við tær okkar. Hærra varð ekki komist. Hendurnar á mér blánuðu. Ég varð vör við að ég strauk Skoltastelpunni um vangann og einhvers staðar frá braust fram glórulaus biturleiki. Ég mundi nú hvað hafði gerst vegna Möshu. Ekki Montja. Ekki Hermans Gödel. Ekki þín. Heldur Möshu. Hversu auðveldara hefði ekki verið að deyja með hendurnar hlýjar, því að griplurnar sem Hilfswilligerarnir stálu - 20 -
Ljosmodirin.indd 20
4.8.2015 17:19
voru mér kærar. Gjöf frá Lissu. Með þær á höndunum gat ég jafnvel gefið kamfórusprautu í fjörutíu stiga frosti. Griplurnar voru líka notalegar vegna þess að þær voru mínar eigin og ekkert kámugt þýfi frá Rússunum. Vettlingum og loðfeldum sem hirtir voru á bak við Aðgerð Fjós fylgdi alltaf einhver kláði. Mér þótti aumt að einmitt griplurnar sem Lissu prjónaði urðu síðasti ránsfengur Hilfswilligeranna. Síðasta minningin um líf þar sem manneskjan ólst upp við umvöndun Guðs og beygði höfuð sitt í auðmjúkri bæn, hneppti efsta hnappnum á yfirhöfninni, tók ofan þegar gengið var inn, hrækti ekki í hornin og pissaði ekki í viðargasvélar drossíanna, gaf heimagerðar sultur, skolaði hálsinn með morgunsálmi og sínar eigin tennur og munninn steinseljuhreinan. Knékraup í sánunni með liðamótin skrúbbuð. Þá var eitthvert vit í veröldinni. Ég fann hvernig öndin flæddi sem gufa úr nösum mér. Mér ynnist ekki tími til að segja þér allt sem ég ætlaði.
- 21 -
Ljosmodirin.indd 21
4.8.2015 17:19