Hún er rangeyg, fyrirlitin og óskilgetin en hefur einstaka gáfu til að taka á móti börnum. Skelfingarsumarið 1944 hittir hún glæsilegan Þýskan SS-foringja lengst norður í Finnlandi og verður á augabragði heltekin af honum. Smám saman heillast hann líka af henni og þau þola saman – og sundur – hrikalegan óhugnað síðustu stríðsáranna.