46
Kartöflubaka með grænkálspestói Stundum eru góðar kartöflur það eina sem getur róað magann eftir ónot. Þetta er ein af uppáhaldsuppskriftunum mínum í bókinni! Það er líka frábært að nota afganga frá deginum áður ofan á svona böku og skella inn í ofn.
1 tilbúinn flatbökubotn eða 1 vefja
Grænkálspestó
(hægt að kaupa glútenlaust) nokkrar soðnar kartöflur
Þetta er gott með ÖLLU og ég mæli með
2 rósmarínstönglar
að gera tvöfalda uppskrift og frysta
svolítið sjávarsalt
helminginn til að eiga.
ostur að eigin vali (má sleppa) 2 dl grænkálspestó
1 búnt basilíka + 3 grænkálsblöð 25 g furuhnetur, þurrristaðar
Smyrðu flatbökubotninn með svolitlu græn
25 g graskersfræ, þurrristuð
kálspestói, skerðu kartöflurnar í bita og raðaðu
2 döðlur, smátt saxaðar
ofan á. Settu ost yfir ef þú kýst að nota hann.
1 hvítlauksrif
Stráðu að lokum svolitlu rósmaríni og sjávar-
svolítið sjávarsalt
salti yfir og settu bökuna inn í 200°C heitan
1 msk sítrónusafi
ofn. Bakaðu í 8−10 mínútur eða þar til osturinn
½−¾ dl lífræn jómfrúarólífuolía
er orðinn gullinbrúnn eða kartöflurnar byrjaðar að taka lit. Taktu bökuna þá úr ofninum,
Byrjaðu á að setja allt nema ólífuolíuna í mat-
settu grænkálspestó yfir og njótið.
vinnsluvél eða mortél og maukaðu eða merðu það saman. Settu maukið svo í skál og hrærðu ólífuolíunni saman við. 47
48
Apple-Yoga Ég fann mér æðislegar 10−20 mínútna jógaæfingar á YouTube og af því að þær voru svona stuttar treysti ég mér til að gera þær á hverjum degi. Ég gerði oftast óléttujógaæfingarnar eftir Katie Appleton (Apple Yoga á YouTube) og einnig má finna margar góðar með því að nota leitarorðin prenatal yoga á YouTube. Regluleg hreyfing og öndun hjálpuðu mér að komast yfir ógleði, orkuleysi og bakverki. Ég er viss um að jógað átti afar stóran þátt í því að ég komst fljótt í form aftur eftir fæðingu en einnig reyndist þetta vera alveg dúndurhugleiðsla. Það styrkti mig mikið andlega að halda um bumbuna og anda, heyra kennarann tala um hitt og þetta tengt óléttunni, hugsa um litla barnið mitt og tengjast því í ró og friði. 49