Mamma segir - Stine Pilgaard

Page 1


Mömmu finnst að ég eigi að koma upp í sumarbústað til hennar fyrst ég er komin í frí. Það er erfitt að komast til Amtoft, óháð því hvaðan maður er að koma. Fyrst þarf að fara í lest og svo þarf að skipta um strætó oftar en einu sinni og hver þeirra fer bara einu sinni til tvisvar á dag. Ég hata bláa strætóa, segi ég. Að hata er sterkt orð, segir mamma. Ég segi að það sé geðveiki að fjárfesta í sumarbústað í Amtoft ef maður vill vera í einhverjum samskiptum við fjölskyldu sína í fríum og um hátíðir. Hún talar um Limafjörð og friðsæla náttúru. Ég segi að krabbarnir í Limafirði séu þekktir fyrir að vera þeir árásargjörnustu í gervallri Danmörku. Mamma kallar mig elskuna sína og finnst ég vera neikvæð. Ég segi að ég sé bara að miðla upplýsingum um lélegar almenningssamgöngur og skriðdýr í Danmörku. Skelfisk, heyri ég manninn hennar mömmu kalla fyrir aftan hana. Ég segi að krabbar skríði í það minnsta og að kærastan mín sé dýrahirðir svo ég hljóti nú að hafa ágætt vit á þessum málum. Hún þjálfar sæljón en ekki krabba, segir mamma. Ég kveiki mér í sígarettu. Mamma segir að á alnetinu sé að finna fyrirbrigði sem heiti Rejseplanen og ég ætti að reyna að finna mér ferðaleiðbeiningar þar. Ég segi henni að ég þekki Rejseplanen ágætlega. Hún fer að stafa slóðina og ég segi henni að ég sé fullfær um að stafa þetta orð. Punktur dk, kallar maðurinn hennar. P-u-n-k-t7

Mamma segir.indd 7

10.3.2014 12:32


u-r, segir mamma. Ég anda. Mamma er hrædd um að ég muni aldrei finna Amtoft og talar um hvað ég sé áttavillt, hvað það sé ótrúlegt að hafa svona litla tilfinningu fyrir áttum og rými. Ég spyr hana hvort henni finnist ég yfirleitt góð í einhverju. Þá segir hún að ég hafi ýkjulaust verið altalandi þegar ég var eins og hálfs árs, það að ég hafi ekki farið að ganga fyrr en ég var komin hátt á þriðja ár hafi verið annar handleggur. Það var svolítið vandræðalegt á mömmumorgnunum en maður elskar auðvitað barnið sitt óháð því hvernig það er, segir mamma. Hjúkrunarfræðingurinn hafði aldrei áður séð barn sem var svona seint til gangs. Á tímabili lá við að hún héldi að ég væri seinfær. Ég þegi. Maður þarf svo sem ekkert að skammast sín fyrir að vera svolítið seinn til gangs, segir mamma, og þú átt ekki í neinum vandræðum með að ganga núna, hugsaðu þér þá sem eru með vöðvarýrnun. Þeir fá þó ágóða af styrktartónleikum, segi ég. Mamma segir að hún sé að lesa alveg frábæra spennusögu. Það hljómar spennandi, segi ég. Mamma segir að ég sé snobbuð, hrikalega snobbuð, og ef ég ætla mér að verða svona mikill menningarviti þá hljóti ég í það minnsta að verða að hætta að hlusta á Shu-bi-dua. Maður verði að vera samkvæmur sjálfum sér. Ég segi að líklega ætti ég að halda mig fjarri Amtoft. Hættu þessu, elskan, segir hún og hlær. Hún hafði hugsað sér að við gætum haft það notalegt og skipulagt sextugsafmælið hennar. Hún talar um boðskort, sætaskipan og blómaskreytingar. Það er næstum ár í þetta afmæli, segi ég. Tíu og hálfur mánuður, segir mamma. Það er lengra en frá getnaði fram að fæðingu, segi ég. Þú ert alveg eins og pabbi þinn, segir mamma, alltaf á síðustu stundu. Hún vill að ég hringi þegar ég er komin til Álaborgar þannig að hún viti með hvaða lest ég komi. Ég segi að 8

Mamma segir.indd 8

10.3.2014 12:32


ég hafi ferðast alein um Indland í heilt ár þannig að þetta muni áreiðanlega allt saman ganga. Hún segir að ekki sé hægt að líkja saman Indlandi og Amtoft. Ég segi að í þeim efnum hafi hún mögulega rétt fyrir sér. Mæður hafa það yfirleitt, segir mamma.

9

Mamma segir.indd 9

10.3.2014 12:32


Rétt áður en ég dúndra aftur hurðinni garga ég á hana að hún sé að gera stærstu mistök lífs síns. Hugsanlega, segir hún, en það er bara ekkert annað í stöðunni. Það er alltaf eitthvað annað í stöðunni, segi ég. Ég vil enga aðra stöðu, segir hún, mér líður ekki vel. Manni getur ekki alltaf liðið vel, vanlíðan fylgir því að vera til, hrópa ég, hefurðu aldrei lesið Camus. Hún talar um að við séum á ólíkum stað í lífinu. Ég segi að við séum á nákvæmlega sama stað, ég standi beint fyrir framan nefið á henni í stofunni okkar, að hún eigi að sleppa því að nota þessar rýmislíkingar. Ekki gleyma að anda, segir hún og réttir mér pústið mitt. Ég spyr hana hvort þetta snúist um börn. Að hluta til, segir hún. Allt í lagi, segi ég, allt í lagi, þá eignumst við barn. Ég baða út öllum öngum og rek mig í pottaplöntu sem sópast niður á gólf. Það kemur skarð í blómapottinn. Hann lítur þá út fyrir að vera gamall, segi ég, það er í tísku, hlutir eiga ekki endilega að líta út eins og nýir, þeir mega vel vera grófir, þeir eiga að líta út fyrir að vera notaðir. Meðan hún sópar upp moldinni segir hún að ég sé ekki tilbúin að eignast börn. Eiginlega finnst mér ég vera alveg rosalega tilbúin, ég finn alveg að líffræðilega klukkan mín segir það, segi ég. Hún segir að barneignir séu ekki eina málið, þetta snúist líka um aldursmuninn á okkur. Almáttugur, segi ég, tíu ár, það hefur nú sést fyrr, og hundrað sinnum verra, 10

Mamma segir.indd 10

10.3.2014 12:32


ég gæti þulið endalaust. Simon og Janni Spies, Jósef og María mey, ég gæti haldið áfram að telja lengi enn, segi ég, af því að mér detta ekki fleiri pör í hug. Þetta snýst um okkur, segir hún. Þjálfari handboltalandsliðsins, Ulrik Wilbæk, hefur skrifað bók sem heitir Styrkur fjölbreytninnar, segi ég. Þú ættir að lesa hana. Hún segir að sú bók sé um handbolta en ekki ástarsambönd. Samvinna er samvinna, segi ég. Þegiðu nú, segir hún. Ég spyr hana hvenær hún hafi byrjað að setja mörk. Hún þegir.

11

Mamma segir.indd 11

10.3.2014 12:32


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.